Lögberg - 12.04.1928, Blaðsíða 1
Helztu heims-fréttir
41. ARGANGUR |j
Canada.
Maður nokkur, Samuel J. Bar-
bour að nafni, sem er ekki fyrir
nlls-löngu kominn til Canada frá
Newcastle á Englandi, er að sækja
um styrk til innflutningadeildar-
innar til að geta komist aftur til
Englands og stundað þar iðn sína.
Hann er málari, en kom til þessa
lands með þeim ásetnipgi, að
vinna hjá bændum og líklega
verða sjálfur bóndi með tímanum.
Ástæðan sem hann ber fyrir, að
bann vill nú fara heim aftur, er
sú, að bændurnir, sem hann hefir
unnið hjá, þeir eru einir þrír, hafi
sagt sér, að hann sé alt of stuttur
til að vinna bændavinnu. Hann
er ekki full fimm fet á hæð. Þessi
Englendingur hefir því sannfærst
um, að Canada sé ekki land fyrir
stutta menn og vill því komast
aftur til Newcastle.
* * *
1 vikunni sem leið vildi það slys
til, að maður fótbrotnaði við Oro
Grand námurnar við Bulldög
Lake, svo sem 140 mílur norður
frá Winnipeg. Það var álitið
nauðsynlegt að koma manninum
sem allra fyrst til Winnipeg, svo
hann gæti notið sem allra beztrar
aðhjúkrunar og læknishjálpar.
Var því símað til Winnipeg og
beðið um að sent væri loftfar eft-
ir manninum, sem fyrir slysinu
varð. Þetta var þegar gert og
eftir hálfan fjórða klukkutíma
frá því að loftfarið lagði af stað,
kom það aftur með hinn slasaða
mann og hafði það þó tafist tölu-
vert við að lenda þar norður frá,
því þar var ekki annar lendingar-
staður en ísinn á vatninu. en loft-
farið var ekki til þess gert, að
lenda í ís, en hepnaðist þó slysa-
laust.
* * *
Síðan Manitoba stjórnin afréði
að sækia ekki um leyfi til að virkja
Sjö-systra fossana í Winnipeg
ánni, hefir verið lagt fast að
borgarstjórninni í Winnipeg, að
sækja um leyfi til að gera þetta,
Svo að þessi raforka, sem þar er
hægt að framleiða, lendi ekki hjá
Strætisbrautafélaginu, því vænt-
anlega fær það leyfi til að virkja
fossa’na, ef hvorki Manitobafylki
eða Winnipeg borg sækja um það
leyfi til Sambandsstjórnarinnar.
Hafa þeir verkamanna leiðtog-
arnir, Woodsworth, Farmer, Dix-
on og fleiri látið mikið til sín taka
í þessu máli. iSegir Mr. Woods-
worth, að bærinn muni fá þetta
leyfi, og verða tekinn fram yfir
félagið, ef hann sæki uijfc það.
Hvað bærinn gerir í þessu máli,
er óvíst þegar þetta er skrifað, en
heldur litlar líkur virðast til þess,
nú sem stendur, að Winnipeg-
borg sæki um leyfi til þess að
virkja Sjösystra-fossana, frekar
en Manitoba fylki.
* * *
Það stendur til, að bygð verði
í sumar fimtán hæða skrifstofu-
bygging á norðaustur horninu á
Main St. og Portage Ave. í Winn;-
nipeg, sem gert er ráð fyrir að
kosti $2,500,000. Það verður
hæsta byggingin, sem enn hefir
hygð verið í Winnieg.
♦ # *
Afar stórt loftfar frá Detroit,
hefir verið á ferð hér norður í
Manitoba nú fyrir skömmu. Ætl-
ar R. E. Byrd heimskautafari að
nota það til að fljúga í því til
suður pólsins. Þeir sem hér komu
í þessu mikla loftfari, heita Ben-
nett og Balchen, og var ferðin
norður í óbygðir Manitobafylkis
aðallega til þess gerð, að vita
hvernig það reyndist að lenda því
á ís og snjó. Sögðu flugmenn-
irnir, þegar þeir komu aftur, að
það hefði gengið ágætlega. Þeir
eru nú farnir aftur til Detroit.
* * *
Angus Nicholson, auglýsinga-
maður í Vancouver, var í haust
fundinn sekur um að hafa orðið
manni að bana, sem Douglas hét,
°g dæmdur í fjögurra ára fang-
elsi. Málinu var áfrýjað og hef-
ir Nicholson nú verið sýknaður af
þeirri kæru.
* * V
Allan J. Adamson, stofnandi
Western Trust félagsiná,’ dó í
Florida hinn 3. á.m., þar sem
hann dvaldi í vetur. Heima átti
hann í Winnipeg, og hafði verið
í VesturÆanada í meir en 50 ár.
Adamson dómari í Winnipeg er
einn af sonum hans.
Bandaríkin.
James J. Davis, verkamála ráð-
herra áætlar, að seint í marzmán-
uði sé 1,874,050 vinnulaust fólk
í landinu, það er að skilja fólk,
sem vill vinna. Segir hann, að
þetta sé ískyggilegt að vísu, en
þó sé atvinnuleysið 1 Bandaríkj-
unum ekki nærri eins ískyggilegt
eins og margir hafa ímyndað sér.
En þó þar sé kannske ekki alvar-
legt atvinnuleysi, þá er enginn
efi á því, að þar* er nú ekki eins
auðvelt að fá vinnu, eins og verið
hefir undanfarin ár.
• * *
Hugh S. Gibson, sendiherra
Bandaríkjanna í Belgíu og for-
maður þeirrar nefndar, sem
Bandaríkin hafa sent til Geneva
til að ræða um afvopnunarmálið,
segir, að tillaga Rússanna um al-
gerða afvopnun, sé með öllu ó-
framkvæmanle^ og í algerðu ósam
ræmi við alt það, sem þegar hafi
v rið gert í þessu máli og lítur
hann svo á, að ekki geti komið til
mála, að fallast á algerða afvopn-
un nú í bráðina.
* * *
Þeir Herbert Hoover ráðherra
og Alfred E. Smith ríkisstjóri
hafa enn sem komið er mest fylgi
sem forsetaefni, hvor hjá sínum
flokk. Lítur því út fyrir, nú sem
stendur, að þeir verði forseta-
efni við næstu kosningar.
Tveimur mönnum, George Halde-
man og Edward Stinson, hefir ný-
lega tekist að halda sér lengur á
flugi, heldur en nokkrir hafa áð-
ur gert. Þeir flugu yfir Jackson-
ville Beach, Florida, í 53 glukku-
stundir og 36 og hálfa mínútu.
* * »
Mellon fjármálaráðherra mælir
með því við efri málstofu þings-
ins, að skattarnir séu lækkaðir um
185 miljónir dala. Það eru svo
sem hundrað miljónum minna,
heldur en það sem neðri málstof-
an vill lækka þá.
* •* *
Efri málstofa þingsins hefir
samþykt $25,000,000 til flóðvarna
í einu hljóði.
Bretland.
Háskólarnir brezku, .Cambridge
og Oxford, þreyttu með sér sinn
árlega kappróður á laugardaginn
í vikunni sem leið, og unnu Cam-
bridgemenn í þetta sinn og kom-
ust all-langt á undan keppinautum
sínum, þótt hvorirtveggju sæktu
knálega róðurinn nú eins og áð-
ur. Eru nú liðin 99 ár, síðan há-
skólarnir hófu þenna kappleik sín
á milli og hafa þeir á því tímabili
þreytt róðurinn áttatíu sinnum.
Hafa Cambridgemenn unnið 39
sinnum, en Oxfordmenn 40 sinn-
um. Einn kappróðurinn fór út um
þúfur.
Frumvarp stjórnarinnar, sem
veitir konum kosningarrétt eins
og karlmönnura, fær góðan byr á
þinginu. Við aðra umræðu
greiddu 387 atkvæði með frum-
varpinu, en að eins 10 á móti, sem
allir tilheyra stjórnarflokknum.
Við þessa umræðu málsins sagði
Baldwin forsætisráðherra meðal
annars:
“Eg hefi áður greitt atkvæði
gegn atkvæðisrétti kvenna, en á
stríðsárunum lærði eg ýmislegt.
Á þeim árum, þegar hinn yngri
hluti þjóðarinnar var að ganga í
gegn um dauðans dal, skildist mér,
að slíkum gæðum, sem auð og
frama og velgengni ætti að vera
•
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. APRÍL 1928
NÚMER 15
jafnara skift og öllum gefið jafnt
tækifæri. Eg skildi þá betur en
nokkru sinni fyr, að til þess að
bæta það tjón, sem heimurinn
varð þá fyrir, þyrfti sameinaða
krafta karla og kvenna.. — Það
má vel vera, að með slíkri sam-
vinnu, þar sem hver vinnur það,
sem hann eða hún er bezt til fall-
inn, hafi meira tækifæri og
bjartari vonir, heldur en nokkur
önnur kynslóð, sem á undan oss
er gengin, hefir nokkurn tíma
haft.”
Frá Islandi.
Rvík, 2. marz.
í vikunni sem leið urðu skáðar
af ofviðri á Vestfjörðum. Fauk
hlaða á ósi í Bolungarvik með um
áttatíu hestur af heyi. Var það
allur heyforði bóndans. Mótor-
bátur brotnaði og sökk við öldu-
brjótinn í Bolungkrvík. — Afli
hefir verið góður á Vestfjörðum,
þegar á sjó hefir gefið.
Seint í febrúarmán. brann bær-
inn að Skjaldþingsstöðum í Vopna
firði, öll bæjarhús, nema gömul
skemma, matvæli, fatnaður, eldi-
viður, innanstokksmunir, 30 hest-
ar heys, nokkur hæns og köttur.
Bóndinn á skjalþingsstöðum heit-
ir Ingólfur Eyjólfsson, Þingeying-
ur að ætt. Hann hefir verið í
tölu efnuðustu bænda þar í sveit,
en hefir nú orðið fyrir geysi-
tjóni. Meðal þess er þarna brann
var bókasafn mjög gott, álitið
nokkur þús. króna virði. Alt var
óvátrygt, hús og innanstokks-
munir og skaðinn talinn 10—15
þús. kr. Bóndinn á Skjalaþingsst.
er kvæntur maður og eiga þau
hjón 8 börn, það elzta 10 ára. —
Vörður.
Keflavík, 7. marz.
Ágætis afli fjóra daga um dag-
inn, tregur í fyrradag, vegna
storms og stórstraums, en aftur
ágætur í gær. í fyrradag fékk
einn bátur 10 skpd., annar 13, en
tregt hjá öllum hinum. í gær
fengu flestir bátar 10—13 skpd.
Um daginn var aflinn fi;á 10 upp
í 18 skpd. á bát. Aflinn því yfir-
leitt góður, þegar gefur. Allir
bátar á sjó í dag og ágætis veður.
—Heilsufar ágætt.—Vísir.
Akureyri, 21. febr.
Bæjarstjórastaðan hér hafði
verið auglýst laus. Umsóknar-
frestur var útrunninn í gær. Tveir
umsækjendur, þeir sömu og síð-
ast, Jón Sveinsson bæjarstjóri og
Jón Steingrímsson bæjarfógeta-
fulltrúi. Ákveðið var á bæjar-
stjórnarfundi í dag, að kjósa bæj-
arstjóra á næsta reglulegum
fundi þ. 6. marz. —
Vestan rok og þeyr, meiri og
minni skemdir á mannvirkjum. —
Hey fuku og menn meiddust lítil-
lega. Vatnavextir miklir. — Vísir.
Listanámskeið.
Á öndverðum vetri þeim, sem nú
er svo að segja um garð genginn,
höfðum vér tal af listmálaranum
góðfræga, Eþnile Walters, og lét
hann það þá í ljós, að sér léki á því
hugur, að stofna til listanámskeiðs
í sumar komandi, er haldið yrði að
Gimli og stæði yfir í fimm eða sex
vikur, helzt sex, ef því mætti við
koma, og veita þar tilsö'--; .slenzk-
um unglingum í dráttlisL ^g mál-
aralist. Nú fer mál þetta komið á
þann rékspöl, að sett hefir verið i
það nefnd, til þess að annast um
framkvæmdir. Nefndina skipa
Dr. Ágúst Blöndal, formaður; Dr.
B. H. Olson; Mr. S. K. Hall og
Mr. Fred Stephenson. Var þjóð-
rækniSfélaginu á síðasta þingi þess
falið að veita nefnd þessari allan
þann hugsanlegan stuðning, er
frekast mætti verðá.
Ekki ætlar Mr. Walters að taka
annað fyrir kenzlustarf sitt, en
ferða og dvalarkostnað, og er því
ekki um neina ýkja fjáfhæð að
ræða. Áætlað er að kenzlugjald
hvers nemanda verði $20.00, og
þess æskt, að þeir verði eigi færri
en þrjátíu, er i kenzlunni taki þátt.
Að sjálfsögðu verða nemendur að
leggja sér til nauðsynlegustu áhöld,
pensla, liti og þar fram eftir göt-
unum.
Gert er ráð fyrir að nemendur
séu 14 ára, eða þar yfir. Er það
ósk Mr. Walters, að nemendur
verði allir af íslenzku bergi brotnir.
En i því falli, sem reyndar ætti
ekki að koma til, að hin ákveðna
nemendatala fáist ekki innan vé-
banda þjóðflokks vors, þá verður
leitað til annara þjóðflokka.
Hér er um sjaldgæft tækifæri að
ræða, fyrir þá, sem listum unna og
er þess að vænta, að æskulýður v(.r
láti sér það ekki úr greipum ganga.
Ber hinum unga listamanni heiður
fyrir ræktarsemi sína við þjóðerni
vort, ibœði í þessu máli sem og ótal
fleirum.
Umsóknir um þáttöku í náms-
skeiði þessu sendist til Dr. Ágústs
Blöndal, 806 Victor St., Winnipeg,
Man. fyrir 15. júlí næstkomandi.
Elin Anderson.
því sem tækifæri gafst á sumrum
og að loknu námi í Winnipeg, tók
hún að gefa sig algerlega við
kenslu vestur í Saskatchewan.
Var hún síðast tvö ár þar aðstoð-
arskólastjóri í Yorkton.
Árið 1926 hóf hún nám við Col-
umbia háskólann, og hefir hún
verið þar þessa síðustu tvo vetur.
Auk þess stundaði hún nám við
samfélagsskóla New York borgar
í fyrra vetur. í sambandi við
það starf kyntist hún forsætisráð-
herra Canada, W. L. Mackenzie
King. Fyrir meðmæli hans og
annara, vann hún síðastliðið sum-
ar rannsóknarstarf í sambandi við
verkamáladeild Canada-stjórnar í
Ottawa. í haust var henni, sam-
kvæmt meðmælum kennara henn-
ar við Columbia háskólann, veitt
$1,000 verðlaunafé, til þess að
rannsaka kjör ungs fólks í dag-
launavinnu í New York-borg.
Samhliða því starfi helduf hún
áfram námi við Columbia háskól-
ann. Nýlega hefir verið mælt með
henni til að starfa næsta ár fyrir
kven-klúbb New York borgar. Á
hún þá að rannsaka hin sérstöku
vandamál kvenna og barna, sem
vinna daglauna-vinnu. Einnig
hygst hún að halda áfram nám:
við háskólann með tilliti til þess
að búa sig undiE doktorsnafnbót.
Það er "Samfélagsmálin, sem
hafa heillað huga þessarar ís-
lenzku meyjar, löngun til að vita
hið rétta um ásigkomulag verka-
fólksins ásamt viðleitni til að fá
úrlausn á sumum hinum afar-
erfiðu viðfangsefnum á því sviði.
Það verða víst margir til að
óska þess, að starf hennar megi
bera 3em heillaríkastan árangur.
Rúnólfur Marteinsson.
Fregnir frá Ottawa.
eftir L. B. Bancroft,
þingmann Selkirkkjördæmis.
Síðastliðna viku kom til um-
íslenzku blöðin hér vestra hafa ræðu á þingi, mesti urmull af
það/til siðs að geta, þegar tæki-
málum. Sum næsta mikilvæg, en
önnur minni háttar, eins og geng-
og gerist. — Á mánudaginn
ur
færi gefst, þeirra, sem ávinna sér
einhvern sérstakan heiður á
mentabrautinni eða þá geta sér j spunnust um það all-snarpar um
markverðan orðstír á öðrum svið-1 ræður, hvort vpitt skyldi fé til
Liggur þar til grundvallar' brúargerðar yfir Niagara fljótið,
Fáein orð frá forseta Þjóðrœknis-
, félagsins.
Herra ritstjóri Lögbergs:
Þér hafið, herra ritstjóri, leyft
rúm í blaði yðar fyrir óhróðurs-
grein um Þjóðræknisfélagið, eftir
Mr. A. C. Johnson, og er sú grein
hvorki að orðbragði né innihaldi
blaðinu til sóma. Vegna þeirra
vina félagsins, sem kynni að furða
á því, að ekki birtist nú svar-
grein gegn þessum ósóma, vil eg
geta þess, að vegna anna minna
og sumra stjórnarnefndarmanna
annara, hefir því ekki orðið kom-
ið við, að þeir kæmu saman til
þess að ræða um, hvernig við
þessu skyldi snúist.
Við það skal kannast, að ef eg
legg þetta mál fyrir meðnefndar-
menn mína, þá er það ekki fyinr
þá sök, að eg hyggi að þes\i
greinarhöfundur njóti svo trausts
almennings, að verulegu skifti
hvað hann segi, heldur fyrir j)á
sök eina, að hann skipar hér trún-
aðarstöðu fyrir íslenzka ríkið.
Manni finst eðlilegt að ætlast til
þess, að slíkur maður flani ekki í
blöð með sleggjudóma og óhróður
um stofnanir íslenzkra manna í
þessu landi.
Winnipeg, 11. apríl 1928.
Ragnar E. Kvaran.
um
lðngun manna til að auka ljóma
þjóðflokksins, sem vér tilheyrum.
Þetta er á engan hátt öðru vísi
en það, sem ensku blöðin gjöra, og
önnur blöð.
Vel fer á því, að þetta sé gjört,
þar sem veruleg ástæða er til, en
þá varðar mestu, að rétt sé með
farið, og sneitt hjá öllu oflofi. Ef
eg stranda á þessu sama skeri,
verður það áreiðanlega óviljandi.
Þessa litlu sögu, sem eg hefi
að segja, vil eg framsetja látlaust
og með sem einföldustum orðum.
Ungfrú Elín Lilja Anderson,
eins 0g hún heitir fullu nafni, er,
sem stendur, á mentaferli við
Columbia háskólann í New York.
Það eitt er ekkert sérstaklega
markvert, en hún er að komast
inn á starfsbraut, sem fáir Is-
lendingar hafa farið í þessari
heimsálfu, og hún hefir í þessu
verki getið sér orðstír, sem gjarna
má veita eftirtekt. Frá þessu get
eg bezt skýrt, með því að segja
ofurlítið brot af æfisögu hennar.
Hún er fædd í Selkirk, árið 1901.
Foreldrar hennar voru þau hjón-
in Jón Anderson, vélstjóri, sonur
Guðmundar Andersons og Guð-
rúnar Þórðardóttur, og Guðrún
dóttir Jóns og Rannveigar Sand-
ers. Árið 1913 misti hún móður
sína og fór þá í fóstur til Christi-
ans G. Finnsonar og konu hans
Jónínu, sem er frænka Elínar.
Með þeini fluttist hún til Norwood
í S^. Boniface, og var hjá þeim
þangað til hún varð fullorðin. —
Hún lauk barnaskólanámi í Sel-
kirk, miðskólanámi í Norwood
(<1916). Það sumar kendi hún
vestur í Saskatohewan, en um
haustið innritaðist hún í Wesley
College, Winnipeg, og útskrifað-
ist þaðan 1920.
Á þessum árum sótti hún sunnu-
dagsskóla stöðugt í Skjaldborg,
og var þar fermd árið 1916, en
hélt þar áfram í biblíuflokk, eins
lengi og hún var í bænum.
Skólakenslu stundaði hún eftir
skamt frá fossunum miklu. Fram-
sögumaður var Mr. Petit, íhalds-
þingmaður fyrir Welland kjör-
dæmið, og fylgdi hann. málinu
fram af kappi miklu. Á móti hon-
um talaði Hon. Mr. Chaplin, í-
halds þingmaður fyrir Lincoln-
kjördæmið. Eftir all-snarpar um-
ræður, kom Mr. Bennett Mr.
Chaplin til hjálpar. Er mælt, að
hann hafi á flokksfundi þar á eftir
fengið rækilega ofanígjöf hjá ýms-
um flokksbræðrum sínum fyrir að
berjast á móti þingmanna frum-
varpi, er rót sína átti að rekja til
hans eigin flokks.
Þenna sama dag, flutti Mr.
Heaps, verkaflokks þingmaður frá
Norður Winnipeg, þingsályktun-
artillögu, í sambandi við tryggingu
gegn atvinnuleysi og sjúkdómum.
Virtist stjórnin málinu hlynt, sém
og meiri hluti þingmanna þeirra,
er til máls tóku.
Þær hinar ýmsu breytingar á
tollmálakerfinu, sem fjárlaga
frumvarpið gerði ráð fyrir, voru
all-ítarlega ræddar í fyrri viku, og
margar afgreiddar. Einkum urðu
umræðurnar um lækkun tollvernd-
unar á ullar- 0g baðmullar-fatnaði
næsta fjörugar.
í forustugrein, sem blaðið
Montreal Gazette flutti þann 19.
fyrra mánaðar, var veizt allmjög
að leiðtoga íhaldsflokksins, Mr.
Bennett, fyrir það, að hann
skyldi eigi við umræðurnar um
fjárlagafrumvarpið, vegsama há-
|;ollakerfið frekar en raun varð á.
Nokkrum dögum seinna héldu í-
haldsþingmennirnir flokksfund og
hafa þeir upp frá því ekki um ann-
að talað, en nauðsyn hækkaðra
verndartolla.
Járnbrautarfélögin höfði^ fyrir
skömmu farið þess á leit við járn-
brautarráðið, að losast við þá
kvðð að láta eftirlitsmenn með
gripaflutningi fá frítt far á járn-
brautarlestum eins og venja var
til í liðinni tíð. Fyíir nokkrum
árum, var hefð þessi innleidd,
Klædd íslenzkum faldbúningi. sem konur á íslandi gáfu henni,
er hún heimsótti ísland síðast. ’*T
samkvæmt kröfu járnbrautarfé-j
laganna, er þá töldu slíkt eftirlit
nauðsynlegt, og töldu ekki eftir
sér, að veita hlutaðeigendum ó-
keypis far. í því falli, að hlunn-
indi þessi yrðu úr gildi numin,
myndi það reynast gripakaup-
mönnum öllum, hinn mesti götu-
þrándur. Og til þess að reyna
að koma í veg fyrir, að hlunnind-
um þessum yrði komið fyrir katt-
arnef, hefir sá, er línur þessar
ritar, samið við hina aðra þing-
menn Manitoba fylkis, um að leita
ásjár járnbrautarráðsins við allra
fyrstu hentugleika.
Fœr yfirkennarastöðn
Mánudaginn, þann 26. fyrra
mánaðar, kom til umræðu þings-
ályktunar tillaga Miss Agnesar
Macphail, er út á það gekk, að
stofnuð skyldi sérstök stjórnar-
deild, er það verkefni hefði ein-
ungis með höndum, að vinna að
góðvilja og alþjóðafriði. Urðu
allmiklar umræður um tilöguna,
en þrátt fyrir það þó þingið við-
urkendi hennar góða tilgang, þá
var það þó álitið vafasamt, að
slík stofnun myndi koma að til-
ætluðum notum. Hélt stjórnar-
formaður því fram, að hver og
ein einasta deild
Dr. Richard Beck.
Hinn ungi og efnilegi lærdóms-
maður, Dr. Richard Beck, sem
gegnt hefir undanfarið prófess-
orsembætti við St. Olaf College
að Northfield, Minn., hefir nú
sagt þeirri stöðu lausri og fengið
veitingu fyrir prófessorsembætti
í ensku og enskum bókmentum,
við Thiel College að Grenville,
stjórnarinnar, í Pennsylvania ríki. Er það að
ætti að vinna að góðvilja og al-1 sögn mun betur launuð staða, og
þjóðafriði, og gerði það dag eftir J að sama skapi umfangsmeiri.
dag og ár eftir ár. í samtali v«5 fréttaritara
Þingnefnd sú, er haft hefir! blaðsins “The Northfield Mess-
með höndum rannsókn innflutn- enger, komst Dr. Beck svo að orði:
ingsmálanna, er nú langt komin “Eg hefi ákveðið að takast á
með störf sín, og hefir hún fund- hendur embætti við Thiel College,
ið starfrækslu hlutaðeigandi sökum þess; hve verkahringur
stjórnardeildar í ‘ ákjósanlegasta | minn þar verður víðtækari og lík-
ásigkomulagi. Hefir nefndin kom- j legri til þroskunar. Eg sé samt
ist að þeirri niðurstöðu, að ekkert eftir því, að
sé 1 því hæft, að fólki frá brezku því stofnun
eyjunum hafi gert verið örðugra næsta kær,
fyrir með að flytja hingað til margt
lands, en innflytjendum frá öðr-
um ríkjum í Evrópu. Sérhver
brezkur þegn, andlega og líkam-
lega heilbrigður, er greiðir sitt
eigið far, getur flutt hingað vafn-
ingalaust. Þær einu skorður, sem
reistar hafa verið, gilda að eins
um þá innflytjendur, er sérstakr-
ar aðstoðar njóta til þess að kom-
ast hingað. En slíkt nær að eins
til vinnufólks, eða þeirra, sem á-
kveðið hafa að leggja stund. á
landbúnað
skilja við St. Olaf
sú er orðin mér
og hefir kent mér
og mikið af nytsamri
reynslu. Vil eg nú hér með grípa
tækifærið og þakka rektor skól-
ans, samkennurum mínum og
nemendum fyrir ágæta samvinnu,
sem og fyrir viðurkenningu þá, er
þeir hafa veitt mér fyrir starf
mitt við skólann. Mun eg ávalt
minnast St. Olaf skólans með
þakklæti og fylgjast með fram-
sóknarstarfsemi hans.”
Áætlað ir, að Dr. Beck taki við
sínu nýja embætti í september-
mánuði næstkomandi.