Lögberg - 28.06.1928, Side 5

Lögberg - 28.06.1928, Side 5
LÖGBEtRG, FIMTUDAGINN 28. JÚNÍ 1928. Bl*. 5. DODDS ^ KIDNEYl - pills M 1 meir en þriðjung aldar hafa Ðodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, fcigt, þvagteppu og mörgura fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beinf frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, ef borgun fylgir. ir, þarf samt engu að síður að ieggja alúð og rækt við störfin. Kornyrkja út af fyrir sig, stuðl- ar miklu fremur að því að veikja jarðveginn en styrkja. Og þess vegna tóku landnemarnir snemma upp á því, að rækta sem mest af gripum. örðugt var til markaðs hér fyr á árum og það svo mjög, að bænd- ur áttu fult í fangi með að láta hveitiræktina borga sig. Nú er þetta alt saman breytt til hins betra, hvar sem bóndinn á 'heima í fylkinu, á hann tfltölulega mjög skamt til kornhilöðu og járnbraut- arstöðva. Á liðnum árum 'hefir miklu verið úthlutað af heimilisréttarlandi í fylkinu og enn er talsvert af þeim þar. En rétt er að geta þess, að í flestum tilfellum eru þau nokk- uð frá járnbraut. Auðvitað breyt- ist það fljótt, þegar nýbyggjar koma og taka löndin, því þá fylgja járnbrautarlinur jafnan á eftir. ' Mikið er þar af góðum löndum, er fást til kaups fyrir þetta frá $15 til $30 ekran, og má í flestum tilfellum *fá þau með slíkum skil- málum, að borga má fyrir þau á mörgum árum. Ræktuð lönd kosta vitanlega sumstaðar mikið meira, og fer það alt eftir því í hverju helzt að umbæturnar liggja., Enn fremur má fá mikið af löndum á leigu, til dæmis fyrir vissa hlut- deild í ársarðinum. — Það sem væntanlegir innflytjendur ættu samt fyrst og fremst að hafa í hyggju, er það, að hinar miklu umbætur seinni ára í fylkinu hafa gert það að verkum, að erfiðleik- ar frumbýlingsáranna þekkjast ekki lengur. Eða með öðrum orð- um, að það er margfalt auðveld- ara fyrir nýbyggjann að byrja búskap nú, en átti sér stað hér fyr meir. Sléttan býður engum heim upp á ekki neitt. Hún borg- ar iðjumanninum handtök sín vafningalaust. Skilyrðin til akur- yrkju og griparæktar í fylki þessu eru að heita má ótæmandi. Loftslagið í Saskatchewan. Það er nú orðið viðurkent, að þegar alt kemur til'álls, þá er loftslagið eða veðráttufarið ein mesta gull- náma fylkisins. Ekki einasta er loftslagið heilnæmt, heldur skap- ar það skilyrði fyrir allan hugsan- legan jarðargróða. Sáning hefst venjulegast í apríl mánuði og í maí erj þar oftast miklu heitara, en í Austurfylkjunum. Heitast verður þar í júlí og fer hitinn stundum upp í 100 stig, en venju- legast eru svalar nætur, og hress- andi. Vetrarnir eru kaldir, frost stundum 40 stig og snjófall mikið. Þó ber þess að gæta, að slíkt frost stendur sjaldnast nema örlítinn tíma. Þrátt fyrir kuldann, er vetr- arveðrið og loftið þó heilnæmt og styrkjandi. Loftið er oftast heið- skírt og rakalítið. Flest fólk sætt- ir sig langtum betur við kalt þur- viðri, en stöðugar slyddur. Það er algent, að heyra nýbyggja lýsa yfir því, að þeir kunni betur við kuldann í Vestur-Canada, en hrá- slagaveðrin heima. Tiltölulega er lítið um regn í Saskatchewan fylki, en þó á flest- um stöðum nægilegt til jurta- gróðurs. í Saskatchewan eru heyskapar- lönd þau allra beztu. En fremur má rækta þar eins mikið af alls- konar garðávöxtum og vera vill. Allar tegundir berja vaxa þar í stórum stíl. Yfir sumarmánuð- ina, skín sól í heiði að meðaltali níu klukkustundir á dag, en til jafnaðar mun mega fullyrða, að aldrei séu færri sólskins klukku- stundir á ári, en 2,000. Bréf frá Saskatoon. 21. júní 1928. Herra ritstjóri Lögbergs. tf síðastliðna tvo mánuði hefi eg hlustað í fjarlægð á hávaðann, sem borist hefir hingað austan frá Winnipeg í sambandi við heim- förina 1930. Eg hafði séð í vetur sem leið, í dagblöðunum, sem gef- in eru út í Saskatoon og Regina, að þingmaður einn í fylkisþing- inu í Regina, maður, sem er út- skrifaður af einum helzta háskóla þessa lands, hafði haldið langa og snjalla ræðu í þinginu um ís- land og alþingi hið forna. Eg las að hann hefði sýnt fram á það, að íslendingar hefðu fyrstir af öllum Norðurevrópu þjóðum, sett á fót þingbundna stjórn og að þeir ættu því þann heiður skilið, sem vana- lega væri tileinkaður Englending- um, að hafa stofnað “the mother of parliaments”. Hann skýrði frá því, að ísland væri í þann veginn að halda þúsund ára hátíð Alþingis, og að íslendingar í Can- ada væru að undirbúa að fjöl- menna á þá hátíð. Hann mælti með því, að fylkisþingið í Sas- katchewan legði fram fjárstyrk til þess að borga að parti undir- búningskostnað við þessa heim- för, til þess að þátttaka islenzkra borgara í þessu landi gæti orðið bæði þessu fylki og íslandi sem mest til sóma. Foringpar beggja móstöðuflokk- anna í þinginu og aðrir þingmenn mæltu sterklega með þessu, og bendingar komu fram til stjórn- arinnar að það væri viðeigandi, ekki aðeins að styrkja undirbún- ing undir förina, heldur einnig að senda fulltrúa frá Saskatchewan til að sitja hátíðina 1930. Þing- heimur tók þessnm bendingum með lpfaklappi. Mér kom það því hálf undarlega fyrir, þegar eg sá því haldið fram í vestur-íslenzkri blaðagrein, að þessi styrkveiting væri niðrandi fyrir mannorð Vestur-íslendinga og líkleg til að valda misskilningi á íslandi. Mér datt í hug, hvað þingmenn þeir mundu hugsa, ef þeir vissu að orð og gjörðir þeirra væru þannig lögð út. En á hinn bóginn var eg greinarhöfundium samdóma um það, að betra væri að Vestur-íslendingar sæu sjálfir að öllu leyti fyrir kostnaðinum við förina til íslands, og mér fanst, að betra væri, að þátttöku fylkja þeirra, er flestir íslendingar eiga hér heima í, væri beint í þá átt að heiðra og viðurkenna ísland sjálft að einhverju leyti. Ekki Tilboð um Vegagerð HXHZHlHEHSHSKISÍlSHSHIKIXHSHIHXHIHXHIHXHXHSHXHDiSHZHIHIII 55 H 55 H S M 52 M ■ ■ 55 H S H ■5 H Lokuðum tilboðum, merktum “Tenders for Project 5-D-b.” verður veitt viStaka af undirskrifuSum þangaS til kl. 11 f. h. (stand- ard time) á miSvikudaginn 11. júlí 1928. Um aS gera umbætur á fylkisþj óSveginum 13 mílur austur frá Wadena. Hér er um hér um bil 72,000 cubic yards aS ræSa og tryggingarfé, sem tilboSum verSur aS fylgja er $1,800.00. Uppdrættir of fyrirsagnir af því hvernig verkinu skuli hagaS eru til sýnis á skrifstofu undirritaSs og á skrifstofum eftirfylgjandi manna: Wm. Grant, c-o íHugh McDougall, 218 Ross Block, Saskatoon, Sask. * City Clerk, Prince Albert, Sask. City Clerk, North Battleford, Sask. G. F. Gillespie, Sec.-Treas., R.M. No. 337, Wadena Sask. TilboSin verSa opnuö opinberlega á skrifstofu aSstoSar-ráS- herra, kl. 3. e. h., standard time, á miövikudaginn 11. júlí 1928. Lægsta tilboöi, eöa nokkru tilboði, veröur ekki endilega tekiö. H. S. CARPENTER, Deputy Minister of Highvvays Regina, Sask., 27. júní 1928. ALLAN’S Fyrri part sumars Rýmingarsala af 1928 Karla og Kvenna FYRIRTAKS SKÓFATNAÐI Við erum í geðshræringu, — og vitum vart hvað gera skal. Leigutíminn er að renna út, og hærri Ieigu er krafist. _ Vér getum orðið kyrrir, eða getum það ekki. En hvað, sem verður ofan á, þá hljótum við að minka birgðirnar. Og seljum við nú allar tegundir skó- fatnaðar, með sérstaklega niðursettu verði. Það fólk, sem hefir reynslu af Allan skófatn- aðinum, ætti ekki að sitja sig úr færi, því hér er um alveg sérstök kjörkaup að ræða.. Veitið þessum kjörkaupum athygli. KARLM. 1. Flokkur KVENNAl 200 tan og dökkir karlm. skór úr kálfs og geit- skinni, oxfords. Vanav. $7 og $8. , Söluverð $4.95 200 pör kvenskór, patent, geitar og tan og blonde ties, ásamt golf oxfords. Vanavero $7 og $8. Söluverð __ _ __ 3. Flokkur- /f 300 pör af skrautleg- um kvenskóm, patent, KOMIÐ SNEMMA veitskinns, pumps og útiskór, einnig satin og blori'des. Vanav. CC $8 til $10. Söluverð v"*®" 5. Flokkur—200 pör af kvenna geitskinns 4. Flokkur—125 tan og svartir kálfskinns- pumps og dress slippers. Regluleg kjör- skór karla og geitskinns oxfords. (C QC kaup. Vanav. $9 til $11. dJC QC Söluverð.........................«J>O.OD 2. Flokkur— 175 pör af karlm. skórn, tan og dökk- um, úr kálfs og geit- skinni. Vanaverð $8 til $9. Söluverð Vanav. $9—$1Ó. Söluverð ... ALLAN SHOE STORE Ltd. 267 P0RTAGE AVE. MUNIÐ! Að þessir skór eru af 1928 gerð til sumarnota, — Búðin. opin til klukkan 10 á 'laugardagskvöldum. datt mér þá í hug annað, en að þetta mál gæti orðið rætt og úr- skurður fengist, án þess að á- nægja, gleði og tilhlökkun sú, sem bæði eg og aðrir fundu til, þegar við hugsuðum um þetta tækifæri, yrði eyðilögð. En þegar fleiri fóru að leggja orð í belg, var það auðsætt, að hætta var á ferðum að svo yrði. Þegar eg las síðasta tilboð heim- ferðarnefndarinnar, bjóst eg við að allir þeir, sem bæru önn fyrir sóma Vestur-íslendinga, og vildu einingu þeirra í þessu máli, mundu tilbúnir að láta deiluna falla niður. Það nær engri átt, að gjöfin frá Saskatchewan fylki með þeim velvildarorðum í garð íslands og íslendinga, sem töluð voru þegar gjöfin var samþykt, sé í sjálfu sér að neinu leyti niðr- andi fyrir íslendinga. Styrkurinn til heimfararinnar var veittur í virðingarskyni við ísland og ís lendinga. Það sýnist því ekki að neinu leyti nauðsynlegt að afmá neina smán með því að reyna að krosfesta menn þá, sem hlut áttu að því máli. Það ætti að full- nægja stærilæti Vestur-lslend- inga og ekki vera ósamboðið virð- ing þeirra, ef heimfararnefndin kunngerði Saskatchewanstjórnini, að Vestur-íslendingar hefðu á- kveðið að standa sjálfir straum af öllum undirbúningskostnaði við heimförina, en þeim væri kært, að Saskatchewan vildi nota pening- ana, eða eitthvað af þeim, til þess að sýna íslandi á einhvern hátt heiður við þetta tækifæri. Þetta skilst mér* vera síðasta boð heim- ferðarnefndarinnar. En hvað er svarið? Mér sem öðrum hefir verið boðið að skrifa undir yfirlýsingu, sem, eins og málið stendur, getur aðeins orðið til þess, að gjöra enn ómögulegra fyrir Vestur-íslendinga að sam- eina krafta sína til þess að heiðra ísland 1930; sem getur aðeins orð- ið til þess, að gjöra enn ómögu- legra fyrir Vestur-lslendinga að horfa með nokkurri ánægju til hluttekningar í heimförinni 1930. Mér varð að spyrja sjálfan mig, þegar eg sá yfirlýsingarskjalið: Hvert stefnir? Er hægt að hugsa sér, að nokkur sannur íslandsvin- ur, eða nokkur sá, er vill einingu Vestur-íslendinga í þessu máli, mundi, ef hann gæti losað sig við bardagahitann í eina mínútu, ekki komast að þeirri niðurstöðu, að þetta þrætumál sé búið að lifa lengur en skyldi, og að báðar hliðar megi vel við una að semja frið? Thorbergur Thorvaldsson. Hveitisamlagið Royal Trust félagið er nú í þann veginn að láta byggja stóra skrifstofubyggingu, á Main St., Winnipeg, austanverðu, milli Mc- Dermot Ave. og Bannatyne Ave. og hefir byggingin þegar verið leigð til margra ára Canadian Co- operative Wheat Producers Lim- ited. i— Mr. E. B. Ramsay, ráðs- maður þess samvinnufélags, seg- ir, að þegar byggingin verði full- ger, þá hafi Söludeild Canada Hveitisamlagsins þar skrifstofur sínar; ^ömulieðis Manitoba Hveiti Samlagið, og að einnig verði þar Winnipeg skrifstofur Saskatche- wan og Alberta samlaganna. — “Hinn mikli vöxtur Canada Hveiti- Samlagsins”, segir Mr. Ramsay, veldur því, að það er algerlega nauðsynlegt að þessi samvinnu- félagtskapur hafi fast framtíðar- heimili í byggingu, sem félagið hefir sjálft full ráð yfir.” Með þessu fyrirkomulagi hefir Hveitisamlagið í Canada allar sín- ar aðal skrifstofur í einni bygg- ingu í Winnipeg, þar sem Samlag- ið hefir tryggingu fyrir að það getur verið í mörg ár með aðgengi- legum kjörum. Leynir sér ekki, að það er ólíkt þægilegra heldur en að hafa þessar skrifstofur á ýmsum stöðum og eiga ef til vill á hættu að þurfa að flytja þær úr einni byggingu í aðra. Það út af fyrir sig, að peninga- menn í Austur-Canada hafa ráð- ist í þetta fyrirtæki, sýnir Ijós- lega, að þeir hafa mikið traust á Hveitisamlaginu og framtíð þess. Byggingin verður hin vandaðasta í alla staði og istærðin hér um bil 60 feta breið og 120 feta löng, og átta hæðir, og er búist við að byggingin kosti $600,000. Verð lóðarinnar var $1,000 fetið, og það er búist við, að byggingin verði fullgerð isnemma á næsta ári. Kirkjuþingið Kirkjuþingið— Það sem eg nú aðallega hefi í huga, er að skýra lesendum Lög- bergs ofurlítið frá kirkjuþinginu, sem kirkjufélagið íslenzka og lút- erska er þessa dagana að halda í Upham, North Dakota, en sem vit- anlega verður afstaðið þegar þessi grein birtist ilesendum Lögbergs. En þó það sé kirkjuþingið, sem eg ætla að segja frá, þá virðist ekki úr vegi að minnast með ör- fáum orðum á ferðalagið, eða hvernig okkur, sem hér erum, en margir langt að komnir, gekk að komast hingað, því það er dálitl- um örðugleikum bundið að kom-. ast til Upham, því samgöngur eru ekk' sem greiðastar, nema því að- eins að hægt sé að ferðast í bíl- um, en nú vildi svo til, að rign- ingar hafa að undanförnu verið óvanalega miklar og vegirnir eru eins ógreiðfærir, eins og þeir geta frekast orðið um þetta leyti árs. Bærinn Upham er einhvers staðar í North Dakota, en hvort hann er innan eða utan “Biblíu- beltisins”, sem Sinclair Lewis nefnir svo, skal eg láta ósagt, enda segir hann ekki nákvæmlega hvar það sé, heldur aðeins, að það sé einhvers staðar í Mið-Vestrinu. En hvað sem því líður, þá er Up- ham í Mouse River dalnum og í íslenzku nýlendunni, sem við hann er kend. Váð, sem kirkjuþingið sóttum frá Winnipeg, fórum þaðan snemma morguns á þriðjudaginn 19. þ.m. Við urðum tíu saman, sjö frá Win- nipeg, tveir frá Nýja íslandi og Mr. Sigurður Jónsson, góðkunnur bóndii úr bygðinni, sem við vorum að fara til, en sem um tíma hafði dvalið í Winnipeg. Kom hann þangað til að leita sér lækninga, og fékk góða heilsubót. Við fórum sem leið liggur með járnbrautinni til Grand Forks, og komum þar um hádegi. Þar urð- um við svo að bíða þangað til kl. 8 um kvöldið, er við lögðum af stað til Towner og komum þar klukk- an að ganga eitt um nóttina. Voru þar fyrir menn frá Upham,' með fjóra bíla, sem biðu okkar, og klukkan eitt um nóttina lögðum váð af stað út í forina og myrkrið. Ferðin gekk nokkuð seint, sem von var til, en slysalaust, og til .Upham komum við ekki fyr en kl' 5 um morguninn. En ekki hafði eg yfir miklu að kvarta, því eg sat alla leiðina, um 30 mílur, í lok- uðum, ágætum bíl, en mennirnir, sem komu alla þessa leið, í nátt- myrkrinu og rigningunni og á nærri ófærum vegum, þeir lögðu áreiðanlega mikið á sig, til að koma okkur þennan síðasta á- fanga, því vegirnir voru alt ann- að en greiðfærir, og þó við færum ekki á sjó eða vatni, þá vorum við þessa nótt áreiðanlega ekki á þurru landi. Mér hafði verið ætlað að gista í bænum Upham hjá Jakob Sig- urðssyni póstmeistara og konu hans. Ung hjón og hin skemtileg- ustu, og átti eg átt eg þar hinum ágætustu viðtökum að fagna. Hús- bóndinn var enn á fótum, þegar við komum, og beið okkar, og fór eg strax í rúmið, og hefir mér sjaldan þótt vænna um vel upp- búið rúm heldur en þenna morg- un, og þar hefði eg helzt viljað vera lengi. Eg vissi þá ekki bet- ur, en að þingsetning yrði kl. 11, frétti eftir að eg kom á fætur, að þingsetningu hafði verið frestað til kl. 3. Forsetinn hafði, vegna rigninganna, ekki getað komist eins fljótt eins og til stóð, en til Upham kom hann um hádegisbil. Voru. enn heldur fáir komnir þeg- ar kl. var þrjú, og var þingsetn- ing enn frestað til kl, 8 um kveldið. Þingið var sett með guðsþjón- usstu og altarisgöngu, eins og vanalega. Forseti prédikaði, en heimapresturinn, séra Valdimar Eylands, stýrði að öðru leyti guðs- þjónustunni. Eg hefi aldrei séð eins margt fólk vera til altaris við þingsetningu, eins og í þetta sinn. Mér fanst, að næstum all- ur söfnuðurinn gengi til altaris með kirkjuþingsmönnum og þar á meðal fjðldi af ungu fólki, og mun flestum viðstöddum hafa fundist þessi guðsþjónusta í alla staði hin ánægjulegasta. Eg ætla ekki að segja frá mörgu af því, sem á þinginu gerðist, vegna þess, að þingtíðindin koma út á sínum tíma og eiga allir greiðan aðgang að þeim. Þó vildi eg geta nokkurra atriða, og þar á meðal þess, að þingið réði séra Jóhann Bjarnason, sem trúboðsprest í eitt ár frá 1. júlí að telja. Séra Jóhann hefir þjónað söfnuðunum í Nýja Islandi norðanverðu í tutt- ugu ár, eða lengur, en er nú að fara þaðan eins og kunnugt er, og hafa margir spurt, hvað hann ætlaði að gera, eða hvert hann ætlaði að fara. Hér er þá úr- lausnin á því, hvað hann ætlar að gera næsta árið. —Frh. F. J.' Haettulegasti óvinurinn. ' Eftir Allan E. Guest. (Lausleg þýðing.) Eg lít á lífið þannig: Að langmest hætta sé af eigin yfirsjónum, sem oft daglega ske. Þó þjófar fé mitt finni og flytji burt með sér, mín eigin athöfn verri er einatt sjálfum mér. Af öðrum yfirunninn eg einatt verða má, get hlotið mar og meiðsli svo mér það sjáist á. En aðeins get eg unnið það ógagn sjálfum mér, er sálu mína snerti og svikum lýsi hér. Mitt traust og trú þó væri á tálar dregið bert, það tjón og tapið mesta eg teldi lítils vert hjá mannorðs missi einum, ef mætti’ um lífsins veg. — En þar eg aðeins óttast mitt eigið veika ég. Hvort á mitt lif að leiða til láns, eða verða tap? Þar á eg úr að ráða, mitt eigið stiíla skap. Þó fé mig vanta verði; þó vonir bregðist hér; hVert þyngsta böl er ibíður, það bý eg sjálfum mér. B.Thorbergsson. BÖKUNIN bregst ekki ef þér notið MAGIC BAKING POWKR Það inniheldur ekki alúm og er ekki beizkt á bragðið. II)A ENGILRÁÐ JOHNSON. Fædd 6. ian. 1899. Dáin 24. apr. 1928. Svipleg náfregn sárt mig hryggir sértu liðin, vina, mín, en hjá Guði önd þín byggir óttalaus við reiði’ og pín. Helja köld ei hlífir neinum, henni enginn varnað fær, minst þá varir, mjög bað reynum, merkissprota sínum slær Þú hefir fórnað ibínu lífi þnautum í, sem reyndir hér, en í nauða angurs kífi einn eg stend og barma mér. Þú ert hrifin holds frá dróma, hár þér náðar geislinn skín, hafin vfir hleypidóma, hjartakæra vina mín. Guði treystir, glaðlynd varstu, gáfum nrýdd og móðir blíð; kross þinn æ með kjarki ibarstu, kærleiksrík, um æfitíð. Veit eg glögt, bú vilt oss benda veginn á hvar ljósið skín. Okkar börnin æ þér senda ástarkveðiu, vina mín. Lifðu sæl í Ijóssins ranni. laus frá öllum heimsins glaum. Þó mig harðar þrautir spanni, þungum hér í tímans straum, síðar munum fá að finnast, frelsið þar sem aldrei dvín, hvort þá öðru aftur kynnumt, eilífðin þar fögur skín. Bið eg Guð af bljúgu hjarta blítt að styðia veikan mig: Lát bitt geisla ljósið bjarta lýsa mér á þyrni stig. Freistingarnar frá mér ’hrekur, friðar sterka lífsins mund, anda minn svo að sér tekur alvalds náð á dauðastund. M. J. S. Oundir nafni ekkjumanns.) c°untry Sb*'v* m SPfiCUt ‘^tTaG°°dBe„~ TORONTO MINING STOCK Stobie-Furlong-Mathews) Abana ...... Aconda _____ Amulet _____ Bidpood .... Central Man. Dome ...... Gold Hill .. Hollinger ........ 14j0 Howey ...... H. B. M. & S Jack Man. ... Kootenay Fl. Macassa Noranda :......,380o Pend Oreille.. 1400 San Antonio Sud Basin.......1060 Sudbury Cont........ 23 Sher. Gordon Teck Hughes __ 1080 Tough Oakes 18th, 1928. Open High Close 373 280 273 18 18 16 401 413 380 81 81 78 •• 128 128 123 • 875 875 875 10 % 11 70 ■ 1450 1450 1450 •• 75 78 75 ■.1700 1725 1700 • 75% 78% 72 ■...29 29 28% ■ 35 35 35 .3800 3800 3800 •.1400 1415 1350 41 42 39 -.1060 1060 1000 23 23 .< 600 600 585 . .1080 1080 1070 . 26% 27 26 PELISSIEP’S LIN4ITED L * —--INCORPORATED1927 -- -■ ___ Ef þér viljið fá bjórinn sendan á heimilið, þá talsímið 41 111. — Pelissier’s Country Club Special og Golden Glow Ale, er hægt að fá í öllum lögheimiluðnm bjórsiofum. Þér þurfið á RAFORKU að halda í nýja heimilinu áður en þér flytjið í nýja húsið. Talsímið 848 715 svo vér getum verið tilbúnir Winnipeg Eleetric Company “Your Guarantee of Good Service.”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.