Lögberg - 10.05.1928, Blaðsíða 1
41. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 10. MAÍ 1928
Helztu heims-fréttir
Canada
Forsætisráðherra Canada hefir
tilkynt Mrs. Edith Rogers, einu
konunni, sem sæti á í Manitoba-
þinginu, að stjórnin hafi útnefnt
hana til að mæta fyrir hönd Can-
ada á alþjóðaþingi, sem haldið
verður í Geneva í sumar undir
•umsjón Þjóðbandalagsins, til að
ræða um verkamanna mál. Hon.
Peter Heenan, verkamála ráð-
herra sambandsstjórnarinnar fer
þangað einnig í sömu erindum.
Hon. T. H. Johnson heitinn sótti
eitt sinn samskonar þing í Gen-
eva sem fulltrúi panada.
* * *
Sáning byrjaði með seinna
móti í vor hér í Sléttufylkjunum,
vegna kulda., En nú fyrir nálega
tveimur vikum hefir brugðið til
hlýrri veðráttu og þurviðri hafa
gengið það sem af er vorinu, svo
sáning hefir alment gengið ágæt-
lega nú að undanförnu, bæði í
Manitoba og Saskatchewan. Mun
hveiti nú víðast sáð að mestu og
einnig miklu af korntegundum.
* * *
Vatnavextir hafa gert all-mik-
inn skaða nýlega í Quebec fylki,
sérstaklega í grend við St. Jovite,
sem er 75 mílur fyrir norðan Mont-
real. Nokkrar brýr hafa eyði-
lagst og einnig raforkustöð, sem
talin var um $30,000 virði.
* * *
Sir Hug'n John Macdonald, lög-
regiudómari í Winnipeg, tók aft-
ur til starfa hinn 1. þ.m. Dóm-
araembættinu hefir hann ekki get-
að gegnt nú í nærri heilt ár, sök-
um veikinda. f fyrra sumar fékk
hann meinsemd í annan fótinn,
svo það varð að taka hann af hon-
um, og hefir hann orðið að halda
alveg kyrru fyrir síðan. En nú
er gamli maðurinn orðinn svo
frískur, að hann getur aftur
stundað embætti sitt og gengur
furðu vel að ganga á hækjunum.
* * *
Norðmennirnir í Vestur-Canada
eru að undirbúa mikla hátíð, sem
þeir ætla að halda í Winnipeg í
sumar. Á hún að standa yfir 5.—
10. júlí. Norski ræðismaðurinn
í Winnipeg, Mr. Kummen, og Mr.
Berg, forseti nefndarinnar, sem
fyrir hátíðahaldinu stendur, eru
að fara til Ottawa til fundar við
aðal ræðismann Norðmanna hér í
landi, L. A. Aubert, og sambands-
stjórnina. Þeir búast við. að bæði
stjórn Canada og Bandaríkjanna
muni senda sína fulltrúa á þessa
Norðmanna hátíð í Winnipeg.
* * *
Deild ein af Doukhobors í Brit-
ish Columbia, virðast vera að
verða töluvert erfiðir borgarar og
hafa reyndar aldrei þótt nein fyr-
irmynd í þeim efnum. Það sem
þeir vilja ógert láta, er að senda
börnin sín á skóla og borga skatta
og helst ekki borga neinar skuldir
heldur. Þessir “synir frelsisins”,
eins og þeir nefna sig, hafa nokk-
ur skonar einvalda leiðtoga, og
heitir sá Peter Maloff, sem því
embætti gegnir.
* * *
Ekki er enn útkljáð um rafork-
una í Sjösystra-fossunum, sem
mest hefir verið talað um að
undanförnu. Winnipeg Electric
félagið sækist eftir leyfi hjá sam-
bandsstjórninni að virkja foss-
ana, en hvorki Manitobafýlki né
Winnipegbær. Þingmennirnir frá
Manitoa eru því mótfallnir, að
félagið fái þetta leyfi, nema því
að eins, að það geti sýnt, að bráð
nauðsyn sé á meiri raforku í Mani-
toba heldur en nú er fyrir hendi.
Hefir lögmaður félagsins, Ed-
ward Anderson, verið í Ottawa að
undanförnu til að framfylgja
þessu máli fyrir félagsins hönd.
Hon. Charles Stewart, innanríkis-
ráðherra, segist muni fara eftir
því, serp Manitobaþingmennirnir
leggi til, og því að eins gefa fé-
laginu þetta leyfi, að þeir mæli
með því. Eru þeir nú að kynna
sér málið, og ef þeir komast að
þeirri niðurstöðu, að ekki sé nauð-
synlegt að virkja fossana nú þeg-
ar, þá eru líkur til, að leyfið
verði ekki veitt fyrst um sinn, og
eigi því Manitobafylki enn kost á
að fá þessa orkulind., ef fylkis-
stjórninni kynni síðar að sýnast
það ráðlegt.
* * *
Mrs. Alice du Guay heitir kona
ein í Winnipeg, og á heima að 129
Chestnut Street. Hún leigði manni
herbergi í húsi þessu, sem
Newman hét. Á miðvikudags-
kveldið í vikunni sem leið, urðu
þau eitthvað ósátt og voru þá
stödd í eldhúsinu og fleira fólk
var þar, tvær konur og tveir
menn að sagt er. Segir sagan, að
Newman þessi hafi gripið stóran
hníf og vegið að konunni með hon-
um og sært hana á öðrum hand-
leggnum. En hún tók af honum
hnífinn og rak manninn í gegn
með honum. Féll hann við lagið
og var dauður eftir fáar mínútur'.
Mrs. du Guay hefir verið tekin
föst, en málið er að mestu órann-
sakað, þegar þetta er skrifað.
* * *
Mál eitt allmerkilegt hefir að
undanförnu staðið yfir í Cobourg,
Ont. Er það þannig vaxið, að Sir
Arthur Currie, hershöfðingi,
höfðaði mál gegn blaðamönnum
tveimur, W. T. Preston og F. W.
Wilson, fyrir þau ummæli í blaði
þeirra. “Port Hope Guide”, að
hann hafi sent canadiska her-
menn út í dauðann við Mons, í
endalok stríðsins, án þess að full
ástæða væri til. Krafðist Sir
Arthur $50,000 skaðabóta og svo
sjálfsagt þess, að ummæli blaðs-
ins væru dæmd “dauð og mark-
laus”, eins og kallað var á ís-
landi, þegar meiðyrðamálin gegn
blöðunum voru þar sem tíðust.
Málið stóð yfir í fullar tvær vik-
ur og var það sótt og varið af
lögmönnum eins og gengur, nema
hvað Mr. Preston ritstjóri varði
mál sitt sjálfur. Endalok málsins
urðu þau, að kviðdómurinn komst
að þeirri niðurstöðu, að Sir Arth-
ur Currie bæri $500 skaðabætur,
en ekki $50,000 eins og hann
krafðist. Ber því sjálfsagt að
líta svo á, að hann hafi unnið
málið og ummæli blaðsins séu
óréttmæt.
* * *
T. Eaton félagið hefir keypt
Canadian Departmental Stores,
Ltd., sem hefir átt og starfrækt
yfir tuttugu búðir í Ontario og
Quebec fylkjum, flestar í Ont-
ario. Þessar verzlanir halda eft-
ir sem áður nafninu, fyrst um
sinn að minsta kosti, en verða
reknar með sama fyrirkomulagi
eins og T. Eaton félagið hefir al-
staðar þar sem það verzlar. Þetta
félag er altaf að færa út kvíarn-
ar og er nú orðið hið stórkost-
legasta verzlunarfélag 1 brezka
ríkinu, þeirra er smásölur stunda.
Bandaríkin.
Frétt frá Washington, D. C.,
hinn 1. þ.m.., segir að Lindbergh
flugmaður sé alvarlega að hugsa
um að fljúga til Evrópu í annað
sinn og þá helzt að fara nokkru
norðar en áður, og koma við á
Grænlandi og íslandi. Hefir sú
leið verið farin áður, vestur um
haf, eins og kunnugt er. Það er
þó sagt, að þessi ferð sé engan
veginn fullráðin, og Lindbergh
alls ekki viss um að þessi leið, um
Grænland og ísland, sé hepileg-
ust. Á þessari frétt. er því vit-
anlega ekki mikið að byggja, en
gaman væri það óneitanlega, ef
maður frétti, að Lindbergh væri
staddur á íslandi núna einhvern
tíma bráðum.
* * *
Flugmennirnir þrír, sem nýlega
flugu vestur um Atlantshaf í loft-
farinu “Bremen” og strönduðu á
Greenly Island, eru nú komnir til
New York, og var þeim þar tekið
með mikilli viðhöfn og fagnaðar-
látum.
Lindbergh hefir hætt að nota
sína merkilegu og alþektu flug-
vél, “Spirit of St. Louis” og hefir
henni verið komið fyrir í Smith-
sonian Institution í Washington.
* * *
Öldungadeildin hefir samþykt
að veita $360,000,000 til flotans,
og felt allar breytingartillögur eða
viðaukatillögur, sem gengu í þá
átt að koma í veg fyrir að nokkuð
af þeim peningum væri varið til
að senda herskip til Nicaragua.
* * *
Þvi er spáð, að engisprettur
muni gera usla í sumar, og mun
það bygt á því, að þær komi
seytjánda hvert ár, en þær voru
síðast til stórra muna 1911. Halda
menn að þessi plága muni ganga
yfir Connecticutj. Indiana, Mary-
land, Michigan, New Jersey, New
York, North Carolina, Pennsylv-
ania, Virginia og West Virginia,
og þar að auki district of Colum-
bia. Ekki munu Bandaríkjamenn
taka þetta mjög alvarlega, því
þeir vita sem er, að ekki koma
allir spádómar fram og fáar regl-
ur eru án undantekninga.
* * *
Floyd Bennett, flugmaðurinn
frægi, hefir verið jarðaður í Arl-
ington National grafreitnum, með
öðrum miklum mönnum þjóðar
sinnar.
* * *
Frank Lockhart, sem alþektur
var fyrir kappakstpr, lét lífið þann
25. f.m. á Dayton Beach, Florida,
þannig, að bíll hans valt um koll,
þar sem hann keyrði hann á svo
miklum hraða, að nam 200 mílum
á klukkustund.
Hvaðanœfa.
Cagt er að Carol Rúmeníu prins
hafi enn sterkan hug á að komast
til valda og verða konungur Rúm-
eníu. Hann er nú á Englandi og
sendir þaðan ritlinga í þúsunda
tali til Rúmeníu, með loftförum,
sem strá þeim yfir landið. Stjórn
Breta bannaði þetta, jafnskjótt
og hún varð þess vís. Sjálfur seg-
ist Carol prins ekki vera að sækj-
ast eftir konungdómi, en ef kallið
komi frá þjóð sinni, sem ekki sé
ólíklegt, þá sé hann tilbúinn að
gegna því. Sagt er, að hann hafi
mikið fylgi hjá bændum og búa-
lýð og að þeir vilji gjarnan koll-
varpa þeirri stjórn, sem nú er við
völd, ef þeir væru þess megnug-
ir, og taka Carol til konungs.
* * *
Þjóðverjar eru í þann veginn
að hefja aðra flugferð vestur yf-
ir Atlants'haf á samskonar loft-
fari eins og Bremen, sem Europa
heitir. Flugmaðurinn heitir Jo-
hann Risticz. Ein kona ætlar að
vera með í förinni, sem heitir Lilly
Dillenz. Fyrst ætlar þetta loftfar
til Irlands, eins og Bremen, og svo
í einum áfanga til New York.
Bréf úr Skagafirði.
Eg held eg verði að byrja á
þ'ví, að segja þér frá tíðarfarinu,
því í því lifum, hrærumst og er-
um við — bændurnir.
Veturinn hefir verið svo ein-
muna góður hér, að slíks eru fá
dæmi. Eiginlega má heita, að hér
sé eilíf blíða. Einu sinni hefir
komið svolítil hríðarmugga, og
aldrei í allan vetur, að maður
gæti sagt að verra væri á jörð
einn dag en annan. Nú er til dæm-
is glaða sólskin og hiti á hverjum
degi og hvergi föl á jörðu, hér 1
Skagafirði. Allur útigangs pen-
. •
ingur í fyrirtaks lagi og eigin-
lega ekkert tekið af hrossum. T.
d. hefi eg ekki tekið annað í hús,
en tvo dráttarhesta og þrjú tryppi
á annan vetur. — Austur í sýslum
var tíðin ekki eins góð fyrri part-
inn, en á Suðurlandi er og hefir
verið einn sá versti vetur, sem
komið hefir nú í fjöldamörg ár.
Mánudaginn 20. febraúr s. 1.
gerði eitt það mesta sunnan óveð-
ur, sem elztu menn muna nokkurn
tíma eftir”.” Og aldrei á æfi
minni, hefi eg komið út í annan
eins storm. Alt fauk, sem fokið
gat. Og enn þá tilfinnanlegra
láni hefði ekki verið, að þetta var
um hábjartan dag. Menn fuku
sem fífuvetlingar, og hrossum
slengdi um, þök reif af húsum og
hey upp úr tóftum. Meira og
minna fauk af heyjum hér á
hverjum bæ. Til dæmis misti eg
60 hesta af ilmandi hrossaheyi,
sem var sett saman niður á ey-
lendinu og vel um búið____í þessu
ofviðri fórst togarinn “Jón for-
seti.”
Nú er heilmikið talað um að
koma hér á stofn frystihúsi og
flytja kjötið út frosið. Fékst næst-
um helmingi meira fyrir það í
haust, sem var sent út frosið, en
það saltaða; svo þar munar um
þann spón úr aski sínum. Eg veit
samt ekki hvernig þetta fer enn
þá, en áreiðanlega er þetta svo
stórt mál fyrir okkur, framleið-
endur, að það er þess vert, að því
sé gaumur gefinn.
Nú er vaknaður töluverður á-
hugi hjá bændum hér í jarðrækt-
inni. Árlega er nú sléttað tölu-
vert á hverjum bæ og nú í vor
kemur dráttarvél Ctractor) hér í
sýsluna. Dregur hún þrjá plóga
og 28 diska-herfi. Vona menn til
hins bezta, að hún verði að liði,
ekki sízt þegar vegirnir eru nú að
komast í það lag, að hún komist
heim á sem flesta bæi. Síðustu
árin hefir ríkissjóður styrkt bænd-
ur vel til jarðræktarinnar, borg-
að t. d. eina krónu fyrir hvert
dagsverk og hefir það stórum létt
undir og aukið áhugann. — Það
er ekki víst hve mörg ár líða þar
til túnin verða orðin helmingi
stærri og sléttuð og véltæk, og
þannig á það að vera. — Hér í
Ekagafirði er líka skurðgrafa að
verki; var unnið með henni til
framræslu eylendisins hér í firð-
inum, og gróf hún 2 metra djúp-
an skurð og 7—10 mtr. breiðan.
Er ekki minsti vafi á því, að hún
á eftir að vinna mikið gagn hjá
‘okkur, því mikið veirkefni hefir
hún hér.
Á þessu getur þú séð, kunningi,
að víðar “er guð en í Görðum”,
víðar er unnið með vél-um
en í Ameríku, og betur mun
það verða hér, er frá líður, enda
það sem að á að stefna. Nóg er
að stríða samt við fólksleysi og
kaupgjald, þó eitthvað sé gert til
þess að létta því af sér, og því að
eins á landbúnaðurinn nokkra
framtíð hjá okkur, að framleiðslu-
kostnaðurinn lækki. Enn fremur
erum við í þann veginn að fá okk-
ur góðan flutningsbíl, sem á að
flytja vörur okkar utan af Sauð-
árkróki.
—Ofangreint fréttabréf, sendi
oss til birtingar góðvinur vor og
frændi, hr. Einar iStefánsson frá
Möðrudal á Fjöllum, er nú er bú-
settur að Leslie, Sask.—Ritstj.
Islenzkur iðnaður.
Sýning í Ameríku.
Ungfrú Thórstína Jackson vill
gangast fyrir því, að markaður
fáist vestan hafs fyrir varning ís-
lenzks heimilisiðnaðar. — Verk-
efni sem vert er að athuga.
Síðan Thórstína Jackson var hér
heima í hitteðfyrra sumar, hefir
hún að staðaldri ferðast um vestra
og haldið fyrirlestra um ísland
og íslenzk efni. Hefir hún á þann
hátt unnið mikið verk og gott fyr-
ir þjóð vora.
Nú hefir henni hugkvæmst, að
hefjast handa á öðru sviði, gang-
ast fyrir því, að til Ameríku verði
sendar íslenzkar heimilisiðnaðar-
vörur og á þeim haldin sýning í
New York, m.. a. með það fyrir
augum, að hægt yrði að fá mark-
að fyrir vörur þessar þar vestra.
Hún hefir skrifað ýmsum máls-
metandi mönnum ‘héb heima og
lagt þetta mál fyrir þá.
Thórstína vill fá sent vestur
sem fjölbreyttast úrval af heim-
ilisiðnaðarvörum, vefnað og prjón-
les, gull- og silfursmíði, tréskurð
og yfirleitt alt,_sem nöfnum tjáir
að nefna, og gæti komið til mála
að senda á amerískan markað til
sölu.
sem hafi útgengilegar vörur að
bjóða, hafi á skömmum tíma skaþ-
að sér þar víðtækan og góðan
markað fyrir ýmislegt er áður
var lítt seljanlegt.
Ætlar Thórstína að annast sýn-
inguna að öllu leyti, er vestur
kemur, og gerir ráð fyrir að hægt
verði að halda hana 1 mörgum
borgum.
Þá hefir henni dottið í hug, að
hafa sýningu á málverkum með
heimilisiðnaðinum. En Morgunbl.
lítur svo á, að betur færi á því,
að blanda svo ólíku eigi saman,
sem málverkum og heimilisiðnaði.
Ef fært þykir og réttmætt að
halda íslenzka listasýningu vestra,
þá færi ólíkt betur á því, að hafa
hana sérstæða með öllu.
En verk Thórstíu Jackson, er
að því miðar að koma á íslenzkum
i heimilisiðnaði á amerískan mark-
að, er sannarlega þess vert að því
sé gaumur gefinn. Ættu allir
þeir, sem unna framförum á því
sviði hér heima, að taka saman
höndum um það, að styðja Thór-
stínu í þessu starfi hennar. Ætti
það að vera hægðarleikur að fá
safnað saman nægilega miklu af
munum, til þess að hún fengi í
hendur sýningu, er gæfi sanna
mynd af því er íslenzkur heimil-
isiðnaður héfir bezt að bjóða.
Ætlast er til, að munirnir verði
lánaðir og sendir vestur eigend-
um að kostnaðarlausu. Þeir þurfa
að vera tölusettir og með ákveðnu
verði, svo hægt verði að taka
pöntun eftir þeim, eða selja þá,
ef eigendur þeirra óska þess.
Sá vísir, sem til er af íslenzkum
iðnaði, á erfitt uppdpáttar vegng
þessi, hve lítinn markað hann
hefir. Hér er sérstakt tækifæri
til þess að gera tilrauir á ódýran
hátt, til umbóta og er þess að
vænta, að þeir, sem sérstaklega
eiga hér hlut að máli, bregðist vel
við og geri sem fyrst nauðsyn-
legar ráðstafanir til framkvæmda
í þessu efni.i—Mbl.
Merkiskona látin.
Frú Ragnhildur ólafsdóttir, frá
Engey, andaðist í ' Reykjavík á
mánudaginn var, 7. maí, 74 ára að
aldri. Fædd að Lundum í Borg-
arfirði árið 1854, dóttir Ólafs
bónda Ólafssonar og konu hans,
Ragnhildar ólafsdóttur. Albræð-
ur hennar eru þeir merkisbænd-
ur, Guðmundur á Lundum og Ól-
afur í Lindarbæ. Hálfsystur átti
hún þrjár, og eru þær, Sigríður í
Hjarðarholti í Borgarfirði, Mrs.
Hinrik Johnson, Ebor., Man., og
Mrs. Finnur Johnson, Winniepg.
Ragnhildur giftist ung Pétri
.Kristinssyni í Engey og eignuð-
ust þau fjórar dætur, og eru þær:
Guðrún, gift Benedikt Sveinssyni,
Alþingisforseta; Ragnhildur, gift
Halldóri Þorsteinssyni skipstjóra
og útgerðarmannni í Reykjavík;
Marin, gift Baldri Sveinssyni rit-
stjóra, og Ólafía, sem jafnan var
hjá inóður sinni. Seinni maður
Ragnhildar er Bjarni Magnússon
og áttu þau eina dóttur, Kristínu,
sem gift er Helga lækni Tómas-
syni, dr. med.
Frú Ragnhildur ólafsdóttir var
atgerfiskona mikil, gáfuð vel »og
dugnaður hennar, ráðdeild og
þrek var með afbrigðum. Frænd-
rækin og þjóðrækin var hún flest-
um konum fremur, og vinum sín-
um svo trygg og væn, að fá munu
dæmi til.
Geir T. Zöega, rektor, andaðist
í Reykjavík hinn 15. aríl, 71 árs
að aldri.. Kenslustörfum við
Mentaskólann í Reykjavík gegndi
hann í 44 ár, yfirkennari var hann
frá 1905 til 1914, en síðan rektor
skólans. Kenslugreinar hans voru
aðallega latína, enska og franska.
Hann var þjóðkunnur mentamað-
ur og allir ísledingar kannast við
orðabækurnar, sem eftir hann
liggja.
Guðm. skáld Friðjónsson flutti
nýlega fyrirlestur sinn “Höfð-
ingsskapur í ræðu og riti” í sam-
komusal Hafnarfjarðar að tilhlut-
un félagsins “Magna”., Áður hafði
hann flutt það erindi hér í bæ.
Segir hún, að slíkar sýningar
hefði þetta orðið, ef það lán í ó- séu almennar vestra; þær þjóðir,
NÚMER 19
Heimhugur,
Eg gekk inn með sjónum eitt góðveðurs kvöld,
þar gjálfraði báran við ströndina köld.
Sólin var reyfð inn í ránblámans tjöld,
en roðaði skýin og sæinn.
Vornóttin hafði sín hátignarvöld,
með heilnæma, fjallsvala blæinn.
Til litblárra fjalla, eg hugsaði heim,
og hafði svo margs til að sakna frá þeim.
Þar mundi ég sumar og söngfugla hreim,
og sárfeginn þráði að lifa þar aftur.
Hér fann eg að öllu minn útlegðar keim,
og anda míns gleði fór þverrandi kraftur.
Fjallið mitt heima er fossunum prýtt,
og foldina yfir það gnæfir svo frítt,
er aftansól Ijómaði’ í logninu blítt,
þar lagði ég kvöldgöngusporin,
og brekkurnar við mér þær brostu svo hlýtt
og blómguðust snemma á vorin.
Eg horfði á útsýnið hugfanginn þá,
er heillandi kyrð yfir bygðinni lá;
í norðrinu hafmóða blikaði blá,
þar brotnaði geislanna veldi,
og bárunum glitraði gullskikkja á,
glampar frá kvöldroðans eldi.
Þarna í æskunni frelsi eg fann,
og friðsælu kvöldunum heitast ég ann.
En gleðin til enda sitt æfiskeið rann,
því unaðarstundirnar líða.
Vorhugans útþrá í æðum mér brann,
ég ætlaði’ að fara svo víða.
Bjarni frá Gröf.
Til Vestur-Islendinga!
Fyrir hönd heimfararnefndar
Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi, skal þess getið að
sökum umræðna þeirra, er orðið
hafa um að þiggja opinberan
styrk til undirbúnings heimfarar-
Vestur-íslendinga árið 1930, lýsi
eg yfir því, að þær umræður skulu
verða teknar til grandgæfilegrar
yfirvegunar á aðal-fundi nefnd-
arinnar, sem haldinn verður í Win-
nipeg,21. þ. m., og þar sem von-
ast er eftir að allir nefndar-
mennirnir ^geti verið viðstaddir.
í sambandi við þetta mál skal
það tekið fram, að nefndinni mun
vera það eitt verulegt áhugamál,
að sameina Vestur-íslendinga um
heimförina, og eg er þess full-
viss, að nefndin, á fundi sínum,
muni leggja alla áherzlu á að
svo megi verða, því með því einu
er sú hugsjón heimfararnefndar-
innar hugsanleg, að Vestur-ís-
lendingar eigi sinn þátt í að aug-
lýsa menningar-atriði það, sem
íslenzka þjóðin er að minnast
1930, fyrir öllum þjóðum, og
auka veg þjóðarinnar eftir megni.
En taka verð eg það fram, að
verði styrk þeim, sem heimfarar-
nefndinni stendur til boða, hafn-
að, þá verða Vestur-íslendingar
að leggja sjálfir tafarlaust fram
fé það, sem nauðsynlegt er til þe-'s
að sómasamlega sé hægt að und-
irbúa heimförina.
Frekari greinargjörð bíður nefnd-
arfundarins og verður birt al-
menningi að honum loknum.
i
Winnipeg, (I. maí 1928.
Jón J. Bildfell,
form. heimfarar nefndarinnar.
Ur bœnum.
Séra Kolbeinn Sæmundsson hef-
ir fengið köllun frá söfnuðunum
í Nýja íslandi norðanverðu, eins
og getið var um í síðasta blaði.
En einnig hefir hann fengið köll-
un frá lúterskum söfnuði enskum
í Seattle, og mun hann eiga kost
á að þjóna íslehzka söfnuðinum
þar jafnframt. Hvað séra Kol-
beinn ræður af í þessum efnum,
vitum vér enn ekki.
Lófaklappof fjarstæður
Þegar eg á fundinum, 1. þ. m.,
sem haldinn var í St. Stephens
kirkjunni á Portage Ave., vildi
gera grein fyrir, af hverju eg
studdi tillögu hr. W. J. Lindals.
sem fór fram á það, að fundurinn
vísaði styrkbeiðnar fargani heim-
ferðarnefndar Þjóðræknisfélags-
ins, til í sameiningu þeirra manna,
er til ofangreinds fundar höfðu
boðað, sem og heimferðarnefndar-
innar, og sem mér þótti hentugt
að nefndin fengi inn með sér þá
menn, sem til fundarins stofnuðu,
þar eð eg áleit það viðeigandi
hrís á heimferðarnefndina, fyrir
alt hennar leynibrugg og gjörræði,
var svo mikið lófaklapp með köfl-
um, að erfitt var að láta heyra
til sín.
Lófaklappið kom ffá fólki, sem
var á bandi eða hafði samhygð
með nefndinni, og var með köflum
töluvert áberandi, þegar andstæð-
ingar nefndar'nnar töluðu. —
Ekki er unt fyrir ræðumenn á
ræðupalli að fá kröftugri viður-
kenningu fyrir réttum málstað,
en þegar reynt er að klappa þá
niður; það er ákveðin yfirlýsing
um,_að mótpartar þeirra hafi eng-
ar röksemdir til á móti máli þeirra.
Þá er að minnast á að eins tvær
fjarstæður, sem ræðumenn heim-
fararnefndarinnar báru fram á
téðum fundi.
Hr. Hannes Pétursson hafði
yfir langan styrkbeiðnalista, víðs-
vegar að, samantínt efni, og að-
eins eitt atriði hliðstætt styrk-
beiðni nefndarinnar. Eitt atriðið
hjá honum var það, að Canada-
stjórn hefði borgað Tómasi sál.
Johnson ferð hans suður til Min-
neapolis 1925. Hefði Tómas sótt
um styrk og fengið hann, hefði
þetta atriði verið réttmæt sam-
líking; en af því Canadastjórnin
tók upp hjá sjálfri sér að senda
á Norðmanna hundrað ára afmæl-
ið í þessu landi, fulltrúa fyrir sína
hönd, og valdi þennan mann til
þess, var þetta atriði hjá Mr. Pet-
erson, eins i’la viðeigandi, svo eg
ekki viðhafi sterkari orð, og mest
gat verið, reglulegt vandræða-
fálm.
Hin fjarstæðan, sem eg vildi
benda á, kom frá séra Rögnvaldi
Péturssyni, þegar hann vitnaði í
hallærishjálpina, sem Canada-
stjórn veitti Ný-lslendingum fyrir
50 árum, því hallærishjálp var það
í raun og veru, hvað svo sem það
hefir verið nefnt á hlutaðeigandi
pappírum, og veitt í canadiskar
landsþarfir.
Þessi tvö atriði hjá þeim Pét-
ursons bræðrum, hafa að líkind-
um verið borin fram í þeim til-
gangi, að styrkja og gjöra eðlilegri
styrkbeiðnir heimfararnefndar
Þjóðræknisfélagsins. —
Já, það var að eins mögulegt,
að “tjalda því sem til var.”
Winnipeg, 5. maí 1928.
Bjarni Magnússon.