Lögberg - 12.04.1928, Blaðsíða 8
Bls. 8.
LöGBERG, FIMTUDAGINN I2. APRÍL 192S
Jimmy, Mary og Robert eru
að borða brauð búið til úr
Robín Hood
FI/OUR
ABYGGILEG PENINGA TRYGG ING í HVERJUM POKA
Úr bænum.
Séra Valdimar J. Eylands hefir
borist köllun frá fjórum norskum
lúterskum söfnuðum í Makoti,
Norður Ðakota, skamt frá Minot.
Óráðið mun það vera, hvort hann
tekur þessari köllun.
Jón Ágúst Thorkelsson, frá
Nes, Man., og Jónína Lárusson.
frá Gimli, voru gefin saman í
hjónaband af séra Birni B. Jóns-
syni 3. þ.m.
Eiríkur Sólberg Sigurðsson frá
Hnausa 0g Guðrún Elizabet Stef-
ánsson, frá Árborg, voru gefin
saman í hjónaband 5. þ.m. að 774
Victor St. Séra Björn B. Jónsson
gifti.
J. E. Sigurjónsson skólastjóri
frá Kenville, Man., var staddur í
bænum um helgina í heimsókn til
foreldra sinna að Beverley stræti.
Til Argyle fór hann á miðviku-
daginn að heilsa upp á frændur og
vini þar, og heldur svo áleiðis til
Kenville fyrir næstu helgi.
Manitoba Prohibition Alliance
heldur ársþing sitt í St. Stephens
Broadway Chuhch, Kennedy og
Broadway, í dag, fimtudag, kl. 10
árdegis. Dr. Bailey flytur ræðu
að kveldinu, um vísindaleg áhrif
áfengis á mannlegan líkama.
Opinn fundur Goodtemplara,
miðvikudag 18. apríl, kl. 8.30, í
efri salnum. Valið söng prógram
og margbreytt. Tveir ágætir
ræðumenn. Alt ókeypis. — Komið
allir, allir! J. E.
Mr. Gísli Sigmundsson, kaup-
maður að Hnausa, Man., var
staddur í borginni fyrri part vik-
unnar sem leið.
Mr. Jón B. Snæfeld frá Hnausa,
Man., kom til borgarinnar snögga
f rð í síðustu viku.
Athygli skal hér með dregin,
að auglýsingunni, sem nú birtist
hér í blaðinu frá Mr. Edwin G.
Baldwinson lögmanni. Hefir hann
lögmannsskrifstofu sína að 905
í Confederation byggingunni.
Mr. Frank Ferdrickson, íþrótta-
maðurinn góðkunni, og kona hans
og börn, komu til borgarinnar á
þriðjudagsmorguninn, sunnan frá
Bandaríkjum, þar sem þau hafa
verið í vetur.
í sambandi við umræður, sem
spunnist hafa út af svari heim-
fararnefndarinnar til Dr. Brand-
sonar birtist skýring í næstu
blöðum.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Guðlaugur Sigurðsson frá Lund-
ar, Man., var staddur í borginni
um helgina.
Eg vil geta þess, í sambandi við
fyrirhugaða kenslu Mr. Emile
Walters, sem sagt hefir verið frá
í blöðunum að fram munf fara á
Gimli næsta sumar, að nefndinni,
sem stendur fyrir undirbúningi
málsins, hefir borist tilboð frá
einu heimili, sem kveðst geta tek-
ið á móti alt að tólf nemendum og
veitt þeim húsnæði og fæði fyrir
$1.00 á dag.
Þeir, sem kynnu að vilja sinna
þessu, geri svo vel að snúa sér
til Dr. A. Blöndal, 806 Victor St.,
Winnipeg.
Ragnar E. Kvaran.
HEIMILI og FÆÐI
fæst hjá
MRS. R. S. BLÖNDAL
619 Victor Street
Rétt hjá Sargent. Sími 22 588
Mjög vandaða og skemtilega
samkomu ætlar kvenfélag Fyrsta
lúterska safnaðar í Winnipeg að
halda í kirkju safnaðarins á sum-
ardaginn fyrsta, 19. apríl. Hef-
ir félagið í mörg ár, eins og kunn-
ugt er, haft þann sið, að gangast
fyrir slíkum gleðimótum og fagna
þannig sumri að gömlum og góð-
um íslenzkum sið. Þess má geta,
að á þessari samkomu verður í
fyrsta sinni leikið nýtt strengja-
kvartette í B moll, eftir Jón Frið-
finnsson, og er lagið tileinkað
Thorsteini Johnston og verður
leikið af hans hljóðgæraflokk. —
Skemtiskrána er að finna á öðrum
stað í- blaðinu.
Blaðið Grand Forks Herald frá
2. marz s.L, lætur þess getið, að
ungfrú Thórstína Jackson, hafi
flutt við háskólann þar í bænum,
áhrifamikið og fræðandi erindi um
ísland og íslenzku þjóðina. Hafi
hún jafnframt, fyrirlestrinum til
skýringar, sýnt margar fargar
myndir af landinu, staðháttum
og atvinnuvegum þjóðarinnar.
Hefðu ummæli ungfrúarinnar um
landnám íslands, stofnun alþing-
is á Þingvöllum 930, sem og um
þúsund ára ^hátíðina 1930, vakið
sérstakan fögnuð meðal áheyr-
enda. — Geta má þess, að téð
blað dregur sérstaka athygli að
þeim um'mælum fyrirlesarans, að
eigi sé kaldara í norðlægustu hér-
uðum íslands, en þá er kaldast
sé í Chicago. — Var yfirleitt gerð-
ur hinn bezti rómur að fyrirlestr-
inum.
Sunnudagsmorguninn 1. þ. m.
varð bráðkvaddur að heimili sínu,
12 Norfolk Ave., St. Vital, Willi-
am Studlow-Sawyer, 68 ára að
aldri. Hann var af enskum ætt-
um, en kvæntur íslenzkri konu,
Kristínu Johnston. Þau hjónin
eignuðust tvö börn, dreng og
stúlku. Stúlkan, Alice May, dó
fyrir tveim árum, en drengurinn,
William, er hjá móður sinni. —
Mr. Sawyer kom til Vestur-
Canada árið 1882. Hann tók þátt
í Suður-Afríku stríðinu rétt fyrir
aldamótin, og gat sér góðan orð-
stír fyrir dugnað og hreysti. —
Síðustu tólf ár æfinnar vann hann
sem gjaldkeri á landaskrifstofu
Hudsons Bay félagsins í Winni-
peg. Hinn látni var mest prúð-
menni, vinsæll og vel látinn af
öllum, sem hann þektu.
Hr. Jón Runólfsson skáld var
staddur í borginni um helgina.
Hefir verið í Nýja íslandi síðan
fyrir jól í vetur.
Mrs. J. P. Duncan frá Antler,
Sask., hefir verið stödd i borg-
inni undanfarna daga.
i-----j---
Gefið að Betel í marz.
Mrs. E. Egilsson, Gimli .... $2.00
Sigurður Goodman, Wpg ... 10.00
Úr Blómsveigasjóði kvenfélags
Frelsissafn., gefið í minningu
Árna Sveinssonar, er andaðist þ.
7. marz s.l., og ekkjan óskar að
gefið sé til Betel ...... $41.50
Innilega þakkað,
J. Jóhannesson, féh.,
675 McDermot ave. Wpg.
Krákur og Magpies eiga ekkert
friðland í Saskatchewan í sumar.
Stjórnin telur þessa fugla þjófa
og ræningja og gerir þá útlæga úr
sínu ríki 0g Ieggur fé til höfuðs
þeim, ætlar að verja til þess
$2,500. Þeir sem keppa um verð-
laun fyrir að eyðileggja þessa
fugla, verða að hafa fæturna af
þeim eða eggin þeirra til sann-
indamerkis. Má framvísa þeim
hjá Game Branch, friðdómurum,
eða sveitaskrifurum eða skóla-
kennurum, sem láta af hendi vott-
orð þessu viðvíkjandi. Lesið aug-
lýsingu um þetta efni á öðrum.
stað í blaðinu.
Mr. Jón Stefánsson frá Steep
Rock, Man., er staddur í borginni
um þessar mundir. Sagði hann
fátt í fréttum annað en það, að
mikið væri unnið að undirbúningi
með samlagssölu á fiski, og að
Mr. Paul Reykdal beitti sér mik-
ið fyrir framkvæmdir í málinu.
íslendingar! Hafið það hugfast,
að ungmenna samsöngur Brynj-
ólfs Þorlákssonar fer fram í
Fyrstu lút. kirkju, mánudags-
kveldið hinn 23. þessa mánaðar.
Skorað er á fóllT að tryggja sér
aðgöngumiða sem allra fyrst.
ÍSLANDSBRÉF.
Heiðraði ritstj. Lögbergs.
Með því eg svo lengi hefi notið
þeirrar ánægju, að vera sent
heiðráð blað yðar, “Lögberg”, má
varla minna vera, en að eg láti
yður vita, að mér er mikil þægð í
því, og vil því hér með tjá yður
þakkir mínar fyrlr. Eg og fólk
mitt höfum ánægju af að lesa það
og fáum með því tækifæri til þess
að fylgjast betur með lífi og mál-
efnum landa vestur þar, en ann-
ars væri kostur, og ættum við,
allir íslendingar, að láta okkur
annar um það, en við alment
gjörum, því svo andar oft hlýtt
til okkar og svo oft og drengi-
lega hafa Vestur-ísl. hlaupið und-
ir bagga með og stutt okkur, er
m;kils verð mál hafa verið á dðf-
inni og þegar annarar hjálpar
hefir verið þörf.
Eitt ljósasta og fegursta dæmi
þess, hvernig gamlir landar þar
vestra hugsa til fóstrunnar í austr-
inu, þó að þeir ekki hafi séð hana
síðan þeir fluttu héðan á barns-
aldri fyrir mörgum áratugum, er
hin stórfagra og göfuga tillaga
gamla veiðim. Björns Magnússon-
ar, sem hann nýlega kom með í
blaði yðar, því hvað getur verið j
fegurri hugsjón en það, að vilja j
klæða landið skógi á ný og auðga i
það að svo nytsömum dýrum sem j
eg er sannfærður um að sauðnaut
mundu reynast hér.
Eg er viss um, að margir hér
heima hafa orðið hrifnir af þeirri j
göfugu hugsjón hans, og má ekki
minna vera, en að hann yrði þess
var, að tekið hafi verið eftir
þeirri tillögu hans hér heima.
Eg hefi sjálfur lengi haft áhuga
fyrir því, að þessi dýrategund j
yrði flutt hér inn, enda reynt að j
fá alþingismenn til að flytja |
frumvarp á þingi um að svo yrði j
gjört, en árangur af því engínn
orðið, og verður varla fyrst um
sinn, en um hitt, með trjáræktina,
höfum við haft nokkra viðleitni,
þó lítill sé árangurinn enn sem
komið er, enda viðleitnin verið i
smáum stíl, eins og með annað
hjá oss.
Þá gleður það okkur, að sjá í
vestanblöðunum, hve mikill er á-
hugi landa þar vestra með að fjöl-
menna á þúsund ára hátíð alþing-
is 1930, og ætti það að verða báð-
um þjóðarbrotunum til gagns og
gleði og vonast því margir hér til
þess, að sjá eitthvað af ættingj-
um sínum, sem þeir annars aldrei
munu sjá, og þar á meðal er eg
einn. Með alúðarkveðju,
Ellert K. Schram.
WONDERLAND.
Leikurinn, “The Crystal Cup”,
sem sýndur er á Wonderland leik-
j húsinu, er skemtilegur og eftir-
I tektaverður ástaleikur, og heldur
I ímyndunaraflinu vakandi allan
leikinn út. Margir ágætir leik-
endur taka þátt í leiknum, svo sem
Dorothy Mackaill og Jack Mul-
hall, Rockcliffe F'illawes, Jane
Winton, Edythe Chapman og Clar-
issa Selwynne 0. fl.
Kveðjusamsæti í Árborg.
Það fór fram í hinu fallega og
rúmgóða húsi læknishjónanna,
Dr. og Mrs. S. E. Björnson, þ. 25.
f. m. Byrjaði um kl. 9 e. h.
Fólkið, sem verið var að kveðja,
voru þau Mr. og Mrs. Carl Jónas-
son og Hugrún Kristín dóttir
þeirra, þrettán ára gömul. Voru
þau á förum til Winnipeg og
lögðu af stað tveim dögum síðar.
Samsætið, var æði \fjölment.
Fjöldi af fólki viðstatt úr bænum
og nokkuð lengra að. Heiðurs-,
gjafir voru þeim hjónum gefnar,
vönduð og dýr stundaklukka og
peningabudda vönduð (Jhandbag),
er frúnni var sérstaklega gefin,
auk nokkúrrar fjárupphæðar, sem
eg vissi ekki hve mikil var, er
ganga skyldi til að kaupa hentuga
gjöf handa dóttur þeirra hjóna.
Samsætið fór fram með ræðu-
höldum, söng og ágætum veit-
ingum. Fjrrst töluðu þau Mrs. S.
E. Björnson, kona Dr. Björnsons,
og séra Jóhann, er höfðu það sér-
staka hlutverk, að afhenda heið-
ursgjafirnar. Þá töluðu næst I.
Ingaldson þingmaður, Valdimar
Jóhannesson, Mrs. E. L. Johnson,
Lárus Guðmundsson, Mrs. Guðm.
Jóhannesson, Miss Gerða Christo-
phersson og Carl Jónasson, er
þakkaði fyrir hönd þeirra hjóna
og dóttur þeirra, þá sæmd og þann
vinarhug, er samsætið gæfi til
kynna. Á milli ræðanna, er flest-
ar voru, eins og við á, fremur
stuttar, voru sungnir íslenzkir
úrvalssöngvar, er fjöldi veizlu-
gesta tók þátt í 0g gjörði skil hin
beztu. Á píanó, með söngvunum,
lék kornung listfeng stúlka, Miss
Snjólaug Sigurðsson, dóttir þeirra
hjóna Mr. og Mrs. Sigurj. Sig-
urðssonar.
Þau Mr. 0g Mrs. Carl Jónasson
eru úr Þingeyjarsýslu. Komu a§
heiman árið 1913, þá nýgift, og
hafa að mestu síðan átt heima í
Árborg, þar sem þau áttu prýði-
legt heimili. Carl er þjóðhaga-
smiður og eftir því röskur við
iðn sína. Hefir hann bygt fjölda
húsa í bæ og bygðum hér norður
frá og jafnan verið yfirsmiður.—
Mrs. Jónasson er að sínu leyti
engu síður listfeng við kvenlegar
hannyrðir. Hafa þau hjón tekið
drjúgan þátt í félagslífi bæjarins
og notið almennra vinsælda. Dótt-
ir þeirra, Hugrún Kristín, þó ung
sé, hefir og verið mjög vinsæl,
hjá yngri 0g eldri í bænum. Þyk-
ir burtför þeirra sízt hagur fyrir
bæ eða bygð, þó gleðskapur og
góður mannfagnaður ríkti í sam-
sætinu. — Munu allir hér óska
þeim Mr. og Mrs. Jónasson og
dóttur þeirra mikils og góðs geng-
is í hinu nýja og stærra heim-
kynni, höfuðborg fylkisins, þar
sem þau búast við að dvelja fram-
vegis. — Heimili þeirra verður
fyrst um sinn að 703 Victor St.
f —ijFréttar. Lögb.).
HEMSS5EKSKEM3KEHEMED53K!S!aaM3KSK!SMSKlEHSME!}!lSKEM53KSMSKiEKlSM |
| Sumarmálasamkoma !
H
Undir umsjón
KVENFÉLAGS fyrsta lút. safnaðar
| Fimtudaginn 19. Apríl, 1928 i
M
Prógram:
u
s Samsöngur—Nokkrar stúlkur. |
| Einsöngur ....................... .Mrs. S. K. Hall 'Í
y Recitation ......................Miss R.,Thorgeirsson y
m String Quartette in B Minor
|a Vögguljóð eftir Jón Friðfinnsson ..
.....|....Hljóðfæraflokkur Th. Johnston ^
p Ræða....................................W. J. Lindal *
| Einsöngur—Ukrainian Folk Songs........Rev. Katsunoff &
a Samsöngur—Nokkrar stúlkur. 7
s Einsöngur ...........................Mrs. S. K. Hall g |
§2 Duet ................ Mrs. B. H. Olson og Paul Bardal ^
M Ballad—Popini .....i ...*.. .Hljóðfæraflokkur Th. Johnston h
Byrjar kl. 7.15 Veitingar Inngangur 35C
HSMEHSKZKSKSHSKISKSKSKEKSKSMSKEKSKSKEKSKSKEKEKSKSKSKSK
RO S 171
Theatre-E*
Fimtud. Föstud. Laugard.
Byrjar kl. 1 e. h.
S0RRELL & S0N
Sagan, sem gagntók hug og
hjörtu miljónanna, sýnd í
myndum sem einn af hinum
mestu ástarleikjum er rit-
aðir hafa verið.
Leikin af frægustu lista^
mönnum og konum er nokk-
ur mynd hefir að bjóða.
Mánud. Þriðjud. Miðv.d.
(næstu viku)
Heimsins mesta kvikmynd
WHAT PRICE
GLORY
Mynd sem þú munt aldrei
gleyma.
Til Hallgrímskirkju.
Jóhann Sigfússon, Selkirk $2.00
Áheit til Hallgrímskirkju,
sent af Mrs. Harvey,
Vancouver, B.C............ 2.00
Mrs. G. Thomas, Winnip......2.00
Thomas Guðmundss., Wpg.... 3.00
Ónefnd, Winnipeg........... 0.50
Kvenfél. “Tilraun”, Hayland,
Man................... 10.00
Ingibj. Thordarsön, Selkirk 5.00
Lestrarfél. “ísalnd’, Baldur 5.00
Áður auglýst............ $261.85
Alls nú ...... $291.35
E. P. J.
Takið eftir!
íslendingum og öðru fólki hefir
ætíð þótt mikið til koma þegar St.
Skuld, I.O.G.T. hefir haft sína ár-
legu Tombólu og Dans. Þar hefir
fólkið fengið þá beztu kjördrætti,
sem það hefir glaðst svo mjög af.
Eina slíka tombólu er stúkan að
undirbúa nú, sem á að verða 7.
maí næstkomandi. Nefndin hafði
ætlað að hafa þessa tombólu þann
24. þ. m., en sökum þess að aðrar
samkomur voru svo mjög náið þeim
degi, afréð nefndin að færa tom-
bóluna til þess 7. maí eins og að
ofan er skýrt, svo hún væri ekki
fyrir öðrum félögum, sem voru með
sínar samkomur á þeim tímamótum.
Meira um þetta i næstu blöðum.
Nefndin.
Úr bréfi
frá Bolungavrík, 8. febr. 1928:
“Hér í landi eru erjur í trú-
málum og stjórnmálum, en eg
held mig þar utan við, og vil gera
meðan eg get Hingað til auð
jörð, engin frost, og aflast vel er
gefur.
“óstjórn í landi og kviksyndi 1
fjármálum. Skattar drepandi, og
margir hér í niðurlægingu. — Eg
bið fyrir íslandi 1930.”
THE
WONDERLAND
THEATRE
Sargent and Sherbrooke
Fimtud. Föstud. Laugard.
(Þessa viku)
For the Love of
Mike
Leik. af George Sidney, Ford
Sterling og Ben Dyson„
Max Davidsons gamanleika-
félagið í
FLAMING FATHERS
Hawk of the Hills 7. kafli
Dyrnar opnast kl. 1 á laug-
a^dag e. h.
Mánud. Þriðjud. Miðv.d.
(næstu viku)
Comedy Smiths Cousins
Hafið auga á
Cohens and Kellys in Paris
ÞAÐ VAR
9LLDREI
HÆGRA
að eignast góðan kæli-
skáp og • njóta þeirra
þæginda og heilsubót-
ar, er hann veitir. Velj-
ið þann skápinn, er yð-
ur líkar bezt. Reynið
hann í 10 daga með ís,
er vér leggjum til frítt,
og kauoið hann svo
með hægum borgunar-
skilmálum. 10, mánuð-
i rtil að borga.
ARCTICj
ICEsFUEL C0.LTD,.
439 P0RTACE AVE.
Oppos/te Hudsons Bay<
PHONE
42321
P Ábyggilegir hænu-ungar.
Hænsnl, sem verpa að
vetrarlagi. • Varphænur
úrvalstegundir, vel vald-
ar og lausar við Wh.
Diarrhea og T.B. öll
eggin gefa lifandi unga.
Afsiattur á stærri pönt-
unum, sem koma fljótt. Útungunar-
vélar og úrvals hænsnafóður. ö-
keypis skrá. Meðlimir International
Baby Chick Ass'n. Auglýsingar á-
byggilegar, ráðvendni í viðskiftum.
Reliable Bird Co., 405% Portage. Wp.
ÞAKKARÁVARP.
Við undirrituð vottum hér með
okkar hjartfólgnustu þakkir þeim
hinum mörgu vinum og nágrönn-
um, sem svo drengilega og vel
hafa komið okkur til hjálpar síðan
við urðum fyrir því óhappi í jan-
uar síðastl., að heimili okkar
brann. En það er ekki að eins
verðmæti gjafanna og hjálpsem-
innar,þó það hafi yerið mikið, sem
við þökkum, heldur líka og eigi
síður þann hug, sem því hefir
fylgt. Við höfum fundið til þess,
að alt hefir verið gert af þim fús-
leik og þeim nærgætna vinarhug,
sem aldrei mun okkur gleymast.
Svo margir eiga hlut að máli, að
ekki tjáir að tilgreina nöfn, en
þeim öllum vildum við tjá, að við
metum, þökkum og gleymum ekki
því, sem fyrir okkur hefir verið
gert. Góður guð endurgjaldi öll
þessi kærleiksverk.
Cypress River, Man.,
31. Marz 1928.
Th. Hallgrímsson.
Valgerður Hallgrímsson.
Baby ChicKs
200 EGGJA HÆNUR
gefa 12 sinnum meiri peninga en
100-eggja hænur. Kaupið þér ódýr-
ustu hænsni eða þau beztu?. Hæn-
ur af yorum úrv. tegundum skara
fram úr öllum varphænum í Bran-
don, þar sem þær voru reyndar.
56 reyndar og stjórnar viðurkend-
ar R.O.P. leggja til eggin fyri’r
51.000 raforku útungunarvélar.
Allar tegundir góðar varphænur.
Stj. viðk. Barred Rock 50c $1.00
Wyand, Leghorn $8.25 $15.50 $30
Úrvals Manitoba varphænur.
Bar’d Rocks sérst. $6 $11.75 $23
S. C. White Legh. $5.50 $10.75 $21
Wyand. .R S. Reds $6.25 $12.25 $24
Minorcas Orpingt. $6.25 $12.25 $24
—Skrifið eftir verðskrá. Pantið
beint frá oss og fáið fljóta af-
geriðslu. Skýrteini um kynbland.
Hambley Electric Hatchery
601 Logan Ave. Winnipeg.
32SE5E5H5E5E5H5ESESE5E5E5E5H5E5ESE5E5E5E5E5H5E5H5ESH5E5E5? SH.5H5H5HS
8
B
A Strong,
Business
Reliable
Schoo!
MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS HAVE
ATTFNDED THE SUCCESfe BUSINESS
COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909.
It will pay you again and again to train in Win-
nipeg where employment Ib at its best and where you
can attend the Success Business CoIIege whose
graduates are given preference by thousands of em-
ployers and where you can step right from schoo!
into d good position as soon as your course is finished.
The Success Business College, Winnipeg, is a strong,
reliable school—its superior service has resulted in
its annual enrollment greatly exceeding the combined
yearly attendance of all other Business Colleges in
the whole provinee of Manitoba. Open all the year.
Enroll at any time. Write for free prospectus.
BUSINESS COLLEGE, Limited
385y2 Portage Ave. — Winnipeg, Man.
H5H5H5H5H5H5H5E5H5H5HSH5H5H5H5H5HSH5HSHSH5H5HSHSH5HSH5H5H5HSHSH5H5
“Það er til ljósmynda
smiður í Winnipeg”
Phone A7921 Eatons opposite
W. W. R0BS0N
317 Portage Ave. KennedyBldg
ÞJOÐLEGASTA
Kaffi- og Mat-söluhúsið
oena þössl borg liefir nokkurn tima
haft lnnan vébanda sinna.
FyrirtakB máltlöir, akyr, pönnu-
kökui, ruilupyilsa og þjóBræknis-
k&ffi. — Utanbæjarmenn fá ué.
avalt fyrst hresslngu á
Wi;vi:l, CAÍ’E, 6l»a Sargent A?e
Slml: B-3197.
Booney Stevens, elgand,.
Póstpantanir.
Vér önnumst nákvæmlega pantanir
með pósti, hvert sem eru meöul,
patent meðul, togleður vörur, áhöld
fyrir sjúkra herbergi eða ani.að,
með sama verði og I borginni.
Kynnl vor við íslendinga er trygg-
ing fyrir sanngjörnum viðskiftum.
THE SARGENT PHARMACY, LTD.
Sargont & Toronto - Winnipeg
Sími 23 455
Úrvals Canadiskar varphæn-
ur. Þúsundum ungað út viku-
lega af reyndum, stjórnarvið-
urkendum tegundum. Eggja-
hanar frá 313—317 skrásettir
í útungunarvélum vorum. 100
per cent. ábyrgst að hafi útung-
unaregg. Custom Hatching,
Incubators og Brooders. Kom-
ið eða skrifið eftir gefins verð-
skrá, til
Alex Tavlor’s Hatchery
362 Furby St. Wpg. Sími 33 352
CARL THORLAKSSON
úrsmiður
Ákveðið metverð sent til yðar
samdægurs. Sendið úr yðar til
aðgerða. — Hrein viðskifti
Góð afgreiðsla.
THOMAS JEWELRY CO.
666 Sargent Ave. Winnipeg
Talsími 34 152
ALLAR TEGUNDIR FLUTN-
INGA.
Nú fer að líða að vorflutning-
um og er þá tryggast og bezt að
leita til undirritaðs.
JAKOB F. BJARNASON
662 Victor St. Sími 27 292
A. SŒDAL
PAINTER and DECORATOR
Contractor
Painting, Paperhanging and
Calsomining.
407 Victor St. Phone 34 505
ARINELDS
Basket Grates
Komið arineldi yðar I gott lag-,
og njðtið þæginda á hinum
svölu kvöldum. Kosta lltið hjá
oss.
Basket Grates, dökkar og aðr-
ar með forneskjulegri Iátúns
áferð. Aðeins $7.70 til $15.00,
Neistaverndarar, öryggisásar og
eldstæði.
‘^teiaSS CEfamted
179 Notre Dame East
Sfml: 27 391
Tals. 80 623. Heimili: 88 026
C. J0HNS0N
675 Sargent Ave.
Umboðsm. fyrir Hecla Furnace
Allar viðgerðir gerðar.
Áætlanir gerðar yður að
kostnaðarlausu.
Rose Hemstitching & Miliinary
Gleymið ekki að á 724 Sargent Ave.
fást keyptir nýtfzku kvenhattar
Hnappar yfirklæddir. Hemstitching
og kvenfatasaumur gerður.
Sórgtök athygll veitf Mail Order«.
H. GOODMAN. V. SLGURDSON.
Phone: 37 476
Blómadeildin
Nafnkunna
Allar tegundir fegurstu blóma
við Kvaða taekifæri aem er,
Pantanir afgreiddar tafarlaust
•Islenzka töluð í deildinni.
Hringja má upp á sunnudög-
um B6151.
Robinson’s Dept. Store.Winnineg