Lögberg - 12.04.1928, Blaðsíða 7

Lögberg - 12.04.1928, Blaðsíða 7
LÖGBBRG, FIMTITOAGINN i2. APRÍL 1928. Bla. 7. Huginn og Muninn ÆSKUMINNINGAR. Eftir Finnboga Hjálmarsson. (Framh.) Barnaleikir og leikföng. öll bðrn eiga æskuleiki, sum fleiri og önnur færri, en öll ein- hverja. Þessa leiki áttum við og unnum þeim af hjarta. Þeir voru sannir sólskinsblettir á vorhimni æskunnar. Paparaleikur. Valinn var sléttur flðtur og markaðir á hann þrír reitir, sem sumir köll- uðu hafnir. Miðreiturinn var ætl- aður paparanum; hann var mark- aður mitt á milli hinna tveggúa, nokkur fet úr stefnu, svo þeir all- ir mynduðu hér um bil þríhyrning. Þeim, sem hlupu, tilheyrðu hinir reitirnir tveir, sinn á hvorum skeiðsenda. Á öðrum þeirra stóðu í leiksbyrjun allir þeir, sem hlaupa skyldu á auða reitinn. Lög þessa leiks voru þau: aldrei mátti neinn hlaupa inn í eða yfir reit paparans. Hann hafði veri§ kosinn af öllum hlaupagosunum fyrir leikforingja. og um leið gengist undir það, að hahdsama þá alla. Hann var því svo rétthár, að enginn mátti stíga fæti inn á hans reit. Yrði nokkr- um sú goðgá, var hann kallaður brendur, og vísað úr leik. Ekki mátti foringinn heldur hlaupa inn í hina reitina eða kippa neinum út úr .þejm, sem ’þangað höfðu náð. Ef hann gerði það, þá var hann dæmdur brendur, og strax kosinn annar í hans stað. — Nú byrjuðu hlaupin, paparinn kom að heiman frá sér og reyndi að grípa einhvern sem fram hjá fór. Væri hann fljótur að hlaupa og sterk- ur, tókst honum fljótt að ná ein- hverjum. Var þá sá, sem hann náði, orðinn hans þjónn og hjálp- armaður við að ná hinum. Svona gekk leikurinn fram, þar til allir voru náðir. í þessum leik tóku stúlkur þátt, engu síður en dreng- ir. Oft var glatt á hjalla í þess- um leik, og sjaldan kom fyrir nokkurt þrátt eða þref. Við vor- um öll bræður og systur við barna- leikina okkar. Höfrungaleikur. — Drengir röð- uðu sér hver fram af öðrum í beinni línu, studdu svo höndun- um á hnén 0g beygðu niður hðf- uðin. Nokkurt bil var á milli þeirra. Sá sem stóð aftast í röð- inni, hóf þenna leik með því að stökkva yfir alla hina, stanzaði svo framan við röðina og studdi höndum á kné. Nú kom sá, sem þá stóð aftastur og stökk fram yfir alla hina. Svona gekk koll af kolli, þar til allir höfðu stokkið jafn-oft. Skessuleikur. Tröllskessa átti heimili sitt upp til regin dala, eða fjarri manna- bygðum. Hún bjó að sínu og var óágeng við menn. Land hennar var innan vissra vébanda þar í þrengslum dalanna. Þar spruttu fádæmin öll af fjallagrösum og allskonar ber. Alls engan yfir- gang þoldi hún mönnum á þetta land sitt. Ef nokkur var svo djarfur, að tína þar grös eða ber, þá kom hún óðar hlaupandi og rak alt á burt með harðri hendi. Ef hún náði þeim, áður en þeir komust út af landareign hennar, þá urðu þeir henni að bráð. — Oft fórum við, krakkarnir, inn í þetta ímyndaða Skessuland og tíndum þar bæði grös og ber. Ef við sáum kerlu ekki úti, þá vorum við hróðug og kát. óhætt er að tína grðs, skessa er ekki heima, sögðum við, eða: óhætt er að tína ber, skessa sefur. En þetta óhætt sveik okkur oft. Skessa kom þá minst varði,- og tók og stundum fleiri úr þessum landráðahóp og fór með þau heim til sín. Ekki mátti hún sjálf stíga út fyrir sín eigin landa merki, þá varð hún að steingerfingi. Oft var tekið kná- lega til fótanna, þegar skessan sást koma. Hver sem komst út fyrir merkin, þóttist eiga fótum sínum fjör að launa. Þó leikur þessi sé bara gaman og glaðværð og hávaði séu hans förunautar, þá er hann engan veginn eins sak- laus og sumir hinna leikjanna. Þeir sem búa að sínu í ró og friði við alla, eiga fullkominn rétt á Því, að þeir séu látnir í friði. En í þessum leik fer svo fjarri, að að sé gert. Þessi leikur sýnir á- girnd, ofbeldi og rán, þrent það Ijótasta í fari manna. ir augun á honum, síðan var hon- ua snúið marga hringi og þulin yfir honum áhrínsorð um það, að hann skyldi ekki finna neinn af þeim, sem hann ætti að leita að. Einu hlunnindin, sem þessi leik- ur ánefndi Skolla í vil, voru þau, að enginn af þeim, sem hann átti að finna, mátti færa sig neitt úr þeim stað, þar sem hann hafði sezt. Þessi lög voru margsinnis brotin. Ef Skolli stefndi beint á einhv^rn, þá skreið sá úr vegi, en aðrir hentu í hann mold og torfi, sem á bak við sátu. Þetta kom Skolla til þess að snúa í áttina, sem þetta moldviðri kom úr. — Þessi leikur gat staðið lengi, þeg- ar svona brögðum var beitt. Mik- ið gaman höfðum við krakkar af þessu, þó er leikurinn þögull 0g laus við allan hávaða, og alls ó- líkur hinum, sem öll glaðværð er samferða. Enginn gengur sveitt- ur, með kafrjóða vanga frá þess- um leik, nema Skolli sjálfur. Hann er sá eini, sem hefir mátt hreyfa sig, og kalt hefir þeim orð- ið, sem bað konuna forðum að gefa sér kaffi, því það hefði sett að sér hroll eftir Skollaleikinn. SkoIIaleikur. Hópur unglinga settist í hring á leikvöllinn. Kosinn var svo einn úr flokknum fyrir leikforingja. Hann var svo kallaður Skolli, með- Saltabrauðsleikur. Þessi leikur hefst þannig: Einn úr hópnum stóð upp við þil eða vegg, með höndurnar fyrir and- litinu, og byrjar að telja: einn, tveir og svö áfram ^pp til hundr- aðs, eða kannske meira. Hinir földu sig á meðan. Þegar sá, sem taldi, var búinn að því, kallaði hann upp og sagði “saltabrauð fyrir mig’’ og klappaði lófanum á það, sem hann stóð hjá meðan hann taldi. Svo gekk hann frá þessum stað til að skima eftir þeim, sem höfðu falið sig. Ef hann sá einhvern af þeim, hljóp hann þangað sem hann hafði tal- ið, kallaði upp nafn hans, sló lófanum á blettinn og saltaði brauðið fyrir hann. — Oft varð mikil þröng á þingi í þessum leik. Hver sem betur gat, kom nú hlaup- andi 0g reyndi að salta sitt eigið brauð. Mikill hávaði og kapp kom fram í þessum leik: hlaup, hrindingar, stympingar, hlátrar og köll voru sjálfsagðir förunautar okkar og vottar að þessari hólm- stefnu. * Þá höfum við nú mint þig á helztu barnaleikina okkar. Þó er margt barna gamanið eftir ótalið: Hopp á öðrum fæti, stökk jafnfæt- is, stökk við því að hlaupa til, eins og kallað er, steypa sér kollhnís, sem er bara drengja gaman; skjóta af boga, henda pílu, kasta steini úr slöngu, vega salt, reisa hor- gemling, rífa lepp úr svelli, ganga á stultum: tveimur prikum með hökum á fyrir fæturna— þetta hækkaði okkur upp, svo við gát- um orðið sex feta háir, þegar við vildum. Leikföngin okkar (barnagullin) voru ekki á þessum árum, sem við erum að segja þér frá, keypt í verzlunarbúðum dýrum dómum og með okurverði. Þau sendu held- ur enga ginningargeisla frá sér eða töfraljóma. Sum þeirna voru bara veðurbarin horn og leggir af sauðfé bændanna; önnur voru skeljar af ýmsu tagi, sem sjáv- aröldurnar höfðu lagt frá sér upp í fjöruna um leið og þær gengu þar fram hjá. Þær höfðu skilið þetta eftir handa okkur, enda voru margar af þeim bornar fljótt heim og bætt í hópinn hjá nöfnum sín- um. — Þótt þessi leikföng okkar væru hvorki gylt né grafin, voru þau okkur börnunum dýrmætir fésjóðir. Dag eftir dag frá morgni til kvölds, gátum við leik- ið okkur að þeim. Þau voru það eina, sem við áttum. Og líka það eina, sem æskan skoðar fémætast. Þau voru í meðvitund okkar lif- andi peningur: sauðfé, kýr og hestar, alveg eins arðberandi fyr- ir okkur, eins og fénaður bænd- anna var þeim, þess vegna þurftu þau eftirlit og hirðingu. — Við skiftum þeim í flokka eftir kyni; bygðum hús handa þeim, svo við gætum hýst þau, þegar vondu veðrin komu, sátum hjá þeim í bezta haglendinu á daginn og bældum þau á kvíabólinu á kveld- in. Við reittum gras með hönd- unum, hlóðum því svo í hrúgur við fjárhúsin til vetrarforða. Við smöluðum lambfénu á stekkinn og stíuðum lömbunum frá ánum. En stekkja-óðinn lögðum við til sjálf og jörmuðum fyrir hvoru- tveggju.— öil.þessi leikföng okk- ar nefndum við eftir skepnunum, sem þau voru af: Hrossaleggir voru hestarnir; reiðhestarnir voru stundum litaðir rauðir, svartir og fljótastur; hann var ættaður úr Skagafirði og skírður eftir bæn- um, sem hann var frá og nefndur Hamra-Rauður, eftir gæðingnum mikla hans séra Þorláks Hall- grímssonar, sem eitt sinn hafði verið prestur á Skinnastað í Axar- firði. Rauður okkar gaf nafna sínum ekkert eftir að vekurð eða flýti; teygði sig átján fet á sléttri jörð, en tuttugu og fjögur á ísum. Eitill var brúnn á lit, mesti fjör- gammur og gekk næst þeim rauða. En Skjóni hékk í þeim fyrsta sprettinn, en var ekki eins þolinn og hinir tveir. — Áburðarhesta áttum við marga og góða. Það kom sér nú líka betur, því oft var farið í langferðir. Enginn á- burðarhestanna var líkt því eins sterkur og Grani. Hann var grár á litinn, mesti stólpa gripur og rammur að afli. Aldrei var hann látinn bera léttari klifjar en tvð hundruð pund á hlið, og stundum tvo sykurtoppa í ofanálag á mið- klakknum. Með þessar klifjar fór hann hóftölt frá morgni til kvölds og tók ekki nær sér en það, að hann gaf sér ætíð tíma og ró til að taka góða munnfylli af grasi þar sem loðnastir voru götubakk- arnir. — Oft gekk í mesta stíma- braki og ráðabruggi fyrir okkur, um það hvernig ætti að koma þessum afar þungu klifjum til klakks á Grana. Við höfðum oft látist vera Finnbogi rammi og Grettir Ásmundsson eða Ormur Stórólísson. En þegar átti að láta þessar bagga-völur á Grana, þá treysti enginn sér til þess. Þá mundum við eftir Brandi sterka, átján ára pilt inum, syni ekkjunn- ar á Knútsstöðum í Aðaldal. Hann hafði látið svona þungar klifjar til klakks á áburðarhest bóndans í Baldursheimi við Mývatn, þegar hann var eitthvert sinn staddur á Húsavík, og gert það með annari Vor-hreinsunar TAL HEFIR þú tekið eftir því, að þegar þú hefir sáran blett á þér einhvers staðar þá er alt- af eitthvað að rekast á hann? Hvað 'sem þú gerir, eru jafn- vel smáskeinur þér til mikilla ó- þæginda. Þetta tefur fyrir þér og þú átt bágt með að vinna. Hættan liggur þó aðallega í því, að hættulegir gerlar komast í sárin á hörundinu og vinna þar mikið tjón, nema því að eins að Zam-Buk sé strax viðhaft. Zam- Buk eyðir strax þrautum og er á- reiðanleg vörn gegn hættulegum gerlum. Það má æfinlega reiða sig á, að það græðir fljótlega og gerir það vel . , Nú þegar húshreinsunin liggur fyrir, mátt þú ómögulega vera án hins ágæta Zam-Buk. Zam-Buk er áreiðanlega bezta meðalið við öllum hörundskvill- um svo sem: illkynjuðum sárum, bólum, hringormi, eczema, piles og öðru slíku. Þetta ágæta meðal getur þú fengið hjá lyfsalanum fyrir 50c. öskjuna, eða 3 fyrir $1.25. ZamBuk Co., Toronto, sendir með ánægju gott sýnishorn án endurgajlds, ef óskað er. ina, 0g hafði fá eða engin þeirra heyrt áður en hann las þau upp. Af kvæðinu um Jón Sigurðsson, og fleirum, sem ég tel ágæt, er hann las, sézt glðgt, að í skoðun- um sínum er skáldið frjálsmann- lega hugsandi. Skáldið erna mintist þess, að kvæði sín mundu aldrei á prent koma. Þess vegna hefði hann tekið tækifærið til að lesa nokkur af þeim, meðan hann dveldi á meðal svo stórs hóps íslendinga, sem væru í Winnjpeg. Það getur nú satt verið, að kvæðin verði ekki prentuð. En alt fyrir það, er eg viss um, að sum af þeim munu lifa. Inngangseyri setti hann engan að samkomu sinni, en svo góðan rétt þótti áheyrendum að hann hefði á borð borið, að þeir tóku það upp hjá sjálfum sér, að iaka samskot í salnum. Að loknum lestrinum, risu á- heyrendurnir upp úr sætum sín- um 0g þökkuðu lesturinn með dynjandi lófaklappi og ómældum hlýhug 0g virðingu til hins aldna skálds. S. E. Þá höfum við nú sagt þér frá æskuleikjunum og leikföngunum. En æskan sjálf, þessi ylhýra dag- hendinni. Og nú varð einn úr j rennjng mannsæfinnar, hrein og hópnum strax að Brandi sterka, j ejng 0g dagurinn, er nú og snaraði böggunum upp á Grana j gv0 afar ]angt í burtu, að hún sést með annari hendi. Maður nokk-, ag ejn3 j gjónauka Hugans og ur hafði sagt okkur söguna af | Munans> fr£ náttmálum æfinnar Brandi streka í húminu á kveld- j átt s6larlagsins. skjóttir og nefndir eftir litnum; an að leikurinn varði. Bundið varíþeir voru allir gamm-vakrir gæð-'sem við fundum svo klút eða einhverri druslu fyr- ingar, þó var rauður þeirra lang- voru skíðin okkar. in, áður en ljós voru kveikt. En feður okkar geymdu í fersku minni söguna af Gretti Ásmundssyni, þegar hann bar jólamatinn á bak- inu neðan frá sjó á Reykhólum. En slóð Finnboga ramma höfðu þeir margoft rakið yfir Flateyjar- dalsheiði og skoðað hlóðarsteina hans við Almannakamb. Hálf- gerður stuggur stóð okkur af kröftum Orms, eftir að hann henti hestinum með heyböggunum í hann föður sinn. En nú var bú- ið að láta baggana upp á Grana, og ferðinni heitið yfir Reykja- heiði. Við riðum gæðingunum okkar, en rákum áburðarhestana. Grani tók strax götuna til heið- arinnar, kroppaði í götubakkana smám saman eins og hann var vanur að gera, fékk sér góðan sopa að drekka úr Boðsvatninu, hélt svo upp Krubbana og var eftir litla stund kominn austur í Grísatungu. Það má víst með sanni segja, að hestarnir séu þðrfustu þjónar bændanna, þó hafa þeir aldrei verið eins þarfir og handhægir fyrir þá, eins og þeir voru fyrir barnshugsun okkar. (Gammvakrir skeiðhestar á sumrin, en skautar á veturna), þá var það sem þeir teygðu sig tuttugu og fjögur fet á ísnum. Kúfskeljar voru kýrnar okkar. Þær voru allar sækynjaðar, nema Gullinhyrna; hún var fædd á landi, mestá mjólkuræð, sem lagði saman nytjar og mjólkaði fullan ask handa öllum börnum. Reyð- ur var sægrá á litinn og kollótt, bezta kýr, og svo þæg, að aldrei þurfti að leita að henni. Saman- ber vísuna eftir eitt nútíðar stór- skáldið: “Eg má sitja heima kyr, því nú er Reyður komin heim’’. — Uðuskeljarnar voru geldneyti á ýmsum aldri, en krákuskeljar kálf- ar. Hörpudiskar voru borðáhöld. Hrútshorn voru hrútar, sauða- horn sauðir, ærhorn ær og lamba- horn lömb. — Forystusauðurinn var svartur, allra forystusauða beztur og vitrastur. Aldrei var svo dimm hríð, að hann rataði ekki heim á kveldin; hann setti alt féð í sporaslóð á eftir sér milli fjalls 0g fjöru. Stundum tálguðu fullorðnu piltarnir fyrir okkur ýmsa fugla úr ýsubeini og gerðu það mjög haglega; æður með fjóra unga á bakinu þótti okkur mikil gersemi í fuglahópnum okkar. Fjalir með mastri og segli, eða kubba, hðfðum við fyrir skip, og fleyttum þeim á hverjum polli, Tunnustafir (Meira.) Fyrsti JamesRichar dson & Sons Bankameiut, sem ávaxta peninga. 367 Main Sltreet - WINNIPEG STOCKS AND BOÍiPS Meðlimir Montreal Stock Exchange Víðtæk þekking óg auðfengnar upplýsingar gera oss mögulegt að láta í té nákvæmar upplýsingar viðvíkjandi sölu verðbréfa á hvaða peningamarkaði aem er. Vér erum viljugir að gefa yður allar upplýsingar viðvíkjandi þeim verðbréfum, sem þér hafið, eða hafið í hyggju að kaupa. — Ágætlega vel trygð verðbréf er hægt að kaupa með mánaðar nið- urborgunum, samkvæmt samning- um við oss. Sími 24 831. (Private Branch Exc'hange) Þökk fyrir lesturinn í foreldrahúsum mínum voru fornsögurnar lesnar eins og svo víða á bæjum h^ima, einu sinni á hverjum vetri. Þó all-langt sé nú umliðið, hefi eg sjaldan orð- ið þess var, að lestur hafi skilið eins lifandi myndir eftir í huga mínum. Ekki líki eg áhrifum þeim, er eg varð fyrir, er Sigurður skáld Jóhannsson las up kvæði sín í Goodtemplarahúsinu 20. marz- mánaðar, við áhrifin af því að heyra fornsögurnar lesnar. En að einu leyti, að minsta kosti, rifjuðust þau upp fyrir mér, und- ir lestri hans. íslenzkan á hér í vök að verjast. Alt, eða mest af því, sem við les- um, er á ensku máli. Hugsanirn- ar verða því ærið útlenzkar. í íslenzfkum orðabúningi fara þær oftast illa. Samþandið milli hugs- ana og orða slitnar við það. Verður því íslenzka myndin, sem draga átti oft með lítilli líftóru og ólík myndum þeim, sem brugðið er upp á fornsögunum. ISigurður skáld Jóhannsson hef- ir siglt mörgum betur fyrir þessi sker í kvæðum sínum. í þeim hugsar hann, finnur til og talar, sem íslendingur. Hann er þar heill en ékki hálfur. Lýsingarn- ar í þeim munu því hafa orðið eins lifandi í hugum flestra, er á hann hlýddu og hann var sjálfur, þar sem hann stóð fyrir framan áheyrendurna, áttræður, eik- beinn, bungubrjóstaður, skýrleg- ur og djarfmannlegur. Að þessu leyti mintu kvæði hans mig á á- hrifin af fornsagnalestrinum heima. Að dæma um kvæði hans að öðru leyti, er ekki kostur á hér. Eg hefi ekkert af þeim við hend- Dr. I. W. Myles leyfir sér að tilkynna, að hann sé tekinn að stunda tannlækn- ingar með læknisstofu að W. Somerset Block Ofice sími 26 944. Heim: 63 135 Opið á Þriðjudags, Fimtudags og Laugardags kveldum. frá kl. 7—9. Ymislegt. VIII. útbreiðslufundur Good- Templara 1928. Til þessa fundar var vandað og hepnaðist mjög vel að gera hann uppbyggilegan og skemtielgan. Fundurinn var allvel sóttur. Var skemt með söng 0g hljóðfæra- slætti.. 'Sungu þeir Thor John- son og Árni Stefánsson, sem báð- ir eru söngmenn ágætir. Mr. Gunnlaugur Jóhannsson stýrði fundinum, þakkaði mönn- um fyrir komuna og flutti stutt, en fjörugt erindi. Hann kvað tvær fullorðnar konur standa hjá sér á hápallinum og fór nokkrum orðum um starf þeirra á liðna tímanum og bar þeim vel söguna. Ekki sáum vér konurnar,- en það skildist oss, að hann talaði hér á líkingarmáli og ætti við stúkurn ar Heklu og Skuld. Vér höfðum gaman af ræðu Jóhannsons. Ræðumenn höfðu verið valdir þeir séra Björn B. Jónsson, D.D og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Fyrst talaði Dr. B. B. Jónsson. Kvað (hann svo hafa litið út á liðna tímanum, sem bindindis- menn legðu mesta áherzlu á að sækja fundi og skemta sér þar; en það væri ekki nægilegt, menn yrðu að beita áhrifum sínum út-á- við. Hann sagði, að bindindis- menn hefðu aðgang að tveimur stofnunum, nefnilega: kirkjunni og blöðunum, og menn ættu að skipa sér undir merki kirkjunnar og kref jast þess, að prestar hlyntu að bindindismálum með ýmsu móti. 1 blöðin kvað hann menn eiga að skrifa og þannig útbreiða nauðsyn bindindis í ýmsum mynd- um. Dr. B. B. Jónsson hefir löng- um látið sig bindindismálið miklu skifta og hlynt að því ósleitilega. Hefir hann ritað tvær ritgerðir um málið, sem er það bezta, sem eg hefi séð um það efni. Á hann mjög miklar þakkir skilið fyrir framkomu sína í málinu. Þar næst talaði Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson og benti á, að nú væri málið í höndum stjórnarinnar, og væri ef til vill ver komið en nokkru sinni áður, þar sem nú væru allar “krár” opnar, bæði þar sem mætti löglega selja og ekki selja, og þar að auki með því að gefa málið i hendur stjórnarinn- ari, væri brugðið upp nokkurs konar dýrðarljóma yfir vínsöluna, svo að líklegt væri, að fleiri tæld- U' t til vínnautnar—en ella. Dr. Jóhannesson hefir, síðan hann kom vestur um haf, verið eldheit- ur og fullkomlega einlægur bind- indismaður. Hefir hann unnið manna mest að þessu velferðar- máli, og látið til sín taka í ræðu og riti 1 því efni. Má kalla hann merkisbera bindindismálsins á meðal íslendinga vestan hafs, og mui/ merkið ekki niður falla á meðan hans nýtur við. Bindindismenn völdu vel, þegar þeir vðldu þessa menn, sem ræðu- menn á fundinum. Betri mönnum höfum vér ekki á að skipa. Jóhannes Eiríksson. MALDEN ELEVATOR COMPANY, LIMITED Stjórnaxleyfi og ÁbyrgC. ACalskrifstofa: Grain Exchange, Winnipeg Stocks - Bonds - Mines - Grains Vér höfum skrifstofur í öllum helztu borgum f Vestur-Canada, og einka símasamband viö alla hvelti- og stockmarkaöi og bjóöum þvf viö- skiftavinum vorum hina beztu afgreiöslu. Hveitikaup fyrir aöra eru höndluð með sömu varfœrni og hyggindum, eins og stocks og bonds. Leitlö upplýsinga hjá hvaöa banka sem er. KOMIST í SAMBAND VIÐ RADSMANN VORN Á pEIRRI SKRIFSTOFU, SEM NÆST YÐUR ER. Winnipeg Regina Moose Jaw Swift Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Qull Lake Assiniboia Herbert Weyburn Biggar Indian Head Prince Albert Tofield Edmonton Kerrobert Til að vera viss, skriíið á yðar Bills of lading: “Advise Malden Elevator Company, Limited, Grain Exchange, Winnipeg.” Sérfrœðingar í Námu-Hlutabréfum EIGIÐ SlMAKERFI Samband viO Montreal, Toronto, Chicago, New York, Vancouver og alla aöra merka staði. Stobie Forlong Matthews LIMITED MINING EXCHANGE BLDG., 356 MAIN ST, SOUTH, WINNIPEG. Telephone: 89 326 JiiiimimmmmmimimHiimiMiiimMiiMiiMsmiMimmimiimmMimmiimmiiij: 1 Samlagssölu aðferðin. | Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- E = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega = = laegri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin = = hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að E = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni = 5 ber & brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar = = vörusendingar og vörugæði. = Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru = = fyrgreind þrjú meginatriði trygð. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. | 846 Sherbrooke St. - ; Winuipeg,Ms«itob» = FÍMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMiMMMMimMMMMMMMMMMMMMMMMMIi; KRÁKUNUM SAGT STRIÐ Á HENDUR "Krákur og Magple venöa að hafa sig burt úr Saskatchewan,” segir Saskatchewan stjörnin. pessir fuglar eru þjófar og rœningjar, en gera lítiö gagn. Krákur og Magpies eyöileggja hreiöur og eta egg og unga minni en nytsamari fugla og eru þar að auki skaölegir veiðifuglum um varp- tímann. Peim er kent um hvarf margra söngfugla vorra, sem eru gagnlegir af þvl þeir eyðileggja skorkvikindi. Járnbrautar stjörnardeild, verkamáladeild og iðnaðardeild stjörnar- innar bjööa íbúum Saskatchewan-fýlkis verölaun, sem nema alt frá $1.00 upp I $100. og samtals $2,500 fyrir að keppa um að eyðileggja sem mest af krákum og magpies og eggjum þeirra. Fyrir hvern fugl eru gefin fimm mörk og tvö mörk fyrir hvert egg. Samkepnin endat; 1. sept. og allar skýrslur verða að vera komnar til stjðrnarinnar fyrirf10. sept. 1928. Frekari upplýsingar geta menn fengið hjá Game Branch of THE DEPARTMENT OF RAILWAYS, LABOUR AND INDUSTRIES REGINA HON. GEORGE SPENCE Minister T. M. MOLLOY, Deputy Minister UPPSÖGN Sambandlagasamningsins. í dag,' 24. febr., kom til umræðu í Nd. fyrirspurn sig. Eggerz til rík isstjórnarinnar um uppsögn sam bandlagasamningsins. Var fyr- irspurnin svo hljóðandi “Vill ríkisstjórnin vinna að því, að santbandlaga - samningnum verði sagt upp eins fljótt og lög standa til, og í því sambandi í-í huga eða láta íhuga sem fyrst, á j hvern hátt utanríkismálum vorum verði komið fyrir bæði sem hag- anlegast og tryggilegast, ef vér tökum þau að fullu í vorar hend- ur?” 1 framsöguræðp sinni gat Egg- erz þess, að þótt 12 ár væru eftir af samningnum, væri tími til kom- inn að taka ákvörðun til málsins. Vildi segja samningnum upp. — Kvað sambúðina við Dani á nú- verandi grundvellli okkur skað- lega, sérstaklega hvað snerti sam- eiginlegan ábúðarrétt. Nú væru Danir í undirbúningi að notfæra sér fiskiveiðaréttindin, og það í stórum stíl. — Eins væri peninga- austur dansks stjórnmálaflokks, til stjórnmálastarfsemi hér á landi, sýnilega gerður í þeim til- gangi, að auka dönsku áhrifin. Vildi, að við tækjum utanríkismál- in í okkar hendur. — Tr. Þórhalls- son forsætisráðherra kvað stjórn- ina og Framsóknarflokkinn sam- mála um að segja bæri upp sam- bandslagasamningunum, og kvaðst mundu íhuga sem gaumgæfileg- ast, hvernig utanríkismálum vor- um yrði sem haganlegast og tryggilegast fyrir komið. — M. Guðm. talaði fyrir hönd íhalds- flokksins. Kvað hann einhuga um uppsögn samningsins, og vildi sem iS. E., að við fengjum utan- ríkismálin sem mest í okkar hend- ur. — Héðinn talaði af hálfu jafnaðarmanna. Var einnig með uppsögn samningsins, en vildi jafnframt að við losuðum okkur við konunginn líka. Á dðnsku peningana til Alþýðuflokksins mintist hann ekki. — S. E. Þakkaði fyrir góðar undirtektir, og kvað sér það óskift ánægjuefni, að all- ir flokkar skyldu hér sammála hvað uppsögn samningsins og utanríkismálin snerti.—ísl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.