Lögberg - 08.03.1928, Page 6

Lögberg - 08.03.1928, Page 6
BIs. 6. LöGBERG, FIMTUDAGINN 8. MARZ 1928. Ljónið og Músin. Eftir Charles Klein. (Saga sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, fcom fyrst út árið 1906 í New York). Eudoxia var írsk að ætt, og hafði komið frá Irlandi. Það hefði ekki verið rétt að segja um hana að hún væri nokkur fínleiks stúlka. Hún var það ekki og skapið var töluvert erfitt. Hún var ekki fríð eða tiikomumikil, og hún var ekki ung og ekki vel til fara, eða neitt tiltakan- lega þrifin. Hversdagslega var hún langt frá því að vera hreinlega eða smekklega klædd, og þegar hún reyndi að halda sér til, þá tók ekki betra við, því það var eins og allur fatnaður færi henni illa. Hennar mesti galli, sem vinnu- fkona, var sá, að hún braut fleiri diska heldur en flestar aðrar stúlkur, og þegar að því var fundið, þá hafði hún æfinlega sama svarið á reiðum liöndum, og það var, að hún skyldi fara, ganga úr vistinni. Hún var æfinlega til þess bú- in. Það voru henni síður en svo kærkomnar fréttir, að dóttir að dóttir húsbændanna væri að koma heim. Fyrst var nú það, að' þá mundi verðd meira að gera í húsinu, og í öðru lagi hafði ekki verið svo um samið, þegar hún réð- ist í vistina. Henni liafði verið sagt, að á heim- ilinu væri bara roskinn, heldri maður og kona hans; þarna væri svo sem ekkert að gera, en kaupið væri gott og nóg að éta, og hún mætti fara út á hverju kveldi, ef hún vildi. En það leit ekki út fvrir, að þetta ætlaði að reynast á- bygggilegt. Fyrst kom nú þessi Scott, og var þarna stöðugur gestur, og svo átti þessi stúlka að koma þar að auki. Það var svo sem ekki undarlegt, þó vesalings vinnukonurnar yrðu þreyttar og leiðar á stöðu sinni. Eins og þegar hefir sagt verið, vakti koma Rossmore hjónanna enga sérlega forvitni hjá fólkinu í Passapequa, en sumu af heldra fólkinu fanst að það ætti að heimsækja þetta nýkomna fól'k og kynnast því dálítið, þó ekki væri nema fvrir siðasakir. Og einn daginn, þegar þeir Rossmore og Scott voru ekki heima, sá Mrs. Rossmore mann koma upp að húsinu, sem hún sá þegar á kheðaburðinum, að mundi vera prest- ur, og með honum var kona, mjög hávaxin og með afbrigðum ólagleg. Þau gengu upp að dvrunum og hringdu dyrabjöllunni. Séra Percival Pontiex Deetle og systir hans, Mi.ss Jane Deetle, voru töluvert upp með sér af því, að vera álitin einu helztu leiðtogarnir í félagslífi þorpsbúa og það sérstaklega meðal heldra fólksins. Þessi þjónn kirkjunnar var einstalklega þunnvaxinn maður og magur og leit út fyrir að vera svo sem hálf-fertugur að aldri. Hann hafði heldur lítið andlit, en langt nef og dálítið bogið og var það þess valdandi, að andlitið var mjög einkennilegt. Það var engu líkara, en að hann bæri guðfræðina utan á sér, hvar sem á hann var litið. Hann hafði mjög barðastóran hatt, og vegna þess hve and- litið var lítið, þá sýndist hatturinn vera honum alt of stór. Miss Deetle var frámunalega ólið- leg í vexti og allri framkomu, og þegar hún talaði, þá var eins og setningamar kæmu út úr henni í stórum gusum, en málhvíldin milli setn- inganna var alt of löng. Það var því líkast, að hún þyrfti alt af að hafa sterkustu gætur á sér, svo hún misti ekki vald á skapsmunum sínum, eða þá að það liði yfir hana, eða einhver slík ó- höpp kæmu fyrir. Mrs. Rossmore sagði Eudoxiu að táka á móti gestunum, en segja þeim að enginn væri heima nema hún. PJkki gat hún að því gert, að vera dálítið feimin við prestinn, en samt herti hún upp hugann og sagði, þegar hún opnaði dyrnar: “Mr. Rossmore er ekki heima,‘ svo hristi hún, höfuðið og bætti við: “Þau taka ekki á móti neinum gestum/’ Presturinn lét sér alls ekki bylt við verða, en rétti jitúlkunni nafnspjald sitt og sagði í hátíðlegum róm: “ Þá tölum við við Mrs. Rossmore, eg sá hana við gluggann, þegar við komum að hús- inu. Hérna, stúlka mín, takið 'þér við þessu nafnspjaldi og segið henni, að séra Deetle og systir hans séu komin til að heilsa upp á hana og bjóða hana velkomna í nágrennið.” Eudoxía reyndi að loka hurðinni, en presb urmn gerði sér lítið fyrir og gekkj rakleitt inn í husið, og i-systir hans líka, og tóku sér sæti í stofunni. “Hún kennir mér um þetta,” sagði E og stóð þarna ráðalaus: og handlék nafi prestsins. “Kennir yður um hvað” spurði pres eins og hann skildi ekki hvað hún ætti vj ‘‘Hún sagði mér að segja yður, að hv ekki heima; en eg get ekki logið að pre ekki upp í opið geðið á honum. Eg1 1 húsmóðurinni spjaldið.” Presturinn sat kyr, þangað til vinm var farm ut ur herberginu, þá stóð hai og for að skoða myndir þær og bækur herberginu voru. “Hér sézt dkki biblfa, eða bænakvi saimabok, og ekki neinar heígimyndir - ert sem gefur til kynna, að fólkið sé ki folk. ” Hann leit á nokkur blöð, .sem voru borðmu en kastaði þeim á borðið aftur ( honum fvmhst hann ætti ékki á þeim að , HöfkEmhIer hngaskjöl og fjármálask Hofðmgi þessa hernis. Fólkið hérna í ems og gengur og gerist, Jane.” ann leit á systur sína, en hún sat hre íwáfrám “m 0S 8Varai5Í enm- H™ “Heyrðirðu hvað eg sagði? Eg sagði, að fólkið hérna væri víst eins og fólk gerist upp og ofan.” “Eg efast ekki um það,” sagði Miss Deetle, “og þá getum við heldur ekki búist við, að það taki því vel, að við séum að hnýsast nokkuð eftir þeirra högum.” “Hnýsast eftir, sagðirðu það?” sagði bróð- ir hennar og féll sjáanlega illa, að hún væri að finna að gerðum sínum. “Já, eg sagði hnýsast,” svaraði Jane með töluverðri þykkju. “Eg sé ekki hvað annað við höfum hér að gera.” Séra Pontifex rétti úr sér, eins vel eins og hann gat og sagði með miklum myndugleika: “Eg er að gæta sauða minna. Sem þjóni kirkjunnar er mér skylt að vitja ekkna og mun- aðarlausra í minni sókn.” “En hér eru hvorki ekkjur né munaðarleys- ingjar,” sagði Miss Deetle. “Þetta fólk er nýkomið og hér ókunnugt,” sagði séra Pontifex, “og það er mín skvlda, að leiðbeina því andlega, ef það þarf þess með. Þar að auki ber mér að vita hvaða fólk það er, sem hingað kemur og sezt að meðal míns safu,- aðarfólks. Einar þrjár af kvenfélagskonunum hafa nú þegar spurt mig að því, hverskonar fólk þetta eiginlega sé, og hvað það sé að gera 'iér.” “Þessar kvenfélagskonur hafa nefið niðri í öllum sköpuðum hlutum,” sagði Miss Deetle. Presturinn þaggaði niðri í systur sinni: “Veiztu, að þetta gengur næst því að vera guðlast? Þetta fólk hefir verið hér í tvær vik- ur og þessi hjón hafa hvergi komið og enginn hefir komið til þeirra. Þau hafa vanrækt að koma til kirkju. Hvernig stendur eiginlega á þessu? Hvað eru þau að hylja? Er þetta rétt gagnvart minni kirkju og söfnuði? Hér er ekki um ástvinamissi að ræða, því þau eru ekki í sorgarbúningi. Eg er hræddur um, að hér sé eitthvert hnevkslið á ferðinni—” Lengra komst hann ekki, því nú kom Mrs. Rossmore inn í/ herbergið . Hún hugsaði sem svo, og það sjálfsagt réttilega, að bezta ráðið til að losna við þessa óvelkomnu gesti væri, að tala við þá sem fyrst. “Miss Deetle og Mr. Deetle, komið þið sæl,” sagði Mrs. Rossmore góðlátlega, þegar hún kom inn í stofuna. Andlitið á prestinum varð alt að einu brosi og hann gerði sig eins blíðan og góðan og hann möguelga gat, því honum var mjög ant um að vinna traust frúarinnar og hann hafði nú í brúðina alveg hætt að hugsa um þetta hneyksli, sem máske ætti sér stað. “Mér er mikið gleðiefni að heimsækja yð- ur,” sagði hann hikandi og hálf stamandi. Eg og systir mín, Jane, komum til að—” “Gerið þér svo vel að setjast niður,” sagði Mrs. Rossmore og benti honum á stól. Hann hring.snerist svo mikið í kring um hana, að það hafði ill áhrif á taugar hennar. “Þakka vður ósköp vel fyrir,’ sagði hann og hneigði sig og brosti og tók sér sæti í hinum enda stofunnnar og þagnaði, eins og hann hefði nú ekkert meira að segja. Eftir all-langa þögrt sagði systir; hans: “Þú ætlaðir að sjá Mrs. Rossmore viðvíkj- andi skemtisamkomunni,” sagði hún. “Jú, vitaskuld. Eg) var nú alveg búinn að gleyma erindinu. Það var mér líkast. Þetta er nú svona, skal eg segja yður, að við erum að hugsa um að halda skemtisamkomu, og fulltrú- arnir héldu, og mér datt það nú í hug líka sjálf- um, að ef þér og Mr. Rossmore vilduð sýna okkur ]>á velvild að koma þangað, þá gætum við talað saman og kynst dálítið. ” “Þetta er einstaklega vinsamlegt af yður,” sagði Mrs. Rossmore. “Eg sannarlega virði boð yðar mikils og er yður þakklát. En nú sem stendur förum við hjónin ekki neitt og heim- sækjum enga. Við höfum orðið fyrir ógæfu, og—” “ógæfu,” sagði prestuur og varð svo ókyr í sæti sínu, að það var eins og liann íét'laði að stökkva á fætur. Það var nú einmitt þetta, •sem hann var að reyna að komast eftir, og nú kom það alveg fvrirhafnarlaust. Hann var mjög ánægður með sjálfan sig, hvað honum gengi vel að komast eftir því, sem hann vildi vita og núj gæti hann áreiðanlega sagt kvenfé- lagskonunum það sem þær vildu vita, þegar þær kæmu næst. Hann reyndi að sýna frúnni sem allra mesta samhygð, en jafnframt að komast eftir því, sem hann vildi vita. “Hamingjan góða, þetta er sorglegt! Þér hafið orðið fyrir mótlæti.” Svo sneri hann sér til systur sinnar, sem sat eins og múmía á stól úti í horninu, og sagði: “Heyrirðu þetta, Jane? Þetta er einstak- lega sorglegt! Þau hafa orðið fyrir miklu mót- læti. ” Hann þagnaði eins og vildi hann gefa Mrs. Rossmore tækifæri til að segj^ meira. En hún sagði ekkert meira, og hann vissi ekki hvað hann átti að gera, og horfði upp á loftið mjög ráða- leysislega. Hann útmálaði það með mörgum fögrum orðum, hvað sig langaði til að vera Mrs. Ross- more og manni hennar til huggunar í mótlætinu og honum fanst að ekki gæti hjá því farið, að hann gæti verið þeim mikill styrkur. Mrs. Rossmore horfði á þau til skiftis og vissi ekki hvað hún átti að hugsa eða segja. Hvaða fólk var þetta eiginlega, sem var að troða sér þama inn til hennar og reyna að graf- ast eftir því, sem hún fann ekki að því kæmi nokkuð við? Miss Deetle fanst víst, að bróður sínum færist þetta samtal hálf klaufalega og henni þótti vænt um að hafa tækifæri til að láta hann finna það, og sagði hún því með sinni hvellu rödd: “Heyrðu, góði Pontifmý! Þú hefir þegar boðið þeim að koma á samkomuna, og Mrs. Rossmore getur ekki þegið það. ” “Já, hvað um það?” sagði presturinn og leit á systur sína með því augnaráði, að ekki gat dulist, að honum mislíkaði að hún væri að tala fram í þetta. “Þið eruð bæði mjög væn,” sagði Mrs. Ross- more, “en. við getum ómögulega komið á þessa samkomu. Dóttir mín er að koma heim frá París í næstu viku.” “Dóttir yðar. Svo þér eigið dóttur,” sagði presturinn og vonaði nú fastlega, að fá meiri upplýsingar, “og hún er að koma heim frá París? Það er nú ljóta borgin.” Hann hafði aldrei komið til Parísar, en hann hafði lesið mikið um þá borg og margar fleiri borgir, og hann var skaparanum þakklát- ur, að hann hafði útvalin sér Massapequa til að leysa þar af hendi sitt dagsverk. Hér var heil- næmt loft og hér var yfirleitt gott að vera og spillingin var hér ekki líkt því eins mikil eins og í stórborgunum. Hann virtist ekki mjög fróður um mannlífið, annarsstaðar en í sínum heimabæ, en hann reyndi þó að tala um ]>að sem bezt hann gat, þangað til Mrs, Roshmore var orðin dauðleið á samtalinu og gat ekki um ann- að hugsað heldur en það, hve nær þessi systkini mundu fara á stað. Loksins hvarf presturinn frá þessu tali og fór að tala um veðrið. “Hvað það er ánægjulegt, að hafa þetta góða veður, finst yður það ekki, frú mín góð? Hér erum við öll eins og ein fjölskylda. Þess vegna var það, að við systir mín komum hingað til að kynnast yður.” “Þið voru einstaklega góð að koma; eg skal segja manninum mínum að þið hafið komið og eg er viss um, að honum þykir vænt um það. ” Presturinn hafði ekki meira að segja og hann var orðinn vonlaus um að fá meiri upp- lýsingar um þetta nýkomna fólk, svo hann stóð upp og gerði sig líklegan til að fara. “Það) lítur út fyrir rigningu,” sagði hann; “það er bezt fvrir okkur að fara, Jane. Yerið 'þér sælar, frú. Mér þykir mjög vænt um, að hafa heimsótt vður og eg bið yður að skila því til mannsins yðar, að okkur þætti mjög vænt um ef hann vildi koma í kirkju til okkar.” Presturinn og systir hans kvöddu Mrs. Rossmore og fóru. Loksins var þá þessari heim- sókn lokið, og Mrs. Rossmore þótti meira en lítið vænt um. Þetta kveld komu 'þeir Rossmore og Stott heim fyr en vanalega. Þeir voru báðir svo þungbúnir og alvarlegir, að frúin bjóst við ill- um fréttum. Rossmore var afar þegjandaleg- ur og Stott var alvarlegur mjög. Loks kallaði hann á hana afsíðis og sagði henni fréttirnar. Þrátt fyrir það, að þeir og vinir þeirra, höfðu gerf alt, sem í þeirra valdi stóð, þá hafði nú samt málið gengið á móti þeim, og nú var sú krafa gerð til öldungaráðsins, að Rossmore væri vikiðj frá embætti. Þaí) eina, sem þeir gætu nú gert, væri að verja málið sem bezt þeir gætu í öldungaráðinu og beita þar öllum þeim áhrifum, sem þeir sjálfir og vinir þeirra hefðu þar yfir að ráða. Þetta mundi ganga nokkuð erfiðlega, en Stott sagðist ekki efast um, að réttlætið mundi sigra að lokum. Um kveldið, þegar þeir sátu úti fyrir húsdyrum og voru að hugsa um þann ósigur, sem þeir nú hefðu beðið og sem reyndar kom þeim ekki mjög á óvart, ])ó þeir hefðu gert sér nokkrar vonir, þá heyrðu þeir að farið var um götuna á reiðhjóli. Sá, sem þar var á ferð, stöðvaði hjólið við garð- hliðið og kom upp að húsinu, rétti Rossmore bréf og fór svo strax á stað. Rosmore reif upp bréfið. Það var símskeyti frá París og hljóð- aði þannig: “Sigli í dag með Kaiser Wilhelm, Shirley.” VII. KAPITULI. Við skipakvíar North German Lloyd eim- skipafélagsins í Hoboken, var mikið um að vera. “Kaiser Wlhelm” var kominn svo nærri landi, að hann mundi leggjast við hafnargarðin eftir svo sem hálfa klukkustund. Fjöldi af starfs- mönnum félagsins, blaðamenn, tollgæslumenn, lögregluþjónar, ökumenn, sendisveinar og fólk sem^ átti von á vinum og ættingjum, var ]>arna alt í graut og svo voru þrengslin mikil, að eng- inn komst áfram, en allir reyndu að komast sem næst þeim stað, þar sem skipið átti að lenda. Það heyrðist ekki mannsins mál fyrir hávaðan- um og það var eins og enginn kærði sig um að haga sér eins og skyn.samt fólk. Eftir litla stund kom hið mikla eimskip upp að hafnar- garðinum og lagðist( þar. Það hafði verið vel ihreinsað síðasta dagiun og bar þess engin ytri merki, að það hefði verið 1 sjovolki og væri ný- komið úr 3,000 mílna ferð. Þar stóð Heger- mann skipstjóri yfirvaldslegur og gaf sínar fv rirskipanir og hann sýndist vera í einstak- lega góðu skapi, sem eðlilegt var, þar sem þeim áhyggjum var af lionum létt í bráðina, er hinni löngu sjóferð var óhjakvæmilega samfara. Á þilfarinu mátti lika sjá ýjnsa aðra af yfirmönn- um skipsins og fjölda af farþegum, sem alveg virtust til þess búnir að stíga á land. - Sumir þeirra veifuðu hvítum vasaklútunum sínum þegar þeir komu auga a einhvern af vinum sín- um, sem beið þeirra á hafnargarðinum. Stott hafði komið snemma. Þau höfðu fengið frett um, að skipið hefði farið fram hjá Fire Tsland daginn áður og mundi koma áð landi klukkan 10 morgun. Stott kom kl. 9.30 og átti ekki örðugt með að komast framarlega í röð þeirra mörgu, sem þar voru í svipuðum erind- um eins og hann sjálfur. Þegar skipið kom að, kom Stott fljótt auga a Shirley. Hann sa að hiín horfði í land, eins og hún væri að gæta að einhverjum, sem hún þekti, og hann gat sér til um að hún mundi verða fyrir miklum vonbrigðum, þegar hún sæi þar ekki föður sinn. Hann sá hana snúa sér við og tala eittlivað við svartklædda konu og ung- an mann, sem stóðu þar rétt hjá henni. Hver ]>au kynnu að vera, hafði Stott enga hugmynd um. Það kemur oft fyrir, að fólk Verður allra ibeztu vinir á fáum dögum, sem það er sam- skipa, og því finst í bili, að sá vinskapur muni alt af haldast, en oft er hann farinn út í veður og vind áður en tollþjónarnir eru búnir að skoða í ferðakisturnar. Shirley fór aftur að horfa í land og nú sá Stott, að hun kom auga á hann. Hún kannaðist þegar við þenna gamla og góða vin föður síns. Hann veifaði klútnum sínum og hann tók ofan hattinn. Svo sneri hún sér aftur að þessum vinum sínum og þau fóru öll ])angað sem gengið var úr skipinu og í land. Shirley var með þeim allra fyrstu, er í land komu og Stott tók þegar á móti henni og hún lagði hendurnar um hálsinn á honum og kysti hann. Hann hafði þekt hana alt af frá því hún var lítið barn, og þeim, sem viðstaddir voru, datt ekki annað í hug, en að hér væri faðir að taka á móti dóttur sinni. Viðkvæmnin greip liana og liún átti bágt með að koma upp nokkru orði. Hún liafði alt til þessa borið sig vel, en nú, þegar hún var nærri komin lieim, þá átti hún afar erfitt með að ráðai við tilfinningar sínar. Hún hafði gert sér von um, að faðir sinn mundi koma á móti sér ofan að höfninni. Hvers vegna kom hann ekki? Var virkilega svona illa ástatt fyrir honum? Hún spurði 1 Stott með lii-æðslu og ákafa, hvernig ástatt væri. Hann fékk hana fljótt til að stillla sig. Báðum foreldrum hennar liði vel. Það væri of 'langt fyrir ])au, að fara þetta, svo hann hefði boðið þeim að fara fyrir þau. “Of langt,” sagði Shirley eins og við sjálfa sig. “Þetta er ekki langt frá heimili okkar. Það er bara stuttur vegur til Madisoi Avenue. Það getur ekki verið ástæðan fyrir því, að pabbi kom ekki.” “Þið eigið ekki lengur heima á Madison Av- enue. Húsið og alt, sem því tilheyrir, hefir verið selt,” sagði Stott alvarlega, og svo sagði hann í fáum orðum hvernig komið var. Shirley hlustaði með stillingu á þessar illu fréttir. Én þó gat hún ekki með öllu dulið til- finningar sínar, og mátti vel sjá, hvernig lienni var innan brjósts og að hún tók sér afar nærri að heyra um ógæfu föður síns. Hún hafði ald- rei látið sér detta í hug, að þetta væri nú svona. En því ekki ? Var þetta ekki alveg eðlilegt? Ef mannorðið var farið, ]>á var efnunum hætt. Hvernig mundi framtíðin verða? Hvernig mundi faðir bennar, sem ávalt liafði verið svo afar vandur aí5 virðingu sinni, geta borið þessa vanvirðu\ og niðurlægingu ? Nú leit helzt pt fyrir, að það ætti fyrir honum að liggja, að lifa það sem eftir var æfinnar við fátækt og lítils- virðingu. Nei, þessar hugsanir voru óbærileg- ar. Auðvitað gat hún sjálf aflað peninga. Ef ritverk hennar gæfu henni ekki nóg í aðra hönd, þá gat hún vel orðið kennari og það, sem hún gæti unnið fyrir, mundi verða nægilegt handa lienni og foreldrum hennar til að lifa á. Áreiðanlega skyldu foreldrar liennar aldrei þurfa að búa við skort, meðan hún gæti unnið. Nú fanst henni ongu taii taka, að hún gifti sig, þð henni kynni að hafa dottið það í hug áðu.r Nú mátti hún ekki lengur gera það, sem hún helzt kysi. Hún varð að verja lífi sínu fyrst af öllu til að lijálpa foreldrum sínum og nú sérstaklega þurfti hún að gera alt, sem í lienn- ar valdi stóð, til að sanna sakleysi föður síns. Hn hún liafði ekki lengi frið með sínar hugsan- ir, því Mrs. Blake kallaði til hennar: “Shirley, hvar hefir þú verið? Við mistum af þér, þegar við komum í land, og höfum verið að leita að þér alt af síðan.” Frænka hennar og Jefferson Ryder, liöfðu farið á tollhúsið og í þrengslunum liöfðu þau tapað af lienni. Shirley gerði þau kunnug, “Milly frænka, þessi maður er Stott, fyr- verandi dómari, gamall aldavinur föður míns, og þessi kona er Mrs. Blake, móðursystir mín. Mömmu ])ykir áreiðane'lga vænt um, að sjá hana. Þær hafa ekki sézt í tíu ár.” “Þetta verður bara stutt heimsókn. Eg kom aðallega til að fylgja Shirley heim til sín.” “Eins og eg þyrfti nokkra fylgd, þar sem Mr. Ryder var með mér,” sagði Shirley. Síð- an gerði hún þessa tvo menn kunnuga: “Þessi maður er Mr. Jefferson Ryder — Stott dómari. Mr. Ryder hefir verið mér ein- stáklega vænn, meðan eg hefi verið burtu.” Þessir tveir menn tóku hver í liöndina á öðnim. “Eruð þér nokkuð skyldur Jofin B. Ryder?” spurði Stott glaðlega. “Bara sonur hans, það er nú ekki meira eða minna,” svaraði hann heldur stuttlega. Stott fór að veita þessum unga manni meiri eftirtokt. Jú, liann var ekki ósvipaður gartila mánninum og ]>ótt þeir væru ekki líkir, þá mátti þó vel sjá ættarmótið. En hvernig í ósköpun- um hafði Shirley komist í kynni við hann. Hon- um fanst það meir en undarlegt, að sonur og dóttir þessara tveggja manna, Jöhn Burkett Ryders og Rossmore dómara, skyldu vera að ferðast saman utanlands, og sýndust vera ein- staklega góðir vinir. Hann gat ekki skilið, Iiverníg á þessu stæði, og hafði liann þó nógan tima til að hugsa um það, meðan ferðafólkið var að glíma við tollþjónana, sem Uncle Sam gerir útj til að hegna sínu eigin fólki fyrir að ferðast til útlanda.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.