Lögberg - 17.05.1928, Side 5

Lögberg - 17.05.1928, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAjGINK 17. MAl 1928. Bl*. 5. W DODDS íkidney| k PILLS J 5 H e u m aT'5, í meir en þriðjung aldar hafa Ðodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá 511- um lyfáölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beinl frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, ef borgun fylgir. Opið bréf til dr. B. J. Brandsons. Háttvirti herra! Mér var það áhugamál á fund- inum stóra, og er það enn, að menn missi ekki sjónar á því, að heim- ferðarmálið getur ekki án þín ver- ið og þinna fundarboðunarfélaga, ef það á nokkurn tíma að geta fengið svo farsælan byr, sem vest- ur-íslenzkur almenningur óskar. Að vísu er aðal atriði málsins, há- tíðahaldið sjálft, í höndum réttra hlutaðeigenda á íslandi; en lang- stærsta auka-atriði hér úti í lönd- um er samkomulagið. Þú varst fyrstur til að skrifa. Það var þarfaverk, en það var líka ábyrgðarhluti. Þú mundir ekki vilja, að af því hlytist eldsvoði— frá þjóðernislegu sjónarmiði; — sízt þú, sem virðist allra íslenzkra manna hér eiga mestu almennings trausti að fagna. Ástæðu þína fyrir því, að hefjast máls — minn- ingu dáins vinar,.— virðir við þig hver einasti maður, sem til þekk- ir. En við þá minningu má og fleira tengja; helzt þó af öllu það, að gjörast aldrei hræddur við að hugsa nógu stórt. Mackenzie King er fræðimaður. Hann er það fyrst af öllu, svo mik- ill, að hann mundi fljótur að sjá hvað væri við hæfi fyrir hönd þessa lands, ef rétt til þess fall- inn maður að eins minti hann á hina miklu samblöndun norrænna manna við Keltana. Hann þarf eklci langt að rekja til þss að finna víkingslundina í sinni eigin ætt. Svo er uppruni Hudsonsflóafe- lagsins meðal Orkneyinga atriði, sem beinlínis er brezku landnámi í Canada viðkomandi. Þannlg eru hundrað ástæður fyrir eina, — hlekkur eftir hlekk. Hver ein- asti þráður í uppistöðu allra brezkra menningarstofnana, er norrænn. í allar þær voðir er ekkert að sunnan fengið, nema fyrirvafið. Það mætti komast svo að orði, að norræn menning í Bretaveldi torkendi andlit sitt með suðrænum smyrslum. En þessi menning á ekki nema eina skuggsjá í heimi, til að sjá í sína réttu mynd. Það er fræði- mönnum kunnugt, að Karlamagn- ús hafi safnað öllum germönskum minjum, sem hann gat fundið í sínu mikla veldi, en stuttu eftir hans dag var þáð alt saman brent. Síðan hefir ísland einsamalt bjargað minjum norrænnar menn- ingar, — hæstu menningarinnar í heimi, — frá algjörðri glötun., . SJALFSTÆÐIS! Fjárhagslegt sjálfstæði fæst að eins nú á seinni árum með því að spara. Leggið fáeina dali í saribankann á hverjum borg unardegi og leggið þannig grundvöllinn að góðum efna- hag er árin líða. Manitobafyjki ábyrgist alt það fé, sem lagt er í þenna spari- banka. 3%% rentur Opinn 9—6. Á laugard. 9—1. Viðskifti má byrja með $1.00. PROVINCE OF MANITQBA - SAVINGS OFFICE Donald og Ellice. 984 Main St. “Rekinn til að auka sparsemi og velgengni fólksins.” Það er sómi fyrir Canada, — engin ölmusa fyrir íslendinga, — og þess sóma megum vér vel unna þessari fóstru vorri, að fá að verða fyrst til, að segja til sín sem nor- rænt land (The true North, strong and free). Auðvitað eiga fylkin ekki að vera þar í fararbroddi, heldur ríkisheildin sjálf. Þá verða Bandaríkin ekki langt á eftir; engin hætta, þau sé enn þá búin að gleyma Leifi. Vesturheimur byrjar í Vatna- jökli. Norræna bókhlaðan í haf- inu miðju er fordyri hins nýja heims. Aldrei fengi þó sá heim- ur, þegar til kæmi, að sitja einn að þeim sóma, að heiðra móður- tungu og minjasafn allra hvítra aðalsætta á jörðunni, eins og nú er í ráði að gjört skuli á landi sólarinnar í hafsauga á öðru kom anda sumri. Það kunna svo marg- ir háskólamenn í Evrópu glögga grein á því öllu, að ljóshvítu þjóð- irnar hinar kynnu ekki við það, að| sitja hjá, þegar Ameríka væri byrjuð. Úr því sá er hniginn, sem sjálf- kjörinn hefði verið frömuður slíkra framkvæmda, þá berast nú böndin að hverjum, sem helzt fylti skarðið, og þér mun allra mnana kunnugast, hvar þess er að leita. Láttu nú, sem heilladrengur ís- lenzkrar þjóðar, hendur standa fram úr ermum, — læknishendur, eins og þú ert vanur, og eins og þriðjungur félaga þinna hefir gjört sér að æfistarfi. Líking armál um loðnar krumlur teigðar fram úr bjargi, — ógætilega fram sett á fundinum, — finna allir hve öfugt snýr við um líknarhend- ur læknastéttarinnar. Það málbragð er mætast sem gleymdast, því íslendingar viljum vér allir vera. Vinsamlegast, J. P. Sólmundsson. Orðabelgur. Svar til G. F. HÁRIÐ. “Glóbjart hár um herðarnar hrökk í bárum niður”. (Kveðið um Kjartan Ó’lafsson). “Það var ég hafði hárið” velur próf. G. F. sér að einkunnarorð- um fyrir allmikilli ádrepu til kvenna í nóvember-hefti Vöku, og meinlegri málshátt er víst held- ur ekki létt að finna, því að það er bókstaflega satt. Það var að karlmenn höfðu hárið. Adam kendi Evu sína sök. G. F. kenn- ir skaparanum um hármissi karla; bæði eru vön við sitt af hverju, svo að eg get ekki verið að taka málstað þeirra, enda syrgi eg ekki langa hárið karfmannanna, en hvi ekki unna konunum óáreittum sama frjálsræðis, sem karlar hafa til að klippa hár sitt? G. F. fist eins og hann “reki höndina í eitthvað dautt og kalt i myrkri,” þegar hann sér í blaði augl. um að konur geti fengið hár við íslenzkan og erlendan búning, og syo úthellir hann skálum reiði sinnar þar sem sízt skýldi, nefni- lega yfir kliptu kollana. Nei, það eru vitanlega hinir, sem enn vilja láta “skína skrautskriður úr skarar fjöllum”, sem leita í búðirnar, því að hvort heldur nú er, að skaparinn sé smátækari á hárið nú en áður, eða hitt, að kröfurnar eru harðari, þá er sannleikurinn sá, að fjöldi kvenna verður að velja um lausa hárið eða drengjakollinn og þá virðist ekki álita mál að velja það, sem er hreinlegra og feg- urra og þægilegra. Miklu fremur bæri að þakka þeim, sem runnu á vaðið, eða munu karlmenn ekki hafa verið þeim mönnum þakk- látir, sem frelsuðu þá frá hár- kollunum, “unnum úr rothári”. Annars virðist mér að prófessor- inn, sem kunnur er að rökfimi, missi marks, er hann talar um gerfiaugu, lausar teninur, laus brjóst og laust hár. En það er satt, að margt nýtt kemur undarlega fyrir sjónir í fyrstu, og langar mig til að nefna lítið dæmi. Einu sinni í fyrra hitti eg á götu einn velmetinn prófessor; hann var eitthvað svo undarlegur, en mér varð hálf- ónotalega við, og hugsaði — hvað er að manninum? — Þá rann upp ljós fyrir mér. Hann hafði sem- sé rakað af sér ljómandi yfir- skegg, fórnað á altari tízkunnar hinni “fegurstu prýði karlmanns- ins”. Ef eg 'hefði nú farið að láta í Ijós undrun mína á því, að kon- an 'hans skyldi hafa leyft þenna- ósóma, þá er eg ekki í vafa um, að svarið hefði orðið, að hann ætti sjálfur sitt skegg. Að vísu er það álitamál, hvort slík skerð- ing giftra karlmanna ekki jafn- framt er skerðing á eignarrétti kvenna þeirra, sem giftar hafa verið þeim skeggjuðum. En eg þarf víst ekki að taka fram, að eg er löngu farin að kunna prýðis- vel við manninn skegglausan. Það væri annars nógu gaman nð vita, hvers vegna karlar hafa gengið undir það ok, að skera af sér skeggið, sem guð hefir gefið þeim, líklega í þeim tilgangi, að sýna yfirburði þeirra sem hins styrka 'hluta mannkynsins. Ekki get eg ímyndað mér, að þeir hafi byrjað á því til þess að verða sléttir í andliti eins og konur. Eg vil nú koma með þá tillögu, að ís- lenzkir ' karlmenn hætti að láta raka sig og klippa, að minsta kosti þangað til 1930. Því að þá fyrst gætu þeir komið fram á alþingis- hátíðinni, sem sannir afkomend- ur hinna fornu víkinga. Því að ekki mundi sakaspta manni sögu- aldarinnar hafa verið valin hrak- yrði fyrir skeggleysið, ef það 'hefði þá verið alment. G. F. talar um, að ekki verði lengur “greiddir lokkar við Galtará”; það hlýtur þá að koma til af þvi, , að ekki er hægt að finna nógu rómantiskan elskhuga á vorum dögum. Hárið er kappnóg, og nautnin yrði tvö- föld fyrir stúlkuna,, því að nú gæti athöfnin farið fram sárs- aukalaust. Fegurstu sjón undir sólunni tel- ur G. F. leik hinna frjálsu lokka, en þó að leitað væri með logandi ljósi um endilangt ísland, fyndist hann hvergi nema í ljóðabókum, og svo auðvitað á þeim stutt- hærðu. En við öllu má búast af hverflyndi kvenna, einnig því, að þær einhvern tíma láti hár sitt vaxa aftur, en þá er eg ekki spá- mannlega vaxin, ef t. d. sonarson- aisyni G. F. verður skotaskuld úr að finna bæði smellnar vísur og innileg lofkvæði stutta hárinu til stuðnings, ef hann skyldi líkj- ast honum langafa sínum og hafa gaman af að “leggja orð í berg.” Kona. Kæra frú! Mér er ánægja að ræða þetta mál við yður, því að þér eruð andrík og leggið gott til hans son- arsonarsonar míns, og hver veit nema hann verði dótturdótturson- ur yðar líka. Annað eins hefir komið fyrir í ættartölum. Ef svo fer, þá verður hann líklega á báð- um áttum um hárið. Þegar hann sér fallega stúlku stutthærða, þá kippir honum í kynið til hennar langömmu sinnar og syngur því lof og dýrð; en sjái hann svo aðra, sem kveða má um: “glóbjart lið- ast hár um kinn”, eða “tinnudökka hárið hrökkur herðar við í mjúk- um liðum”, þá mun hann sverja sig í ættina til mín. Og af því að eg geri ráð fyrir, að hann verði ættrækinn og lesi gamla “Vöku’, þá ætla eg að skýra málið sem bezt frá mínu sjónarmiði. Mér skilst, að við séum sammála um galla lausa hársins, en þér seg- ið að fjöldi kvenna verði að velja um lausa hárið eða drengjakoll inn. Hinar munu þó vissulega fleiri, sem velja um mikið og fag urt hár og drengjakollinn. Fyrst og fremst þeirra vegna vék eg að lausa hárinu, því að lausa hárið kemur þeim í koll síðar, ef þær láta klippa sig nú. Tízkan hvarfl ar alt af milli tveggja öfga, og ' CARLLAEMMLE presents QQ{ UfflVERÍ Á Wonderland þessa viku. þ gar hárkaupmennirnir eru bún- ir að fá helzt til miklar birgðir af hári, munu þeir sjá um, að tízkan búi til markað fyrir það. Þá verð- ur lausa hárinu tjaldað meðan nýtt er að vaxa, og mér óar við að hugsa að alt það hárlos og los- arahár, sem þá verður í veröld- inni. Hvað verður þá af hrein- lætinu og þægindunum, sem þér færið stutta hárinu til gildis? Eg hefi nú reyndar ekki orðið var við, að kyartað hafi verið um það, alt frá sköpun veraldar og til þessa dags, að konur gætu ekki hirt á sér haddinn, þó að þær létu hárið vaxa, og mundi margur taka undir með Hallfreði: En af ungum svanna auðhnykkjanda þykkir, óð emk gjarn at greiða, ganga dýrligr angi. Um fegurðina má lengi deila, því að “svo má illu venjast, að gott þyki”, en að konur hafi á öll- um öldum og til vorra daga hald- ið langa hárinu, þrátt fyrir allar sveiflur tízkunnar, það bendir þó á, að óspilt tilfinning manna segi til, að hárið sé ein mesta prýði konunnar. Nú vilja þær óáreittar hafa sama sjálfræði sem karlar til að klippa hár sitt, og auðvitað hafa þær frjálsræði til að klippa sig og krúnuraka, ef þær vilja, en hitt geta þær ekki heimtað, að karl- mönnum öllum lítist jafnvel á þær eftir sem áður . Og fordæmi karlmanna réttlætir þær ekki í þessum efnum, þvi að þeim fer ekki alt vel, sem karlmönnum fer vel. Fegurð kvenna er frá nátt- úrunnar hendi nokkuð með öðr-_ um hætti en karla og í samræmi við það ætti tízkan að vera. Þeg- ar karlmenn klippa hár sitt, þá marka þeir enn meir þann mun, sem náttúran hefir gert á þeim og konum, og óteljandi skallar votta Kom þeim saman um, að réttast væri að ganga af þessu illþýði dauðu, og sprengdu því kofann í loft upp með slöngunum. En eft- ir sprenginguna kom í ljós, að kjallari var undir kofanum og í honum fundu þeir beinagrind af hesti og gamlan leðurpoka með eitthvað 200 bréfum frá árinu 1840. Er það ætlan manna, að póstur hafi verið myrtur skamt þaðan, en morðingjarnir hafi fal- ið hestinn og pokana þarna í kjall- aranum. Á bréfunum eru sjald- gæf frímerki og póststimpillinn þó enn sjaldgæfari. Eru bréfin því mjög mikils virði, enda hafa frímerkja kaupmenn í New York þegar boðið finnendum eina mil- jón dallara fyrir þau, en ætlað er að meira muni boðið áður lýk- ur. — Lesb. Mbl. VEITIÐ ATHYGLI! Hvítir Leghorn ungar út af skrásettum hönum og úrvals hæn- um, 20 cents hver. Út af úrvals- hænum, en óskrásettum hönum, 17 cents hver. Einnig Barred Plymouth Rock ungar á 20 cents. Meðlimur Baby Chick Associa- tion, B. Guðnason, Yarbo, Sask. Islenzk þjóðrœkni í ýmsum myndum. Auðsjáanlega samanstendur orð- ið þjóðrækni af tveimur orðum: “þjóð” og “rækja.” Menn tala um að maður sé kirkjurækinn, láti sér ant um kirkjuna, komi þar löngum, og svo- framvegis. Líka heyrum vér orðið skyldurækinn, og þýðir það auðVitað að rækja vart sinni þjóð, eftir því sem honum skilst, að hann eigi að | haga sér í því efni. Skal hér nú brugðið upp nokkrum myndum af þjóðrækni, eins og hún birtist meðal vor Vestmanna. skyldu sxna, lata sér ant um að l koma því í verk, sem manni er tru- að hárið er karlmonnum ekki einsi ,.,x , , að fyrir að framkvæma. Þjoð- fast á höfði og konum. Og þegarl / . _ , . , . .* , rækmn, samkvæmt því, er sa mað- karlmenn raka af sér skeggið —1 . ,, , , , . , - i ur, sem rækir kyldur smar gagn- og það hafa þeir gert siðan a / __. u.,s ___ steinöld — þá gera þeir sig ung legri og ef til vill kyssilegri, en ekki kvenlegri en áður, því að rótin segir til skeggvaxtarins eins og slegið tún um töðufallið. En stutthærðu konurnar líkja raunar . . , . _ , < Maður er nefndur Snjolfur Aust- eftir kerlingum, er hafa að mestu^____ f <M,—«K.«<í.i™n," mist hárið, og fyrir því ætti þessi tízka að heita kerlingarkollur. En þessi tízka stendur varla lengi. Hárið fær að vaxa á ný, og um endilangt ísland munu enn falla “skrautskriður úr skarar fjöllum.” Ekki skal eg harma það, þó að kliptur og rakaður karl- maður verði undir hverri skriðu. —'Vaka. G. F. MERKILEGUR FUNDUR. Fyrir skömmu leituðu tveir amerískir veiðimenn, ’Drake og Simmons, sér náttstaðar í eyði- kofa nokkrum skamt frá Oatman. Þegar þeir höfðu rafst þar við um stund, urðu þeir varir við það, að skellinaðra hafði tekið sér bú- stað í kofa þessum, og var þar með unga sína. Flýðu mennirnir þá sem snarast út úr kofanum. mann. Á “duggarabandsárum’ vorum, fyrrum, var honum ætíð að mæta, þegar hallað var á ís- lendinga. Þá heyrðist oft: “You bloody Icelander’-’, “You bloom- ing idiot” og ýmislegt þaðan af verra. iSnjólfur var mikill mað- ur og sterkur. Þegar hann heyrði hallað á landann, varð honum í einni sýipan ljóst, hvað honum “bæri að gera” sem þjóðræknum manni. Hann byrjaði þá með spurningunni: “Þú þarna, sem ert að tala, viltu halda kjafti?” Ef maðurinn lét sér ekki segjast, þá gekk Snjólfur fast að honum, og var þá fremur ófrýnilegur. Þagnaði þá maðurinn stundum; ef ekki, þá gaf Snjólfur honum “á hann”, og þagnaði þá maðurinn ætíð í bráðina, því blóð féll um tennur og tær. í raun og veru er þetta hreint ekki léleg þjóðrækni, og ekkert rangt við hana annað en það, að það var sárt þeim sem fyrir varð og er af sumum álitið miður sæm- andi þeim, sem skoða alla menn börn “alföðurs'ins milda.” í öðru lagi var hér fyrir nokkr- um árum þjóðrækni, sem galla mætti “fisklega” þjóðrækni. Hún var þannig, að höfundur hennar hugsaði sér alla menn sem fiska, fiskígildi, og urðu þá íslending- ar, þegar þeir voru bornir saman við aðra menn, að stórfiskum, en allir aðrir menn að hornsílum, ó- endanlega smáir, eiginlega einsk- is virði, sem bornir saman við ís- lendinga. Þessa þjóðrækni hefð- um við nú ef til vill getað liðið, ef sami höfundurinn hefði ekki seinna brugðist oss hrapallega, “fisklega,” og komist að þeirri niðurstöðu, að að eins örfáir, hann og nokkrir aðrir af íslend- ingum hér vestra, væru stórfisk- ar. Meiri hluti “landa” urðu að einhverjum hálfblindum verum, ómerkilegri en hornsílin, við viss tækifæri. Þá eru líka til íslandingar, sem virðast gleyma því svo mánuðum skiftir í einu, að þeir séu íslend- ingar, og eigi að láta sér ant um a 1 1 a íslendinga, ekki að eins um einhverja útvalda. Þeir virðast gera sér far um að “sparka” í sína eigin “landa”, og þegar kemur til þess að kjósa menn á fylkis- eða ríkisþing, gleyma þeir þjóðrækn- inni alveg og gleypir þá pólitíkin þjóðræknina algerlega, og í stað þess að.hjálpa til að koma sínum eigin mönnum, framúrskax*andi efnilegum, stundum méðal hinna bezt mentuðu og efnilegu tu manna í landinu, á þing, senda þeir þangað ýmsa ómerkinga ann ara þjóða, sem aldrei koma neinu í verk á þingi. Þessi framkoma fslendinga, sem þjóðræknismanna, er svo a f 1 e i t, að jafnvel höf- undur fiskilegu þjóðrækninnar, verður forviða, og reynir að bjarga málinu. Hann er ósam mála þeim, sem elta pólitíkina blindandi. Hann er alt af með opin augun. — Eg álít að þessir gleymnu menn, sem hér hefir ver- ið minst á, ættu sem minst að hafa á orði, að þeir séu þjóðrækn ismenn. Þá eru enn fremur til menn, sem eru viljugir að vinna að þjóðrækn ismálum, svo framarlega sem þeir “hafa eitthvað upp úr því”, eins og menn kómast að orði. En ef þeir væru ekki vissir um, að upp úr slíkri þjóðrækni væri að hafa, svo um munaði, f é eða h e i ð u r, er e g hræddur um að lítið yrði úr þjóðrækni þeirra. Sumir álíta kannske að þetta, sem sagt er hér að framan, sé ó- vingjarnleg aðdróttun að fðður- landsvinunum. Þeir menn 93'öri svo vel að sanna með r ö k um, að eg fari með rangt mál. Til þess að sanna, að eg fari méð rangt mál, sanna það í framtíðinni, ættu allir þeir, sem beita sér fjrrir þjóðræknismálum, að leggja fram fé allra manna mest, þegar þess þarf, en sjálfir gjöra minna mold- Winnipe^ School Childlfen> » Skólabörnin í Winnipeg ár ið 1882 voru hraustir ungling- ar eins og þau eru enn í dag. gamt er það rétt, að ekki nutu þau sömu þæginda og skemtana tækifæra eins og börn nú á dögum njóta. En eitt áttu þau sameiginlegt með bðrnunum, sem nú eru að alast upp, og það er SPEIRS-PARNELL BRAUÐIN. í hér um bil hálfa öld hafa Speirs-Parnell brauðin verið ein helzta fæðutegund á þeim heimilum í Winnipeg, þar sem ‘skynsamir foreldrar skilja hve áriðandi það er að unglingarn* ir hafi holla fæðu. • Gæðinn eru Sögufræg - SP0RS RflRNELL BREmu Speirs-Parnell Baking Co., Ltd. Phones 86 617-8 Hvar sem þér kaup- ið og hvenær sem þér kaupið Magic bökun- arduft, vitið þér, að það er ætíð hægt að reiða sig á það og er hið besta, ávalt á- byggilegt og hreint. BÚIÐ TIL t CANADA MACIC BAKINC POWDER viðri í blöðunum um það, hvað a 11 i r séu tregir og leggi lítið af mörkum í þjóðræknissjóð, af hvaða tegund sem er. Enn fremur er til, sem betur fer, þjóðrækni, sem ekki gerir sér mannamun. Þeir menn, sem þann hóp fylla, hafa margir hverjir aldrei verið Þjóðrækn- isfélaginu; en þeir eru sannarlega þjóðræknir, eigi að síður. Þeir sitja um að koma löndum sínum í bærilegar stöður, hér 1 hinu framanda landi, svo þeim geti liðið bærilega. Þeir hjálpa ein- staklingum með ýmsu móti og borga það sem þarf úr sínum e i g i n vasí, og gera sér mjög lítið far um að auglýsa slík verk s í n. Þeir setja á fót stofnanir, þar sem allmargir íslendingar hafa stöðuga vinnu svo tugum ára skiftir, og þeim vinnuþiggjendum líður þar svo vel, að þeir koma á legg börnum sínum svo vel, að öllum hlutaðeigendum verður til sæmdar og velferðar. Þeir sitja um að koma löndum sínum á þing og í ýmsar þvílíkar stöður, þjóð- arbroti voru til heiðurs. Þeir byggja “hæli” fyrir Islendinga, þar sem allir eru velkomnir án manngreinarálits. Þar dvelja nú þeir, sem eftir að hafa barist sjálfstæðri baráttu um langan aldur, eru ekki lengur færir um að berjast fullkomlega sjálfstæðri baráttu. Þessir sömu þjóðræknis- menn vaka yfir velliðan þessara aldx^rhnignu karla og kvenna, og eru ætíð reiðubúnir að leggja fram frá sjálfum sér það, sem við þarf til þess að hælisbúum líði vel. Slik þjóðrækni er sönn og hald- góð. Vel sé þeim mönnum, sem styrkja hana að einhverju leyti. Jóhannes Eiríksson. “WKite Seal” lang bezti bjórinn KIEWEL Tals. 81 178 og 81 179

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.