Lögberg - 08.03.1928, Page 1
öQfcef &
41. ARGANGUR
I!
WINNIPEG, MAN., FIMTUD/.GINN 8. MARZ 1928
NÚMER 10
Helztu heims-fréttir
Canada.
Samkvæmt nýjum þingsköpum,
mega þingmenn á sambandsþing-
inu nú að eins tala í 40 mínútur
í einu. En ef þeir verða fyrir
því, að tekið er fram í fyrir þeim,
svo þeir á þann hátt tefjist frá
því að segja það, er þeir ætla sér
að segja, þá er þeim gefinn auka-
tími sem töfinni svarar.
* * *
Hon. W. Sloan, námaráðherra í
British Columbia, andaðist hinn
1. þ. m. Hann fékk slag og varð
svo að segja bráðkvaddur.
* * *
D. A. MöDonald yfirdómari í
Manitoba, hefir verið eina tvo
mánuði suður í Rochester til
lækninga, en er nú nýkominn heim
til Winnipeg, og er sagt að hann
hafi fengið mikla bót á heilsu
sinni og að hann muni bráðlega
aftur fara að gegna skyldum sín-
um sem yfirdómari.
* * *
Hon. C. A. Dunning, járn-
brautaráðherra, skýrði frá því í
sambandsþinginu í síðustu viku,
að árið sem leið hafi orðið 2,862
járnbrautarslys í Canada. Af
þessum slysum hefðu dáið 353, en
meiðst 3,091 manns. Árið áður
dóu af sömu ástæðum 429, en
2,620 meiddust. Af þeim, sem
dóu af þessum slysum árið 1927,
voru 13 farþegar, 101 verkamenn
i þjónustu félaganna, og 239 ein-
hvers konar annað fólk, meir en
helmingurinn menn, sem voru að
reyna að ferðast með brautunum,
án þess að greiða fargjald sitt, en
reyndu að hanga einhvern veginn
utan í vögnunum. Af þessum
mönnum fórust á árinu í Nova
Scotia 4, New Brunswick 2, Que-
öec 24, Ontario 50, Manitoba 6,
Saskatchewan 14, Alberta 8, og
British Columbia 13.
«■ * *
Nýfundnaland hefir, eins og
kunnugt er, sína stjórn út af fyr-
ir sig og er ekki í neinu sam-
bandi við Canada. Það á þó land-
flæmi allmikið á Labradorströnd-
inni. Það hefir oft verið talað
um, að Nýfundnaland ætti að
sameinast Canada og verða eitt
af fylkjunum í Sambandinu, en
aldrei hefir orðið neitt af því, enn
sem komið er. Nú lítur út fyrir,
að alvarleg tilraun verði gerð til
bessj að koma þessu máli i fram-
kvæmd og er sagt, að nefnd stjórn-
nxálamanna komi þaðan seint 1
bessum mánuði til Ottawa, til að
eiga tal við stjórnina um þetta
mál. IEr talið, að stjórnmála-
menn í Canada séu því yfirleitt
hlyntir, að Nýfundnaland sam-
einist Canada með sömu réttind-
um eins og önnur fylki í sam-
bandinu. Hvað úr þessu verður,
er ekki enn hægt að segja, en
bessi sameining sýnist vera eðli-
leg og að margt mæli með henni.
* * *
Fyrir ekki all-löngu flutti skozk-
ur maður, McConachie að nafni,
frá Skotlandi til Nova Scotia, og
fékk hann þar einhverja lífvæn-
lega atvinnu, og kom svo fjöl-
ekylda hans þangað litlu síðar,
kona og fimm börn. En þegar
fjölskyldan kom til Canada, litu
læknar, sem skoðuðu fólk þetta,
svo á, að yngsta barið væri ekki
^ueð fullu viti, og var þá ekki um
að tala, að það flyttist til þessa
lands, því það væri hreint og beint
br°t á innflutningslögunum. Það
var því ekki um annað að tala, en
að konan færi aftur til Skotlands
með þetta sjúka harn sitt, en hin
fjögur urðu eftir í Nova Scotia hjá
föður sínum. Læknar á Skotlandi
höfðu skoðað fjölskylduna, áður
en hún lagði af stað, en fundu
ekkert athugavert, en hafa nú við-
urkent, að Canada-læknarnir hafi
rétt fyrir sér. — Þetta hefir ýms-
um þótt nokkuð hart að gengið og
ómannúðlegt, og hefir verið gert
heilmikið veður út af þessu, þrátt
fyrir það, að lög'in eru í þessu
efni algerlega ákveðin. Sumir
eru jafnvel svo mannúðlegir, að
þeir vilja að Canada kosti þennan
mann heim til Skotlands og gefi
honum talsverða peninga þar að
auki til að bæta honum skaðann
af þessum flutningi til Canada.
og geri honum mögulegt að kom-
ast af þar heima.
* * * \
Flugmenn tveir, A. A. Lewis og
N. C. Terry, sem báðir voru í
þjónustu Sambandsstjórnarinnar
norður við mynni Hudsons fló-
ans, urðu fyrir því óhappi, að loft-
far þeirra bilaði svo þeir urðu að
láta það síga niður á sjóinn. Var
það all-langt frá landi, og vind-
urinn hrakti þá enn lengra út á
haf. í átta daga voru eir úti á
sjónum, komust smátt og smátt á
fleka úr loftfarinu af sinum haf-
ísjakanum á annan, þangað til
þeir loks náðu landi. Þegar loks
var þar komið, urðu þeir að ganga
í fjóra daga, þangað til þeir kom-
ust þangað, sem þeir höfðu hald-
ið til og náð sér í matvæli og
fengið hvild. Með þeim var Eski-
mói, sem kallaður er “Bobby”, og
reyndist hann þeim þarfur föru-
antur, ekki sízt vegna þess, að
þau litlu matvæli, sem þeir höfðu
með sér, þrutu fljótt og þeir urðu
að veiða dýr sér.til matar og
lifðu á hráu kjöti. Það var um
síðustu mánaðamót, ag menn þess-
ir komu aftur til stöðva sinna og
vita menn hér ekki betur, en að
þeir hafi sloppið jafngóðir úr
þessum svaðilförum.
# * *
Á síðastliðnum tíu mánuðum,
miðað við mánaðamótin janúar
og febrúar, hafa komið til Can-
ada 132,620 innflytjendur. Þar af
eru 46,720 frá Bretlandi og öðr-
um brezkum löndum, 21,170 frá
Bandaríkjunum og 64,730. frá öðr-
um löndum. Þetta er nokkru
meiri innflutningur heldur en á
tilsvarandi tíu mánuðum árið áð-
ur; á þeim tíma urðu.innflutning-
arnir samtals 118,199. All-margt
fólk hefir komið frá Norðurlönd-
um á þessum síðastliðnu tíu mán-
uðum, eða 2,914 Danir, 24 íslend-
ingar, 3,949 Norðmenn og 2,657
Svíar.
# * #
Fylkisþingið í Nova Scotia hef-
ir ávalt verið í tveimur deildum,
efri og neðri málstofa, þangað til
nú að efri málstofan hefir verið
afnumin með fylkislögum, sem
ganga í gildi 1. maí. íhaldsflokk-
urinn komst þar til valda árið
1925, eftir að frjálslyndi flokkur-
inn hafði setið að völdum í 43 ár,
og var þetta eitt af því, sem sá
flokkur lofaði að gera, ef hann
næði völdum, og hefir hann nú
gert það.
* * *
í janúarmánuði dóu í Manitoba
517 manneskjur, en börnin, sem
fæddust, voru 1,108 og voru þar
af fjórtán tviburar.
eitthvert flugslys kæmi nú fyrir
Lindbergh og því ríði á, að hann
fari varlega. Mörg Bandaríkja-
blöð taka í sama strenginn og
skora fastlega á hann að gæta sín
vel, sum af þeirri ástæðu, að það
væri þjóðinni, og reyndar öllum
heimi, óendanlegt harmsefni, ef
hann hér eftir færist af flug-
slysi.
Bandaríkin.
Neðanjarðargðng hafa fundist
undir borginni Detroit, Mich., sem
eru hér um bil mannhæðar há, en
ekki nema svo sem þrjú fet á
breidd. Þessi jarðgöng hafa ekki
verið rannsökuð enn, en það er
haldið, að þau hafi verið gerð
fyrir þrælastríðið og notuð af
Svertingjunum, þegar þeir voru
að strjúka frá Bandaríkjunum til
Canada.
* * *
Lindbergh fær stöðugt áskor-
anir úr öllum áttum, og svo að
segja frá öllum pörtum jarðarinn-
ar, um að fljúga yfir úthöf og
eyðimerkur, fjöll og firnindi, sem
enginn hefir áður gert. En hann
fær líka sterkar áskoranir um að
hætta sér ekki hér eftir út í nein-
ar glæfraferðir, og er því haldið
fram, að hann hafi enga ástæðu
til að leggja út í hættulegar ferð-
ir hér eftir, því hann sé nú þeg-
ar lang-frægastur flugmaður í
héimi. Davis hermálaráðherra
segir meðal annars, að það væri
hið mesta óhapp bæði fyrir flug-
listina og Bandaríkjaþjóðina, ef
Árið s*em leið voru færri verk-
föll og verkbönn í Bandaríkjun-
um, heldur en verið hefir í mörg
undanfarin ár. Samt urðu þau
764, en árið 1926 voru þau 1,035,
og árið 1917 komust þau upp í
4,450. Almenningi er alt af að
verða það betur og betur ljóst,
hve afskaplega mikið fjárhags-
tjón leiðir af verkföllum, sem
vanalega kemur harðast niður á
véhkamönnunum sjálfum, sem
mega oftast heldur illa við því.
Þeir eru nú ekki lengur allir á-
litnir óvinir verkamanna, sem
reyna að sporna við verkföllum,
og nú er mjög iríikið og vandlega
um það hugsað, hvernig hægt sé
að koma í veg fyrir verkföll og
verkbönn. Lögmannafélagið (Ame-
rican Bar Association) hefir ár-
um saman verið að hugsa um
þetta mikla vandamál, og hefir nú
komið fram með tillögu, fyrir
verkgefendur og verkamenn, að
athuga, sem miðar í þá átt að
koma í veg fyrir verkföll. Hug-
myndin er aðallega sú, að verk-
géfendur Og - verklamannafélög
gangi inn á það, strax þegar éin-
hver ágreiningur verður, að sætta
sig við gerðadóm, eins og hlutað-
eigendur oftast gera, eftir að verk-
föU hafa staðið yfir svo svo lengi.
Hvaðanœfa.
Armando Diaz, hershöfðinginn
itlaski, sem gat sér svo mikla
frægð í stríðinu mikla, er nýlát-
Hinn alkunni írski stjórnmála-
maður, William O^Brien, varð
bráðkvaddur í gistihúsi í London
í vikunni sem leið. Hann átti
lengi sæti í brezka þinginu og barð
ist mjög fyrir sjálfstæði írlands.
* * *
M. Mowinkel heitir sá, sem hef-
ir myndað nýja stjórn í Noregi,
og er sjálfur forsætis- og utan-
ríkisráðherra. Tók hann við af
verkamannastjórninni, sem hélt
völdum í að eins tvær vikur.
Þessi nýja stjórn styðst vTS^ hinn
frjálslyndari flokk í þinginu.
* * *
Fátækur og atvinnulaus mað-
ur, Alexander Lupowski að nafni,
sem heima á í Brooklyn, N.Y., var
að leita sér að atvinnu, sem hann
fann ekki, en hann fann peninga-
poka, sem hafði inni að halda
$52,000. Hann skilaði peningun-
um, og hefir nú orð á sér fyrir
að vera mjög ráðvandur maður.
En hann er peningalaus og vinnu-
laus eftir sem áður.
* * *
Frétt frá Tokio, Japan, segir,
að þar gangi mjög skæð inflúenza
og hafi þegar orðið um 2,000
manns að bana, og séu dauðsföll-
in 58 daglega, en þéir sem veikst
hafi, séu hálf miljón. Meðal
þeirra, sem veikir eru, er keisar-
inn og fjölskylda hans, og einnig
sumir af ráðherrunum.
“Midwinter 1926”,
hin verðmæta mynd, er listamað-
urinn Emile Walters gaf til arðs
fyrir Jóns Bjarnasonar skóla.
Á íslenzka listamanninn, Emile
Walters, hefir verið minst allmik-
ið í íslenzkum blöðum í seinni tíð.
Hann hefir sýnt það á margan
hátt, að hann er ekki einung'is
listamaður, heldur einnig maður
með sérstaklega næmar tilfinn-
ingar gagnvart velferð og vel-
sæmi íslenzkrar þjóðar. Eg vil
segja, að hann brenni af þrá að
verða ættstofni sínum að liði.
Rétt fyrir síðasta þing hins lút-
erska kirkjufélags vors, kom frá
honum bréf til mín, þar sem hann
bauð að gefa Jóns Bjarnasonar
skóla málverk eftir sig, sem metið
væri í New York á $800 til $1,000.
Var það tekið fram um leið, að
tilgangurinn væri sá, að skólinn
notaði myndina til að afla skól-
anum fjár. Þessa var getið á
kirkjuþingi, og fyrir þetta höfð-
inglega boð þakkað.
Rétt eftir kirkjuþing var Mr.
Walters tilkynt, að boð hans væri
þegið með þökkum. Á eðlilegum
tíma kom myndin hingað norður,
og hefir síðan verið geymd hjá
J. A. Banfield and 'Co., Ltd., hér
í borginni.
Lengur en skyldi hefir það
dregist fyrir oss, að hafa hin til-
ætluðu not af myndinni; en skóla-
ráðinu er sérstök ánægja í því að
láta almenning nú vita um á-
kveðnar fyrirætlanir í þessu máli.
svo ekki þarf, úr þessu, að verða
neinn óþarfa dráttur.
Það gefur mönnum kost á þeirri
heila-aflraun, að geta upp á, hve
mikil muni verða hveiti-uppsker-
an í Sléttufylkjum Canada næsta
sumar.
Hveiti uppskeran er grípandi
umhugsunarefni hér í Vestur-
land'inu. Að sjálfsögðu veldur
þetta áhuga, og stundum áhyggju,
úti í sveitunum, en tilfellið er, að
þetta seiðir einnig huga manna í
borgunum, með ómótstæðilegu
afli. Allir hugsandi menn vita,
að lifibrauð fólksins í borgunum
á þessum stöðvum, er ekk'i svo lít-
ið komið undir uppskerunni, sér-
staklega hveitinu, því að aðal-
markaðsvara hefir það verið í
þessum hluta landsins. ,
Það er sannfæring skólaráðs-
ins, að mönnum í borgum og
sveitum þyki gaman að glíma við
þessa gátu: Hve mikil verður
hveitiuppskeran næsta sumar,
samtals í Sléttufylkjunum þrem-
ur, Manitoba, Saskatchewan og
Alberta?
Sá af styrkarmönnum .Tóns
Bjarnasonar skó!.- Sbai> nsst
kemst því að geta upp á réttu
upphæðinni, fær að gjöf myndina,
sem Mr. Walters hefir gefið skól-
anum.
Og til þess að gefa öllum tæki-
færi, ríkum og fátækum, er upp-
hæðin, sem menn Ipurfa að gefa,
að eins 50 cents lægst. Að sjálf-
sögðu fá menn að gefa eins mikíð
og þeir vilja, og fáírétt til einnar
tilgátu fyrir hver 50 cents, sem
þeir láta að möi’kum við skólann.
öllu fólki, hvar; sem er og
hverjum sem er gefst nú kostur á
að taka þátt í þessari tilgátu-
samkepni.
Efíir tilgátumiðum geta menn
skrifað undirrituðum, og verður
leitast við að afgreiða allar pant-
anir fljótt.
Miðarnir eru heftir í bækur, af
þremur stærðum: 5, 10 eða 20 í
bók. En menn geta fengið hvaða
miðafjölda, sem þeir vilja.
Byrjað er á því, að senda miða
þessa til umboðsmanna. Við
sendum þe'im, sem við treystum
að ræki erindið vel; en vel getur
verið, að aðrir rækju erindið
engu síður. En Islendingar eru
nú dreifðir út um alla heimsálf-
una, og enginn vegur er til þess
að senda öllum, nema um sé beð-
ið. Þess vegna birtum við þetta
hér 1 blaðinu, sv< öllum gefist
kostur á að vers með í þessu
gaman-kappi.
Alla, sem fá miða til útbreiðslu,
viljum við biðja afsökunar, f
þeir hafa ekki áður verið beðnir
að annast um þetta mál. Það var
ókleift, að ná til allra fyrir fram.
Þess vegna biðjum við þess, að
eng’inn misvirði, en að allir gjöri
sitt ítrasta af fúsum og glöðum
huga.
Þess skal eg geta, að víðast þar
sem eg hefi minst á þetta mál við
menn, hefir því verið vel tekið.
Eg á von á því, að þetta mál fái
góðar undirtektir hjá þvínær öll-
um Vestur-íslendingum.
Menn mega eiga von á því, að
fá að lesa nokkuð meira um mynd-
ina, áður en langt um líður.
Fyrirspurnum áhrærandi sam-
kepnina og mynd’ina, verður fús-
lega svarað, eftir ástæðum, af
undirrituðum,
Rúnólfur Marteinsson.
Á skrifstofu Jóns Bjarnasonar
skóla, 652 Home St.,
Winnipeg. Man.
Sálmaskáldið áttrœtt
Dr. Valdim. vígslubiskup Briem
áttræður 1. febrúar 1928.
í dag verður Valdimar vígslu-
biskup Briem áttræður. Enginn
núlifandi ísl .manna í kennimanns
stétt, er jafn þjóðkunnur og hann
og gera má ráð fyrir, að ekki muni
nafn nokkurs þeirra geymast
lengur en nafn hans. með kristni-
lýð þessa lands, enda hefir eng-
inn þeirra reist sér jafn varanleg-
an minnisvarða og hann með
sálmum sínum og trúarljóðum.
fslenzka þjóðin “uppgötvaði”
Valdimar Briem við útkomu sálma-
bókarinnar 1886. Áður var hann
litt kunnur utan verkahrings síns
austur í Hreppum. Hann hafði
látið lítið á sér bera, enda alla
tíð verið manna óframgjarnastur
og honum verið kærast að lifa lífi
“kyrlátra í landinu”. En kunn-
ugir vissu, að þar sem hann var,
átti kirkja lands vors einn af sín-
um einlægustu ungu prestum, gáf-
aðan mann, eins og hann átti kyn
til, áhugasaman 1 embætti og
mikilsmetinn af sóknarbörnum
sínum. Þeim hinum sömu var þá
og kunnugt um, að hinn ungi
proöiui , ux Aáidmæltur 1 el, þotl
lítið hefði látið á því bera. Þeg-
ar Pétur biskup í marz 1878 kvaddi
hinn unga Hrepphólaprest til þess
að taka sæti í sálmabókarnefnd-
inni (hann var þá að eins þrítug-
ur að aldri og langyngstur þeirra
sjö nefndarmanna), þá gerði hann
það fyrir áeggjan séra Magnúsar
Andréssonar, sem þá var skrif-
ari biskups og í mörgu tilliti hans
önnur hönd; en séra Magnús var
nákunnugur séra Valdimar að
austan og vissi hvað með honum
bjó. Mjög fátt andlegra ljóða
hans mun þá hafa verið orðið
kunnugt utan nánasta vinahóps
hans. En áður en lokið var sálma-
bókarverkinu, var löngu hljóð-
bært orðið, að þar væri von fram-
laga frá hendi séra Valdimars,
sem mikið kvæði að, svo að marg-
ir sálmelskir menn biðu þess með
óþreyju, að hin nýja sálmabók
kæmi á prent. Þær vonir, sem
menn höfðu gert sér í því tilliti,
urðu þá ekki heldur til skammar.
Það kom þegar í ljós, að það voru
þeir Helgi lektor og séra Valdi-
mar, sem öllum öðrum fremur
mótuðu hina nýju sálmabók með
sálmum sínum. Má enda segja, að
sálmar séra Valdimars í bókinni
vektu hvað mesta eftirtekt og að
mest væri um þá talað. Sálma-
bókin þótti leiða í ljós, að þar
hefði kirkja vor eignast meira oS
mikilhæfara sálmaskáld, en menn
alment hafði órað fyrir. Innan
um frumkveðna sálma hans voru
margir af fegurstu og skáldleg-
ustu sálmum bókarinnar, sann-
nefndar perlur og prýði hverrar
evangeliskrar sálmabókar, sem
seint, ef nokkurn tima, mundu
hverfa úr íslenzkum sálmabókum.
Þarf ekki annað en minna á sálma
eins og “Þótt holdið liggi lágt,”
“Það er svo oft í dauðans skugga-
dölum”, “Eg horfi yfir hafið,”
“Þá mæðubára minsta rís” og
“Ó, syng þínum drotni, guðs safn-
aðarhjörð”, svo að nefndir séu að
eins nokkrir hinir helztu. Ýms-
ir höfðu jafnvel á orði, að varla
hefði áður sézt á íslenzku feg-
urri skáldskapur en sumir af
þessum sálmum V. Br. Að vísu
var efnisþungi sálma hans nokk-
uð misjafn, enda ekki við öðru að
búast um jafnmarga sálma. En
sameiginlegt einkenni þeirra allra
var hin stórfelda rímleikni sem
þar kom fram, hve vandaðir þeir
f
t
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
♦>
^^^^^^^^❖^❖❖❖❖❖❖❖❖❖♦❖❖❖^
Ættjörðin.
■■
Við álfuna tengir mig ekkert band,
eg elska’ ekki nokkurt sérstakt land.
Því sjá, eg hugsa mér himingeiminn
sem haf, er fellur að, að stjörnuströnd.
og stjörnurnar sjálfar meginlönd.
Eg elska ekkert minna en allan heiminn.
Hví skyldi þá hyggja á mein og morð,
á myrkvaða sól og brenda storð,
þó albræðrum verði hvor annan að styggja?
Já, hvers vegna ’ að taka upp hildar brand,
fyrst heimurinn allur er Samþegnaland
og heimsþegnar allir, sem heiminn byggja?
Mitt einasta heimland í öllum geim
er öll þessi jðrð, sem við köllum heim,
og mönnunum er eins og móðir börnum?
Mig grunar að ekki sé gífurelg sekt,
að grípa til vopna, en afsakanlegt,
sé á okkur herjað af öðrum löndum.
Gutt. J. Guttormsson.
HllllllllilllillltHBUOBBIBBBlŒBIIIIllUUBniliiilHOUIIIUlWHUIIItllílllinilllllUlnHUilinintltllunnHliiHlinBilllmlllilHHIIImH
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
❖♦♦<
^^^^^❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖^
voru að málfæri og kveðandi, en
jafnframt auðveldir. Er enginn
vafi á, að hin skjóta hylli, sem
sálmabók þessari hlotnaðist með
trúuðum almenningi var ekki sizt
að þakka því, sem V. Br. hafði lagt
til bókarinnar. Með sálmabók-
inni varð Valdimar Briem þjóð-
kunnur maður og elskaður af
fjölda trúaðra sálna um land alt.
Og þeirri hylli, sem hann ávann
sér með þessum sálmum sínum,
hefir hann haldið fram á þennan
dag. Sú guðsþjónusta hefir naum-
ast flutt verið hér á landi þau 40
ár, sem sálmabók vor hefir verið
notuð, að eigi hafi þar verið
sungið eitthvað eftir séra Valdi-
mar Briem. Má því með sanni
segja, að séra Valdimar hafi
sungið sig inn í hjarta íslenzku
þjóðarinnar.
En Valdimar vígslubiskup sett-
ist ekki í helgan stein sem and-
legt skáld, er lokið var sálma-
bókarverkinu. Miklu fremur er
alkunna, að hann hefir svo að
segja verið síyrkjandi síðan
sálmabókin kom út, og það enda
til skamms tíma. iStórvirkni hans
í því tilliti lýsir sér þezt í því,
sem prentað hefir verið af kveð-
skap hans á næstliðnum fjörutíu
árum: “Bibliuljóðin” í tveim
stórum bindum, “Davíðssálmarn-
ir”, “Jobsbókarljóð”, “Barna-
sálmarnir” o.fl., að ógleymdum
þeim mikla fjölda trúarljóða eftir
hann, sem prentuð eru á víð og
dreif í blöðum og tímaritum.
Enginn getur með sanngirni
ætlast til þess, að alt sé jafn
þungvægt hjá jafn mikilvirku
skáldi, fremur en hjá öðrum
mikilvii'kum skáldum, sem ort
hafa á íslenzka tungu. En með
því er sízt fyrir það girt, að þessi
mikli andlegi kveðskapur hafi
margar perlur að geyma, sem of-
meiri þakkarskuld við hinn átt-
ræða skáldöldung, en nokkurn
annan núlifandi manna. Og hon-
um verður það seint. ef nokkru
sinni fullþakkað, sem hann hefir
gefið kirkju og krisnti þjóðar
sinnar með trúarljóðum sinum.
Hún mun þá líka um langan ald-
ur geyma nafn hans í blessun og
heiðri sem nafn eins sinna mæt-
ustu sona.
Margir munu á áttræðisafmæli
hins háaldraða trúarskálds minn-
ast hans með virðingu og þakk-
læti, og allir, sem bera skyn á
hvílíkan ágætismann þjóð vor og
kristni á, þar sem Valdimar
vígslubiskup Briem er, munu af
alhuga geta tekið undir þá ósk
honum til handa, að ólifaðar æfi-
stundir hans megi verða honum
indælar og ánægjuríkar.
Dr. J. H.
—Mbl. 1. febr.
Til
ÁRNA JÓNSSONAR,
Mozart, Sask.,
á áttatíu ára afmæli hans 27. okt.
1927, frá vinum og kunningjum.
Hátt yfir allar haustsins annir
hljómar þýður radda-kliður.
Loftið skara ljúfleiks hrannir.
Landið klæðir tign og friður.
Fréttin samúð fyllir hugi
flogin greitt um hús og engi:
Hlaut, um átta ára-tugi,
Árni Jónsson líf og gengi.
Æfi-haustið helztu merkin
hyggju ljær um sáning vorsins.
Akur þinn, ber vott um verkin;
vann þar tvenning afls og þorsins.
dýrmætar séu til að gleymast og | yel þann náði’ að vaxa og gagna,
glatast. Svo er ekki sízt um | velktur þó af hagli og frostum.
Með þér, Árni, allir fagna
Brblíuljóðin, þar sem skáldið hef-'
ir grafið fram úr dýrgripasafni
heilagrar ritningar fjölda dýrra
perlna og borið á borð fyrir oss
í umgerð listrænnar kveðandi.
Hvar er að finna íslenzk Ijóð, sem
að rímleikni taka fram “Sýnum
Esekiels”, svo að eins sé nefnt
eitt dæmi af mörgum?
Þess væri full þörf, að einhver
smekkvís maður og næmur fyrir
skáldskap tæki sér fyrir hendur
áður en Iangt um líður, að safna
saman í eitt ljóðabindi því, sem
bezt er i ljóðum Valdimars Briem.
Mundi þá í Ijós koma, hve veg-
legt sæti hann skipar £ meðal ís-
lenzkra skálda, svo margt sem þar
mundi verða að finna ágætra
ljóða, sem telja verður of góð til
að gleymast og glatast með
kristnum lýð þjóðar vorrar.
Dr. Valdimar 'Briem getur nú
sem áttræður öldungur litið á-
nægður yfir langan æfidag sinn,
svo marga sem hann hefir glatt
með trúarljóðum sínum, svo mörg-
um sem hann hefir orðið til sálu-
bóta og huggunar. Fyrir sálma
hans í sálmabókinni og hin mörgu
trúarljóð hans er íslenzk kristni
uppskerunnar hreinu kostum.
Þin var lífssýn leyst úr hörgum.
Lundin var þó — goðorðsmanna;
ramgert hof, sem hlaðið björgum
horfinna’ Islands manndómsranna.
En, með skaps þíns hinni hálfu
hvassri sjón þú leizt í framtíð,
landnámsmaður, í yngri álfu
áframgjarn á leið með samtíð.
Þú varst engin allra-þvara
orðs né verks. Lézt hagsýn ráða.
Þó skal minning mörgum vara
mætra greiða’ og hjálpar-dáða.
Yfir þig blessun ótal-falda
einlynt kalli frónskar bygðir.
Þér skal sæmd og þakkir gjalda
þitt fyrir starf og eðlistrygðir.
íslendingur, aldri hniginn.
— ern og þéttur lífs á róli —
Horf þú fi-am á hulda stiginn
hugarrór í Drottins skjóli.
Nú á líf þitt nægtir valdar;
niðjum vegur bezt er ruddur.
Ljúk þá fjórða fimtung aldar,
Fornjóts arfi, heiðri studdur.
Fr. A. Fr.