Lögberg - 17.05.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.05.1928, Blaðsíða 1
Helztu heims-fréttir 41. ARGANGUR | Canada. Sagt er, að nú hafi verið gert •svo við flugvélina “Bremen”, að hægt sé að fljúga henni frá Green- ly Island, þar sem hún hefir ver- ið síðan fyrir miðjan apríl að hún strandaði þar. Hafa menn verið þar nú all-lengi til að gera við það, sem bilaði í vélinni, þegar flugmennirnir urðu að lenda henni þarna, og segja þeir, að það hafi hepnast svo vel, að hún sé flugfær, eða jafngóð. * * • Það er ehn óvíst hvenær elli- styrkslögin í Manitoba ganga í gildi. Það fréttist einu sinni, að það mundi verða 1. júlí, en stjórn- in segir, að það hafi enn ekki ver- ið ákveðið. Sagt er, að um tólf hundruð manna og kvenna hafi nú þegar sótt um þennan elli- styrk. * * * Kona nokkur, Mrs. McKee að hafni, höfðaði nýlega mál gegn Winnipeg-bæ og krafðist 28,000 skaðabóta, af því hún hefði dott- ið á hállku á Sherbrooke St. og meitt sig töluvert mikið. Kvið- dómurinn ákvað henni $2,500 skaðabætur. * * * P. Burns sláturfélagið mikla í Galgary, hefir selt eignir sínar all- ar The Dominion Securities Cor- poration Ltd., sem hefir aðal- hækistöð sína í AusturÆanada, fyrir $15,000,000. — Félagið P. Burns and Co., Ltd., var stofnað í Calgary, Alberta, árið 1890 af ungum hjarðbónda þar vestur frá, sem Pat Burns heitir, og sem jafn- an hefir verið aðal eigandi þess og ráðsmaður. Hefir það siðan tekið ákaflega miklum vexti og hefir nú útibú í öllum helztu bæj- um Vestur-Canada og einnig í Kenora og Fört William, Ont., og enn fremur hefir það útibú í Ev- rópu og Asíu. Félagið hefir 95 kjötsölubúðir og 40 rjómabú og smjörgerðarhús. Aðallega verzl- ar félagið með kjötmat allskonar, smjör, osta, garðmat og ávexti.. * * * í síðastliðnum aprílmán. skein sólin á Winnipeg og nágrennið í 215 klukkustundir samtals. Það ®r ellefu stundum meira heldur en talið er meðaltal fyrir þann mán- uð. Til samanburðar má geta hess, að Montreal hafði að eins 113 sólskins klukkustundir, og er það 2 klukkustundum minna en vanalega. í Ottawa voru 138 sól- skins stundir í apríl, eða 55 kl.- stundum minna en vanalega. # * * Hin svo nefnda Steel Block á Portage Ave. og -Carlton Street hvað hafa skift um eigendur fyrir $500,000. Byggingin er sex hæð- H og var bygð 1903. Eigandinn var The Royal Bank of Canada, «n um kaupanda er ekki getið, enn sem komið er. * * * Joseph P. Foley, K.C., andaðist á föstudaginn í síðustu viku eftir skamma legu, fimtugur að*aldri. Hann var einn með merkustu lög- mönnum Winnipegborgar og með- limur lögmannafélagsins Tupper, McTavish, Foley and Tupper. * * * Hon. John Bracken, forsætisráð- herra í Manitoba, kom heim til Winnipeg á laugardaginn var. Hef- lr hann verið suður í Bandaríkj- um og austur 1 fylkjum nú all- lengi. Er sagt að hann hafi feng- ið mikla heilsubót og sé nú hraustari heldur en hann hafi lengi verið. 1 ' Er hann var spurður um Sjö- systra fossana, sagði hann, að nóg hefði verið um það mál talað. Lét þó á sér skilja, að líklegt væri að það mál yrði bráðum útkljáð og varla mundi þess verða langt að bíða, að Winnipeg Electric fé- lagið fengi leyfi til að virkja foss- ana. Lítur nú út fyrir, að ílestír af sámbandsþingsmönnunum frá Manitoba séu komnir á þá skoð- un, að það sé helzta úrlausnin á þessu máli, að félágið fái þetta leyfi, en all-hörð málstaða gegn því kemur þó úr ýmsum áttum, að nokkurt félag fái slíkt leyfi og vilja margir, að fossarnir séu ekki virkjaðir þangað til hið op- inbera sér sér fært að gera það. * * * Það hefir lengi viðgengist, að ferðafólk frá Canada hefir átt erfitt með að fá fult verð fyrir peninga sína á ýmsum stöðum í Bandaríkjum. Þetta hefir oft valdið mikilli óánægju , sem von er, þegar Canada peningar hafa verið fult eins mikils virði eins og Bandaríkja peningar, en það hefir oftast verið. Hafa margir Canadamenn haldið að hér væri um ágengni nágranna að ræða eða þá fávizku þeirra. Nú kemur sú fregn frá Ottawa, að hér eftir verði Canadiskir peningar teknir fullu verði, hvar sem er í Banda- ríkjunum, alveg eins og Banda- ríkjapeningar eru hér teknir fullu verði og mun mörgum þykja það góðar fréttir. Bandaríkin. Á árinu sem leið, urðu flugferð- irnar 164 manns að bana í Banda- ríkjunum og 149 meiddust meira og minna, samkvæmt opinberum skýrslum stjórnarinnar. ♦ * * Hinn 3. þ.m. samþykti neðri málstofan MöNary-Haugen lögin svonefndu, með 204 atkvæðum gegn 121. Frumvarp þetta fer fram á opinberan styrk til akur- yrkjubændanna. * * * Fjármáladeild Bandaríkjastjórn- arinnar, hefir verið að krefja Sen- ator James S. Cousens um skatt, sem nemur yfir $30,000,000, og átta aðra menn, sem allir voru meðeigendur í Ford félaginu, en seldu Henry Ford sinn hluta 1919. Leit stjórnin svo á, að þessum mönnum bæri að borga svona mik- inn skatt, en TheUnited States Board of Tax Appeals, hef^- úr- skurðað, að, þessum mönnum beri ekki að borga þenna skatt. Hvaðanœfa. Alt af heldur innanlands. ófrið- urinn í Kína áfram og sú hugsjón virðist enn eiga langt í land, að Kínaveldi sameinist undir einni aðalstjórn, eða verði1 eitt lýðveldi með mörgum ríkjum, svipað því sem er I Bandaríkjunum. Nú hef- ir fyrir skömmu lent í miklum skærum milli Japana og Kínverja og margir menn fallið af báðum. Hafa blöðin haft ýmsar sögur um það að segja og hefir verið búist við, að Japanar mundu þá og þeg- ar segja Kínverjum reglulegt stríð á hendur. Samt hefir ekki orðið af því enn þá, en þeir hafa sent þangað mikið herlið og mörg her- skip og óeirðirnar þeirra á milli halda áfram og þykir líklegt, að til fullkomins ófriðar dragi milli þessara þjóða áður en langt líður. * * * Tveir prófessorar í Bandaríkjun- um voru nýlega á ferð í bíl ekki all-langt frá borginni Sofia í Bul- gariu. Þegar þeir áttu svo sem tuttugu mílur til borgarinnar, bil- aði vélin í bíl þeirra, og gátu þeir með engu móti gert við hana, eða jafnvel komist að því, hvað var að. Þeir stríddu við bílinn fram á kveld og voru þá orðnir uppgefn- ir og vonlausir um að geta gert við hann. Kom þá þar að annar bíll og spurði sá, sem honum stýrði, hvað væri að og hvort hann gæti nokkuð gert fyrir þá. Hann tal- aði mál Búlgaríumanna. Þeir sögðu honum að vélin væri biluð, en bjuggust ekki við að hann gæti gert mikið við hana, því þeír hefðu sjálfir verið að reyna það í þrjá klukkutíma og ekkert getað. Þessi ungi maður, sem Bandaríkja- WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 17. MAÍ 1928 mönnunum sýndist all-ólíkur vana- legum keyrslumönnum, fór úr treyjunni, bretti upp skyrtuerm- ar og fór að gera við vélina. Eftir litla stund sagði þessi ókunni maður prófessorunum, að nú skyldu þeir reyna vélina. Þeir gerðu það og nú var hún í bezta lagi, en keyrslumaðurinn ókunni var allur orðinn útataður af olíu og óhreinindum. En þeir gleymdu alveg að borga honum fyrir fyrir- höfnina og þótti það mjög leiðin- legt, þegar þeir loksins mundu eftir því, og vissu þá ekkert hver maðurinn var, sem hafði hjálpað þeim. Þegar þeir komu nærri borginni, náði þessi sami maður þeim aftur og þótti þeim undar- legt að allir sem á vegi hans urðu heilsuðu honum með mestu virðingu, en fljótt komust þeir að því, að þeSsi miskunnsami Sam- verji var Boris Búlgariukonung- ur. Leikhús fréttir frá Islandi. Haraldur Björnsson leikari, er hinn fyrsti fslendingur, sem hefir lokið fullnaðarprófi í leiklist .við útlent leikhús. Tók hann próf í fyrra vor við kgl. leikhúsið í Kaup- mannahöfn, og hlaut ágætiseink- unn. Gaf leikhúsið honum einnig ko.,t á að “debutera”, sem Kári í Fjalla-Eyvindi” og tókst sýningin mjög vel. í vetur hafa leikfélögin hér heima fengið Harald til þess, að leika með þeim og stjórna æfing- um. Byrjaði hann á því að sýna “Galdra-Loft” á Akureyri, og lék hann sjálfur aðal-hlutverkið. Teiknaði hann búninga, húsgögn og tjöld. Lét leggja nýtt ljósa- kerfi inn á leiksviðið, og réði fasta hljómsveit að leikhúsinu, >— und- ir stjórn Benedikts Elvars. Ekk- ert var tilsparað, enda var sýn- ing þessi áreiðanlega hin bezta, sem hér hefir sézt, bæði hvað snerti leik og allan útbúnað. ■— Þegar síðustu tónar forspilsins liðu út yfir salinn, var Innra tjaldið dregið upp. Gegnum hálf- gagnsæja blæju, með gyltum rún- um og leyndardómsfullum teikn- um, sést inn í híbýli hins stolta Hólastóls fyrir 200 árum, þar sem Guðsölumennirnir sitja í þögulli hrifningu og hlusta á kirkju- klukkur hinnar heilögu dóm- kirkju, sem kalla menn til kvöld- tíða. — Blæjan er dregin frá, þá opnast útsýni—út um stofuglugg- ana—yfir Hjaltadal í sólskini. Leikurinn hefst. Hinn strangi ráðsmaður stólsins setur sinn blæ á þáttinn, og hin tígulegu bisk- upshjón gefa áhorfendanum skýra mynd af hinni voldugu stétt þeirra tíma, sem nefnd hefir verið bisk- upsvald. vel, og Ingibjörg Steinsdóttir — af ísafirði — Agnesi. Var leikn- um tekið afarvel, og leikinn tíu sinnum fyrir fullu húsi. iNæstu sýningar Haraldar voru “Ljenharður fógeti” og “Gjald- þrotið”. Lék hann þau stykki með Leikfélagi ísafjarðar. Var svo mikil aðsókn að “Ljenharði”, að útselt var fyrir fram þrjú fyrstu kvöldin, með hækkuðu verði. Nú dvelur Haraldur í Reykja- vík, þar sem hann í tilefni af 100 ára afmæli Ibsens leikur “Vild- anden” með Leikfélagi Reykja- víkur, sem nú á við mjög erfið kjör að búa. — Einnig hefir hann lesið upþ, og við bezta orðstír. Er það ánægja og gleði íslend- ingum, að þeir eiga svo vel ment- aðan leikara og leiðbeinandi (In- structor), sem blæs nýju lífi í leiklistlna hér heima, og sem mik- ils er hægt að vænta af í fram- tíðinni. Anna Borg Odóttir Stef- aníu leikkonu) útskrifaðist af Kgl. leikhúsinu jafnt Haraldi. Fleiri góðir leikkraftar eru nú komnir fram á sjónarsviðið, svo mál er til komið að íslenzka þjóðleikhús- ið komist á laggirnar. Enda er það heitasta ósk og von allra list- elskra manna hér heima. Kjör þau, sem leiklistin á við að búa í Reykjavík, er algerlega óboðleg, — leikurunum og þjóðinni til minkunar. er það vel af stað farið. En því miður eru þær svo dýrar, að þeir, sem bezta hafa aðstöðu, rísa naumast undir kostnaðinum. En engar framkvæmdir sem rafveitur mundu hafa svo víðtækar umbæt- ur í för með sér á íslenzkt sveita- líf yfirleitt. Andlegt líf. Hin röksamlega grein Kristjáns Albertssonar, “Andlegt líf á ís- lahdi”, sem birtist í Vöku og síð- an í Lögbergi, gefur tilefni til margvislegra hugleiðinga. Tæp- lega held eg að sagt verði með sanni, að lestrarfíkn manna fari minkandi, enda væri ólíkt að svo væri, því svo miklu fé er árlega varið til bóklegs náms. En hitt er því miður rétt, að fróðleiksfýsi og bókelska er heldur í rénun, og mönnum, sem leita sér sjálfs- mentunar og hafa yndi af að safna bókum og hirða þær vel, virðist fara fækkandi, og er slíkt þó ó- svikinn menningarvottur. Áður fyr studdu blöðin þessa bókelsku menn drjúgum með þvl að prenta neðanmáls ýmislegt, sem hafði verulegt gildi. Nú er miklu minna um það, enda oft svo gengið frá því í blöðunum, að ekki er hægt að halda því sam- an. T. d. má nefna blaðið Lög- réttu, sem oft flytur mikið af svo veigamiklu efni, að skaði er að geta ekki haldið því saman. Aths.—Ofanskráð grein var oss send heiman af íslandi til birt- ingar.—Ritstj. Bréí frá Islandi. Þjóðrækni. Ættjarðarástin er sú tilfinn- ing mannsins, sem næst guðs- trúnni er Jionum helgust. Fyr- ir þessa tilfinningu hafa bæði þjóðir og einstaklingar lagt svo mikið í sölurnar, að það er næg sönnun þess, að hún er ekki hugarburður einn, þótt finna megi þá menn, sem lítið gera úr henni. Þegar mér berst Lögberg í hendur, þá fyllist eg af lotningu fyrir þessari tilfinningu, sem þrátt fyrjr daglega erfiðleika heldur tungu vorri við í stórborg- arglaumnum í fjarlægri heims- álfu. Eg er ekki að gera lítið úr ættjarðarást heimalninganna hér, hún kemur fram í mörgu og með mörgu móti, en hún gæti komið fram i meiri samúð og bróðurhug með frændunum fjarlægu. Það væri t. d. góður siður, að senda vestanblöðunum við og við bréf úr öllum fjórðungum landsins; því líklega eru íslendingar vestra ættaðir úr hverri einustu sýslu á Islandi og eiga þar einhvern kær- an blett, — enda ættmenn, og stöðugir lesendur vestur-íslenzku blaðanna tel eg víst að þeir séu. Stórhuga er höf. í tilögum sín- um um að koma upp heimilis- bókasöfnum, en þótt að bið verði á því, að uppástungur hans verði framkvæmdar, má benda á, að nú þegar eru ýmsar leiðir opnar fyr- ir menn, sem eru bókelskir og langar til að safna bókum, t. d. Búnaðarritið, og enn fremur Bók- mentafélagið, sem gefur út góðar bækur og lætur þær fyrir mjög lágt tillag, til félaga sinna. En þótt örari samgöngur og meira félagslíf og enda útvarp, geri heimilisbókasöfnunum að ein- hverju leyti erfiðara fyrir með því að draga fólkið frá lestri, er vonandi, að alt af verði til bók- lskir menn og að þeim takist að safna sér bókum og halda þeim í heiðri. Og því á höf skilið beztu þakkir fyrir sína þörfu hug- vekju. Árgst. í Rangárvallasýslu, 18. apríl 1928. Bergst. Kristjánsson. Yfirlýsing. Á íslendingafundinum, sem haldinn var 1. maí Winnieg, var þess farið á leit af einum ræðu- manni, að stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins lýsti þvi yfir, að hún væri því andvíg að stjórnar- styrkur yrði þeginn eða notaður til undirbúnings heimförinni 1930. Annar þáttur með stormi og regni liður hjá. — Eftir seinustu hljóma millispilsins, hefst þriðji þáttur. Hin mikilfenglega Hóla- dómkirkja með súlum og bogum blasir við áhorfendanum, tungls- ljósið flöktar fyrir hina gömlu djúpu bekki, Kristslíkneskið mikla og prédikunarstólinn með dýrð- lingamyndunum. Gegnum rökkr- ið gryllir inn í kórinn með háalt- arinu og litlu Kristsmyndinni. Heilög kyrð drúpir yfir þessu helga húsi, þar sem svipur bisk- upanna, beinagrindur og önnur dauðra manna bein umkringja Loft í hringiðu brjálseminnar, í Þáttarlok. í uppsetningu Haraldar hafði leikurinn mjög mikil áhrif á á- horfendurna, einkum síðasti þátt- ur. Haraldur er sá eini af ís- lenzkum leikurum nú, sem gat lyft því Grettistaki, að sýna leik þennan. iHann einn á það hug- myndaflug og þann þrótt, sem til þess þarf, að leika Loft, — hið erfiðasta af íslenzkum leikhlut- verkum. Sérstaklega var leikur hans tilkomumikill í þriðja þætti. Var “Loftur” leikinn níu sinnum, oftast fyrir fullu húsi. Síðan sýndi Haraldur “Dauða Natans Ketilssonar”, eftir dansk- an höf, frú Eline Hoffmann, þar sem Ág. Kvaran lék Natan, mjög Veturinn, sem er að kveðja, hef- ir verið góður. Fram til nýárs snjólaust og frostvægt, og fénað- ur því ekki hýstur fyr en um há- tíðir. Janúar og fram eftir feb- rúar úrkomusamt og frost nokkur, snjóar miklir og hagleysur, — en þar frá og fram til sumars, ein- muna góð tíð — frost vægt, snjó- létt og litlar úrkomur. — Heil- brigði manna og dýra. almenn. Framfarir. Þeim þokar áfram smátt og smátt. Bílflutningar hafa nú auk- ist svo, að heita má að þeir hafi útrýmt hestum og kerrum til lengri flutninga á skömmum tíma. Vegir eru árlega bættir nokkuð og brýr bygðar á smærri og stærri torfærur. — En húsagerðinni er mjög ábótavant; að vísu víðast nægilega stór, björt og loftgóð hús, en köld og endingarlítil. í húsagerðinni þarf snögga breyt- ingu, byggja úr steinsteipu í fögr- um og þjóðlegum stíl, þótt það kosti meira erfiði í bili, er til mikils að vinna, að láta ekki næstu kynslóð taka við landinu húsalausu. Hingað til hefir alt of mikið fjármagn farið í þá bar- áttu, kynslóð eftir kynslóð. Helztu nýjungar í framförum í Rangárvallasýslu, eru rafveitur. Þeim hefir verið komið upp á átta bæjum í sýslunni árið 1927, og Eg varð að gefa þau svör á fund- inum, að eg gæti engar yfirlýs- ingar gefið fyrir hönd félags- stjórnarinnar sökum þess, að mér væri ókunnugt um hennar afstöðu í málinu. Hins vegar gat eg þess, að mál þetta mundi verða tekið fyrir á næsta stjórnarnefndar- fundi og almenningi síðan birt niðurstaðan. Fyrir þessa sök leyfi eg mér að skýra frá því, að fundur var haldinn í stjórnarnefnd félags- ins 10. þ.m. Málið var tekið fyr- ir og rætt. Og niðurstaða fund- armanna var sú, að með því að formaður heimfararnefndarinnar, Mr. Jón J. Bildfell, hefði birt í blöðunum yfirlýsing þess efnis, að aðalfundu nefndarinnar stæði fyr- ir dyrum, þar sem ræddar yrðu þær umræður >( sem fram hafa opinberlega farið um málið, og þess enn fremur getið, að nefndin mundi leggja hið mesta kapp á að gera atl, sem henni væri unt til þess að sameina Vestur-íselndinga um heimfararmálið í heild sinni, þá sá stjórnarnefnd félagsins ekki neina ástæðu til þess að taka fram fyrir hendur heimfararnefndar- innar eða gefa henni bendingar um meðferð þessa máls. Var sam- þykt tillaga á fundinum er í þessa átt fór og greiddu henni allir NÚMER 20 fundarmenn atkvæði sitt. Einn stjórnarnefndarmaður var fjar- staddur. 14. maí 1928. Ragnar E. Kvaran, fors. Þjóðræknisfél. Skólalokahátíð Jóns Bjarnasonar- skóla. öllum íslendingum í Winnipeg og annars staðar, er hér með boð- ið að sækja skólalokahátíð Jóns Bjarnasonar skóla í Fyrstu lút- ersku kirkju, miðvikudaginn 23. maí, kl. 8 að kveldinu. Ágætur mentafrömuður, frá einum æðri skólanum hér í Winnipeg, hefir verið fenginn sem aðal ræðumað- ur. Einn nemandi skólans flytur kveðju-ræðu. Tilkynt verður hverjir hafa unnið til að fá nöfn sín okráð á Arinbjarnar-bikarinn. Samkoman verður öll með miklu hátíðasniði. Sumt hið ágætasta hljómlistarfólk; hefir verið fengið til að skemta. VEITIÐ ATHYGLI. Útsala á heimatilbúnu brauði, og allskonar fyrirmyndar réttum, fer fram í sunnudagsskólasal Fyrstu lút. kirkju, næstkomandi laugardag þann 19. þ.m., eft;r- miðdaginn og að kveldinu. Verð- ur þar um alveg sérstök kjörkaup að ræða. Meðal allra þeirra mörgu tegunda, sem á boðstólum verða, má nefna rúgbrauðin óvið- jafnanlegu, sem allir sækjast eft- ir. — Svo vel er til útsölu þess- arar vandað, að búast má við margfalt meira fjölmenni, en nokkru sinni fyr. Or bœnum. Frá íslandi komu á þriðjudags- kveldið fimm ungir menn. Þor- lákur Björnsson, Jón Björgvin Guð- laugsson og Lúðvík L. Guðnason, frá Reykjavík, Vilhjálmur Björns- son frá Hólmavík í Strandasýslu, og Davíð Jensson frá Þingeyri í Dýrafirði. Athygli skal hér með dregin að auglýsingunni frá McLaughlin bif- reiðafélaginu, er nú birtist í þessu blaði. Félag þetta verzlar aðeins með ágætustu bíltegundir, svo sem Buic og Pontiac, auk þess sem það hefir úr miklu að velja af brúkuðum bílum er seljast við afar sanngjörnu verði. — í þjónustu þessa góðkunna félags, er landi vor, Mr. E. Breckman, lipurmenni og ábyggilegur í viðskiftum. — Ættuð þér að finna hann að máli og spyrjast fyrir hjá honum um söluskilmála. Vinur minn var á ferð í Wyom- ing ríkinu, á leið til Yellowstone Park. Þar í óbygðunum kom hann auga á eitthvað gult í skógar- buska, skamt frá veginum. Hann fór út úr bílnum og hann fann þarna mikið af ljómandi fallegum og sjaldgæfum blómum. Meðan hann var að skoða þessi undur fallegu blóm, sem náttúr- an hafði framleitt á þessum eyði- lega stað, kom afar stór bíll eftir sama veginum á fleygiferð, en stöðvaði ferðina rétt hjá bíl vinar míns. “Þurfið þér nokkra hjálp?” sagði maðurinn, sem bílnum stýrði. Hann var þreytulegur og bar þess ljós merki, að taugar hans voru ofreyndar og óstyrkar. “Nei, þakka yður fyrir. Það er alt í góðu lagi.” “Hvern skollann eruð þér þá að gera, á þessari eyðimörk?” “Eg er að skoða hérna einstak- lega falleg blóm. Þér ættuð að koma og sjá þau líka. Þau eru mjög sjaldgæf.” “Eg að fara að tefja mig á því, að skoða blóm! Eg á nú ekki ann- að eftir,” og var auðheyrt, að honum þótti þetta hin mesta fjarstæða. “Garðyrkjumaðurinn minn hefir heila ekru af allskon- ar blómum. Eg er á leiðinni til Yellowstone til að sjá eitthvað, sem er þess virði að sjá það, og þangað skal eg komast í kveld, eða eitthvað verður unda nað láta. Eg hefi haldið áfram síðan eg lagði af stað.” Einhvern veginn flæktist eg til að vera með í dálitlu samkvæmi í vikunni sem leið. Þar sá eg eina i nítján menn, sem voru að reyna að halda uppi glaðlegu samtali, en hepnaðist það ekki, og samtal- ið var einstaklega dauflegt. “Því gefa þeir okkur ekki eitthvað, sem er meira hressandi, heldur en þetta gutl?” sagði einn þeirra. En það var áreiðanlega eitthvað “hressandi’” í því, sem þeir fengu að drekka. Það kom mjög greini- lega í ljós, þegar þeir höfðu feng- ið sér nokkra drykki. Glaðværðin fór vaxandi. Spaugsyrðin hrutu af hvers manns vörum og hlátr- arnir heyrðust langar leiðir. Þegar eg fór út úr húsinu glumdu hlátrarnir og sköllin enn 1 eyrum mér. Þetta gerði mig dálítið óánægð- an og önuglyndan. “Hvað gengur að þér?” sagði vinur minn, sem eg hitti um kveldið. “Eg er að hugsa um hraðann og hávaðann,” svaraði eg. “Eg er að hugsa um iþað, að nú ham- ast menn áfram með vélhraða, eins og þeir eigi lífið að leysa, og keppast við að komast sem allra fyrst frá einum stað til annars, án þess að veita nokkra eftirtekt fegurðinni og ánægjunni, sem á leið vorri er. Eg er að hugsa um það, hve mikið af lífsgleðinni fer að forgörðum hjá þeim mönnum, sem leita sér ánægju í því að æsa huga sinn með umhugsuninni um það, hve langt þeir geti komist á gallóninu, eða látið hugann fljúga hátt á potti víns.” — :The American.” PASSIUSÁLMARNIR á kínversku. Nú er búið að þýða útdrátt úr Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar á kínverska tungu. Býst eg við að öllum íslendingum þyki það góðar fréttir. Kínverskan er tungumál fjórða hluta mannkyns- ins. Engum mun þykja óviðeig- andi, að Passíusálmarnir verði fyrsta íslenzka ritið, sem snúið er á kínversku. Þarf ekki að færa ástæður fyrir því. Þýðingu þessa hefir amerískur maður, prófessor Harry Price, annast að mestu leyti, fyrir til- stilli undirritaðs. Því Mr. Price treysti eg manna bezt; hann hefir unnið í Kina að þýðingum í fjöl- mörg ár, og hefir marga, mjög vel færa kínverska samverkamenn. Þarf ekki að efast um, að þessi þýðing hans á Passíusálmunum er ágæt. — Mun eg segja nánara frá henni seinna. Mr. Price hefir að mestu leyti fylgt hinni ágætu ensku þýðingu prófessor Pilchers. Stuttur formáli og all-ítarleg æfi- saga sálmaskáldsins á að fylgja þessari kínversku útgáfu. Ábyggilegur maður í Hankow hefir tekið að sér að sjá um út- gáfuna í fjarveru undirritaðs. En eg hefi lofað að kosta hana að öllu leyti. Það hefi eg gert í því trausti, að landar mínir myndu ekki skorast undan, að hlaupa undir bagga með mér og styrkja útgáfuna fjárhagslega. Eg hefi hugsað mér að gefa sálmana út í litlu broti, og selja þá svo eins ódýrt og unt er, á meðan menn eru að kynnast þeim, en stækka svo útgáfuna, auka hana og vanda seinna eftir getu. Hr. bankaritari Árni Jóhanns- son, Bragagötu 31, Reykjavík, hef- ir lofað að taka á móti fégjöfum til þessa fyrirtækis. — Fyrsta út- gáfan hefi eg hugsað mér að yrði tvö þúsund eintök; mun hún kosta hér um bil 1,000 krónur. — Gef- ins langar mig til að geta sent ýmsum kristniboðum í Kína eitt eintak. Þeim hér í landi, sem eitthvað leggja af mörkum til út- gáfunnar, lofa eg að senda eitt eintak gefins. En þá verður að láta nafns síns og áritunar getið. Staddur í Þrándheimi, Ólafur Ólafsson, kristniboði. , Áritun: Fannrem, pr. Trondhjem, Norway, Europe. ‘Maður horfðu þér nœr’

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.