Lögberg - 10.05.1928, Síða 4

Lögberg - 10.05.1928, Síða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MAÍ 1928. Jogberg Gefið út hvern Fimtudag af Tf.e Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tnlaimar, N-6327 N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáuiknft til blað«tni: THI COIUMBIIV PRtS8, Ltd., Bo* 3171, Wlnnlpeg. Han- Utan&ekrift ritetjórane: EOi fOR LOCBtBC, Box 317Í Winnlpeg, M*"' Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The "LöKberg’' te prlnted and publtahed by Tbe Columblfc Preaa. Ldmltei. ln the Columbla Sutldtng, «Í6 Sargent Ave Wlnnlpeg, Manltoba. Óviturleg aðstaða. Þess var fyrir skömmu getið hér í blaðinu, að mætt hefði fyrir nefnd þeirri í Sambands- þinginu, er um innflutningsmálin fjallar, mað- ur einn frá Saskatchewan, er látið hefði sér þau orð um munn fara, að slíkt væri með öllu óviðeigandi, hve miklum grúa af útlendingum væri árlega hrúgað inn í landið, um leið og ' eni en engar tilraunir væru til þess gerðar, að fá liingað innflytjendur frá eyjunum brezku. Gaf maður þessi það ótvírætt í . skyn, hver feikna hætta gæti af því stafað, ef til þess kæmi, að þessir ægilegn útlendingar, sem aldrei yrðu canadiskir með lífi og sál, fengju yfirhöndina í Sléttufylkjunum, það er að segja yrðu mann- fleiri en borgarar af brezkum ættum. Og í hverju er svo þessi óskaplega hætta fólgin? Mr. George McPhee, sambandsþingmaður fvrir Yorkton kjördæmið í Saskatchewan, svar- aði manni þessum all-snarplega, og komst með- al annars svo að orði: “Ummæli fvrgreinds manns eru hlátt áfram glæpsamleg, og varpa allsendis óverðskulduð- um skugga á líferni, skapgerð og ætt, þeirra liinna mörgu ágætismanna af erlendum upp- runa. er tekið hafa sér bólfestu í kjördæmi því, er eg hefi þann heiður að vera fulltrúi fyrir.” Þetta er .sannarlega orð í tímíT talað, því nógu lengi hefir það liðið verið átölulust, að hinum og þessum stjórnmálagasprara leyfðist að fara lítilsvirðingar orðum um mæta borgara þessa lands., af öðrum uppruna en brezkum. Ekki er það nokkrum minsta vafa undirorp- ið, að Canada er þörf á innflytjendum í miljóna tali til þess að bvggja upp og rækta öll þau hin voldugu víðflæmi, er bíða þess að hönd sé lögð á plóginn. Og samkvæmt eðlilegri rás viðburð- anna, verður heldur eigi komið í veg fyrir slíkt. Hitt skal og jafnframt tekiíj fram, að það er síður en svo, að canadisk stjórnarvöld hafi nokkru sinni amast við innflutningi frá Bret- landi, heldur alveg það gagnstæða. Hefir. til dæmis, núverandi sambandsstjóm varið til þess drjúgum meira fé, að auglýsa kosti Canada á Bretlandi, en með nokkrum öðrum þjóðum, hver svo sem árngufinn kann að verða. Canada sem þjóð, getur undir engum kringumstæðum staðið sig við, að gera upp á milli hinna ýipsu þjóðbrota, er tekið hafa sér bólfestu í landi liér. Þau hafa öll sama hlutverkið að inna af hendi, hlutverk einingarinnar og góðviljans. t landi sem þessu, þar sem þroskaskilvrðin eru svo stórfengileg og mikilvæg, verður að vaxa upp frjálshuga og víðsýn þjóð, er eigi lætur það viðgangast, að gert sé úpp á milli barna sinna, hvort heldur þau eru henni borin og harnfædd, eða hafa öðlast þegnréttindi að lögum. Hér skulu allir jafnir fvrir lögunum, skyldumar þær sömu og hlunnindin líka þau sömu. . uPPyaxandi kynslóð þessa lands, sættir sig eigi við nokkuð minna en það, að canadiskt þjoðerni verði fvllilega viðurkent, og það sem fvrst, og mun þá “útlendingsnafnið”, það er að segja í lítilsvirðandi merkingu, fljótlega hverfa úr sögunni. Stórstígar framfarir. Þótt vélamenningu nútímans, hafi sitthvað verið til foráttu fundið, og það sumt vafalaust með réttu, þá verður því samt eigi á móti mælt, að margt nytsamt hafi af henni leitt, öldum og óbornum til lítt metanlegra hagsmuna. öld hind- urvitnanna er nú í þann veginn að syngja sitt síðasta vers, en tímabil fullvissunnar jafnt og þétt að rvðja sér til rúms í staðinn. Það er í raun og veru ekki nema drykklöng stund, frá því er tekið var .til að iðka fluglist- ina, en J»ó em nú framfarimar á því sviði orðn- ar svo hraðfara og risavaxnar, að verulegum undrum sætir. Það er engu líkara, en að fluglistin og víð- varpið séu að renna í köpp hvort við annað. Það líður tæpast svo dagur, að ekki berist til evrna mann nýjar, lokkandi fregnir, um ein- hvern stórsigurinn í annari hvorri þessari grein. Er hér þó að eins um vingjarnlega sam- kepni að ræða, grundvallaða á heilbrigðum metnaði. Mönnum stendur það enn í fersku minni, er Lindbergh hinn svensk-ameríski, flaug einn síns liðs frá New York til Parísar í fyrra vetur, sem og afrek Þjóðverjanna tveggja og Irans, er nýlega lentu loftfari sínu á Greenly Island, skamt undan ströndum Quebec fylkis. Sam- göngutæki sem þessi, eru að stytta svo hinar lengstu f jarlægðir, að þær eru að verða í raun og veru lítið annað en meðal stekkjarganga. Fyrir tiltölulega fáum árum, tók það mán- uði, að fá fregnir af afrekum pólfara og annara landkönnunarmanna. Nú flytjast slíkar fregn- ir á vængjum víðvarpsins á örfáum mínútum, út um allan heim. Víðvarpið er nú komið á það hátt stig, að það er orðið óbrigðul tengilína milli landkönn- unarmannsíns og hinna ýmsu hluta veraldar- innar. Loftfarið er hans öruggasta flutnings- tæki, en víðvarpið æðakerfi, er veitir frá sér fréttastraumnm í allar áttir. Hver getur um það sagt, hverjar feikna nýj- ungar að morgundagurinn kann að hera í skauti sínu á sviði víðvarpsins og flugmálanna? Svo gæti auðveldlega farið, að innan fárra mán- aða yrðu þráðlausu skeytin það fullkomin. að senda mætti með þeim heilar fréttasíður, þann- ig að flest stórblöð veraldarinnar yrðu með sama svip. Að því er vélavísindin áhrærir, er manns- andinn nií kominn á hærra stig, en nokkru sinni fyr, og árangurinn af starfi hans þúsundfald- ur, borið saman við það, er áður var. Nú er sá tími góðu heilli um garð genginn, er hlegið var að víðskygnustu leitarfrömuðum mannkynsins, og þeir leiddir á bál — fyrir galdra.! Nú leyfir enginn heilvita maður sér lengur, að halda því fram, að eimlestir megi eigi hraðara fara, en tíu mílur á klúkkustundinni. Almenningur er nú að vakna til fullnaðar- meðvitundar um gikli hinna nothæfu vísinda, og metur að maklegleikum d.júphygni forystu- manna sinna. Hver líðandi dagur eggjar mannkynið nýrri lögeggjan um að bregða blundi, og taka til starfs með margföldum á- huga, eins og Shelly skáld komst að orði: “Rise like lions after slumber In unvanquishable number. Shake vour chains to earth like dew3 which in sleep have fallen on you.” Carlyle sagði einhverju sinni, að dýpt allra liluta væri fólgin í. söng. Hver veit, nema hin- ar aðdáanlegu uppgötvanir þessarar svonefndu undra-aldar, geti geti við nánari athugun skoð- ast sem unaðsleg túlkun einhverra huldra afla, er falin liggja undir yfirborðinu, ósýnileg mannlegu auga, en opin þeim einum, er þorðu að kafa til grunns. Hljómlist. íslendingum vestan hafs, er það nú fvrir löngu kunnugt, hve víðtækan árangur að söng- kensla Brynjólfs Þorlákssonar hefir borið íný- bvgðum vorum hér í álfu, og hve starfsemi hans hefir yfirleitt notið almennra vinsælda. A meðal vestur-íslenzkra barna standa verðhréf Brynjólfs hátt. Hann hefir, með túlkun tón- anna, glætt í margri vestur-íslenzkri barnssál, svo innilega ást á ýmsu því fegursta, er í ís- lenzku þjóðeðli býr, að drjúgum er nú bjartara umhorfs í vestur-íslenzku þjóðlífi, en ella myndi verið hafa. Um mál þau, er einhuga æska beitir sér fyr- ir, er oþarft að örvænta, — hún tekur viðfangs- efnunum, hversu erfið, sem þau annars kunna að vera, með óblöndnum fögnuði, sannfærð um sigurmátt eigin eðlis. Vitanleg'a er hér átt að- eins við heilbrigða æsku, sem mótast hefir við aringlóð kærleiksríkra heimila, þá æsku, er sjálf skilur, og þráir að gera öðrum skiljanlegt, að því að eins megi framtíðar musterin trygg reynast, að í undirstöðu þeirra sé Iagt það not- hæfasta úr fortíð og samtíð. Slíkan hyggjum yér lífsskilning vestur-íslenzkrar æsku, og af þeirri ástæðu, út af fyrir sig, virðist oss heið- bjartur dagur um alt loft. Síðastliðinn vetur, dvaldi Brynjólfur Þor- láksson hér í borg, við að æfa ungmenna söng- flokk. Lét flokkur sá til sín heyra í Fyrsti7 lút. kirkju, 23. apríl s.I., við mikla aðsókn. Eigi skal því leynt, að vér urðum alveg óvenjulegr- ar ánægju aðnjótandi þetta kveld, og hýgg.jum að svo muni fleimm farið hafa. 1 flokknum var liðugt hundrað bama og unglinga, samæf- ing þeirra var vfirleitt ágæt, blæhrigðin mjúk og skýr, og hljómfallið ákveðið og stöðugt. Alls sungu börnin tólf lög, ef oss minnir rétt, og var íslenzku framburður þeirra svo skýr, að heyra mátti glögglega hvert einasta orð og hverja einustu áherzlu um kirkjuna alla. Hitt höfðum vér fvrir menn, áður en söng- kensla þessi hófst, er hafa virtust á henni hálf- gjörða ótrú, og bára fvrir því kvíðboga, að alt mundi lenda í handaskolum. Samsöngurinn sjálfur afvopnaði þessa menn. Að vandlega athuguðu máli, erum vér ekki í nokkmm minsta vafa um, að eigi aðeins sé það æskilegt, heldur og beinlínis sjálfsagt, að menn taki sig saman sem allra fyrst, og semji við Bryn.jólf um að halda áfram næsta vetur kenslu -sinni hér í borg, því svo góður vísir var söngflokkur hans, sá er nú hefir minst verið á, að miklar líkur eru til, að með sæmilegri rækt, þurfi þess ekki ýkja lengi að bíða, að hann verði að fullþroskuðu beri. Hvert veit, nema ungmenna söngflokkar, undir forystu Brynjólfs Þorlákssonar, eigi eft- ir að ganga sigrandi af hólmi í næstu hljóm- listar samkepni Manitobafylkis, tslendingum öllum til ánægju og sæmdar. Yerksvið vestur-íslenzkrar æsku, er afar- víðtækt. Það er hún, sem á að bera hita og þunga dagsins, þegar fram í sækif. Við hana eru tengdar vorar helgustu vonir um viðhald þess hezta og fegursta, sem til er í íslenzku eðli og ætt. Vér höfum ávalt trúað á æskuna. Hún er trúuð sjálf, — trúuð á alt, nema vantraustið. — • Kenslustarf Brynjólfs Þorlákssonar er þjóð- ræknismál, sem alla íslendinga varðar jafnt. Verum samtaka um, að hlú að því eftir fremsta megni. Eins og venja hefir verið til undanfarin ár, þá tóku íslendingar hér í borg þátt nokkurn í hljómlistar samkepni Manitoha fylkis, þeirri, er nú er rétt svo að segja um garð gengin, og komu fram hæði sér og þjóðflokki vomm vfir- leitt, til sæmdar. KAUPIÐ SÁPU TILBCNA I VESTUR-CANADA Jif Suds Jna Jiffy FINE FLUFFY FLAKES Hafið sérstaklega gát á “JIF” miðunum Reglulegir silkisokkar fyrir .... 25 Laglegir Rayon silkibolir fyrir 25 Fallegar Rayon silkibuxur.30 Þar til öðruvísi er auglýst 4 miðar teknir af Royal Crown Cleanser eða Lye jafngilda 1 “JifP’ miða. THE ROYAL CRROWN SOAPS LIMITED Meðal -þeirra, er í samkepninni tóku þátt, skal fyrst nefna hljóðfæraflokk sunnudagsskóla Fyrstu lútersku kirkju, undir forystu hr. Stef- áns Sölvasonar. Vann flokkur sá fyrstu verð- laun, 92 stig af hundraði. Vér áttum þess eigi kost, að hlýða á hl.jómsveit Mr. Sölvasonar að þessu sinni, en samkvæmt ummælum þeim, er vér lásum í ensku blöðunum, þá höfðu dómendur lokið á hana miklu lofsorði. Söngflokkur Fyrsltu lútersku kirkju, undir leiðsögn hr. Paul Bardals, sá er fyrstu verð- laun hlaut á hljómlistar samkepninni í fyrra, kepti einnig að þessu sinni. Söng hann óneit- anlega vel, þótt ekki hlyti hann verðlaun í þetta sinn. Fékk hann 167 stig, og skorti að eins eitt stig, til þess að verða verðlauna aðnjótandi. Æfir flokkurinn sig vafalaust þeim mun hetur, fram að næstu samkepni. Söngflo'kkur sá hinn blandaði, Icelandic Choral Society, er Halldór Thórolfsson stjórn- ar, gekk sigrandi af hólmi, og hlaut í viðurkenn- ingarskyni verðlaunaiskjöld. Fékk flokkurinn 168 stig. Hefir söngsitjóri lagt við hann mikla rækt, og verðskuldar þökk fyrir. Vér væntum þess, að allir þeir flokkar, sem nú hafa nefndir verið, haldi áfram að æfa sig af kappi, sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði, en um fram alt sönglistinni, þessari að- dáanlegu list listanna, til eflingar vor á meðal. Kínamálin. Svo eru þær flóknar og margbreytilegar, fregnirnar, sem frá Kína berast um þessar mundir, að örðugt er að átta sig á hvernig mál- umj þar sé í raun og veru skipað. Þjóðræðisherinn, eða fylkingar Nationalist- anna, nálgast nú óðum Peking, en fall þeirrar borgar hlyti að skoðast sem fullnaðar ósigur fyrir Chang Tso-lin, að minsta kosti á stóru svæði. t fyrra komst þessi suðurfylkja her aðeins til Yangtze, og varð knúður til að íáta þar stað- ar numið. En nií er helzt svo að sjá, sem hon- um hafi vaxið ásmegin að nýju. Engan veginn er það óhugsandi, að Chang Tso-lin, jafnvel þótt hann yrði að láta Peking af hendi, myndi samt sem áður halda áfram að ráða lofum og lögum í Manchuriu, því þar hefir hann mest fylgi. Þar eiga Japanar ítök mikil, og þessvegna er það engan veginn ólíklegt, að þeir mundu á einhvern hátt veita honum fylgi, því hagsmunum sínum á þeim slóðum telja þeir bezt borgið í höndum hans. Auk þess gefa Jap- anar Nationalista flokknum óhýrt auga, sökum afstöðu hans til Sovíetstjórnarinnar rúss- nesku. Þótt hildarleikurinn í Kína hafi verið hörmulegur, og sé það enn, þá virðist þó eins og fremur sé að ^ rofa til, og flokkarnir allir farnir að gera ser vitund gleggri grein fyrir sameiginlegum hagsmunum, eða hagsmunum kínversku þjóðarinnar í heild. Er nú svo að sjá, sem einhverjar samkomulags tilraunir muni vera á ferðinni, milli norðan- og sunnanmanna um það, að hrinda í framkvæmd á sameiginleg- um grundvelH, _ tillögum Washington stefn- unnar í tollmálinu. Hve djúpar rætur þessar samkomulags tilraunir eiga og hve gagnkvæm- ur að skilningurinn er, verður ekki sagt um að svo stöddu. En þo hendir í raun og veru sitthvað í þá átt, að aðiljum þeim, er að hildar- leiknum standa, sé farið að skiljast, að í raun og veru sé'stefnt að einu og sama takmarki, það er, að sameinuðu, frjálsu og óháðu, kín- versku veldi. Erá Shanghai berast þær fregnir um þessar mundir, að þarlend stjórnarvöld hafi lýst friðhelg hverfi þau öll þar sem útlending- ar búa, og heitið þeim fullri vemd. Þykir þetta ótvírætt benda til þess, að skilningur á málunum sé nokkuð að glæðast, og að virðing gagnvart erlendum þjóðum, rétti þeirra og hagsmunum, isé að sama skapi að færast í betra horf. Maður einn brezkur, mikilsvirtur og marg- fróður, Sir Erederick Whyte, er dvalið hefir í Kma undanfarna nokkra manuði, og ferðast þar víða um, fullvrðir, að hugarfarsafstaða hinnar kínversku þjóðar, sé jafnt og þétt að hreytast til hins hetra, —— tortryggnin að rýma fyrir glæddum skilmngi á hinum ýmsu \ andamalum. Gerir haun ser goðar vomr um, að þess verði ekki langt að bíða, að hjaðninga- vígin^ f.jari út, og að fullkominn friður komist á að nýju. 2525E525252S25252525252525252525252525E525252525S5252525252525252^ Sterkasta aflið. Helgasti tónninn hjartans dýpstu strengja, himneskum friði sveipar draumalönd; fölskvalaus gleði göfgar kendir tengja, í guðmóði sönnum lyfta vorri önd. Sólbaðmur vona sálir skyldar vefur, samúðin knýr til starfa hverja taug, fram til að sigra, alt sem orkan gefur, einingarof, og víkka sjónarbaug. Gjálífis tildur, æsing augnabliksins, ekkert á skylt við þvílíkt guðamál, hillingaflaumur, reifður gliti ryksins, reynast mun flestum illa bruggað tál; örvandi þróun allra lægstu hvata, eyðandi drep, á hverri þroskataug; líkam og sál í sukki því má ata, að síðarmeir naumast fáist nokkur laug. Hvað er vort líf án ástarbliksins bjarta: Brunarúst döpur, fjærri sönnum yl; þar sem að ríkir þagnar húmið svarta, og þyknandi óðum grimmúðgt klakaþil. Gleðinnar strengir gjalda hrörnun þorsins, gleymskunnar hrími svellast, tapa þrótt; getur vart sól, með geislamagni vorsins, grafhúmið lýst, á slíkri vetrarnótt. Sterkasta aflið, alheimsmáttar fylling, uppspretta ljóssins fyrst í hverri sál; hver er svo glámskygn glaums í tryltri hylling grómi að blanda þvílíkt guðamál? Hvort mun ei glópska, gjöf frá uppheims veldi glata, en díýrka sorablekking kífs? Burtu að rýma ósjálfráðum eldi, einustu frumtauga þessa og annars lífs.? Jú, en því miður gjálífs girnda flaumur, glapið fær sýn og lamað sannleiks þrá; skynjunarfærin skekkir tíðarstraumur, skaðann svo naumast berum deili á. Heitasta þrá er: æsing augnabliksins, ekkert við jafnast slíkan helgidóm!! Tízkunnar óra reifða mekki ryksins í reynslunnar deiglu, sem þó verða hjóm. Hver, sem að ekki tildur tíðarandans tilbeðið fær, né verður með í leik, hlýtur að ráfa einn á vegum vandans, án virðingar þeirra, er tízku hylla reyk. Vöntun á samhygð valdið hrösun getur, vafaspor margt er sannleiksbrautum á; hreinleikans frumur kærleikurinn hvetur hvergi að skeika settu marki frá. Leiðir til sigurs ljóð fá marga hrausta, lýsir upp fjarskann vonarstjörnu blik, örfar til starfa orkustrengi trausta áfram mót straumi, laust við minsta hik. Víða fær hylling valdið glapasýnum, vanans und grillum hulið freraspor, jí þó mun um síðir tápi ef ei týnum, takmarki ná hin æðsta hugsjón vor. h] bj Jóhannes J. Húnfjörð. S2SE5E5EFE5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5E5EE wwmmjwwMmjmmmmwmmmsmmsem DÁNARMINNING § íslenzkra sjómanna. ort sérstaklega í tilefni af strandi “Jóns forseta.” Guð blessi þig, fátæka, fámenna þjóð og friði hvert mannsbarn, er syrgjandi grætur, og stilli þær hjartnanna stunur og hljóð, er stíga til himins um andvökunætur, við kulnaða eldinn, sem áður þeim brann, þar ekkja og börn gráta föður og mann. Hve tapið er sárt, engin tunga fær skýrt, því tekið er mikið af fámennu liði. Og blóð þeirra hetja er heildinni dýrt, þótt héðan þeir gengju í alþjóðafriði. Þeir buðu sig fram í hið blóðuga stríð, sem blóðfórnir heimtar af margsærðum lýð. • Og blessuð er þjóðinni minning þess manns, sem móður og konu og barnanna vegna sér st°fnar í hættu að lögum þess lands, þótt líf hans það kosti þeim skyldum að gegna. Og blómsveiga fléttar hans fátæka bygð úr frægð hans og karlmensku, hreysti og dygð. Frá hásölum alföður huggunarorð með himnesku Ijósgeisla útvarpi streyma, og blessandi Guðs-faðmur, — biðjandi storð, sem biður hann vinina sína að geyma, — sem hjúkrandi móðir, að hjartastað sér alt harmþrungið vefur, á örmum sér ber. Pétur Sigurðsson. m

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.