Lögberg - 17.05.1928, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.05.1928, Blaðsíða 2
Bls. 2 tóQBKRG, FIMTUDAGINN 17. MAl 1928 T SOLSKIN ■SSSSSSSSSSSSSSSSiVSSSSS''''S Þórhildur sá til hans nokkur andartok, bra enn litum og rendi síðan sjónum heim að Felli. — Þér virtist svo, oddviti, sem Sigmundur væn VORGYÐJAN. Ef mér sorgin svífur nær og sýnir lífsins hjarn, láttu þá, mín gyðja góð, mig gráta eins og barn. Þegar vorsól vermir blið, að vogum falla ár, eg heyri lífsins hjartaslátt, sem hrynji barnsins tár. Er svölust fellur lítil lind svo létt um fjallsins brár, þá döggin sezt á hamrahöll svo hrein sem barnsins tár. Þegar vorsól vekur alt og vermir lífsins hjarn, láttu þá, mín gyðja góð, mig gleðjast eins og barn. A. E. Isfeld. ÚT í SUMARBLAMANN. Ljúft er að syngja, síðsta vetrardaginn, um sumarkomu’ og blíðan vorsins yl, og láta huginn berast eins og blæinn til bjarmalandsins — yfir tímans hyl—, því muninn á sér ávalt æskuheima, sem eigi er fært í vetrarskauti’ að geyma. Og hví skydli’ ei líta liðna æskudaga í ljósi því, er sumardýrðin á, við bláar heiðar, blóm og græna haga, og björk og hlíð, og foss og dal og sjá, með töfraljóma þá er tíbrá titrar á tindum fjalla og jökulbungan gitrar? Það virðist ætíð iðgrænt æsku vorið, þótt æfin felli köld og visin blöð; og yfir fenni allmargt aldurs-sporið, sem átti’ að marka stefnu’ að lífsins kvöð. Það snertir strengi hjartans heimi’ og högum, að hyggja’ um öxl, að týndum æfidögum. Og þó er sælt við sólarbros og yndi, er sérhvert blómstur út um haga grær: að finna inn í eigin sál — og lyndi að andi vorsins hlýr og bjartur nær; og ei er kyn þótt æskuhuginn langi, að eiga heima’ í sumardagsins fangi. • Sigríður Guðmundsdóttir. SLITUR. (Söguþáttur eftir Einar Þorkelsson.) , Sigurður oddviti sneri bónleiður heim frá óðals- bóndanum á Felli. Leið hans lá um Breiðumela. Hann var skamt farinn, er hann sá mann koma norðan melana..— Manninn bar hratt yfir, sem fugl flygi. Sigurður átti nokkuð undir sól að sjá. Mátti hann í fyrstu hvorki greina lit hestsíns, né hver þar færi. Varð honum þvi að sleppa auga af þeim, er móti honum fór. En óðum bar saman með þeim, og þar kom, að Sigurður deildi lit hestsins. Hann sá, að gripurinn var hvít- ur og að á hann gljáði, svo sem þar væri svanur. Hesturinn þeystist á stökki og teygði sig likast hundi, er eltir melrakka, sem á líf sitt að verja. Kyljan var af landsuðri, og Sigurður fór for- viðris. Kastaði kyljan út og upp skautum yfirhafn- ar þess, er móti honum fór. Varð fyrirferðin á hestinum líkust því, sem einhver óvenjulega vængja- vera svifi þar, er hann fór. En óðum bar þann nær, sem suður fór melana. Og nú hafði hesturinn sporskifti. Hann kastaðist til skeiðs og þrumaði snjalt og mikið. Hann greiddi sig af svo miklum ákafa, að Sigurði sýndist, tveim eða þrem sinnum, sem hann mundi hendast upp og hrifsa aftur stökk- ið. En úr varð ekki annað en að hann flutti kerling- ar nokkrum sinnum og jók þann veg skriðið, en brá þó hvergi kostunum. Lengi varð Sigurði ekki auðgreint, hver færi þar svo mikinn. En loks varð honum það ljóst. Þar kom Þórhildur húsfreyja á Felli á Feta sín- um, garpinum mikla og gæðingnum héraðskunna. Þórhildur kyrrði skriðinn og og mætti Sigurði á svifdjörfu og hástígu hraðtölti. Svo staðnæmdist hún og vatt sér úr söðlinum. Feti greip stöngina, og bruddi mélin öðruhvoru og trað götuna óþolinmóður, milli þess, er hann fnæsti yrjum mæðinnar um brjóst og herðar Þórhildi, lyfti sér nokkrum sinnum að framan, en kom síðan múl- anum undir arm henni og humraði í handarkrikan- um, titurmjúkt og líkast því, sem þar myndi hjala biðjandi barn við kné móður sinnar. Þeim svall æð við eyra eftir sprettinn, Þórhildi og Feta, og var báðum djúpur andardrátturinn. Hún lagði vangann á sveittan háls hans, hægra megin, en klappaði honum vinstra megin og mælti fyrir munni sér, eins og hún myndi ekki eftir ná- vist Sigurðar: Skörungsskapur þinn, dirfska og snilli er mér jafnan óhvikull skapléttir og yndisauki. Þér er ekki í blóð lagin lyndissmæð eða vesalmenska. Þú ber um flest skapgöfgi framar þeim, er eg kysi þó skörung og dreng að hverju máli .... Feti svifti höfðinu úr handarkrikanum, beygði það niður og fnæsti. Þórhildi varð litið á Sigurð, og hún brá litum. — Hvaðan ber þig að, oddviti. — Frá Felli. — Sigmundur mun hafa verið heima? Eg þarf varla að því að spyrja. — Svo virtist mér, sem Sigmundur bóndi þinn væri heima að s í n u, mælti Sigurður, brosti kank- víslega og teygði eigi lítið úr síðasta orðinu. heima að sínu, mælti hún skjálfradda, dró nokkurn súg í hreimnum og horf ði um fætur sér: Síst myndi m é r koma á óvart, þó aðhann gætti síns. — Húrt leit upp og framan í Sigurð. Þú hefir, oddviti, að líkindum minst eitthvað á föðurlausu börnin og ekkjurnar á Hleinarmöl, og þér hefir, ef til vill orð- ið það, að nefna börn Jóns í Hala, frændlið Sig- mundar? . . . . Og — hver voru svör hans og til- lögur? Sigurði varð litið í andlit henni, og honum duld- ist ekki, að orðin voru hjá henni ótvíræð skapskifti. __ Vist bar eg þessi erindi upp við Sigmund bónda þinn. En—eg læt þér eftir, húsfreyja, að heyra svörin af hans munni. Talið féll niður. Þau þögðu stundarkorn. En Þórhildur horfði Sigurði í augu, allhvasst og rannsakandi og beit saman vörunum.......... — Þarna er hæfilegur steinn, skamt frá. Vild- irðu halda í Feta minn, meðan eg stiklaði í söðul- inn? mælti hún. Og Sigurði var ódulið, að henni stóðu tár í augum. Hún var komin í söðulinn og kvaddi Sigurð með föstu handtaki og hlýju, en mælti ekki. Feti reisti sig og fikraði þegar af stað í yndis- mjúku og bifblíðu hýruspori. Hann hóf eyrun, ypti sér á hógvært og gripþýtt valhopp og fór svo nokk- urn spöl. Hann f a n n, að nú var húsmóðir hans í þeim hug, að henni mundi fjarst skapi hálfvelgja og hugdeigja. Alt yrði nú, sem oftar, að vera ó- smátt í námunda við hana. Hann var því til alls búinn. Og svo svall heimfýsin og ólgaði honum í æðum. Þórhildur jafnaði taumana í hendi sér. Hún laut ofurlítið fram í söðlinum. Feti hóf sig til stökks, en hún hnipti í vinstra tauminn og skaut sér lítið eitt til á sessi. Hann fann, hvað hún vildi, greip kostina i sömu svipan og rakti sig, slíkt er hann mátti. Þórhildi urðu baugar fyrir augum. Fyrir eyr- um súgaði henni hjúfrandi kvöldgolan, eins og væri kolan að hvísla spásögnum um ókomna æfidaga hennar, athafnaríka og bjarta. Alt þaut fram hjá henni, likast hraðstreymi fallþungrar elfar. Tök Feta stækkuðu og drýgðust og urðu fríðari og fim- legri, þegar á sprettinn leið. Smágrýtið hófst og tvístraðist, og úr skeifunum stökti hann fálugneist- anum, er hann sparn hófum við apalsteinunum. — Sprettinum var lokið. Þórhildur nam staðar í brekkunni vestan við Fellstúnið. Hún lagði höfuð Feta á brjóst sér. Henni hrukku nokkur tár. En hún draup höfði að eyra hestsins. — Þú hefir, ómálgi vinur minn, stundum verið önnur hönd mín til allra stórræða. Nú mun okkur sízt til setu boðið, þangað til ráðið yrði fram úr vandræðunum. — Hún hóf höfuðið, dró andann djúpt og festi sjón á glitbrugðnum, slokknandi bjarma kvöldsólarinnar. — Sigmundur . . . . brjóstið lyftist og röddin titraði nokkuð — hann — h a n n skal verða að drepa í dróma smályndið, ves- almenskuna og nirfilsháttinn. Hann s k a 1 verða að fylgja mér að málum um það, að bjarga munaðar- leysingjunum á Hleinarmöl og hirða af götu o k k a r börn Jóns í Hala ....Hannskal.... Hún leiddi Feta að bakþúfu og kastaði sér í söðulinn. Hann sveif, vörpulegur og skriðmikill, austur með brekkunni. Þórhildur laut fram í söðlinum, klappaði Feta á hálsinn og mælti: __ En hvað eg verð n ú að eiga mikið undir þ é r, klárinn minn! —Dýraverndarinn. VORNÓTT Á VAÐLAHHEIÐI. Þig fagurvöxnu fjöll með hreinum línum, sem faðminn breiðið kringum Eyjafjörð, þið lyftið mér að fegri sólarsýnum, en sá eg fyr á vorri móðurjörð. Þið bendið enn þá, gömlu vökuverðir, æ vorum anda móti himni og sól, en gullnir lokkar hrynja um yðar herðar og hylja örin, þar sem landið kól. Þið hefjið enn þá höfuð — Súlutindar, í himinblámann — undir drúpir bygð, og bak við roðin fjöllin vaka vindar og viðkvæmt anda’ á heiðarvötnin skygð. Þar ómar loft af ljúfum svanakliði, og lindir hjala blítt í grænum tóm, þar hlýtur mannsins sál að fyllast friði, því feginstárum grætur sérhvert blóm. Upp’ í grænum hlíðum hárra fjalla hjúfra sig við móður sinnar barm Býli, sem í hennar faðma falla og friðar njóta þar við traustan arm. Eg lýt þér, jörð, í lotning krýp eg niður og lauga tárum þína frjóvu mold. Eg veit, að engin sál þér bæna biður betri, en áttu skilið — ísafold. Sigursteinn Magnússon, —Lesb. Mbl. frá ólafsfirfði. GRÍMSEYINGURINN OG BJARNDÝRIÐ. Einu sinni vildi svo til um vetur, að eldur dó í Grímsfey, svo ekki varð kveikt up á nokkrum bæ. Þá voru logn og frosthörkur svo miklar, að Gríms- eyjarsund var lagt með isi og kallað manngengt. Grímseyingar réðu það þá af, að senda menn til meg- inlands, til að sækja eld, og völdu til þess þrjá hina vöskustu menn í eynni. Hófu þeir ferðina snemma morguns í heiðríku veðri, og fylgdi þeim fjöldi eyj- arskeggja út á ísinn, báðu þeim góðrar ferðar og fljótrar afturkomu. Það segir nú ekki af ferðum sendimannanna, fyr en þeir á miðju sundi koma að vök einni, sem ekki sá fyrir endann á, og var svo breið, að tveir gátu með naumindum stokkið yfir hana, en einn treysti sér ekki til þess. Þeir réðu honum þá, að hverfa aftur til eyjarinnar, og héldu áfram ferð sinni; en hann stóð eftir á vakarbakkanum og horfði á eftir þeim. Honum var nauðugt að hverfa aftur v*ið svo búið, og ræður því af að ganga með vökinni, ef hún kynni að vera mjórri í einum stað en öðrum. Þegar á leið daginn fór loft að þykna, og gekk í sunnanátt með stormi og regni. ísinn tók að leysa sundur', og maðurinn var loks staddur á jaka einum, sem rak til hafs. Um kvöldið bar jakann að stórri spöng, og gengur maðurinn upp á hana. Sér hann þá bjarndýr skamt frá sér, sem liggur þar á ungum. Hann var orðinn kaldur og svangur og kveið nú fyrir lífinu. Þegar bjarndýrið sér manninn, horfir það á hann um hríð; síðan stendur það upp, gengur til hans og alt í kringum hann, og gefur honum merki, að hann skuli leggjast niður í bælið hjá ungunum. Hann gjörir það, með hálfum huga. Síðan legst dýrið niður hjá honum, breiðir sig út yfir- hann, kemur honum á spenana, og lætur hann sjúga sig með ungunum. Nú líður nóttin. Daginn eftir stendur dýrið upp, gengur spölkorn frá bælinu og bendir mann- inum að koma. Þegar hann kemur út á ísinn, legst dýrið niður fyrir fætur hans, og bendir honum upp á bakið á sér. Þegar hann er kominn því á bak, stendur dýrið upp, hristir sig og skekur, unz mað- urinn dettur niður. ‘Það gjörði þá ekki frekari til- raun að sinni; en manninn furðaði mjög á þessum leik. — Nú liðu þrír dagar, og lá maðurinn á næt- urnar í bæli dýrsins og saug það, en á hverjum morgni lét það hann fara sér á bak, og hristi sig, unz hann gat ekki lengur haldið sér. Fjórða morguninn gat maðurinn haldið sér föstum á baki dýrsins, hvernig sem það hristi sig. Þá leggur það á áliðnum degi til sunds með mann- inn á bakinu, og syndir með hann til eyjarinnar. — þegar maðurinn kemur í land gengur hann up á eyna og bendir bjarndýrinu að koma á eftir sér. Hann gengur heim til sín á undan því, og lætur þegar mjólka beztu kúna í fjósinu, og gefur dýrinu að drekka nýmjólk eins og það vildi; síðan gengur hann á undan því til fjárhúss síns, lætur taka tvo vænstu sauðina og drepa, bindur þá saman á hornum og læt- ur um þvert bak á dýrinu. Þá snýr það til sjávar og syndir úbtil unganna. --- En þá var gleði mikil í Grímsey, því meðan eyjarmenn horfðu undrandi eft- hir bjamdýrinu, sáu þeir skip koma úr landi, er sigldi hraðbyri til eyjarinnar; væntu þeir þá hinna sendi- mannanna með eldinn,—JSmás. dr. P. P. HOLLUR ER SÁ SEM HLÍFIR. Vorið 1817 voru tvær fátækar konur einn góðan veðurdag úti í skógarrjóðri í Tyringerv^ld á Þjóð- verjalandi. Þær áttu þar dálítinn jarðeplagarð, og voru að búa hann undir sáningu. Börn sín höfðu þær hjá sér, önnur tvö, en önnur eitt. Sólskin var glatt um daginn, svo börnin þoldu varla af sér fyrir hita. Mæðurnar fóru þá með þau í forsælu undir háa eik, hér um bil 100 skref frá garðinum. Þegar á leið daginn, fór himininn að sortna, og gjörði á- kaflegt regn. Konurnar kærðu sig ekki um það, heldur voru að verki sínu í óða önn. Alt í einu sjá þær óttalegar eldingar, og svo gríðarleg þruma ríð- ur yfir höfuð þeim, að þær fengu varla á fótum stað- ið. Þegar mesta hræðslan var hjá liðin og þær komu til sjálfra sín, fljúga þeim strax börnin í hug, og þær hlaua þegar þangað, sem þær vissu að þau sváfu. Guð komi til! hugsa þær og segja með sjálfum sér. Eldingunni hafði þá slegið niður í eikina, klofið hana eftir endilöngu, og lágu brotin af henni víðsvegar. Þær nema staðar, og áræðir hvorug að ganga fram, til að skoða hvað orðið sé af börnunum. Loksins herða þær upp hugann og ganga þangað, sem þær áttu von á þeim. Þau sofa þá enn vært, eins og und- ir laufskála. Mæðurar róta laufinu frá, og börnin líta brosandi upp á þær, og vita ekkert hvað gjörst hefir. Hvorki eldingin né eikarbrotin höfðu snert eitt hár á höfði barnanna. Þá köstuðu þær sér grátandi niður milli eikarbrotanna; . og það þarf ekki að skýra einu foreldri frá tilfinningum þeirra þar. En grátandi af gleði og þakklæti fyrir þessa hina bersýnilegu varðveizlu guðs, leiddu þær börnin heim til sín um kvöldið. -r- Smár. dr. P. P. VAKNA BARN! Vakna barn! Til verka kveður vorið, sem að alla gleður, vekur, lífgar, svalar, seður, sviftir vetrarhörmum braut, klæðir sveit í sumarskraut. Nú er úti inndælt veður, allir fuglar kvaka, yfir tjörnum álptir vængjum blaka. Páll Jónsson. Og mærin fer í dansinn og fótinn létt og liðugt ber, og lundin gleðst hin létta, því líf og gleði er hér. Hæ hopsasa trallala. Hæ hopsasa trallala. Og lundin gleðst hin létta, því líf og gleði er hér. P. J. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arta Bldg. Oor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 884 Offlce tlmar: 2—3 Phone: 27 122 Wlnnlpeg, Manitoba. COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka Iherxlu 1 atS selja meCul eftir forekriftum l»ekna. Hln beztu lyf, sem hsgt er aC fA, eru notuB elngöngu. Pegar þér komiB meb forskrlftlna til vor, meglB þér vera vlss um, aB f& rétt þaB sem læknlrinn tekur tH. Nótre Dtme and Sherbrooke Phones: 87 669 — 87 860 Vér seljum Giftingaleyfisbréf THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN íaL lögfrsoðlngar. Storifstofa: Room 811 McArthnr Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PhJO-nee: 26 849 og 26 840 DR O. B.TORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. GnaOiam og Kennedy Ste. PHONE: 21 884 Ofílce tlmar: 2—S. Helmtli: 764 Victor St. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N fsienzkir lögfra-Bingar. 356 Maln St. Tala: 24 968 peir hafa einnig ekrifatofur a8 Lundar, Riverton, Gimli og Pimsx og eru þar aB hitta 6. eftlrfylgj- andi timum: Lundar: Fyrsta miBvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta mlövikudag, Piney: priBJa föetudag i hverjum mAnuBl DR. B. H. OLSON glt-220 Medtoal Arts Ðldg Cor. Graham og Kennedy 8ta. Pbono: 2J 884 Offlce Hours: 8—6 Helmili: 921 Sherbume St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phoie: 21 884 Stundax augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er aS hiit/ta kl. 10-12 f.h. og 2-5 eli. Heimili: 373 River Ave. Tals. 42 691 J. Rapar Jotinson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) Islenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21 033. Heima 29 014 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 DR. A. BLONDAL Medlcal Arts Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. BJr aB hltta frú kl. 10-12 t. h. og 3—5 e. h. Olflce Phone: 28 996 Helmlli: 806 Victor 8t. Slmi: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Residence Phone 24 206 Office Phone 24 107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg. DR. J. OLSON Tannlæknlr a 10-220 Medlcal Arts Bldtf. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 HelmiUs Tais.: 38 628 DR. G. J. SNÆDAL Tannlíeknlr 614 Somersefc Block Oor. Portage Ave og Donald St. Talslmi: 28 889 A. C. JOHNSON 907 Ckmfederatlon Llfe Bldg- WINNIPEG Annast um fastelgnir manna. Tek- Ur að sér aB ávaxta sparifé fölks. Selur elds&byrgB og bifrieiBa AbyrgB- ir. Skriflegum fyrlrspurnum svarao samstundis. Skrifstofuslmi: 24263 .... Heimaslmi: 33 328 J. J. SWANSON & CO. T.TMITKD R e n t a 1 8 Insurance RealEstate Mortgagei 600 PARIS BLDG., WINNPBO. Phones: 26 349—26 340 Dr. S. J. Jóhannesson stundar almennar lœkningar 532 Sherburn St. Tals. 30 877 Emil Johnson SKRVIOK EIÆOTIUO Rafmagns Controcting — Allskyn• rcáfrtvagnsdhöld seld og viO þau gert __ Eg sel Moffat og CcClary eida- vélar og hefi í>wr til sýnis d verk- stœði mínu. 524 SARGENT AVK. (gamla Johnson’s byggingin viB Toung Street, Winnipeg) Verkst.: 31 507 Heima:27 286 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. A. S. BARDAL 848 Sherbrooke 8t. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaBur eíl beatfl- Ennfreonur selur hann allakonar minnisvarSia og legsteina. Skrifstofu talB. 86 607 Heimilis Tals.: 58 809 Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. t Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 505 Boyd Building Phone 24 171 WINNIPEG. SIMPS0N TRANSFER v^rzla meí egg-á-dag hænsnafóBur. Annast einnig um allar tegundir flutninga. 647 Sargent Ave. Sími 27 240 FowlerQptical LTD. 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS Holmes Bros. Transter Co. Baggage and FurnitureMoving Phone 30 449 668 Alverstone St., Winnipeg ViÖskiftiI.lendinga ó.kað. ANDERSON, GREENE & CO., LTD. námaséríræSingar MeBlimir I Winnipeg Stock Ex- change. Öjl viBskifti afgreidd fljótt og vel. Lindsay Bldg. 226 Notre Dame Wpg. Löggilt af stfórn Manitoba-fylkls. Sími: ?2 164. Finniö oss I sam- bandi við n&muviBskifti yBar Giftinga- og JarBarfara- Blóm með lltlum fyrirvara BIRCH Blómsali 693 Portage Ave. Tals.: 30 790 8t. John: 2, Rlng 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.