Lögberg - 31.05.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 31.05.1928, Blaðsíða 1
41. ARGANGUR | WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 31. MAl 1928 Helztu heims-íréttir Cauada Virkjun Sjö-systra fossanna er enn svo að segja á hvers manns vörum í Manitoba. Það er sjald- gæft, að nokkurt mál veki eins mikið umtal, áhuga og ágreining, eins og þetta mál hefir gert nú að undanförnu. Dagblöðunum í Win- nipeg verður ákaflega skrafdrjúgt um málið. Free Press mælir fast- lega með því, að Winniþeg Elec- tric félagið fái leyfi sambands- stjórnarinnar til að virkja þessa fossa, en Tribune mælir jafn- sterklega á móti. Mörg bæjarfé- lög, sveitafélög og önnur félög, ng einstakir menn, láta til sín taka og eru ýmist með Winnipeg Elec* tric eða móti. Þeir, sem með fé- laginu eru, standa þeim mun bet- úr að vígi í þessari baráttu, að félagið er til þess búið að ganga til Verks og virkja fossana, en tiinir hafa ekki annað að bjóða, en að láta virkjunina bíða fyrst um sinn, ár að minsta kosti, ef ske kynni, að Manitobafylki eða Win- 'nipebær vildu síðar taka að sér virkjun fossanna og starfrækslu ■ú kostnað almennings. f síðasta blaði var skýrt frá á- 'stæðum meirihluta sambandsþing- ínanna frá Manitoba fyrir því, að þeir vildu láta málið biða í eitt ár að minsta kosti. Afskifti þeirra af málinu vöktu töluverða óánægju í Winnipeg, og í vikunni sem leið sendi Viðskiftaráðið úBoard of Trade) nefnd manna til Ottawa til að krefjast þess að félagið fengi nú þegar leyfi til að virkja fossana. Hafði sú nefnd ýmsar ástæður fram að færa fyrir sínu máli og þá ástæðu fyrst og fremst, að ef ekki sé nú þegar hafist handa, þá verði ekki nægileg raf- -orka fyrir hendi í Winnipeg og annarsstaðar í Manitoba innan fárra ára. í öðru lagi hélt nefnd- in því fram, að ástæðulaust væri að óttast einokun af hálfu félags- ins, iþví hagsmunir almennings væru vel trygðir með lögum og samningum við félagið. Benti meðal annars á, að “Public Util- ity Commission” hefði fult vald til að ákveða vefðlag á raforku og gæti félagið því ekki selt hana fyrir hærra verð, en góðu hófi gegndi. Þar að auki héldi Win- nipeg Hydro áfram að vera keppi- nautur félagsins, eins og verið hefir. Bæði þessi nefnd og eins þingmennirnir frá Manitoba áttu tal um þetta við Hon. Charles Stewart, innanríkisráðherra, í síðustu viku, og var þar mikill meiningamunur. Ráðherrann sagð- ist enn ekki hafa lagt þetta mál fyrir ráðherrafund, en mundi gera það áður en langt liði, og úrskurð sinn mundi hann gefa eftir svo sem tvær vikur, eða um það lej’ti að sambandsþinginu verður slit- ið. Það er því enn óvíst, hvort Winnipeg Electric félagið fær leyfi til að virkja Sjö-systra foss- ana, eða málið verður látið bíða í eitt ár, svo Manitoba búum gefist kostur á að hugsa þetta mál og láta vilja sinn í ljós því viðvíkj- andi. * ■*• * Ýmsir af ráðherrunum í Ottawa ætla til Evrópu í sumar og dvelja þar um tíma og fjölskyldur þeirra. Hon. Peter Heenan er þegar far- inn til Geneva. Þeir Hon. W. R. Motherwell og Hon. J. L. Ralston, fara einnig til Evrópu fljótlega eftir að þinginu er slitið og sömu- leiðis Hon. Ernest Lapointe. Þeir Forke, Stewart og Dr. Eing verða þar á móti í Vestur-Canada með- an þeir taka sér sumarhvíld. * * * Á mánudaginn vor voru fleiri flugmenn og flugvélar í Winni- peg heldur en nokkurn tíma áður hefir átt sér stað. Einar ellefu flugvélar |ki>mu þá frá Banda- ríkjunum, Minneapolis og St. Paul, og lentu á flugvellinum í St. James, sem nú er kendur við Capt. F. J. Stevenson, flugmann frá Winnipeg, sem fórst í flugslysi við The Pas, ekki alls fyrir löngu. Var mikill niannfjöldi þarna sam- an kominn til að fagna flugmönn- unum og horfa á hve fljótt og fallega þeir geta flogið. Bandaríkin. Stjórnin hefir tilkynt hinni svo- nefndu Nanking stjórn í Kína, að ef orustur hefjist í grend við Tientsin og Peking, þá verði Bandaríkjamönnum á þeim stöð- um safnað saman og þeir varðir af Bandaríkjahermönnum. * * * Það þykir mikilli furðu gegna, að á laugardaginn var fanst mað- ur lifandi í kolanámunum við Mathers, Pa., þar sem gasspreng- ing varð nálega 200 mönnum að bana í vikuni sem leið. Hafði han verið þar í 147 klukkustund- ir og það eitt haft til matar, sem hann gat fundið í vösum félaga sinna, sem dauðir voru. Hann þurfti þvi ekki alveg að svelta, en það sem menn furða sig á, er að gasið skyldi ekki vinna á honum eins og öllum hinum, sem þarna voru. Þegar hann fanst, var hann orðinn nálega vitstola, en er þó haldið að hapn muni ná sér aft- ur. Maðurþessi heitir John Wade og er Negri. Bretland. Brezki stjórnmálamaðurinn As- quith, hefir verið miklu fátækari maður, heldur en alment var hald- ið. Dánarbú hans nemur að eins níu þúsund sterlings pundum, eða um $45,000. Það er sagt, að auðugir menn á Bretlandi hafi fyrir svo sem ári síðan gefið hon- um 10,000 pund og ákveðið honum 2,500 pund á ári meðan hann lifði til þess að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af peningasökum. * * * Nefnd manna frá verkamanna- flokknum á Englandi, undir for- ystu A. A. Purcell þingmanns, hef- ir verið að ferðast um Indland að undanförnu og kynna sér á- stand verkamanna þar. Lætur nefndin hið versta af því og vill láta ensku verkamanna samtökin hefjast handa og , koma þar á verkamanna-samtökum í líkingu við ensku verkamannafélögin. Hvaðanœfa. ítalski flugmaðurinn, Umberto Nobile, flaug í síðustu viku yfir norðurpólinn. Loftfar hans heit- ir Italia og er afar-stórt og vand- að. Loftfarið lagði af stað frá Kings Bay á Spitzbergen og náði það áfangastaðnum með heilu og höldnu. Þaðan sendi Nobile loft- skeyti til páfans í Rome, Victor Emmanuels ítalíukonungs og Mussolini. Eitt af I því, sem Nobile lét falla fyrir borð, þegar hann var yfir pólnum, var kassi mikill, er páfinn hafði ferigið hopum til að skilja þar eftir. Einnig ítölsk flögg og fleira. Var svo snúið við til Kings Bay, og þegar loftfarið var á leiðinni þangað, sendi það skeyti og sagð- ist hafa lent í stormi afar miklum og þoku. Síðan hefir ekkert frézij af “Italia” og þykir nú, á mánu- dag, mjög tvisýnt um þetta mikla loftfar og þá 17 menn, sem þar eru innan borðs. Er nú Vika lið- in síðan það fór frá Spitzbergen, og hafa verið gerðir út leiðangr- ar til að leita þess. • * • Þeir George H. Wilkins og Carl B. Nielson, sem nýlega flugu yf- ir norðurpólinn frá Point Barrow, Alaska, til Dead Man’s Island í grend við Spitzbergen, komu til Oslo og tók stjórnin þar á móti þeim sem sínum gestum og al- menningur tók þeim með miklum fagnaðarlátum. Lady Heath hefir lokið flugferð sinni frá Cape Town til London, sem er hér um bil 10,000 mílur. Hún flaug þessa leið á 165 klukku- stundum. Þar með er ekki talinn sá tími, sem hún stóð við á leið- inni. * * * Jarðskjálftar miklir voru í Peru 16. og 20. þ.m. Manntjón all- mikið og ákaflegt eignatjón. * * # Almennar kosningar, sem fram hafa farið á Þýzkalandi fyrir skömmu, sýna að jafnaðarmenn höfðu nú 1,200,000 fleiri atkvæði heldur en við síðustu kosningar fyrir nálega fjórum árum, og hafa nú tuttugu og eitt þingsæti fram yfir það, sem þeir höfðu á síðasta þingi. Norðmanna hátíðin. burtu úr borginni þennan dag. Nöfn þeirra, sem útskrifuðust af skólanum í þetta sinn, fylgja hér með: Úr 11. bekk: Ellen Arngrímsson, Ellen Arngrímsson, Carl Bardal, Ósk Bardal, Jón Bjarnason, Evelyn Dufault, Sigurður Eggertsson, Helga Gíslason, Harold Gíslason, Andrea Soffía Sigurjónsson, Laura Sturlaugsön, Konrad Polson. Úr 12. bekk: Marjorie Grey, Emilia Helgason, Stefán Johnson, Pétur Thorsteins- son, Halldór Bjarnason og Vigdís Sigurdson. Nöfn þau, er grafin voru á Bar- dals bikarinn: Arelius ísfeld úr 9. bekk, Roy Ruth úr 10. bekk, Har- old Gíslason og Harold Jóhanns- son úr 11. bekk, og Emily Helga- son úr 12. bekk. Taflkappi Canada Guðjón Kristjánsson. Getið hefir Verið áður hér í blað- inu, um hátíð þá hina veglegu, er frændur vorir Norðmenn ætla að halda hér í borginni dagana frá 5. til 10. júlí næstkomandi. Er áætlað, að um 25 þúsund manns sæki hátíðina, bæði úr Canada og Bandaríkjunum. Syngur þar einn- ig 1000 radda söngflokkur. Vér höfum nýlega átt tal við ýmsa af helztu mönnum undir- búningsnefndarinnar, svo sem þá Kummen ræðismann, L. J. Haug og Mr. Finsness, og létu þeir all- ir vel af því, hvernig undirbún- ingnum skilaði áfram. Verður frekar getið um hátið þessa í næstu blöðum og skemtiskrá aug- lýst. Viljum vér hvetja landa vora til að fjölmenna á hátíð þessa, sem bezt þeir mega, og sýna þar með frændum vorum, Norðmönnum, verðskuldaða við- urkenningu. JÓNS BJARNASONAR SKÓLI. Ársloka samkoma skólans fór fram í Fyrstu lút. kirkju á mið- vikudagskveldið, hinn 23. þ. m. Dr. Björn B. Jónsson flutti bæn. Skólastjóri, séra Rúnólfur Mar- teinsson, stýrði samkomunni og bauð gestina velkomna. Skemti- skráin var ágæt og samkoman í alla staði hin ánægjulegasta og allvel sótt. Mrs. J. Stefánsson söng þrjá einsöngva og Mr. H. Thorlaksson einn. Hljóðfærasveit sunnudagsskólans lék á hljóðfæri og samsöng sungu tvisvar Misses Bjarnason og Sigurjónsson, og Messrs. Bjarnason og Melsted. Miss S. Halldórsson flutti ræðu og sagði sögu Arinbjarnar bikars- ins og las nöfn allra þeirra, sem hafa nöfn sín á hann grafinn, og kallaði fram þá nemendur, sem í þetta sinn bættust við. Mr. Haraldur Jóhannsson flutti ræðu og talaði um Dr. Jón Bjarna- son, tilgang hans með skólanum og stefnu hans í mentamálum o. fl. Forseti kynti aðal ræðumann- inn, Dean J. W. Matheson, M.A. Gat hann í því sambandi um skyldleika lútersku kirkjunnar og ensku kirkjunnar. Drap einnig á gætan mentaferil ræðumannsins. Hann er útskrifaður af St. John’s College og hefir jafnan starfað við þann skóla. Hann sá og man eftir fyrsta hóp íslendinga, sem komu til Manitoba. Mr. Matheson flutti því næst ágæta rseðu. Benti á þörf og gagn kirkjuskólanna og talaði hvetj- andi og leiðbeinandi orð til ung- linganna, sem voru að útskrifast. Þau Dr. og Mrs. J. Stefánsson hafa verið burtu úr borginni und- anfarna mánuði, Dr. Stefánsson til hvíldar og hressingar.. Forseti bauð þau hjartanlega velkomin heim, en þau hafa eins og kunn- ugt eú jafnan verið ágætir vinir og styrktarmenn skólans. í samkomulok gat forseti þess, að ekki væri ástæða til að ör- vænta eða missa móðinn, þó ekki blési ávalt byrlega fyrir Jóns Bjarnasonar skóla, því þá sögu hefðu allir aðrir kirkjuskólar að segja, hvar sem væri. Forseti skólaráðsins, Mr. J. J. Bildfell, ætlaði að flytja ræðu á þessari samkomu, en gat það ekki vegna þess, að hann þurfti að vera HÁSKÓLAPRÓFIN 1928. Læknisfræði, fimta ár: Einar Hillman Eiríksson. Pétur B. Guttormsson. Guðmundur Paulson. Jóhann Marino Sigvaldason, B.Sc. Edward Johnson. Home Economics, fimta ár: Guðrún Thompson, 1B Búnaðarfræði, fimta ár: Björn Pétursson, 1B. T. R. Thorvaldson. Fyrsta ár: Hallur Bergsteinsson, 1B. Verkfræði, fjórða ár: T. B. Borgfjörð, II. F. Pétursson, 1B. Þriðja ár: Otto H. Bjarnason, II, (1) R. O. Paulson, 1B. Rafmagns verkr., þriðja ár: C. P. Hjaltalín, 1B. E. W. Oddleifsson, II (1). Verkfræði, annað ár: H. G. Hanson, II (2) s H. J. Pétursson, 1B. (y2). Verkfr. fyrsta ár: B. S. Bjarnason, (II). I. S. Gíslason, 1B. A. L. Oddleifsson, II (.y2). Lyfjafræði, fyrsta ár: Samuel Goodman, JI (2). Harold M. Johnson, 1A. Jóhannes Johnson, ÍA. Senior Div. in Arts and Science— Annað ár—Hon. Course: Harold T. N. Peterson, 12. Pass Course: * Margaret Goodman. Charles W. Johnson, 16. T. Victor Johnson, 16. Theodore Sigurdson, 16. Fyrsta ár: Ethel Bergman, 16. Sigurs Gillis, 16. Beatrice Gíslason, 10. Gytha Johnson, 16. Sigurður Sigurðsson, 16. Junior Div. Arts and Science — Annað ár: Hulda F. Blöndahl, 16. Guðmundur S. Christie, 8. John Hermanson, 11. Runa Loptson, 20. Kristinn Olafson, 20. Jóhann Stadfeld, 20. Sigmundur T. Thompson, 16. Junior Division, fyrsta ár: Kári H. Bjerring. Halldór S. Bjai;nason, 8. Franklin Gillies, 12. Margaretta Halldórson, 12. Christina V. Hallgrímson, 16. Sigurður I. Ingimundsson, 16. Olafur Johnson, 16. v Edward Magnusson, 20. Magnus T. Paulson, 16. Jón O. S. Sigurðsson, 12. Sicholarships: - Sen. Div., Fyrsta ár: Sigurjður Sigmundsson, $100. Electr. Eng., þriðja ár: Clifford Hjaltalín, $75» Til Vestur-Islendinga. Sem kunnúgt er, hefir starf Heimfararnefndar Þjóðræknisfé- lagsins orðið opinbert umræðu- efni. Ekki laust við, að sumt í þeim umræðum hafi gert henni örðugt um vik. Fram hjá því vill nefndin ganga í lengstu lög. Hún er þess minnug, að eigin húsi er hætt, er náungans vegguf brennur. Ljóst er henni og, að “enginn ger- ir svo löllum líki.” Hið mikla á- hugamál nefndarinnar er, að há- Árið 1926, vann herra Guðjón Kristjánsson sigursveiginn, sem skákkappi hinnar canadisku þjóð- ar, í bréfa-viðskiftatafli ((Corres- pondence Chess), og skaraði langt fram úr öllum þeim, er um heið- urinn keptu. Er Guðjón framúr- skarandi leikinn í þessari merki- legu list, og hefir %lla jafna lagt við hana mikla rækt. Er hann því vel að heiðri þeim kominn, er honum hefir fallið í skaut. Guðjón Kristjánsson er Aust- .firðingur að ætt, og fór til Ves't- urheims frá Papey. tíðin 1930 víðfrægi Island og ís- lendinga að verðugu, og að þátt- töku Vestur-íslendinga verði svo viturlega ráðstafað, að hún reyn- ist oss sjálfum og ættjörð vorri vegsauki. í því skyni æskir hún, að ganga fram hjá flokkaríg og deilum. í þá átt hefir hún viljað stefna. iSá ásetningur nefndar- innar er með öllu óbreyttur. Nefndin heitir að fara þannig með mál heimfararinnar, að allir réttsýnir menn megi vel við una. En margt er það í starfi og á- formum nefndarinnar, sem örðugt er að skýra almenningi frá í blaðagrein á þessu stigi málsins, án þess að í því felist lítilsvirð- ing gagnvart fjöldanum. Naumast hefðu góðir þegnar gert þá kröfu til fyrirliðanna á styrjaldarárunum, að frá öllum ráðagerðum og ráðstöfunum væri þegar hermt í blöðunum. En í þingtíðindum frá tveimur eða þremur síðustu Þjóðræknisþing- um, hefir almenningur átt þess kost, að kynnast heimferðarmál- inu eins og þá stóðu sakir. Einnig hefir margt hamlað því, að allir nefndarmenn hafi getað sótt fundi. Þannig gátu tveir nefndarmenn, er báðir njóta al- mennings hylli og báðir skipa embætti með hinní canadisku þjóð, ekki sótt síðustu fundi. Var því mættum nefndarmönnum þeim mun örðugra að binda enda á sum atriði, er fyrir fundinum lágu. Eru allir góðfúsir menn á það mintir. Hér skal því á það vikið, er einkum vakir fyrir nefndinni í sambandi við undirbúning heim- farar 1930: 1. Nefndin telur þessa þúsund ára hátíð alþingis á íslandi ein- stætt tækifæri til þess að umheim- urinn kynnist íslandi og íslend- ingum. Menningin íslenzka og á- gæta, er öllum þorra erlendra þjóða ókunn, ekki sízt hér vestan hafs. Sú skylda að auglýsa ís- land í því efni, hvílir efalaust á herðum vor Vestur-íslendinga. Og sú skylda er víðtæk og vandasöm. Um þingræði og lýðstjórnar fyr- irkomulag íslendinga, og önnur áhrif frá þjóð vorri á enska menn- ing, ætlast nefndin til að ritað v^-ði í ýms merk tímarit hérlend af þeim fræðimönnum, er nefndin fær bezta til þess starfa. 2. Að fá, ef unt er, aukna við- urkenning fyrir ísland og íslend- inga frá hérlendum þjóðum, t. d. myndastyttu af Leifi Eirikssyni frá Bandaríkjunum, og líkneski af Thomas H. Johnson frá Canada- þjóðinni, 3. Að stuðla að aukinni rækt- arsemi við þjóðararfinn íslenzka og einhug meðal allra fslendinga, NÚMER 22 1 Kirkjuþingið 1926. Hið fertugasta og fjórða ársþing Hins evangel- iska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi verður sett með opinberri guðsþjónustu og altaris- göngu kl. 11 f.h. miðvikudaginn þann 20. júní 1028, í kirkju Melanktonssafnaðar í Upham í Norður- Dakota. Er það í hinni svo kölluðu Mouse River bygð. Búist er við, að þingið standi yfir dagana 20.—24. júní og endi því með guðsþjónustum og há- tíðahaldi sunnudagsins. Eru söfnuðir kirkjufé- lagsins beðnir að minnast þess, að senda erindreka á þingið eftir því sem þeim er heimilað að lðgum. Embættismenn og fastanefndir eiga að leggja fram skýrslur sínar á fyrsta þingdegi, og eiga engar und- anþágur að vera frá þeirri reglu. Einnig eru allar fastanefndir beðnar að leggja fram ákveðnar tillög- ur í þeim málum, er þær hafa með höndum. Starfsskrá þingsins og annað þar ^ð lútandi, verður nánar auglýst síðar. Glenboro, Man., 15. apríl 1928. . K. K. Ólafson, forseti kirkjufélagsins. og í því skyni rita í íslenzk blöð og tímarit. 4. Það er alkunna, að heima- þjóðin hugsar með fögnuði til heimsóknar Vestur-íslendinga í sambandi við hátíðina. Því frem- ur telur nefndin. það metnaðar- mál, að þessi heimför Vestur-ís- lendinga verði vegleg og fjöl- menn. Nefndin skoðar það höfuð- atriði, að alt T sambandi við þá för reynist gildur og góður vitn- isburður, hjá hérlendum þjóðum, um kosti og kjörgripi ættlands- ins og heimaþjóðarinnar. - 5. Sömuleiðis telur nefndin æskilegt, að viðeigandi minnis- merkjum um ísland, Islendipga og hátíðina verði komið upp, bæði í Ottawa og Washington, D. C. 6. Nefndin er fullviss um brýna þörf á samtökum og sam- vinnu meðal Vestur-íslendinga alment um hentug farbréfakaup og ýmislegt annað, er beinlínis snertir ferðalagið 1930. Fyrir henni vakir sem eitt augna- mið heimferðarinnar, að sem flestir eigi þess kost, að sjá ætt- jörð sína og þjóð á þessari miklu hátíð hennar. Hún vill á þan’n hátt styðja að því, að íslenzkur æskulýður hér vestra, geti með eigin augum séð sðgulandið og þjóðina. Hún vill gera för þessa sem aðgengilegasta og ánægjuleg- asta hinum eldri börnum íslands hér vestra, er um hálfrar aldar skbíð dreymt hefir um að sjá aft- ur Fjallkonuna áður en þau leggja upp í langferðina síðustu og miklu. 7. Eins og gefur að skilja, er nefndin ófús til að selja þegar af hendi slikan undirbúning í hend- ur einhverju flutningsfélagi, er einvörðungu myndi hugsa um verzlunar hlið fararinnar, en ó- hjákvæmilega ganga fram hjá eða vanrækja hina menningarlegu og þjóðlegu hlið fyrirtækisins, er nefndin að sjálfsögðu telur aðal- atriði. 8. Engum getur dulist, að slíkt starf, auk fjölmargs, er hlýtur að koma í ljós, þegar tekið er til starfs fyrir alvöru, verður ekki unnið án verulegra útgjalda. 9. Til ,að framkvæma það, er fyrir nefndinni vakti, sá hún þann veg einn færan, að léita opinbers fjárstyrks hjá stjórnarvöldum Manitoba og Saskatchewan fylkja, “til starfsemi sinnar“, eins og blað stjórnarinnar á fslandi, “Tíminn”, kemst réttilega að orði, en alls eigi sem styrk til farbréfa- kaupa fyrir nokkurn einstakling, er heim kann að fara 1930. Nefndin lítur svo á, að hér sé því ofaukið, að færa ástæður og geta um fordæmi fyrir slíkri styrkbeiðni. — Benda mætti þó á það, að Norð- menn biðja um $30,000 styrk, til að halda þjóðræknisþing sitt i Winnipeg, í byrjun júlímánaðar næstkomandi. Hvergi er þess enn getið, að með því sé þjóðernis- heiðri þeirra misboðið. 10. Samkvæmt . því framan- skráða, hafa fylkin Manitoba og Saskatchewan lofað nefndinni til undirbúnings heimförinni, upp- hæð er nemur alls sex þúsund dollurum frá báðum fylkjunum. Stjórnin í Saskatchewan hefir sent gjaldkera nefndarinnar $1,000, sem eru í hans vörzlum. Hér ber að geta þess, að er þ’ngmaðurinn íslenzki í Saskatch®- wan-þinginu, bar fram tíðindin um hátíðahaldið á íslandi 1930 og tilmæli nefndarinnar, keptu stjórn- málaleiðtogar fylkisins hver við annán um að víðfrægja menning íslands og íslendinga, og kom öll- um flokkum, — og að því er vér bezt vitum, — öllum þingheimi saman um, að hér væri einungis um verðskuldaða viðurkenning að ræða, til barna þess þjóðfélags, er lagt hefði grundvöll brezks þjóð- ræðis. Sú styrkveiting var því opinber og einhuga sæmdarvottur gagn- vart oss Iselndingum, en alls eigi auðmýking. 11. Loks ítrekar nefndin, sem áherzlu atriði, að framkvæmd framanskráðra hugsjóna og ein- ing allra íslendinga um þetta starf, er hennar aðal áhugamál, en alls eigi fjármálin, eða það, hvernig nauðsynlegs útgjaldaeyr- is er aflað, þótt það hafi, því miður, orðið ágreiningsefni. Að þessu athuguðu sér nefndin ekki fært, eins og málið stendur, að hafna þeim styrk, er Manitoba og Saskatchewan fylkin hafa lof- að, og um leið fórna öllum fram- kvæmdum, er fyrir nefndinni vaka. Nefndin getur því að erns hafnað þessari fjárveitingu, að Vestur- íslendingar leggi sjálfir fram fé til að annast nauðsynleg útgjöld nefndarinnar, er nemi þeirri upp- hæð, sem að ofan er nefnd. Þyrfti slík samskot að vera komiij inn um 1. nóvember næstkomandi, eða að öðrum kosti nægileg trygg- ing fengin fyrir svipaðri upp- hæð. « 12. Að síðustu leyfir nefndin sér að brýna fyrir öllum hugs- andi íslendingum, að láta ekkert kapp gera þetta að nýrri Berg- þórshvolsbrennu, er vinnur sam- búð manna og öllu íslenzku fé- lagslífi hér vestra óbætanlegt tjón. Jón J. Bildfell, Jónas A. Sigurðsson. Rögnv. Pétursson. G. S. Grímsson. G. B. Björnson. A. P. Jóhannsson. Árni Eggertsson. Jakob Kristjánsson. * * * Aths.—Yfir símann bað einn af heimfararnefndarmönnunum oss að stryka út úr handritinu þenna setningar-hluta: “Nefndin getur' því aðeins hafnað þeirri fjárveit- ingu, ef Vestur-lslendingar” o. s. frv., en bæta þar inn í í staðinn: “En þar var samþykt í einu hljóði, að fénu skyldi ekki varið til und- irbúnings heimfararinnar, ef V.- ísl.” o. s. frv.— Þrír nefndarmenn, er vér áttum tal við, kváðu breyt- ingu þessa rétta, en með því að vér gátum ekki náð í séra Jónas A. Sigurðsson, er ofanskráða grein reit, sáum vér oss ekki fært að breyta handritinu án hans vit- undar. — Ritstj.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.