Lögberg - 31.05.1928, Blaðsíða 2
IsöGnSRG, FIMTUDAGINN 91. MAÍ 1928.
Bls. 2
Sérstök deild í blaðinu
SÓLSKIN
BARNABÆN A VORDEGI.
(Eftir enskri fyrirmynd.)
jiooci»o<0'«i-r><»ii>»i,M>ii'h'hoo»oi'n<~i 'ii'iimi Vi 'innrm -
hafði skóna sína hangandi á þvengjunum um háls-
inn á sér.
___i;+i;
i-i rvr»rraf ínTl (T H ?) A.TV1 líOXTT“
dæmisögur.
Þú hefir vitjað landsins og vökvað það,------
með regnskúrum hefir þú mýkt það, blessað gróð-
ur þess.—Sálm. 65: 10, 11.
Kæri Guð, sem gætir frækornanna og blóm-
anna, fuglanna, trjánna og dýra merkurinar, það
gleður mig að minníst þess, að þú hefir einnig skap-
að mig og gætir min. Eins og þú skrýðir kvistina
vorblómum og vakir yfir hreiðrum söngfuglanna í
greinunum, eins vilt þú hjálpa börnum þínum áð
verða hugsunarsamari og betri moð hverri líðandi
stund. Gef að eg í dag megi verða öllum til gleði,
sem sjá mig, og að rödd mín megi eiga eitthvað af
fagnaðarhreim söngfuglsins. Gef að eg megi þann-
ig starfa með þér að því að gera jörðina likari fögr-
um garði á vordegi, þar sem alt er fagurt og allir
sælir. í Jesú nafni.i—Amen. K.K.Ój—,fSam.”
DOXOLOGY.
L^g: Praise God from whom all blessings flow.
Ó, lofið gæzku-gjafarann,
Guð föður, son og huggarann;
Hann lofi’ og prísi’ öll Iífsins hjörð,
Hann lofi’ og prísi himinn og jörð.
-f-“Sam.” F. R. Johnson þýddi.
VÖGGUVISUR.
Sefur þú og sefur,
sælan mín;
lokuð eru litlu
litlu augun þín.
Brotsir þú í blundi
blítt og rótit;
úti bæði ’ og inni
alt er kyrt og hljótt.
Dreymir þig og dreymir
dýrð og frið;
hika ég og horfi
hvílu þína við.
Góður guð á hæðum
gæti þín,
annist þig um eilífð,
eina vonin mín.
Sig. Júl. Jóhannesson.
tunnan og POLLURINN.
Pabbi hans Munda litla hafði komið heim með
stora tunnu, sem hann ætlaði að brjóta úr báða
botnana og hafa fyrir eldhússtromp.
Hann hafði skilið tunnuna eftir á hlaðinu rétt
fyrir framan bæjardyrnar; svo fór hann inn að borða
og að því búnu út I fjós að mjólka.
Á meðan hann var úti í fjósinu, fór Mundi litli
að leika sér að því að velta tunnunni til og frá.
Hann var ósköp lítill, en tunnan var stór og nokkuð
þung; en samt gat hann velt henni dálítið með því
að spyrna í hana af alefli. Og hann var sterkur,
eftir stærð og aldri, hann Mundi litli; þið megið
trúa því. En hann hafði ekkert munað eftir því,
að hann var nýkominn í spáný, ljósleit sumarföt,
ósköp falleg; og hann var allur uppáklæddur og
fínn, því hann ætlaði að fara að heimsækja hana
Rannveigu frænku sína á Grænubrekku.
Alt í einu datt honum í hug að velta Junnunni
niður hólbrekkuna, sem brinn var bygður á, og
niður í poll, sem þar var. Og hann spyrnti í af öll-
um kröftum, og loksins húrraði tunnan niður brekk-
una og Mundi horfði á eftir henni.
“Bampt! bamp!” sagði í vatninu, þegar tunnan
hlassaðist ofan á það, og Mundi skellihló.
En þá mundi hann eftir því alt í einu, að hann
var í nýju fötunum sínum, og þegar hann leit á
buxurnar sínar, þá sá hann, að þær voru alveg eins
og forarstykki á hnjánum. Og Mundi fór að skla.
Nú kom pabbi hans heim og spurði hvað gengi
að honum “E-é-ég — ve-velti — tu-tu-tu-tu-tunn-
unni on í po-po-pollinn,” svaraði Mundi með ekka.
°-°g bu-buxurnar — mi-minar eru orðnar sva-
sva-srvartar!”
Sig'. Júl. Jóhannesson.
SÖNN SAGA.
Tólfta júlí 1918 (fyrir tíu árum) vildi það til í
St. Anne, sem er örskamt frá Winnipeg, að drengur
fór út með mömmu sinni til þess að tína ber.
Hann viltist út í skóg og móðir hans gat hvergi
fundið hann. Hundrað manns voru sendir út til
þess að leita að honum, en fundu hann ekki. Pilt-
unnn var tíu (10) ára gamall og hét Julian St.
Mars.
Loksins var lðgreglumaður frá Winnipeg, sem
James Bain heitir, sendur til þess að leita, og hafði
hann með sér sporhund, sem var kallaður “Pat”.
Sporhundur er það, sem rekur spor og getur fundið
menn á þann hátt. Hundurinn hljóp lengi og þefaði.
Eftir langan tíma fann hann bæli, búið til úr kvist-
um og skógarlimi. Pat fann sporin eða þefaði þau
uppi og hélt hann þá áfram allan daginn og langt
fram á næstu nótt.
Um miðnætti fann hann drenginn; hafði hann
þá verið að villast í skóginum, frá því á fimtudag
0g þangað til á þriðjudagskvöld.
Auminga Julian litli var allur afskræmdur af
flugnabiti; hann hafði lifað á berjum og vatni
þessa fimm (5) daga, svo þið getið nærri hvort hann
hefir ekki verið orðinn svangur. Hann sagðist hafa
tekið af sér skóna sína fyrsta kveldið; en um morg-
uninn voru fæturnir á honum orðnir svo bólgnir af
þreytu og flugubiti, að hann kom ekki á sig skónum
aftur. Eftir það varð hann að ganga berfttæur, og
inn, og þið getið því nærri hversu feginn hann varð,
þegar hundurinn kom til hans vingjarnlegur, sleikti
á honum hendina, dinglaði rófunni, ýlfraði og fór
svo af stað, en leit alt af aftur öðru hvoru, til þess
að vera viss um, að Julian fylgdi sér.
Svona héldu þeir áfram. Pat fór á undan og leit
alt af aftur öðru hvoru, og Julian á eftir.
Þegar Julian varð þreyttur eða svo sárfættur,
að hann varð að hvíla sig, þá lagðist Pat hjá hon-
um og beið. Svo lagði hann af stað aftur, þegar
Julian stóð upp í hvert skifti.
Það er alveg áreiðanlegt, að Pat og Julian hafa
alt af verið góðir vinir eftir þetta. Læknarnir
sögðu, að ef drengnum hefði ekki verið bjargað
þennan sama dag, þá hefði hann líklega dáið af
blóðeitri frá flugnabitinu.
Ekki veit eg hvort Julian er lifandi enn þá, en
Pat er að likindum dauðu.r
Sig. Júl. Jóhannesson.
SKRÍTIN DÝR.
I.
Úti í garðinum er einkennilegt dýr, sem getur
gert ýmislegt, sem okkur mönnunum er ómögulegt
að gera. Það getur búið til þráð, og lagt sjálft til
efnið í hann. Þessi þráður er svo sterkur, að dýrið
getur gengið eftir honum í lausu lofti, en samt er
hann svo fínn, að hann þyrfti að vera undraðfald-
ur til þess að verða eins gildur og eitt mannshár.
Þetta dýr hefir ferna fætur; líkaminn er í tveimur
deildur og augun eru átta. Það er því ekki að furða
þó dýrið sjái vel.
Hvaða dýr er þetta? (IX-2772).
II.
í skógunum í Afríku er dýr, sem hefir alla vega
breyzt til þess að geta hagað sér eftir kringumstæð-
unum.
Því þótti gott að éta laufblöðin af háum trjám,
%
og þess vegna teygði það úr hálsinum á sér svo
mikið, að ekkert annað dýr hefir eins langan háls.
Þyrnar og broddar stungust í varirnar á því,
þegar það var að bíta gras, og þess vegna herti það
á sér varirnar til þess að þær skyldu ekki verða
eins viðkvæmar.
Til þess að verjast því að ryk og sandur færi
upp í nasirnar á þessu dýri, lærði það að loka þeim
vel og þétt.
Til þess að geta hlaupið og flúð önnur dýr, sem
vildu ráðast á það, og þurfa ekki að lenda í áflogum
við þau, lengdi það á sér fótleggina og getur það
hlaupið fljótar en hin dýrin.
Þetta dýr er venjulega meinlaust og gæft, en
það getur reiðst illa, ef á það er leitað. Það er stór-
flekkótt á lit. Á hverjum fæti hefir það tvær tær
og sterkar klaufir, sem það getur notað til þess að
berjast með og verja sig.
Af því þetta dýr er svo hátt, á það erfitt með
að drekka, og það verður að glenna sundur fæturna,
rétt eins og glentir eru sundur fætur á myndavél,
þegar það drekkur. En til allrar hamingju þyrstir
þetta dýr mjög sjaldan. —
Hvaða dýr er þetta? (IX—2772.)
III. v
Væri það ekki skrítið, að geta flogið með hönd-
unum? Við gerum það stundum í draumi. En til
er lítið og skrítið dýr, sem í raun og veru flýgur
með höndunum. Það hefir nokkurs konar fitjar til
þess að geta flogið.
Fyrst klifrar dýrið upp í trjágreinar og hangir
þar á krókum, sem það hefir á þumalfingrinum.
Þannig hvílir það sig, þegar það er þreytt, og
þannig liggur það í dvala á veturna. Þetta dýr vill
helzt flögra um í rökkirnu. Það hefir lítil augu og
stór eyru og næma tilfinningu og veit því þegar
einhver hætta verður á vegi þess. Þetta dýr er
fjarska fljótt í hreifingum. Það er að miklu gagni
hér í landi, því það étur skaðleg skorkvikindi. Það
er eina spendýrið, sem getur flogið eins og fugl.
Hvaða dýr er þetta? (IX-2772).
Sig. Júl. Jóhannesson.
HALTI DRENGURINN.
Hann sézt staulast á hækjum eftir götunni í
litla þorpinu. Hann heitir Halldór — alt af kallað-
ur halti Dóri. En þó hann væri haltur, þá var
hann alt af glaður og kátur. Hann hló og lék sér
með hinum börnunum, alveg eins og ekkert væri að
honum.
En ef þið viljið fá að vita hvernig hann Dóri
litli meiddi sig, þá er sagan svona:
Anna systir hans var rúmlega ársgömul; hún
var nýfarin að ganga. Einu sinni var hún að leika
sér við köttinn, rétt hjá stigagatinu uppi á lofti.
Alt í einu datt Anna litla, og hefði Dóri ekki
verið hjá henni, þá hefði hún dottið niður stigann og
dáið. En Dóri hljóp til og náði í hana, þegar hún
var að detta. En um leið og hann tók haldi á kjóln-
um hennar, skreikaði honum fótur og hann hraut
fram af skörinni og festi fæturna á milli stigarim-
anna. *
Þar hékk hann, en hélt í kjólinn hennar önnu
litlu, þangað til pabbi þeirra kom og tók hana.
Dóri litli hljóðaði ekki, en hann gretti sig í
framan og beit á jaxlinn. Hann gat ekki losað sig
úr stiganum; en þegar pabbi hans tók hann, var hann
fótbrotinn á báðum fótunum.
“Aumingja Dóri!” sagði pabbi hans: “Ósköp
hefirðu meitt þig!” — “Það gerir ekkert til,” svar-
aði hann, “fyrst eg gat bjargað henni önnu systur.
Ef eg hefði slept henni, þá hefði hún dáið.”
Sig. Júl. Jóhannesson.
(Stgr. Thorst. þýddi.)
Hesturinn, refurinn og úlfurinn.
Refur nokkur ungur, en fullslóttugur eftir aldri,
kom í grösugan haga, þar sem hestur einn var á
beit. “Tarna er ljómandi falleg skepna,” segir hann
við sjálfan sig, ,‘hvað skyldi hún heita Það þætti
mér gaman að vita?” Hljóp hann þá til úlfs nokk-
urs, sem var þar á næstu grösum. “Heyrðu, kunn-
ingi!” mælti hann, “komdu með mér, því nú get eg
sýnt þér það fallegasta dýr, sem hugsast getur,
stórt og tígulegt, rennilegt og kvikt á fæti.” 1
“Það kalla eg fréttir,” svaraði úlfurinn, “en heyðru,
refur féalgi! eitt er þó eftir að vita, og það er,
hvort þetta dýr ekki er sterkara en við.” — “Það er
ekki hægt að vita,” segir refurinn, “en þó held eg
það varla; komdu bara; það tjáir ekki að sjá sig úr
færi, þegar svona prýðilega virðist bera í veiði.” —
Fóru þeir nú saman og komu í hagann til hestsins.
Ekki var honum mikið gefið um komu þeirra, og
mundi hann fegnastur hafa hlaupið burt, en það
þótti honum ódrengilegt og ásetti hann sér, ef til
kæmi, að verjast svo vel sem kostur væri. — “Náð-
ugi herra!” mælti refurinn, “við erum yðar auð-
mjúkir þjónar og hrifnir af yðar frábæra fríðleik,
og því væri okkur sönn gleði, ef þér vilduð segja
okkur yðar heiðraða nafn.” Hesturinn sá út úr
þeim hrekkvísina og svaraði kuldalega: “Góðir
herrar! það er alt of mikil sæmd, sem þið auðsýnið
mér, en ef ykkur langar til að vita nafn mitt, þá get-
ið þið lesið það sjálfir, því sá sem skóaði mig,
skrifaði það undir hófinn á öðrum afturfæti mín-
um.” — “Æ,” sagði refurinn, “þó skömm sé frá að
segja, þá er eg ekki læs; foreldrar mínir eru bláfá-
tækir og höfðu ekki efni á að láta mig ganga í
skóla, en hann þarna, sem hjá mér stendur, er af
ríkum kominn og hefir fengið góða uppfræðslu og
ekki verið til sparað að menta hann sem bezt.” —
Úlfurinn var hégómagjarn og gekst fyrir hólinu;
læddist hann því aftan að hestinum til að lesa nafn-
ið, en í því hesturinn tók upp fótinn, laust hann
hófnum svo hart í höfuð úlfinum, að hann skall
endilangur til jarðar, en hesturinn hneggjaði upp
af fögnuði og hljóp burt eins og sending. Þá sagði
refurinn við úlfinn: “Eg sárkenni í brjósti um þig,
úlfur félagi! en gleymdu ekki heilræðinu, sem hest-
urinn prentaði framan á krúnuna á þér. Það á að
kenna þér að vera ekki eins fáfengilegur og auð-
trúa í annað skifti.”
Kisa og svínið.
Kisa sat uppi á garðstaur í sólskininu og var
að tensa sig og snyrta með framlöppunum eins og
henni er títt. Rétt hjá var forárvilpa og svín eitt
rýtandi að velta sér í henni. Þegar svínið stóð upp
úr vilpunni, horfði það stundarkorn á kisu og á-
varpaði hana rýtandi þessum orðum: “En að þú
skulir eyða tíma þínum svona til ónýtis í allar þess-
ar kembingar og hégóma. snyrtni! Þá er nokkuð
notalegra að leggjast niður í svala saurleðjuna, og
eftir því er það holt fyrir líkamann. Komdu bara
hingað og reyndu það; þú munt fljótt finna, hvað
það er þægilegra.” Kisa brosti í kampinn og svar-
aði: “Það getur verið að svíni líki saurinn og leðj-
an fullvel, en því leyfist þá ekki heldur að vera í
stofu húsbóndans eða í fangi barna hans.”
f lyngmónum kúrir hér lóan mín,
hún liggur á eggjunum sínum.
— Nú fjölgar þeim, fuglunum mínum.
Hve brjóstið er hreint og hver fjöður fín
og fegurð í vaxtarlínum!
Það fara’ ekki sögur af fólkinu því,
en fegurð þó eykur það landinu í,
í landinu litla mínu.
í hrjóstruga, litla landinu þínu’ og jnínu.
Ólöf Sigurðardóttir.
BÓKARGALDUR.
Segðu einhverjum að taka bók, og opna hana
hvar sem honum sýnist. Segðu honum að velja
orð einhvers staðar í fyrstu níu (9) línunum á ein-
hverri blaðsínu, en ekki aftar en níunda (9) orðið
í línunni. Segðu honum svo að taka eftir blaðsíðu-
tölunni og margfalda hana með tíu (10); við það,
sem út kemur, á hann að leggja tuttugu og fimm
(25) og töluna á línunni, sem orðið er í. Það sem
þá kemur út, á hann að margfalda með tíu (10), og
við útkomuna á hann að leggja tölu orðsins í lín-
unni. Síðan á hann að fá þér bókina; þú hugsar þig
um stundar korn ósköp spekingslegur; opnar síðan
bókina og lest orðið, sem maðurinn valdi sér. (Hann
skrifar töluna á blað).
Til þess að gera þetta, þarftu ekki annað en
draga tvö hundruð og fimtíu (250) frá tölunni, sem
skrifuð var á blaðið. Síðasti stafur tölunnar sýnir
hvar orðið var í línunni; næst seinasti stafurinn
sýnir línutöluna og hinir stafirnir sýna blaðsíðutöl-
una.
Setjum nú svo, að sá, sem valdi, hafi kosið
fimta (5) orðið í níundu (9) línunni á áttugustu og
fjórðu (84.) blaðsíðu, þá verða tðlurnar eins og hér
er sýnt: Margfalda 84 með 10, sem gerir 840; legg
saman 840, 25, 9, sem gerir 874; margfalda 874 með
10, sem gerir 8,740; legg saman 8,740 með 5, sem
gerir 8,745; og drag síðan 250 frá 7,745, og eftir verð-
ur 8,495.
Þegar þetta er leyst í sundur, eins og sagt var,
þá verður það: 8495; áttatíu og fjórir (84) tákna
blaðsíðuna; níu (9) tákna línuna og mimm (5) tákna
í orðið í línunni. Það er fimta (5.) orðið í níundu
, (9) línu á áttugustu og fjórðu (84!) blaðsíðunni.
Sig. Júl. Jóh. þýddi.
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medlcal Arta Bldg.
Oor. Graham og Kennedy 9t».
PHONE: 21 884
Office tlmar: 2—3
Phone: 27 122
Wlnnipetr, Manitoba.
COLCLEUGH & CO.
Vér leggjum sérstaka Ahenlu á atS
aelja meCul eftir forakrlftum Uekna.
Hln beztu lyf, sem hægt er aB fá, eru
notuC eingöngu. Pegar þér komlC
meC forskriftina til vor, megiC þér
vera vlss um, aC f4 rétt þaC eam
laeknirinn tekur til.
Nótre Dame and Sherbrooke
Phones: 87 669 — 87 66«
Vér seljum Giftlngaleyfisbréf
DR. A. BLONDAL
Medicsal Arta Bldg.
Btundar sérstaklega Kvenna og
Barna sjökdóma.
Br aC hltta frá kl. 10-12 f. h.
og 3—6 s. h.
OZfloe Phone: 28 2*6
Helmlll: 80'i Vlctor 8t.
Slml: 28 18«
Dr. Kr. J. Austmann,
Wynyard, Sask.
DR. J. OLSON
Tannlæknlr
216-220 Medlcat Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Bta.
Phone: 21 834
Heimilis Tais.: 38 62«
DR. G. J. SNÆDAL
TannLi'knlr
614 Somerset Block
Cor. Portage Ave og Donald 8t.
Talsimi: 28 889
Dr. S. J. Jóhannesson
stundar almennar
lœkningar
532 Sherburn St. Tals. 30 877
G. W. MAGNUSSON
Nuddlæknir.
609 Maryland Street
(jÞriðja hús norðan við Sarg.)
Prone: 88 072
Viðtalstími: kl. 10—11 f. h.
og kl. 3—5 e. h.
THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísL lögfrsoClngar. Skrifst<xfa: Room 811 McArtbur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 Phonee: 26 849 og 26 840
LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N Islemzkir iögfræölngar. 356 Miain St. Tals.: 24 968 peir hafa einnig skrlfatofur aC Lundar, Riverton, Gimli og Pin*T og eru þar aC hitta á eftirfylgj- andi timum: Lundar: Fyrsta miövikudag, Riverton: Fyrsta flmtudag, Gimli: Fyreta miCvikudag, Piney: PriCJa föstudag i hverjum mánuCl
J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21 033. Heima 29 014
JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768
G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lðgfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371
Residence Office Phone 24 206 Phone 24 107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg.
A. C. JOUNSON »07 Confenleratlon Llfe BU* WINNIPEG Annast um fasteignir nmnna. Tek- ur aC sér aö ávaxta aparifé fólks. Selur eldsábyrgö og bifnedöa ábyrgC- ir. Skrifiegum fyrirspurnum svaraö samstundis. Skrifstofueimi: 24 263 Hedmaslml: 33 328
J. J. SWANSON & CO. LIMITED R e n t a 1 b Insurance RealEstate Mortgagei 600 PARIS BLDG., WINNPEG. Phones: 26 349—26 340
Emil Johnson
SERVICE ELECTRIO
Rafmagns Contracting — AlWhvnt
rajmagnsdhöld. seld og viö pau gcrt
__ Eg sel Moffat og CcClarv eldu-
vélar og hefi Þwr til sýnia A verk-
stœOi minu.
524 SARGENT AVE.
(gamla Johneon's byggingin vl6
Toung Street, Winnipeg)
Verkat.: 31 507 Heima:27 286
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke 8t.
Selur llkkistur og annast um út-
farlr. Allur útbúnaCur eá be«BL
Ennfremur selur hann ellakrnnar
minnisvarCia og legateina.
SkriCstofu tiális. 86 607
Helmllla Tala.: M 868
Dr. C. H. VR0MAN
Tannlæknir
606 Boyd Building Phone 24 171
Dr. C. MUNSON, L. D. S.
Dentist
66 Stobart Bldg.
290 Portage Ave. Winnipeg
Phone 25 258
Fer til Gimli og Riverton. —
Veitið því eftirtekt í bæjar-
fréttunum.
WINNIPEG.
SIMPS0N TRANSFER
Verzla meC egg-á-dag hænsnafúCur.
Annast einnig um allar tegundlr
flutnlnga.
647 Sargent Ave. Simi 27 240
FowlerQptical
CO.
294 CARLTON ST.
NEXT TO FREE PRESS
ANDERSON, GREENE & CQ., LTD.
námasérfræCingar
MeOlimir i Winnipeg Stock Ex-
change. Öll viOskifti afgreidí fljött
og vel.
Llndsay Bldg. 226 Notre Dame Wpg.
Löggilt af stjóm Manitoha-fyikis.
Slmi: 22 164. FinniO oss I sam-
bandl viC námuviCskifti yCar
Holmes Bros. Transfer Co.
Baggage and Furniture Moving
Phone 30 449
668 Alverstone StM Winnipeg
ViSakiftiLlendinga óskað.
Giftinga- og JarBarfara-
Blóm
nieð Iltlum fyrlrvara
BIRCH Blómsali
503 Portage Ave. Tals.: 30 720
St. John: 2, Ring I