Lögberg - 12.04.1928, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.04.1928, Blaðsíða 5
LöGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRIL 1928 Bla. 6. 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar . rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Canada framtíðarlandið. “Mér finst að fáar atvinnugrein- ar muni borga sig betur en bú- sktpur.” Svo sagði við mig mað- ur, sem verið hafði bóndi sem nætst 15 ár. Hann kom allslaus, eins 0g margir aðrir, frá íslandi. Hann fékk sér heimilisréttarland, sem var erfitt viðurpignar — bæði lélegur jarðvegur 0g langt frá járnbraut. En þrátt fyrir erfið- leikana gekk þessum manni vel. Hann var iðinn, útsjónarsamur og lærði fljótt, ef hann sá eitt- hvað betur gert hjá öðrum, eða betur hagað til með eitthvað. Hann seldi bú sitt á árunum, þeg-' ar alt var í sem hæztu verði, og tók þá upp aðra atvinnugrein. Hafði honum safnast laglegur höfuðstóll á búskaparárunum og með þessum peningum gat hann svo haldið áfram að vinna, en unnið sér miklu léttara. Landvinna er oft hörð, langur vinnutími og verkin sjálf erfið. En bóndinn getur oftast sýnt, eftir nokkurra ára búskap, að honum hafi græðst fé, og að hann eigi þurfi að hætta við búskapinn með tvær hendur tómar. Fyrir aldarf jórðungi síðan þótti ekki út úr vegi fyrir allslausan mann, eða sama sem allslausan, að fara að búa. í þá daga gerði fólk ekki eins mikið tilkall til lífsins eins og nú.. í þá daga gátu fáir dalir keypt býsna margt. Nú er þetta breytt. Maður, sem ætl- ar að fara að .búa,.verður að hafa fé til að byrja með, — hvað mikið, er undir því komið, hvar sezt er að og hvernig búskapurinn er, hvort t. d. að það er kornrækt, mjólkur- bú 0. s. frv. Það er orðinn helzt ógerningur, að byrja með alt í skuld. Ef eitthvert óhapp kemur fyrir, þegar verið er að byrja, get- ur það vel orðið til þess að eyði- leggja tilraunina. Ef maður er allslaus, en vill búa, verður hon- um bezt að vinna hjá öðrum, þar til honum safnast svo fé, að hann geti byrjað fyrir sjálfan sig. Alt af má byrja smátt, og ef maður- inn er útsjónargóður, hefir hann sig fljótt áfram. Bóndinn verður að vera útsjón- arsamur, ekki síður en verzlunar- maðurinn. Það hefir verið álitið af fleirum og færri, að ef ein- hver væri óhæfur að hafa sig á- fram í bæ, eða borg, þá væri bezt að koma honum út á land og láta hann fara að búa. Hver, sem reynt hefir búskap, hér eða ann- ars staðar, mun fljótt segja, að þetta sé ekki rétt hugsað. Bændur fara á höfuðið, eins og aðrir. Bóndinn verður að vera iðinn og útsjónarsamur. Meðan hann er ókunnugur, verður hann að sækjast eftir að læra af þeim, sem reynsluna hafa og sem hafa komist áfram. í búskap, ekki síður en öðrum greinum, er alt af eitthvað nýtt að læra, og bóndinn verður að bera skyn á margt. Sem dæmi, skal nú sagt frá tveimur bændum, sem stunduðu kornrækt hér í Manitoía. Skul- um nefna þá A og B. Báðir keyptu lönd á sama tíma og fyrir sama verð. Þetta voru góð lönd, ná- lægt járnbraut og jörð öll ‘brotin’. A keypti 320 ekrur — hálfa “section”, fyrir $13,000. Á land- inu voru fremur góðar byggingar. B keypti jafnstórt land, en af því byggingar voru ekki eins góðar, fékk hann sitt land fyrir $10,000. Löndin voru mjög lík að gæðum og lágu sitt hvoru megin við brautarstæðið. A borgaði $3,000 niður í bújörð sinni—, það var nærri allur sá höfuðstóll, sem hann hafði ætí- að sér að byrja með. Það sem eftir stóð — $10,000 — átti að borgast á 10 árum. Alt svo átti A að borga $1,000 og vexti af skuldinni sem eftir stóð, á hverju ári. A vann jafnan einn á Iandi sínu og fékk sér ekki hjálp nema um uppskerutímann, þegar mest lá á. Eftir 10 ár var landið út- borgað. A hafði alt af staðið í skilum. Tveimur eða þremur ár- um seinna seldi A alt landið. Hafði hann nálega $25,000 í aðra hönd. Landið seldi hann hærra ’verði, en hann hafði keypt það. Hann brá búi, þegar allar afurð- ir voru í sem hæstu verði. Hvernig fór fyrir B? Hann hafði drengi sina með sér. Þeir voru fjórir og voru þeir eldri bún- ir að vinna með honum, meira og minna, í nokkur ár, áður en hann brá búi. Þess skal getið, að A var einnig kvæntur maður 0g átti þrjú börn, tvær stúlkur og dreng, sem yngstur var. B borgaði lítið niður í landi því, sem hann keypti — 0g það var hið eina, sem hann borgaði því. Hann brá búi jafnt og A, en á þeim tíu árum, sem A var að borga út sitt land, greiddi B að- eins vexti af höfuðstól. Þegar B svo flutti sig, átti hann ekkert meira í bújörðinni heldur en þeg- ar hann kom. A lét vel yfir sínum búskapar- árum. Honum hafði lánast vel, þó oft væri hart í búi. Algerðum uppskerubrest hafði hann aldrei orðið fyrir, en tvívegis eyðilagð- ist mikið af korninu — í annað sinn af hagli, en í hitt skiftið af ryði. En A hafði kvikfénað jafn- framt kornrækt og sagði hann, að það hefði bjargað sér þau árin, þegar kornið fór illa. B vildi lítið sinna kvikfénaði Hann hafði nokkrar kýr og seldi mjólk. B fanst helzt ekkert af þessu borga sig. í hans augum voru kjör bóndans alt annað en góð og honum fanst lítið upp úr búrækt að hafa. Báðir höfðu mennirnir rétt fyr- ir sér. Annar hafði aukið sinn höfuðstól úr liðugum $3,000 upp í $25,000. Á sama tíma hafði hinn staðið í stað. Ókunnugur maður, sem talað hefði við B um búskap í Vestur- Canada, hefði hlotið að komast að þeirri niðurstöðu, að það væri eiginlega ómögulegt fyrir bónd- ánn, að hafa sig áfram hér. B hefði ekki þurft að fara með ó- sannindi, til þess að koma þessari hugmynd inn hjá hinum. Alt sem B þurfti að gera, var að segja sína eigin sögu. Það var nóg og meira en nóg. En hefði þessi sami maður tal- að við A, hefði hann fengið alt aðra hugmynd. A var vel ánægð- ur með sitt. Hann hafði unnið hart og neitað sér um margt — hafði jafnvel ekki keypt “bíl”, en honum hafði orðið vel ágengt. A hefði ráðlagt hverjum dugandi manni að reyna búskap og hefði gefið honum mjög góð ráð. B hefði sagt honum, að reyna aldrei búskap, en gera hvað annað sem væri. Þessir menn voru btlnir að hafa sömu atvinnugrein meira en 10 ár. í þessi ár höfðu þeir verið nágrannar og þó létu þeir svona misjafnt af reynslu sinni. Annar var framsýnn, hinn ekki. B hefði alstaðar átt í basli, en alveg óvíst, að honum hefði alstaðar lið eins vel eins og honum — og fólki hans — þó leið á bújörð- inni. Þetta er eitthvert bezta dæmi þess, sem eg hefi rekið mig á, hvað tveir menn geta sagt mis- jafnt frá en þó báðir sagt satt. Eftir þessu sama tók eg í fyrir- lestri séra Magnúsar Jónssonar “docents”, sem hann flutti og lét svo prenta um dvöl sína hér vestra. Eftir því sem mig minn- ir, var svo að segja alt satt og rétt, sem séra Magnús sagði, — en það var valið að eins af því versta og það svo þannig sett saman, að maður, sem ókunnugur er, hlýtur að halda að þetta sé hið hversdagslega og algenga hér í Vesturheimi. — En það, auð- vitað, nær engri átt. Séra Magn- ús sá að eins gegn um svört gler- augu, eins og B, því reynslan hef- ir verið þannig. í öðru héraði var eg einu sinni staddur. Þar hafði uppskeran skemst meira og minna nokkur*ár. Aldrei hafði orðið alger uppskeru- brestur, en mörgum fanst þeir hafa asma sem ekkert haft í aðra hönd. Þó nokkrir bændur höfðu ekki getað látið inntektir og út- gjöld mætast, og voru því mjög óánægðir yfir ástandinu. Þar sagði einn bóndinn við mig: “Þú heyrir marga kvarta um peninga- skort, og þeir segjast vera að tapa. Eg get sagt fyrir mig, að eg hefi alt af lagt peninga fyrir á hverju ári síðan eg kom hingað, og eg get bent á fleiri bændur hér í bygðinni, sem sagt geta það sama.” Akuryrkjuskólar landsins hafa síðari árin verið að segja bænd- um, að þeir skyldu hafa heldur minna land, en rækta það betur. Það útheimtir minni vinnu og minni kostnað, en uppskeran er tiltölulega meiri. Það er enginn efi á því, að margir bændur hafa stórtapað á því, að reyna að rækta of stóra bújörð. Þeir hafa orðið stórskuldugir vegna landakaupa, bygt á kornuppskeru eingöngu, og hafi hún svo mishepnast, hefir far- ið mjög illa. Eins hefir það reynst betur, að hafafleiri en eitt járn í eldinum. í stað þess að hafa að- eins kornrækt, er minni hætta á tapi, ef einnig er kvikfjárrækt. Bóndinn, sem vill laga sig eftir reynslu þeirra, sem vel hafa haft sig áfram, og vill læra af þeim, sem reynt hafa, þarf ekki að ótt- ast, að hann ekki geti haft sig á- fram í Vesturlandinu. Rvík, 10. marz Af Austfjörðum er nýlega sím- að að bátar séu að byrja veiðar á Hornafirði. Tíð hefir verið góð austanlands undanfarið og gott til beitar.—Vörður. WALKER. Skopleikarinn nafnfrægi, Sey- mour Hicks, kemur senn hingað til borgarinnar ásamt föruneyti sínu, og leikur á Walker leikhús- inu í viku. Hefst fyrsta sýning- in mánudagskveldið þann 23. þ. m.. Alls sýnir flokkur þessi þrjá góða leiki, “Sleeping Partners”, “Scrooge” og “Christmas Carol”. Aukasýningar á miðvikudag og laugardag. s Það er engum vafa undirorpið, að leikflokkur þessi er sá lang- fullkomnasti þeirrar tegundar, er til borgarinnar hefir komið á seinni árum. Enda var ávalt hús- fyllir, er hann lék hér- snemma 1 vetur. Þeir, sem leiklist unna, ættu ekki að sitja sig úr færi í þetta sinn. Vélritunarsamkepnin. FRANK N. COHEN Frank N. Cohen, sem er stúdent frá D. B. C., hefi runnið Manito- ba-verðlaunin fyrir þa,ð hvað hann er viss í réttritun. Áður hefir hann unnið verðlaun fyrir hið sama í samkepni, sem náði yfir alla Canada. Hraðinn var 73.5 orð á mínútu. Rafstöðvar á sveitabæjum. Bræðurnir Eiríkur og Jón Orms- synir, hafa síðastl. ár sett upp rafstöðvar á sex sveitabæjum: Stóru Mástungu í Gnúpverjahr. stærð: 7,5 kw., 5,5 m. fall, verð: 9500 kr.), Hamragörðum undir Eyjafjöllum (stærð: 5,5 kw., 20 m. fall, verð: 5500 kr.), Meðaldal í Dýrafirði (stærð: 8 kw., 4,5 m. fall, verð: 11500), Múlakoti í Fljótshlíð (stærð: 15,5 kw, 32 m. fall, verð: 10 þús. kr.), Skálavík við ísafjarðardjúp (stærð: 5,5 kw, 90 m, fall, verð: 12 þús kr.), Háa- múla í Fljótshlíð (stærð: 5,5 kw, 90 m. fall, verð: 12 þús. kr.), og Hámúla í Fljótshlíð (stærð: 24 kw, 20 m. fall, verð 7 þús. kr.). Árið 1926 settu þeir bræður upp stöðvar á Kaldá í önundarfirði ( tærð: 6,5 kw, 20 m. fal, verð: 7 þús. kr.), og á Ósi við Akranes (stærð: 3 kw., 7 m. fall, verð 4500 kr.). Af þessum tölum, eem hér eru tilgreindar, geta bændur lítið eitt áttað sig á kostnaði við bygg- ingu rafstöðva í sveitum.—Tím. VÍSA. MISS CHRISSIE BROMLEY Miss Bromley, sem hér er mynd ar, er Dominin Business College nemandi og hefir skarað fram úr öðrum í vélritunarsamkepni og reyndist öllum öðrum fljótari ár- ið sem leið. Hún var í byrjenda- deildinni, en varð líka fljótari en þeir þátttakendur, sem í eldri deildunum voru. Hún ritaði 75.5 orð á mínútú. MISS LOTTIE ROSENBLAT Miss Rosenblat á mikinn heiður skilinn fyrir þátttöku sína í vél- ritunar samkepninni. Þeir gátu tekið þátt í samkepninni, sem að byrjuðu eftir 1. ágúst 1927. Miss Rosenblat byrjaði í D. B. C. 15. ágúst 1927, og 24. marz 1928, vann hún fylkisverðlaunin og ritaði 55.7 orð á mínútu. Þó að lífsins kulda kjör kreppi þrátt að sinni: Eg á eldheitt æskufjör enn í sálu minni. Þröstur. Ellistyrkslögin. Eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu, voru ellistyrkslög- in samþykt á fylkisþinginu í Mani- toba, rett áður en þinginu var slitið. Enn hafa lögin ekki verið staðfest af fylkisstjóra, og það er enn ekki kunnugt hvenær það verður gert, en líklegt þykir að lögin verði staðfest einhvern- tíma í sumar. En þótt lögin séu enn eigi staðfest, þá getur fólk þó nú sótt um styrkinn, og geta þeir, sem vilja, fengið þau skjöl, sem þar til þurfa, hjá Old Age Pen- sion Branch, The Workmen’s Com- pensation Board, 166 Portage Ave. East, Winnipeg, Man. Spurning- arnar, sem eru á umsóknarskjöl- unum og umsækjandi þarf að svara, eru margar og flestar auð- veldar. Það sem hver umsækj- andi þarf að vera viðbúinn að sanna, er: 1. Að hann sé brezkur þegn, eða ekkja, sem var brezkur þegn áð- ur en hún giftist. 2. Að hann sé fullra 70 ára að aldri. 3. Að hann hafi átt heima í Canada síðastliðin 20 árin. 4., Að hann hafi átt heima í Manitoba síðustu 5 árin. 5. Að tekjur hans nemi ekki $365 á ári. Umsókninni verða að fylgja sainnanir fyrir því, að umsækj- andi sé brezkur þegn og að hann sé fullra 70 ára. Fyrir því, að hann sé brezkur þegn, er borgara- bréfið fullkomnasta sönnunin, eða ef um konu er að ræða, sem ekki hefir sjálf borgarabréf, þá verður hún að sanna, að hún sé eða hafi verið gift brezkum borg- ara. Hvað aldurinn snertir, þá er skírnar-vottorð eða fæðingar- vottorð hentugast, eða þá gifting- arvottorð, þar sem aldurinn er tekinn fram, eða þá einhver önn- ur lögmæt skjöl, sem sýna hvað gamall umsækjandinn er. En jafnvel þótt ekkert slíkt sé fyrir hendi, þá geta hlutaðeigandi em- bættismenn tekið til greina eið- fest vottorð frá ábyggilegum og Veljið yður Vor Skófatnaðinn þar sem sérfratðingar gaeta þess vandlega að hann fari vel á faeti. Kvenskðr—reimaðir og hneptir, nýjasta gerS og iitir. Úr svo miklu aS velja að allir geta fengið það sem þeir vilja. Allar stærðir og víddir, svo hver kona fær það, sem henni hentar. $5.00 til $13.00 Karlsmannaskðr.—Vér höfum hina ágætu Lees-skð, viðurkenda að vera með hihum fallegustu og endingar bestu skóm, sem d*0 C A nokkursstaðar fást.—Oxford gerðin þessa viku á.... «J)O.DU Margar fleiri tegundir úr að velja. Veljið yður skð hér-^það borgar sig. Allan Shoe Store ltd. 2(37 Portage Ave. priOju dyr vcstur af Dingwalls. Tals. 28 237 kunnugum manni. Þá þarf umsækjandi að geta sannað, að hann hafi verið 20 ár í Canada og 5 ár í Manitoba. Eið- fest vottorð frá einhverjum öðr- um en umsækjanda, mun í því efni væntanlega verða tekið til greina. Þó er betra að hafa einhver skjöl, sem sanna þetta, svo sem bréf, sem umsækjandi hefir fengið eða kvittanjr eða önnur viðskifta- skjöl. Eigi umsækjandi einhverja fasteign, verður hann að gefa lýsingu á henni og sanna eignar- rétt sinn og sýna hvað hún er virt. Enginn skyldi láta af hendi eigur sínar með þeim tilgangi, að fá fyrir það ellistyrk, því slíkt verður ekki tekið til greina. Umsóknarskjölin verða að vera vottfest af Notary Public, Justice of the Peace, Magistrate, eða Commissioner for Taking Affida- vits. Allar upplýsingar, þessu máli viðvíkjandi, veitir fyrnefnd skrif- stofa (The Workmen’s Compensa- tion Board), hvort sem heldur er skriflega eða munnlega. En sjálf- samt verður margt gamalt, ís- lenzkt fólk að fá sér hjálp ein- hvers, sem þekkingu hefir á þessu máli til að koma þessu í fram- kvæmd. f Ýmislegt.í? Er bindindismálið pólitiskt mál? Líklega er hér verið að spyrja um, hvort stjórnin, hver sem hún er, feigi að fjalla um málið sér- staklega. Ef maður skilur spurninguna þannig, þá er bind- indismálið pólitiskt mál eins og öll önnur mál geta orðið það, sem afleiðing afskifta stjórnarinnar. Það var til dæmis leitt í lög á Englandi af Vilhjálmi bastarði, að hringt skyldi klukkan átta að kveldinu, og skyldu þá slökt Ijós og yrðu allir að ganga til rekkju —hætta öllum leikaraskap eða vinnu. Slík afskifti yrðu ekki liðin að eg held, nú á dögum. 2. Það er reynsla fyrir því, að gott væri að eta ekki kjöt, af hvaða tegund sem er, heldur fisk, egg eða jurtir. Stjórnin gæti tekið sig til og bannað kjötát; en mundi mörgum ekki þykja það fremur mikil afskiftasemi, að stjórnin færi að skifta sér af því, hvað menn ætu mikið? Menn myndu ekki álíta slíkt “pólitiskt” mál. ' 3. Það er nú samt álitamál, hvort ekki stendur svipað á, í sambandi við afskifti stjórnar- innar í bindindismálinu. Líklega hefði aldrei orðið eins mikill rekstur út af nautn áfeng- is, ef gætt hefði verið hófs við drykkjuna. Stjórnin hefði aldrei farið að rekast í því, þótt ein- hverjir tækju sér eitt eða fleiri glös á dag, ef alt annað virtist vera í góðu lagi,—maðurinn hegð- aði sér vel og sæi sómasamlega fyrir sér og sínum. Stjórnin hefir tekið að sér mál- ið, bæði hér í voru umhverfi og víðar, vegna þess, að þess varð fyllilega vart, að ýmsir drukku of mikið, urðu sí og æ fullir, viti sínu fjær, eyddu fjármunum sín- um og létu konu og börn líða skort tilfinnanlega. Stjórnin varð við bæn almenn- ings í því efni, að hefta þessa ó- fyrirleitnu neytendur áfengis með einhverju móti, halda þeim innan vébanda siðferðisins, að einhverju leyti, ef unt væri. Ef mennirnir hefðu kunnað sér hóf, gætt hófs, þá hefðu, menn aldrei beðið stjórnina að skifta sér af málinu, 0g þá hefði málið enn verið það sem það er í raun og veru, nefni- 1 ga siðferðislegt mál. Yfirleitt álita menn það lélegt siðferði, að neyta þess sem ekki byggir upp líkama mannsins á neinn hátt. Það er fullsannað vís- TORONTO MINING STOCK Stobie-Furlong-Mathews) APRIL ioth, 1928. Abana Open High. Cloce 308 300 Aconda 29% 28 Amvilet 350 330 Bidgood • ■ 101 110 103 Central Man. .. • • 139 140 138 Columbus K. . 3% 3% 3% Dome ■ • 1050 1075 1065 Gold Hill • ■ 21 23% 23% Gran. Rouyn . 24 2? 23 Hollinprer 1?«0 1685 Howey ... 108i Í22 115 H. B. M. & S. . ...1730 1730 1700 Int. Nickel ... . .... 90 90 89 Jack Man 77 77 75 Kootenay Fl. . . . . 30 32 32 Macassa ... 42 42 40 Noranda ...1760 1760 1755 Premier . . 240 240 225 Pend Oreille . . . 2175 2090 San Antonio . . . 40 38 Sud Basin ...1020 1025 1005 Sudbury Cont. . ■ 46 46% 46% Sher. Gordon . .. • "25 755 740 Teck Hughes . ..• 895 917 905 Tough Oakes . . * 56 56 55 Gillett’s Lye, er notað til þess að hreinsa sinks, rennur o. fl. Einnig til þess að búa tií yðar eigin þvottasápu og margt annað. Forskrift- ir fylgja hverri könnu. iémhbm indalega. Það er líka álitið brot á siðferðislögmálinu, að drekka svo mikið, að maður verði ósjálf- bjarga, veltist um flatur, þar sem maður er ^tadddur, jafnvel þó maður rambi á fótunum, en sjái allra handa ofsjónir og kyssi í misgripum varir einhverrar ásjá- legrar blómarósar í staðinn fyr- ir varir konu sinnar eða unnustu; eða framkvæmi eitthvað enn al- varlegra í ölæðisvímu, þegar maður sér að ,eins í hálfskímu. Ekki er það síður alvarlegt sið- ferðislega og félagslega og fjár- hagslega, þegar maðurinn sóar fé sínu í drykkjuskap og ýmislegt, sem af honum leiðir, og verður ó- sjálfbjarga og byrði því sveitar- félagi, sem hann lifir í. Það er þetta 'sérstaklega, sem hefir knúð menn til þess að hefjats handa og reyna að hefta drykkjuskap með öllu móti. Eitt af slíkum örþrifs- ráðum, sem menn hafa tekið í þessu sambandi, er að gefa málið í hendur stjórnarinnar, láta hana hjálpa, ef unt væri.^ í stuttu máli: ýmsir líða, þeg- ar menn haga sér ekki eins og óskandi væri: 1. Lífið verður í raun og veru óbærilegt, þegar menn breyta ekk i við aðra, eins og menn óska að þeir breyti við sig. 2. Félagslífið verður mjög ó- aðgengilegt, þegar sumir meðlim- ir þess eru sí 0g æ groggaðir af ölvímu. 3. Það verður fljótlega þreyt- andi fyrir þá, sem lifa heiðarlegu lífi og aldrei eyða neinu í áfengi, og afleiðingar þess að ala önn fyrir þeim, sem ósjálfbjarga hafa orðið, sem afleiðing ofnautnar í áfengum drykkjum. Bindindismálið er því siðferði- legt í insta eðli sínu; óbeinlínis félagslegt 0 g fjárhagslegt; en pólitiskt að eins í óeiginlegum skilningi, sem afleiðing þess, að sumir bindindismenn og aðrir hafa fengið stjórninni það í hendur til meðferðar. Jóh. Eiríksson. /■- » “White Seal” langbezti bjórinn KIEWEL Tals. 81 178 og 81 179

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.