Lögberg - 02.08.1928, Blaðsíða 4
Bls. 4
IiöGiBBRG, FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST 1928.
Jógberg
Gefið út hvern Fimtudag af Tle Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Tolximari N-6327 oé N-8328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift til biaðains: %
THC COLUMBIA PRE8S, Ltd., Box 3171, Wimiipog. Mar\.
Utanáakrih ritstjórans:
EOlTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið.
Borgist fyrirfram
The "LögberK” ls prlnted «J><1 publlsheU toy
The ColumbU Prees, LtmlteJ, In the Columbla
auildtng, 696 aeu-Kent Ave-, Wlnnlpeg, Msnttoba.
Innflutningsmál.
Þegar um innflutninga fólks er að ræða,
hvort heldur til þe'ssa lands eða annars, er það
mnrgt, sem athuga bí>r, en þó einkum og sérí-
lagi hvernig samgönguifiálum, skóggræðslumál-
um og mentamálum sé liáttað, sem og löggjöf
þeirri allri, er að iðnaðar og at\’innumálum
lýtur. ^
VerksmiSju iðnaður er þ\ú að eins hugsan-
legur, að gnótt sé hráefna við hendina, ásamt
hagfeldum markaðsskilyrðum. Járnbrauta- og
eimskipa sambönd þrífast ekki til lengdar, nema
því aðeins, að nægilegt flutningsmagn sé ávalt
til taks. Ibúatala sérhverrar þjóðar, verður að
miðast við framieiðslumagn hennar, um leið og
hlutfailið milli fólksfjöldans í sveitum og borg-
um, þarf aS vera sem allra jafnast, ef nauðsyn-
iegt jafnvægi á að geta viShaJdist, innan vé-
banda þjóðfélagsins. Og nákvarnlega er hið
sama að segja uin hlutfalliS milli auðs og iðju,
ef máttarstoðir heildarinnar eiga eigi að hrynja
og jafnast við jörð.
Aukinn innflutningur fólks getur leitt til
liáskalegra vandræða, nema því aðeins, að næg
séu atvinnuskilyrði fyrir hendi. Hefir revnsla
hinna ýmsu þ.jóða, oft og tíðum, orðið næsta dýr-
keypt í þeim efnum.
Því hefir verið haldið fram, að aukinn inn-
flutningur fólks, hefði því nær undantekning- v
arlaust, í för npeð sér aukna heildarvelgengni.
Stundum hefir nú samt niðurstaðan orðið nokk-
uð á annan veg. ESa á hvað benda fyllringar
atvinnulausra manria. er hópast isaman á stræt-
um stórborganna í nístandi vetrarkuld'anmn og
kref jast atvinnu eða brauðs ? Sérhver sú stefna í
iimflutningsmálunum, er eigi tekur atvinnuskil-
vrðin fvrst og síðast til greina, hlýtur að reyn-
ast í framkvæmdinni alt annað en heillavænleg.
Fynsta skylda þjóðarinnar gagnvart innflytj-
andanum, er sú, að tryggja honum atvinnu, og
sjá honum fvrir aðgangi að mentatækjum
lairdsins.
Margir framsýnir menn í landi hér, hafa
verið og eru þeirrar ékoðunar, að vald járn-
brautafélaganna í samhandi viS innflutnings-
málin, isé og hafi verið, nokkru meira, en góðu
hófi gegndi, og mnn slíkt sízt ofmælt. Mvndi
betur fara, ef stjórnarvöld þau, er innflutnings-
málin hafa með höndum, stæSu; á nánu sam-
handi v.ið stjórnir hinna ýmsu fylkja, hvað inn-
flutningum viðvíkur, þvf þegar alt kemur til
alis, eru það þær, er megin-ábvrgSiim bera á
hinum innflutta lýð, eftir að til fylkjanna er
komið.
Sé nauðsynlegrar fvrirhyggju gætt, í sam-
handi við innfiutningsmálin, mun gott eitt leiða
af auknum innflutningi fólks. En sé aftur á
móti á hinn bóginn að málunum hrapað, og fólki
hrúgað hingað inn í landið fvrirhyggjulaust, er
fátt. líklegra en það, að af því geti hlotist
langvarandi vandræði fvrir land og lýð, — og
er þá ver farið en heimá setið.
Mr. Bennett á ferðalagi.
Frá því er síðasta sambandsþingi sleit, má
svo að orði kveða, að Hon. R. B. Bennett, hinn
nýlega kjörni leiðtogi íhaldsflokksins í landi
her, hafi farið nattfari og dagfari um austur-
í\ lkin þver og endiiöng, með það fyrir augum,
ef unt væri, að blása nýju lífi í hálfkulnaðar há-
tolJaglæSur hinna pólitpiku trúbræðra sinna þar
eystra. Og svo að loknum leiðangrinum austur
fní, hefir Mr. Bennett heitið því, að heimsækja
Slóttufylkin, með j>að fyrir augum, að reyna að
leiða bændurna þar í allan sannleika um gildi
tollverndunar, ekki einungis þeirrar, sem nú á
sér stað, heldur annarar margfalt hærri. HvaS
honum kann að verða ágengt í því tilliti, skal
osagt látiS að sinni.
Fm ferðalag Mr. Bennetts um Strandfylkin,
kemst blaðiS ManitohaEree -Press svo að orði:
“Mr. R. B. Bennett er nú að bvrja ferðalög
sín um Strandfylkin, — og þegar þess er gætt,
að hann er borinn og barnf.æddur í New Bruns-
wick, má vafalaust ganga xít frá því sem gefnu,
að honum verði persónulega vel fagnað í þess-
um austlægu fylkjnm. En leggi hann á,
hinn bóginn kapp á, eins og hann gerði í Que-
bec, að hamra það inn í kjósendur, hve ástand
þjoSar.'.nnar yfirleitt se hagborið, og hve óum-
flýjanlega nauðsynleg að hækknn -verndartoll-
anna sé, atvinnuvegum þjóðarinnar til viðreisn-
ar, er engan veginn óhugsandi, að hann kunni
ranka við sér einhvern daginn, í fremur ónota-
legu .umhverfi.
í j)ví falli, að Mr. Bennett kynni að vinnast
tími t'l að renna augnm Vfir forustudálkana í
Halifax Herald, eins áhrifamesta málgagnis
íhaldsflokksins þar eystra, er engan veginn ó-
hugsandi, að hann kynni að sannfærast um það,
að téð blað væri honum ekki gersamlega sam-
dóma um efnalegt ástand þjóðarinnar, eins og
það í raun og veru er. (ílíklegt er það engan
veginn, að hann hlyti aS sannfærast um það með
eigin augum, hve hagur almenningis í Strand-
fylkjunum hafi batnað til muna, síðustu tvö ár-
in. Hefir umrætt blað sýnt það og sannað, hvað
ofan í annað, hve ástandið hefir verið að hreyt-
ást jafnt og þétt til hins betra. Hvernig hugs-
ar Mr. Bennett sér að samræma staðrevnd þá,
sem hér um ræðir, við skuggamyndir þær hinar
ömurlegu, sem hann hefir verið að draga upp
undanfarið af canadisku þjóðlífi, og reynt að
hamra inn í almenning landshornanna á milli ?
Mjög verður Mr. Bennett tíðrætt um það,
hve atvinnuleysiS sé tilfinnanlegt í landi hér, og
hve útflutningsstraumurinn héSan til Bandaríkj-
anna sé jafnt og þétt að vaxa. Staðhæfingar
sínar reynir hann að styðja með tölum, en þá
tekst svo illa til, að þær eru gamlar og frá þeim
tímum, er einna óbyrlegast blés, en eiga ekki
.undir nokkrum kringumstæSum viS ástand yf-
irstandandi tíma. Hverju svarar Mr. Bennett
því, að nú geta. Sléttufylkin ekki með neinum
hætti fengiS einn einasta kaupamami frá Brit-
ish Columbia, til þess að vinna að uppskeru hjá
sér, með því að birt he'fir svo yf.ir athafnalífi
þar vestur við hafið, að sérhver heilbrigð hönd
hefir þar yfirfljótanlegt viðfangsefni 1 Ekki
hefir Sléttufylkjunum heldur hepnast að fá
nema nokkurn hluta þeirrar tölu kaupamanna,
er þeir æsktu eftir, frá Strandfvlkjunum. E'fcki
ætti það að vera ógemingur fyrir Mr. Bennett,
að gera grein fyrir ástæðunni.
I því falli, að Mr. Bennett kynrii að halda
því fram. sem engan veginn er ólíklegt, að can-
adiskur iðnaður væri í hættu, sökum erlendrar
samkepni og þyrfti þarafleiðandi á aulýnni toll-
vernd að halda, væri ekki úr vegi fvrir hann að
athuga nýleg ummæli fyrrum Nova Scotia
manns, núverandi forstjóra Canadian Bank of
Oommerce, þar sem hann hvorttveggju í senn,
lætur í ljós undrun sína og aðdáun jTir því, hve
risavaxnar að framfarimar hafi verið á sviði
viSskiftalífsins í Canada, síSastliðna átján mán-
uðing. FramleiSslumagn þjóðarinnar er nú
fjörutíu af hundraði um-fram það, sem átti sér
stað á stríðstímanum, er öll hugsanleg öfl vom
tekin í þjónustu framleiSslunnar, en peninga-
gildiS tuttugu af hundraði meira. Slík eru um-
mæli Mr. S. H. Logan, fvrgreinds bankastjóra,
og verður þeim ekki með rökum á móti mælt.
Mr. Logan bætir þeirri skýringu við, að í árs-
lokln 1926, hafi höfuSstóll sá, er í canadisknm
verksmiðjum stóð, numið fjórum biljónum dala,
en síðan hafi miklu hætt verið við hinar eldri
verksmiðjur, og margar nýjar settar á fót. 'Á
síSastliSnum átján mánuðum, voru til dæmis
hundrað nýjar verksmiðjur stofnaðar, en all-
mikil viðibót gerð viS tvö hundrað þeirra eldri.
Þetta, sem nú hefir sagt verið, miðar til alls
miklu fremur en þess, að styðja þá staðhæfingu
Mr. Bennetts, að verið sé stöðugt að loka verk-
smiðjum voram, og að af þeirri ástæðu flykkist
fólk vort suður til Bandaríkjanna. Pari Mr.
Bennett með alvörumál og blandi ekki inn í það
draumórum, væri ekki ófróðlegt að heyra af
hans eigin vörum, hvernig hann ætli sér að sam-
ræma núverandi iðnaðarástand, sem bersýni-
lega er að breytast til batnaðar jafnt og þétt,
við kröfur sínar um aukna tollvernd verk-
smiðjuiSnaSinum til handa.
Ekki væri það úr vegi, að hinp virðulegi
leiðtogi íhaldsflokksins, mintist þess á för
sinni um Strandfylkin, að fólkið þar er hvergi
nærri eins sólgiS í verndartolla, sem íbúar Ont-
ario og Quebec fylkjanna, og hefir af þeim marg-
falt minni hagnað. Þess vegna ætti að mega
vænta að hann, í Strandfylkjunum, fórnaði vit-
und meiri tíma til að íhuga önnur mál, svo sem
innflutningsmálin, og hvort æskilegt mvndi að
lagt yrði meira kapp á innflutninga frá brezku
eyjunum, en við hefir gengist að undanförnu.
En svo, þegar öllu er á botninn hvolft, verður
niðurstaða leiStogans sú, að því er frekast verð-
ur séð, að auka skuli atvinnu í landinu, með
hækkaSr.i tollvernd verksmiðjuvarnings, — á
kostnað Strandfvlkjanna, og þá að sjálfsögðu
Vesturfylkjanna líka.
Slfkt myndi að vorri hvggju hljóta að skoð-
ast alt annað en æskileg úrlaúsn á innflutnings-
málnnum, eða að minsta kosti á þeirri hliðinni,
er að Sléttufylkjunum snýr. Þess vegna bíð-
um vér þess með óþrevju, hvað hann hefir um
hin önnur málin að segja.
Síðasta fyrirbrigðið.
Á dauða vorum áttum vér von. En að rit-
stjóri Heimskringlu ætti þar nokkurt íhlutun-
araald, kom oss satt að segja á óvart. - Þó mætti
helzt ætla að svo væri, ef taka skykli mark á þeim
hinum yfirnáttúrlega hengingar hrærigraut, er
r.itstjórinn lætur frá sér fara í síðustu Heims-
kringlu.
ViS það skal fúslega kannast, að ætti það
fyrir oss aS liggja að kafna, hvort heldur .sem
það kynni nú að gleðja eða hryggja ritstjóra
Heimskringlu, þá kysum vér miklu fremur að
kafna í mannasiðum, en til dæmis siðum með ói
fyrir framan, eða þá beinu siðleysi, eins og
sumir, því miSur, virðast horfa fram á- Um
hjálpfýsi sína í vorn garð, hefðí ritst jóri Heims-
kringlu vafalaust átt að vera sem fáorðastur.
HefSi hjálpar verið þörf, myndum vér sízt af
öHu hafa farið í geitarihús að leita ullar.
Ritstjóri Ifeimskringlu tekur upp þvkkjuna
fvrir séra Jónas A. SigurSsson — sennilega
fyrir ummæli hans á Selkirk fundinum í garð
.sjálfboSanefndarinnar, þau, er vér vitnuðum í.
Hann um það. Hitt getum vér fullvissað rit-
stjora Heimskringlu um, að hér eftir, sem hing-
að til, munum vér láta séra Jónas njóta sann-
t
mælis, engu síður en þá hina aðra menn, er vér
knnnum að eiga í höggi við.
Islendingadagurinn.
Eins og þegar hefir auglýst veriS í íslenzku
blöðunum, halda Islendingar í Winnipeg, hátíð-
iegan hinn árlega þjóðminningardag sinn í
River Park í dag, fimtudaginn 2. ágúst. Islend-
ingadagurinn er ein hin elzta þjóðræknisstofnun
Islendinga vestan hafs; hefir hann ávalt notið
almennra vinsælda, og mun svo enn gera um
langan aldur.
Nefnd sú, er að þessu sinni hefir haft und-
irbúning hátíðarhaldsins með liöndum, hefir
eins og vafalaust allar aðrar Islendingadags-
nefndir, gert sitt ítrasta til að gera svo hátíð-
arhaldiS úr garði, að þjóðbroti voru verði til
fylstu sæmdar, þótt vafalaust megi eitthvað að
starfi hennar finna, sem öðrum mannanna verk-
um. StarfiS er engan veginn jafn auðvelt og
sumir þeir kunna að halda, er málinu eru ókunn-
ugir. En því treystir forsfcöðunefndin eindreg-
ið, að Islendingar í Winnipeg og grend, fylki
liði nm sameiginlegar endnrminningar og sam-
eiginlegan arf, án tillits til ails annars, og geri
þjóðminning þessa e.ins veglega og kostur er á,
sjálmum sér til ánægju og þjóðbrotinu í heild til
sóma.
Mennirnir, er ræður flytja við þetta hátíSlego
tækifæri, þeir Gumiar B. Bjömsson, H. M.
Hannesson og séra Hans B. Thorgrímsen, eru
allir kunnir að mælsku, og þurfa engra með-
mæla við. Munu gestir dagsins allir, hljóta af
óblandið yndi, að hlýða á mál þeirra. Þá verða
og kvæði flufct, sem venja hefir verið til. Nýj-
ung má þaS kallast, að í þetta sinn birtist á há-
tíðinni alíslenzk hljómsveit, flokkur þeirra Riv-
ertonbúa, er herra Sigurbjörn Si.gurSsson veit-
ir forstöðu. Leikur flokkurinn fjölda af ís-
lenzkum lögum, og má reiða sig á, aS vel verði
fariS með. í
SíSast, en ekki sízt, skal þess getið, að eins
og við hefir gengist undanfarin ár, kemur fram
á hátíðinni Fjallkona, ásamt hirSmey.jum sín-
um. Fjallkonan, að þessu sinni, verður Mrs.
Agúst Blöndal, tiguleg kona og prúð í fram-
göngu. HirSmeyjar hennar eru þær Miss Jón-
ína Johnson og Miss Áróra Sarnson, glæsilegar
og háttprúðar stúlkur. Verður drotning dags-
ins klædd íslenzkum faldbúningi, og er hið sama
um hirðmeyjarnar aS segja.
Islendingar! RækiS skyldu yðar gagnvart
íslenzku þjóðerni, með því að fjölmenna á ís-
lendingadaginn í Winnipeg, og alla aðra þjóð-
minningardaga, hvar helzt sem þeir kunna aS
verða haldnir, innan vébanda ný'bygða vorra
hér í álfunni.
Skýring.
Ekki væri úr vegi, að á það sé bent, að eftir
því sem vér vitum bezt, hefir heimfararnefnd
Þjóðræknisfélagsins fullyrt viS flutningsfélög-
ir, er hún hefir ver.ið að fara á f jörurnar við, að
gera mun<li mega ráð fyrir, að ekki mundu
færri heim fara, en þrjú þúsund manns, og sjá
allir hvílík fjarstæða að slíkt er. Efckert því
um líkt, hefði sjálfboSanefndin vogað sér að
bera á borð fyrir Cunard félagið.
Sökum þess að vér fjórir, sem nndir þetta
ritum, hétum fólaginu þessari samvinnu og veitt-
um því þessi meðmæli, teljum vér oss skylt að
gefa þessar skýringar. HvaSa synd í því felst,
að mæla með félggi, eða einstaklingnm til ein-
hvers starfa, fáum vér ekki skiliS.
Ef einhverjir væru Iþeir, er kynnn að hafa
lagt á það trúnað, að fargjald yrði lægra, eða
meðferð hetri á öðrum skipum en þeim, er Curi-
ard félagiS hefir umráð yfir, þá skal engin til-
raun til þess gerð af vorri hálfu, að raska þeirri
trú á þessu stigi málsins.
B. J. Brandson. Einar P. Jónsson.
Sig. Júl. Jóhannesson. Hjálmar A. Bergman.
Canada framtiðarlandiðí?^^^1^11^:.1 miðbiki B^'
ísh Columbia fylkis, sem rækta
Það gefur að skilja, að í stóru
landi eins og Canada, er v^ðr-
átta ekki alstaðar eins. Sumstað-
ar er hlýtt svo að segja alt árið
í kring; sumstaðar mjög heitt á
sumrin, en kalt á vetrum^ mik-
ið úrfelli í yissum plássum, og
þurkar i öðrum, o. s. frv. —
Ferðafólki, sem lýsir veðráttu
landsins, skjátlast því oft. Það
ferðast um litinn hluta landsins
og hvort sem því líkar veðráttan
betur eða ver, ályktar það, að
adstaðar sé hún ihin sama.
Vestur á Kyrra'hafsströnd er
t. d. Ihlýtt sumar og vetur, með
mjög fáum undantekningum. Þar
eru rigningar miklar haust og
vor, en þess á milli þlíðviðri og
sólskin. Með fram ströndinni
liggur fjallgarður, sem nefndur
er ‘öoast Range’ (Strandfjöll).
Milli þessara fjalla og Klettafjall-
anna er þreiður dalur. Hér er mjög
heitt á sumrin og vetrarkuldi lít-
ill. Úrfelli er lítið sem ekkert.
Verður þvi að veita vatni ofan úr
fjöllum á akra og aldingarða.
Hér vaxa hin beztu aldini, sem
fást í Canada — og þó víðar sé
leitað. Það er því mikil eftir-
spurn eftir þeim, og þau send víðs-
vegar. Uppskerubrestur getur
ekki orsakast af of miklum þurk,
þar sem vatni er veitt yfir akrana,
aldini og kálmeti, -betur settir en
bændur í austurfylkjunum. Brit-
ish Columbia er stærst vestur-
fylkjanna, en mannfátt er þar
enn þá. Er þó náttúruauðlegðin
geysi mikil. Við ströndina eru
miklar ' fiskiveiðar (lax, lúða o.
fl.). Þar er mesta laxveiði í
heimi. Er mest af laxinum soðið
niður í könnur og sendur víðs-
vegar. Sumt er fryst og sent til
stórborganna austur í álfu.
Þar er unninn borðviður. Þar
eru mestu sögunarmylnur í heimi.
þar er einnig mi'kið af málmi í
jörðu og vinna margir í námum.
Fyrir menn, sem eru að leita eft-
ir tækifærum að 'hafa sig áfram,
er hér úr mörgu að velja.
Suðurhluti Aliberta fylkis er oft
nefndur Sóílskinslandið! Þar er
úrfelli mjög lítið; 'heitt á sumrum
en litill kuldi að vetrinum. Vest-
anvindurinn, sem blæs ofan úr
Klettafjöllunum, er þur og hlýr og
bræðir snjó, sem kann að falla.
Skepnur ganga iþar iþví sjálfala
mestan hluta ársins. Þar verður
að veita vatni yfir akra og hafa
ýms félög bygt vatnsþrór (Reser-
voirs), og er vatnil veitt frá þeim
langar leiðir i pípum.
Þegar kemur austur í Saskatche-
wan, eru sumrin (heit, en veturnir
kaldir — og hið sama má segja
Heimfararmálið hefir verið svo mikið rætt,
að öílum, sem skilja vilja er nú kunnugt, um
hvað deilan hótfst. Reyrut hefir verið að íeiða
hugi mauna frá aðal efninu í vandræða tilraun-
um til þe-ss að blekkja og fcomast hjá því að ræða
aðal málið.
Fylgjendur heimfararnefndar Þjóðræknis-
félagsine, og hún sjálf, hafa skrifað og rætt
ósköpin öil um þetta og hitt í seinni tíð, en tæp-
lega hefir verið minst á málið sjálft.
Um mannjöfnuð í nefndunum, hefir til dæm-
is mikið verið sagt. Engum steini skal kastað
að hinni glæsilegri glerhöll heimferðarnefndar
Þjóðræknisfélagsins í því efni. Henni er það
velkomið, að lifa og deyja í þeirri meðvitund,
að hana skipi þeir menn, sem séu persónugerfi
fullkomleikans og hreinleikans, en að sjálfboða-
nefndina skipi einungis rusl og misendismenn.
Vér skulum að eins ra;ða málið sjálft. Þeir,
sem sjálfboðanefndina skipa, mótmæltu því all-
ir, að styrkur væri þeginn af almanna fé, og nú
er það fullsannað, að allur fjökli Vestur-lslend-
inga fylgir þeim í þessum mótmælum; því þótt
fengist hafi samþykt með örfáum atkvæðum á
fundum hór og þar, sem trausti lýsi á heim-
fararnefndinni gömlu að öðru leyti, þá er oss
ekki kunnugt um, að á nokkrum fundi í nokkurri
bygð, hafj verið lýst velþóknun yfir því, að
nefndin bað um stvrkínn, eða því tiltæki henn-
ar veitt fylgi.
Til þess að gefa fólki tækifæri til opinherra
mótmæla, hóf sjálfboðanefndin umræður í blöð-
unum. Oamla nefndin efaðist um, að sú mót-
mælastefna hefði mikið fylgi, og taldi sér það
miirið áhugamál, að fá vissu eða sannanir í því
efni. Sjálfboðanefndin áleit sjálfsagt, að sann-
anir fylgdu staðhæfingum og tók því þá leið,
sem lausust var við iilindi og hávaða, safnaði
nöfnum' fullveðja fólks nndir yfirlýsingn, og
skrifuðu undir hana þúsundir manna.
En jafnframt þessu gerði sjálfboðanefndin
sér grein fyrir því, að hún hafði tekið sér skvld-
ur á herðar með þessu. Hún taldi sig siðferðis-
lega skylda til þess, að sjá svo \im, að þeir,
sem ekki vildu sigla undir flaggi stýrks og vest-
urflutninga, ættu kost á öðra og veglegra fari.
Þcss vegna var það, að sjálfboðanefndin mælti
með bezta og fullkomnasta skipafélagi, sem
kostur var á, og þjóðeignajárnbrautunum í Can-
ada. Nefndin hét félaginu samvinnu sinni, og
aðstoð með upplýsingar, en; sagði því hrein-
skilnislega fyrir fram, að hún væri hvorki skip-
uð né ko'sin af neinu félagi, heldur aðeins flokk-
ur manna, er í samvinnu starfaði að því á eigin
ábyrgð, og af eigin hvötum, að vinna á móti
styrkþágnnni og sjá þeim 'fyrir sæmilegrim far-
kosti, sem ekkert vildu með styrkinn eiga.
Og þótt heimfararnefndinni gömlu, ]>vki það
ef til vill ótrúlegt, þá er það nú .samt satt, að
ekk,i þurfti annað en benda á nöfnin í sjálfboða-
nofndinni, til þess að félagið tæki hiklaust með-
mælum hennar, með fullu trausti og engri á-
byrgð á nokkurn hátt, nema loforði um sam-
vinnu og upplýsingar.
& COJ
Það er auðvelt að borga
eins oií vér seljum
Og
ÞAÐ ER TiMI KOMINN AÐ FÁ
FUR KAPUNA
Veljið yður Fur-kápu nú meðan verðið er lágt, yfir sumarið
og sparið peninga.
Sérstaklega
hœgir borgunar-skil
málar
BORGIÐ
AÐEINS
íi
NIÐUR
og haldið svo áfram að borga meira yfir sumarmánuðina
eins og yður siýnist. Kápah færð yður, þegar fjórði hluti
verðsins er borgaður.
Kápunum baldið í lagi í heilt ár
án nokkurs aukagjalds
Sparið og leggið fyrir í sumar, svo þér getið notið ánægju
og J>æginda að vetrinum.
✓ Þér finnið æfinlega nýjustu gerðir, lágt verð og gott efni
í kvemkápum og kjólum og karlmanna kápum og alfatnaði
Ihjá . \
2nd Floor
Bldg.
Wpg. Piano
MARTIN & CO.
Portage
and
Hargrave
Easy Payments Limited
L, HARLAND, Manager