Lögberg - 10.05.1928, Blaðsíða 7

Lögberg - 10.05.1928, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MAÍ 1928. Bls. 7. Grœðsla með ])ví að nota Zam-Buk gefur daglega undursamelg- an árangur. Reynið það við öllum skurðum og sárum. Og ykkur mun furða á afleiðing- unum. — Græðslu krafturinn kemur frá plöntu-vökva, sem kemst inn í höruudið, og um- myndar það. Þetta Grœðandi lyf græðir innan frá og eyðir meinsemdum, er liggja djúpt í hörundið eða undir því Það eyðir verkjum og ónotum og dregur alla óhollustu út úr sárum og skurfum. ZamÆuk er jurta sefni, sem græðir sár náttúrlegan hátt. — Zam-Buk Ver rotnun og ætti því að vera hið fyrsta sem notað er við sár. Hvort sem er um að ræða skurði, bruna, mar eða annað því um líkt, þá græðir Zam-Buk það fljótlega. Að bera það á dag- lega kemur í veg fyrir að nokkuð ilt verði úr sliku. THE GRÉAT /1ERBAI BAL/1 50c. askjan hjá lyfsölum. Huginn og Muninn. góða nýnæmi. Svona leið Þor- láksdagur við hangikjötssuðu og brauðbakstur til jólanna. Aðfangadagur jóla rann upp. Allir hröðuðu sér við störf sín, svo þeim væri lokið áður en jóla- hélgin gekk í garð. Ljós voru kveikt með fyrra móti, og fleiri en vant var. Menn og konur þvoðu sér mikið vandlegar en hversdags lega. Karlmenn kliptu skegg sín og rökuðu, eftir því sem hver vildi hafa það. Konur fléttuðu hár sitt í marga fléttinga, nældu það svo í Iykkjur upp undir skúf- húfur sínar. — Okkur krökkunum var þvegið og greitt. Allir sem gátu, klæddu sig í beztu fötin, sem þeir áttu til. Allir vildu líta eins vel út í klæðaburði og framkomu um jólin, eins og efni og kring- umstæður frekast leyfðu, þó ekki væri kannske að öðru leyti en því, hvað fótabúning snerti, svo sem nýja sokka og brydda skó. Hefðu menn það, þá klæddu þeir ekki köttinn um jólin; en það var gam- alt orðtak um þá, sem ekki klædd- ust í nýtt um jólin, að þeir klæddu köttinn. Ekki voru það stakkaskifti fólks hvað klæðnað áhrærði, hvorki ný- ir sokkar né bryddir skór, sem vöktu athygli manna á því, að jólin væru að ganga inn á brautir ársins. Ekki heldur matarbreyt- ing sú, sem alment átti sér stað. Það voru jólakertin, kertaljósin, og helgiblærinn og trúarlega lotn- ingin, sem færðist yfir svip og alla hegðtm manna, bæði til orðs og æðis. öllum var gefið kerti, steypt úr tólg. Okkur krökkum hálft kerti. Það vakti óumræði- legan fögnuð hjá okkur, að fá þessa litlu kertisstúfa. Mæður okkar kveiktu sjálfar á þeim fyr- ir okkur, og fræddu okkur á því um leið með mestu alúð, í hvers nafni jólin væru haldin. — Eftir Finnb. Hjálmarsson. (Niðurl.) Jólin. Jólin voru og eru sú hátíð árs- ins, sem öllum kristnum mönnum verður minnisstæðust allra há- tíða. Engin hátíð er nefnd jafn- oft í daglegu tali; engin hátíð hefir læst nafn sitt og helgi eins trúarlega djúpt inn í hjörtu mann- anna, eins og blessuð jólin. Sjaldan var langt liðið frá vetr- arkomu, þegar við fórum að spyrja móður okkar um það, hvað langt væri til jólanna. Það stóð sjald- an lengi á svari upp á þessa spurn- ing okkar, því þó hvorki væri við hendina tíma, eða mánaðardaga- tal, þá skauzt mæðrum okkar sjaldan vísdómur í því að vita, hvað tímanum leið, hvað árstíðir snerti. Nú fórum við börnin að telja vikur og daga á fingrum okkar, og hlökkuðum alt af meir og meir til jólanna, eftir því sem dagatal okkar fækkaði; og seinast var eftir ein vika. Þá benti líka alt okkur á það, að einhver hátíð- leg gestkoma væri í nánd. Það var farið að þvo baðstofuna hátt og lágt, þurka gluggana vandlega, sópa hvern krók og kima í bæn- um, búa til skó og brydda þá með hvítu eltiskinni; bursta föt. Á Þorláksdag var soðið kjötið, og fleira, sem brúka átti til jól- anna. En að kveldi þess dags var steikt laufabrauð. Ekki þurftu mæður okkar að kalla á okkur þennan dag til að bera vitni um það, sem fór fram í búri og eld- húsi; þangað komum við sjálf- boðin, þegar eitthvað gómsætt var í seyði, Léttfætt var æskan inn og fram bæjargöngin milli eld- húss og baðstofu með laufakök- urnar á lófunum handa þeim, sem inni sátu. Mikið vorum við upp með okkur af þeim heiðri, sem okkur hlotnaðist með því að fá að offra heimilisfólkinu því smekk- Harui Hafði Veika Fætur og Einnig Blöðrusjúkdóm. L-,R«id> Denver, Colo., svo^ væntr „í',?1U s SÍn*a Þykir vænt um p£ð, að hann vill koma þeim góðu fréttum til allra “Nuc-a^Tonp erU' Nann skrifar: , Vn?a-T°ne er agætis meðal. Ee sem^aldrpi Þ^ytuyerk f fótunum, dle °?lír nótt eða sivfkdémi »ðl3t einn,ír af blöðru- af , U -° €g varð að kasta aí mer vatm svo sem tólf sinnum Nu erU- f6t,«ít8irnir sterk- e?, «r Jafngóður af þeim gekkr’’SJUkd°mi’ Sem að mér Meira en miljón manna eiga neil®u ,sina og krafta Nuga-Tone að þakka. Það reynist þeim und- ursamlega vel, sem hafa nýrna- og blöörusjúkdóma, litla matar- iyst, eða pjáist af þessum þreytu- yerkjum, sem varna manni svéfns a nottunni. Ef bú hefir við eitt- nvað af þessu að stríða, ættir þú að reyna Nuga-T'one. Það mun gera þér ótrúlega mikð gagn. huga-Tone fæst hjá öllurn, sem meðul selia. Ef sá, sem þú skift- ir við. ekki skyldi hafa það í búð- inni, þa Iattu hann nanta það fyrir þig frá heildsöluhúsinu. “Látið þið þessi litlu, jarðnesku kertaljós, sem við höfum nú kveikt fyrir ykkur, tendra upp andlegt trúarljós í hjörtum ykk- ar, á jólabarnið, sem þessi hátíð er hélguð. Verið góð og hlýðin börn. Umgangist hvert annað sem bræður og systur, og talið ekki Ijótt orð til nokkurs manns. Ef þið hlýðið þessu, þá getið þið fagnað jólunum, fæðingarhátíð frelsarans, eins og kristnum börn- um sæmir. Hugleiðið þetta, sem við höfum sagt. Áður en kertin ykkar eru brunnin að skari, ósk- ið svo hvert öðru gleðilegra jóla.” —Allir höfðu nú kveikt á kertun- um sínum, svo hvergi bar á skugga í baðstofunni. Þessi ljósafjöld og trúarorð mæðra okkar var það, sem vakti mesta eftirtekt hjá okkur börnun- um á því, að þessi stórhátíð var runnin upp. Og enn vakir sú hugsun hjá okkur, að það finnist meiri trúrækni í hreysum þeirra fátæku, en sumra hinna, sem efna- lega baða í rósum og hafa alls- nægtir. Svo liðu blessuð jólin og árin út í tímans skaut, en endurminn- ingarnar um þau og atvikin, sem þeim urðu samferða, eru enn glögg á minnisspjöldum Huga og Muna. Veturnir héldu sitt vanaskeið, sumir skakviðrasamir, snjóþungir og frostharðir, með hafísalögum, svo hvergi sást í auðan sjó. Þeir lofuðu vorinu seint og skygðu oft- ast á vonarljós þeirra fátæku með þessum hvítu klæðum sínum. Þeir voru hamramir berserkir norðan frá Dumbshafi, sem tröðkuðu öll landhelgislög, og bættu aldrei fyr- ir yfirtroðslur sínar. Föstuhelgin. Langafastan er sá tími vetrar- ins, sem mörgum eldri Islending- um hefir orðið minnisstæð. Hún var nokkurs konar hátíð eða helgi, hvað söng og lestra áhrærði, og hefir víst verið það á íslandi ávalt síðan Passíusálmar skáld- meistarans Hallgríms Pétursson- ar voru fyrst prentaðir of sungn- ir. Engin bók á nokkurri öld, síð- an ísland bygðist, hefir fest eins varanlegar trúarrætur í hjörtum íslendinga, eins og þeir blessaðir sálmar. Engin bók hefir sefað harma þeirra hrumu og einstæð- ingsskap og fátækt og gefið þeim naeð heilræðum sínum og bænum öruggari trúarstaf til að styðjast við hinstu sporin til dauðans, en þau dýrmætu trúarljóð. Þau eru leiðarljós að hásæti guðs fyrir hvern kristinn mann, frá vögg- unni til grafarinnar, enda orðið svo hjartfólgin mðrgum eldri Is- lendingum, að þeir hafa beðið þess á banadægri, að Passíusálm- ar Hallgríms Péturssonar fylgdu sér í gröfina. Samferða þessum sálmum til guðræknisiðkana voru á þessum árum Vigfúsarhugvekjur og Bjarnabænir, sem þá þóttu ágæt- ar. En á sunnudögum var víst al- ment lesið í Vídalíns postillu. Sumardagurinn fyrsti. Sumardagurinn fyrsti var á þessum árum einn af mestu uppá- haldsdögum, nærri því eins og jólin. Oft var spurt að því, hvað nú væri langt til sumars. Vonin um að þá breyttist veðurátta til hins betra, hafði þá örfast og gengið í ábyrgð fyrir það, að sumarið færði björg í bú. Oft rættist þessi von, að sumar kæmi með sumri, hvað veðuráttu snerti. Suðrið hafði tekið við völdum, jafnvel áður en sumardagurinn fyrsti varpaði geislum sínum í fangið á Tungugnúpnum. Sólin og sunnanvindar breyttu klæðum vetrarins í vatn. Ár og lækir fögnuðu frelsinu, uxu og flæddu yfir alla bakka og spýttu mórauðu í allar áttir, áður en þau fleygðu sér í sjóinn. iFormennirnir höfðu róið fram á fjörðinn. Sumir leituðu að fiski, en aðrir eltu selinn, sem hafði bara komið í njósnarferð inn á skjálfandann. Lóan var komin heim úr langferð sinni til Afríku; farmenn sögðu, að lóan færi til Afríku á haustin. Hún sveif í loftinu og bauð öllu gleði- legt sumar, með kvaki sínu: bí-bí dýrri-dýrri. Fjöll og hálsar þökk- uðu henni fyrir komuna og ósk- irnar, með því að taka upp henn- ar eigin orð: bí-bí dýrri-dýrri. En mannanna börn hlustuðu hug- fangin og steinþögðu. Fleiri farfuglar komu og kunn- gerðu æskustöðvunum komu sína með því að syngja þeim vorkvæði, sem þeir höfðu ort, meðan þeir dvöldu utanlands. Þeir voru bæði ljóðskáld og tónskáld, jafnvel betri en mennirnir í þeirri list. Ekkert lifandi dirfðist að kalla þá leirskkáld; braglist og tón- fræði voru þeim meðfæddar gáf- ur; en tilsagnar í hvorutveggja höfðu þeir notið í heimahögum ættlandsins, hjá föður og móður. Kvikfénaður bændanna breiddi sig um hlíðar og bala og undi lífinu vel við að kroppa nýgræð- inginn. Sóley og fífill litu hýru auga hvort til annars í túnunum kringum bæina; ljónslöpp og maríustakkar ,höfðu fæðst og fest sér heimili meðfram hverjum læk í sveitinni; þar nutu þau lífsins í ró og næði við sólskinið og dagg- arúðann. Alt sem lífsmagn fékk iðaði út í sumarið og daginn til einhvers starfs. Við börnin flutt- um búferlum með leikföngin okk- ar, horn, leggi, skeljar og hörpu- diska, út á hól, og lékum okkur að þeim, eins og skáldið kvað. Og einhvern daginn í kringum sumarmálin gat það komið fyrir, að bændurnir, Björn í Rauf, eða Sigurpáll í Skógum í Reykja- hverfi, komu með þá fregn til kauptúnsins, að verzlunarskipið væri að koma. Ef alt lék í lyndi um sumardag- inn fyrsta, þá var hann sann- nefnd hátíð í hugum fólksins. Allir heiðrðu jómfrúdaginn, sum- ardaginn fyrsta; hann var þeirra brúðgumi, þær unnu honum af öllu hjarta. Hann táknaði bezt merkið þeirra: fegurð og blíðu. Hann var gjafmildur við alla, jafnvel gjafmildari en jólin. Hon- um var líka fagnað af hjarta allra, hvort sem hann gekk fyrir glugga á hvítum klæðum eða grænum. Hann var höfðingi í lund, hverju sem hann klæddist. Ekkert land í heiminum á eins langa daga sem þú, ísland! Ekkert land í heiminum á eins margar bjartar nætur, sem þú, ísland! Ekkert land í heiminum á eins björt og fögur norðurljós, sem þú, ísland! Vaxtarfegurð þín og tignar- svipur lokkar yndi í alt mannlegt vit. Þá höfum við nú mint þig á það helzta, sem þig fýsti að heyra um ferð okkar heim til æskustöðv- anna. En biðjum þig og þá, sem hafa kannske hlustað á þetta sam- tal okkar, að gæta þess, að þó börnin muni lengi, eins og mál- tækið segir, þá hefir samt margt af því, sem við höfum mint þig á hér að framan, verið grafið upp úr talsverðum gleymskufölva, því langt er um öxl að líta, þar sem um sextíu ár liggja milli við- burða og frásagna. Jarðskjálftanna miklu á Tjör- nesi, sem orsökuðu mestu tjóni í g^rend við kaupstaðinn Húsavík, 18. apríl 1872, höfum við ekki minst. Vitum að jafnöldrum okk- ar, sem enn lifa, eru þeir minnis- stæðir. Um þá ritaði Lúðvík Finnbogason, sem nefndur er hér að framan, og getum við vísað á ummæli hans hjá Þorvaldi Thór- oddsen: Jarðskjálftar á Norður- landi, bls. 221-224. Getið skal þess, að margt af því fólki, sem nefnt hefir verið hér að framan, einkum þeir yngri, fluttistj til þess’a lands, og býr hér enn. Margt af því hefir lengi búið í Winnipeg. Alt hefir það getið sér góðan orðstír í þessu landi, og staðið framarlega í ýms- um opinberum málum, svo sem bindindis og kristindómsmálum og ávalt reynst einlægt og giftu- drjúgt Margt af börnum þess hefir gengið mentaveginn, og eru nú læknar, lögmenn, 1 prestur, 1 fylkisþingmaður og margir fleiri merkir menn og konur. Tjörnes! haldi svo allar helgar dísir hðndum yfir þér og þeim, sem þú ólst, meðan sólin skin á Tungugnúpinn. KVÆÐI til Björns Thorbergssonar, Flutt í kveðjusamsæti í Concordia Hall, Churchbridge Sask., 18. apríl 1928. Þér heilsa eg, heiðursgestur, og hljóðs mér bið um stund. Er svífur só<l í vestur, í samúð rétti mund. Svo kveð eg hljómi hreinum, en hlusti fold og lá. Og sízt með kögursveinum þér sæti skipa má. Þú mæti landnámsmaður, sem marga ruddir braut. — Sit hjá oss heill og glaður — þér hróður falli í skaut. Því enn, í hárri elli, — já, að því dáðst eg get — þú hefir haldið velH, og hopað eigi’ um fet. Á mörgum hnullung hálum þú hlauzt að stikla létt. En fylgdir fast að málum er fanst þér stefna rétt. Og vopnin traustum tökum þú tókst, er veittir lið, og réðist á með rökum, sem rangt þér horfði við. Og fjölvit fræðimanna þú fékst sem vöggugjöf. En vaskleik víkinganna í volki’ um reynslu-höf. Svo eflist þol og þorið við þrautir lengi’ að fást, sem fylgi vetri vorið,— sú vissa aldrei brást. Þú lékst þér oft að Ijóðum við lífsins skýja-rof. Og það er list með þjóðum, — en þökkuð sízt um of. En hvíld þér fanst þú finna í frægð hins snjalla ríms. Þú kvaðst ei mikið minna, en mögur Skalla-Gríms. Og trúr þú varst á verði. Svo var þín hyggjan sljmg, sem goði gyrtur sverði þú gekst á fjölmörg þing. Þú kaust að hugsa hærra og horfa’ er fjöldinn svaf. Þitt sjónarsvið er stærra, en samtíð vissi af. Að skarð er fyrir skildi, það skjátlast ekki nú. , 1 margri háðri hildi oss henti raunin sú. En hver, sem vinna vildi af viti, eins og þú, eg hygg hann þrautir þyldi og þryti’ ei von né trú. R. Johnson. Frá Isíandi. Reykjavík, 2. apríl Nýlega er látinn í Kaldaðarnesi Ólafur Sigurðsson, sonur Sigurð- ar heit. ólafssonar sýslumanns og bróðir Haraldar píanóleikara, Jóns skriftsofustj. Alþingis og þeirra systkina. Hann var 39 ára gamall. Hann hafði stundað nám á landbúnaðarháskóalnum í Kaup- mannahöfn, og stóð fyrir búi í Kaldaðarnesi hin síðari árin. Hann var mannkostamaður og vel að sér eins og hann átti kyn til. Skíðaferðir hefir Skíðafélag Reykjavíkurj jallmiikið ctíðkað 1 vetur, hafa og verið óvenjulega góð skilyrði til þess, því snjór hef- ir verið með allra mesta móti til fjalla sunnanlands í vetur. Hafa félagsmenn og aðrir þeir, er þátt hafa tekið í þessum ferðum, farið hæði upp á Mosfellsheiði og Hell- isheiði. Um síðustu helgi fóru um 50 manns, en þar af voru yfir 30 Norðmenn. Sýnir það nokkuð glögt, að þeir eru okkur íslend- ingum fremri í því að stunda vetraríþróttir, enda hafa þeir um langt skeið staðið mjög í fylk- ingarbrjósti vetraríþróttanna. Fordson dráttarvélar verða keyptar hingað til lands nokkrar í vor. Grímsnesingar kaupa eina, Búnaðarsamband Suðurl. eina, ís- firðingar eina, og Borgfirðingar og Reykdælir sína hvorir. Með öllum vélunum á að kaupa herfi. Ber þetta vott um aukinn búnað aráhuga og framfarir í jarðrækt. Um ísl. málverkasýninguna er enn skrifað mikið í þýzk blöð, og eru dómarnir allir á eina lund — að sýningin sé merkileg og verð- skuldi athygli. Tveir ítarlegir dómar hafa fyrir ekki löngu birst, annar í þýzka blaðinu “Tag”, en hinn í “Berliner Tageblatt”, og eru báðir hinir vinsamlegustu, og seg- ir í öðrum, að sýningin komi mönnum í kynni við sérkennilega og sjálfstæða list þjóðar, sem standi Þjóðverjum nærri frá fornu fari í menningu og lífsstefnu. — Vörður. Reykjavík, 29. marz. Þann 28. jan. s.l. andaðist að Hjaltabakka frú Hansína Þor- grímsdóttir, ekkja Þoryaldar' prests Ásgeirssonar, síðast prests j að Hjaltabakka, á fyrsta ári yfirj áttrætt. — Hún var fædd í Þing- j múla 10. apríl 1847, dóttir séra! Þorgríms Arnórssonar, er þar var þá prestur, og Guðríðar Péturs- dóttur frá Engey. Frú Hansína giftist þar eystra séra Þorvaldi ogi fluttist með honum frá Hofteigi 1880 að Hjaltabakka. Þjónaði hann því brauði“þar til 1887, að hann andaðist að Hjaltabakka, en hafði þó á þessu tímabili búið bæði í Steinnesi og Hnausum. — Þeim varð 9 barna auðið. Dóu fimm ung eystra í Hofteigi, og ein dóttir uppkomin að Hjaltabakka. Þrjú lifa: Sigríður, gift Þórarni hreppstj. á Hjaltabakka, Guðríð- ur, gift Kristjáni Berndsen í Reykjavík, og Ásgeir, giftur á Blönduósi. Auk þess kom með frú Hansínu að austan, sem nokk- urskonar uppeldisdóttir, Margrét Þorsteinsdóttir, nú ekkja á Blönduósi. Va.r Margrét henni jafnan sem dóttir og ekki sízt á síðustu árum. — Frú Hansína var mesta dugnaðar- og merkis- kona. — Vörður. ÞAKKARÁVARP. Eg og maðurinn minn vottum hér með innilegasta hjartans þakklæti öllum þeim, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur sam- úð og einlæga vináttu, þegar mað- urinn minn verktist í vetur og varð að dvelja um nokkurn tíma á sjúkrahúsinu í Winnipeg. F.g Mla ekki að telja hér upp nöfn allra þessara mörgu vina og vel- gjörðamanna okkar, en læt það nægja, að nefna þá Dr. J. P. Páls- son í Elfros, Sask., og Dr. B. J. Brandson í Winnipeg, O" sömu- leiðis þau Mr. og Mrs, Harald Einarrson í Elfros, sem við ei^- um svo mikið að þakka fyrir dæmafáa nærgætni og umhyggju, sem þau hafa sýnt okkur í einu og öllu. — Við biðjum almáttugan guð að launa öllum okkar vel- gjörðamönnum, þegar honum finst bezt henta. Mr. og Mra. F. Sveinsson, Elfros, Sask., 3. maí 1928. Elzta Eimskipa-samband til Canada 1840—1928 Skrifið til: IHE CUNARD LINE 270 MAIN STREET, WINNIPEG, MAN. Cunard eimskipafélagiC býður fyrirtaks fólks- flutnlnga sambönd við Noreg, Danmörk, Finnland og ísland, bæði til og frá canadísk- um höfnum, (Quebec f sumar). Cunard eimskipafélagið hefir stofnsett ný- lendu. og innflutningsmála skrifstofu f Win- nipeg, og getur nú útvegað bændum skandi- navfskt vinnufólk, bæði konur og karla. Skrifið á yðar eigin twngumáii til undir- ritaðs félags, er veita mun allar upplýsingar ðkeypis. pað er sérstaklega hentugt fyrir fólk, sem heimsækja vill skandinavfsku löndin, að ferð- ast með Cunard skipunum. Eitt meðal hinna mörgu hlunninda, er Cun- ard félagið býður, er bað að veita gestum tækifæri á að svipast um í London, heimsins stærstu borg. . Brauðgerðarhús Winnipegborgar 47 ár, hafa breytt Winnipeg úr litlu þorpi í Norðvesturlandinu, í stærstu og ágætustu borg í Vestur-Canada. 47 ár, hafa orsakað hliðstæða breytingu á Speirs Parnell Bak- ing Co., Ltd. frá því er það fyrst hóf göngu sína 1882 í litlu og óálitlegu verkstæði, þar til nú að það er fullkomnasta stofnun slíkrar tegundar í Vestur-Canada. og fullnægir brauðþörfum sívaxandi fjölda viðskiftavina. Þessi er saga eigin brauðgerðarhúss Winnipegborgar, sem tekið hefir þessum risavaxna þroska ásamt Winnipegborg. SPEIRS MRNELL BREflD J. M. Speirs, W. C. Parnell, President. Vice-President. SPEIRS-PARNELL BAKING CO. Ltd. 666-676 EIgin Ave. HAFIÐ ÞJER VINI í GAMLA LANDINU SEM VILJA K0MA TIL CANADA? Ef svo er, og þér viljið hjálpa þeim til að komast til þessa lands, þa frnnið oss. Vér gerum allar nauðsyn- iegar raðstafanir. ALLOWAY &CHAMPION, Rail Agents UMBOÐSMENN FYRIR ALLAR EIMSKIPALÍNUR 667 Main Street, Winnipeg. Sími 26 861 eða hver annar Canadian National Railway umboðsm. FARÞEGJUM MŒTT VIÐ HAFNARSTAÐINN 0G LEIÐBEINT TIL ÁFANGASTAÐAR FARBRÉF TIL o* FRÁ Tll ALLRA STAÐA I HEIMI CANADIAN NATIONAL RAILWAYS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.