Lögberg - 31.05.1928, Blaðsíða 7

Lögberg - 31.05.1928, Blaðsíða 7
LÖGiBKRC, FIMTUDAjGINN 31. MAl 1928. T. Björn Pétnrsson og söguritun. (Framh. frá 3. bls.) B. P. sér ekki við það. Mörg fleiri hefði mátt tilfæra. T. d. eru ell- efu línur um Hallgrím Gíslason, sem vafalaust var einn af merk- ustu landnemum Gíarðarbygðar- innar og alveg einstakur maður vegna hæfileika og mannkosta. Svo mætti nefna menn eins og Pálma Hjálmarsson, Gunnar Krist- jánsson, Jón Jónsson frá Mæri og fl. Um Pálma er ekki eitt orð, er lýsi honum á nokkurn hátt, og var hann þó eflaust einn af gáf- uðustu og beztu landnámsmönn- um. Gunnar Kriatjánsson mun naumast hafa átt sinn líka í hjálp- semi, drenglyndi og öðrum mann- kostum, og hefði verið auðvelt að fá sannar sögur af honum í bygð- inni. Enginn ræður af þeim sjö línum, sem hans er minst með í bókinni, að hann hafi að nokkru leyti skarað fram úr. Jón frá Mæri var óvenjulega fróður og ábyggilegur maður, sem lengi mun hafa haldið dagbók, sem eflaust hefði verið mikið á að græða fyr- ir sögu bygðarinnar. Hann híýt- ur tæpa hálfa bls. Þannig mætti lengi telja. Staðfestir þetta það, sem annars er full-augljóst, að hér er ekki um neitt ábyggilegt mat á mönnum að ræða. Benti eg á, að sumt af þessu safni hefði mikla sögulega þýðingu, en það auðvitað réttlætir ekki, að ekkert jafnvægi er í frásögunni. Meðan ósvarað er öllum athugasemdum mínum í þessu efni, sé eg ekki á- stæðu til að árétta þetta frekar. Ekki gefur hr. B. P. neina úr- lausn á því hversvegna þess ekki var getið í formála bókarinnar, að i hana vanti stórt safn, sem þar átti að vera. Bókin kemur til al- mennings, sem full-'okið verk. En útyfir tekur er hr. B. P. fer að út- skýra villur þessa kafla. Á 'bls. 334 sitendur “tengdafólk” fyrir “syst- kina.” Það segir hr. B. P. sé annað- hvort prentvilla eða orð hafi fallið úr í prófarkalestri. Hvaða orð? Á bls. 389 telur hann þrjú orð hafa fallið úr er geri Guðfinnu tengda- móður mina að systur mágs mins. Eg vil vinsamlega benda á að þessi skýring pessar ekki, nema orðin hafi verið tvö sem féllu úr en ekki þrjú. Það þarf nákvæmni, jafnvel til að réttlæta villur. Þá kynnist maður hér því fyrirbrigði er nefnist “skrif- villa,” og á það að hylja fjölda synda. En aðal vörnin er að af öll- um þeim upplýsingum, sem þessi kafli veiti, séu aðeins rúmar þrjá- tíu villur, því fleiri hafi eg ekki bent á. Það hefir farið framhjá hr. B. P. að eg segist hætta að telja fram villur að annari ástæðu en þeirri að tilefnið sé þrotið. Mér er kunnugt um fjölda margar villur í viðbót, og veit um heil söfn þeirrar tegundar, sem glöggir menn hafa ritað upp. Nær er mér að halda að hr. B. P. sé kunnugt um eitthvað af þessu. En mér fanst það, sem eg taldi fram, vera dæmi upp á það, sem verður fyrir manni á hverri bls. í stórum parti þessa kafla. Auð- velt var að komast að því rétta í sambandi við öll þau atriði, er eg leiðrétti. Engum ætti því að finn- ast það ósanngjarnt að gera það að mælikvarða hvernig farið er með það, sem auðvelt var að grafast fyrir. Það mundi fremur vera höf. í vil. Til hvers verið er að kasta ryki í augu almennings í sambandi við það, sem öllum kunnugum er augljóst, að alt er hér loðið af vill- um, er mér óskiljanlegt. Það kem- ur hvort sem er í ljós í áframhaldi sögunnar, ef þar á alt að leiðrétta, sem ekki er rétt farið með í þessu fyrsta hefti. Nokkur dæmi upp á frekari vill- ur skal nefna: Bjarni Dggsson er frá Skerð- ingstöðum en ekki Skirðingstöðum. Gisli Jónsson frá Saurum i Dala- sýslu, flutti ekki þaðan til Ame- ríku, heldur úr Skagafirði. Fór frá Saurum suður í Miðdali í Dala- sýslu, þaðan norður i Skagafjörð. Eíkki er það heldur rétt að hann og kona hans Kristín hafi átt að- NUGA-TONE GERÐI TAUGAR HANS OG VÖÐVA STERKARI. Mr. S. P. Anderson, Geneva, Pa„ telur það skyldu sína, að láta alla vita, hvernig hann öðlaðist aftur heilsu sína. Hann segir: “Mér varð Nuga-Tone að miklu liði. Það styrkti allan líkama minn og gerði mig hraustari. Hvað taugarnar snertir, á það ekki sinn líka.” — Vitnisburðir þessu líkir hafa bor- ist frá þúsundum manna og kvenna, sem reynt hafa Nuga- Tone, og þeir sanna ótvíræðlega, hve ágætt heilsulyf það er. Ef þú ert að missa mátt og að- al líffæri eru að bila, eða þú hefir litla matarlyst, slæma meltingu, gas í maganum, nýrun eru veik eða lifrin, hefir höfuðverk, svima og gigtarverki, ert að megrast, átt bágt með að sofa 0g annað því um líkt, þá reyndu Nuga-Tone í nokkra daga, og þú finnur fljót- lega að þér fer að líðá miklu bet- ur. Nuga-Tone fæst hjá öllum, sem selja meðul. Ef svo vill til. að viðskiftamaður þinn hefir það ekki, þá láttu hann panta það fyr- ir frá heildsöluhúsinu. eins einn son, Guðbrand. Heyrt hefi eg tilgreind þessi systkini: Guðmund, Jón og Pálínu. Geta hafa verið fleiri. Margrét Benediktsdóttir, kona Tómasar Tómassonar Hörgdal, var ekki úr Hörðudal í Dalasýslu, held- ur Laxárdal í Dalasýslu. Jónas D^níelsson er talinn frá Borgum á Skógarstfönd í Dala- sýslu, á að vera Snæfellsnessýslu. Á bls. 234 er nefndur Fagridalur í Barðastrandasýslu. Mun eiga að vera i Dalasýslu. Á bls. 149 á að vera Lágafell ytra í Hnapadalssýslu í staðinn fyrir Ytra-Lagarfell í Snæfellsnes- sýslu. Á bls. 328 er Hallgrímur Guð- mundsson talinn ættaður úr Suður- Múlasýslu. Á bls. 326 er hann tal- inn frá Fremrihlíð í Vopnafirði. Mun það vera rétt. Á bls. 369 er Ólafur á Stokka- hlöðum í Eyjafirði talinn Stefáns- son. Hann var Jónsson eins og hann er talinn á bls. 348. Á 'bls. 360 er talið að Sigurjón Sveinsson, þeir Þorlákssynir og fleiri hafi farið “næsta sumar” til Dakota. Eftir samhengi ætti það að vera 1878. ' Á að vera 1879. Á bls. 339 er talið að Guðmund- ur Jónsson hafi flutt til Dakota 1881. Á að vera 1880. Bjarni Dalsted flutti til Dakota 1879, ekki 1880. Pálmi Hjálmarsson flutti til Da- kota 1879, en ebki 1880. Á bls. 249 eru Skirðingstaðir í stað Skerðingstaðir. Endurtekin villa. Á bls. 235 er talið að Guðmund- ur Þórðarson hafi komið til Dakota 1878. Á aÖ vera 1879. Á bls. 342 er Kristjana í stað Kristjáns, er talin eru börn Trausta Kristjánssonar. Á bls. 369 er slept úr Pétri Thor- lacíus, er talin eru börn Hallgrims Thorlacíusar. Á bls. 370 er talið að Thorsteinn Thorsteinson hafi flutt til Dakota 1880. Á að vera 1881. Á bls. 203 er talið að Friðrik Jó- hannesson hafi flutt til Dakota 1880. Á að vera 1881. Slíkar ártala villur eru í tuga- tali í bókinni, jafnvel þó til séu prentaðar heimildir, sem herma rétt frá. Á bls. 149 er Halldór Bjarnason, faðir Jóhannesar Halldórssonar, talinn frá Hömrum í Laxárdal í Dalasýslu. Á næstu blaðsiðu er hann talinn frá Svarfhóli í Laxár- dal. Á bls. 325 eru taldir tveir synir Sigurða,r Jónssonar og Pálínu 'Sveinsdóttur, sem komist hafi til fullorðinsára. Rétt er ekki farið með nafn annars, þ. e. Vilhjálms, sem enn er á lifi og er lyfsali í Crystal, N. Dak. Á bls. 374 er Guðrún Kristjáns- dóttir talin systir Kristjáns Jónsson- ar skálds. Mun hafa verið hálfsystir föður hans. Á bls. 454 er seinni ktína Þor- varðar Einarssonar nefnd Sigríður. Á að vera Sigfríður. Þá má nefna að ýmsum er ógeð- felt hvernig Fljótshlíðin hefir færst úr stað í bókinni. Einnig Grímsnes hið góða. Ætla eg nú að vægja lesendum við frekari upptalingu, þó efnið sé ótæmandi. Enda er óþarft að á- rétta þetta. Hver lesandi, sem eitthvað er kunnugur, getur bætt við. Ekki fellur saman smekkur okk- ar hr. B. P. þegar til hláturefnis kemur. Honum finst það beint hlægilegt að benda á að þegar talin eru systkini Nikulásar Jónssonar, er ekki nefndur séra Jón Bjarnason, hálfbróðir hans. Úr því maðurinn er svo hláturmildur, verður að taka þvi, en hitt er annað mál hvort það eigi að ráða söguritun. Þá kitlar það hann einnig ef nefnt er að ein- hver sé skáldmæltur. Það eru að- eins tveir menn, sem hér eiga hlut að máli, þeir séra Jónas A. Sigurðs- son og Sigurður S. ísfeld. Að nefna skáldgáfu þessara manna er hlægilegt í meðvitund hr. B. P. Vonandi verða það engir stór- hnekkir fyrir álit þeirra. — Aftur á móti hneykslast hann á meinlausu spaugi minu út af þvi að höf. Dakota-sögunnar setur Péturssöfn- uð vestur af Hallson. Hann verð- ur að fyrirgefa, að mér fanst það beint broslegt að höf. gat ekki hald- ið áttum í sínu eigin heima ná- grenni. Rétt er það hjá hr. B. P. að ekki voru dregnar nákvæmar línur milli pósthúsa eða bygðarlaga. En það á enga heimfærslu í sambandi við þau dæmi er eg nefndi, eins og all- ir kunnugir vita. Þá minnist hr. B. P. með fyrir- litningu á þessi ummæli mín í lok ritdómsins: “Ekki álít eg að mis- fellur þær hinar mörgu, sem eru á bók þessari séu sprottnar af vísvit- andi og viljandi hlutdrægni,, heldur að of mjög hefir verið kastað hönd- um að verkinu. Tel eg líka mjög vafasa,mt að höf. hafi til að bera þá óþreytandi nákvæmni, sem þarf að einkenna söguri^un. Ekki heldur fær maður þá glógga heildarmynd, sem eru einkenni beztu rita af þessari tegund.” — Þetta er titlað “prívat álit” og “óverðskulduð að- dróttun.” Óþarft var að taka hið fyrra fram, því það er ekkert vafa- mál. En sé eitthvað mishermt í þessu, verður það ekki hrakið með því a,ð nefna það aðdróttun, heldur með rökum. Mun hr. B. P. finnast það fullnægjandi að benda á að Einar Benediktsson, Guðmundur Friðjónsson og Sig. Júl. Jóhannes- son séu á annari skoðyín. Hafi þeir látið í ljósi álit sitt á sögulegri nákvæmni í bók Thorstinu, hefir það farið fram hjá mér. Annars er hér auðsjáanlega verið að lifa eftir kenningunni í vísu St. G. St.: Sértu í vanda, af vasatómi vísind- anna, En þurfir litla líku að sanna: Lestu upp nafnspjöld frægra manna. Skýrari hefði verið mismunurinn á ummælum þessara manna og mín- um um þau atriði, sem eg nefni, hefðu þau verið tilfærð. En það, sem ræður í ritgerð hr. B. P., er ekki einungis mismunandi skoðun á einstökum atriðum, held- ur mismunandi skoðun á söguritun og gagnrýni frá því, sem birtist í ritdómi mínum. f einstöku atrið- um örfáum viðurkennir hann rétt- mæti þess er eg benti, á, en yfirleitt er stefnap að verja alt, þó óverj- andi sé. Telur hann þetta eflaust heilbrigðast og heillavænlegast fyrir höf. og framtíðar söguritun. Eg er ekki þeirrar skoðunar. Eg tel heilavænlegast fyrir hvern höfund að fá nákvæma gagnrýni. Að reyna að gera úr allri viðleitni i þessa átt, persónulega árás eða eitthvað álíka göfugt, er ó- heppilegt. Hér á við það sem sagt var í öðru sambandi i einu merkasta timariti íslands nýlega: “iEn ein- mitt það, að höf. er almenningi að góðu kunnur á öðrum sviðum, ger- ir það réttmætt að veilurnar á þess- ari bók séu dregnar fram.” Eg viðurkenni því ekki að eg hafi gert Thorstinu Jackson neinn ó- skunda með ritdómi mínum, held- ur þvert á móti. Jíennar bezta vörn værí að skrifa aðra bók, þar sem hún væri vaxin upp úr ann- mörkum þessarar. Að þvæla mál- ið eins og hr. B. P. gerir, er þýð- ingarlaust. Einn af frumbyggjum. Hliðsjón af landnámi og lífsstarfi Þorsteins Jónssonar í Ingelwood, Calif. Endurminningar frá 1874. f byrjun september, fór eg, Þor- sáeinn Jónsson frá Þverá i Staðar- bygð í Eyjafirði á íslandi með konu mína Friðbjörgu Guðlaugsdóttur frá Steinkirkju í Fnjóskadal í Þingeyjarsýslu á íslandi og stúlku barn á öðru ári, á stað til Ameríku. á gufukipinu St. Patrick, sem var ákaflega seint í förum. Við vorum um þrjár vikur yfir hafið og -\jpr- um um þrjú hundruð farþegar frá íslandi. Við lentum i Quebec 23. september. Þaðan var margt af fólkinu flutt til Toronto. Þar voy- um við nálægt þrem vikum að biða eftir að Canda^stjórnih kæmi upp nokkrum bjálka-langhúsum fyrir fólk að flytja í yfir veturinn, og sem frændi minn Sigtryggur Jóús- son stóð fyrir að utvega í gegnum stjórnina af sinum alþekta dugnaði og óþreyta,nlegu elju og uppáhjálp í óteljandi tilfellum. í þessum fyrnefndu bjálkahúsum var búskap- ur okkar byrjaður, þannig að allar þær familiur, sem höfðu meiri eða minni vinnukrafta voru þangað fluttar. Staður þessi var hundrað eða meira, milur norður og vestur frá Toronto og var kallaður Cen- mount. Á þessu svæði var fyrir- hugáð að byggja, járnbraut, og sem að öllum þeim, er vildu og gátu unnið, var lofuð þar vinna, og all- ir þurftum við vinnunar við, því flestir voru þar peningalitlir. Ekki man eg hvort það var beinlínis fyrir tilstilli Sigtryggs að sú járnbraut varþábyrjuð. Má vera, því mörgu kom hann til leiðar er hjálp var í. Einnig stóð hann fyrir að útvega lán úr verzlunarbúS, matvöru, með því skilyrði að borgað yrði, þegar farið yrði að vinna á þessari fyrir- huguðu járrlbraut, sem líka kom, að var byrjað á. Var vinnan innifalin í því að moka jarðveg inn í brautar- stæðið, og svo ýmislegt fleira þar að lútandi. Og þar vax sannarlega mokað. Það var oft glatt á hjalla og kátt með mönnum í þeirri vinnu. Töluverður kuldi og snjór, komu á tímabilum, en sem ekki hindraði •vinnu. Þarna, var eg með Skafta Arasyni, Kristjáni Jónssyni, Brynj- ólfi Brynjólfssyni. Jóni frá Torfu- felli i Eyjafirði og sonum hans tveimur, Sigurði og Jóhanni. Um veturinn kom upp barnaveiki í hús- um þessum og 14 börn dóu þarna þann vetur. Þar misti eg stúlku- barn okka,r hjóna á öðru ári og olli það okkur sorgar og fl. Þarna var Sigtryggur Jónasson hjálparhella, með öllum góðu og hjartans og hjál'par tilfinningum, sem hann var ávalt reiðubúinn að auðsyna öllum. Að öðru leyti gekk þessi vetur slysa lítið. Um vorið fór fólkið að langa til að sjá rneira og reyna fleira. Það for að tvistr- ast hingað og þangað í allar áttir. Þá fóru margir til Nýja íslands og nokkrir til Nova Scotia, sem þó all- ir komu til ibaka síðar og allir óá- nægðir yfir þeirri ferð. Eg og nokkrir fleiri, Jónas Hall og hans kona, Þorsteinn Benediktsson með móður sína og systur, Þorsteinn Þorsteinsson frændi minn, fluttum til Linchi, Ontario. Vorum þar i 2 vikur og fengum enga vinnu. Fór- um svo þaðan til Millbrook, Ont- ario og þar settumst við öll að og fengum þar bráðlega öll vinnu, sitt upp á hvern máta. Eg fékk vinnu á sögunarmillu. Kaupgjald var 15 dalir um mánuðinn og hús til að lifa í. Þar vann eg 18 mánuði. Sögunarmilla þessi gekk nótt og dag, drifin af vatnskrafti. Mín vinna, var í þvi falin að taka alt frá söginni og flytja út og hlaða upp öllum borðvið og stórtimbri, sem var auðskiljanlega ofraun fyr- ir mig einan, eða 'fyrir nokkurn annan. En svo fór mér samt að skiljast, þó þrek mitt í þá daga væri mikið, að eg myndi ekki end- ast til að vinna þar framvegis, svo eg hætti. Auðvitað vildi þá eig- ajndinn að eg ekki hætti og bauð mér kauphækkun og betri vinnu. Á þessum tíma eignuðumst við hjónin ■dreng. Nú vistaðist eg til bónda þar skamt frá, fyrir 6 mánuði, 15 dali í kaup um mánuðinn, en þá þurftum við að leigja okkur hús, '2 herbergi fyrir 5 dali um mánuð- inn. Af þessum 10 dölum, sem afgangs voru þurfti eg að fæða og klæða konuna og barnið. Mín vinna var nú að fara á fætur kl. 5 á morgnana og mjólka 4 kýr og gefá gæsum og öðrum alifuglum, það er þeirra þörf með þurfti, og sjá um tvö hesta-pör setja á þau aktýin, kemba þeim o. s. frv., hafa alt tilbúið fyrir morgunverð. Svo kom aðal dagsverkið, gaoga á eftir plógnum eða sáðvélinni fyrir utan margt fleira. Vinnutími í þá daga var mjög óreglubundinn að eg ekki nefni afar langa daga. Þetta var 1876. Næsta vor flutti eg og kona mín og barn til Winnipeg og Rósa Guðlaugsdóttir systir konu minnar fylgdist með okkur. Það var í júní 1877. Við leigðum hús þar og fékk eg vinnu þar strax, við að bera múrsteina og steinlim. fbygg- ingavinnu). Kaup 2 dalir á dag fyrir 10 kl. tíma vinnu. Ekki leið nú á löngu þar til að verkstjóri minn veitti mér ahtygli og bauð að iborga mér hálfan dal meira á dag en hinum, ef eg vildi vera fremstur þar í dugnaði, og það vildi eg vís^' gera i þá daga,, þvi bæði var vilji minn ótakmarkaður og löngun til að komast áfram. Þetta munaði mig dálitlu, því nóg var peninga- þörf min og annara í þá daga. Nú á kveldin í þessar mundir tók eg akkorðsvinnu að ausa út vatni úr kjöllurum, byrjaði á því eftir kveld- verð. Það fékk eg vel borgað. En þegar tók fyrir þessa kjallaravinnu þá tók eg fyrir að saga við á kveld- in ("eldivið) og hélt eg því áfram þar til um haustið i október að eg flutti til Nýja íslands i þeim tilgangi að taka þar land eins og eg einnig gerði . Eg tók land við vatnið 6 rnílur fyrir sunnan Gimli, með leið- sögn John Toylars . Það land lá á milli Skafta Arasonar og næsta lands við land Sigurðar Kjistófers- .sonar, sem við nefndum Steinkirkju eftir bæ þeim, er kona mín var ætt- uð frá, eins og fyr er sagt. Það var á landi þessu bjálkakofi, 8 fet á annan veg og 10 á hinn. 1 hon- um vorum við veturinn. Jónas Hall og Sigríður kona hans komu með okkur frá Wjinnipeg og feng- um við okkur flatbotnaðan bát til að flytja á mest af dóti okkar. Einnig keypti eg þá uxa-par tveggja til þriggja ára að aldri og tvær kýr, setn eg sendi með ofan til Nýja ís- lands. Þann vetur fékk eg Árna Sveinsson, er þá lifði 2 mílur vestur af mér til að höggva til bjálka í hús fyrir mig, þvi þá bygði eg tvílyft hús 16 fet og 24 á lengd. Var það verk vel gert eins og honum var lagið til. Hús þetta var vandað, með kjallara undir, eftir því sem viðgekst í þá daga í þeirri bygð. Árni Sveinsson og Þórður og Jón tengdaf^ðir Árna, voru allir vestur af mínu heimili og komu ofan til mín að afla fiskjar. Mitt land lá að vatninu. Lika hreinsaði eg und- ir við af 3 ekrum næsta: vetur, 1879. Næsta sumar fór eg til Winnipeg í 3 mánuði vann eg þar þá og dró saman ofurlitla peningaupphæð. Það sumar eignuðumst við dóttur, og eg lá i mislingum einn mánuð, er eg var þá í Winnipeg og var það ofurlítill hnekkir. Flugur af öllu tægi voru í Nýja íslandi það sum- ar sem oftar, ill-þolandi. Það voru hin mestu vandræði að verja þar fyrir þeim menn og skepnur, (regluleg plága). Gripir urðu oft tryltir. Eg hafði dreng það sumar að gæta gripanna. Þegar eg kom heim um haustið á flatbát, kom með mér ungur baður að nafni Tryggvi Friðriksson, sem siðar hefir búið í Argyle-bygð. Hann var lasinn af mislingum. Var þá ekki fær um að halda heim til sín svo eg lofa#i honum að vera nótt, en af því hlotnaðist að kona mín og börnin* fengu mislinga og kom- ust mjög hart niður af þeirri veiki. Þennan vetur í janúar 1880, fór eg með uxa-par og sleða norður á Hverfisteinsnes, norðain til á Win- nipeg-vatni eftir hvítfiski, sem draga þurfti til markaðar. Var í 3 daga að fara norður. Næsta dag hlóðum við báða sleðana og lagði eg þá á stað. Víða var glerhálka á isnum og snjólaust þegar eg komst á móts við Mikley. Fór þá að hvessa. Víða var glerhálka og þurfti því að fara marga smá-króka. Þá setti eg vel á mig stefnuna i átt- ina til Sandy Bar, því þangað lang- aði mig til að komast að kveldi og þar átti eg líka góðan vin, sem var Pétur Pálsson og með guðshjálp náði eg þangað kl. 11.30 eftir að hafa fengið stórhríð og frosthörku i síðustu fimm tímana af leiðinni, svo bæði kaldur og þreyttur barði eg á dyr hjá áðurnefndum vini mínum Pétri, og fögnuðu þau hjón- in mér innilega. Við tókum svo uxana frá og Pétur sagði mér að fara strax inn því konan væri nú komin á fætur og eg þyrfti sann- arlega þess við að komast í hlýju. Eg var nú hjá þessum hjónum yfir nóttina og átti góða nótt. Næsta dag fór eg þaðan og komst þá suð- ur til Breiðuví’kur seint um kveld- ið, ekki þó til bæjar. Eg varð því að taka uxana frá ækinu inni á skógarbraut og liggja úti þá nótt í framhaldandi frosthelju, sem mér hefir ávalt verið minnistæð. Að haldast við þarna með uxana þessa áminstu nótt, var að heyja stríð upp á lif og dauða. Eg þurfti nú á allri minni karlmensku að halda og snarræði til að geta haldið uppi eldi. sem mér var lifsnauðsynlegt svo að eg frysi ekki til dauðs þá nótt. Eg lagði nú upp á ný frá þessum stöðv- um og altaf hélst' sama frost-grimd- in frá 35 til 45 stig fyrir neðan frostmark. Næsta kveld komst eg með guðs hjálp heim til mín, al- heill á húfi, en hafði nú við all- minnistæða ferð orðið að þola það, sem mörgum mönnum hefði orðið ofraun a^ð. Eg verð að skjóta þvi hér inn í að eg fór þessa ferð fvrir vin minn Pétur Pálsson. Eg var nú 3 daga heima ,og varð það sönn unun fyrir mig. Eg átti ágæta, elskuverða konu og það er sem gerir gott og skemtilegt heimili. Nú lagði eg á stað aftur með fisk- inn og fór upp til Netley Creek fyrsta daginn. Þar var eg hjá kvn- blendinga-hjónum, sem gerðu vel ^ til min. Létu mig sofa inni og kyntu ; eldstæðið alla nóttina. Eg gaf þeim einn dal í næturgreiða um morg- uninn og þótti þeim undurvænt um bað og báðu mig að konia aftur ef svo bæri undir. Þennan dag fór eg til Midway house, sem kallað var í : )á daga. Næsta dag til Winnipeg , ^Wélsbach Low Pressure Refrigeration Yours to enjoy. No need to be without a Welsbach any longer. It keeps all food fresh and sweet; permits the making of delightful desserts; freezes pure water into ice cubes. So quiet you’ll never notice it. See them today. Easy payment plan. og seldi sumt af fiskinum og ann- an daginn er eg var þar, seldi eg hann allan. Svo fór eg á stað frá Winnipeg, heimleiðis og komst bara norður aftur til Midway House fyrsta daginn og var þar um nótt- ina. Á þessum stað skifti eg uxa- pari mínu og öðrum sleðanum fyr- ir hesta-par og keyrði nú með hest- um fyrir þaðan. Eg var búinn að fá mig fullþreyttan af því að drag- ast með uxa, eftir þessa ferð og næst þvi að verða úti og missa lif mitt við ^einlæti uxanna/ Auðvit- að voru sumir eldis uxar sterkari en margir hestar, en þessi seini gang- ur þeirra var svo átakanlega þreyt- andi, ekki sízt fyrir bráðhuga menn, sem vildu komast fljótt ferða sinna. Það er ekki úr vegi að eg setji hér Iýsingu af uxa í bundnu máli, eftir vestur-íslenzkan hagyrðing. Hún er svona: Uxi gekk i sela, ýtti fast að vagni. Leiðir tíðum langar, latt var naut i spori. Framh. AÐVÖRUN Wood Alcohol — “Eitur” I kaflanum 366 af The Excise Act of Canada, er það tekið fram, að það ílát, sem Methyl Hydrate (Wood Aleohol), er geymt eða selt í, skuli vera merkt með orðinu “POISON og sannist, að þetta sé vanrækt, er viðlögð $200 til $500 sekt. Allir eru hér með aðvaraðir, að ef þeir selja eða hafa til sölu Wood Alcohol, sem ekki er merkt “Poison’, verða þeir sektaðir Department of the Attorney General REGINA SASK. Hon. T. C. Davis, K. C. A. L. Geddes, K. C. Attorney General. Deputy Attorney General. ÖRUGGARI og STERKARI BYGGINGAR Það kostar minna að byggja járnvarðar byggingar. Fer ekk ert til ónýtis. Þarf ekki að borga há vinnulaun. Bárujárn fyrir þak og klæðningar. Vér byggjum ávalt fyrir skemdum, eða gerum fyrir þeim. VÉR BÚUM EINNIG TIL Ceilings Hog Troughs Tanks Conductor Pipe Implement Sheds Troughs Eavetrough • Metal Lath Ventilators Garages Shingles Well Curb Granaries Stock Troughs Weathervanes Upplýsingar og verðilisti Ókevpis. WESTERN STEEL PRODUCTS, Limited WINNIPEG Calgary. Edmonton. Rigina. Saskatoon. Vancouver. HEITT VATN! Mikið af því—hvenær sem þér þurfið. Hydro býður yður Fyrir $1.00 niðurborgun Red Seal eða Hotpoint gerð af ELECTRIC WATER HEATER Víraður og settur upp að ollu leyti. (Plumbing ekki meðtalin.) Afgangur borgist með ljósareikningum. ÁBYRGÐ TEKIN Á ÞEIM í HEILT ÁR. Fyrir borgun út í hönd:—Hotpoint Heater $20.50 En Red Seal Heater ...... $19.00 Wúmípe£Hi}dro, 55-59 Phones 848 132 PRINCESSST. 848 133 Kallið upp Schumacher-MacKenzie-Kummen, Ltd. Fyrir fljóta afgreiðslu og sanngjarnt verð Rafmagns- og Radio-áhöld Allskonar Rafmagns aðgerðir Rafmagns Fixtures og Appliances 187 Portage Avenue East Lítið eitt austur af Main Str. Tals. 86 603 Nákvæmur gaumur gefian talsíma-pöntunun HAFIÐ ÞJER VINI í GAMLA LANDINU SEM VILJA KOMA TIL CANADA? FARB RÉF TIL og FRÁ TIL ALLRA STAÐA IHEIMI Ef svo er, og bér viljið hjálpa þeim til að komast til tiessa lands, þá finnið oss. Vér gerum allar nauðsyn- egar ráðstafanir. ALLOWAY & CHAMPION, Rail Agents UMBOÐSMENN FYRIR ALLAR EIMSKIPALÍNUR 667 Main Street, Winnipeg. Sími 26 861 eða hver annar Canadian National Railway umboðsm. FARÞEGJUM MŒTT VIÐ HAFNARSTAÐINN 0G LEIÐBEINT TIL ÁFANGASTAÐAR CANADIAN NATIONAL RAILWAYS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.