Lögberg - 12.04.1928, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.04.1928, Blaðsíða 6
BIs. 0. IiöGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRÍL 1928. Ljónið og Músin. Eftir Charles Klein. (Saga sú, Sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, kom fyrst út árið 1906 í New York). “Svo það ert þú, Jeff. Komdu blessaður og sæll, sonur minn. Bíddu rétt augnablik, þangað til eg er búinn með Bagley, þá skal eg sinna þér.” Jefferson fór að skoða bækurnar, meðan faðir hans var að tala við skrifarann. “Nú, nú, Bagley. Flýtið þér yður nú. — Hvað voruð þér að segja?” Hann talaði fljótt og með ákafa. Honum hafði alt af fundist sér liggja lífið á, enda hafði . hann áreiðanlega komið miklu í verk. “Rioe ríkisstjóri kom; hann vill tala við yður.” “Eg vil ekkert eiga við hann. Segið honum það,” kom svarið eins og 'leiftur. “Hverjir fleirií” spurði hann óþolinmóðelga. “Hvar er listinn, sem þér höfðuð?” Bagley tók skrifaðan nafnalista af skrif- borðinu og leit yfir hann. “Abbey hershöfðingi símaði. Hann segir, að þér hafið lofað” “Já, já,” tók Ryder fram í, “en ekki hérna. Niðri í bæ á morgun, einhvem tíma. Hver er næstur?” Skrifarinn rissaði eitthvað við hvert nafn og svo hélt hann áfram: “Það eru einhverjir niðri, sem þegar hafa mælt sér mót við yður.” “Hverjir eru það?” “Það er nefnd stjórnmálamanna og Elli- son leynilögreglumaður frá Washington ” “Hver kom fyrst?” “Elllison kom fyrst.” Þá tala eg fyrst við hann og nefndina á eftir. En látið þessa menn bíða þangað til eg hringi. Nú ætla eg að tala við son minn.” Svo veifaði hann hendinni til skrifarans, sem skildi vel af reynslunni, að nú mátti hann ekkert segja meira. Hann hneigði sig því auð- mjúklega og fór út úr herberginu. Jefferson kom nú til föður síns og rétti honum hendina. “Komdu nú sæll, Jöfferson. Skemtirðu þér vel í ferðalaginu utanlands?” “Já, þakka þér fyrir, ágætllega. Maður fræðist mikið á svona ferðalagi.” Og nú eriu tilbúinn, að byrja að vinna aft- nr? Mér þykir vænt um, að þú ert kominn heim, Jefferson. Eg hefi ósköp mikið að gera núna, en innan fárra daga langar mig til að tala al- varlega við þig um framtíð þín. Þessi drátt- list er nógu góð til að hafa svona í bráðina sér til dægrastyttingar. En \ því er engin fram- tíð, eins og þú hlýtur að sjá, fyrir mann, sem hefir eins stórkostlegt tækifæri eins 0g þú hefir. Hefir þú nokkurn tíma hugsað um það?” Jeffersoi var seinn til svars. Hann vildi ekki styggja föður sinn. Hins vegar gat þetta ekki gengið eins og það hafði gert. Þeir feðg- ar urðu að skilja hvor annan, fyr eða síðar. Því ekki að tala út um þetta nú?” “Mér hefði nú samt þótt vænt um, að mega tala dálítið við þig núna, ef þú hefðir tíma til þess.” Ryder eldri leit á úrið sitt og svo á son sinn, sem var sjáanlega dálítið órólegur og bara tylti sér á stólröðina. Sagði hann síðan brosandi: “Eg skal segja þér alveg eins og er^dreng- ur minn, eg má ekki vera að tala við þig núna, en eg skal gera það samt.” Síðan sagði hann, eins og til að afsaka það, að hann hefði ekki tíma til að tala við hann: “Eg hefi haft ósköp mikið að gera í dag, Jeff. Eg hefi verið að fást við Trans-Continental, Trans-Atlantic, Southern Pacific og Wa.ll Street og Washing- ton. Mér finst allur heimurinn hvíla á herðum mínum. ” “Heimurinn var ekki ætlaður einum herð- um að bera,” sagði Jefferson hæglátlega. Faðir hans horfði á hann, eins og hann vissi ekki, hvaðan á sig stæði veðrið. Hann var því alveg óvanur, að nokkuð væri haft á móti því, sem hann sagði. “Því ekki það?” sagði hann, þegar hann hafði áttað sig á því sem Jefferson sagði. “Þetta gerði JúlíuS Sesar og þetta gerði Napó- leon. En þetta hefir nú ekkert að þýða. Hvað var það, sem þú ætlaðir að segja, drengur minn?” Aðgerðalaus gat hann aldrei verið nokkra stund, svo meðan hann beið eftir því að Jeff- erson svaraði, fór hann að lesa og athuga ein- hver skjöl, sem voru þar á borðinu fyrir fram- an hann. Það síðasta, sem hann sagði, gaf Jefferson ástæðu til að svara eins og hann gerði: “Það er einmitt þetta, sem eg er að hugsa um. Þú gleymir því, að eg er ekkert bam leng- ur. Það er meir en kominn tími til þess, að líta á mig sem fullorðinn mann. ’ * Ryder eldri hallaði sér aftur á bak í stóln- um og skellihló. “Fullorðinn maður, bara tuttugu og átta ára? ósköp eru að heyra þetta. Veiztu það, að maður er ekki búinn að fá fult gripsvit, fyr en hann er f^rtugur?” “Eg vil að þú skiljir, að eg er að talad al- vöru,” svaraði Jefferosn. Það hefði ekki verið rétt að segja um Ryder eldra, að hann væri beinlínis þolinmðður mað- ur. Þótt hann væri glaður á svipinn og segði þá oft ýms gamanyrði, þá fór það fljtt af, sér staklega ef hann' mætti nokkurri mótspyrnu, hve lítil sem hún var. Svo fór líka í þetta sinn og hann sagði með æði mikilli óþolinmæði: “Haltu bara áfram, drengur. Talaðu eins alvaúlega eins og þú vilt, en vertu ekki alt of lengi að koma því ut. Eitt verður þú samt að skilja, og það er, að eg vil engar prédikanir, eða heimspekis tal eða jafnaðarmanna þvaður, ekkert um Tolstoi — hann er stórvitur, en það ert þú ekki. Ekkert um Bernard Shaw — hann er ipeinfyndinn og gamanasamur, en þú ert það ekki. Haltu nú áfram.” Þessi byrjun var nú ekki mjög aðgengileg og Jefferson leið ekki sem bezt. En þrátt fyrir það hugsaði hann að bezt væri að halda áfram, því vel gat verið, að hann fengi ekki betra tæki- færi síðar. “Eg mundi hafa talað við þig fyr, ef þú hefðir gefið mér tækifæri til þess,” sagði hann. “Mér finst oft—” “Gefið þér tækifæri,” tók faðir hans fram í, “getur þú búist við, að eg hafi þolinmæði til að hlusta á þessar vitleysis jafnaðarmanna- hugmyndir, sem þú ert fullur af? Þú spurðir mig einu sinni, hvernig á því stæði, að ríki mað- urinn uppskæri auðfjár fyrir sitt dagsverk, en fátæki maðurinn örbirgð eina fyrir það mikla erfiði, sem hann legði á sig, Eg sagði þér þá, að eg afkastaði meiri vinnu á einum degi, held- ur en sá, sem grefur skurði, gerir alla sína æfi. Að hugsa, er erfiðasta vinnan. En þú verður að hugsa, annars veiztu ekkert. Napæ- leon vissi meira um hernað, heldur en allir aðr- ir hershöfðingjar til samans. Eg veit meira um peninga, heldur en nokkur annar núlifandi maður. jMaðurinn, sem sjálfur veit hvað hann er að gera, er sá, sem kemst áfram. Sá, sem sjálfur þarf að þiggja ráð, getur illa gefið öðr- um ráð. Þess vegna fer eg ekki eftir þínum ráðum. Vertu nú dálítið skynsamur Jeff, og hættu við 'þessa ólukku dráttlist. Komdu aftur til félagsins. Eg skal gera þig að varaforseta, og eg skal kenna þér að græða miljónir.” Jefferson hristi höfuðið. Það var býsna hart, að fþurfa að segja föður sínum, að hann liti svo á, að hans mikli gróði væri ekki vel fenginn. Hann sagði því hæglátlega: “Það getur ekki komið til nokkurra mála, faðir minn. Eg verð að gefa mig við minni vinnu. Eg er jafnvel að hugsa um að fara burtu og ferðast í nokkur ár og sjá heiminn. Það gæti orðið mér að miklu liði.” Ryder eldri horfði á son sinn dálitla stund steinþegjandi; síðan sagði hann: ‘ Wertu ekki þrár, Jefferson minn. Hlust- aðu á mig. Eg þekki heiminn betur en þú ger- ir. Þú mátt ekki fara burtu frá mér. Þú ert eina barnið mitt.” Hann hætti alt í einu að tala, því hann fann að hann réði ekki við tilfinningar sínar í svip- inn. Jefferson svaraði engu, en vpr að fitla við pappírshnífinn, sem lá á skrifborðinu. — Þegar Ryder sá, að orð sín höfðu lítil áhrif á soninn, rann honum í skap 0g hann rak rokna- högg í skrifborðið með hnefanum og sagði: “Þú sérð veikleika minn. Þú veizt, að mig langar til að þú sért hjá mér, 0g nú ertu að færa þér í nyt minn veikleika. Þú ert—” “Nei, eg er ebki að því, faðir minn,” tók Jefferson fram í fyrir honum, “en eg vil fara burtu. Þó eg nú hafi mína eigin verkstofu, og sé nokkurn veginn sjálfstæður, þá vil eg samt fara burtu, þangað sem eg er alveg frjáls; eitthvað þangað, sem eg er ekki alt af umset- inn við hvert fótmál, og þar sem aðrir menn líta á mig sem jafningja sinn. Eg vil ekki vera þar, sem eg er ekkert annað en sonur auðug- asta mannsins í heimi. Eg vil vera listamað- ur og standa á mínum eigin fótum.” “Því lærirðu ekki guðfræði og verður prestur?” sagði Ryder gremjulega. En svo bætti hann við og varð þá blíðlegri á svipinn: “Nei, drengur minn, þú verður hér. Okkar hagsmunir eru sameiginlegir. Alt sem eg á, heyrir þér til einhvern tíma. ” “Nei,” sagði Jefferson, “eg vil heldur fara. Það er betra vegna atvinnu minnar, og það er mér nauðsyn, sv0 eg tapi ekki sjálfs- virðingu minni.” “Farðu þá, blessaður vertu, farðu!” sagði faðir hans og var nú orðinn æfur í skapi. “Eg haga mér eins og asni, að eyða tímanum til að tala við vanþakklátan son.” Hann stóð á fætur og fór að ganga um gólf. “Þú gerir mér rangt til, faðir minn,” sagði Jefferson. “Geri þér rangt trl?” sagði Ryder. “Það er nú helzt að segja! Eg sem hefi safnað handa þér meiri auð, heldur en dæmi eru til að nokkur annar maður hafi eftirskilið börnum sínum, og samt segir þú, að eg geri þér rangt til. ” “Það er satt, við erum ríkir,” sagði Jeffer- s°n með beiskju. “En hvað hefir sú auðlegð kostað ? Þú umgengst ekki almenning og heyr- ir Því ekki, hvernig um okkur er talað. Þú get- ur kannske, með peninga valdi, haldið blöðum og tímaritum dálítið í skefjum, en þú getur ekki ráðið við almenningsálitið. Fólkið hlær, þegar það heyrir minst á Ryder og auð hans— ef það grætur þá ekki. Með öllum þínum auð, getur þú ekki aflað þér virðingar og góðvildar fólksins. Þú reynir stundum að gefa miljónir til almennings þarfa, líkt og þegar beini er kastað í hund, en peningarnir eru ekki þegnir, vegna þess að allir álíta, að þitt fé sé illa feng- l’t'ð ”f ^GSSU Skilur ^U Vel’ hvernig á þig er Ryder hló kuldalega. Hann settist aftur við skrifborðið, horfði á son sinn og sagði “Þú ert enn ungur, Jefferson. Það er veik- leiki æskunnar, að gera sér rellu út af almenn- ingsálitinu. Þegar þú ert orðinn eins gamall ems og eg, þá muntu skilja það, að það er bara eitt 1 þessum heimi, sem er verulega nokkurs um vert, og það eru peningar. Sá sem á pen- mga, hann hefir vald yfir hinum, sem ekki hafa þá, og það er valdið, sem framgjarn maður þráir mest af öllu.” Iíann þagnaði og tók upp bók, sem lá á borð- inu. Það var bókin “The American Octopus.” Hann sneri sér svo aftur að syni sínum og sagði' ‘ ‘ Hérna er bók, sem vakið hefir meira umtal og eftirtekt, heldur en nokkur önnur bók nú lengi. En hvers vegna? Yegna þess, að þar er ráðist á mig, rrkasta manninn í heimi. Þessi bók lýsir mér eins og einhverri ófreskju, til- finningalausum þorpara, sem hugsi ekki um neitt nema raka saman fé með réttu eða röngu. Hér segir, að valdafíkn mín sé svo óskapleg, að eg svífist jafnvel ekki að fremja glæpi til að ná í völd og halda þeim. Þetta er nú myndin, sem dregii} er af föður þínum.” .Tefferson þagði. Honum datt í hug, að ef til vildi grunaði föður sinn, hver væri höf- undur bókarinnar, og væri nú að komast að því að segja eitthvað um það. Ryder eldri hélt áfram: “Þetta gerir mér ekkert. Því verri sem þeir eru, 'þessir skriffinnar, því meira gaman er að þeim. Mér gera þeir ekki meira mein, heldur en flugan gerir uxanum, þegar hún sezt á horn- ið á honum. Eg ey eins og kringumstæðurnar hafa gert mig. Fyrir fjörutíu árum var eg bara fátækur skrifari. Þá byrjaði eg að vinna fyrir sjálfan mig. Eg hafði að eins eitt tak- mark, eina hugsjón, þá, að láta fyrirtæki mitt hepnast og verða ríkur. Eg var heppinn og eg græddi töluvert. Eg sá fljótt, að eg gat grætt meira, með því að útiloka keppinauta mína, sem voru að framleiða olíu og verzla með hana. Járnbrautin gaf mér líka miklar tekjur. Allir voru hálf-vitlausir eftir peningum. Ákafleg gróða-alda gekk yfir landið, og eg barst áfram með henni. Auðurinn streymdi að mér og eg ■komst fram úr öllum öðrum gróðamönnum. Eg byrjaði á nýjum og nýjum fyrirtækjum, og alt hepnaðist mér vel og auðlegð mín fór sívax- andi, og nú stendur allur heimurinn undrandi yfir henni. Hvað gef eg um virðingu manna, sem eg sjálfur ræð yfir, af því þeir skríða að fótum peningavaldsins. Veiztu það, drengur, að eg ræð yfir svo að segja öllum helztu at- vinnuvegum þjóðarinnar? Það er ekki þing- maður kosinn, án míns vilja, 0g ekki dómari skipaður, og enginn gæti verið kosinn forseti, nema með mínu samþykki. Það er eiginlega eg, sem stjórna Bandaríkjunum, en ekki hin svo kallaðal stjórn í Washington. Hún er eins og leikfang í höndum mínum, og frá þessu her- bergi útganga mínar fyrirskipanir. Alt þetta vald lendir einhvern tíma í þínum höndum, drengur minn, en áður en þú tekur við því, verður þú að skilja, hvernig þú átt með það að fara.” sagði Jefferson einbeittlega. “Mér skilst, „ þú talir eins og maður, sem er föðurlandin' ótrúr. Eg gat ekki ímyndað mér, að nokku Bandaríkja borgari talaði svona. ” Hann benl á myndina af George Washington. Ryder eldri hló. Hann gat ekki að því gerl að sonur hans hafði þessar jafnaðar-hugmynd ir. Það var ekki til neins að reiðast. Han sagði því glaðlega: _ Jæja, Jeff, við skulum tala um þett seina, þegar þú ert buinn að taka vísdómstenn urnar. Enn veiztu ekki hvgð þú vilt. En þi sagðir, að eg hefði gert þér rangt til. Hver vegna geri eg þér rangt, þó eg elski valdið?” “Vegna þess,” svaraði Jefferson, “að þ beitir valdinu við fjölskyMu þína, alveg eins o þú beitir því við félaga þína. — Þú hugsar o ræður fyrir alla á heimilinu, alveg eins og þ hugsar og ræður fyrir alla aðra, sem þú liefi nokkuð saman við að sælda. Þú ert það af sem öllu verður að ráða. Þú hefir tekið fr mér þau réttindi, sem eg átti að hafa, að hugs fyrir mig sjálfur. Alt af síðan eg varð nóg gamall til að hugsa, hefir þú hugsað fyrir mi: Síðan eg varð nógu gamall til að vilja og hafn; hefir þú jafnan valið og hafnað fyrir mig Þ hefir kosið Kute Roberts til að verða konun rnma^ Það er eitt af því, sem eg ætlaði að tal við þig um. Það getur ekkert orðið úr þi hjónabandi.” Rvder eldri stökk á fætur. Honum fans að hann hefði hlustað á son 'sinn með mikil þohnmæði, en nú var honum meir en nóg boði< þegar sonur hans alt í einu lét hann vita, a ekkert gæti orðið af þessu hjónabandi, sei baðar fjolskyldurnar hefðu talið eins og sjál! sagt, 0g gert sér svo miklar vonir um, og sei þar að auki var Ryder til mikilla hagsmunf Iíann gekk fast að Jefferson, horfði beint hann og sagði mjög alvarlega: , “Svona ætlar þú þá að fara að ráði þínu Þú ætlar að ganga a bak orða þinna, drag stúlkuna á tálar, alt til þess að skaprauna föðu þínum. ’ ’ “Eg hefi aldrei gefið mitt samþykki til þessa ráðahags,” sagði Jefferson. “Kate hef- ir heldur ekki litið svo á, að við værum trúlof- uð. Þú getur ekki búist við því af mér, að eg giftist stúlku, sem eg sjálfur vil ekki eiga. Ekki heldur væri það rétt gagnvart henni.” “En hefir þú nokkurn tíma hugsað um það eitt augnablik, hvað er rétt gagnvart mér?” sagði faðir hans með þrumurödd. Skapið varð svo æst, að hann náfölnaði í andliti og það var eins og eldur brynni úr aug- unum og hárin sýndust næstum rísa á höfði hans. Hann gekk afar hratt um gólfið, fram og aftur nokkra stund, en staðnæmdist síðan frammi fyrir Jefferson, sem ekki hafði hreyft sig, og sagði nokkurn veginn stillilega: “Gættu nú skynsemi jiinnar, Jefferson. Eg krefst þess ekld, að hugsa fyrir þig, eða velja fyrir þig, eða ráða giftingu þinni. Eg lét þig afskiftalausan, þegar þú yfirgafst félagið og fórst að fást við þessa dráttlist. Eg skildi vel, að þér fanst staðan erfið og mikil ábyrgð hvíla á hér, svo eg gaf þér alveg lausan tauminn. En eg veit miklu betur en þú, hvað þér er fyrir beztu. Þér er óhætt að trúa því. Þessi gift- BLUE RIBBON BAKING rOWDER Nœst þegar þér kaup- ið bökunarduft nefnið þá“Blue Ribbon“ og notið það svo þegar þér, bakið nœst. Þér þurf- ið ekki að óttastafleið- ingarnar. REYNIÐ ÞAÐ. Sendið 25c til Blue Ribbon, Ltd., Win- nipeg og fáiö Blue Ribbon Cook Book, i ágætu bandi,—bezta matreiðslubök- ln, sem hugsast getur fyrir helmiU Vesturlandsins. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limlteci Offíce: 6th Floor 3ank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDl ALVEG FYRIHTAK Þeir íslendingar, er i hyggju hafa aö flytja búferlum til Canada. hvort heldur er heiman af tslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. ing hefir mikla þýðingu fyrir mína hagsmuni og þína hagsmuni. Þú mátt ekki vera alt of þrá.lyndur. Faðir stúlkunnar hefir afar mik- ið að segja í öldungadeildinni og hann mundi aldrei fyrirgefa þessi vonbrigði. Þetta er herfilegasta vitleysa alt saman. Þér féll stúlk- an vel einu sinni og eg var alveg viss um—” Hann hætti alt í einu, og mátti nokkurn veginn sjá á andlitinu, að nú hefði honum dott- ið eitthvað nýtt í hug. “Það er ekki þessi Rossmore stúlka, sem þú ert að hugsa þig um, eða er það?” Hann varð sótsvartur í andliti og beit saman tönnunum. “Eg sagði þér einu sinni, hvað eg hugsaði um hana. Ef eg héldi, að dóttir Rossmores dómara ætti hér hlut að máli! — Já, þú veizt hvað yfir honum vofir?” Jefferson hélt að það yrði ekki seinna vænna að uppfylla loforð sitt við Shirley og tala um þetta mál við föður sinn. Svo eftir litla um- hugsun sagði hann: “Mér er vel kunnugt um þessar kærur, sem búnar hafa verið til gegn honum. Eg þarf ekki að taka það fram, að eg legg engan trúnað á þær. Meira að segja er eg viss um, að hér er um hreint og beint samsæri að ræða gegn hon- nm, og eg ætla að komast að því, hverjir það eru, sem hér eiga hlut að máli. Eg kom hingað til að biðja þig um þína hjálp. Viltu hjálpa mér?” Ryder varð svo mikið um þetta, að hann kom upp engu orði dálitla stund. En þegar hann hafði áttað sig dálítið, barði hann svo fast í borðið með hnefanum, að alt lék á reiði- skjálfi, og hann sagði með þrumurödd: “Fari hann norður og niður! Hann befir alt af verið mér andstæður, og nú hefir dóttir hans lagt snörur fyrir son minn og náð honum á sitt vald. Svo það er hún, sem þú vilt fá? Eg get vitaskuld ekki látið þig giftast stúlku, sem þú vilt ekki eiga. En eg get komið í veg fyrir, að þú giftist stúlku, sem á föður, er glat- að hefir heiðri sínum og er að verða uppvís að svívirðilegu framferði í embættisfærslu sinni, og það veit hamingjan, að eg skal gera það.” “Vesalings gamli Rossmore,” sagði Jeff- erosn. “Ef allar gerðir fjármálamannanna væru dregnar fram í dagsljósið, þá mundi verða heldur lítið úr mannorði sumra þeirra. Mund- ir þú sjálfur ekki þola það beldur illa?” Ryder eldri stóð á fætur. Hann steytti hnef- ana og gekk fast að syni sínum og hann varð að taka á því, sem hann hafði til, til að halda sér frá því að leggja bendur á son sinn. “Það væri til l'ítils, að gera þig arflausan. Svei mér ef eg held ekki, að þér þætti vænt um það!” Svo náði hann sér aftur og mælti með meiri stillingu: “Lofaðu mér því upp á þína æru og trú, að fara ekki burtu og giftast 'þessari stúlku án minnar vitundar. Eg fæst ekki um það, þó þú verðir ástfanginn, en þú verður að gæta skyn- semi þinnar fyrir því. Gef mér hönd þína upp á þetta.” Jefferson rétti honum höndina. “Ef eg héldi, að þú giftist þessari stúlku án minnar vitundar, þá mundi eg láta senda Ross- more burtu úr landinu og stúlkuna líka. Gættu þess, drengur minn, að Rossmore er óvinur minn og eg sýni óvinum mínum enga miskunn. Það eru ýmsar ástæður fyrir þv'í, að þú mátt ekki giftast Miss Rossmore. Ef hún sjálf þekti eina þeirra, þá mundi henni ekki detta í hug að giftast þér. ” “Hvaða ástæður eru það?” sagði Jefferson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.