Lögberg - 17.05.1928, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MAl 1928.
Bla. 1.
EFTIR ALTSAMAN
er ekkert sem
jafnast á við
Fréttabréf.
Við enda Hud. Bay brautar-
innar, 7. apríl 1928.
Til ritstjóra Lögbergs.
Kæri kunningi! Eg lofaði þér,
er eg sá þig síðast í borginni
Winnipeg, að ef eg færi hér norð-
ur, skyldi eg senda þér nokkrar
línur.
!Eg lagði á stað 4. þessa mánað-
ar með Can. Nationál brautinni,
klukkan 10.30, og voru á þessari
lest yfir 200 menn, sem allir fóru
hingað norður. Þegar við komum
vestur undir Portage la Prairie,
mætti okkur norðvestan stórhríð,
og hélzt hún alla leið til Hudson
Bay Junction, þar sem brauta-
mótin eru, og eru það yfir 400
mílur frá Winnipeg. Alla leið-
ina vestur voru altaf að bætast við
menn og um 50 komu að vestan og
bættust við okkar hóp. Þegar
komið var til Dauphin, var snjór-
inn um 14 þuml. á dýpt, og varð
að bæta við til dráttar annari
gufuvél, og.gekk þá alt vel eftir
það.
Til The IPas komum við klukk-
an 8 þann 5. og var þá lestin sú
fólksflesta, sem þar hefir komið
í mör ár. Yfir 300 fóru norður
hingað og námamenn og annað
ferðafólk mun hafa verið yfir 100.
Alt er á ferð og flugi í The
Pas: hús í smíðum, verið að grafa
kjallara og sprengja frosna jðrð-
ina, og hefir ákafinn að drífa
flutning og fólk norður til nám-
anna verið svo mikill, að fólk
hefir ganað vestur án þess að hafa
nokkra von um húsaskjól og orðið
að liggja úti, og alt af bætast við
nýjar námur norður með Hud.
Bay brautinni.
Ekki finn eg að það sé neinn
munur sé á þessari braut hingað
norður og á C. P. R. til Gimli. —
Hér við brautarendann hefir ver-
ið fjarska mikið að gera í vetur.
Um 150 hestapör hafa verið not-
uð hér við verkið í allan vetur, að
draga timbur og allskonar efni að
hinní nýju braut og unnu hér um
1,500 menn. Stjórnin hefir lát-
ið nota gamla veginn til Port
Nelson og hefir mestallur flutn-
ingur verið gerið gerður þar með
dráttarvelum (tractors), og fjór-
ar af þessum vélum draga frá 80
upp 1 150 þús. pund í hverri ferð,
og hafa þær verið á ferðinni nótt
og dag. Þær draga einn luktan
sleða, sem matreitt er á og sofið
í. Fara þeir með landi fram frá
Port Nelson til Churchill. Flutn-
ingur á mönnum er í góðu lagi,
fæði það bezta, sem hugsast get-
ur» og geta verkamenn haft meira
upp úr vinnu sinni hér, en víða
annars staðar, því allir fá að
vinna yfirtíma alt sem þeir vilja,
og er hærra kaup borgað fyrir
hann. —
jafnskjótt og ísinn fer af ánni,
verður byrjað að flytja til Church-
in» °S verður þá gott tækifæri
fyrir bátasmiði að komast norður.
J. T. Jones, sem á heima á Gimli
og á íslenzka konu, systur séra
Alberts Kristjánssonar, Hannesar
°2 Tryggva á Gimli, er hér nú.
Þessum manni ferst vel við sitt
starf og reynist hann vel og hugs-
ar ágætlega um starf sitt. Og er
hann að reyna að útvega sem
SEFUR NÚ VEL OG LÍÐUR
VEL A MORGNANA.
Mr. John Walters, Philadelphia,
vill að allir, sem veikir eru,
viti hve ágætlega Nuga-Tone hef-
jr reynst honum. Hann segir: —
Nuga-Tone er mykið undra lyf.
vel á nóttunni og eg hefi
hægðir reglulega þrisvar á dag,
og mer líður ágætlega, þegar eg
vakna á morgnana. Áður en eg
for að brúka Nuga-Tone, var eg
alt af þreyttur á morganana, en nú
er eg vel hraustur.”
Þúsundir manna og kvenna eru
lasin og máttvana, þegar heilsan
ætti að vera í bezta lagi og áhug-
ínn mikill. Menn verða gamlir
alt of snemma, hafa litla matar-
!yst og slæma meltingu; hafa gas
í maganum, lifrarveiki, hafa slak-
ar taugar og geta ekki notið næt-
urhvíldarinnar. en eru breyttir og
máttfarnir á morgnana, þegar
þeir vakna. Við ollu slíku er
Nuga-Tone ágætis meðal og hef-
ir aftur veitt miliónum manna
heilsu og þrek. Fáðu þér flösku
strax í dag. Þú fær það alstaðar,
þar sem pieðul eru seld. Ef við-
skiftavinur þinn hefir það ekki
fyrirliggjandí, þá láttu hann
nanta það fyrir þig frá heildsölu-
húsinu.
flestum löndum vinnu.
Eg held nú sé nóg komið að
sínni og vil eg biðja blaðið að
færa kunningjum mínum kæra
kveðju mína og fyrirgefa fljóta-
skrift þessa. Sendi meiri fréttir
seinna.
Staddur við enda H. B. braut-
arinnar, 901 mílu frá Gimli.
Þinn einlægur
(Capt.) B. Anderson.
ANDLEGT LÍF LANDA 1
VESTURHEIMI.
Eftir Guðmund Friðjónsson.
Vér, sem heima sitjum á mör-
landinu mörlausa —i eða mörlitla
a. m. k. — erum svo ókunnir and-
legu lífi bræðra vorra og systra
vestur í Vínlandi, að okkur er
alls ekki minkunnarlaust. — Is-
lenzkir blaðamenn vestrænir halda
þannig á spilunum, að lesendur
Lögbergs og Heimskringlu fá
mikla vitneskju um andlegt líf
hér heima. Blöðin geta um alt,
sem gerist hér á landi og legi, og
til frétta er metið — og þau prenta
upp fjölda greina úr blöðum og
tímaritum vorum. Aftur á móti er
þáð sjaldgæft, að í vorum blöð-
um sjáist endurprentanir úr vest-
anblöðunum ritgerða eða kvæða.
Lögberg og iHeimskringla koma að
vísu á mörg íslenzk heimili, en
stopult þó. T. d. hefi eg aldrei að
staðaldri séð þau blöð — og þyk-
ir mér það all-ilt. Það sem eg
minnist nú á andlegt líf landa
vorra í þessari grein, verður þess
vegna molahrasl en engin heild.
En lítið er betra en ekki og verð-
ur við það að sitja að sinni.
Svo sem kunnugt er, fjalla ráða-
gerðir um heimkomu margra landa
vorra árið 1930. Þeir hlakka til að
sjá okkur, og vér hugsum gott til
glóðarinnar að sjá þá. En svo
kynlega bregður við, að þeir vita
mikið um oss, en vér lítið um þá.
Vér stöndum að vísu illa að vígi
að kynnast högum þeirra í flest-
um efnum. En andlegt líf þeirra
getum vér kynt oss betur en vér
gerum, ef rent væri hugsjónum
vestur á bóginn og hlustirnar
lagðar við þeim röddum, er ber-
ast að vestan, í blöðum og tíma-
ritum.
Tímarit þjóðræknisfé'Iagsins hef-
ir nú starfað í allmörg ár og flutt
gott efni frá báðum bógum. í
það hafa ritað jöfnum höndum
Austur-lslendingar og Vestur-
íslendingar. Blöðin okkar hér
heima hafa verið heldur þögul um
ritið. Og eigi minnist eg þess, að
nokkur lína hafi verið endur-
prentuð úr því hérna megin hafs-
ins. Það hefir flutt m. a. merki-
legar ritgerðir um íslenzka mál-
fræði eftir Pál Bjarnason, stál-
sleginn mann í norrænu. Og í
því hafa birzt kvæði eftir beztu
skáldin okkar vestur frá — þar á
meðal konu, sem yrkir prýðilega
og vera mun ókend hér heima. Hún
heitir Jakobína Sigurbjörnsdóttir
(Johnson), fædd í Þingeyjarsýslu.
Þessi skáldkona hefir snúið ís-
lenzkum kvæðum á ensku og þyk-
ir þeim, er meta kunna, snildar-
handbragð á þýðingum hennar.
Tímaritið Saga, til skemtunar
og fróðleiks, er út kmur í Winni-
peg, er mjög vel læsilegt. Útgef-
andi hennar er Þ. Þ. Þorsteins-
son, skáld, úr Svarfaðardal. Hann
hefir kveðið margt ljóða og ritað
góðar smásögur.
Ljóðagerð landa vorra yestur
frá er mikil að vöxtum og misjöfn
að gæðum, svo sem vænta má. —
Svo sem nærri má geta, verða
þessi skáld flest smávaxin í sam-
anburði við Klettafjallaskáldið
mikla. En fáeinir menn þar hafa
birt falleg kvæði — sem eg hefi
séð, og geta þau verið mörg, þó
eg viti eigi um þau. Einkenni-
legir skáldskaparþættir hafa sézt
eftir Jóhannes P. Pálsson, menta-
mann, og Guttorm J. Guttorms-
son, bónda í Nýja íslandi. Þá er
ekki óbragð að því, sem Jóhann M.
Bjarnason ritar, sagnaskáld og
æfintýra.
Það leynir sér eigi í vestan-
blöðunum, að fjöldi manna er
hneigður til bókmenta. En að lík-
indum hafa flestir gáfumenn
yngri kynslóðarinnar snúið sér að
amerískri mentun og fjáröflun.
Það hið stóra þjóðfélag, sem þeir
lifa í, lykur um einstaklingana með
sínum mikla faðmi. Ljós vottur
þess er í bókinni “Svipleiftur sam-
tíðarmanna”, er út kom á síðast-
liðnu ári, eftir Aðálstein Krist-
jánsson. Hún er um nokkur stór-
menni Bandaríkjanna, og er mjög
læsileg að efni og frásögn.
Landnáma Thórstínu Jackson er
í raun og veru stórvirki, og hefir
þó fengið vestur frá harða dóma
hjá sumum. — Það er merkilegt,
að mentakona skuli fást við þess
háttar eljustarf, sú sem á hinn
kostinn, að lifa í stærstu borg
veraldar og ferðast um Evrópu.
Þetta starf hennar sýnir þjóð-
rækni og frændrækni í göfugri
mynd og slíkt hið sama andlegan
mátt og elju.
Emile Walters, málari, Vestur-
lslendingur, fær mikið lof í Ban-
daríkjunum, og er því að fagna
svo vítt sem íslenzk tunga er töl-
uð. Heyrst hefir, að hans sé von
hingað 1930. Væri óskandi, að
landvættir vildu brosa við svo á-
gætum listamanni.
Kirkjumálin vestur frá hafa
jafnan verið efst á baugi landa
vorra. Séra Jón Bjarnason og sr.
Friðrik J. Bergmann báru merki
kristninnar lengi og þó ekki sam-
síða stundum. Og þeir voru báð-
ir þannig gerðir, að á þeim var
bókmentabragur. Mér er ókunn-
ugt um kirkjufélagsprestana síð-
ustu árin, en hefi þó vitneskju
um, að sumir þeirra eru bókmenta-
hneigðir. T. d. séra Björn B.
Jónsson — í ræðum og á manna-
mótum. Séra Hjörtur Leó og séra
Jónas A. Sigurðsson. Séð hefi eg
ræður fluttar á mannamótum og
stólræður fáeinar í Heimskringlu,
eftir séra Ragnar Kvaran. Þær
eru mjög haglega samdar á yfir-
borði og undirniðri viturlegar;
bókmentabragð að þeim.
Síðastliðið ár féll í valinn mesti
andans maður Vestur-íslendinga,
St. G. St. Þorri Vestur-íslendinga
var seinn á sér að skilja hann og
meta og fór það að líkindum. Sú
raun hefir á orðið jafnan, síðan
mannkynið kom til sögunnar, að
afburðaemnn hafa fyrst komist til
metorða, þegar þeir hafa kvatt til
fulls náunga sína. Nú hefir rit-
gerðum og erfiljóðum rignt yfir
St. G. látinn. Heilt Heimskringlu-
blað var honum hélgað, og áttu
þar sæti m. a. Rögnvaldur Péturs-
son, Ragnar Kvaran, Eggert Jó-
hannsson og sagðist öllum vel. —
Fleiri ritfærir menn hafa vestur
frá ritað skynsamlega um skáld-
ið, t. d. E, H. Johnson — mér ó-
kunnur maður — og Halldór Lax-
ness að sumu leyti. Þó er enn ær-
ið svigrúm handa vitrum mönn-
um, sem rita vilja um St. G. St.,
því að hann er sú náma, sem seint
verður tæmd — skáldskapur hans
og vituriegar hugsanir í rími.
Sönglistarmenn eru vestur frá
af íslenzku bergi brotnir og hafa
þeir lönd að nema mörg og stór.
Vér sem, bítum í skjaldarrendur
jöklanna hérna norður við íshaf-
ið, viljum eigna okkur ítak í þess-
um nýgræðingum, sem vestra eru
fæddir, meðan kostur er á. Og
vér óskum þeim gæfu og gengis.
Og vér óskum að lífæð þeirra slái
hér heima 1930 — hvernig sem
móttökurnar takast frá vorri
hálfu.
Ýms atvik hafa komið fyrir
vestur frá, sem sýna hve auðvelt
er að gera Vestur-íslendinga
snortna.—Eg vel þrjú dæmi: Þátt-
töku þeirra í Eimskiafélagi voru,
stuðning landa, þann sem kom
fram, þegar íslenzkur maður var ir
dæmdur fyrir morð, og nú fyrir
stuttu hafa þeir safnað miklu fé
til styrktar tónlistamanni, sem
dvelur á Englandi við nám og tal-
inn er líklegur til að verða tón-
skáld. Þessi dæmi sýna andlega
fjörkippi landa vorra og samtaka-
vilja í verki, sem skiftist milli svo
kal'laðra veraldlegra mála og and-
legra. Það er til marks um and-
legt líf, þegar sint er þrifnaðar-
málum, mannúðarmálum og mál-
efnum listarinnar. Þeirri þrenn-
ingu þjóna landar vorir í Vestur-
heimi. — Lesb. Mbl.
MANASKIN.
Máninn klýfur blámans bylgjur,
brotnu geislalöðri þeytir, —
rignir leifturúða’ og eldi
yfir fönnum þaktar sveitir.
Skjálfa blik á sköfnum glærum,
skína daggir silfurrósa.
Nóttin starir stjörnu augum.
Stíga hrannir norðurljósa.
Nóttin starir stjörnuaugum,—
starir inn í sálu þína.
Sér hún kannske önnur augu
inst í þinni vitund skína?
Böðvar frá Hnífsdal.
—Lsb. Mbl.
ÞAU SUKKU.
Oft er það viðsjálft að vaka.
Vindurinn æðir og þýtur.
Stend ég og stari um gluggann,
Snærinn er mjallahvítur.
iNóttin er óðar á enda.
öldurnar brotna við sanda.
Eg finn nú að fegurstu skipin
fórust í sæ milli landa.
Þau sigldu í svífandi leiði
suður með öllum ströndum,
sló þá inndælum ilmi
ofan frá blómalöndum,
hlógu þá sólir í heiði,
hrannirnar sungu með gleði,
æskan var fögur og auðug,—
útþráin ferðinni réði.
Svo lðgðu þeir eitt sinn frá landi
og léku í skógarins höllum,
þá fengu þeir farþega á skipin,
er fóru ipeð hlátrum og sköllum.
Þá héldu þeir hækkandi seglum
til hafsins ókunnu leiða,
og það var drukkið og dansað,
svo dunaði’ í súðum og reiða.
Dansað og drukkið og hlegið,—
dirfskan að vinna’ eða tapa.
Þeir stýrðu þó nótt eftir
stjörnum,
en stjörnurnar tóku að hrapa.
Stafnarnir steyttu við grunni,
strengir í reiðanum hrukku.
Brimöldur skullu á skerjum,
skipin, þau fyltust og sukku.
-Lesb.
Böðvar Guðjónsson,
Mbl. frá Hnífsdal.
VÍKINGA
HATÍÐ A
LANDI.
HJALT-
í lok janúarmánaðar ár hvert
halda frændur vorir á Hjaltlandi
þjóðhátíð mikla til þess að heilsa
og fagna hinni hækkandi sól eft-
HÉR er eftirtektavert framboð fyrir hvern sem hygst að
kaupa sér bíl. Hér eru Touring Cars, Roadsters, Coupes,
Coaches, Sedan bílar af nálega öllum tegundum og gerðum,
sem seldir eru með ákaflega niðursettu verði. Margir þessir
bílar hafa að eins farið fáeinar þúsundir mílna og margir
svo nýlegir, að þeir eru næstum eins og nýir bílar. Þeir líta
svo vel út, að eigandinn getur verið stoltur af þeim, og eru
í svo góðu lagi, að ekki þarf að óttast bilun eða óþægindi.
Ef yður langar til að eignast bíl, þá er nú hægt að full-
nægja þeirri löngun, því vér höfum þá fyrir svo lítið verð,
að allir geta keypt. Hér kaupa menn ekki köttinn 1 sekknum,
því vér höfum rekið þessa verzlun of lengl til þess að hætta
tiltrú vorri.
Vér getum gefið yður álitlega borgunarskilmála, og á-
byrgst að þér verðið ánægðir með kaupin.
The McLaughlin Motor Car Co.
Limited
Maryland at Portage, 2IB Fort St. og Main St. Sonth
Islenzkur umboðssali E. Breckman.
skammdegismyrkrið og kuld-
ann. Talið er, að hátíð þessi eigi
uppruna sinn að rekja til víkinga-
aldarinnar fornu. Héldu þeir vík-
ingar hátíð til þess að láta í ljós
fögnuð sinn yfir því, að vorið væri
fyrír höndum, svo að þeir gætu
lagt upp í nýjar herferðir til Eng-
lands og Frakklands, þar sem gull
og grænir skógar biðu þeirra og
ríkulegt herfang af öllu tagi.
| I
:i Fjöldi af ágœtum f
| bílum með niður f
I settu verði I
Hátíðin fer fram í höfuðstaðn
um, Leirvík, og er þjóðhátíð í
orðsins fylsta skilningi, því að
allir Hjaltlendingar, sem vetlingi
valda, ungir og gamlir, taka þátt
í henni. Allan undirbúning há-
tíðarinnar annast nefnd, sem til
þess er kjörin, og er formaður
hennar nefndur “Gizur jarl”. —
Aðalathöfnin er skrúðganga mik-
il gegnum bæinn með vikingaskip
í fararbroddi. — Skipið heitir
“Vegr”, og er smíðað árlega við
þetta tækifæri. Það er nákvæm
eftirmynd gömlu víkingaskipanna,
steindur dreki alla yega litur og
bú'inn siglum og seglum að forn-
um hætti.
Um kvöldið safnast allir íbúar
Leirvíkur meðfram götum þeim,
sem skrúðgangan fer eftir, — ein
þeirra heitir “Haralds konungs
stræti.” —i Fremst í fylkingunni
genguV stór hornaflokkur, þá
kemur víkingaskipið, og því næst
30 hópar “gizura”, sem klæddir
eru á margvíslegan hátt. Hafa
eftirtektavert, að Hjaltlendingar
halda fast við þessa gömlu siði.
Það eru tæp 200 ár síðan norræna
var töluð á Hjaltlandl, og eyjar-
skeggjum er enn vel kunnugt um
ætterni sitt og eru hreyknir af
því.—Lesb. Mbl.
þeir allir í höndum brennandi blys
og syngja hátíðarsönginn. Skrúð-
ganga þessi er í heild sinni mjög
skemtileg og einkennileg. Er
haldið niður til hafnarinnar, alt
niður á Victoríubryggju. Þar er
sungið gamalt kvæði, “The Norse-
man’s Home” (Heimkynni Norð-
mannsins). Því næst kveða við
húrrahróp og hornablástur, en á
meðan er kveikt á “Vegi”. — Eft-
ir svo sem einn klukkutíma, er
þetta fallega víkingaskip orðið að
öskuhrúgu.
Eftir það fara menn að tínast
í burtu, en fólkið skemtir sér eft-
5r föngum við dans og aðra kæti,
bæði úti og í samkomuhúsum bæj-
arins, þangað til birtir af næsta
degi.
Þessi hátíð er skemtileg minn-
ing um norræna tíma, og það er , mánuðY, kf. 8 e.h.
Embættismenn í stúkunni “Ár-
borg” Nr. 37, I.O.G.T., fyrir nú-
verandi ársfjórðung eru:
Æ. T.: Bjarni A. Bjarnason.
V. T.: Mrs. J. K. Benson.
G.U.T.: Mrs. J. Magnusson.
Rit.: S. Arnthor Sigurdson.
F. R.: Jóhann B. Jóhannsson.
Gjaldk.: S. M. Sigurdson.
Drótts.: Olga Benson.
Kap.: Magnea Johnson.
A. R.: Adolph Jóhannesson.
A. D.: Thor. Fjeldsted.
Vörð.: Jóhann Magnusson.
Ú. V.: Einar Thorvaldson.
FÆT.: B. I. Sigvaldason.
St. Umbm.: Séra J. Bjarnason.
1,'mánudag í
TILKYNNING
Oss langar að geta þess við viðskiftamenn vora og almenn-
ingí heild sinni, að vér höfum stofnað Sparsjóðsdeild, er
borgar
4 !4'% á instðæufé, í sambandi við verzlun vora.
Vér æskjum verzlunar yðar og bjóðum yður til tryggingar:
UPPBORGAÐ HLUTAFJE ....... $6,000,000.00
EIGNIR OG VIÐLAGASJÓÐUR .... 7,400,000.00
A. R. McNICHOL LIMITED
800—802 Standard Bank Bldg. Phones 24 035
Winnipeg 80 388
\
KL JEOID YDIIR VEL Se*
urmun
Líða Betur
Það heíir svo mikla þýðingu að vera vel til
fara, að það er sjálfum yður œtíð fyrir beztu
Alfatnaður
fyrir unga menn
Stærðir 34 til 44.
Mjög falleg föt, einhnept eða
tvíhnept. Tweeds og Wor-
steds og verðið sérlega lágt.
Grá, ljósbrún og dökkbrún
Mjög snyrtileg föt fyrir
unga menn.
$20.00
Stærðir 34 til 44.
Fyrir menn, sem meta það
að fá góðan fatnað fyrir sér
staklega lítið verð. Mjög ó-
dýr eftir gæðum. Einhnept
og tvíhnept. Allir falleg
ustu litir. Grá, dökkbrún og
ljósbrún. Sérlega vel fré
þeim gengið.
$30.00
Alfatnaður
fyrir yngri menn
Stærðir 33 til 37.
“Collegiate” föt. Treyj-
urnar með þremur hnöppum
Fallegir litir, grá og ljósleit.
Einnig stykkjótt í mörgum
litum. Mörg tvíhnept snið
og ættu að seljast á $25 og
$26. Art silki fóður. “Dress
Up” viku verð
$19.50
Heimurinn sýnir
yður aldrei meiri
virðingu en þér
sjálfir. VERIÐ ÞVÍ
VEL TIL FARA.
Alfatnaður
fyrir stúdenta
Fyrir 13 til 19 ára pilta.
Fallegt flannel, Scotch fata-
efni og Worsteds. Ljósleit
grá, ljósbrún. Tvíhnept, og
fóðruð með Mohair og art
silki. iSeljast venjulega fyr
ir $17.50. “Dress Up” vik-
una fyrir
$12.50
Drengja föt
Föt fyrir litla drengi $8.00.
Donegal Tweeds, og föt í
blönduðum litum. Fallegt
fataefni. Allir litir. Einar
stuttar og einar langar bux-
ur. Fyrir drengi 8 til 15
ára. Sérstök kjörkaup.
$8.00
Vor-yfirfrakkar
Sem duga líka þegar rignir
eða þegar þér keyrið og sér
staklega þegar kalt er á
kvöldin.
Vor Yfirfrakkar Með Mikl-
um Afslætti.
Vor yfirfrakkar, sem jafnvel
þeir eru ánægðir með, sem
vandlátastir eru, fara vel
og eru gerðir úr sterku efni,
tweeds. Einhneptir, ljós-
leitir, ljósleitir og gráleitir.
$22.00 virði. Nú fyrir
$13.95
Framúrskarandi Vel
Kápur.
Gerðar
Gerðar úr ágætu tweeds
einhneptar, rúmgóðar. Her-
ringbones, donegals og nov-
elty dúkar. Sumar Oxford
chesterfields. Skreyttar með
art silki. $30.00 virði. 1
$19.95
Merki:
Bláa
Stiarnan
Búðin opin
á Laugard.
til kl. 10.
_ ______T/tE^BLUE STOBE*
The Store That Satisfies
271*273 Portage Avenue
HAFIÐ ÞJER VINI í GAMLA LANDINU
SEM VILJA KOMA TIL CANADA?
FARBRÉF
TIL o, FRÁ
TIL
ALLRA STAÐA
1 HEIMl
Ef svo er, og bér viljið hjálpa þeim til
þessa lands, bá finnið oss. Vér gerum
legar ráðstafanir.
að koraast til
allar nauðsyn-
ALLOWAY & CHAMPION, Rail Agents
UMBOÐSMENN FYRIR ALLAR EIMSKIPALLNUR
667 Main Street, Winnipeg. Sími 26 861
eða hver annar Canadian National Railway umboðsm.
FARÞEGJUM MŒTT VIÐ HAFNARSTAÐINN OG LEIÐBEINT TIL ÁFANGASTAÐAR
CANADIAN NATIONAL RAILWAYS