Lögberg - 10.05.1928, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.05.1928, Blaðsíða 6
BIs. ft. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MAÍ 1928. Ljónið og Músin. Eftir Charles Klein. (Saga sú, sem hér birtist 1 íslenzkri þýðingu, fcom fyrst út árið 1906 í N*w York). Þegar Jefferson gekk niður stigann, kom hann auga á bréf, sem lá þar á einm troppunm. Hann tók það upp. Bagley hafði sknfað utan á það, hann þekti höndina. Sjálfsagt var þetta eitt af hréfunum, sem Bagley hafði fengið þióninum til að láta í póstinn, og hann hafði mist það þarna. En það, sem Jefferson þotti einkennilegast var það, að bréfið var til Kate Roberts. Vanalega hefði ekkert í veroldmm getað komið Jefferson til að opna og lesa bret til einhvers annars, en hann var sannfærður um, að þessi maður væri bragðarefur og undir- förull mjög, og hann grunaði hvað hér mundi undir búa. Honum fanst það skylda sm, að draga þennan náunga fram í dagsljósið, sem svo ósvífnislega notaði stöðu sina til að tæla stúlku, sem ekki hafði nóga skynsemi og var- færni til að vara sig á fagurgala hans og vél- ræði. Hann hikaði því ekki lengur, en opnaði bréfið, sem var á þessa leið: “Elskulega, .tilvronandi, kona mín! Eg he'fi ráðstafað öllu. A miðvikudaginn kemur, að viku liðinni, förum við til heimilis vinar míns og þar giftir presturinn okkur. Svo látum við staðfesta það löglega í bæjarráðs- höllinni. Svo getum við farið með lestinni kl. 4 til Buffalo. Við skulum hittast í kvenna her- berginu í Holland House kl. 11 á miðv'ikudag- inn. Þangað kem eg í lokuðum vagni. Þinni elskandi, Fitz.’ “ Ja, hver skollinn,” sagði Jefferson í hálf- um hljóðum. Honum fanst her nokkuð nærri gengið Roberts Senat'or. Fyrst datt honum í hug að fara aftur inn til móður sinnar og segja henni frá þessu. Hún mundi segja manni sín- um frá því undir eins, og hann mundi áreiðan- lega ekki lengi að gera Bagley greið og góð skil. En frá þeirri fyrirætlan féll hann þó fljótlega. Hví ekki að gera sér eins mikið úr þessu og hægt var? Hann gat vel beðið svo sem tvo daga. Það lá ekkert á. Það var bezt að lofa Bagley að halda að alt væri í bezta lagi, þangað til á elleftu stundu. Kate mátti gjarn- an fá bréfið, Það var hægðarleikur að fá sams- konar umslag og bréfsefnið og stæla skriftina svo vel, að hún þekti það ekki. 'Slíkur náungi, sem Bagley var, átti ekki skilið, að honum væri nokkur vægð sýnd. Jefferson var í eng- um vafa um það, að þegar faðir sinn kæmist að þessu, þá myndi hann reka Bagley umsvifa- laust og þetta yrði þó að minsta kosti til þess, að heimilið losnaði við þenna undirförla og hvimleiða náunga. Jefferson stakk bréfinu í vasa sinn og fór út og hann var í miklu betra sgapi heldur en þegar hann kom. Ryder sat einn inni á skrifstofu sinni. Hann hafði komið 'heim óvanalega snemma, því hann átti von á tveimur gestum, sem hann vildi endi- lega sjá. Annar var EllLson leynilögreglumað- ur, og bjóst Ryder við að fá einhverjar fréttir hjá honum frá Massapequa. Hinn' var Shirlev Green, höfundur sögunnar “The American Octopus”, sem lolcsins hafði nú gengið inn á að sýna honum þá virðingu, að eiga tal við hann. Hann sat við skrifborð sitt og fyrir framan hann var bunki af einhverjum skjölum, sem hann var að lesa. Milli varanna hafði hann einn af þessum löngu dökkleitu vindlum, sem hann reykti ávalt. Yið og við leit hann upp frá skjölunum og þeir, sem kunnugir voru manninum, hefðu vel getað séð, að nú var hann að hugsa um eittJhvert gróðabragð, sem hann gerði sér góðar vonir um. Alt af annað slagið skrifaði hann! einhverjar tölur á blað. sem hjá honum lá, og það levndi sér ekki. að hann var ánægður með þær tölur. Hann .stóð á fætur og gekk um gólf dáJitla stund, eins og hann gerði oft, þegar hann var að ráða fram úr einhverju vandamáli. “Fimm miljónir,” tautaði hann fyrir munni sér. “Ekki cent meira. Ef þeir vilja ekki selja, þá tökum við til okkar ráða.” Bagley kom inn. Ryder leit á hann og spurði önuglega, bvort Ellison væri kominn. “Já, hann er niðri,” svaraði Bagley. “En Mr. Herts er hér, og hann vill endilega fá að sjá vður og segir, að sér ríði lífið á því.” “Honum ríður sjálfsagt töluvert á því,” sagði Ryder. “Létið þér hann koma inn. Það er eins gott að hafa þetta útgert nú strax.” Bagley fór út, og kom aftur að vörmu spori og með honum var maður lágur vexti og feit- laginn og heldur búralega klaxldur, og var auð- séð, að honum var mikið niðri fyrir. Maður hefði vel getað hugsað, að hann væri ölgerðar- maður, en reyndar var hann foresti gasfélags, sem talið var auðugt gróðafélag, og hann var mikill atkvæaðamaður á Wall Street. Það var bara einn maður, sem talinn var honum meiri, og það var John B. Ryder. En í þetta skifti var hann ekki eins öruggur, eins og við hefði mátt búast. Hann var fölur í andliti og hann har það greinilega með sér, að taugarnar Voru óstvrkar. Hann var sjáanlega mjög áhyggju- fullur. “Tilboð vðar, Mr. Rvder, er alveg ómögu- legt,” sagði hann með töluverðum ákafa. -“Ef hað yæri begið, þá töpuðu hluthafarnir stórfé. Eignir félags vors eru að minsta kosti sex sinnum meira virði heldur en hér bióðið fvrir þær. Vér erum til með að selja fvrir tuttugu miliónir — ékkert minna.” Rvder vpti ö«Ium. “Mr. Herts,” svaraði hann hæglátlega, “í dag hefi eg mikið að gera og er ekki í því skapi að mig langi til að ræða þetta mál við yður. Annað hvort kauimm við eignir og réttindi fé- lags yðar, eða vér gerum því ómögulegt að starfa. Þér getið valið um. Þér hafið okkar tilboð, fimm miljónir, livorki meira né minna. Ætlið þér að taka því?” “Nei, það dettur mér ekki í hug; þið getið farið norður og niður með ykkar skammarlega tilboð,” sagði Herts og varð æfur við. “ Jæja, þá,” svaraði Ryder jafn-rólegur eins og áður. “Við tölum þá ekki meira um þetta mál. Nú er mér frjálst að gjöra eins og mér sýnist. Okkur stendur til boða að kaupa ann- að gasfélag fyrir lítið verð, sem hefir leyfi til að leggja gaspípur í öll stræti í Philadelphia. Við kaupum þetta félag og bætum tíu miljónum dala við höfuðstól þess, og svo seljum við gas í Philadelphia fyrir sextíu cents þúsundið. Hvernig lízt vður á það?” Ryder sagði þetta alveg rólega og með mestu stillingu, og svipbrigði voru engin sjá- anleg á andliti hans. Hann fann til þess valds, sem hann hafði yfir öðrum mönnum með auð sýnum, og honum þótti ekki meira fyrir að eyðileggja atvinnu annara. manna og lífsfram- færi, heldur en að stíga á maðkinn í moldinni. Maðurinn, sem hann hér átti við, hafði að vísu verið taliifn auðugur maður og sjálfstæður, en nú varð heldur lítið úr öllu hans sjálfstæði. Hann vissi vel, að þetta var ekki sagt út í loftið og hann vissi einnig, að Ryder og félagar hans voru þess megnngir, að evðileggja hvaða iðn- aðar- eða verzlunarfyrirtæki í landinu, sem þeir lögðust á móti. Þetta var algerlega ólöglegt, en það var daglega gert, og hans félag var ekki það eina, sem þeir félagar höfðu komið fvrir kattamef. Herts fann vel, að hér varð hann að lúta í lægra lialdinu. “Leikið okkur ekki svona hart,” sagði hann í biðjandi róm. “Þessi nauðungarsala kemur okkur öllum á vonarvöl. Setjið yður í okkar spor. Hugsið um þa^, að margar fjölskyldur hafa ekkert annað við að styðjast en það, sem þær eiga í þessu félagi.” “ Tilfinningamálum og viðskiftum blanda og aldrei saman,” svarði Rvder og vr jafn kald- ur og rólegur eins og áður. “Þér hafið heyrt mína skilmála. Eg tala ekki um þetta mál frekar. Látið mig heyra, hvað þér ætlið að gera. Fimm njiljónir eða samkepni. Ráðið annað hvort við yður nú, eða við hættum samtalinu.” Hann leit á úrið sitt og snerti rafmagns- bjölluna. Keppinautur hans var með öllu yfirbugaður, og liann svaraði með velkum róm: “Þér eruð óvæginn maður í viðskiftum, John Ryder. Eg geng að tilboði yðar. Eg veit ekki hvað félagar mínir kunna að segja. Eg þori varla að sjá þá.” “A morgun um þetta leyti, verða samning- arnir tilbúnir fyrir yður til að undirskrifa þá. Þér fáið jafnframt útborgaða alla upphæðina. Verið þér nú sælir. ” Bagley kom inn og Herts fór út úr herberg- inu seinlega. Þegar hann var farinn, settist • Ryder aftur niður og ánægjubros lék um varir hans. Hann sagði Bagley að láta Ellison koma inn. Meðan hann beið eftir honum, sat hann makindalega í stólnum og reykti. Hann var sjáanlega að hugsa um eitthvað, en hann var ekki að hugsa um félagið, sem hann hafði nú eyðilagt, og hann var heldur ekki að hugsa um lögreglumanninn, sem hann átti von á. Hann var að hugsa um söguna, ‘ ‘ The American Octo- pus” og höfund hennar, sem hann nú bjóst við að sjá eftir fáeinar mínútur. Hann leit á klukk- una. Hana vantaði fimtán mínútur í þrjú. Konan, sem skrifað hafði þessa sögu, átti að koma eftir firntán mínútur, ef hún væri stund- vís, en það væru konur nú reyndar fremur sjaldan. Hvernig skvldi hún nú arniars vera, þessi Shirley Green? sem ekki lét sér fyrir brjósti brennna, að koma á has fund og skifta orðum við auðugasta og voldugasta mann í Vesturheimi? Areiðanlega var hún töluvert frábnigðin öðrum konum. Hann fór að reyna að gera sér í hugarlund hvernig hún mundi líta út, og honum fanst hún hlyti að vera há og mögur, stórbeinótt og ókveníeg í öllu útliti. Hann var alveg viss um5 að hún væri roskin og geðvond piparmey, óánægð við guð og menn, en sérstaklega við þá menn, gem komist hefðu yfir mikil efni og höfðu mikil ráð og völd í landinu. Sjáanlega voru það auðmennirnir, sem henni var uppsigað við og gat með engu móti látið óáreitta. En hvernig svo sem hún kynni nú að líta út, þá var það víst, að hún var óvanalega gáfuð og hún var framúr skarandi vel að sér í stjórmnálum og atvinnumálum þjóð- arinnar, og það var vafalaust hyggilegra, að hafa hana með sér en á móti. John Ryder hafði tailð sjálfum sér trú um það, að með sínum mikla auð^ .gæti hann komið fram svo að segja hverju því, sem hann vildi, og hann efaðist ekki um, að hann gæti fengið Shirley Green til að ganga í sína þjónustu, ef hann bara borgaði henni nógu vel. Að minsta kosti mundi hún þá ekki skrifa fleiri bækur um hann. Dyrnar opnuðust, og inn kom Bagley og Ellison með 1 onum. ”Komið þér sælir,” sagði Ryder glaðlega, þegar Ellison kom inn. “Hvað hafið þér að segja mér? Eg get að eins talað við yður fá- einar mínútur. Eg á bráðum von á vinkonu vðar. ” “Vinkonu minni!” hafði Ellison upp eftir honum. “Já, Shirley Green, rithöfundinum, ” sagði Rvder og hafði sjáanlega gaman af að sjá leynilögreglumanninum koma þetta á óvart. “Ráð yðar reyndust góð í þessu efni. Hún kemur hér í dag.” “Mér þykir gott að heyra, að þér hafið nú fundið hana. ” “Það ætlaði nú eð ganga erfitt,” sagði Ryder. ‘ * Við skrifuðum henni mörgum sinnum áður en hún var ánægð með það, hvernig bréfið væri orðað. En loksins hepnaðist það nú samt og eg vonast eftir henni klukkan þrjú. En hvað er nú um þessa Rossmore stúlku. Hafið þér farið til Massapequa?” “ Já, eg hefi verið þar hvað eftir annað, og eg er nú rétt nýkominn þaðan. Rossmore dóm- ari er þar, en dóttir hans hefir verið burtu, og enginn' sýnist vita hvar hún er.” “Farin burtu — hvert?” sagði Ryder með ákefð. Þetta var einmitt það sem hann óttað- ist. Meðan hann gat haft auga á henni, var ekki svo mjög hætt við, að Jefferson færi út í þá vitleysu, að giftast henni. En nú, þegar hún var horfin, mátti búast við hinu versta. “Eg hefi ekki getað komist að því, hvar hún er. Nágránnarnir vita ekkert um hana. Þeir segja, að hún sé stolt. Eini maðurinn, sem nokkuð vissi, var prestur sem Deetle heitir. Hann sagði, að gömlu hjónin hefðu orðið fyrir miklu mótlæti og að dóttir þeirra væri í París- arborg—” “ Já, já, eg veit alt um það,” sagði Rvder óþolinmóðlega. “En hvað er nú orðið um hana?” “Eg veit ekki. Eg reyndi jafnvel að spyrja írsku vinnukonuna, sem er þar í húsinu, en það kom nu ekki fvrir mikið. Þvílíkur vargur!. Eg hélt hún ætlaði að fljúga á mig. Hún sagðist ekkert vita hvar stulkan væri, enda væri sér algerlega sama um það.” Ryder barði roknahögg í borðið, eins og hann gerði stundum, þegar hann vildi láta veita því sérstaka eftirtekt, sem hann sagði. “Eg er ekki ánægður með þetta, að stúlkan finnist ekki. Þér verðið að fina hana, þó þér þurfið að fara landið á enda til þess. Hervið þér það! Hefir sonur minn sézt á þessum slóðum?” “Mér var sagt, að ungur maður hefði sézt þar kveldið áður en stúlkan hvarf. Lýsingin atti við son yðar, en sá sem sagði mér,' þekkir hanu ekki, og hann hefir ekki sézt þar síðan.” “Það hefir verið sonur minn, það er eg viss um. Jlann veit hvar stúlkan er. Þau eru kann- ske saman nú, en það má ekki eiga sér stað. Þér verðið að finna þessa stúlku, og eg skal gefa yður þúsund dali.” Andlitið á Ellison varð alt að einu brosi út af þessari peninga von. Um leið og hann stóð upp sagði hann: “Eg skal finna hana, það skal ekki bregð- ast; eg skal finna hana.” Bagley kom inn með miklum yfirlætissvip, eins og hann hafði æfinlega þegar hann kom til að tilkynna húsbóndanum einhverja meiri- háttar gestakomu, en áður en hann gat nokkuð sagt, spurði Ryder hann, hvenær hann hefði seinast séð son sinn. “Eg sá hann í dag”, svaraði Bagley. “Hann vildi sjá yður til að kveðja yður. Hann sagðist koma aftur. ” Það var auðséð, að Ryder létti við þessar fréttir. “Þetta er þá ekki alveg eins slæmt, eins og eg hélt, ” sagði hann. Síðan sneri hann sér að Bagley og spurði hvað hann vildi. “Það er kvenmaður niðri —* Miss Shirley Green.” Rvder reis á fætur, eins og ósjálfrátt. “Ó, já. Vísið þér henni inn.. Verið þér sæl- ir, Ellison. Finnnið þér stúlkua, og þá fáið þér þúsund dali.” Leynilögreglumaðurinn fór út og fáeinum mínútum síðar kom Bagley inn aftur, og með honum var Shirley Green. Músin var komin í Ijónsbælið. XII. KAPITULI. Ryder sat kyr við skrifborð sitt, þegar hún kom inn, og leit ekki einu sinni upp. Það leit út fyrir, að hann væri önnum kafinn og tæki ekki einu sinni eftir því, að nokkur hefði komið inn. Þetta var siður hans, þegar hann tók á móti ókunnnugu fólki. Það gaf þeim, sem á hans fund komu, til kynna, að það væri bezt fy a^ vonast ekki eftir of miklu, enda fengu þeir oftast heldur lítið. Shirley stóð þarna ýnokkrar mínutur og vissi eiginlega ekki hvað hún átti af sér að gera, ganga beint til Ryders og ávarpa hann, eða setjast niður og 'bíða. Hún gerði sér því upp dálítinn hósta og Ryder leit upp. Þegar hann sá hana, brá hon- um talsvert í brún, og hann tók út úr sér vind- ílmn og stóð á fætur. Hann hafði verið svo al- veg yiss um, að þessi söguhöfundur væri rosk- m piparmey, ólagleg og ókvenleg, og eitt af því, sem hann var alveg viss um, var það, að hún mundi brúka stór gleraugu. En nú sá hann, að hann hafði gert sér mjög rangar hugmvndir um þessa konu. Fyrir framan hann stóð ung °g fógur blómarós, sem ómögulega gat verið eldri en svo sem 25 ára. Það hlaut að vera eitthvað athugavert við þetta alt saman. Það var alveg óhugsandi, að þessi unga og fallega stúlka hefði skrifað söguna “The American Octopus.” Hann gekk til hennar og heilsaði henm hæversklega. “ Vilduð þér tala eitthvað við mig?” sagði hann hæversklega. Hann kunni þá list eins vel eins og nokkur annar maður, að koma fram kurteislega og prúðmannlega, þegar hann vildi það við hafa. “Já,” svaraði Shirley og var röddin dálítið óstyrk, þó hún reyndi eins og hún gat að vera róleg og stilt. “Mrs. Ryder bað mig að finna sig hér klukkan þrjú. Eg er Miss Green.” “Þér — Miss Green?” sagði Ryder og þótt- ist vera mjög undrandi. ÞEIR SEM ÞURFA _ LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limlted Offlce: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Þeir Islendingar, er í hyggju hafa aö flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eSa frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. REYNIÐ EKKI AÐ KOMAST AF ÁN ELDSÁBYRGÐAR Eldurinn tekur ekki vilja mannsins til greina og hann bíður ekki eftir því að þér séuð viS honum búinn, Látið Oss Tryggja Yður Peningar til láns gegn fasteignaveSi 1 borginni eða útjaðra borgum með lægstu'fáanlegum rentum. HOME SECURITIES LIMITED 468 MAIN STREET :: WINNIPEG. Phone: 23 377 LEO. .TOHNSON, Secretary. Samlagssölu aðferðin. = Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- | afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega = lægri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin | hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að | vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni = ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar = vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru = fyrgreind þrjú meginatriði trygð. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. i S46 Sherbrooke St. - ; Winnipeg.Maaitoba nillllllllllllllllllillllIIIIIII'IIIIIIIIIIIIINIIIIIIIIOIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIItlllllllllHIIIHII “Já, eg er Miss Green — Shirley Green, höfundur bókarinnar ‘ ‘ The American Octopus. ’ ’ Þér báðuð mig að koma, og hér er eg.” 1 fyrtsa sinni á æfinni kom það nú fyrir John Ryder, að hann vissi ekki hvað hann átti að segja. Hann lióstaði og stamaði og leit alt í kring um sig eftir stað, þar sem haun gæti lagt frá sér vindilinn. Shirley hafði gaman af þessu, en kom lionum samt út úr vandræðunum og sagði: “Haldið þér hara áfram að reykja. Það gerir mér ekkert til. ’ ’ Ryder lagði nú samt sem áður frá sér vind- ilinn og virti gestinn fyrir sér mjög vandlega. “Svo þér eruð Miss Green?” “Já, ” svaraði hún, og mátti heyra dálítinn óstyrk í röddinni. Með sjálfri sér óskaði hún, að hún væri komin heim til sín. Hinn mikli maður horfði enn á liana, eins og hann væri að mæla með augunum hinn andlega stvrk þess- arar stúlku, sem hafði vogað sér að finna að gerðum hans og gróða-aðferðum opinherlega, og hann benti henni á stól rétt við skrifborðið og sagði: “Viljið þér ekki gera svo vel og fá yður sæti?” “Þakka yður fyrir,” sagði Shirley og sett- ist niður, hinu megin við skrifborðið, and- spænis Ryder, og henni leið ekki sem bezt, því hún fann að augu hans hvíldu stöðugt á henni. “Eg hefði frekar búist við—” sagði hann og hikaði við, eins og hann vissi ekki hvað hann ætti að segja, en hélt svo áfram: “Þér eruð yngri heldur en eg hélt, Miss Green, miklu yngri. ” “Tíminn bætir nú úr því,” sagði hún bros- andi og bætti svo við dálítið glettnislega: “Eg bjóst við að finna Mrs. Ryder hér.” Ofurlítið bros lék um varir hans, um leið og hann tók bók, sem lá þar á borðinu, og svaraði: “Já, hiin skrifaði yður, en mig langaði til að sjá yður viðvíkjandi þessari bók. ” Iíjartað sló dálítið hraðara { brjósti ungu stúlkunnar, en hún reyndi að vera sem stiltust og sagði glaðlega: “Þetta er bók, sem eg hefi skrifað; hafið þér lesið hana?” “Eg hefi gert það,” svaraði Rvder sein- lega og horU5i fast á Shirley, og þótti henni það alt annað en þægilegt; hann hélt áfram: “Það er vafalaust rangt að eyða frá yður tím- anum, svo eg skal strax koma að efninu. Mig langar til að spyrja yður, hvaðan þér liafið fengið hugmyndina um þennan John Border- ick, sem er aðal söguhetjan?” “Imyndunarafl mitt hefir skapað þessa persónu, auðvitað, eius og allar aðrar persónur í sögunni,” svaraði Shirley. Ryder opnaði hókina og Shirley sá, að eitt- hvað var skrifað í hana á ýmsum stöðum. Hann fletti blöðunum litla stund og sagði svo: “Þér hafið hér dregið mynd af töluvert miklum manni.” “Já” svaraði Shirley, “hann hefir mikil tækifæri, en eg held að hann geri heldur lítið úr þeim.” Það var eins og Ryder veitti þessu ekki eft- irtekt, en hélt áfram að lesa litla stund og sagði svo: i-< 1111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 111111111111111111111L'

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.