Lögberg - 03.05.1928, Blaðsíða 7
LÖGtBERG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ 1928.
Bls. 7.
er penmgar geta
keypt
5Cc askjan hjá öllum
Atvik og athujasemdir.
(Niðurl. frá bls. 3.)
jörð. Alt, sem doktorinn fann,
voru 2 bein og ein tönn: Höfuð-
skel (íhvirfilskífan), og 50 fetum
fjær lærleggur, og ein tönn, þrjú
fet frá höfuðskelinni. Hefi eg í
höndum tilvitnan í Encyclopedia
Britannica (1922) 30. bindi, bls.
145, sem virðist að gera heldur ó-
ákveðinn mann úr þessum hlut-
um. Jafnvel sumir, sem þóttust
alveg vissir í sinni sök, yngdu
Java-piltinn niður í 375,000 ár —
að eins til helmings!
Eoanthropus Dawsoni eða Dawn
Man (Morgunnmaður?) Hann
mun hafa verið Englendingur, því
það sem af honum fanst við upp-
gröft, var að Piltdown, Fletching,
Sussex á Englandi. Er hann því
einnig nefndur ‘Piltdown maður’,
og reikna sumir, að hann hafi
andast fyrir að eins(!) 143,333,333
árum. Alt það er hér fanst, var
4 brot úr hauskúpu, nefbein, ein
tönn og brot úr kjálka. Kemur
vísindunum herfilega illa saman
um, hvort þessi beinabrot séu öll
úr einni og sömu skepnu eða eigi.
Homo Heidelbergensis eða Hei-
delbergmaðurinn, er sköpunarlega
merkilegastur allra þessara æru-
verðu gamalmenna, og því heiðr-
aður með latínunafni. Dr. Shoe-
tensack fann hann 69 fet í jörðu
niðri. — Allan saman? Svo mátti
það heita. Hann fann kjálka með
tönnum í. Meira var þar ekki. —
Allir þessir forfeður virðast hafa
verið á niðurleið. Nokkrir fleiri
“tapaðir hlekkir’’ hafa fundist, en
þessa nægir að minnast á nú.
En hví tel eg Heidelbergmann-
inn mérkilegastan? Auðvitað
vegna reikningslistarinnar, sem
skapaði úr kjálkanum heilan
mann, Kjálkinn er talinn -(reikn-
aður) að vena 700,000 ára gamall.
Hvorki þessi öldungur né hinir
félagarnir eru frægir fyrir sálar-
stærð né gáfur. Ekki minsti snef-
ill af sál hefir fundist e n n þeim
tilheyrandi, og allir eru þeir fræg-
ir fyrir sparsemi í heilarúmi.
Sönnum evolutionistum, einkum
Darwinistum, kemur saman um,
að sköpun mannsins, eftir biblíu-
sögunni, se skelfing ótrúleg og ó-
verjandi. Sjáum nú hver sagan
er eðlilegri, rökfræðilega.
IBiblíutrúmenn (Eundamental-
istar) gera ráð fýrir guði, alvís-
um 0g almáttugum. Þessi guð
skapaði jörðina og “duft jarðar”.
Hefir ef til vill verið)búinn að
að hugsa sér til hvers nota skyldi
skapaða hluti í framtíðinni Tek-
ur svo duftið, alveg nýja mold,
og býr til úr því nýjan A d a m —
aldrei neitt líkt honum áður til
venð — 0g blæs nýjum, Jifandi j
anda í nasir hans. Adam var því
góð HEILSA EFTIR FIMM
ara heilsuleysi.
Tr.-]1iIr' TVT0vila Nadeau, Whitnes-
rfimr^1^88'’ Var mjög heilsuveill
i fimm ar og reyndi allskonar
meðul, en fékk enga bót fýr en
hann reyndi Nuga-Tone. Hér er
boðskapur, sem öllum kemur við
sem hafa bilaða heilsu: “Nuga-
Tone reyndist mér ágætlega. Nú
get eg sofið vel a nottunni og hefi
f^ðniiriiatarlysi:- * fimm ár reyndi
en xr sk°n.ar me®ul árangurslaust,
an.Nuga-Tone reyndist rétta með-
keHsub^t”3 ÞV1 *að Þakka mína
S8;“‘að S'
a!«7areií”"
a,‘ S11?,n, lika, þegar manneski-
an er veikluð a heilsu, hefir litía
matarlyst og slæma méltingu, eðf
gas í maganum eða hefir nlrna-
ee3 ,llf/arvei,kl’ eða ef hún þjáist
af hofuðverk, svima eða öðrum
þess konar kvillum. Ef þér líður
ekki eins vel oe bér finst að vera
ætti, þá reyndu Nuga-Tone og
muntu sannfærast um ágæti þess.
Nuga-Tone fæst hjá öllum, sem
selja meðul. Ef sá. sem þú skift-
ir við. skyldi ekki hafa það. þá
láttu hann panta það frá Íyfsal-
anum.
frumlíf skapaðrar tilveru. Síðan
tekur hann nýtt rlf flr þessum
nýja manni og býr til nýja E v u.
Skemtilegustu og merkilegustu
konu, er sögur fara af. Mér hef-
ir aldrei fundist ótrúiegt, að al-
máttugur og alvís guð væri fær
um að gera þetta, né alt annað,
sem sagan eignar honum. Það,
sem breytiþróendur finna aðal-
lega að, er hugmyndin um al-
mætti, og að hér ber ekki á marg-
földunar reikningslistinni.
Berum nú saman sköpun Mr.
Heidelbergensis og sköpun Adams-
hjónanna. Þegar þess er gætt,
að Dr. Shoetensack og vinir hans
höfðu ekki annað efni í sinn
roann, en einn lélegan kjálka,
700,000 ára gamlan, þá sannarlega
er frásaga fundamentalista svo
trúleg, að hún er að eins hvers-
dagsleg orðin. Sannast hér munn-
mæiasagan íslenzka um Björn sál.
Gunnlaugsson. Hann átti að hafa
sagt: “Alt er mögulegt með
reikningi. Maður getur jafnvel
lært sund með reikningi” (ísl.
þjóðsaga). Hér á líka við, þegar
rnaður sér Mr. Heidelbergensis í
anda, það, sem mælt var að öldr-
uð kona nokkur hefði sagt, þeg-
ar hún steig inn í Prestsbakka-
kirkju (á íslandi) nýsmíðaða:
“Jah, mikil eru verkin drottins, . .
. . en mannanna, — Jesús minn!”
Þegar maður hugsar um þessi
tvö, ólíku sköpunarverk samhliða,
verður manni líkum næst að finn-
ast lítið til um biblíusöguna, finn-
ast sá möguleiki liggja, sem sjálf-
sagður, í augum uppi, en öll undr-
in séu í reikningslist Dr. Shoet-
ensacks og hans sinna. Vitanlega
var þessi örlitli munur á Adam og
“Homo” gamla, að annar hafði
sál, en hinn ekki. En það er ó-
þarfi að fjasa um aðra eins smá-
muni, og það.
Það var sjötta ágúst, að haldin
var Þjóðræknis eða heimferðar-
fundur hér í samkomuhúsi bygð-
arinnar. Ekki var fundur sá líkt
því eins vel sóttur og verðskuld-
un var til. Aðkomnir aðalræðu-
mennirnir voru séra J. A. Sigurðs-
son, séra Rögnvaldur Pétursson,
W. H. Paulson, Árni Eggertsson
(Winnipeg), Árni Eggertsson frá
Wynyard og Dr. K. J. Austmann.
Var fundurinn einkar skemtileg-
ur eins og af ofannefndu mann-
vali mátti vænta. Ef til vill var
ræða séra Rögnvaldar yfirgrips-
fróðlegust; en þótt svo sé hér til
orða fært, gerir það á engan hátt
lítið úr ræðum hinna. Eftirtekt-
arverðust væri ef til vill ræða
Árna lögmanns (Wynyard) fyrir
yngra fólkið, frásagnir úr ferða-
sögu sjálfs hans til og um ísland
og hve sérlega vel hann bar öllu
því söguna, er hann þar hafði
kynst.
Annars var ágústmánuður síð-
astl. ár reglulegt mentatíma(bil
fyrir okkur hér austan við vatnið
Foam Lake. Miss Þórstína Jack-
son hafði myndasýningu og fyrir-
lestur um ísland 18. ágúst að
kvöldi til. Var þessi fyrirlestur
betur sóttur en flestir aðrir þeir,
er fluttir hafa verið í samkomu-
húsi okkar hér. Þessar myndir
tókust allar mjög vel og voru vel
valdar. Voru flestar þeirra l't-
myndir með náttúrlegum litblend-
um. Leyndi það sér eigi, að Miss
Japkson hefir verið iðjusöm þann
tíma, er hún ferðaðist um ísland,
og litið eftir ýmsu. Geri eg ráð
fyrir, að hún hafi tekið þar miklu
fleiri myndir, en hér voru sýndar.
Erindi það, er hún flutti hér, var
hið allra vinsamlegasta í garð ís-
lendinga austan hafs, og hefði hún
naumast getað borið betri sögu
um viðtökur og gestrisni, er henni
var veitt í ókunnu átthögunum.
í^að er öldungis ekki ástæðulaust,
þótt gert sé ráð fyrir, að fyrir-
lestrar hennar treysti að mun
vinsemisböndin milli ættingjanna
beggja vegna hafsins; og ekki
einungis þau, heldur einnig eru
erindi hennar líkleg til að glæða
að mun samúð milli þeirra, er á
hlýða, eins og flest mál það, er á
hugðnæma vísu snertir hinar betri
taugar ræktarsemi og viðkvæmra
endurminninga.
Folk ætti að sinna þessum
myndasýningum og fyrirlestrum
Miss Jackson enn betur en verið
hefir, og þannig hvetja bæði hana
og aðra, sem flytja fræðandi og
skemtandi fyrirlestra, sem eigi
eru stílaðir í þeim anda að líklegt
sé, að valdi óeiningu meðal þeirra
er á hlýða og annara út í frá.
Á mjög fjölmennri samkomu,
sem Red Cross félaginu var hald-
in í bænum Foam Lake, skemtu
aðallega þrír íslendingar, og telja
ýmsir, að þetta væri ein bezta
samkoman af því tagi, sem mönn-
um hefir þar verið boðin. Ræðu-
mennirnir voru séra Carl J. 01-
'son, hinn alkunni mælskumaður, I
og Mr. Steinson, yfirkennari að J
Wynyard, ungur maður, sem eg
voga að spá fyrir, að hugsi málin
fremur en almennast gerist, þeg-
ar hann kemst hærra í aldur.
Voru ræðurnar að því einu líkar,
að báðar voru góðar og skemti-
legar, og var þeim góður rómur
gefinn.
Enn var þar píanóspy að vissu
leyti einkennilegt. Þetta var tví-
spil (duet), og spilaði fyrst efri
raddir kona nokkur, sem heima á
í bænum, ungleg mjög og fagur-
lituð, músíkkennari, flink og fjör-
ug, “ljóshærð og litfríð og létt
undir brún”. Neðri raddir, aftur
á móti, silaði háöldruð kona, há
og grönn (Mér sýnist ætíð að hún
muni vera fult 6 fet á hæð). Var
henni aldurs vegna sjáanlega erf-
itt að komast upp á pallinn. Get
eg til, að ókunnir hafi búist hér
við ólíkum handbrögðum. Lagið
var bæði langt og erfitt, fjörugt
eins og æskan. Heyrði eg fólk
hvísla um það, að mesta furða
væri, að gamla konan skyldi geta
staulast yfir skrefin á slag-
hörpunni. “Ó, þetta er enginn
vandi,” mælti önnur, “það geta
allir spilað undirraddir.” En svo
fóru leikar, að “frúr” þessar voru
kallaðar fram í annað sinn. Og
nú tók gamla konan efra sætið,
og til allrar “forundrunar” lukk-
aðist við þær nóturnar eins og
hún væri þeim engu óvanari. Var
músík þessi hin bezta skemtun.
Nöfn þessara kvenna eru: Mrs.
Nickolson (;sú eldri), og Mrs.
Titus (sú yngri). Eiga báðar
heima í Foam Lake.
Á milli skemtiatriða annara
söng Mr. Árni Stefánsson frá
W.peg nokkur lög, fjögur að mig
minnir. Hann er einn af þessum
snotru söngmönnum. Hefir lipr-
an róm, ef til vill ekki geypilega
háan, en viðfeldinn og algerlega
tilgerðarlausan. Maðurinn kem-
ur fyrir sem snyrtimaður af fyrstu
röð og býður af sér hinn bezta
þokka. Dettur mér í hug að minn-
ast hér á eitt ítalskt lag, er hann
söng, vegna þess, að ýmsum féll
það enn betur í geð en sum hinna.
Þetta sama lag heyrði eg tveim
dögum síðar á Radio, sungið suð-
ur í ríkjum, auðvitað alveg eins
að tónskrefum og takti, en með
breyttum blæ.
Þa^5 halda ýmsir að tveir menn,
sem lært hafa vel sama lagið,
hljóti, ef þeir eru sannir söng-
menn, að syngja þetta lag báðir,
svo engan mun megi á finna. Sú
hugmynd á algerlega við spiladós-
ir, skopparakringlur með tónfjöð'*-
um og menn, sem ekki eru söngvir
að náttúrufari, en læra “mechan-
ically.”
f
Söngurinn sem list, er þýðing á
tónljóðum, sem með er farið, og
verður því hugsjóna-mynd ■ com-
ónistans dregin hugsjónalitum
söngvarans. Ef til vill syngja
engir góðir söngmenn nokkurt lag
algerlega eins á allan hátt og tón-
skáldið sjálft myndi gera. Valda
því ýms auðsæ skilyrði, sem hér
er elgi rúm að ræða. En sökum
þess, að eg gat þess, að söngur,
sem list, væri þýðing á frum-
tóntextanum, til skilnings fyrir
áheyrendur, mætti eg skýra málið
öráum orðum.
Allir kannast meira eða minna
við þýðingar tungumála. Nálega
öllum mun vera auðvelt að læra
að þýða rit annara næsta ná-
kvæmlega á orðabóka vísu. Sú
þýðing er engin list. Listin felst
í því, að grípa fullum tökum and-
ann, sálina í frumritinu og sýna
hana bert og greinilega, oft með
mjög mismunandi orðum. Engir
tveir menn þýða t. a. m. stutta
sögu algerlega eins. Þegar til
Ijóða kemur, eykst vandinn marg-
faldlega. Ef hárrétt skal þýða
Ijóð, má hvorM spilla né bæta
hugsjón frumhöfundarins.
Þýðing sönghugsjónar er bygð
á sama grundvelli: fullum skiln-
ingi á laginu eins og það kemur
frá tónskáldinu í rituðum tákn-
um, sem nokkrum veitist létt að
rýna, en fjöldanum eru dulrúnir
og glýju valdandi.
AF HEILUM HUG FÁEIN
ÞAKKARORÐ.
Eg undirritaður get ómögulega
látið það lengur hjá líða, að þakka
hina höfðinglegu hjálpsemi, sem
að skólakennarar og skólaráðs-
fulltrúarnir hér á Gimli létu mér
í té, með því þann 3. apríl að koma
heim til okkar hjónanna með pen-
ingagjöf, $150, sem inn komu á
skólasmakomu, sem haldin var 23.
marz. Peningana færðu okkur
hjónunum, þeir kaupmenn Hannes
Kristjánsson og Stefán Eldjárns-
son. — Ástæðan til þess að mér,
eða okkur hjónunum, var sýnd
þessi góðvild, var mest sú, að 26.
nóvember síðastliðinn varð eg
svo veikur, að eg gat ekki stund-
að starfa þann, sem eg með gleði
og áhuga var búinn að hafa á
hendi í samfleytt 17 ár—Þar sem
eg svo lengi var búinn að vera
frá verki, gladdi þessi peninga-
gjöf, ekki lítið okkur hjónin. En
engu minna gladdi okkar oft
hrelda huga (út af vinnnuleys-
inu) hinn mildi hugur og hin ljufa
velvild, sem alstaðar kom í Ijós,
bæði hjá kennurunum, skólabörn-
unum og foreldrum þeirra. Al-
staðar fundum vþð eins og hlýja
vorsólargeisla snúa að okkur. —
Launin frá Guði villast ekki. Þau
koma áreiðanlega á þeim tíma,
sem bezt gegnir.
Gimli, 25. aríl 1928.
Mr. og Mrs. Arni Gottskálksson
Friðrikka Jónsdótlir
látin.
Fædd 1841, dáin 1927.
Þann 20 . desember s.l. andaðist
að heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar, Mr. og Mrs. J. J. Hrapp-
sted í Swan River dalnum í Mani-
toba, konan Friðrikka Jónsdóttir,
rúmra 86 ára gömul, fædd 22.
sept 1841 á Hvarfi í Bárðardal.
Foreldrar hennar voru Jón Jóns-
son og Bóthildur Björnsdóttir.
Föður sinn misti hún þegar hún
var á sjöunda árinu, en móðir
hennar giftist aftur. og var seinni
maður hennar Ásmundur Sæ-
mundsson, og var sonur þeirra
hinn efnilegi rithöfundur og skáld
Valdimar Ásmundsson, sem stofn-
aði og um langt skeið gaf út
blaðið “Fjallkonuna” í Reykjavík
og vann sér orðstír sem mikill
gáfumaður. — Friðrikka sál. ólst
upp með móður sinni og stjúpföð-
ur, og fluttist með þeim, seytján
ára að aldri, að Daðastöðum í
Reykjadal. Þar voru þau í fimm
ár; þaðan fluttust þau að Ytra-
Álandi í Þistilfirði, og þar gift-
ist sú framliðna Ólafi Mikael
Jónssyni, hinum bezta og efnileg-
asta manni. Fimm ár bjuggu þau
að Ytra-Álandi, en fluttu þaðan
að Kúða í sömu sveit, og héldu
þar myndar og rausnar heimili í
19 ár, eða þar til árið 1888, að
þau fluttu vestur um haf.
Ólafur Jónsson var einn af
allra mestu glæsimonnum í al-
þýðuhópi sinna samtíðar og sveit-
arhöfðingi, hreppstjóri lengst af
meðan hann var á Kúða, sýslu-
nefndarmaður m. f 1.; gáfu- og
spektar maður og drengskapar-
maður. Var Kúði höfuðból þeirra
Þistilfirðinga um daga þeirra
Ólafs og Friðrikka. — Þau voru
farin að eldast, er haldið var vest-
ur um ver. Fóru þau beina leið
til Argyle; tók þar á móti þeim
Ásmundur Ásmundarson fóta-
lausi og kona hans, Kristbjörg
Jónsdóttir; var það foynkunningja
fólk; hafði Ásmundur verið hjá
þeim á íslandi og þau hjón beint
góðu að honum. Reyndust þau nú
gestum sínum eins og beztu syst-
kini, og voru þau hjá þeim fyrstu
þrjú árin, en þá námu þau land í
Hólabygðinni í Cypress sveit ár-
ið 1891 og fluttu þangað, og
bjuggu þar í sex ár, seldu þá
landið og brugðu búi og fluttu aft-
ur til Argyle, og voru í nokkur
ár hjá hr. Hirti Sigurðssyni,
sem síðar fluttist vestur að
Kyrrahafi. En frá Argyle flutt-
ust þau aftur í Hólabygðina, til
Tryggva sonar ólafs af fyrra
hjónaband og dvöldust þar, þar
til Ólafur dó um vorið 1906; en
Friðrikka var þar áfram þar til
um haustið 1911, að hún fluttist
til dóttur sinnar í Swan River, sem
hún dvaldi síðan hjá og dó hjá,
eins og áður er getið.
Systkini Friðrikku sál. voru:
(1) Björn, fluttist vestur um haf
og bjó að Sviðningi í Nýja ís-
landi og dó þar fyrir nokkrum
árum; (2) Sigurveig, gift Guð-
jóni Halldórssyni að Gardar, N.
D., dáinn fyrir mörgum árum; (3)
Þóra, eftirlifandi ekkja Gottskálks
Pálsonar frá Flögu i Þistilfirði,
nú til heimilis í Swan River; (4)
Abigael, fyrri kona óiafs Jóns-
sonar (þeirra son er Tryggvi Ól-
afsson, sem þau hjón, ólafur og
Friðrikka dvöldu lengi hjá í Hóla-
bygðinni; hann flutti nokkuð á
undan föður sínum vestur um haf
og bjó fyrst í Grafton, N.D., en
nú í rúm 30 ár í Hólabygðinni,’
vel gefinn drengskapar maður;
hann er giftur Berglaugu Guð-
mundsdóttur frá Sköruvík á
Langanesi, rausnar og sómakonu) ;
(5.) Valdimar, sem áður er getið,
var hálfbróðir Friðrikku.
Þeim hjónum, Ólafi og Frið-
rikku, varð þriggja barna auðið:
(1) Óli Friðrik, dó 13 ára; (2)
Sigfús, dó 8 ára; og (3) Abigael,
gift Jóni J. Hrappsted, bónda í
Swan River dalnum, einum af
fyrstu landnámsmönnum þar; er
hann ættaður frá Hrappstöðum í
Vopnafirði. Hjá þessari einu
dóttur sinni naut hún skjóls síð-
ustu árin og gekk þaðan til hvíld-
ar. Hún var lasin frá því snemma
í haust, en rúmföst að eins þrjá
daga.
Friðrikka sál. var vel gefin til
sálar og líkama, eins og öll þau
systkini voru, ráðvönd til orða og
athafna og vildi ekki vamm sitt í
neinu vita. Gestrisin og skemti-
leg í samræðum. Eg var henni
kunnugur til margra ára, mat
hana og bar virðingu fyrir henni
og þeim mörgu góðu einkennum,
sem hana prýddu, sem var sameig-
inleg eign hennar og hinna mörgu
eldri íslendinga, sem hér brutu
ísinn og ruddu veginn, með þraut-
um og þjáningum, með sjálfsaf-
neitun og fórn, með velferð kom-
andi kynslóða í huga. — Guð
blessi minningu frumherjanna
gömlu, og guð blessi minningu
Friðrikku Jónsdóttur.
G. J. Oleson.
Glenboro, Man.
^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^
1 Samlagssölu aðferðin.
= Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- =
= afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega =
= lægri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin =
= hljóta að ganga fyrir öllu. tJrjú meginatriði þurfa að E
= vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni =
= ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar =
= vörusendingar og vörugæði. =
Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru =
= fyrgreind þrjú meginatriði trygð.
Manitoba Co-operati\e Dairies Ltd.
= 846 Skerbrooke St. - ; Winoipeg,Manitoba =
111111111111111111111111111111111111111111111111111M l > 11111111111' 11111111111111111111 u 1111111111111 r=
V ERÐLAUN
Hver eropna leiðin? Finnið hanaogvinnið $5009.1
par póstmaðurinn byrjaði sina vana-
legU göngu einn morguninn fann hann
1 einhverjar híndranir á leið sinni á
hverju stræti. Með þvl að fara ýmsar
krðkaleiðir komst hann þó leiðar sinn-
ar og skilaði Thomas King sokkunum
til viðtakanda—til heimilis yðar. Hvaða
leið fðr hann? pað er bara ein leið sem
hægt er að fara. Finnið hana og þðr
getið unnið $5000.00
3. Verkafólk þessa félags getur ekki
tekið þátt I samkepninni.
4. Gefí tveir eða fleiri rðtt svör, verð-
ur úrslita samkepni milli þeirra, þdíigað
til verðlaunin eru unnin.
5. Rétta svarið, eða það, sem næst er
réttu, vinnur verðlaunin, alt að $5000.00.
ÁílFIÐANLEGA ENGIN ÖNNUR
VKKÐLAUNA I.ISTI
$6,500.00 verS1- verðl. verðl. verðl.
" , .’f * 1.50 ef ?H.0C ef $0.00 ef $9.00
perðlaun. irfti er virði er virði er vlrði er
pantaö pantað pantað pantað
1. verðl $300.00 $750.00 $2000.00 $5000.00
2. verðl 100.00 250.00 600.00 1000.00
3. verðl 30.00 75.00 200.00 300.00
4. verðl 10.00 20.00 50.00 75.00
5.—9. verðl. 2.00 5.00 10.00 15.00
10.—19. verðl. 1.00 2.00 3.00 5.00
1. Skerið úr auglýsingtina og markið
yður skýra leið eftir henni með penna
eða blýant.
2. A sérstakt pappfrsblað skuluð þér
skrifa nafn yðar og áritun og nafn
blaðsins og sendið það strax. Takið
fram hvert þér eruð Mr., Mrs. eða Miss.
MIKILSVARÐANDI!
6. Að minsta kosti $1.50 boryun fyr-
ir eina sokka, verður að fylgja svarinu.
Pvi hœrri upphœð (alt að $9.00) þvi
hœrri verðlaun. Lesið vcrðlaunalist-
ann.
7. Dæmt verður um þetta af þremur
merkum mönnum I Toronto, sem eru
félaginu ðviðkomandi og þeirra úr-
skurði verður hlítt.
8. Samkepnin endar á miðnætti 30.
júní 1928.
TRYGGING Hverjum sokkum
fylgir fullkomin ábyrgð vor. Ef þér
eruð ekki ánægður, þá sendið þá aftur
og peningana fáið þér umyrðalaust.
THOMAS KING CO., Dept. 15A.
TORONTO. ONT.
Vorir sérstöku Silkisokkar
Hugmyndin með þessari samkepni er
að auglýsa þessa silkisokka, sem vér
álftum að taki öðrum silkisokkum fram.
Gerðir af BEZTU TEGUND AF SILKI.
PRÆÐI. Fjðrfaldar iljar, tær og hæl-
ar. Fara ekki í hrukkur. Halda laginu þð
þeir iéu þvegnir hvað eftir annað.
Gerðir f sérstakri vél, sem ekki er önnur
eins til f Canada. Sérstaklega vel gengið
frá saumunum. AUir sfðustu litir:
Atmosphere, Miraga, campagne, flesh
crevette, peach, skin, vanity, Nude,
blonde. Frer.ch grey rifle, gunmetal,
svartir og hvftir. Stærðir 8% til 10.
Vort sérstaklega lága verð er $1.50
Hin Ein^ Hydro
St e am H eated
iWINNIPEG
í*ar sem þér getið fengið bílinn yðar þveginn, það er að segja hreinsrðannog olíubor-"
inn á örstuttum tíma, meðan þér standið við, ef svo býður við að horfa, eða vér send-
um áreiðanlegan bílstjóra eftir bíl yðar og serdum yður harn til fcaka, á* þeim tírra
er þér æskið, Alt verk leyst af hendi af aulvönum sérfiæðingLm, Þessi bifreiða-
þvottastöð vor er á hentugum stað í miðbænum, á móti King cg Rupert Street.
Prairie City Oil Co. Ltd*
Laundry Plione 88 666
Head Office Phone 26 341