Lögberg - 03.05.1928, Blaðsíða 2

Lögberg - 03.05.1928, Blaðsíða 2
fcls. 2 LöGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ 1928. V $ » 4? SOLSKIN Fyrir börn og unglinga FRASAGA AF JÓNATHAN BRAUN, einum engelskum bátsmannL Eftirfylgjandi frásaga er eftir handskrifi einu af Dr. Calamýs, sem hefir þann titil: “Frásagnir um ýms tilfelli í mínu lífi, og í minni tíð”. Hún hljóð- ar svoleiðis: Eg hafði þann vanda, segir skrifarinn, eftir það eg fór að þjóna söfnuðinum í Vestminster, að eg, næsta sunnudag, áður en eg útdeila ætlaði þá heil- ögu kvöldmáltíð, gjörði fólkinu áform mitt kunnugt, og að þeir, sem girntust, mættu í því tilliti eiga sam- tal við mig, og koma til mín, heim í hús mitt, á fimtudagskvöldið næsta fyrir. Þeglar eg nokkra stund hafði gjört þetta, þá varð eg einu sinni (eg man ekki hvört ár), meðal þessa samankomna mann- fjölda var við einn aldraðan mann, en lítinn að vexti, hvör, undir eins og eg gekk inn í húsið, þar sem fólkið var, með hárri röddu hrópaði til mín og sagði: “Hér er kominn Jónathan Braun, sem hvðrki kann að lesa né skrifa, en, eftir yðar tilboði næstlið- inn sunnudag, kemur þó hér til að sjá yður og heyra það, sem þér hafið honum að segja.” Þá eg heyrði þetta, leit eg i kringum mig, og þekti ekki mann þenna Ibetur en aðra, en sá að hann var sú elzta persóna af þeim sem komnir voru, og eg sagði: að eg hefði ekki kvadt hann til að koma, framar en aðra; en þar sem hann væri þó kominn, væri mér það gleði, ef eg gæti orðið hönum til uppbyggingar. Hann svaraði: hvörnig kunnið þér, góði herra, að segja. að þér hafið ekki kallað mig hingað? því þá þér töluðuð orðin, lituð þér svo. beint í andlit mér, að mér að minsta kosti fanst eins vera, sem þér segð- uð til mín: Jónathan Braun, konþú! Eg svaraði honum þá: að eg hefði, alt til þessarar stundar, ekki vitað, að einn Jónathan Braun væri til, og þess- vegna hefði eg ekki framar horft á hann, eður kallað hann til mín, en hvörn annan; en hvað sem um það væri, þá skyldi það vera mér stór gleði, ef eg gæti nú auðsýnt hönum nokkra hjálp, í því allra mikil- vægasta efni, og eg vildi þakka Guði fyrir, að hann gefur mér nú þar til tækifæri. Hann svaraði þá, að 'hann vonaði þess af mér, að eg bæði gæti og mundi auðsýna sér þá stæfstu velgjörð sem til væri hér i heimi, með að vera sér til aðstoðar í því, að visa sér þann rétta veg til himins, eftir hvörju hann kvað sig alvarliga langa. Eg er, sagði hann, al- þektur, og hér eru líka nokkrir nálægir, sem þekkia mig, og geta sagt yður, að Jónathan Barun sé ráð- vandur, sem nokkur maður hér í kirkju-sókninni; en eg finn, að þetta nægir mér ekki; mig brestur enn nú eitthvað, og eg bið yður, að þér, í því tilliti vísið mér á rétta leið; og til þess að þér því betur vitið, hvað þér eftir mínum stakligu lífs tilfellum, — haf- ið að ráðleggja mér, svo hlýt eg þá að segja yður þvílíka sögu af sjálfum mér, hvorri líka þér munuð, alla yðar æfi, aldrei heyrt hafa. En, — sagði hann enn framar, — þann skilmála verð eg að' setja upp við yður, að þér ekki fipið fyrir mér, meðan eg er að segja yður hana, heldur lofið mér að halda henni áfram, á mína vísu, alt til enda; því ef þér grípið fram í talið, þá get eg ekki haldið lengur áfram, heldur verð að taka upphafið á henni aftur. — Nú gat eg ekkert annað merkt af taÞ' þessa fátæka manns, en hrein ærlegheit og einfeldni, samt fulla alvoru í hans hjarta. Eg tók hann þessvegna af- síðis í eitt herbergi, og sagði hönum; að hann mætti nú segja mér alla sögu sína, og að eg skyldi alls ekk- ert fipa fyrir honum á meðan. En að því búnu mundi eg spyrja hann að fáeinum spurningum, og leiða hann síðan á svo réttan veg, sem eg gæti; með hvört svar ijiitt íiann ánægður var. — Hann sagði mér þá, að hann hvörki þekt hefði föður sinn né móður, heldur hefðí hann verið mikið ungur falinn á hendur einni fósturmóður, sem hann sagði verið hefði mikið góð við sig. Hún hefði síðan látið sig, þegar hann var hér um bil 6 til 7 ára gamall, fara til eins skipherra, og svoleiðis hafi hann komist í einn bát, sem gengur á milli Lundúna og Warne. Svo lengi hann hafi barn verið, kvaðst hann hafa brúk- aður verið til þessháttar léttings verka, sem hann hafi verið fær um að framkvæma; en eftir það hann varð stærri, og hann sýndi sig kostgæfinn og trúan í öllu því sem honum var á hendur falið, þá kvaðst hann aldrei hafa neinn skort liðið,' á því sem hann þurfti hafa til að eta, drekka og klæðast af; og að hann hafi því verið hjá sama skipherra, alt til þess hann haft hafi 5 um tvítugt. Hann sagði mér, að hann í frá sínum barndómi, hafi auðsýnt sérhverjum það, sem hann var honum skyldugur, og að hann hefði engum manni órétt gjört Hann kvaðst hata alla lýgi, og tala alltíð sannleika eftir beztu vitund; sagðist finna alltíð það eitthvað innvortis með sér, sem minti sig á að forðast þá vondu hluti, sem hann dagliga sæi fyrir sér og heyrði. Hann sagði að yf- irmenn sínir hefðu elskað sig og unt sér mikillega, jafnvel þó að samþjónar sínir hefðu sér ei góðir ver- ið, af því hann hefði ekki viljað tala og breyta, eins og þeir. En miðt í öllu þessh kvaðst hann þó ekki hafa innvortis með sjálfum sér ánægður verið, og sér hafi fundist sig vanta eitthvað, jafnvel þó hann, vegna fávizku þeirrar, í hvörri hann uppalinn var, ekki gæti sjálfur sagt, hvað það helzt væri. Hann sagði mér, að hann, allan þennan' tíma æfi sinnar, h fði slétt enga ímyndan haft um Guðs þjónustu (a helgum dögum), og þessvegna hefði hann aldrei við hana verið, eða heyrt nokkurt orð unr hana tal- að. Eins kvaðst hann aldrei heyrt hafa, hvör eð- ur hvað Christur væri, og aldrei Guðs nafn öðru- visi nefnt en við munneiða, og miðt í öðru blóti Þessvegna hefði hann ei vitað neinn mismun að yjora a einum degi framar en öðrum; eður á milli þess sem gott og ilt væri, að undanteknu hvað þær aðursogðu innvortis hræringar hefðu bent sér til sem hann gæti þó ekki útlistað,- og miðt í því hann talaði þetta, dundu tár ófaneftir kinnum hans. Loksins sagðist hann hafa orðið svo óróligur að vera a þessu skipi, að hann ekki hefði getað feng- ið af sér, að vera lengur hiá þessum skipherra, held- ur hefði hann ásett sér, að fara eitthvað í burtu frá hönum, útí víða veröldina. Nú kom hann fyrst til sinnár gömlu fósturmóð- ur, sem enn þá lifði, og sem veitti honum nú ávítur fyrir það að hann yfirgefið hefði herra sinn, þar hann ætti þó engan þann vin að, sem svo vel sæi fyrir honum, sem hann. Þessvegna vildi hún telja hann á, að fara aftur til hans; en hann sagði henni þar á móti, að hann gæti ekki lengur fengið af sér, því lífi að lifa; það mætti því heldur verða um sig, hvað sem verða vildi. Þar fyrir spurði hann hana ráða, hvað hann tilgöra skyldi, til að geta unnið fyr- ir uppeldi sínu, þar þeir fáu peningar, sem hann haft hefði, væru nærri uppgengnir. Hún gaf hon- um þá loksin það ráð, að hann skyldi fara til Lund- únar, og koma sér þar inn hjá föðurbróður sínum, sem væri pípusmiður; hvað hann gjörði. Þessi frændi hans tók með vinsemd á móti hön- um, og lét hann, svo mikið sem mögulegt var, hjálpa sér til, við handverk sitt. Einusinni einn sunnu- dags morgun, þegar hann gekk um eitt stræti borg- arinar og litaðist um kring, þá sá hann mikinn fjölda fólks fara inní eitt stórt hús; hann gekk þá í numótt eftir því, í þeirri meiningu, að hann fengi þar nokkuð nýtt að sjá. Þegar hann nú innkom, sagð- ist hánn hafa séð þar mikinn fjölda fólks sitjandi, og einn svartklæddan mann, sem mænt hefði upp yfir alla, að þetta sagði hann að hefði gengið all- deilis yfir sig. Nú heyrði hann að þessi svartklæddi maður var að tala við það samankomna fólk og sagði því: að það hefði ekki að eins likami (fyrir að sjá), heldur og sálir, og að eftir þetta líf, væri eins ann- ars lifs áð vænta; og að að allir þeir, sem ekki hefðu, svo lengi líf þetta varaði, lagt ástundun á að þjóna Guði og þóknast hönum, mundi í hinu lífinu ófarsælir verða, og það eilíflega. Hann sagði hann hefði og sagt fólki frá Jesú Christí nokkrum — um hvörn hann kvaðst áður aldrei neitt skilmerkilegt heyrt hafa — og að þessi Jesús hefði verið svo full- ur af elsku til mannanna, að hann hefði af himnum hingað ofan á jörðina komið, til að vísa mönnum þann rétta veg frá jörðunni til himins, og að þeir, einungis fyrir hans aðstoð, gætu Guðs náð og misk- unn öðlast, og í hinni síðari veröld lukkuligir orð- ið. Nú kvaðst sá fátæki Jónathan hafa orðið svo mjög hrærður af þessum hlutum, að hann strax í sömu sporum hefði fengið þann fasta ásetning, að hann, eftir þennan tíma, vildi ekki líf sitt framdraga á einum öðrum stað, en þar sem hann fengi heyrðt talað um þennan Jesúm Christ, svo hann gæti lærðt að þekkja hann, og verða svo fyrir hans aðstoð lukkuligur, með því að öðlast frelsi fyrir sálu sína. Þegar hann nú kom úr kirkjunni heim til sín, sagðist hann hafa, með miklum fögnuði, sagt föðurbróður sínum frá, hvað hann um Jesúm í kirkjunni heyrðt hefði, og hvört áforma hann hefði nú þessvegna fyrir sig tekið. Nú varð hann var við, að föður- bróðir sinn vissi þetta altsaman áður fyrir laungu, og hönum var það þessvegna ekkert nýtt. Lá hönum þá við að átelja föðurbróður sinn fyrir það, að hann skyldi aldrei hafa sagt sér neitt um Jesúm Christ, hvar til hann svaraði, að hann hefði hugsað, að hann vissi það alt eins vel og hann, enda kynni hann nú alla sunnudaga meira þar um að heyra; yfir hvörju að Jónathan varð inniliga glaður. Eftir nokkurn tíma liðinn fann skipherrann aftur Jónath- an, sem orðið hafði mikið hugsjúkur út af missir hans, og hafði því leitað hans með mikilli kost- gæfni. Nú sem hann fann hann hjá frænda sínum pípu-smiðnum, spurði hann; hvað honum hefði geng- ið til að fara í burtu frá sér? Jónathan svaraði hönum: að hann hefði haft nóga orsök þar til. En kæri meistari! — svo spurði hann skipherrann — getið þér gefið mér nokkra skuld fyrir það, að eg hafi nokkurn tíma svikið yður? O nei, svaraði meistarinn, þú hefir mig aldrei svikið, heldur hefir þú verið sá bezti og trúasti af öllum þeim þjónum, sem eg haldið hefi. Það gleður mið að heyra, sagði Jónathan. Eg er og viss um, að þegar eg frá yður fór, tók eg ekkert með mér af yðar, heldur að eins það, sem eg átti sjálfur. Það er satt, Jónathan minn, sagði meistarinn; en þú verður nú að fara með mér, og vera aftur hjá mér; eg get ekki án þín verið. Jónathan svaraði: það get eg ekki af mér fengið. Hvað keinur til þess? spurði meistarinn; ef þú vilt hafa meira kaup, skal eg gjarnan gefa þér það, og það svo mikið, að þú skalt verða ánægður. Nei, meistari, svaraði Jónathan; kaupið skal ekki tæla mig til þess. Þá sagði meistarinn: hvað heldurðu að báturinn minn kosti? Það get eg ekki sagt, það v^eit eg ekki, svaraði Jónathan; hann mun í það minsta kosta 100 ríkisdali. Þá sagði meistar- inn: nú vel! ef þú vilt fara með mér og vera hjá mér, þá skaltu eiga fjórða parinn í honum. Nei, meistari, svaraði Jónathan; ekkert tilboð skal freista mín til að verða framar vinnumaður hjá yður. Nú vildi skipherrann fá að vita, hvör orsök til þessa væri. Þá sagði Jónathan: þó það satt sé, að, á meðan hann hefði hjá hönum verið til þjónustu, hefði sig ekkert brostið til líkams nauðsynja, þá hafi samt sála sín, sem sé sá betri partur veru sinnar, verið alldeilis vanræktur; hann hafi, í því tilliti, verið uppalinn sem skynlaus skepna; aldrei fengið að heyra neitt um Guð, eður Guðs dýrkun; og ekkert um Jesúm Christ, fyrir hvörs náð einung- is hann geti sáluhólpinn orðið. Þar fyrir, sagði hann, það væri sinn fastur ásetningur, hvörgi ann- ars staðar hér á eftir að vera, nema þar, sem hann fengi að heyra um Jesúm Christ, sem væri sinn bezti vinur. — Þegar meistarinn heyrði þetta, vildi hann reyna til, að telja þessa þánka úr Jónathan, af því hann engan smekk í þeim sjálfur; en hann gat alls ekkert unnið á hann þar með; svo þegar hann fann, að hann var óvíkjanlegur, ]ét hann svo vera og fór sinn veg. — Þegar þessi freisting var afstað- in, þá, af því Jónathan fann það ekki réttvíst, að lifa hjá frænda sinum og gjöra ekki neitt það, með hvörju hann unnið gæti fyrir brauði sírtu, þá bauð hann hönum, að hann skyldi þjóna hjá hönum sem drengur í sjö ár, til að læra handverk hans. Hann þjónaði svo frænda sínum mikið trúliga; en eins trúliga hélt hann líka sínum fasta ásetningi fram í tilliti til hins andliga. Hann var einn og sérhvörn sunnudag við Guðsþjónustugjörð í kirkjunni, til þess að fá að heyra meira og meira um Jesúm. Þegar nú vistartími hans var úti hjá frænda sínum, og hön- um líkaði ekki rétt vel handverk sitt, þá sneri hann þaunkum sínum aftur til vatnsins, við hvört hann hafði uppalinn verið, og erfiðaði fyrst svo sem þénari á ýmsum kænum og bátum, lifði mjög spar- samliga, og dróg svo mikið afgangs sem hann kunni., Guðs forsjón blessaði ogsvo það fyrirtæki hans, svo hann gat keypt sér fyrst einn lítinn bát, og síðan annan stærri til eignar, seti sig síðan niður í West- mynster, hvar hann hefir áunnið sér mannorð eins ráðvands manns og er orðinn í góðu standi uppá efni. í frá þeim tíma (segir presturinn Calamýs, sem sögu þessa ritað hefir), að hann settist að hér í sókn, hefir hann verið ósvikull og víss tilheyrandi Guðs orðs; fyrst á meðan minn formaður, prestur- inn Alsop, þjónaði hér, og síðan frá því eg kom hingað til kallsins, eftir hann; en samt hafði eg alls engin kynni af honum, eður um hann neitt heyrt, fyr en nú, að hann — eins og áður er sagt — til mín kom. — Nú spurði eg hann: hvört hann vissi, til hvörs að skírnin skuldbindi hann? Hann svaráði: að hann efaðist ekki um, að hún mundi skuldbinda sig til annars betri lifnaðar, en hann þangað til æft hefði, en hann vonaði, að sá náðugi Guð mundi sér það fyrirgefa. Nú spurði eg hann síðan um nokkur höfuðatriði Christindómsins, áhrærandi syndafall mannsins, endurlausnina fyrir Christum og um nátt- úru þeirrar sönnu endurfæðingar og helgunar, og fann eg að þekking hans var mikið vansafull. Hann sagði mér, að hann aldrei hefði neitt uppfræddur verið, og að hann hvörki kynni að lesa né skrifa; en hann vonaði að eg, af náð, mundi hafa umburðar- lyndi yfir sér, þar hann haft hefði svo hirðulaust uppfóstur. Eg spurði hann þá: hvað til þess kæmi, að hann skyldi ei hafa kostað meira ómak, til að öðlast ljósa og greinilega þekkingu um Christ, þar eð hann þó, fyrir svo mörgum árum, hefði fundið til svo stórrar gleði út af því, að fá að heyra nokk- uð um Jesúm talað? Hann svaraði, og kvaðst hafa kostgæfilega eftir því stundað, svovel á sunnudög- um, við opinbera Guðs þjónustu, sem og heima 1 húsi sínu; þar hann oft í leynum hefði ákallað Guð, svo vel sem hann hefði getað; hann hafi og reynt til a ðlæra að lesa, svo hann sjálfur gæti lesið í biblí- unni, og lærðt svo greinilega að þekkja veginn til himins; en hann sagði sér hefði ekki lukkast það. Hann sagði enn framar, að hann lagt hefði mikla mæðu á sig, að vinna fyrir lífsuppeldi sínu, og Guð hefði svo dásamlega blessað þá atburði sína, að hann kvaðst skammast sín fyrir, að hann ekki hefði þakk- að honum fyrir það, eins og sér borið hefði. En það sagðist hann geta með sanni sagt, að sig alvar- liga hafi langað eftir, að verða drottins eigindómur, og að sér hafi enginn hlutur jafndýrmætur þótt, sem Guðs náð. Þegar eg spurði hann, því hann hefði ekki leitað til prestsins, til að láta hann uppfræða sig, þá sagði hann, að hann aldrei hefði tækifærið fengið, til að verða hönum kunnugur, en hafi skammast sín að tala við hann í einrúmi, og kviðið fyrir, að presturinn mundi, þegar hann kæmist að, hvörsu fávís hann væri, forsmá sig, og í stað þess að uppfræða sig, gjöra sig til minkunar og móð- lausan. Eg spurði hann: hvört hönum hefði aldrei til hugar komið, að það væri skylda sín, að halda endurminningarmáltíð drottins, sem hann öllum sínum eftirfylgjurum, er fyrir hans náð eilíft líf öðlast vildu, boðist hefði? Hann svaraði: að víst hefði hann margsinnis til þess þeinkt, eink- um þegar hann hefði heyrt af prédkiunarstólnum um það talað; en hann kvaðst ekki hafa getað í- myndað sér, að þvílík ein voluð og fáfróð mann- skepná, sem hann væri, gæti þeirrar æru verðug verið. Þegar eg nú enn framar bar honum það á brýn, að hann skyldi aldrei hafa farið til formanns míns, prestsins Allsops, til að ráðfæra sig við hann, þá svaraði hann: að yfirbragð hans hefði alltíð ver- ið svo alvarligt, að það hefði tekið frá sér alla djörfungu. En þegar eg hefði nú rétt nýlega boðið fólkinu að koma til mín, í mitt hús, þá hefði sér virðst, eg líta svo ofur vingjarnlega til sín, og skipa sér að koma; og þessvegna hefði hann þann fasta ásetning fyrir sig tekið, að koma til mín, og láta sig ekkert þar frá hindra. Þegar eg nú psurði hann:. hvað hann vildi helzt að eg við sig gjörði? svaraði hann, það væri það: að eg, sem Christh þénari vildi kenna sér, hvörnig hann ætti að því að fara, að gjöra sér von um það, að komast í himnaríki, og að von sú væri svo vel grundvölluð, að hún sig aldeilis ekki á tálar drægi. Þegar eg nú spurði hann framar að: hvört hann vildi þá leggja alla ástundun á, að læra það, sem til þess þyrfti, og taka vel eftir uppfræð- ing’u minni, brauzt ha,nn fram mcð tárum og maBlti i að hann væri af hjarta til þess fús; og vegsamaði Guð fyrir það hann unnti sér þessa. Sem eg nú heyrði þetta, kom mér í hug maður sá, sem Guð- spjallamaður nn segir frá, að æpandi hafi sagt til Drottins: “eg trúi Herra! en hjálpaðú vantrú minni!” CMark. 9, 24). Framh. Um fjöll og dali fríða____ Um fjöll og dali fríða á fjörugri sumartíð er ljúft sem lengst að ríða, þá lánast veðrin blíð. Ó ferðalífið frjálsa, hve fagnar hjartað þá, er gyllir hnjúka' og hálsa in hýra súJarbrá. Professional Cards DR. B.'J. BRANDSON 216-220 M«dical Arts Bld*. Oor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Ofíice tímar: 2—3 Phone: 27 122 Winnipesr, Manitoba. COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka iherzlu 1 aC •elja meCul eftir forskrlftum Isekna. Hin beztu lyf, sem hægrt er aB fá, eru notutS eingöngu. Pegar þér komiS meB forskrlftina tll vor, meglB þér vera vlss um, aB fft rétt þaB sem lseknirinn tekur til. Notre Dame and Sherbrooke Phones: 87 6B» — 87 656 Vér seljum Glftlngaleyflsbrét DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Gria.'ham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Ofílce tímar: 2—3. Helmiil: 764 Victor St. Phone: 27 B86 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sta. Pbone: 2)884 Office Hours: 8—B Helmlli: 9 21 Sherbume St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phoie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er aB hOt/ta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Heimili: 373 Rirver Ave. Tials. 42 691 DR. A. BLONDAL Medlcal Arta Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdúma. Br aB hltta frá kl. 10-12 t. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 286 Heimili: 80'6 Victor St. Slml: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St». Phone: 21 884 HelmiUs Tals.: 38 626 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknlr 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald »t. Talstmi: 38 889 Dr. S. J. Jóhannesson stundar almennar lœkningar 532 Sherburn St. Tals. 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street (jÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg iPhone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. FOWIER □ PTICAL &°d; ^FOWlfERj^BETTER^j 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS ANDERSON, GREENE & CO„ LTD. námasérfræðingar MeBlimir 1 Winnipeg Stock Ex- change. öll viðskiftl afgréidd fljótt og vel. Lindsay Bldg. 226 Notre Dame Wpg. Löpgilt af stjórn Manitoba-fylkia. Sími: 22 164. Finnið oss 1 sam- bandi við námuviBskifti yBar THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísL lögfræðlngar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 840 LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N íslcnzUir lögfræðingar. 356 Moin St. Tals.: 24 963 Peir hafa einnlg akrifatofur aS Lunáár, Riverton, Gimli og Plney og eru þar að hitta & eftlrfylgj- andi tlmum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrerta miBvikudag, Piney: priðja föstudag I hverjum m&nuði J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 2 1 033. Heima 29 014 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Residence Office Phone 24 206 Phone 24 107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg. A. C. JOHNSON »07 Confederation Llfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bifredða ábyrgð- ir. Pkritlegum fyrirspurnum svarað samstundis. Skrifstofusími: 24 263 Heimasiml: 33 328 J. J. SWANSON & CO. LIMITED R e n t a 1 b Insurance RealEstate Mortgagea 600 PARIS BLDG., WINNPEG. Phones: 26 349—26 340 Emil Johnson SKRVIOE ELEOTRIC Rafmagna Contracting — A llakyna rafrrvagnsáhöld seld og viO pau gort — Eg sel Moffat og CcClary elda- vélar og hefi þwr til synis á verk- stæði mínu. 524 8ARGENT AVB. (gamla Johnaon’s byggln.gin við Toung Street, Winnipeg) Verkst.: 31 507 Heima:27 286 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke 8t. Selur ltkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá begtl Ennfremur selur hann allskonar minnisvarðla og legsteina. Skrifstofu tal«. 86 607 Heimilis Tals.: 58 361 S Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 505 Boyd Building Phone 24 171 WINNIPÉG. SIMPS0N TRANSFER Verzla með egg-á-dag hænsnafðður. Annast einnig um allar tegundir flutninga. 647 Sargent Ave. Simi 27 240 Holmes Bros. Transfer Co. Baggage and Furniturr Moving Phone 30 449 668 Alverstone St., Winnipeg ViðskiftiUlendinga óskað. Giftinga- og JarOarfara- Blóm með Jitlum fyrirvara BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tals.: 50 790 St. John: 2, Ring 3

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.