Lögberg - 17.05.1928, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.05.1928, Blaðsíða 6
Bls. «. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MAÍ 1928. Ljónið og Músin. Eftir Charles Klein. (Saga sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, bom fyrst út árið 1906 í New York). “A tuttugustu og annari blaðsíðu kallið þér hann hið mesta afarmenni, sem heimurinn eigi til og að í honum sé sameinaður hinn mesti lík- amlegur og andlegur máttur og sterkasti vilja- karftur, sem þekst hafi, og þér þakkið það hans sterka og einbeitta vilja, hve afar langt hann hefir komist í því að raka saman auð fjár. Er þetta rétt skilið!” Hann leit á hana spvrjandi. “Alveg rétt,” svaraði Shirley. Ryder hélt áfram: “A tuttugustu og sjöttu blaðsíðu segið þér : “Hugur hans var orðmn eins og vél, sem til þess er gerð, að búa til peninga, og öllum bans sterka vilja og miklu vitsmunum var stefnt að því eina takmarki, að græða meira og meira fé. Þessi gróðafíkn var orðin svo sterk og óviðráðanleg, að húnj hlaut að hald.a áfram, hvíldarlaust, tilfinningalaust og samvizkulaust meðan lífið entist.” Hann lagði frá sér bókina, leit skarplega á Shirley og sagði: “Halldið þér að eg gæti ekki hætt strax á morgun, ef eg bara vildi?” “Þér!” sagði hún og lézt ekki skilja hvað hann var að fara. “Þetta er ekki óeðlileg spurning,” sagði Ryder og reyndi að brosa. “Hver maður hugs- ar um sjálfan sig eins og söguhetju. Það gera konurnar líka. Við erum öll einhvers konar hetjur í okkar eigin augum. En segið mér hvað þér hugsið sjálfar um svona mann. Þér hafið hugsað yður hann. Hvernig er eiginlega skap- skapgerð hans? Hvernig mætti lýsa honum í stuttu máli?” “Eins og hinum mesta glæpamanni, sem lifað hefir á þessari jörð,” svaraði Shirley hiklaust. “Glæpamaður,” hafði hann upp eftir henni. “Já, glæpamaður,” sagði Shirlev með á- herzlu. “Hann er persónugerfingur eigingirni og sjálfselsku. Hann elskar peningana, af því hann elskar ofurvaíld þeirra, og hann elskar valdið meira en meðbræður sína. ” Ryder hló, en þó heldur kuldalega. Það var ekki um að villast, að þessi stúlka hafði sínar eigin skoðanir á hlutunum og hún var ekki feimin að láta þær í ljós. “Er þetta ekki fremur sterklega til orða tekið?” spurði hann. “Ekki held eg það,” svaraði Shirley hik- laust. “En hvað gerir það annars til? Það er enginn slíkur maður til.” “Nei, auðvitað ekki,” sagði Ryder og þagn- aði svo aftur. • En þó hann segði ekkert, þá veitti hann gesti sínum nánar gætur, en hún virtist ekki veita því neina eftirtekt. Hún var bæði höfðing- leg og sakleysisleg, og þáð varð með engu móti séð á svip hennar, að hún hefði nokkum ímu- gust á honum. Það var engu að síður mögu- legt, og meira að segja líklegt, að hún hefði ein- mitt haft hann í huga, þegar hún ritaði bókina. Honum fanst að svo hlvti að vera, hvað sem hún kynni nú um þetta að segja. En þvf hafði hún ráðist svona óþyrmilega á hann? Hann hafði ímyndað sér, að hún hefði gert þetta til þess að hafa út úr honum peninga. Láta hann borga sér fyrir að halda þessu ekki áfram og segja ekki meira. En það þurfti ekki annað en líta á þessa göfugmannlegu stúlku til að sann- færast um, að þetta gat ekki átt sér nokkurn stað. Hún hafði svo sem ekki heldur óskað eftir sam- tali við hann. Það var hann sjálfur, sem hafði beðið hana að koma á sinn fund. Hitt var miklu líklegra, að hún væri ein af þeim, sem hefðu þær afvegaleiddu hugmyndir, að hægt væri að bæta kjör vinnulýðsins með því að vekja upp hjá honum óánægju og gremju gegn verkveitend- um helzt öllum þeim, sem auðugir væru. En með því móti gæti hún máske unnið miklu meira tjón, heldur en þó hann vrði að gefa henni pen- mga til að þegja. Hann vissi vel, að hann átti litlum vinsældum að fagna, en hann var eng- an veginn verri en aðrir stóriðjuhöldar. Sam- kepin var lífæð viðskiftanna. Hann hafði haft öðrum betur f þeim leik og orðið ríkari en allir hinir, en hann var enginn glæpamaður þar fyr- ir. En það var ekkert gaman, að verða fyrir öllum þessum árásum í blöðum og bókum, sem hann varð fyrir hvað eftir annað. Það gat svo sem vel verið, að fólkið færi alvarlega að taka mark a þessum skrifum, og þá var ekki gott að segja, hvað af þeim kynni að leiða. Hann tók bókina aftur og leit á hana. Stúlkan, sem hana hafði skrifað, var áreiðanlega eitt- hvað meira heldur en stúlkur vanalega gerast. Hún vissi meira og kunni betur að segja það sem hún vissi, heldur en nokkur annar kven- maður, sem hann hafði þekt. Og þegar hann nú horfði á hana, þar sem hún sat gagnvart honum hinu megin við borðið, þá var hann að hug.sa um það, hvemig hann gæti komið því svo fvrir, að hér eftir vrði hún vinur sinn, en ekki ómnur. Ef það hepnaðist ekki, þá mundi hun fara og skrifa fleiri bækur og ritgerðir af sama tagi, og það var ekkert líklegra, en að það gæti gert honum mikinn skaða. Alt mátti gera með peningunum; með þeim gat hann líklega fengið hana til að ganga í sína þjónustu og þannig komið í veg fvrir, að hún gerði meira ilt af sér í þessa átt, en orðið var. En hvemig gat hann fengið hana til að vinna fvrir sig? Alt í einn dtt honum ráð í hug. Amm saman hafði hann safnað efni í sögu Empire Trading félagsins. Hún gæti skrifað þá sögu. Það yrði í raun og veru hans eigin æfisaga. En væri hún nú fáanleg til að gera þetta? Shirley leiddist þessi langa þögn, svo hún rauf hana og sagði: “Ekki hafið þér beðið mig að koma hingað bara til þess að komast eftir hvað eg sjálf hugsaði um það, sem eg hefi skrifað?” “Nei,” sagði Ryder seinlega. “Eg vil að þér gerið dálítið verk fyrir mig.” Hann opnaði skúffu í skrifborðinu og tók úr henni stóran bunka af skjölum. Þar á með- al var eitthvað af sendibréfum. Shirley fékk töluverðan hjartslátt, þegar hún kom auga á bréfin. Skyldu bréf föður hennar nú einmitt vera þarna? Hún var að hugsa um, hvaða verk það væri, sem John Burkett Rvder hefði fjTÍr hana, og jafnframt, hvert hún ætti að gera það, hvað sem það væri. Það væri líklegast eitt- hvað, sem hann vildi láta hana semja upp úr einhverjum skrifum. En ef það væri vel borg- að, því þá ekki að gera það? Það væri ekkert niðrandi við það og hún væri honum þar fyrir ekkert skuldbundin. Þetta var einmitt sú at- vinna, sem hún var að sækjast eftir, að skrifa fyrir hvern sem bezt borgaði. Þar að auki gæfi þetta henni kannske tækifæri til að ná í bréfin, sem hún var að leita að. “Eg vil, að þér semjið æfisögu mína úr því "efni, sem hér er fyrir hendi,” sagði Ryder, “en fyrst langar mig til að vita, hvaðan þér hafið fengið upplýsingamar um manninn, sem hér segið frá,” og hann hélt á lofti sögunni, “The American Octopus.” “Að mestu leyti er þetta nú ímyndun mín og svo það, sem eg hefi lesið í blöðunum,” svar- aði Shirley. “Þér vitið, að það er mikið talað um auðmennina í Ameríku nú á dögum, og auð- vitað hefi eg lesið—” “ Já, eg skil það,” sagði Ryder, “en eg er að hugsa um það sem þér hafið ekki lesið—getið ekki hafa lesið, eins og t. d. það, sem hér segir,” og hann fletti nokkrum blöðum í bókinni og las svo up hátt: “Það var eitt til merkis nm hans miklu hégómagimi, að þegar hann var ung- lingur, lét hann rispa mynd af fallegri Indí- ánastúlku á handlegginn á sér.” Ryder hallaði sér fram á borðið og spurði alvarlega: “Hvernig vissuð þér, að eg hefi slíka mynd á handleggnum og hefi haft síðan eg var drengur?” “Nei, hafið þér það virkilega?” sagði Shir- ley og reyndi að hlægja. “Það var skrítin til- viljun.” “Svo er þetta hérna,” sagði Ryder, “um þennan sama, langa, dö'kkleita vindil, sem hann ávalt liafði milli tannanna—” “Grant hershöfðingi reykti líka,” tók Shir- ley fram í, “allir menn, sem hugsa mikið og fast um jayðneska hluti, virðast gera það.” “ Jæja, við skulum sleppa því. En hvað haf- ið þér að segja um þetta?” Hann fletti enn nokkmm blöðum og las: “.Tohn Broderick hafði, þegar hann var ungur, elskað stúl'ku, sem heima átti í Yermont, en kringumstæðurnar höfðu aðskilið þau.” Hann hætti að lesa, og leit á Shirley og sagði: “Eg elskaði stúlku, þegar eg var unglingur, og hún kom frá Ver- mont, og kringumstæðurnar, eða atvikin, að- skildu okkur. En svo látið þér John Broderick giftast ríkri stúlku. Eg giftist ríkri' stúlku.” “Það er algengt, að menn giftist fyrir pen- inga,” svaraði Shirley. “Eg sagði ekki, að eg hefði gifst fyrir pen- inga, heldur að stúlkan, sem eg giftist hefði átt peninga,” svaraði Ryder. Hann fletti enn þá nokkrum blöðum og sagði: “Hérna er nokkuð, sem eg get ekki skilið, því enginn hefði getað sagt yður það, nema eg sjálfur. Hlustið á j)etta: ‘ ‘ Þrátt fyrir alt sitt hugrekki og hetju- dóm, vTar John Broderick ákaflega hræddur við dauðann, og sá ótti þjáði hann stöðugt.”— “Hver sagði yður þetta?” spurði hann heldur hranalega. “Eg get svarið, að á þetta hefi eg ekki minst við nokkurn lifandi mann.” “Flestir auðugir menn kvíða dauðanum og óttast hann,” svaraði Shirley. “Það kemur til af því, að dauðinn er nokkurn veginn það eina, sem getur aðskilið þá og peningana þeirra.” Ryder hló, en það var auðheyrt að það var uppgerðarhlátur, sem ekki kom frá hjartanu. “Þér eruð ekki í vandræðum með svör,” sagði Ryder og liló aftur og Shirley hló líka. “Það er stundum átt við mig og stundum ekki,” hélt Ryder áfram. “Þessi Broderick er revndar býsna góður karl. Honum gengur ágætlega og hann er mikill maður. En eg get ekki sætt mig við það, hvernig fer fyrir honum að lokum.” “Það er í samræmi við líf hans,” svaraði Shirley. “En það er eitthmvað svo grimmúðlegt,” sagði Ryder. “Það er líka hver sá, sem snýr við hinu guðdómlega lögmáli, og hatar bróður sinn í staðinn fyrir að elska hann,” svaraði Shirley hiklaust. * Hún var nú orðin öruggari heldur en hún hafði verið f fyrstu, og hún var farin að hafa gaman af því, að skifta orðum við þennan auð- uga og volduga mann. Henni fanst að hún hefði fullkomlega haldið sínum hluta, enn sem komið var, og hún var orðin alveg ófeimin. “Þér eruð undarleg stúlka,” sagði Ryder, “en það veit hamingjan, að það er skemtilegt að tala við vður.” Hann tók stóran skjala- bunka, sem hann hafði lagt á borðið og rétti henni. “Hérna,” sagði hann. “Nú vil eg, að þér semjið úr þessu efni bók, sem er álfka gáfu- leg, eins og þessi bók, þar sem þér hafið látið ímyndunarafl vðar ráða.” Shirlev blaðaði í þessum skjölum dálitla stund. “Svo þær haldið, að líf vðar gefi gott eft- irdæmi?” spurði hún. “Haldið þér það ekki?” spurði Ryder. Stúlkan leit beint framan í hann. “Setjum svo,” sagði hún, “að við vildum öll fylgja því og við vildum öll verða auðugust og voldugust allra mann í heiminum?” “Já, hvað um það?” spurði hann. “Eg held, að það mundi eitthvað töluvert seinka fyrir bræðralags hugmyndinni. Haldið Jær það ekki?” “Eg hefi aldrei hugsað um þetta frá því sjónarmiði,” svaraði hinn auðugi maður. “Þér eruð annars áreiðanlega stórmerkileg- stúlka. Þér getið ekki verið eldri en tvítug eða svo ? ’ ’ “Eg er tuttugu og fjögra — eða þar um bil,” svaraði Shirley og brosti við. Ryder brosti góðlátlega. Hann dáðist að ikjarki þessarar stúlku og orðfimi. Hann reyndi að gera sig eins góðan ag vinsamlegan, eins og( hann mögulega gat. Hann sagði í biðjandi róm: “Verið þér nú góðar, og sogið mér, hvar þér fenguð allar þæssar upplýsingar. Gerið mig að trúnaðarmanni yðar.” “Eig hefi gert yður að trúnaðarmanni, ” svaraði hún hlæjandi og benti á bókina. “Það hefir kostað yður $1.50”. Svo leit hún á skjölin, sem hann hafði fenigið henni, og sagði : “Eg veit ekki hvað eg á að hugsa um þetta.” “Þér haldið ekki, að æfisaga mín mundi verða skemtileg aflestrar ? ’ ’ spurði hann nokkuð harkalega. “Það getur skeð,” svaraði hún seinlega, eins og hún kærði sig ekki um að segja af eða á um það, hvaða gildi slík bók muni hafa. “En ef eg á að segja yður rétt, eins og mér finst vera, þá sé eg ekki, að það hafi mikið gildi fyrir fólkið, þó sagt sé frá því, hvernig einn maður fer að því að græða marga tugi miljóna, nema því að eins ð það taki á einhvern hátt illan enda.” Ryder gaf þessu engan gaum. Það var eins og hann heyrði ekki þessi miður vinsamlegu ummæli. “Þér getið sett fyrir þetta verk það sem yður sýnist,” sagði hann. “Tvö, þrjú eða fimm þúsund dali. Þetta er bara fárra mánaða verk.” “Fimm þúsund dalir,” hafði Shirley upp eftir honum, “það eru miklir peningar,’ En hún bætti brosandi við: “Það er óneitanlega álitleg borgun, en eg er hrædd um að eg geti ekki fengið þann áhuga á efninu, að mér takist að gera þetta skemtilegt.” Það var auðséð, að Ryder kom það ókunnug- leg fyrir, að nokkur skyldi hika við að taka við fimm þúsund dölum, þegar hann átti kost á þeim. Hann vissi full vel, að það var ekki oft, að rithöfundar áttu kost á slíkr.i borgun. “Eg veit annars ekki, hvernig í ósköpunum stendur á því, að eg er svona áfjáður í að fá vður til að vinna þetta verk. Það er líklega vegna þess að þér viljið ekki gera það. Þér minnið mig á son minn. Eg hefi töluvert stríð með hann. ” “Já, einmitt það, er hann óstýrilátur?” spurði hún og reyndi að láta honum finnast, að þetta kæmi sér ekkert við. “Nei, eg vildi að hann væri það,” svaraði Rvder. “Hann hefir orðið skotinn í , einhverri stúlku, sem hann átti ekki að verða skotinn í, býst eg við,” sagði hún. “Eitthvað þess konar,” svaraði Rvder. — “Hvernig datt vður það í hug?” Shirlev átti dálítið bágt með að svara, og hún varð að taka á J)ví sem hún hafði til, til að hvlja tilfinningar sínar, en hepnaðist þó að að láta ekki á neinu bera og svaraði kæruleys- islega: “Þetta kemur fyrir svo marga drengi. Þar að auki get eg vel fmyndað mér, að þér yrðuð aklrei ánægður með tengdadóttur vðar, nema þér velduð hana sjálfur. ’ Þessu svaraði Rvder ekki. Hann hélt að ser höndum og starði á hana. Hver var þessi unga stúlka, sem þekti hann svona vel og gat lesið hugsanir hans, án þess að mistakast nokkurn tíma? Eftir nokkra þögn sagði hann: “Þér segið margt undarlegt.” “Sannleikurinn' ;er undarleguír, ” isvaraði Shirley, “eg býst ekki við, að þér heyrið hann oft.” ‘ ‘ Ekki eins og þér segið hann,‘ ’ svaraði Ryder. Shirley var að líta yfir nokkur bréf, sem Ryder hafði fenigið henni, og eftir litla stund sagði hún: “Þessi bréf frá Washington, um stjórnmál og fjármál, eru ekki mikils virði fyrir æfisögu yðar.” “Skrifari minn hefir tínt þetta saman, ” sagði Ryder. “Bókmenta.smekkur vðar segir yður, hvað sé nothæft og hvað ekki.” ‘‘Elskar sonur yðar enn stúlkuna? Eg meina þessa forboðnu?” spurði Shirley og hélt áfram að raða bréfunum. “Nei, nei, hann kærir sig ekki um hana lengur, ” svaraði Ryder og var fljótur til svars. “ Jú, hann gerir það,” svaraði Shirley. “Eg er viss um að hann gerir það.” “Hvernig vitið þér það?” spurði Rvder. “Eg veit það á því, hvernig þér neituðuð þessu,” svaraði Shirley. “Þér hafið enn rétt fvrir vður,” svaraði Rvdor og hann vissi varla hvort hann átti að láta sér líka betur eða ver, en með sjálfum sér dáðist hann að gáfum hennar og einurð. “Strák- flónið elskar hana enn. ” “Guð blessi hann,” hugsaði Shirley í hjarta sínu, en upphátt sagði hún : ‘ ‘ Eg vona, að þau fari bæði ^inna ferða, hvað sem þér segið. ” Ryder gat ekki að sér gert að hlæja, þö hon- um væri ekki eiginloga hlátur í hug. Þessa unga stúlka var meiri og aðdáanlegri en nokkur önnur kona, sem hann hafði nokkurn tíma i ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Llmlted O-ffice: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK •Þeir Islendingar, er í hyggju hafa aí5 flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af Islandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Hve mikill yrði skaðinn ef elds- voða bœri að höndum? EldábyrgS kostar aðeina lítið, en hún er trygging gegn miklu tjóni. Látið oss annast eldsábyrgð yðar. Peningar til láns gegn fasteignaveði I borginni eða útjaðra borgum með lægstu fáanlegum rentum. HOME SECURITIES LIMITED 468 MAIN STREET :: WINNIPEG. Phone: 23 377 LEO. JOHNSON, Secretary. ^i ......................... n ■ 111111 m 1111111111111111 ii 1111111111111111111111 | Samlagssölu aðferðin. | E Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- E 5 afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega S E lægri verður starfraekslukostnaðurinn. En vörugæðin = = hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = E vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni 5 = ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar = = vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E =j fyrgreind þrjú meginatriði trygð. E Manitoba Co-operative Dairies Ltd. | 846 Sherbrooke St. - ; Winniper,Manitoba | jriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiMiiiiiiimimiiiiimmiHiiiiiiiiiiiiiiMmiiiiiiiiiiiiii= kynst. “Þér eruð ólík öllum stúlkum, sem eg hefi nokkurn tíma kynst,” sagði hann. “En hvað liafið þér á móti stúlkunni?” spurði Shirley. “Eg hefi alt á móti henni. Eg vil ekki, að hún sé ein af minni fjölskyldu.” “Hefir hún nokkra sérstaka skapbresti eða ilt innræti?” Til þess að láta sem minst á þ-jú bera, hve miikinn áhuga hún hafði á samtalinu, eins og því var nú farið, þá lézt Shirley vera önnum kafin við skjölin, sem hún hafði handa á milli. “Ja, ekki eiginlega. Eða eg veit ekki til þess,” svaraði Ryder. “Og þó stúlkan sé vel innrætt, ])á er það ekki sönnun fyrir því, að liún sé æskileg tengdadóttir, eða finst yður það?” “Það mælir að minsta kosti með henni.” “Já —” hann liikaði, eins og hann vissi ekki hvað hann ætlaði að segja. “Þér skiljið- karlmenn vel; er það ekki?” spurði Shirley. “Eg hefi kynst nógu mörgum þeirra til að þekkja þá hýsna vel,” svaraði hann. “Því reynið þér ekki að kynnast kvenfólk- inu líka? Það mundi hjálpa yðnr til að skilja ýmislegt, sem nú er ekki vel ljóst fyrir yður. ” Rvder hló og það eðlilega í þetta sinn. Það var regluleg nýjunig fyrir hann, að nokkur skyldi taka sig fram um að segja honum til. “Eg er nú að reyna að kynnast yður,” sagði hann. “En mér finst eg komast lítið áleiðis. Stúlka eins og þér, sem skemtana ástríðan hefir ekki náð haldi á, hefir1 mikið tækifæri — ákaf- lega mikið tækifæri. Vitið þér það, að þér eruð fyrsta stúlkan, sem eig hefi fest fullkomið traust til? Egmeina við fyrstu kynni.” Hann horfði á hana og veitti henni nána eftirtekt, eins og hann var vanur að gera, þegar hann vildi lesa huga manna allan, og eftir litla stund hélt hann áfram: “Nú er eg að gefa ímyndun- araflinu lausan tauminn, sem eg igeri þó sjald- an. En eg get ekki að þessu gert. Mér geðj- ast svo framúrskarandi vel að yður; það veit hamingjan, að mér geðjast vel að yður. Eg ætla að kynna yður konunni minni og syni mín- um.” Hann tók símann á borðinu, eins og bann ætlaði að síma. “Þér hefðuð átt að verða hershöfðingi, yð- ur er svo vel lagið að skipa fýrir,” sagði Sbir- ley og^ það var snertur af aðdáun í röddinni. “Eg býst við þér segið æfinlega öllum fvrir hvað þeir eigi að gera og hvernig þeir eigi að gera það. Þér hafið þegið foringja hæfileik- ana í vöggugjöf. Eg hefi jafnan ímyndað mér, að Napoleon, Cæsar og Alexander muni hafa verið miklir húshændur á sínum heimilum. Nú er eg alveg viss um, að þeir hafi verið það.” Ryder hlustaði á það, sem hún var að segja og furðaði sig á því. Hann var ekki alveg viss um, hvort henni var alvara, eða hún var að hæðast að honum. Jæja,” sagði hann, “viljið þér ekki sýna mér þá góðvild að kynnast fjölskyldu minni?” Shirlev hrosti og hneigði höfuðið til sam- þykkis. “Mér er ánægja í að kvnnast fólki vð- ar,” sagði hún. )

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.