Lögberg - 03.05.1928, Blaðsíða 1
41. ARGANGUR |
Helztu heims-fréttir
Canada.
Hinn frægi flugmaður, Floyd
Bennett, andaðist í Jeffrey Hale
spítalanum í Quebec hinn 25. apr-
íl. Lungnabólga varð hans bana-
mein. Hann kom frá Detroit og
ætlaði til Greeny Island til að
hjálpa hinum þýzku flugmönnum,
sem þar strönduðu, og færa þeim
það, sem álitið var að þeir þyrftu
til að gera við flugvél sína, “Bre-
men.” Mr. Bennett var ekki vel
frískur, þegar hann lagði á stað
frá Detroit, en fékk lungnabólgu á
leiðinni og komst til Quebec og
dó þar eftir skamma legu.
* * *
Eftir því sem “The Financial
Post” segir, þá eru yfir fimtíu
iðnaðarfélög og verzlunarfélög og
bankar í Canada, sem eiga svo
miklar eignir, að þær nema fim-
tíu miljónum dala, eða þar yfir.
Af öllum þessum félögum eru
járnbrautafélögin tvö einu biljóna
félögin. Annað þeirra er nú þjóð-
eign, eins og kunnugt er, og eru
eignir þess taldar tvær biljónir
og hundrað og sextíu þúsundir, en
eignir C. P. R. félagsins eru tald-
ar nærri miljón dala minna virði.
Þá eru þrír bankar, sem eiga
yfir fimm hundruð miljónir, og
tveir af þeim eiga meira að segja
yfir átta hundruð miljónir. Þá
er heill hópur af félögum, er eiga
eignir er nema hundrað til fjögur
hundruð og fimm miljónir, og enn j
nokkur, sem ,eiga innan við
hundrað miljónir, og þó fimtíu
miljónir eða þar yfir.
Hluthafarnir í þessum mörgu
félögum, skifta hundruðum þús-
unda, svo ekki verður sagt, að
þessi mikli auður sé fárra manna
eign. Félög, sem einstakar fjöl-
akyldur eiga, eru að eins fá, og
«r T. Esrton félagið helzt þeirra,
«n eignir þess eru áætlaðar um
$150,000,000.
Þar að auki eru allmörg félög í
öðrum löndum, sem Canadamenn
eiga, og aðallega er stjórnað frá
Canada.
* * *
í Souris, Man., hefir farið fram
atkvæðagreiðsla um það, hvort
þar skuli leyfð bjðrsala eða ekki.
Voru 436 atkvæði greidd með
bjórsölunni, en 277 á móti. Sagt
er, að atkvæðagreiðslan hafi ver-
ið sótt af töluverðu kappi.,
* * •
Á laugardaginn 1 næstsíðustu
viku fórust tveir menn af flug-
slysi norður við The Pas, Man.
Flugmaðurinn, sem þarna var á
flugi í sinni eigin flugvél, var
Carl Sherritt, sem árum saman
var veiðimaður í norðurhluta
Manitobafylkis. Hann fann síðar
hinar auðugu koparnámur þar
nyrðra og var orðinn stórauðug-
ur maður. 1 vetur var hann suð-
ur í Plorida og lærði þar að fljúga
og kom í vor þaðan að sunnan í
sinni eigin flugvél. Hafði hann
verið í The Pas um tíma og flog-
ið eitthvað meira og minna flesta
daga, sem hann var þar. Með
honum var í flugvélinni, þegar
slysið vildi til, ungur maður, Walt-
er Johnson að nafni. Sherritt
féll úr flugvélinni, þegar hún var
um þrjú hundruð fet uppi í loft-
inu, og dó strax þegar hann kom
niður, en Johnson kom niður með
henni og meiddist svo, að hann dó
skömmu síðar.
* * *
Það hefir þótt eitthvað vafa-
samt, hvort konur mættu eiga sæti
í öildungadeild sambandsþingsins
eða ekki. Sanngimi þykir mæla
með því, að konurnar megi þar
vera, eins og á öllum öðrum
þingum og þingdeildum í land-
inu. En hér var ekki eftir öðru að
fara en stjórnarskránni, British
North America Act, og þá var að
komast að því, hvernig bæri að
skilja þau lög í þessu atriði, og
var hæstarétti Canada falið að
s'kera úr því. Það sem dómararn-
ir áttu að skera úr í þessu efni,
var það, hvort orðið “jjerson” í 24.
kafla fyrnefndra laga, næði einn-
ig til kvenfólksins, eða til karl-
manna aðeins. Rétturinn skildi
þetta þannig, að honum bæri að
svara því, hvort lögmætt væri að
konur ættu sæti 1 öldungadeild-
inni, eða hvort karlmenn einir
msfettu vera útnefndir af stjórn-
inni í þau embætti. Rétturinn
komst að þeirri niðurstöðu, að hér
væri átt við karlmenn að eins og
að konur gætu ekki átt sæti í öld-
ungadeildinni, samkvæmt stjórn-
arskránni. Gömlu mennirnir verða
þar því einir um hituna fyrst um
sinn, eins og verið hefir.
* * *
í vikunni sem leið vildi það slys
til skamt frá bænum Petrolia í
Ontario, að fólksflutningalest valt
út af teinunum. Fjórar manneskj-
ur meiddust all alvarlega, þar á
slysi þessu er enn á huldu.
* * *
Sáning í suðurhluta Alberta-
fylkis, er nú víða komin vel á
veg, eftir fregnum frá Calgary
að dæma.
* * *
Látinn er í Torontoborg, A. W.
IFritchard, sá er um langt skeið
var einkaritari Greenways, stjórn-
arformanns í Manitoba, rúmlega
sjötugur að aldri.
* * *
Hreinn ágóði af stjórnarvínsöl-
unni í Saskatchewan, yfir fjár-
hagsárið, sem endaði þann 31.
marz síðastliðinn, nam að sögn
$2,114,866.44.
* * *
E. G. Hingby, forstjóri hagl-
ábyrgðarfélagsins í Saskatche-
wan, framkvæmdarstjóri hveiti-
samlagsins, hefir nú sagt hinni
síðarnefndu sýslan lausri.
* * *
Canaon Burd frá Saskatchewan,
var einn þeirra manna, er nýlega
mættu fyrir nefnd þeirri í sam-
bandsþinginu, er um innflutnings-
málin fjallar. Var hann næsta
harðorður í garð innflutnings-
máladeildarinnar yfir því, hve
margir “útlendingar”, það er að
segja annara þjóða en brezkir,
þyrptust inn í landið. Mr. George
McPhee, sambandsþingmaður fyr-
ir Yorkton kjördæmið, mótmælti
stranglega ummælum Mr. Burds,
og kvað alt þetta “útlendinga”
hjal mestu fásinnu, því það væri
á allra vitorði, að innflytjendur
frá hinum ýmsu Norðurálfuþjóð-
um, stæðu í engu brezkum inn-
flytjendum að baki.
* * *
Hon. Geo. G. King, senator,
andaðist í Edmonton, Alta., hinn
28. f. m., 92 ára að aldri. Hann
var einn með allra elztu mönn-
um í öldungadeildinni og hafði
átt þar sæti síða árið 1896.
Bandaríkin.
W. H. s. Thomson, dómari í
Pittsburgh, hefir úrskurðað, að
Ku Klux Klan félagið sé ólögleg-
ur félagsskapur, sem misbjóði
rétti og frelsi almennings og eigi
því ekki rétt á að njóta verndar
laganna. Tilefnið til þessa úr-
skurðar dómarans var það, að fé-
lagið hafði höfðað mál gegn
nokkrum, mönnum, sem það hafði
rekið úr félagsskapnum, fyrir að
nota nafn félagsins.
* * *
District Supreme Court, í Wash-
ington, DjC., hefir sýknað Harry
F. Sinclair í New York, af þeirri
kæru, að hann sé meðsekur í sam-
særi gegn stjórninni, til að hafa
af henni fé á ólöglegan hátt í
sambandi við hið svo nefnda
Teapot Dome olíumál.
Kellog utanríkisráðherra og ít-
alski sendiherrann, Nobile de Mar-
tino, hafa undirskrifað samninga
um að leggja ágreiningsmál þeirra
þjóða fyrir gerðardóm, en fara
ekki í stríð út af þeim.
* * *
Vatnsflóð, sem valdið hafa all-
miklu eignatjóni, hafa fyrir
1
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 3. MAÍ 1928
NÚMER 18
—>r>< --->o< ~>o< vrv 1 ->rw >r>< —~>nr —
(■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiiiMiiMiiiiiiiiiiiiiMiiiiffl^^^ °
Eg ann þér vor. |(j
Eg ann þér vor; þú vekur alt af svefni;
livert vona blómstur angar sætt á ný;
eg ann þér vor; þú leysir alt úr læðing;
nú löndin sokknu brosa röðul-hlý.
M °
Eg ann þér vor; þú lilý.iar mér um lijarta;
eg liarðan sálar-klaka þiðna finn;
eg ann þér vor; þú víkkar sjónhring andans;
í vegfaranda lít eg bróður minn.
• ~ O
Eg ann þér vor; þú opnar undra-heima,
svo auga hverju dásemd lífsins skín;
eg ann þér vor; þinn himinn lyftir huga; |ö
af hæsta tind er löngum fegurst sýn.
jH O
Richard Beck.
■Illlllllllllll^
IIIIIIIIIIUII!!
>Q<---------->o
llllllilillllllllllllllllllllllllilllllilillllllllllllliilllllllllllllll
OCIT>OCZOO<----------------------->CX,------->OCZ3QC
>o<y
rrr
skömmu gengið í Georgia, Ala-
bama og Florida.
Bretland.
Winston Churchill, fjármála-
ráðherra Breta, lagði fjárlaga-
frumvarp sitt fyrir þingið á þriðju
daginn í vikunni sem leið. Hann
gat þess þá, að tekjuafgangur á
fjárhagsárinu, sem nú er að enda,
mundi verða um $22,500,000. Tel-
ur hann þann tekjuafgang hæfi-
legan og vafalaust kærkominn
þingi og þjóð. Hann býst við, að
á næsta fjárhagsári verði tekju-
afgangurinn nokikru meiri, eða um
$31,510,000, þrátt fyrir það, að
skattar hafa verið lækkaðir tölu-
vert og tollar færðir niður, eins
og t. d. á sykri og einhverjum
fleiri nauðsynjum. Þakkar hann
þennan tekjuafgang því aðallega,
hve mikillar sparsemi hafi verið og
sé gætt í ðllum efnum og haldist
fjármálin í því horfi, sem þau nú
séu, verði þjóðsikuldin borguð að
fullu eftir hálfa öld.
Hvaðanœfa.
AlmeHnar þingkosningar fóru
fram á Frakklandi fyrra sunnu-
dag. Fóru þær þannig, að Ray-
mond Poincaré forsætisráðherra
vann þar mikinn sigur yfir öllum
öðrum flokkum og stjórnmála-
leiðtogum. Eins og kunnugt er,
tók Poincaré við forystunni fyr-
ir eitthvað tveimur árum, eftir að
stjórnarskifti höfðu orðið hvað
eftir annað og frankinn var alt-
af að falla í verði og allur fjár-
hagur ríkisins sýndist vera að
komast í kalda kol. Hefir fjár-
hagur frönsku þjóðarinnar mjög
færst í betra horf síðan Poincaré
tók við völdum, og bera þessar
kosningar vott um, að Frakkar
virði það og viðurkenni.
• * #
Capt. George Wilkins og Carl B.
Eielson hafa flogið alla leið frá
Point Barrow, Alaska, yfir norð-
urpólinn, til Spitzbergen, og voru
þeir tuttugu og hálfa klukku-
stund á leiðinni. Þessi langa og
hættulega flugferð hepnðaist vel
og slysalaust, og flugmennirnir
náðu Svalbarði heilu og höldnu.
Sagt er, að frá Spitzbergen ætli
þéir að fljúga til Parísar og koma
við í Oslo og Kaupmannahöfn.
* * *
í Milan á ítalíu varð sprengi-
kúla fimtán manns að bana og
særði um f:mtíu hinn 12. f.. m.
Er( álitið, að sprengikúlunni hafi
verið varpað í þeim tilgangi, að
ráða ítalíukonung af dögum, sem
þar var á ferð, en hann slapp ó-
skemdur.
* * *
Miklir jarðskjálftar hafi fyrir
skömmu gengið í Búlgaríu, Rúm-
eníu og Jugo^Slavíu. Um tuttugu
manns hafa farist. Eignatjón er
stórkostlegt.
JÓHANN ERLENDSSON,
Dánarfregn.
Að morgni þess 14. apríl varð
öldungurinn Jóhann Erlendsson
bráðkvaddur að heimili sínu í
Akrabygð í Norður Dakota. Hann
var fæddur 14. september 1844, í
Kaupangi í Eyjafjarðarsýslu, son-
ur hjónanna Erlendar ólafssonar
bókbindara, og Sigurbjargar Ein-
arsdóttur. Sextán ára gamalll
fluttist hann yfir í Fnjóskadal í
Þingeyjarsýslu, og kvæntist þar,
er hann var kominn nokkuð yfir
tvítugt, Sigurbjörgu Guðlaugs-
dóttur frá Steinkirkju í Fnjóska-
dal, er nú lifir mann sinn. Voru
þau all-lengi búsett á Akureyri, og
fluttu þaðan til Ameríku árið 1886.
Búsett í þorpinu að Gardar í Norð-
ur Dakota þar til 1890, að þau
keyptu jörð í Akrabygð. Voru þar
til heimilis ætíð síðan. Áttu eina
dóttur og sjö syni. Dóttirin er
Vilfríður, kona Jóns Norman í
Hensel. ISynirnir: Guðlaugur, lyf-
sali 'í Wyndermere, N. Dak. Egg-
ert, ritstjóri í Grafton, N. Dak.;
Jakob, bóndi á föðurleifð sinni í
Akrabygð; Erlendur, í þjónustu
Gt. Northern félagsins í Grafton,
N. Dak.; Friðrik, bóndi í Akra-
bygð; Tryggvi, til heimilis hjá
Friðriki bróður sínum, og Ólafur,
látinn fyrir hálfu þriðja ári.
Jóhann Erlendsson var skarp-
gáfaður maður, er átti fáa sína
líka að andlegu atgerfi meðal
sjálfmentaðra manna. Hann var
víðlesinn og fróður um öll íslenzk
efni. Einnig stálminnugur, þ’ar
til ellin tók að buga hann. Hann
var mjög vel að sér í íslenzkum
skáldskap, kunni mestu ógrynni
af ágætis ljóðum utanbókar og
átti bæði smekk og dómgreind í
þeim efnum. Var vel hagmæltur
sjálfur, en lét lítið á því bera.
Bókband hafði hann numið heima
á íslandi, og stundaði hann það
nokkuð hér. I^om þar fram smekk-
ur og vandvirkni sem í öðru. Trú-
maður var hann einlægur og á-
kveðinn, einnig mjög vel að sér í
trúarljóðum og öðrum kristnum
fræðum. Heimili þeirra hjóna,
Jóhanns og Sigurbjargar, var
annálað fyrir gestrisni og góð-
semi, þó ekki væru þau stórefnuð,
og eiga margir endurminningar
um ánægjustundir á heimili
þeirra. Síðustu árin var Jóhann
blindur, og var konan honum þá
bæði auga og hönd. Með honum
er fallinn einn hinn merkasti mað-
ur í hópi eldri kynslóðar Vestur-
íslendinga.
Fjölmenn var útför hans þriðju-
daginn 17. apríl. Séra H. Sigmar
jarðsöng, en séra K. K. ólafson
talaði einnig í kirkjunni.
K. K. O.
Fundurinn stóri.
Samkvæmt fundarboði, auglýstu
í báðum íslenzku blöðunum, var
fundur haldinn um heimferðar-
málið, eða öllu heldur styrkbeiðni
heimfararnefndarinnar til fylkis-
stjórnanna í Manitoba og Saskat-
chewan, í St. Stephens kirkjunni,
á horni Spence íg Portage, síðast-
liðið þriðjudagskveld. Fundurinn
var afar fjölsóttur, líklega eitt-
hvað á tólfta hundrað manns.
Fundarstjóri var kosinn í einu
hljóði, Dr. B. J. Brandson, en
skrifari Einar P. Jónsson. Um-
ræður urðu langar, en engin á-
lyktun var tekin í málinu. Frá
ýmsu því, er fram kom í umræð-
unum, verður nánar skýrt í næsta
blaði.
Listanámsskeið.
undir umsjón Emile Walters.
Ákveðið hefir verið, að lista-
námsskeið það, undir forystu Mr.
Emile Walters, er getið hefir áð-
ur verið um í báðum íslenzku
blöðunum, hefjist að Gimli um
þann 15. ágúst næstkomandi, og
að það standi yfir í sex vikur.
Kenslan verða $20.00 fyrir allan
námstímann. Kensluáhöld öll og
liti verða nemendur að leggja sér
sjálfir til. Áætlað er, er að fæði
og húsnæði fáist fyrir dollar
á dag.
Allmargar umsóknir hafa þeg-
ar borist forstöðunefndinni, og er
því hér með skorað á listræn ung-
menni af þjóðflokki vorum, að
láta ekki hjá líða að senda inn
umsóknir sínar til Dr. Ágúst
Blöndal, að 806 Victor Street, ekki
síðar en 15. júnl.
Cr bœnum.
Söfnuðir kirkjufélagsins eru á-
mintir um, að senda ársskýrslur
sínar, eins fljótt og auðið er, til
skrifara kirkjufélagsins, séra Jó-
hanns Bjarnasonar í Árborg. —
Nálægt einn fjórði safnaðanna
eiga enn eftir að senda skýrslur
sínar, og eru þeir beðnir um að
sinna máli þessu hið fyrsta.
Ársfundur íþróttafél. Sleipnir”
verður háður í neðri sal Good-
templarahússins mánudagskveldið
þann 7. þessa mánaðar. Afar á-
ríðandi er, að félagsmenn fjöl-
menni, því mörg mikilvæg mál
bíða úrlausnar.
Mr. J. Ragnar Johnson, lög-
fræðingur, hefir nú opnað skrif-
stofu í 704 Mining Exchange bygg-
ingunni, 356 Main Street. Sími á
skrifstofunni er 21 033, en heim-
ilisins 29 014.
Leikurinn, “The Manacled Man”,
verður endurtekinn í Good Templ-
ara húsinu, næstkomandi þriðju-
dagskveld, 8. maí, og byrjar kl.
8.30. Allur ágóðinn gengur til
gamalmenna heimilisins Betel.
G ta því þeir, er leikinn sækja,
gert hvorttveggja í senn, styrkt
ágætt málefni og skemt sjálfum
sér, því leikurinn er ágætur og
prýðis vel leikinn. Mr. O. Eggerts-
son hefir aðstoðað við leikæfing-
arnar og leiðbeint 'leikendunum og
er það meðal annars trygging fyr-
ir því, að leikurinn muni vel tak-
ast. Aðgöngumiðar kosta eins og
áður 50c. og þarf ekki að efa, að
íslendingar fylli G. T. salinn þetta
kveld — þriðjudagskveldið 8. maí.
Jóns Sigurðssonar féíagið held-
ur fund næstkomandi mánudags-
kveld, þann 7. þ.m., að heimili
Mrs. Steindór Jacobson, 676
Agnes Street.
Mr. Kolbeinn Thordarson frá
Leirá, er fyrir skömmu kominn til
borgarinnar frá California, þar
sem hann hefir dvalið undanfarin
ár.
Laugardaginn 28. aríl, voru þau
Gísli Jón Gíslason og Steinunn
Margrét Sigurðsson, bæði frá
Silver Bay, Man., gefin saman í
hjónaband, af séra Rúnólfi Mar-
teinssyni, að 493 Lipton St., Brúð-
hjónin leggja af stað til héimilis
síns, að Silver Bay, í þessari
viku.
Guðmundur Thorsteinsson frá
Langholti í Hraungerðishreppi í
Flóa, kom til borgarinnar siðastlið-
inn fimtudag. Kom hann austan
frá Halifax, þar sem hann hefir
stundað togaraveiði frá í október,
er leið. Guðmundur er bróðir Sig-
urðar Þorsteinssonar glímukappa,
þess, er vann glímubeltið á íslend-
ingadaginn í fyrra hér i Winnipeg.
Á föstudaginn í vikunni sem
leið, bárust þær fréttir hingað
til borgarinnar, að landi vor
Magnús (Mike) Goodman, íþrótta-
maðurinn góðkunni, hefði all-
hættulega slasast við skautaleik í
Los Angeles, í California, þann-
ig, að annar maður hefði rekist á
hann á skautasvellinu, og hefði
mænan bilað. Fylgdi sú tilgáta,
að litlar líkur væru til að hann
mundi nokkurn tíma aftur verða
fær um að taika þátt í skautaleik.
Sem betur fer, mun þetta vera
nokkuð orðum aukið, en hitt er
því miður satt, að hann meiddist
töluvert og mun ekki geta stund-
að íþrótt sína fyrst um sinn; en
síðustu ftéttir segja, að hann sé
á góðum batavegi og góðar vonir
séu um, að hann verði jafngóður.
Canada framtíðarlandið.
Sambandsstjórnin hefir í Al-
berta, útmælt svæði til skemti-
garða ((Parks), er nema 4,357,660
ekrum. Eru þau kölluð: Jasper,
Rocky Mountain, Waterton Lakes,
Buffalo, Elk Island og Antelope.
Jasper svæðið er um 2,816,000
ekrur, en Antelope skemtigarðs-
svæðið 5,020.
Skemtigarðar hafa stórmikla
þýðingu fyrir þjóðfélagið. Eru
þeir fyrst og fremst til hvíldar og
eins eykur blómskrúð þeirra mjög
á fegurðartilfinningu fólks og
ást þess á dýrð náttúrunnar.
Draga svæði (þessi árlega að sér
mikinn straum ferðafólks, einkum
þó frá nágrannaþjóðinni— Banda-
rikjunum. Allmikið af ferðafólki
heimsækir Canada að usmrinu til
bæði frá orðurálfunni og eins úr
Austurlöndum.
Jasper Park liggur meðfram að-
albraut þjóðeignakerfisins — Can-
adian National Railways, um 260
mílur vestur af Edmonton borg.
Getur þar að líta fljót og stöðu-
vötn, skóga og hið fegursta fjall-
lendi. Streymjir þangað fjöldi
fólks að sumrinu til; og skemtir
sér við fjallgöngur og veiðar.
Rocky Mountain Park, þar sem
Banff liggur, er einn af þeim stöð-
um, sem hafa dregið að sér mesta
athyglina. Er hann um 80 mílur
fyrir vestan Calgary. Ber þar
fleira hrífandi fyrir auga, en í
nokkrum öðrum skemtigarði á
þessu mikla meginlandi. Nátt-
úrufegurð er þar óviðjafnanleg.
Stór og hagkvæm gistihús er þar
rááSlpoTPPo laðUnnsgf tið ð:þ
að finna, með öllum þeim nútíð-
arþægindum, er hugur ferða-
mannsins frekast fær ákosið.
Eru þar heitar laugar.'sem mjðg
eru notaðar til heislubóta. Þyrp-
ist fólk þangað úr öllum áttum,
einkum það, er af gigtveiki þjá-
ist.
Buffalo Park, sem liggur við
Wainwright, tekur yfir meira en
hundrað þúsund ekrur. Er þar
mikið af alls konar cíýrum, Eru
þar nú um fjórar þúsundir af
Buffalos og auk þess mikið af
elks.
Waterton Park, 270,720 ekrur
að ummáli, liggur* í suðvestur-
lhuta fylkisins; er landslag og út-
sýni þar hið allra fegursta. Sæk-
i rþangað mjög fólk frá Leth-
bridge, Macleod, Pincher Creek,
Cardston og fleiri bæjum og
bygðarlögum. Er þar mikið af
ám og vötnum og skemtir fólk sér
þar við siglingar, róðra og veiði-
farir.
i
Elk Island Park, er fullar tíu
þúsund ekrur að ummáli. Er þar
mikið um elkdýr, músdýr og Cari-
bou, en lítið um buffalos. Svæði
þetta liggur í grend við Lamont.
Antiloe Park liggur í suðveíl-
urhluta fylkisins. Er þar tals-
vert af Antilópu-hjörðum.
Samgöngur í Alberta-fylki eru
upp á það allra bezta. Megin-
braut C. P. R. félagsins liggur
um þvert fylkið gegn um Calgary.
Aukalína frá Moose Jaw, liggur
norður og suður til Lacombe. Og
önnur braut, er ilggur um Saska-
toon, tengir íEdmonton við Wiri-
nieg.
Einnig hefir C. P. R. félagið
línu, er tengir fylkið við Great
Falls og Montana, og einnig er
nú fullger önnur járnbrautarlína,
er tengir saman Lethbridge og
Weyburn. ' ‘
Línur þjóðeignakrefisins — Can-
adian National Railway, er áður
nefndist Canadian Northern og
Grand Trunk Pacific, liggja einn-
ig þvert um fylkið, gegnum Ed-
monton. Aukalína tengir saman
Saskatoon og Calgary og önnur,
er nær til Fort Murray við
Lower Athabaska, frá Edmonton.
Báðar meginlínur þjóðeignabraut-
anna liggja um Edmonton og Cal-
gary. Einnig hefir félagið marg-
ar hliðarálmur, er liggja inn í
flest akurjrrkju og námahéruð
fylkisins.
Edmonton, Dunvegan og Brit-
ish Columbia járnbrautin gengur
frá Edmonton til Sirit River, til
afnota fólki því, er býr sunnan
megin Peace árinnar. Frá Mc-
Lennan bænum liggur járnbraut-
arlína norður til Peace River og
yfir um ána, til mikilla hagsmuna
fyrir fólk, er að norðan og vest-
an býr, og þá, sem þangað kunna
að flýtjast í framtíðinni.
Fylkisstjórnin hefir alla jafna
látið sér næsta umhugað um, að
bæta samgöngurnar, svo bændur
hefðu sem allra greiðastan gang
að markaði fyrir vörur sínar.
Héraðsvegi er stöðugt verið að
leggja og er búist við að notkun
tjörusands úr Athabaska hérað-
inu tiíl ofaníburðar, muni hafa
mikil og góð áhrif á vegalagning-
ar og viðhald vega.
í viðbót við það, sem fylkis-
stjórnin og stjórnir hinna ýmsu
sveitarfélaga leggja til vegabóta,
leggur sambandsstjórnin fram
allmikið mé til lagningar þjóðvega
og viðhalds þeirra. Fjórir þess-
ara aðalvega liggja frá austri til
vesturs. Einn liggur um Medi-
cine Hat og fylgir aðallínu C. P.
R. félagsins um Calgary og Bánff
til Brltish Columbia; annar frá
Crow’s Nest Pass; hinir ná lengst
inn í fylkið um Lacombe, Wetas-
kiwin og Edmonton. í norður og
suður liggja þjóðvefir frá Atha-
vaska um Edmonton, Calgary og
Lethbridge, alla leið til Coutts.
Símakerfið er eign stjórnarinn-
ar eða fylkisbúa. Firðlínur
liggja frá Ooutts til Athabaska og
frá borgum austurfylkisins, til
Banff og Entwistle. Veita línur
þessar not fólki á 7,500 fermílna
svæði, þar sem íbúatalan er um
600,000.
Firðlínurnar eru til samans um
25,000 mílur á lengd. Alls eru
719 bæir í fylkinu, er not hafa af
símasamböndum þessum. Yfir
40,000 símaáhöld eru í notkun
einstakra manna, þar af eru 12,000
á bændaheimilum.
Bæði járnbrautarfélögin, Can-
adian Pacific félagið og Canadi-
an National Railways, hafa sín
eigin ritsímakerfi.
Frá Islandi.
Reykjavík, 20. marz 1928.
Jarðarför Haralds Níelssonar
prófessors og háskólarektors fór
fram í gær. Hófst hún með hús-
kveðju að heimili hans, í Laugar-
nesi, og voru þar að eins nánustu
vinir og venslamenn viðstaddir.
Fylgdu þeir líkvagninum til bæj-
arins í bifreiðum og mættu á
Lækjartorgi fylkingu stúdenta,
er siðan gekk á undan að and-
dyri háskólans. Báru nokkrir guð- *
fræðastúdentar kistuna inn í and-
dyrið og flutti rófessor Sigurður
Sívertsen, eftirmaður hins látna
sem háskólarektor, minningar-
ræðu. Háskólakennarar báru
kistuna út úr skólanum aftur.
Prófessor Haraldur hafði æskt
þess, að jarðarför sín færi fram
frá frikirkjunni og var haldið
þangað frá skólanum. Gengu stú-
dentar á undan. 1 kirkjunni tal-
aði Einar H. Kvaran, og var það
einnig að ósk hins látna.
Séra Friðrik Hallfrímsson flutti
einnig ræðu í kirkjunni. Mann-
fjöldi mikill var viðstaddur, og
komust hvergi nærri allir í kirkj-
una. Var því, er þar fór fram,
því útvarpað og hátalarar í kirkju
turninum, svo að þeir heyrðu, er
úti biðu. Kirkjan var tjölduð
hvítu, og fagurlega skreytt lif-
andi blómum. Stórstúkufélagar
báru kistuna í kirkju, en út úr
henni háskólakennarar. Á leið-
inni í kirkjugarðinn gegnu fyrst
frímúrarar og síðan stúdentar á
undan líkvagninum. Stúdentaráð
háskólans bar kistuna inn í garð-
inn, en frimúrarar siðasta áfang-
ann að gröfinni. Séra Friðrik
Hallgrímsson kastaði rekunum.
Stúdentakórinn annaðist allan
söng við jarðarförina__Vísir.