Lögberg - 31.05.1928, Blaðsíða 8

Lögberg - 31.05.1928, Blaðsíða 8
BJs. 8. LöGBERG, FIMTUDAGINN 31. MAÍ 1928. Flest fyrstu verðlaun í bökunar samkepni í Canada unnin með RobinHood FIjOUR ABYGGILEG PENINGA TRYGG ING í HVERJUM POKA Úr bænum. Herra Jón Jónatansson hefir nú opriað rakarastofu að 726 Sar- get Ave., milli Toronto og Bever- ley stræta. Býður hann íslend- ingum upp á fyrsta flokks verk, og æskir viðskifta þeirra. Messuboö—Mozart kl. 11 f.h.— Hólar kl. 3 e.h. Offur fyrir heið- ingjatrúboðið. Elfros (á ensku) kl. 7.30, e.h. næsta sunnud. All- ir boðnir og velkomnir. C.J.O. Jóns Sigurðssonar félagið held- ur fund að heimili Mrs. H. David son, 518 Sherbrooke St., mánudag- inn þann 4. júní að kveldi. Árið- andi, að félagskonur mæti stund- víslega. Á sunnudaginn var, 27. maí, dó hér í borginni Mrs. Kristjana Gutt- ormsson, 86 ára að aldri. S. J. Farmer, M.L.A., ætlar að tala um Seven Sisters fossana á sunnudaginn næsta kl. 11 að morgni í Agnes St. Labor Hall. Allir velkomnir. Þrjátíu og þrjú börn voru fermd við morgunguðsþjónustu í Fyrstu lútersku kirkju á eunnudaginn var. Við kveldguðsþjónustuna fór fram altarisganga, sem fjöldi fólks tók þátt L Prestur safnað- arins skýrði frá, að rétt nýlega hafi rúmlega fimtíu manns geng- ið í söfnuðinn og las hann upp nöfn þeirra. Fjöldi fólk sótti kirkjuna bæði að morgni og að kveldi. Mr. Edward B. Pitblado lögmað- ur og Miss Esther Jónsson voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lút. kirkju á miðvikudaginn hinn 23. þ.m. Faðir brúðarinnar, dr. Björn B. Jónsson, gifti. Ungu hjónin hafa síðan verið í skemti- ferð suður í Bandaríkjum. Dómsmálaráðherra Saskatche- wan fylkis, aðvarar hér í blaðinu alla hlutaðeigendur um, að van- rækja ekki að gæta þess að merkja þau ílát, sem Wood Alcohol er geymt í eða selt í, með miða, sem á er letrað orðið “Poison”. Fólk í iSaskatchewan fylki ætti að lesa þessa aðvörun vandlega. Tvær deildir af kvenfélagi Fyrsta lút. safnaðar hafa Home Cooking Sale á laugardaginn 2. júní, bæði síðdegis og að kveld- inu, í búðinni á horninu á Sargent Ave. og McGee St. (beint á móti Good Templara húsinu). Ágætt tækifæri til að fá sér eftirmið- dagskaffi . Málfundafélagið heldur sinn sein- ast fund á vorinu- á sunnudaginn kemur, að Labor Hall, Agnes St. Er íþetta gleðimót fyrir alla með- limi og þá ýmsa gesti, sem boðnir eru. — Verður þar fjörug skemti- skrá til að moða úr og kaffi á eftir. — Vér vopum að félagsmenn sæki- vel þetta samkvæmi. Nefndin. Björn J. Lindal, til heimilis að 514 Beverléy St., hér í borginni, andaðist á miðvikudagsmorgun- inn, eftir langa legu, rúmlega sex- tugur að aldri. Hann dó í Miséri- cordia spítalanum, þar sem hann hafði verið síðustu þrjár vikurn- ar. Fjárhagsár kirkjufélagsins end- ar 10. júní, samkvæmt aukalög- um félagsins. Það er því áríðandi, að allir peningar, sem ætlast er til að komi í þessa árs reikning- um, séu til undirritaðs féhirðis félagsins komnir þann dag, eða fyr. Þetta eru allir hlutaðeigend- ur vinsamlega beðnir að athuga. Finnur Johnson. 668 McDermot Ave., Winnipeg. Mr. B. Thorvardarson frá Akra, N. D., kom til borgarinnar á laug- ardaginn og fór norður til Ár- borgar. Hann fór heim á þriðju- daginn. Ágætt herbergi, með húsgögn- um, fæst til leigð nú þegar, að 618 Agnes St., með afar sann- gjörnum kjörum. Eihkar ihent- ugt fyrir einhleypan mann. Sími: 88 737. Þann 21. maí gifti séra Sigurð- ur Olafsson á heimili sínu á Gimli þau Egil Bessason frá Winnipeg Beach og Miss Svanlaugu Johnson frá Husavick P.O. — Framtíðar- heimili þeirra verður á landi brúð- gumans í Grend við Winnipeg Beach, nálægt æskuheimili hans. Mr. Sigurður Jónsson frá Bantry, N. D., kom til borgarinn- ar á mánudaginn og gerir ráð fyr- ir að dvelja hér nokkra daga. Silfurbrúðkaup áttu þau Th. Johnston fiðluleikari og frú han», síðastliðinn laugardag. Var þess hátíðlega minst á heimili þeirra, að viðstöddu fjölmenni. Verður mannfagnaðar þessa nánar getið síðar. Frá íslandi komu á þriðjudag- inn, með Th. Thordarsyni á Gimli, Sigurgeir Sigurgeirsson frá Reykjavik hálfbróðir Friðriks Bjarnasonar hér í borginni, og ungfrú Clara Pétursson, einnig £rá Reykjavík. The Scandinavian Bell Ringers & rV V hmwth'wmik g*at >Q<—-T>Q< - seu vr>< / 1 >f><——vr>< ‘‘The Scandinavian Bell Ringers’’ heimsfrægir hljóðfærameistarar, efna til hljómleika í Fyrstu Lút. Kirkiu á Victor St. 0 Föátudagskvöldið 8. Júní n. k. Aðgöngumiðar kosta 75c. Skemtun þessari lík hefir aldrei áður heyrst hér í borg. i y Söngkonan ágæta Mrs. S. K. Hall aðstoðar við þessa 0 samkomu og syngur meðalannars nokkur íslenzk þjóðlög n_____ -->ocrr—->n< - >r><->o<->n<-w->< ■ w-><-->n<----vo<-,o<-v GEYSIR BAKARÍIÐ 724 Sargent Ave. Talsími 37 476 Heildsöluverð nú á tvíbökum til allra, sem taka 20 pund eða meira 20c. pundið, á hagldabrauði 16c. pundið. Búðin opin til kl. 10 e.m. LAND TIL SÖLU. Ágætt heyskaparland, sex og hálfa milu frá járnbrautarstöð og skóla, við Manitobavatn, rétt við hina frægu veiðistöð, Sandy Bay, fæst til kaups nú þegar, með á- gætum kjörum. Landið er sérlega vel fallið til kvikfjárræktar. — Upplýsingar veitir, B. P. ISFELD, Gimli, Man. TIL SÖLU Chevrolet Superior Touring Car, sama sem nýtt að öllu leyti, og sömuleiðis “garage”. Verð $600. Sími: 88 737. '■ J. Stefánsson, 618 Agnes St. HENTUGUR ELDIVIÐUR TIL SUMARSINS Smá afgangar af efnivið, $3.00 ækið. Bök af cordviðarlengdum, $3.00 fyrir hálft cord. Ef sagað í stólengdir $4.00. Thorkelsson Box Manufacturers Limited. 1331 Spruce St., Winnipeg. Skrifst. sími 22 191. Heim. 27 224 Hingað til bæjarins komu síð- astliðið mánudagskveld frá Lund- únum, hr. Björgvin tónfræðingur Guðmundsson, A.R.C.M., ásamt konu sinni og dóttur. Býður Lög- berg þau velkomin heim. írr íslandsför sinni kom á þriðjudaginn, hr. Thordur Thord- arson, kaupmaður frá Gimli. o OC'J Þau Mr. og Mrs. Jón Finnsson, frá Mozart, Sask., lögðu af stað í skemtiför heim til íslands ásamt syni sínum, síðastliðinn þriðjudag. í för með þeim var Mrs. Fr. A. Friðriksson frá Wynyard, Sask. fslendingadagsnefndin er nú í óða önn að búa undir 2. ágúst, sem haldinn verður hátíðlegur í River Park, eins og að undan- förnu. Gengur starf nefndarinn- ar vel, og má því vafalaust búast við ánægjulegum Iþjóðminningar- degi. Forseti dagsins er J. J. Samson, ritari S. Björnsson, en féhirðir Hjálmar Gíslason. Úr nefndinni gekk sökum forfalla Rögnv. Pétursson yngri, en í stað hans var ráðinn Grettir Jóhanns- son, er jafnframt því tók að sér formensku íþróttanefndarinnar. Samkoma verður haldin á mánu- dagskveldið í næstu viku í kirkju Frelsissafnaðar . í Argylebygð. Þar skemta meðal annara Mrs. Olson og séra Ragnar E. Kvaran frá Winnipeg JOHANNES PATURSSON segir frá atvinnulífi Færeyinga, Foringi sjálfstæðismanna í Fær- eyjum, kom hingað með “Lyra” síðast, sem kunnugt er. Hefir Mbl. hitt hann að máli og spurt hann almæltra tíðinda úr Fær- eyjum. Hann tekur það skýrt fram í upphafi, að hann sé hingað kom- inn í skemtiferð til þess að hitta hér ættingja ng vini. Og þegar hann er spurður um stjórnmála- baráttu Færeyinga og hinn nýaf- staðna kosningasigur sjálfstæðis manna, verst hann eiginlega allra frétta. — En hvað sem sambandsmál- inu líður, segir Joannes kóngs- bóndi, þá má segja það, að næsta verkefni okkar Færeyinga er það, að vinna að efnalegu sjálfstæði voru. Nú er það svo, 'að við stöndum allmjög höllum fæti, höfum að mestu leyti gömul fiskiskip, lítt ræktað land, og fá hafnarvirki og vita. Skattaálögur eru ekki þungar. Aðaltollur er á tóbaki og víni. — Tekjuskattur lágur, vitagjðld, stimpilgjöld engin. — Fjárráð Lögþingsins því mjög af skornum skamti, og kyrstaða mjög ríkjandi á sviði atvinnuveganna. — Land- ið mjög lítið ræktað, búnaðarskóli enginn, tilraunastöð ófullkomin o. s. frv. Talað er um útgerðarbanka til þess að koma skriði á framfarir í útveginum. —ÆtlifJ þið þá að hætta við skúturnar og taka togara í stað- inn? __ Nei, það er ekki áform okk- ar. Við ætlum að fá nýjar og stærri skútur^— 100 til 130 tonn með mótor, og halda áfram sömu veiðiaðferðum. Þá er ræktunin. Flestallir kvongaðir menn í Fær- eyjum hafa einhverja grasnyt, og er áhugi manna mikill í ræktunar- málefnum. Nú hefir Lðgþingið afgreitt.log sem er með líku sniði og ýarð- ræktarlögin hér, en sumpart snið- in eftir norsku fyrirmyndinni. Þau lög eru afgreidd til Dan- merkur, en ekkert um það hefir enn heyrst, hvort þau eigi að koma til framkvæmda á næstunni. Styrkurinn, sem ætlaður er til ræktunarinnar, er að visu nokkuð hár, þar sem jörð er grýtt og erf- ið til ræktunar. En þess ber að geta, að til mikils er að vinna, því aukin grasnyt er okkur nauðsyn- leg. — Hvað er um veiðarnar við Grænland? — Sjómenn okkar eru ánægðir yfir þeim. 15—20 skútur fóru til Grænlands í fyrra, og býst eg við að fleiri fari þangað i usmar. Nú er veiðiferðum hagað þanrrtg, að fyrst er lagt hingað til íslands í marzbyrjun, og komið úr þeirri ferð í maí. Lagt upp til Græn- lands í júní og komið aftur i ágústlok. , J>að gengur vitanlega all-langur tími í ferðirnar fram og aftur. En þegar komið er þangað, er veiði næg — og hæg. Þar er fisk- urinn dreginn á 30—40 faðma dýpi. Þykir fiskimönnum það mikill munur á móts við að draga þorsk á um 100 faðma dýpi hér við Austurland. Til þess að geta hagnýtt sér veiðina við Grænland betur en nú, þyrftum við að hafa flutn- ingaskip í förum, sem tæki við fiskinum frá skútunum þar, jafn- óður og veiðist. ,— Hafið þið ekki flutt ísfisk frá Færeyjum til Englands í vet- ur? — Við höfum leigt norskt skip til þess, en það hefir ekki tekist sem bezt. Skipið óhentugt. Fisk- urinn hefir stundum skemst.. — Betur hefir farnast, er við höfum sent filk með togaranum Royn- din. Og það er eitt af framtíðar- málum vorum, að fiskimenn vorir geti selt fiskinn jafnóðum og veið- ist til þeirra, sem senda hann fyrstan á enska markaðinn. Talið berst að öðrum efnum.— Ætlar Patursson að nota tækifær- ið nú og hafa tal af Einari Jóns- syni myndhöggvara, um “fær- eysku hendina”, sem allir kann- ast við. Þá mynd gerði Einar fyrir 20 árum, og átti hún að verða minn- ismerki Nolseyjar-Páls, og var talað um að reisa það framan við Lögþingishúsið í Þórshöfirif Fjár- söfnun var hafin í Færeyjum. En þetta strandaði alt í miðju kafi, og hefir legið kyrt lengi. Er nú í ráði að byrja á nýjap leik og koma varðanum upp. Að lokum barst talið að fær- •eyska dansinum. Þar hefir Jó- annes Patursson frá mörgu að segja. Hann hefir séð þessi fyrstu spor sem hér hafa verið stigin til að endurreisa vilrivakana. RO S 17 Theatre*-^ Fimtud. Föstud. Laug.d Mikil tvöföld S'ming A MAN’s PAST leikið af CONRAD VEIDT og FRED THOMPSON með undrahest sinn SILVER KING í leiknum “ARIZONA NIGHTS” úr sögunni eftir Stewart Edward White Mánud. Þriðjud. Miðv.d. THE GAY RETREAT leikið af TED MoNAMARA og SAMMY COHEN er saman léku í “What Price Glory” Hlátur,. Áhrif. Undrun. THE WONDERLAND THEATSE Fimtud. Föstud. Laugard. bessa viku, 61ÍN GQfPEL Lupino Lane í SWORD POINTS Trail of the Tiger, 6. þáttur FELIX THE CAT Sérstakt gaman laugardags eftirmiðd<7g I UNGMENNIFERMD af séra Sigurði Ólafssyni á Gimli, á hvítasunnudag: Stúlkur: Sigrún Anna Jóhannsson. Elínborg Guðfinna Stefánsson. Elín Ágúst ólson. Aðalheiður Magnea Hólm. Freyja Eleonor ólafsson. Fjóla Jóhanna Sólmundsson. Guðbjörg Ruby Thorsteinsson. Guðrún Arnbjörg Johnson. Guðrún Una Johnson. Bára Árnason. Snjólaug Josephson. Drengir: Einar Jón Einarsson. Lawrence Jón Stefán Stevens. Kristján Árnason. Thordur Johnson. Norman Elíasson. Nikulás Westman. Einar Thorkell Jónasson. Mánud. Þriðjud. Miðv.d. ., 5. og 6. júní AHERO FOR g&5?.. A NIGHT" UNlVMl * AL P'CTL'Rf Comedy. Snookuns Asleep Hodge Podge Bráðum kemur THE MAN WITHOUT A FACE WONDERLAND. “Gun Gospel” heitir kvikmynd- in, sem sýnd verður á Wonder- land síðustu þrjá#dagana af þess- ari viku. Þar leikur Ken Mayn- ard aðal hlutverkið. Hann leikur þar prest og sumt af því verður nokkuð skrítilegt, því prestur er DINOVIflN- flMERICflN Stór og Hraðskreið Gufuskip frá New York tt •* j ^7—7— til ÍSLANDS: Hellig Olav...; ... 23. júní Oscar II...... 30 júnl Frederik VIII....7. júlí United States ...... 21. 'iúlí Hellig Olav......... 28. júlí Oscar II......... 4 ácrúst Frederik VIII ..... 11. ágúst • TOURIST” 3. farrými fæst nu yfir alt árið á “Hellig Olav’.„“United States” og “Os- car II. asamt 1. og 3. fl. farr. Mikill afsláttur á “Tourist” og 3. fl. farrými, ekki sízt ef far- bréf eru keypt til og frá í senn. Fyrsta flokks þægindi, skemti- legar stofur, kurteys umgengni. Myndasýningar á öllum farrým- um. — Farbréf seld frá íslandi til allra bæja í Canada. Snúið yður til næsta umb.m. eða Scahdinavian-American Line 461 Main St., Wpeg. 1416 Stanléy St., Montreál 1321 Fourth Ave, Seattle, Wash, hann ekki, en honum ferst þetta afburða vel og leikurinn er afar- skemtilegur og Ken Maynard hepnast þar afar vel að sýna sina miklu list sem leikari. Á m^nudag, þríðjudag og mið- vikudag í næstu viku verður sýnd þar kvikmyndin “A Hero for a Night”, þar sem Glen Tryon og Patsy Ruth Miller leika aðal hlut- verkin. Þessi mynd þykir ein með allra skemtilegustu kvikmyndum, og öllum verður glatt í sinni, sem hana sjá. ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið scm þsssl borg heflr nokkurn tima haft lnnan rébanda slnna. Fyrlrtaks m&ltliSlr, skyr,, pönnu- kökut* ruilupydsa og þJÖCrasknls- kaffl. — Utanbæjarmenn f& aé kvalt fyrst hressingu á WEVEL CAFE, 6H2 Sargent A»t 31mi: B-3197. Rooney Stevens, elgand,. Ætlið þér að BYGGJAT Komið inn til vor og sjáið upp- drætti vora af nýtizku húsum og látið oss svara yðar mörgu spurningum. Ráðleggingar vor- ar ættu -að verða yður til gagns, þvl vér höfum margra ára reynslu 1 að höndla efni-við og alls konar bygginga-efni. Látið oss gefa yður áætlanir um það sem þér þurfið. 179 NOTRB DAME EAST Sími'. 27 391 Sérstök Ferð til Reykjavíkur S.S. “CALGARIC” (16,000 smálestir) fer frá Montreal 21. júní. Ekkert lestarpláss, aðeins káetur. Verð $125.00. Hringið upp eða skrifið— WHITE STAR LINE 224 PORTAGE AVE., WINNIPEG. Finnið næsta umboðsmann vorn að máli. |pE5E5ESE5HSH5E5H5?.ScL5E5E512£ESESE5E5E5E5E5ESESE5E5E52SE5E5E5E5ES^5 ‘ / ' a A Strong, Reliable Business School MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTFNDED THE SUCCESS BUSINESS COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909 \ It will pay you again and again to train in Win- nipeg where employment Is at its best and where you can attend the Success Business College whose graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you öan step right from school into a good position as soon as your course is finished. The Success Business College, Winnipeg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. BUSINESS COLLEGE, Limited 385 V2 Portage Ave. — Winnipeg, Man. H5H5H5H5H5H5H5H5H5H5H5H5H5E5E5?5H5H5H5E5H5H5H5H5E5H5H5H5H5H5H5H5H5 Engin þörf aS ganga þess á mis að hafa 1S og KÆLISKÁP þar sem hvorttveggja er nú hægt að fá með þægilegum borgunar- skilmálum. Símið og spyrjið verðlag. n1 ARCTIC ICEsFUEL CCXLTU . 439 PORTACE Opposrt* HudsonS PHOHE . . 42321 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. • 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg Póstpantanir. Vér önnumst nákvæmlegra pantanir með pöstl, hvert sem eru meðul, patent meðul, togleður vörur, áhöld fyrir sjúkra herbergi eða annað, með sama verði og I borginni. Kynni vor við Islendinga er trygg- Ing fyrir sanngjörnum viðskiftum. THE SARGENT PHARMACY, LTD. Sargent & Toronto - Wlnnipeg Slmi 23 465 Úrvals Canadiskar varphæn- ur. Þúsundum ungað út viku- lega af reyndum, stjórnarvið- urkendum tegundum. Eggja- hanar . frá 313—317 skrásettir í útungunarvélum vorum. 100 per cent. ábyrgst að hafi útung- unaregg. Incubators og Brood- ers. Komið eða skrifið eftir gefins verðskrá, til Alex Taylor’s Hatchery 362 Furby St. Wpg. Sími 33 352 CARL THORLAKSSON úrsmiður Ákveðið metverð sent til yðar samdægurs. Sendið úr yðar til aðgerða. — Hrein viðskifti Góð afgreiðsla. THOMAS JEWELRY CO. 666 Sargent Ave. Winnipeg Talsími 34 152 ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú fer að líða að vorflutning- um og er þá tryggast og bezt að leita til undirritaðs. JAKOB F. BJARNASON 662 Victor St. Sími 27 292 A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 407 Victor St. Phone 34 505 Baby Chicks Stort, hreinlegt og gott pláss fyrir hænuunga. Frá 56 beztu teg- undum í Man-itoba komu 51,000 egg í raf-útungunarvélum vorum. Hænuungar tilbúnir að sendast burtu strax. Ábyrgst, að 100% komi lifandi. Hvít og brún Leghorns,. Mottled Anconas: 25 50 100 $4.50 $8.50 $16.00 Barred Rocks, Single or Rose Comb, R. I. Reds, White Wyan- dottes, Black Minorcas, Buff Orp- ingtons: v 25 50 100 • $5.00 $9.50 $18.00 iPantið samkvæmt þessari aug- lýsingu, eða skrifið eftir verð- lista. Hambly Electric Hatchery. 601 Logan Ave., Winnipeg, Man. Tals. 80 623. Heimili: 88 026 C. J0HNS0N 675 Sargent Ave. Umboðsm. fyrir Hecla Furnace Allar viðgerðir gerðar. Áætlanir gerðar yður að kostnaðarlausu. \ Rlémadeildin Nafnkunna Allar tegundir fegurstu blóma við hvaða tœkifœri sem er, Pantanir afgreiddar tafarb.ust Islenzka töluð í deildinni. Hringja má upp á sunnudög- um B6151. ftobinson’s Dept. Store.Winnioeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.