Lögberg - 03.05.1928, Blaðsíða 6
BIs. ft.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ 1928.
Ljónið og Músin.
Eftir Charles Klein.
(Saga sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu,
kom fyrst út árið 1906 í New York).
“Ef það kemur fyrir,” sagði Jefferson, “þá
vona eg að þú verðir sú fyrsta til að óska mér
til hamingju, þegar eg kem heim. Þá bið eg
þig enn að verða konan mín. Má eg það! ’ ’
Shirley reyndi að brosa, þó henni væri ekki
hlátur í hug.
“Þegar þú ert orðinn frægur málari, þá
getur vel verið, að þú kærir þig ekki um mig,”
sagði hún.
‘ ‘ Eg kæri mig alt af um þig, ’ ’ sagði hann í
hálfum hljóðum og hallaði sér þannig á stóln-
um, að hann sá framan í hana, og þó skuggsýnt
væri, sá hann að hún hafði grátið og það var
reglulegur þjáningasvipur á andliti hennar.
Hann stóð á fætur og rétti henni hendina.
“Yertu sæl,” sagði hann..
“Vertu sæll, Jefferson,” sagði hún og stóð
upp og rétti honum höndina. “Við skulum
æfinlega vera vinir. Eg ætla líka að fara
burtu.”
“Svo þú ætlar líka að fara burtu — en
hvert?” spurði Jefferson, og kom honum þetta
mjög á óvart.
“Eg hefi verk að vinna í sambandi við mál
föður míns,” svaraði hún.
“Þú hefir verk að vinna í þessu sambandi,”
sagði Jefferson undrandi. “Hvað ætlar þú að
gera?”
“ Það get eg ekki sagt þér, Jefferson. Eg
hefi gilda ástæðu til að þegja yfir því. Þú verð-
ur að trúa því, sem eg segi, að það sem eg ætla
að gera, sé mjög áríðandi. Þú ferð þína leið,
Jefferson, og eg mína. Forlögin hafa hagað
því þannig, að við getum ekki átt samleið. Þú
kemur aftur frægur listamaður, en eg—”
“En þú?” tók Jefferson fram í.
“Eg ætla að verja lífi mínu fyrir föður minn.
Beyna að hjálpa honum og hlynna að honum.
—Nei, það er ekki til neims, Jefferson. Eg hefi
hugsað um þetta alt nákvæmlega. Þú mátt
aldrei koma aftur til mín, þú skilur það. Við
verðum að vera ein um mótlæti okkar, faðir
minn og eg. Vertu nú sæll, Jefferson.”
Hann bar hönd hennar upp að vörum sínum.
“Vertu sæl, Shirley. Gleymdu mér ekki. Eg
kem aftur til þín.”
Hann gekk ofan tröppurnar og út að hlið-
inu og út á strætið. Hún fylgdi honum með
augunum, meðan iiún gat séð til hans. Síðan
gekk liún aftur að stólnum og settist og hélt
klútnum sínum fyrir andlitinu og grét. Við
það létti henni mokkuð. Skömmu síðar kom
fólkið heim og hún sagði því hver hefði komið.
“Sonur Ryders, Jefferson, kom að sjá mig.
Við 'komum heim á sama skipinu. Stott kvnt-
ist honum, þegar við lentum.”
Rossmore þóttu þetta nokkuð undarlegar
fréttir, en sagði ekki annað en það, að hann
vonaði, hans vegna, að hann væri ólíkur föður
sínum.
“Hann er það,” sagði Shirley blátt áfram
og var svo ekki meira um þetta talað.
Næstu tvo dagana var Shirley að búa sig
undir að fara til New York. Stott ætlaði að
fara þangað með henni. Rétt áður en þau
lögðu af stað fékk S'hirley bréf. Eins og bréf-
ið, sem hún hafði fengið fyrir nokkrum dögum
síðan, kom það frá útgefendum hennar, og var
það á þessa leið:
“Miss Shirley Green,—
Mér þætti mjög vænt um að mega eiga tal
við yður á heimili mínu — Fifth Avenue —
hvaða dag, sem þér viljið til taka.
Yðar einlægur,
John Burkett Ryder.
per B.”
Shirley brosti, þegar hún las bréfið og rétti
Stott það. Svarið skrifaði hún svo áður en
hún lagði af stað og var það á þessa leið:
“Mr. John Burkitt Ryder,—
Mér þykir fyrir því, að eg get ekki orðið
við tilmælum yðar. Mér finst, að ef mér er
boðið að koma á heimili yðar, þá ætti það boð
að koma frá Mrs. Ryder.
Yðar einlæg,
Shirley Green.”
Hún sýndi Stott bréfið og sagði:
“Hann skrifar mér aftur, og næsta bréfið
verður undirskrifað af konu hans.”
Klukkustundu síðar lögðu þau af stað til
New York.
Xr. KAPITULI.
Fitzrov Bagley liafði fylstu ástæðu til að
vera ánægður með sitt ráð, og var það líka.
Kunningsskapur hans við dóttur Senator Ro-
berts var nú meiri og betri en nokkru sinni
fyr, og það sýndist ekkert því til fyrirstöðu, að
ÖH hans ráð ætluðu að hepnast ágætlega og að
hin auðuga Bandaríkjastúlka, Kate Roberts,
mundi bráðlega verða kona hans. Jefferson
hafði að vísu mjög óþægilega truflað fund
þeirra á skrifstofu Ryders, en þau höfðu fund-
ist aftur nokkrum sinnum og þá hafði alt geng-
ið miklu betur. Bagley hafði hepnast að telja
stúlkuna nokkurn veginn algerlega á sitt mál,
og nú var svo komið, að hann hafði svona hér
um bil fullkomið vald yfir vilja hennar og at-
höfnum.
Bagley vildi að þau giftu sig sem allra fyrst.
Hann hélt því fram við Kate, að Jefferson
hefði farist illa við hana og sýnt henni óvirð-
ingu og hún þyrfti að sýna honum, að hún
kærði sig ekki um hann og gæti vel komist af
án hans. Hann sagði henni enn fremur, að þar
sem faðir hennar vildi ekki annað heyra, en að
hún ætti Jefferson, þá væri ekki til neins fyrir
sig að biðja hann að samþykkja þenna ráðahag,
og því væri eini vegurinn fyrir þau að gifta sig
leynilega. Þegar þau væru gift, þá mundi fað-
ir hennar vafalaust sætta sig við orðinn hlut.
Bezt væri fyrir þau að gifta sig þar í borginni
svo lítið bæri á og fara síðan eitthvað burtu í
nokkra daga. Sjálfsagt mislíkaði föður henn-
ar þetta fyrst í stað, en það mundi ekki vara
lengi, og þegar þau kæmu aftur, þá mundi hann
áreiðanlega taka þeim með opnum örmum.
Kate hlustaði á allar þessar ástæður og hún
félzt á þær yfirleitt. Henni mislíkaði stórlega
við Jefferson, og hún var nógu heimsk til að
láta sér finnast, að hún næði sér að ein'hverju
leyti niður á lionum með því að giftast þessum
Englendingi, sem var af svo háum stigum. Þar
að auki fanst henni þetta mundi vera skemtilegt
æfintýri, þar sem hún væri sjálf söguhetjan, og
það væri svo einstaklega mikið gaman að þessu
öllu saman.
Roberts Senator hafði vitanlega enga hug-
mynd um þau leyniráð, sem hér voru lögð gegn
heimilisfrið hans. En hins vegar var honum
mjög ant um, að dóttir sín giftist Jefferson,
svo hann mintist enn einu sinni á þetta við vin
sinn Ryder. Hann sagði, að nú væru liðnir
nokkrir dagar síðan Jefferson kom heim, og
nú vildi hann fá að vita fyrir víst, hvað hann
* hugsaði sér viðvíkjandi dóttur sinni. Ef þau í
raun og veru væru trúlofuð, þá ætti það að vera
gert opinbert. Það væri ekki rétt gagnvart sér
og því síður gagnvart dóttur sinni, að láta þetta
dragast svona von úr viti, og hann lét á sér
skilja, að hann og Kate mundu ekki verða tíðir
gestir á heimili Ryders, ef þetta gengi svona
mikið lengur.
Ryder var í standandi vandræðum með
þetta. Honum var fjarri skapi, að vilja styggja
þennan vin, sem oft hafði reynst honum þarfur
félagi, þegar hann þurfti einhvers með frá
Washington. Hann fann, að umkvartanir hans
voru á rökum bygðar, en hvað gát hann gert?
Sjálfur vildi hann' öllu öðru fremur, að þau
Jefferson og Kate yrðu hjón, en það var ekki
við lamb að leika sér, þar sem sonur hans var,
og sízt af öllu nú, síðan hann komst í kynni við
Miss Rossmore. Hann sagði vini sínum ekki
frá samtali þeirra feðga, þar sem Jefferson
hafði sagt honum hreint og beint, að það kæmi
ekki til nokkurra mála, að hann giftist Kate.
Ryder hafði sínar eigin ástæður til þess að
reyna að draga þetta dálítið á langinn. Það gat
vel verið, að Jefferson hætti við að fara burtu
og það var ekki óhugsandi að hann léti undan.
Hann stakk því upp á því við Roberts, að hann
opinberaði trúlofunina í blöðunum og gæti vel
verið, að það hefði þau áhrif að þau létu af
þessu verða.
Fáum dögum síðar birtist þessi frétt í ýms-
um New York blöðunum
“Trúlofun sína hafa þau opinberað, Miss
Katherine Roberts, einkadóttir Roberts Senat-
ors frá Washington, og Jefferson Ryder, sonur
John Burkitt Ryders.”
Tvær manneskjur í New York sáu þessa
frétt samtímis og urðu báðar jan steini lostnar,
þó það væri sitt með hverju móti. önnur
þeirra var Shirley Rossmore, sem af hendingu
sá þetta í blaðinu einn morguninn, þegar hún
kom ofan að borða morgunverð í greiðasöul-
húsinu, þar sem hún nú hélt til.
“Núna strax”, sagði hún við sjálfa sig.
En því ekki það? Hún gat ekki áfelst Jeffer-
son. Jefferson hafði oft sagt henni frá þessu
kvonfangi, sem faðir sinn ætlaði sér, og þau
höfðu bæði hlegið að þessari ráðagerð gamla
mannsins, sem þau voru bæði viss um, að aldrei
mundi verða neitt af. Hún vissi fullvel, að
Jefferson hafði aldrei kært sig um þessa stúlku,
eða tekið þetta alvarlega. Hér hlyti því að vera
um einhver sterk áhrif að ræða. Þetta var
henni enn ný sönnun fyrir því, hvaða afar-
menni Ryder eldri hlyti að vera, en því meira
langaði 'hana til að sjá hann og reyna sína and-
legu krafta við hans. Hún var of mikið að hugsa
um sakir föður síns, til þess að gefa sig mikið
við sínum eigin, þó lxún í þetta sinn hefði alveg
sérstaka ástæðu til, en hún reyndi allan dag-
inn, sem bezt hún gat, til að koma þessari fregn
út úr huga sínum. Það var nú full vika síðan
hún kom til New York, og hún hafði meira að
segja haft nóg að gera og talað við fjökla af
ritstjórum -ng útgáfufélögum, og hún hafði enn
skrifast á við Ryder, eða öllu heldur konu hans.
Hún hafði fengið sæmilegan verustað á greiða-
söluhúsi við Washington Square, og þangað
hafði Stott komið nokkrum sinnum að sjá hana.
Bréfaviðskiftum þeirra Ryders var nú þannig
komið, að það var ekki hægt að snúa aftur, og
það var ekki til neins að fresta því, sem fram
átti að koma. TveimuP dögum eftir að hún
kom til New York, hafði hún fengið bréf frá
ATrs. Ryder, þar sem hún bað hana mjög vin-
samelga að koma og sjá sig. Shirley hafiði svo
skrifað henni, og tiltekið dag og stund, sem
hún mundi heimsækja hana, og nú var sá dag-
ur kominn, og það var einmitt sami dagurinn,
sem þessi trúlofunarfregn birtist í blöðunum.
Þegar hún hafði borðað miðlagsverð þenn-
an dag, fór hún að búa sig til ferðar. Hún
varði æði löngum tíma til að búa sjg, því henni
var töluvert ant um að líta sem bezt út, þegar
hún kæmi á fund hins mikla manns. Hún leit
að-Ansu æfinlega vel út, hvernig sem hún var
klædd, og hún hafði enn nógar birgðir af fall-
egum kjólum, sem tilbixnir voru bæði í París og
í New York, því fátæktin hafði enn ekki haft
áhrif á fatabyrgðir hennar. Hún valdi sér grá-
leitan kjól úr ágætu efni, og stráhatt með rauð-
um rósum, sem var hennar uppáhalds litur. Um
tvö-leytið lagði hún af stað og henni datt í hug
að þetta væri ekki ósvipað þyí, að músin legði
til einvígis við Ijónið.
Það leit regnlega út, og því hætti hún við að
ganga, eins og hún hafði fyrst ætlað sér, og fór
með spoxwagninum mestan hluta leiðarinnar.
Hún var svo falleg og svo vel búin, að sam-
ferðafólkið glápti á hana, og þótti undarlegt,
að þessi glæsilega kona, skyldi ferðast með
sporvagni. En fatnaðurinn og útlitið er engan
veginn áreiðanlegur mælikvarði fyrir efnahagn-
um, og Shirley var nú sem óðast að læra þá list,
að vera sparsöm og fara vel með peninga sína.
Hún var engan veginn óhrædd eða kvíða-
laus, þegar hún lagði af stað í þessa ferð. All-
ar hennar ráðagerðir voru í raun og veni bygð-
ar á ímyndunum og hugmyndum einum, og nú,
þegar hún var að fara á fund Ryders, kom upp
í huga hennar alls konar efasemdir og kvíði.
Ef til vildi þekti harrn hana í sjón og sakaði
hana um að læðast þangað inn undir fölsku
nafni og léti þjóna sína reka hana út. Hvílík
óvirðing! En jafnvel þótt þetta yrði nxi ekki,
þá gat hún í raun og veru ómögulega búist við
að finna þessi bréf, þó hún væri í húsinu að-
eins litla stund. Þetta hefði sjálfsagt alt ver-
ið bara vitlaus hugmynd frá upphafi. Stott
hafði haft rétt fyrir sér; hún sá það nú. En
hún hafði nú einu sinni byrjað á þessu, og hún
ætlaði ekki að gefast upp að óreyndu. En þeg-
ar hún nálgaðist áfangastaðinn, þá voru til-
finningar hennar því líkar. sem maður hefir,
þegar tannlæknir ætlar rétt að fara að draga
úr manni tönn. Það fór nokkurs konar kulda-
hrollur um hana alla. Henni leið þannig, að
hún mundi hafa snúið aftur, ef sú tilfinning
hefði ekki varnað því, að slíkt væri alt of mikil
ragmenska, sem hún fyrirvarð sig fyrir. En
hún lét ekkert af þessu á sig fá, en hélt beint í
áttina þangað, sem ferðinni var heitið.
Einn af þeim, sem lásu þessa trúlofunar-
fregn í blöðunum, tók henni áreiðanlega ekki
með köldu blóði. Það var Jefferson Ryder.
Hann var á verkstofu sinni þegar hann sá þetta
og varð æfur við, og fór þegar út til að komast
eftir, hver væri valdur að þessari ósvífni. Hann
sá vel, hvar fiskur lá undir steini. Með þessu
móti átti að neyða hann til að ganga að eiga
stúlkuna, svo ekki yrði opinbert hneyksli úr
þessu öllu saman. Hann efaði ekki, að þetta
væru ráð föður síns. Hann réði fljótlega við
sig hvað gera skyldi. Hann ætlaði strax að
fara burtu og losna við þessa vanvirðu og leið-
indin, sem lagðist á hann eins og martröð.
Hann skyldi sýna föður sínum í eitt skifti fyrir
öll, að hann væri maður fyrir sínum dyrum og
að hann ætlaðist til þess að það væri ekki leng-
ur farið með sig eins og barn.
Hann fór að hugsa um, hvað Shirlev væri
nú að gera, og hvar hún væri niður komin.
Hvað var þetta, sem hún ætlaði að taka sér
fyrir hendur, og hann mátti ekki fá að vita hvað
væri? Nú, þegar hún var horfin honum, gerði
hann sér enn Ijósari grein, en nakkru sinni
áður, fvrir því, hversu heitt hann únni henni,
og hve líf sitt mundi verða snautt og tómlegt
án hennar. Honum skildist, að sér gæti aldrei
liðið vel, fyr en hún væri orðin konan hans.
Það, sem hún hafði sagt við hann, hafði ekki
tekið frá honum vonir hans. Eins og á stóð,
gat hún varla talað öðru vísi en hún gerði. Það
var ekki við því að búast, að hún vildi giftast
syni John B. Ryders, meðan mál föður hennar
stæði yfir. En að því loknu skyldi hann aftur
fara til hennar, hvemig svo sem það færi, og
biðja hana enn á ný að verða konan sín.
Þegar Jefferson kom heim til sín, kom hann
þegar auga á Bagley, sem þar var alstaðar ná-
lægur og meira bar á, heldur en nokkrum öðr-
um á heimilinu. Hann var að fá einum þjón-
anna nokkur bréf og gaf honum einhverjar
fyrirskipanir. Jefferson sneri sér þegar að
upp blaðið, sem flutti trúlofunar-
fréttina góðu og sagði:
“Heyrið þér, Bagley, hvað á þetta að þýða?
Er þetta eitt af yðar verkum?”
Bagley leit á Jefferson og hló kuldalega, en
syaraði honum engu og Ieit ekki einu sinni á
blaðið, en hélt áfram að tala við þjóninn:
Láttu frímerki á öll þessi bréf, og láttu þau
strax í póstinn. Þau eru mjög áríðandi. ”
Þjónninn tók við bréfunum og fór sína leið,
en Jefferson endurtók spurningu sína.
“Hvað ætli eg hafi að gera við þetta?” svar-
aði Bagley. “Þér emð áreiðanlega að fara of
Iangt. Þér getið ekki búist við, að eg fari að
leggja mig niður við að skifta mér af yðar
sokum. ” -
Jefferson var ekki í þyí skapi, að 'hann gæti
tekið storkunaryrðum frá nOkkrum og allra
sizt frá Bagley, sem hann fyrirleit meira en
nokkurn annan mann. Hann gekk þvx' nær
honum og sagði með þrumurödd:
“Það sem eg á við, er það, hvort faðir minn
hefir skipað yður að senda þá frétt til blaðanna
að við Miss Roberts séum trúlofuð, og eg heimta
að þer segið ja e»a nei.”
Bagley ^ Wikuna og honum fanst
Jerrerson vera til alls búinn, svo hann færði
— ^ og svaraði nú í mildari
rom:
“Eg veit alls ekkert nm þessa fregn. Eg
hefi aldrei fvr heyrt á hana minst. Því snvrí-
ið þér ekki föður yðar?”
“Eg ætla að gera. það,” svaraði Jefferson
og fór í áttina til skrifstofudyranna, en Bagley
stöðvaði hann og sagði:
“Þér getið ómögulega séð hann núna. Elli-
son leynilögreglumaður er inni hjá honum, og
faðir yðar sagði mér að gæta þess, að enginn
gerði þeim ónæði, hvað sem við lægi, og svo
ætlar hann klukkan þrjú að tala við einhvern
kvenmann, sem skrifar bækur.”
Jefferson þóttist sjá, að Bagley væri að •
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPI HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
Offlee: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ Og GŒDl ALVEG FYRIRTAK
Þeir íslendingar, er í hyggju hafa aíS flytja búferlum til
Canada, hvort heldur er heiman af Islandi eða frá Bandaríkjun-
um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs.
Nýjasta o£ bezta
BRAUÐTEGUNDIN §
Búin til meö ágœtasta rjómabús
smjöri U
Það er smjörið í Bamby brauði, sem gerir það öllu
' )
öðru brauði betra. Hvert einasta brauð í umbúðum.
Kaupið þessa brauðtegund strax í dag! Fæst hjá mat-
vörukaupmanninum, Canada Bread umferðasölum eða
með því að hringja upp 32 017-32018.
Canada Bread Co.
Limited
A. A. RYLEY, Manager í Winnipeg
Sendið korn yðar
tii
UNITEDGRAIHGROWERSl?
Bank of Hamilton Chambers
WINNIPEG
Lougheed Building
CALGARY
Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er.
SiMHWHKHKHKHKHKHKfOOOOOOOOOOOOOOOOOOCfOOOOOOOOOOOOOOOO"
I
Er ÁBYRGÐAR-SKÝRTEINI Yðar
GENGIÐ ÚR GILDI ?
Getiö þér staöið yöur við að voga nokkru gegn hættunni, sem altaf
vofir yfir—ELDINUM?
Látið Oss Tryggja Yður
Penlngar til láns gegn fasteignaveCi I borginni eða útjaðra borgum með
lœgstu fáánlegum rentum.
HOME SECURITIES LIMITED
468 MAIN STREBT
Phone: 23 377
:: WINNIPEG.
LEO. JOHNSON, Secretary.
segja satt í þetta sinn, svo hann hélt ekki lengra
áfram. Hann gat séð föður sinn seinna, eða
gert honum orð með móður sinni. Hann fór því
inn til hennar og talaði um þetta mál við hana.
Hann sagði, að hér væri alt of langt gengið af
hálfu föður síns, og sagðist nú skyldi sýna
honum, að hann réði nú ekki lengur yfir sér, og
nú færi hann tafarlaust til Evrópu. Hún hafði
þegar heyrt um þá fyrirætlun hans, svo henni
kom þessi fregn ekki mjög á óvart. Hún gat
ekki kastað þungum steini á son sinn og í raun
og veru þótti henni vænt um að sjá kjark hans
og sjálfstæði, og ef ferð hans til Evrópn gæti
orðið honum til ánægju, þá vildi hún með engu
móti verða til þess að halda honum heima. En
samt sem áður grét hún og bað hann að vera
hjá sér. En Jefferson lét það ekki breyta sín-
um fyrirætlunum og hað hana að láta föður
sinn vita, að þetta væri afráðið, að innan fárra
daga legði hann af stað til Evrópu. Hann
sagðist skyldi reyna að koma seinna um daginn
til að sjá föður sinn, en ef ekki, þá bað hann
hana að skila kveðju sinni til hans. Hún lof-
aði honum að gera það. Skömmu síðar kvaddi
hann móður sína og fór.