Lögberg - 08.03.1928, Síða 4

Lögberg - 08.03.1928, Síða 4
Bls. 4 LöGiBERG, FIMTUDAGINN 8. MARZ 1928. Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Prats Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talslmari N-6S27 04 N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáakríft til blaðsina: Tl(€ eOlU»lBII\ PHEÍS, Itd., Bo* 317t, Wlmilpo*. 6«n- Utanáokrih ríutjórana: EOtTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnlpog, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Tho •‘Löíborg" ta prlntod and publlahed by Tha Coiumbla. Praas, Limltad. 1n tha ColumhU Huildlnc, Cll Sarirant Aya Wlnnlpa*, Manltoba Gestrisni. “Velztu vinur hvar verðug lofdýrðar, gestrisnin á guðastóli situr?” Fyrir skömmu vorum vér að blaða í bréfa- dóti, er orðið liafði oss samferða vestur um haf. Rákumst vér þar á gamalt bréf til vor frá ís- landsvini einum, þýzkum, er vér höfðum kynst að nokkru í Reykjavík. Maður þessi var Dr. Frederick von Fricker, nafnkunnur læknir, er unni af alhug1 listum og vísindum. Mikið far liafði liann gert sér um að kynnast norrænum fræðum, og þá ekki hvað sízt íslenzkum hók- mentum. Var hann aldavinur Wolfgangs von Gotte, þess er sneri á 'þýzka tungu íslenzknm fornsöguþáttum.— Dr. von Fricker, las sér til fullra nota ís- lenzka tungu og ritaði hana sæmilega. Bréf það frá honum, sem nú hefir verið getið um, byrjaði með ljóðlinum þeim, sem tilfærðar eru hér að ofan. MjÖg dáði hann náttúrufegurð Is- lands, svo sem útsýnið af Kömbum yfir Suður- landsundirlendið á heiðskýrum júlímorgni, lit- hrigði Rangárþings frá Heklu og I’ríhymingi, ásamt yndisleik Laugardalsins í hlíðri kveld- kyrðinni. Þessi einkennilegi, þýzki margfræða- maður, var líka listmálari, er aldrei gleymdi penslinum, hvert sem hann fór. I bréfinu mint- ist hann á mynd, er hann hefði gert af Heklu og Þríhyrningi, er hann þó kvaðst aldrei vera fyllilega ánægður með, því fátt myndi valda sér dýpri sársauka en það, að misbjóða helgum dómum íslenzkrar náttúrufegurðar. “Hrikafegurð íslenzkrar fjalladýrðar, fylg- ir mér eins lengi og eg má óskertu minni halda,” segir Dr. von Fricker, á einum stað í bréfi sínu. “Mér verður landið í heild sinni ógleymanlegt. Bókmentimar eru mér óendan- lega kærar. En kærast af öllu verður mér þó fólkið sjálft, þetta yfirlætislausa, gáfaða fólk, er ávalt og á öllum tímum er fúst til þess að jeggja á sig hvaða ómak, sem er, til aðhlynn- ingar þreyttum vegfaranda. Islenzk gestrisni er næsta ólík gestrisni flestra þeirra annara þjóða, er eg hefi komist í kynni við. íslenzk gestrisni er fólgin í hjartalagi þjóðarinnar. ” Á öðrum stað í bréfi því, sem hér um ræðir, lýsir Dr. von Fricker komu sinni að kveldlagi, eitthvað um mjaltir, á bæ nokkurn í Laugar- dalnum. Nefnir haiin bæinn “Hjalmunstadr, ” er sýnilega á að vera Hjálmsstaðir. Stafsetn- ingin hefir af einhverjum ástæðum ruglast dá- lítið hjá honum í bæjarnafninu, sem eigi kom þó oft fyrir í bréfum hans. Fylgdarmann hafði Dr. von Fricker með sér, íslenzkan, og varð það að ráði, að áð skyldi við túnjaðarinn á Hjálms- stöðum 0g matast. Bað hann fylgdarmann sinn að ganga til bæjar og fá keypt kaffi. Kom sá að vörmu spori til baka, og kvað húsfrevju hafa mundu kaffi á takteinum innan skamms tíma. Leið og eigi á löngu þar til húsfreyja kom niður í túnjaðarinn, eigi aðeins með kaffið, heldur og líka sjóðheitar rúsínu-lummur. Taldi hún á fylgdarmann, fyrir að hafa eigi komið með gestinn heim á bæ sinn. Ekki hafði það verið nokkurt viðlit, að því er Dr. von Fricker segist frá, að fá konu þessa til að veita viðtöku grænum túskilding fyrir ó- mak sitt. Enda hefði hún stungið því að fylgd- annanni, að sízt skyldi það spyrjast um Laug- ardalinn, sveitina sína inndælu, að svo hefði þar íslenzkri gestrisni hrakað, að gert yrði npp á milli útlendings og innfæddra manna. Kvað Dr. von Fricker sér það mundu seint úr minni líða, hve húsfreyjan á Hjálmsstöðum hefði tíguleg verið í framgöngu um leið og hún kvaddi, og hraðaði för sinni til hæjar. Staða konu þessarar í þjóðfélaginu hefði verið svo skýr, að engum hefði getað hlandast liugur um, að þar væri um að ræða fullvalda drotningu fr.jálsmannlegasta sameignarríkis í heimi, eða með öðrum orðum, sanna drotningu heimilis síns. Vel er það, þegar útlendir ferðamenn á Fróni, hera íslenzkri gestrisni slíkan vitnis- hnrð, sem Dr. von Fricker. Dæmi húsfreyjunn- ar á Hjálmsstöðum, er óneitanlega fagurt. En þó er það ekki nema eitt af mörgum dæmum í lífssögu glæsilegra, íslenzkra sveitakvenna, er fómað hafa til þess æfi sinni allri, að gera garð- inn frægan. Ritsjá, Sigurjón Jónsson: Ljósálfar, kvæði, 112 bls., prentsmiðjan Gutenberg, Reykjavík, 1927. Höfundur þessarar nýju ljóðabókar, er þegar að nokkru kunnur beggja megin hafsins af hinum fyrri ritsmíðum sínum, svo sem ör- æfagróðri, fleiri smá-æfintýrum og nokkrum kvæðum. Um liöfund Ljósálfa vitum vér eigi annað en það, að liann kvað vera starfsmaður við Þjóðhanka Islands. Æfintýri höfundar þessa, þau er nú hafa nefnd verið, þóttu oss það einkennileg og skil- merkilega framsett, að vel mætti með nokkrum rétti, skoða þau sem fyrirboða annars hetra frá penna skáldsins. En því miður, höfum vér orðið fyrir talsverðum vonbrigðum, hvað þess- ari hans nýjustu bók, eða Ljósálfum viðkemur, því sérkennileik listræns ljóðskálds, er hvergi að finna í bókinni, þótt leitað væri með logandi ljósi spjaldanna á milli. Eftir að hafa lokið lestri Ljósálfa, flaug oss einhvern veginn ósjálfrátt í hng, brot úr rit- dómi um íslenzka ljóðabók, eftir Þórhall heit- inn B.jarnason, biskup. En hann komst, að því er vér hezt munum, þannig að orði: “Nei, skáldskapur er það ekki, en þar með er engan veginn sagt, að bókin sé einkis nýt, því vel hefði sumt af innihaldinu getað sómt sér í laglegum blaðagreinum. ” Eitthvað þessu svipað, finst oss vel mætti heimfæra upp á innihald Ljósálfa. Eitt með laglegustu kvæðunum í bók þessari, mun vera “Andi vorsins',” á bls. 9. Þar standa meðal annars eftirfarandi erindi: “Yfir sveit og ofar öllum snjóa-fjöllum, lyftist hátt í lofti lands og þjóðar andi. Landsins logaherra luktur geislaskrúða þeygi lætur þverra þroskann æskupníða. “Svífur hægu svifi, svásri Baldri Ása, andar sól og yndi andi guðs á landið. Stafar yfir strindi sterkur geisla-safni. Leikur bjart í lyndi land í Drottins nafni. “Mold og andinn mildi mynnast, sálir finnast. Eilíf ást og heilög ómar vorsins rómi. Móður-skautið mjúka magnast lífsins þunga. Himins hendur strjúka hjartans barnið unga.” Þótt erindi þessi sé að vísu rímslétt kveðin, verður samt tæpast með sanni sagt, að þau hafi innblásna skáldhrifningu til brnnns að bera. Á blaðsíðu 12, er kvæði, sem “Fegurð” nefnist, líklegast að öllu athuguðu, bezta kvæð- ið í bókinni: “Upp á heiðinni há stendur háfjalladís. Hana álfröðull á, hún hann einan sér kýs. Einn er eg þegar röðullinn rís. “Inni í braskarans búð stendur brúðsældar dís með sitt skínandi skrúð. Hún hinn skrautklædda kýs. Upp gegn fegurð öll fátæktin rís. “Hvar er fegurð að fá út við fátæktar ál handa þrautpíndri þrá, handa þurfandi sál. Veit mér fegnrð, ó! forfeðra mál.” Sjötíu og fimm ára afmæliskvæði til Svein- bjöms heitins Sveinhjörnssonar, all-langt, hefst á hlaðsíðu 27, svo gersamlega ósamboðið minn- ingu þess ágæta höfðingja, að beinni fyrírmun- un gengur næst. Fjórar fyrstu ljóðlínur kvæðisins eru á þessa leið: “Konungur hljóma og ljóðrænna lista, ljúft er að sitja í þinni höll, hlnsta og dreyma, þar hljómdísir gista hugljúfann þráða við íslands fjöll. Nei, skáldskapur er þetta ekki. Þó hefir stundum ver verið fitjað upp á kvæði, er orðið gat sæmilega nýtilegt, um það er fullkveðið var. Eftir því, sem lengra dregur fram í kvæðið, verða þynningarnar átakanlegri, lykkjuföllin fleiri og stærri. Tvö naastsíðustu erindi kvæðisins liljóða þannig: “Heill sé þér kóngur með hljómsprota valdið, hér er þér búið hið fagra kvöld. Endalaus dagur er góðdísa gjaldið, gleðirík framtíðar sólar öld. “Arin þótt sjötíu og sex séu talin, Sveinbjörn það reiknar einn dag, ei meir. Hann er af íslenzkum hljómdísum valinn hér til að lifa. Hann aldrei deyr. Engan mann vissum vér fremur “drápunn- ar verðan,” en Sveinhjörn Sveinbjörnsson. Og þeim mun sárgrætilegra er til þess að hugsa, að sullað sé að nafni hans andlausu stefjar hnoði. Síðasta kvæðið í Ljósálfum, nefnist “Söng- fuglar.” Er efni þess dágott, en framsetning- in nassta óskáldleg: “Hve grátitlingur getur á gaddi lifað hér og haldið á sér hita og haft til matar sér er furða. En meir mig furðar á fugli í brjósti mér, að ennþá skuli óma og ennþá lifa hér. Brjóstfuglar eru nú víst í sjálfu sér hreint ekkert einsdæmi. Nægir í því sambandi að minna á fuglinn Sút. Nokkrar þýðingar eru í bók þessari, svo sem Skyrtu-söngurinn eftir Thomas Hood. Sannarlega engin umbót frá þýðingu Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar. Að því er viðkemur Iiinum ytra frágangi, verður ekki annað með sanni sagt, en að Ljós- álfar geti orðið sæmileg hókaskápsprýði. Prentun og pappír er í hezta lagi, og hið sama má segja um bandið. Bókin kostar í skraut- handi $1.50 og fæst hjá hr. Magnúsi Péturssyni 313 Horace Street, Norwood, Man. II. Jóh. Örn Jónsson: Burknar, ljóðmæli, 198. bls., gefin út á kostnað höfundar, prentsmiðja Odds Björnssonar, Akureyri, 1922. Höfundur Ijóðmæla þessara, hefir sýnt oss þá vinsemd, að senda oss Burkna til umsagnar. Er hann, að því er vér vitum bezt, fátækur al- þýðumaður, búsettur að Arnesi í Skagafirði. Jóh. Örn Jónsson, er ekkert tilþrifaskáld, en kvæðin öll eru ljóðræn og þýð, og bera vitrii um einlæga ættjarðarást. Frá hreysum íslenzkra alþýðuskálda, hafa oft og einatt þeir ómar bor- ist, er mörgum hafa hitað um hjarta, A blaðsíðu 58 birtist eftirfarandi smákvæði er “Blóðförin” nefnist: “Æva-langt er síðan, en þetta man eg þó, þá var eg á gangi ’ upp ’ á öræfa mó, síðla mjög á vetri í sólgyltum snjó. Reginskafla háa eg rösklega vóð, rakst þá vonum bráðar á ferðamanns slóð, og sporin voru dökkrauð sem dauðablóð. ’ Blessuð vetrarsólin á blóðförin skein, blika dökk á himninum sást eigi nein. En brjóst mitt fanst mér lostið með blágrýtis- stein. Hver átti þau sporin?—Hann fjalla-auðnin fól, feigan eða dáinn — það vitund mín ól. Ln sporin hans, þau lágu mót ljómandi sól. Sitthyað er af laglegum lausavísum hér og þar um hokina, svo sem þessi vorvísa: “Mjöllin bræðist, glymir gljá, gjálpin milli flúða. Fjöllin klæðast himinhá hlýjum jurtaskrúða. Þá þíirf heldur enginn að fyrirverða sig fyrir stökuna þá arna: “Ef þú stjakar öðrum hart út af götu þinni, sjálfur þarftu vægðar vart vænta nokkru sinni.” Á blaðsiðu 112 hefst kvæði, er höfundur kallar “Eldrúnir,” faliegt og vel ort. Tvær fyrstu vísurnar eru þannig: “Rýni eg í rauða eldinn rökkurhljóðu vetrarkveldin, þegar Norðri frosna feldinn Fanney vefur í, þegar hláinn þekja hríðar-ský. “ Þarna sé eg mergðir mynda mannkærleiks og höfuðsynda, er þar hverjar aðra binda eins og stuðlamál, eða skyn og skuggi manns í sál.” 1 kva*ðinu Bæn á hls. 133, hljóða tvö erindin á þessa leið: “Góði Guð í himninum gæt þú að mér.— Enginn hér á jörðunni aumingjan sér. “Stóri, mikli alfaðir, still þú mín tár; þau liafa nú runnið svo ótalmörg ár. ” Á blaðsíðu 6 hefst kvæði til Islands. Fvrsta og síðasta erindið, er þannig: “Þótt sé eg nú á vonarvöl og víki bát í strand, eg ann þér gegnum æfikvöl mitt aldna fósturland. Og hjarta míns er eldheit ein sú óskvon fóstra mín : að leggja síðast lúin bein við ljósu hrjóstin þín. Síðast í hók þessari eru allmargar þýðing- ar, flestar úr Norðurlandamálum, sumar lag- legar, en hreint ekki meira. “Burknar fást í bókaverzlun hr. 0. S. Thor- geirssonar, að 674 Sargent Ave., og kosta í kápu $L00. Gerðabók 9. ársþings bjóðrœktvisfélags lslendinga í Vesturheimi. Hiö níunda ársþing þjóðræknis-féla/gs í Vesturheimi var isett í Goodtemplarahús- inu í Winnipeg þriðj udagsmorgunimi 21. febr. 1928 kl. 10 fyrir hádegið. Forseti félagsins séra Ragnar E. Kvaran sefti þingið. Bað hann fundarmenn að rísa úr sæti og syngja sálminn nr. 638 eftir séra Matth. Jochumsson (“Faðir And- anna”) áður en til þingstarfa vœri tekið. Flutti hann að því loknu forseta skýrsl- una, ýtarlegt iog ágmtt erindi yfir starf- semi félagsins á liðnu ári. Gat hann nokkurra félagsmanna, et andast hefðu á árinu, en sérstaklega þeirra, skáldsins Stepháns G. Stephánssonar og fyrv. dómsmálaráðherra Thomasar H. Johnson. Að erindislokum maeltist hann til þess að þingheimur stæði á fætur í virðingar- skyni við minningu þeirra og var það gert. B. B. Olson stakk upp á að þingheim- ur þakkaði forseta erindið og starf hans á árinu i þágu félagsins með því að standa á fætur, bar hann sjálfur upp til- löguna, er var samþykt í einu hljóði. Var þá skorað á forseta að birta skýrsluna strax í báðuan íslenzku blöðunum og bíða eigi með það að fundarbók yrði prentuð. Veitti forseti leyfi til þess að fengnu sam- sarmþykki þingsins. Þá gat forseti þess, að samkvæmt breyt- ingum er gerðar hefðu verið á lögum fé- lagsirts á síðasta þingi, er heimtuðu full- trúakosningu til þings, væri óhjákvæmi- legt að skipa nefnd til að yfirlíta kjör- 'bréf slíkra fulltrúa. og ákveða atkvæðis- rétt félagsmanna innan þings að þessu sinni. Tillaga frá B. B. Olson að forseti skipi þriggja manna kjörbréfanefnd var samþykt, og þessir útnefndir: Jón J. Bíld- fell, séra Rögnv. Pétursson og B. B. 01- son. Krafðist nefndin kjörbréfa þeirra fulltrúa er á þingi vóru staddir og vék því næst aifsíðis til starfa. Þá gaf skrifari félagsins, hr. E. P. Jónsson ritstj. Lögbergs, munnlega skýrslu yfir skrifarastörfin. Kvað hann sam- vinnu hafa verið hina beztu. Tólf stjórn- amefndarfundir verið haldnir á árinu og nmrgvísleg rnál verið afgreidd og sum erfið. Skýrði hann þá frá því að sökum annríkis gæti hann ekki sint iskrifarastörf- um þingsins, hefði hann þvt fengið annan mann, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson til þess að gegna því verki fyrir sig og mæltiist til að þingið og forseti veitti samþykki til þess. Virtist þingið ánægt næð þessar ráðstafanir, og tók dr, Sig. Júl. Jóhannes- son við ritstörfunum. Var þá tillaga borin upp og samþykt, um að skipa dagskrárnefnd. Skipaði for- seti þessa: A. B. Olson, Jakob F. Krist- jánsson og Á. Sædal. Féhirðir, hr. Ámi Eggertsson las upp skýrslu yfir fjárhag félagsins yfir árið 1927 . Vaij ;:sik|ýrslunni útbýtt á prenti meðal fundarmanna. Voru þar dregnir saman t eitt reikningar, fjármálaritara, féhirðis og skjalavarðar. Bar skýrslan með sér frábæran dugnað og ágæta frammistöðu þessara embættismanna. Tekjur á árimi höfðu orðið rúmir $3,- 560.00 en útgjöld rúmir $2,500.00. 1 sjóði við árslok voru $3,032.54. Helztu inntektaliðir voru þessir: Ársgjöld fé- lagsmanna og deilda...........$ 564.68 Auglýsingar í Tímaritinu...... 2,373.50 Seld Tímarit og bækur.......... 421.25 Verölaun gefin af Aðalst. Kristjánsisyni .................100.00 Helstu útgjöld voru þessi: Prentun Tímaritsiuis ...........$ 913.39 ómakslaun fyrir auglýsinga- söfnun ........................ 593.38 Rtstjórn og ritlaun........ 259.14 Kenslulaun í íslenzku........... 375.00 Ritföng og auglýsingar ........ 140.16 Veiting til Jubilee nefndar 1 júlí 1927 ........ ...........,.. 100.00 Veiting til heimferðarnefndar 1930 ......................... 100.00 Styrkur til deildarinnar "Brúin” Selkirk ....................... 50.00 Greíddur ferðakostnaður .......... 96.64 Kostnaður við þinghald 1927 .. 40.00 Alls nema eignir félagsins eftir skýrslu yfirskoðiunarmanna, í bókum, peningum og útistandandi auglýsinga gjöldttm í 9. árgangi Tímaritsins $8,790.64, og þó ó- talinn 9. árgangur ritsins, en á bonum hvíla skuldir; prentun, auglýsingasöfnun, rit- laun, o. s. frv. Féhirði var þökkuð skýrslan, og sam- kvænit tillögu frá A. P. Jóhannssyni, thenni vísað til væntanlegrar fjámrála- nefndar. B. B. Olson las þá upp af hálfu endurskoðenda, svóhljóðandi skýrslu: “Til Þjóðræknisfélags íslendinga i Vesturheimi, Herra forseti, háttvirtir þingmenn: Vér, sem kosnir vorum til að yfirskoða reikninga og eignir félagsins, leyfum oss að leggja fyrir yður eftirfarandi álit og skýrslur embættismanna félagsins. Oss er isönn ánægja, að lýsa því yfir að vér höfum fundið retkning*shöld í góðu lagi, baricur rétt færðar og alt vel af hendi leyst; ennfremur að fjárhagur er nú betri og blómlegri en nokkru sinni áður. Vér finnum að hj á skjalaverði. eru nokkur (gömul) eíntök Tímaritsins, færð til reiknings hjá fyrv. útsölum, er hæpið mun að talin verði til eigna. Leggjum vér því til að stjórnarnefndinni sé heimilað að strika þessar skuldir af bókum skjala- varðar, sem hann og stjórnin telja óinn- heimtanlegar. Fjármálaritari hefir komið fjármála- ritarabókunum í ágætt lag og á hann mikl- ar þakkir 'Skilið fyrir það starf sitt á ár- inu. Féhirðir Ieggur fyrir yður skýrslu sem óefað er sú bezta er enn hefir verið lögð fram 4 þingi- Honum hefir efkki ein- göngiu heppnast að innheimta á liðnu ári stærri tipphæð fyrir augflýsingar en nokk- uru sinni láður heldur hefir hann safnað i “Thnaritið”, sem nú er prentað og ver®- ur lagt fram hér á þinginu, auglýsingum, er nema $2,573.00. Er það meira en nokk- uru sinni áður hefir verið. öll skjöl og heekur hafa verið nákvæmlega yfirskoð- aðar, og er oss ánægja að votta að alt er það rétt og verk haas í þarfir félagsins unnið með dugnaði og hagsýni. Oss er því ánægja að leggja til, að um leið og þingheimur tekur við þessum skýrslum embættismanna sinna, og hann votti þeim ogfélagsstjórninni allri þakklæti sitt fyrir vel unnið starf á árinu. Winnipeg 18. febr. 1928. B. B. Olson, iValter Jóhannsson, Yfirskoðunarmenn.” Tillaga þessi var studd og samþykt t einu hljóði. Formaður dag9krárnefndar J. F. Krist- jánsson, lagði þá fram eftirfarandi skýrslu: Ðagskrárnefndin leggur til að eftirfar- andi dagsikrá s*á fylgt: 1. Þingsetning, 2. Ársskýrsla forseta, 3. Skipun kjörbréfanefndar, 4. Skipun dagskrámefndar, 5. Skýrslur annara embættismanna og milliþinganefnda, 6. Sveitardvöl isl. barna úr Winnipeg. 7. Bókasafn félagisins, 8. iHúsa'byggingarmál, 9. Útgáfurrtál, "Tímaritið” o. fl., 10. Samvinnumál við Island, 11. Söngkenzlumál, • 12. Islenzk kenzla, 13. Út<breiðislumál, 14. íslandsför 1930, 15. íþróttamál, . 15. Björgvinsmál, 17. Löggilding félagsins, 18. Kosning embættismanna kl. 2 e. h, slðasta þingdag, 23 febr. 1928. 19. Ný mál. Wínnpeg 21. febr. 1928. J. Kristjánsson, Á. Sædal, A. B. Olson.” Enn var ekki komin skýrsla kjörbréfa- nefndar. Las þá forseti upp skýrslu frá stjórnarnefnd deildarinnar "Frón” i Winnipeg, og afhetiti ritara; gat þess að nefndarálit yrði ekki afgreidd fyr en gengið væri fná skýrslu kjörbréfanefnd- ar er úrskurði hverjir væri atkvæðisbær- ir á þinginu. Var því þingi frestað til kl. 2 e. h. 2. fundur settur kl. 2 e. h. Forseti gat þess að kjörbréfanefndar álitið væri enn ókomjð, halda truætti áfram með skýrshtr en þær yrði ekki afgreiddar. Las hann þá upp svo látandi skýrslu milliþinga- nefndarinnar er kosin var til að hafa til meðferðar sveitadvöl ísl. barna úr Win- nipeg. "Til Þjóðræknisþings Isl. í Vestur- heimi: Nefndin, sem á síðasta þingi 1927 var sett í málið, “sutnarfrí bariia,” átti fund /‘með sér að heimili forseta, frú Þórunnar Kvaran 3. júní síðastl. og ákvað þá að birta í báðutn íslenzku vikublöð'unum, er- indi þess efni's, að biðja þá sem kynnu að vilja taka unglinga yfir sumarmán- uðina, sem og þá er kynnu að vilja koma ulnglingutn fyrir í dvöl þá mánuði júli og ágúst, að láta eitthvað af nefndarfólkinu vita um það fyrir 28. júní. Bæði Möðin birtu þetta erindi tnieð glöðu geði og tóku enga borðun fyrir, en samt fékk nefndin ekkert verkefni og gerði þess vegna ekki neitt. Wilnnipeg 18. febr. 1928, Virðingarfylst, B. Magnússon skrifari nefndarinnar" Árni Eggertsson lagði til að skýrslan væri viðtekin, samþ. Mrs. Swanson sagði lítinn áhuga hafa kotniö fram í þessu máli, örfáar fyrirspurnir og sömuleiðis fá tiíboð. Þá var tekið fyrir bókasafnsmálið. I^agði félagsstjórnin fram frumvarp til reglugerðar fyrir því, er svo hljóðar: “Frurovarp að reghtgerð um útián bóka úr bókasafni þjóðræknisfélagsins: 1. gr. Skjalavörður félagsins er bóka- vörður. 2. gr. Bóka'safnið skal vera opið til út- láns fyrir félagsmepn einu sinni í viku tvær stundir í sennn. 3. gr. Hverjum félagsmanni skal heim- iH að fá tvær bækur að láni í senn um tveggja vi'kna tíma, endurgjaWslaust. 4. gr. Utanfélagsimenn eiga Ijost á að fá lánaðar bækur úr safninu gegn 20 centa greiðsJu fyrir hverja bók í tvær vikur. 5. gr. Skili lánandi ekki bók á tilsettum tíma skal hann greiða fintm cent fyrir hvern dag, sem fram yfir er. 6. gr. Hverjum þeim er fær bók að láni úr safninu, skal skylt að skila hetmi aftur óskemdri, enda greiði hann fullar bætur samkvæmt mati bókavarðar, ef skemdir verða. Sætti lántakandi sig ekki við mat bókavarðar, getur hatrn skotið máli sínu til stjórnarnefndar, sem þá sker úr. 7. gr. Bókavörður skal halda skrá yftr aMar bækur i safninu og skal sú skrá jafnan vera handbær félagsmönnum á út- lánstímum. 8. gr. Félagsstjórnin greiði bókaverði $50.00 á ári í þóknun fyrir starf sitt.” Var frumvarpið tdcið til umræðu. A. P. Jóhannsson kvaðst vera þvi andstæður að félagið stofnaði bókasafn til útlán* i Winnipeg. Vildi hann láta þá gangast fyr- ir því að bókasöfn væru stofnuð víðsveg- ar út um sveitir, en þeim haldið við sem til væri. J. J. Húnfjörti tók í sama streng, kvað bókasafn vera í sinni bygð. ■sem mikið væri notað. Forseti skýrði málið og kvað það mundt koma til um- ræðu og úrsiita síðar. Sig. Baldvinsson var endregið með því að bókasafn vrði stoifnað í Winnipeg, en að bækur skyldu ekki lánaðar út fvrir takmörk bæjarins. Málinu var frestað til seinni tíma. Ámi Eggertsson gerði þá grein fvrir húsbyegingamiálinu. Litlar framkvæmd- ir oröið á árinu. Vék hatin að bví að nauðsynlcgt væri að iöggilda félagið. Gat þess enn fremur að dr. Ágvtst Blöndal hefði komið til sín fvrir hönd nokkurra martna. er vissu til bess að hr. Emile Waltens. listmáilari mvndi fáanlegur ttl að koma hingað norður á næsta sumri. um sex vikna .tíma. og segia fclenzktnn ungmennum til v'ð d-á+th'st og listmálning. Kvað hann dr. Blönda! ftisan til að koma á þíngið og skvra þetta mál. Framh.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.