Lögberg - 01.03.1928, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MARZ 1928.
BIs. 6.
Ljónið og Músin.
Eftir Charles Klein.
(Saga sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu,
kom fyrst út árið 1906 í New York).
VI. KAPITULI.
Það var liðinn einn mánuður frá því ráðs-
menn járnbrautarfélagsins héldu fund þann i
New York, sem sagt hefir verið frá. Þann
mánuð hafði hvorki John Burkett Ryder ne
Rossmore dómari verið aðgerðalausir. Hinn
fyrnefndi liafði þegar í stað sett í hreyfmgu
þá vél, sem hann hafði yfir að ráða a þinginu í
Washington. Hinn síðarnefndi hafði sem bezt
hann kunni varið sig gegn þeim árásum, sem
á mannorð hans voru gerðar.
Af einhverjum ástaeðum, sem Ryder voru
sjálfum bezt kunnar, hafði hann heimtað, að
ekkert bærist út af því, sem gerst hafði á fyr-
nefndum fundi. Ef til vill var það til þess
gert, að höggið yrði þeim mun þyngra, þegar
það riði af. Það leið nokkur tími, þangað til
blöðin fengu nokkurn pata af því, að þingið
ætlaði að rannsaka mál Rossmore dómara. Eng-
inn hafði lagt nokkurn trúnað á það, að hann
hefði þegið mútur; fólk lét alment þær sögur
eins og vind um ejTrun þjóta. En nú var öðru
máli að gegna; þetta voru ekki bara blaðasög-
ur, heldur höfðu nú stjórnarvöldin eins og sett
stimpil sinn á þetta mál, og blöðin gerðu ó-
skaplegan hávaða út af því. Fyrirsagnirnar
voru prentaðar með afarstóru letri, til þess að
vekja sem mesta eftirtekt. Hvað var að verða
úr þessu þjóðfélagif Hvert félagið eftir ann-
að hafði risið upp, haft stórfé út af almenningi
og svo farið á höfuðið og fólkið hafði tapað fé
sínu. Stórgróðafélögin voru alþekfc fyrir vfir-
gang sinn og ásælni. Stjórnmálamennirnir voru
að minsta kosti grunaðir um ýmsa klæki og nú
væri sami grunur fallinn á dómarana. Þar með
væri hið síðasta varnarvirki fyrirdæmt og
heiðri þjóðfélagsins hrundið. Út yfir tæki, að
nú væri sterkur grunur fallinn á einn af vfir-
dómurunum, að hann hefði algerlega brugðist
trausti sínu og þegið mútufé. Svo væri pen-
ingagræðgin orðin afskapleg, að jafnvel yfir-
dómarinn væri farinn að þiggja mútur. Eng-
um manni í opinberri stöðu væri lengur treyst-
andi. Embættisfærsla þjóðfélagsins væri öll
rotin, ofan í tær.
Svona og þéssu lfkt töluðu blöðin, en hvorki
þau né almenningur gerðu sér nokkurt far um
að komast fyrir það, hvað satt væri eða ósatt í
ákærum þeim, sem á Rossmore dómara voru
bornar. Þetta var gott blaðamál og átti prýði-
lega við þarfir og smekk bæði ritstjóranna og
lesendanna. Fólkið er ávalt fljótara til að trúa
því sem ilt er sagt um menn, heldur en hinu,
sem er gott, og það voru ekki nema fáeinir nán-
ustu vinir dómarans, sem létu sér detta í hug
að efast um, að hann væri sekur. Það var ekk -
ert leyndarmál, að Rossmore hafði verið auð-
mannafélögunum alt annað en þægur ljár í
þúfu, og eins 'hitt, að í þessu máli voru þau
honum óvinveitt. En ef hann í raun og veru
hafði þegið mútur, og fáir efuðu að hann hefði
gert það, þá fanst fólki að hann væri að upp-
skera eins og hann hefði sáð, og að hann ætti
enga vægð skilið. Senator Roiberts lét mikið
til sín taka í Washington, að undirbúa þetta
mál á hendur Rossmore, sem var demókrat, en
republicanar höfðu meiri hluta í þinginu og
þeim flokk tilheyrði Roberts og Ryder og
þeirra félagar, og var það því frá upphafi auð-
ráðin gáta, að þar mundi málið ganga á móti
Rossmore, og að málinu yrði vísað til efri
deildar.
Alt þetta kom Rossmore dómara svo óvænt,
að það fékk ákaflega mikið á hann og hann varð
um tíma næstum utan við sig og varla mönn-
um sinnandi. Það var eins og dómgreind hans
bilaði og framkoma hans var því líkust, að hann
gengi og talaði í svefni. Hann var ekki fær
um, að 8Ínna störfum sínum, og skrifaði hann
því til Washington og bað um að vera levstur
frá embættissfcörfum sínum um tíma, og' fékk
hann það greiðlega. Eftir það fór hann ekki
út af heimili sínu Madison Avenue, en lokaði
sig tímunum saman inn á skrifstofu sinni og
hugsaði af öllum mætti um þetta mál og revndi
að finna einhvern veg til að losna úr því neti,
sem einhver ósýnileg hönd hafði vafið um
hann.
Var þetta endinn á Iífsstarfi hans! Ha
hann til þess eins vandað alt sitt framfer?
hálfa öld og smátt og smátt unnið sér mi
traust og álit, til þess nú að sjá alt þe
hryn.ia í einu eins og spilaborg! Alt til' þe;
hah enginn efast um ráðvendni hans og he
arh‘ik. Nú væri hann brennimerktur eins
sa, sem herfilega hefði brugðist skyldum s
um. Þetta var afar óskiljanlegt. Kann:
var þetta bara íllur draumur? Hvað mu:
dottir hans hugsa, þegar hún kæmist að þesf
ugsumn um það, hve hún mundi taka
þetta nærri, skar hann inn að hjarta En I
var honum mikið gleðiefni, að hann var r>
ullviss, að stúlkan hans mundi engan trúr
eogja a þann óhróður, sem nú væri á sio* b
fÓr VÍSSU Þær báðaL kona hi
og dottir, að hann var saklaus. 1 þeirra a:
um var þessi sakargift bara fjarstæða.
samt var hann ekki saklaus. Hann hafði fa
ohyggilega eða kæruleysislega að ráði sí
Honum hefði att að vera vorkunnarlaust
sja snoruna, þó hún væri kænlega fyrir hs
ogð, en ekki ganga blindandi í hana, eins
on\, onum Ihefði átt að vera vorkunnarla
að sja, að það var að minsta kosti eitthv
glæfralegt við það, að taka á móti hlutabréft
sem voni fimtíu þúsund dala virði, án þess að
borga nokkuð fyrir þau. Þeir, sem snöruna
lögðu, vissu vafalaust, hve mikið barn hann var
í f jármálum, og þeim hafði orðið að því. Eng-
inn lifandi maður mundi nú trúa því, að hann
hefði í raun og veru ekki skilið, hvernig á þess-
um hlutabréfum stóð, en í einlægni ímyndað
sér, að við þetta væri ekkert athugavert. Þeg-
ar hann nú hugsaði um það, þá fanst honum
það, sem hann hafði gert í þessu efni, óskiljan-
legt 'Og f jarri öllu lagi. Eins og hans var von
og vísa, hafði'hann tapað bréfinu, sem hann
fékk frá skrifara félagsins, eða eyðilagt það,
og nú hafði hann ekkert fyrir sig að bera, nema
sín eigin orð, en þar á móti voru bækur félags-
ins og það mátti svo sem nærri geta, hvort yrði
meira metið. Hann gat e>ki varist þeirri hugs-
un, að málið leit afar illa út.
Sjálfur vissi hann, að hann hafði viljandi,
eða með ásetningi ekki gert rangt, og því fanst
honum hann vera afar hart leikinn. Hefði
hann í raun og veru verið f járdrattarmaður,
og verið vísvitandi að gera rangt, því mundi
liann1 frá upphafi hafa hugsað sitt ráð, og haft
á liraðbergi nægilegar varnir í málinu. Hér
var svo sem ekkert um að villast. Vel og vand-
lega hugsað samsæri hafði verið hafið gegn
honum, til að koma honum úr dómarasætinu.
Stórgróðamennirnir óttuðust hann vegna þess
að hann var réttsýnn dómari, og þeir hikuðu
ekki við neitt til að koma fram ásetningi sínum.
Hann hugsaði um það af öllum mætti, hvernig
hann gæti varist þessum árásum, en hann sá
vel, að það var alt annað en auðgert,. Svo
vandlega höfðu óvinir þans falið sig bak við
tjöldin, að hann vissi ekki einu sinni hverjir
þeir voru, og hann hafði enga sönnun fyrir því,
að hér væri um samsæri að ræða, þó hann sjálf-
ur vissi, að svo væri.
Nú datfc honum John Burkitt Ryder í hug.
Hann var einmitt maðurinn, sem hafði komið
honum til að ávaxta peninga sína í þessu
Alaska félagi. En því hafði hann ekki hugsað
um þetta fvr? Hann mundi, að þegar hann
hafði fengið hlutabréfin, þá hafði hann stór-
furðað sig á því, að þau voru miklu fleiri. en
hann hafði borgað fyrir, og hann hafði talað
um þetta við Rvder, og sagt honum að skrif-
ari félagsins hefði sagt sér, að þetta væri al-
vanalegt. En hvernig í ósköpunum gat á því
staðið, að hann hafði ekki gætt þess að geyma
bréfið frá skrifaranum? En Ryder hlaut að
muna^ eftir þessu. Ef til vill geymdi hann enn
tvö bréf, sem hann hafði skrifað honum viðvíkj-
andi þessu máli. Ef nú væri hægt að leggja
fram þessi bréf, þá mundu þau skýra málið og
hreinsa hann af þessum áburði. Yið þetta
vöknuðu nýjar vonir í brjósti hans. Hann
skrifaði Ryder þegar í stað bréf, sem mundi
hafa haft áhrif á flesta menn, hversu kaldir og
tilfinningalausir sem þeir annars <«eru, þar sem
hann skoraði á Ryder, að koma nú fram og
'bera sannleikanum vitni, því sjálfur vissi hann
að hér væri náungi hans hafður fyrir rangri
sök. Að minsta kosti vonaði hann, að Ryder
vildi sýna sér þann mikla greiða, að senda sér
tvö bréf, sem hann hefði skrifað honum um það
leyti, að hann keypti hluti af Alaska félaginu,
samkvæmt hans ráðum. Þessi bréf væru mik-
ilsverð gögn fyrir sig í þessu máli. 1 þrjá daga
fékk Rossmore dómari ekkert svar, en á fjórða
degi kom bréf frá skrifara Ryders. Var þar
tekið fram, að Mr. Ryder rankaði eitthvað við
því, að hann hefði átt tal við Rossmore dóm-
ara um það, hvernig hann gæti ávaxtað pen-
inga sína, en það gæti naumast verið að hann
hefði ráðið honum til að kaupa hluti í nokkru
sérstöku félagi, því það væri regla sín, að gera
það aldrei, jafnvel þótt beztu vinir sínir ættu
hlut að máli. Hann vildi ekki láta kenna sér
um það, ef illa kynni til að takast. Viðvíkj-
andi þessurp tveimur bréfum, sem hann mint-
ist á í bréfi sínu, þá ræki sig alls ekki minni til,
að hann hefði nokkurn tíma fengið þau. Þetta
væri máskei misminni dómarans. Honum þótti
fyrir því, að geta ekki verið dómaranum að liði
í þessu máli, en væri, eins og ávalt, hans ein-
læguii vinur.
Það leyndi sér ekki, að frá þessum manni
var ekki neins liðs að vænta. Það var öðru
nær. Var það hugsanlegt, að það væri þessi
maður, sem í raun og veru væri valdur að
þeirri árás, sem gerði hafði verið á mannorð
sitt?^ Var það mögulegt, að nokkur maður væri
svo áfjáður í peninga, að hann þeirra vegna,
gæti fengið sig til að eyðileggja mannorð ná-
unga síngí og koma honum á kaldan klaka, og
það jafnvel þeirra, sem hann hefði látist vefca
í töluverðu vinfengi við ? Hann hafði átt erf-
itt með að trúa þessu, þegar vinur hans, Scott
dómari, benti honum á, að Ryder væri upphafs-
maður þessa máls. Nú gat hann ekki efast um
það lengur. Bréfið, sem hann fékk frá skrif-
ara Ryders, var honum næg sönnun, því falsið
og lýgin óð þar uppi í hverri línu. Það var ekk-
ert efamál, að John Burket Ryder var óvinur
hans. Slíkur líka óvinur! Margur maðurinn
haíði ráðið sjálfum sér bana, þegar hann komst
að þvi, að auðmaðurinn mikli var óvinur hans.
Þetta fékk ákaflega mikið á Rossmore dómara
og honum fanst sjálfum hann vera með öllu
yfirunninn.
, J5onan bans» sem var sjálf taugaveikluð' og
ístoðulítil, gat í þessum efnum ekki verið hon-
um til neinnar verulegrar hjálpar eða huggun-
ar. Hún var trúkona mikil og hún trúði því,
að þetta mótlæti væri á þau lagt af skaparanum
og þa að sjálfsögðu réttmætt og hlyti að verða
þeim til góðs. Trú hennar friðað'i hana og
presturinn, sem hún hafði sótt kirkju til í 25 ár,
styrkti trú hennar sem bezt hann gat og brýndí
f} rir henni, að maður ætti alt af beygja sig
undir Guðs vilja. Hann vonaði, að hún hefði
goð ahrif a manninn sinn í þessum efnum. En
þegar hún sá, hvað manninum hennar leið illa,
])á fanst henni að það tæki engu tali, að hafast
ekkert að og láta þetta fara eins og verkast
vildi. Að sjálfsögðu yrði maðurinn sinn að
verja liendur sínar og að sjálfsögðu bæri henni
að gera alt, sem hún gæti, til þess að lijálpa
honum. Oft hafði það komið fyrir, að konurn-
ar hefðu séð ráð, þegar mennirnir liöfðu orð-
ið ráðalausir. Hún vildi síma til Shirley dótt-
ur sinnar og biðja hana að koma, því hún hafði
lengi verið þeim svo mikil hjálp. En það vildi
dómarinn ekki heyra nefnt. Það væri alveg
ófært, að taka frá henni ánægjuna, sem hún
hefði af því að ferðast í Evrópu, og það væri
bezt, að hún vissi ekkert um þetta, meðan hægt
væri að komast lijá því. Það væri bezt að bíða
við; þetfca lagaðist kannske. En hann sendi
eftir sínum gamla viríi, Stott fyrrum dómara.
Þeir höfðu kynst á lagaskólanum fvrir 30
árum og1 alt af síðan verið beztu vinir. Stott
hafði útskrifast síðar og þá sitrax orðið mál-
færslumaður í New York. Málfærslustörf
stundaði hann í mörg ár, en varð síðar dómari.
Þá kyntust þeir Rossmore og hann enn meir en
áður og þeir urðu enn betri vinir heldur en
nokkru sinni fyr, og trúðu hver öðrum fyrir
sínum vandamálum. En Stott féll ekki dómara-
staðan eins vel og málafærslustörfin og eftir
nokkur ár sagði hann stöðu sinni lausri og
tók aftur til sinnar fyrri iðju. Hann var enn á
bezfca aldri, lítið yfir fimtugt og fullur af fjöri
og áhuga. Hann var dálítið grófur í fram-
göngu og viðmóti, en hreinlyndur og góðhjart-
aður og vildi engu vamm sitt vita. Hann var
mesti iðjumaður, ágætlega vel máli farinn og
ágætur málfærslumaður. Þetta var maðurinn,
sem Rossmore dómari fékk sér til aðstoðar í
þessu mikla vandamáli.
Stott var vestur í landi, þegar hann fyrst
frétti umj kærur þær, sem bornar voru á vin
hans, Rossmore. Honum þóttu þessar fréttir
einikennilegar, því hann þekti engan mann í
opinberri stöðu, sem hann hélt að ætti það síð-
ur skilið. Hann 'beið því ekki boðanna, en hélt
þegar á stað á fund vinar síns, áður en hann
fékk skeyti frá Rosmore, þar sem hann var beð-
inn að koma.
Það er sjaldan ein bára stök, og svo var
heldur ekki fyrir Rossmore dómara. Óláninu
og óhöppunum virtist nú stefnt- að þessum
manni, sem svo hafði gerst djarfur, að ganga í
berhögg við yfirgang og óréttlæti auðkýfing-
anna. Rétt eftirl að þessi rannsókn var hafin,
kom fjárkreppan mikla. Hlutabréf margra fé-
laga féllu í verði dag frá degi, og mörg þeirra
fóru á hiöfuðið og þar á meðal “The Great
Northwestern Mining Co.,’' Mörgum fanst að
þessi peningakreppa væri af völdum auðmann-
anna og að henni væri sérstaklega stefnt að
þessu félagi. Hluthafarnir töpuðu öllu, sem
þeir höfðu lagt í félagið og einn af þeim var
Rossmore dómari. t Alt, sem ihann hafði dregið
saman um dagana, nálega $55,000, var nú horf-
ið á svipstundu. Hann átti nú ekkert, einmitt
þegar hann þurfti sem mest á peningum að
halda, nema heimili sitt á Madison Avenue.
En nú varð hann að selja það, til að geta stað-
ið í skilum við skuldheimtumenn sína. Þegar
hann hafði borgað hverjum sitt, mundi ekki
mikið verða afgangs. Laun sín gat hann ekki
snert, meðan á þessari rannsókn stæði og ef
hann misti embættið, þá var ekki um þaú að tala
framar. Hann mátti því ekki reiða sig á þau
og þá var ekki um annað að gera, en að fá sér
lítið og ódýrt hús, einhvers staðar utarlega í
borginni og lifa eins sparlega eins og þau gætu
og þar gæti hann svo undirbúið mál sitt í næði
og án þess að mikið bæri á honum.
Stott hélt, að bezt væri fyrir hann að hafa
þetta svona, og hann bauð Rossmore að hann
skyldi taka að sér að sjá um söluna á húisinu og
húsmununum, og þáði hann það þakksamlega.
Mrs. Rossmore fór til Long Island til að líta sér
eftir leiguhúsi við þeirra hæfi, og í þorpinu
Massapequa fékk hún hús með laglegum hús-
munum, sem henni fanst viðunandi, og leigan
var ekki há. Auðvitað var þetta hús ólíkt
, þeirra gamla og prýðilega heimili, en hún s]rildi
að ekki varð á alt kosið og gat hún ekki stilt sig
um að láta í Ijós nokkra óánægju út af þessu.
En máske þyrftu þau ekki að vera þarna mjög
lengi. Það varð að vinda bráðan bug að þessu,
svo hún borgaði húsaleiguna og fáum dögum
síðar fluttu þau úr sínu fallega húsi á Madison
Avenue, og settust að í Massapequa. Þessi
ráðabreytni þótti undarleg og nágrannarnir
höfðu nóg umtalsefni fyrst um sinn.
Massapequa er eitt af þessum mörgu' þorp-
um á Long Island, sem öll eru hvert öðru svo
lík, að ekkert skilur þau annað en nafnið. Járn-
brautastöðvarnar alstaðar jafn óaðgengilegar
og illa hirtar; búðirnar litlar og virtust gera
mjög li'tla verzlun; ýbúðarhúsin öll úr timbri og
höfðu sjálfsagt verið bygð flest eða öll, vegna
þess að fólkið hafði trúað fa.steignasölunum,
að það væri mesta vitleysa, að borga húsaleigu
og að allir ættu að eiga sín eigin heimili. Fast-
eignasalarnir hefðu grætt þar drjúgan skild-
ing og Massapequa þótti hentugur staður að
flytja til, þegar orðið var alt of þröngt í Man-
hattan. Landið var slétt og tilkomulítið og
hafði lítið af náttúrufegurð sér til ágætis, en
líktist í flestu otal öðrum smábæjum af svip-
aðri stærð. Þar var eitt aðal stræti, sem end-
aði við járnbrautarstöðina, fáeinar búðir báðu
megin við það, kirkja og banki. En svo heppi-
lega vildi þó til, fyrir1 þá, sem þar áttu beinin
að bera, að þar var fallegur kirkjugarður.
Flest húsin voru smá, en sum sæmilega lagleg,
og í eitt þeirra flutti nú Rosismore dómari og
kona hans.
Massapequa var að eins örskamt frá hinni
miklu borg, New York, en íbúarnir létu sig ekki
meira skifta það sem þar gerðist, heldur en þó
New York hefði verið einhvers staðar í annari
heimsálfu. Þorpsbúar höfðu nóg að gera, að
hugsa og tala um sínar eigin sakir, eins og ’t. d.
knattleiki, heimboðin hjá Mrs. Robinson og
öðrum heldri konum, ástamál unga fólksins og
allskonar slúðursögur, sem alt af lögðust til í
ríkum mæli. Auðvitað bárust dagblöðin þang-
að, en það sem þau fluttu vakti ekki mikla eft-
irtekt nema helst einhverjar smáfréttir af
mönnum og viðburðum þar í nágrenninu. Auð-
vitað| lásu konurnar líka greinar, sem höfðu
fyrirsagnir eins og t. d. “Heimilið”, “Nýjasta
tízka”, “Heilsa og fegurð”, eða annað því um
líkt. Það var því ekkert undarlegt, þó þorps-
búum væri með öllu ókunnugt um það, hvemig
ástatt var fyrir Rosmorel dómara eða hvaða
orsakir voru til þess að hann fultti til þessa litla
þorps, og urðu þeir því að gefca sér til um or-
sakirnar, og tilgáturnar urðu margskonar.
Stott hafði eitt af herbergjunum í þessu
nýja heimili dómarans. Hann kom þangað á
Iiver ju kveldi og hjálpaði Rossmore til að und-
irbúa vörn í málinu. Þetta var í júnímánuði.
öldungaráðið mundi ekki gefa úrskurð í mál-
inu, eii( þeir ]>urftu mikið og vandasamt verk
að vinna, við undirbúning málsins, og þeir
urðu að nota vel tímann.
Annað kvöldið, sem þau vom þarna, sátu
þeir dómamarnir framan við húsið til að njóta
kveldkulsins eftir að heimilisfólkið hafði borð-
að kvöldverðinn. Rossmore reykti pípu sína.
Hann reykti ekki mikið, en honum þótti gott að
fá sér í pípu eftir máltíðir. Hann sagði, að sér
liði þá betur og hann gæti liugsað skýrara.
Auk þess var reykurinn góður til þess að ve :• j a
mýbitinu, sem gerði þeim fcöluvert ónæði. Mrs.
Rossmore hafði orðið eftir í borðstofunni hjá
Eudoxiu, einu vinnukonunni, sem hún hafði, til
að segja henni til og líta eftir því, að hún bryti
ekki alt of marga diska. Alt í einu leit Stott
upp úr blaðinu, sem hann var að lesa, og sagði:
“Meðal annara orða, hvar er dóttir þín?
Veit hún um þessar snöggu breytingar, sem
orðið liafa á ykkar högum?”
Rossmore brá dálítið við. Það var einmitt
Shirley, sem hann var sjálfur að hugsa um.
Það var eins og hér kæmi fram það, sem sumir
segðu að ætti sér stað, að hugsanirnar flyttust
frá einum til annars, ef hugir þeirra væru
samstefndir. Hann tók út úr sér pípuna, og
svaraði:
“Shirley er í París. Eg hafði ekki hjarta
til að segja aumingja stúlkunni frá þessu. Eg
vildi ekki eyðileggja fvrir henni þá gleði, sem
hún gat notið af ferðalaginu. ”
Hann þagði litla stund, og hélt áfram að
reykja. Svo sagði hann í lægra rómi, eins og
hann vildi helzt ekki að kona sín heyrði til sín:
“Satt að segja gæti eg ekki þolað, að hún
kæmi heim nú. Mér væri jafnvel raun að, að
sjá dóttur mína, meðan svona stendur.”
Það var grátstafur í rómnumí og það komu
tár fram í augun. Hann reykti enn meira en
áður, eins og hann með því vildi hylja, hvernig
honum var innanbrjósts. Stott snýtti sér
hraustlega og sagði hátt og jafnvel dálítið
hranalega:
“Svona máttu ekki tala. Auðvitað lagast
þetta alt saman, en eg held það sé rangt af þér
að hafa ekki sagt dóttur þinni frá þessu. Hún
ætti einmitt nú að vera hjá þér. Hún á heimt-
ingu á að fá að vita þetta og það frá sjálfum
þér. Ef þú segir henni það ekki, þá verður
einhver annar til þes, eða hún sér þetta í blöð-
unum. ”
“Eg hefi nú ekkert liugsað um þetta,” sagði
dómarinrl og ,sá vafalaust, þegar honum var
bent á það, að fréttirnar hlutu að berast dóttur
lians, þó hann sjálfur þegði yfir þeim.
“Ert þú ekki á mínu máli?” sagði Stott og
sneri sér til Mrs. Rossmore, sem kom út rétt í
þessu. “Heldur þú ekki, að dóttir ykkar ætti
að vera látin vita hvað fyrir hefir komið?”
“Auðvitað,” sagði Mrs. Rossmore. “Mað-
urinn minn vildi ekki heyra það nefnt, svo eg
tók til minna ráða og símaði Shirley.”
“Hefir þú virkilega símað Shiríey?” sagði
dómarinn. Það var eins og hann gæti ekkert
skilið í því, að konan sín hefði gert þetta upp
á sitt eindæmi. Honum fanst þetta svo alger-
lega ólíkt því, sem hann bjóst við af henni. Og
hann endurtók spurninguna: “Hefir þú sím-
að Shirley?”
“Já, ” sagði Mrs. Rossmore hiklaust, og
það var eins og henni þætti vænt um að geta
sýnt, að einusinni hefði hún þó látið til sín taka.
“Eg sendi skeyti í gær. Eg gat ekki þolað
þetta lengur. ”
“Hvað sagðirðu?” spurði dómarinn.
“Eg sagði henni að koma strax heim. A
morgun ættum við að fá svar frá henni.”
Stott fór strax að hugsa um, hvenær hún
mundi koma. Honum var kunnugt um skipa-
ferðir og hann gat sér til um, með hvaða ksipi
hún mundi sigla og reyndist tilgáta hans síðar
rétt að vera. Eftir viku mundi hún verða kom-
ín heim, en þá þurfti að gera ráðstafanir fyrir
því, hver ætti að taka á móti henni, þegar skip-
ið lenti. Ekki mundi faðir hennar gera það;
það var nú svo sem auðvitað. Ekki gat frúin
farið, ekki einsömul að minsta kosti. Hún var
ókunnug þar niður við höfnina, og hafði aldrei
tekið þar á móti fólki, sem kom frá útlöndum.
Það var bara eitt ráð við þessu,o g það var að
Stott færi sjálfur. Auðvitað skyldi liann gera
það og hann skyldi koma með Shirley heim til
foreldra hennar í Massapequa.
Þeir R^ssmore og Stott unnu á hverjum
degi að undirbúningi málsins og þurftu oft að
fara til borgarinnar í þeim erindum. Mrs.
Rossmore varði tímanum til að úfcbúa herberg-
ið, sem hún ætlaði dóttur sinni, og lét vinnu-
'konuna sína, Eudoxiu, hjálpa sér til þess, en
það gerði hún með hangandi hendi, því það var
síður en svo, að hana langaði til að fá dóttur
húsbændanna heim á heimilið.