Lögberg - 30.08.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 30.08.1928, Blaðsíða 1
41. ARGANGUR | WINNIPEG, MAN., FIMIUDAGINN 30. AGÚST 1928 ínÚMER 35 Helztu heims-fréttir Canada Þegrar General Motors of Can- ada hafði sinn árlega skemtidag í sumar í Lakeview Park, við Lake Ontario, mátti heita að alt fólkið úr bænum Oshawa, iþar sem fé- lagið hefir stöðvar sínar, væri þar saman komið. Milli tuttugu og þrjátíu þúsundir sóttu þessa skemtun hin mesta iðnfélags í Canada, og var bærinn svo að segja mannlaus þann daginn, og þar að auki sóttu skemtunina n\argir úr nágrenninu. * * # Það gengur ekki alt að óskum fyrir kaupamönnunum mörgu, sem komið hafa frá Bretlandi til að vinna við uppskeruna hér í Vest- ur-Canada í haust. Hópur af þeim fóru að sjá borgarstjórann og eitthvað af bæjarráðsmönnun- um I Winnipeg, seint í vikunni sem leið, og báru fram fyrir þeim vandræði sín. Heitir sá Walter James, frá Liverpool á Englandi, sem helzt ihafði orð fyrir þeim. Sagðist hann hafa farið til Port- age la Prairie og hefði bóndi boð- ið sér einn dal á dag í kaup, með- an hann væri að reyna hvort hann væri að nokkru gagni eða ekki. Þetta þótti honum ólíkt þvi, sem 'hann hafði búist við, því sér hefði skilist, áður en hann fór frá Eng- landi, að hér gæti hann fengið stöðuga vinnu í átta vikur að minsta kosti, fyrir þrjú til fimm sterlingspund á viku. — Fréttir þessu líkar hafa borist úr Vestur- fylkjunum, að sumum þessara manna gangi illa að fá vinnu og halda vinnu fyrir það kaup, sem þeir hðfðu búist við. Ekki virð- ast þessir menn neitt dulir á að segja frá vonbrigðum aínum, og krefjast þess sem þeim finst að þeir eigi að fá. Það er ekkert ó- sennilegt, að til séu bændur í Vest- ur-Canada, sem vilja fá menn til að vinna fyrir sig fyrir óhæfilega lágt kaup, ef þess er kostur. Hitt tekur engu tali, að menn, sem vinna hjá bændum í Vestur-Can- ada um þessar mundir, flái ekki meira kaup en döllar á dag, ef þeir eru að nokkru liði. Hver vinnu- fær maður fær nú að minsta kosti eins mikið kaup, eins og þessir menn frá Bretlandi gerðu sér von- ir um að fá, áður en þeir fóru að heiman, eða jafnvel meira. * * * Hveitisamlagið hefir nú greitt ’meðlimum sínum í Manitoba og Saskatchewan síðustu borgun fyr- ir hinar grófari korntégundir 1927, og nemur sú upphæð hálfri ann- ari miljón dala. Þessi s'íðasta borgun var 4/c fyrir hvern mæli hafra, 9c fyrir bygg, 14c. fyrir rúg og U/2c fyrir flax. Verð það sem bændur hafa feng- ið fyrir hinar ýmsu korntegundir 1927, verður þá sem hér segir: Hafra 62l/2c, bygg 84c, rúg $1.09, flax $1.86^2 hvern mæli. Mismunur verðs á hverjum mæli eftir gæðum, er sem hér segir: A höfrum 3 til 16c, byggi 4 til 23c, flaxi 7/2 til 38%, og rúgi 11% til 50%c. mælirinn. Manitoba Saililagið hefir nú borgað meðlimum sínum $661,338 sem fullnaðarborgun fyrir 637,- '590 mæla af höfrum, 4,714,026 mæla af byggi; 578,301 mæla af rúgi, og 251,370 mæla af flaxi. Saskatchewan Samlagið hefir borgað sínum meðlimum sem fullnnaðarborgun $924,512 fyrir 4,445,693 mæla af höfrum; 1,876,- 310 mæla af byggi; 1,144,581 mæla af flaxi og 2,372,408 mæla af rúgi. Hon. Charles Stewart, innanrík- is ráðherra, fór frá Winnipeg í vikunni sem leið áleiðis til Ottawa, án þess að nokkuð væri afgert með Sjö-systra-fossamálið, sem þó var búist við, þegar hann kom. Það lítur út fyrir, að Mr. iStewart hafi viljað gefa fylkisstjórninni í Manitoba umráð yfir Sjö-systra- fossunum, og gæti hún svo látið virkja það sjálf, eða veitt Winni- peg Electric félaginu leyfi til þess. 3*etta er sagt að Mr. Bracken hafi ekki verið ánægður með, heldur hafi hann viljað, að Winnipeg El- ectric félagið fengi leyfi til að virkja fossana beint frá Sambands stjórninni. Sambandsþingmenn- irnir frá Manitoba, eru enn ein- dregnir á móti því, að félagið fái þetta leyfi að sinni. Það lítur því ekki út fyrir, að nokkuð verði af- gert í þessu máli fyrst um sinn. * * * Alexander Macdonald, stórkaup- maður í Winnipeg, andaðist hinn 23. þ.m., 84 ára að aldri. Hann var um langan aldur einn af helztu athafnamönnum Winnipegborgar og átti lengl sæti í bæjarstjórninni og var um tíma borgarstjóri. í stjórnmálum og öðrum opinberum málum lét hann einnig allmikið til s'ín taka. Macdonald var uppalinn á Skotlandi, en kom til Winnipeg 1871. Mentun hafði hann hlotið að eins af skornum skamti i æsku. En dugnað og hyiggindi átti hann í ríkum mæli. Macdonald kom til Winnipeg fátækur, ungur maður, en byrjaði snemma á mat- söluverzlun, sem óx stórkostlegn eftir því sem landið bygðist, og græddist honum mikið fé og hefir hann um langt skeið verið talinn einn af auðugustu mönnum i Vestur-Canada. Með honum hníg- ur í valinn einn af elztu og merk- ustu frumbyggjum Winnipeg- borgar. * * * Lögregluforingjar í Canada hafa nýlega haldið fund með sér í Tor- onto, til að bera sig samán um ýmislegt, sem að lögreglustörfum lýtur. Eitt af því, sem þar kom til tals og sem virðist hafa fengið góðan byr á þessum fundi, var það, að myndir af fingraförum (fingerprints) væru teknar af öll- um, sem til landsins flytja, og á það sjálfsagt að vera til þess að hægra sé að hafa upp á þeim síð- ar og hafa hendur í hári þeirra, ef einhverjir iþeirra skyldu vera við- sjálsgripir. Sumum blöðunum þyk- ir þetta hin mesta fjarstæða, og segja, að það sé beinlínis til þess að halda fólki frá að flytja til Canada, því það séu all-illar við- tökur, að byrja á því þegar inn- flytjandinn kemur til landsins, að fara þá strax með hann eins og hann væri glæpamaður. * * * Frank E. Simpson, K.C.., lög- maður í Daup/hin, Man., hefir verið skipaður dómari í norðan- verðu Manitoba fylki í staðinn fyrir F. E. Maulson, sem settur var af embætti fyrir skömmu, eins og getið var um í Lögbergi. * * * Mackenzie King, forsætisráð- herra Canada, köm til Le Havre í Frakklandi, snemma morguns á föstudaginn var, með skipinu “Ile de France.” Bandaríkin. Ofsaveður gekk yfir suður hluta Minnesota ríkis og norðurhluta Iowa ríkis snemma í vikunni sem leið og vao*ð níu manneskjum að bana, og olli eignatjóni, sem sagt er, að nemi tveim miljónum dala, eða meira. * * # William F. Whiting frá Holy- oake, Mass., hefir Coolidge forseti skipað viðskiftaráðherra í staðinn fyrjr Herbert Hoover, sem sagði því embætti af sér vegna forseta- kosninganna. * * * Fimm ræningjar réðust á tvo bankamenn í Chicago hinn 21. þ. m. og rændu af þeim $19,000, sem þeir voru að flytja frá einum banka til annars. * * # Alfred E. Smith hefir nú á form- legan hátt lýst yfir því, að hann sé viljugur og til þess búinn að gerast forsetaefni Democrata- flokkáins, eins og hann hafi verið útnefndur til. Flutti hann við það tækifæri ræðu mikla og lýsti þar stefnu sinni í ýmsum málum. Það sem sérstaklega vakti eftirtekt, var það, hve eindreginn hann var á móti vínbannslögunum, þó það væri að vísu áður vel kunnugt, að hann var ekki vínbanni vinveitt- ur. Þótti honum helzt ráð, að fara að dæmi Canada og láta ríkin ráða hvernig þau, hvert um sig, færu með vínsölu eða vínbanns- málið, eins og fylkin í Canada gerðu. Kvað Smith sig hlyntan því, að ríkisstjórnin hefði vínsölu þar sem meiri hluti íbúanna sýndi með atkvæðagreiðslu, að það væri fólksins vilji. Ekki vildi hann þó, að vín væri selt til neyzlu á opin- berum stöðum. En þrátt fyrir alla galla, sem hann sér á vínbanninu, þá telur hann þó sjálfsagt að framfylgja vínbannslögunum, á meðan þau eru í gildi, og það miklu betur og röggsamlegar, heldur en nú er gert. -Eitthvað þyrfti að gera fyrir ’bændurna, sem allra fyrst. Vildi Smith velja nefnd búfróðra manna, án tillits til flokksfylgis, til að athuga það mál og koma fram með tilögur í þá átt, er gerði bænd- um hægra fyrir að fá sæmilegan arð atvinnu sinnar, og ættu þær tillögur sVo að vera lagðar fyrir þjóðþingið strax í vetur. Þá vildi Smith skipa nefnd, sem stöðugt 'hefði gætur á því, hve tollarnir þyrftu að vera háir til að vernda iðnað þjóðarinnar, og skyldi sú nefnd leiðbeina forseta og þingi í þeim efnum. * * # Frétt sem tekin er eftir Ascoci- ated Press, segir, að hér um dag- inn hafi slanga komist inn í íbúð á þriðja lofti í byggingu einni í New York. Vaknaði húsmóðirin við það, að hún heyrði einhvern hávaða í eldlhúsinu, og þegar hún fór að aðgæta hvað um væri að vera, sá hún þarna stóra slöngu, sem var brún og hvít á litinn. Varð konan afar Ihrædd og hljóp út og kallaði á hjálp. Kom lög- reglumaður til hjálpar, en hann treysti sér ekki að fást einn við óvætt þenna, og kallaði á félaga sína og urðu þeir átta saman. Komu þeir slöngunni í poka eftir alLharða viðureign og reyndist hún að vera 15 feta löng og vigt- aði 75 pund. Hvernig í ósköpun- um hún hefir þarna komist, er hulin ráðgáta. # * • Slys mikið vildi til á einum af neðanjarðar járnbrautunum í New York í vikunni sem leið, og fórust þar 14 manns en yfir 100 meiddust meira og minna. Einn vagninn, af langi járnbrautarlest, fór út af sporinu og valt um koll og brotnaði. Er því um kent, að járnbrautarsporið hafi verið eitt- hvað bilað. Hafa svipuð járn- brautarslys viljað til þar í borg- inni áður, en ekkert þeirra hefir verið eins stórkostlegt eins og þetta, nema það sem vildi til 1. nóvember 1918. Þá fórust nálega hundrað manns í einu. Kellogg friðarsáttmálinn var undirskrifaður í Parísarborg á mánudaginn hinn 27. þ.m. Þau lönd, sem hér eiga Ihlut að máli, eru: Bandaríkin, Canada, Bret- land, Frakkland, Belgía, Þýzka- land, ítalía, Czec'ho Slovakia, ír- land, Ástralía, Nýja Sjáland, Jap- an, Pólland, og Suður-Afríka. — Fyrir hönd Canada skrifaði *or- sætisráðherrann, Mackenzie King, en fyrir hönd Bandaríkjanna Kell- ogg utanríkisráðherra, sem er höfundur og upphafsmaður þessa merkilega friðarsáttmála. Strese- mann utanríkisráðherra Þjóðverja, skrifaði undir sáttmálann fyrir sína þjóð, og er þetta í fyrsta sinni í 57 ár, sem þýzkur ráðherra hefir komið til Parísarborgar. Þykir það góðs viti og halda marg- ir, að nú muni saman draga milli hinna fornu fjandmanna, Frakka og Þjóðverja. Má óhætt fullyrða, að þessi viðburður hefir ekki að- eins vakið mikla eftirtekt, heldur líka mikinn fögnuð víðsvegar um heim, ekki sízt vegna þess, að Bandaríkjaþjóðin, sem jafnan hef- ir staðið utan við Þjóðbandalagið, hefir nú gengið í nokkurs konar félagsskap við margar aðrar þjóð- ir til að útrýma stríðum og efla Arnold Johnston. Þessi ungi maður, sonur Thor- steins fiðlukennara Johnston og Valgerðar frúar hans 'hér í borg- inni, vann silfur medaliu fyrir fiðluspil í Intermediate flokknum við Toronto Conservatory of Music. Auk þess hlaut hann á- gætis einkunn í hljómfræði og pianospili. Hefir ihann numið öll sín hljómlistarfræði ihjá föður sínum. Má vafálaust gera sér góðar vonir um starfsemi hans í framtíðinni á sviði hljómlistar- innar. frið, og eins og fyr segir, er frið- arsáttmálinn þaðan runninn. — Verður 27. ágúst 1928 sjálfsagt lengi talinn mikill merkisdagur í sögunni, vegna þess að þann dag var Kellogg sáttmálinn staðfest- ur. Arthur G. Sorlie, ríkisstjóri í North Dakota andaðist hinn 28. þ. m. að Bismarck, N. D. og varð hjartasjúk- dómur banamein hans. Hann var 54 ára að aldri, fæddur 26. apr. 1874. Hann var kosinn ríkisstjóri i North Ðakota 1925 og endurkosinn tveimur árum síðar. Hvaðanœfa. Á sunnudaginn var fóru fram almennar þinigkosningar á Grikk- landi og. vann hinn frægi griski stjórmálamaður, Venizelos, og hans fylgjendur, þar mikinn sig- ur, eða 220 þingsæti af 250 alls. Er búist við, að hann verði nú fyrst um sinn nokkurn veginn ein- valdur Stjórnandi1 ríkisins. Er því mjög fagnað af hans mörgu fylgj- endum og lýðveldissinnum. Veni- zelos er talinn einn með allra mik- ilhæfustu stjórnmálamönnum. 1 hvaða skóla á eg að senda barnið mitt? (Framh.) í síðasta blaði nefndi eg, í lok máls, sérstök hlunnindi, sem nem- endur Jóns Bjarnasonar skóla ættu kost á. Ein mestu hlunnind- in er sú tilsögn er herra Björgvin Guðmundsson býðst til að veit á næsta vetri; en að því atriði verður vikið seinna. Nýr kennari. Þrír kennarar síðasta skólaárs verða áfram: Miss S. Halldórsson, yfirkennari; Miss R. V. M. Bleak- ley og sá, sem þetta ritar. Um þessa kennara hefir áður verið tal- að, og á eg von á, að þeir séu svo vel þektir, að skýringar þeim viðvíkjandi séu hér óþarfar. En í stað Mr. Bíldfells, sem kent hef- ir í skólanum síðastliðin tvö ár, kemur maður, sem heitir Theodore Sigurdson. Mr. Bildfell leysti verk sitt af 'hendi vel og sam- vizkusamlega. Þakkir og árnað- aróskir fylgja honum; en um þennan nýja kennara vill fólk fræðast. Það er þá fyrst, að hér birtist mynd af honum, og gefur mynd oft betri hugmynd um mann, en löng lýsing; en mynd vekur vanalega forvitni. Menn vilja vita sumt, sem myndin ekki sýnir. Vil eg nú seðja þá löngun lesendanna, að ein'hverju leyti. Mr. Sigurdson er fæddur að Ferjubakka, í Borgarhreppi syðra í Borgarfjarðarsýslu á íslandi, 14. júlí 1896. Foreldrar hans eru Jón Sigurðsson og Guðríður Jóns- dóttir, bæði ættuð úr Borgar- hreppi. Tveggja ára gamall flutt- ist 'hann með foreldrum sínum frá íslandi til Brandon, Man. Þar ólst hann upp, þangað til hann var 16 ára, en þá (1912) flutti fjðlskyld- an á land nálægt Bowsman, í þessu fylki, og þar hefir heimilið síðan verið. í barnaskóla og miðskóla gekk hann í Brandon. Kennaraskóla stundaði hann einig þar og í Sas- katoon, en háskólamentun sína fékk hann við háskóla, university, Manitoba-fylkis. Þaðan útskrif- aðist hann síðastliðið vor. Hann hefir all-mikla æfingu sem kennari, hefir kent hálft fjórða ár í Saskatchewanfy.lki, en hálft þriðja í Manitoba. Hann hefir getið sér lofsverðan orðstír bæði sem námsmaður og kennari, og hefir ágæt meðmæli kennara sinna við háskólann. Einn allra gáfaðasti prófessorinn þar viðhafði mjög sterk orð til að lý&a* því áliti sínu, hvað Mr. Sig- urdson væri hæfur kennari. J Við eigum von á góðum og hæf- um manni, þar sem Mr. Sigurd- son er. Umsóknir. Ráðleggja vil eg öllum, sem hafa það í hyggju, að stunda nám við skólann í vetur, að láta mig vita um þá fyrirætlan sína sem allra fyrst og eins að senda fljótt beiðni um fría kenslu í 10., 11. og 12. bekk, ef þeim er það í hug. Vel getur farið svo, að þeir verði all- margir, sem sækja um þessi hlunnindi. Menn muna, að það verður veitt þeim umsækjanda í hverjum bekk, sem hæstu einkunn hlaut í síðasta prófi. Bæklingur. Prentaður bæklingur, á ensku, til fræðslu um skólann, stendur nú til boða hverjum, sem æskir eftir. Hann hefir verið endur- prentaður, svo nóg er til handa öllum, Látið mig vita, og bækl- ingurinn verður tafarlaust send- ur. tslenzkunám. “íslenzkan er skyldunámsgrein fyrir íslenzka nemendur skólans”. Þannig hljóðar reglugerðin, sem nú er í gildi, og var hún samþykt á kirkjuþingi í Minneota. Menn höfðu verið að deila um það, hvort hún ætti að vera skyldugrein eða valgrein. í fyrstu reglugjörðinni stóð þetta: “Skólinn er almenn mentastofnun, með þeim aðal til- gangi, að veita tilsögn í íslenzku og kristindómi.” Ekki voru reist- ar frekari skorður á því stigi máls. Eftir fyrsta vetur skólans, var, á kirkjuþingi, 1915, þessi lagagrein samþykt: “Kristindóm- ur og íslenzka skulu vera sjálf- sagðar námsgreinir fyrir þá, sem skólann sækja, nema kennararnir veiti undanþágu.” Seinna fóru menn að athuga ýmsar 'hliðar málsins: hvernig átti að fara að, ef nemendur komu í skólann, sem alls ekki voru af íslenzku bergi brotnir, og eins, hvernig pkyldi 'farið með nemendur, sem voru afkomendur íslendinga, en kynnu ekkert í íslenzku. Um þetta urðu skiftar skoðanir. Þær sam- ræður leiddu til þess, að reglu- gjörðin var samþykt, sem þessi þáttur var byrjaður með. Við þetta skal því bætt, að í Jón Bjarnason Academy var, þá tíð, sem undirritaður getur vitnað um fyrir eigin reynd, þessari reglu- gjörð samvizkusamlega og bók- staflega fylgt. Þegar bætt var við College- bekknum og nemendur þeir urðu að nota að nokkru leyti tilsögn háskólans (university) reyndist, í sumum tilfellum, ókleift að fá rúm fyrir íslenzkuna á tímatöfl- unni. Sérstaklega á þetta sér stað með þá, sem eru að búa sig undir læknisfræði. 1 því námi er ís- lenzkan alls ekki leyfð af háskól- anum, enn sem komið er. Að öllu öðru leyti fer eg enn ftir gildandi rglugjörð skólans. Það hefir oftast verið siður minn, að segja á vorin, í skýrslu minni til kirkjuþings, hvað hafi verið lesið i íslenzku, yfir vetur- inn, í skólanum. Nú ætla eg að segja almenningi frá, áður en vet- urinn byrjar, hvað við eigum að lesa. En áður en eg skýri frá því, finst mér rétt að segja, hverj- ir sömdu lestrarskrá þá í íslenzku, sem nú er í gildi. Menn muna eftir því, að nefnd frá Þjóðrækn- isfélagi Vestur-íslendinga fékk það áunnið, að mentamáladeild fylkisins viðurkendi íslenzkuna, sem námsgrein, er nemendur mið- skólanna mættu velja samhliða einihverju öðru útlendu tungu- máli. Sú nefnd samdi lestrarskrá. Þegar eg kom, í fyrravetur, vest- an frá hafi, til þess að fást á ný við kenslustörf hér, fór eg að at- huga lestrarskrána. Fann eg á henni þann galla, að flestar bæk- urnar, sem þar voru fyrirskipað- ar, voru ófáanlegar. Þegar eg sagði mentamálaráðgjafanum frá þessu, kallaði hann nefndina sam- an, og niðurstaðan varð sú les- skrá, sem nú er fylgt. Kenslubókin í 9. og 10. bekkn- um, er “A Primar öf Modern Ice- landic”, eftir Snæbjörn Jónsson. Er hún notuð bæði sem lesbók og málfræði. Hún hefir að geyma nóg verkefni fyrir 3—4 stundir á viku bæði árin. í 11. bekk er notuð Lestrarbók Dr. Sigurðar Nordals og meiri 'hlutinn af henni lesinn: ennfrem- ur “Litla móðurmálsbókin” eftir Jón ólafsson. Þetta er mikið verk og þarf 4 kenslustundir í viku. — í fyrsta bekk College- deildar er farið yfir “A Grammar of Old Icelandic” eftir Helen Buckhurst. Er það nokkuð ein- kennilegt, að ensk stúlka skyldi verða til að semja nothæfustu bók í málfræði gömlu tungunnar okk- ar, sem eg hefi séð. Þar að auki eru lesnir nokkrir fornsöguþættir og val stuttra leskafla, eftir ís- lenzkufræðinginn Dr. Craigie, að- allega úr Snorra Eddu og Fom- aldarsögum Norðurlanda. Þá geta allir vitað um verkefn- ið. Við þetta bætast margar skrif- legar og munnlegar æfingar. Sé þetta vel kent, og vel numið, hlýt- ur eitthvað að vera á þessu að græða. Sé oss alvara mð íslenzka þjóð- rækni hér vestra, hljótum vér að sinna þessu og leggja við það alla þá rækt, sem kraftar leyfa. Sumir eru að tala um, hvað nemendur tapi við það, að nema íslenzkuna í skójanum. Athugið það með rósemi. Haldið þér í fullri alvöru, að nemandinn hafi meiri menningarnot áf tungu- máli, sem hann aldrei hefir séð fyr en í skólann kom, og ef til vill snertir aldrei þegar skólanum er lokið, iheldur en af tungu, sem honum er að einhverju leyti kunn frá blautu barnsbeini, og hann getur notað alla æfi til að hagnýta sér bókmentagimsteina þess? Hrindið af stað nýrri öldu á- huga fyrir íslenzkri tungu, og ís- lenzkum ljóðum og sögu. Finst ykkur ekki, vinir, að þér mættuð athuga þetta, þegar þér hugleiðið spurninguna, í hvaða skóla á eg að senda oarnið mitt? (Meira.) Rúnólfur Marteinsson. Frá Gimli. “Þegar heiðríkju sól roðar himnanna ból, og sér hellir með geislum á sæ. Þegar ljómandi hrönn verður hvít eins og fönn, þá vér herðum á strengjunum æ” Þegar eg, ásamt fleiri körlum, sem sátu tilbúnir úti neðri svöl- unum, biðu einnig nokkrar af gömlu konunum uppi á efri svöl- unum hér á Betel. Allir biðu til- búnir eftir bifreiðum, sem ætlað var að sækja okkur í heimboð til þeirra Dr. B. J. Brandsons 'hjóna á sumarbústað þeirra hér á Gimli. Það var 26. ágúst, sem að heim- boðið var, og við sátum öll, sem farið gátum, þarna úti á svölun- um, — þegar bifreiðarnar fóru að streyma heim að húsinu, hver annari fallegri og þýðlega skeið- andi. Datt mér þá í hug þessi vísuihending, sem að greinin byrj- ar á, og er hún eftir góðskáldið B. Gr. Auðvitað er hún úr sjó- mannaljóðum. En hún getur alt eins átt við á landi, þar sem kraft- ur, manndáð og áhugi fylgir. Hver bifreiðin kom brunandi á eftir annari, knúðar áfram af þeirra vanalega afli. En þó raf- afl, gasafl og gufuafl séu sterk og mikil ðfl, er þó eitt afl, einn kraft- ur, enn þá meiri, sem knúði þessi sléttu-lskip, eða vélar þeirra, á- fram; en það var kænleikurinn. Kærleikur guðs til hins helga og héa, og til hins hrelda, veika og lága. Eg var svo 'heppinn, að lenda á- samt þremur öðrum, á sléttu-skipi Dr. (augnlæknis) Jóns Stefáns- sonar, og datt á þá hamingju- hiHu, að sitja við hliðina á honum, og var það bæði skemtilegt og hugljúft, jafnvel þó við ekkert hefðum talað saman. Það er eitt af því undarlega og dularfulla, sem svo er bágt að skilja í, hvernig maður “finnur sig” (líður) í nær- veru annara manna. Til er það, að manni finst að hver augna- bliksstundin ætli aldrei að þrjóta i nærveru sumra. En aftur er eins og maður 1 nærveru annara kvíði fyrir hverju augnabliki, sem að nálgast skilnaðinn. Hefði Mrs. Stefánsson verið líka þarna í bif- reiðinni, bið eg hamingjuna að hjálpa mér; hún er sðgð mjög góð og fögur og kvað syngja einkar vel og einnig kunna mjög mikið af íslenzkum ljóðum og kvæðum. Hún hafði komið hér að Betel í sumar einu sinni, og sungið með mágkonu sinni, frú Dr. Ágúst Blöndal — fyrir alt gamla fólkið; en þá var eg ekki heima, og alt sem eg fékk, þegar eg kom heim, var þetta: að þær væru báðar ljómandi fallegar og góðar konur og syngju og spiluðu framurskar- andi vel. Svo eg ætla, ef eg lifi, að vera heima alt næsta sumar, ef þær kynnu einhvem tíma að koma þá. Jæja, þegar við komum heim á hlaðið, stóð Dr. Brandson úti. Mér iheyrðist hann segja, að bezt væri að binda klárana við hesta- steininn og koma inn. En mér hefði ekki þurft að heyrast það, því rétt í þv.í kom frú Brandson út með alúðina og gestrisnina sína á þvorum vanga og bauð okkur inn. Fyrst var nú kaffi og ýmislegt tilheyrandi (kaffið var framúr- skarandi gott), og svo var ísrjómi. Á meðan við værum að tæma kaffi- sopann, sagðist Dr. Brandson (hann sá ekki að við vorum að eta ísrjómann) ætla að segja við okk- ur fáein orð. Og eitthvað af þeim var þetta: “Okkur hjónunum er stór ánægja í að hafa ykkur gamla fólkið á Betel í heimboði í hús- um okkar einu sinni enn, og von- umst eftir að það geti orðið oft- ar, og þó ykkar gleði kunni nu að vera mikil, að vera hér komin, þá er eg viss um það, að mín og okkar gleði ihjónanna, er meiri yfir því að geta haft ykkur hér í dag.” — Af því Dr. Brandson hefir lík- lega grunað, að enginn okkar, þeirra gömlu, myndi í svipinn vera fær til að svara ræðu hans, var hann nógu nærgætinn að tilnefna Dr. J. Stefánsson, að hann skyldi segja fáein orð af einhverju. Og stóð ekki lengi á því, að hann leysti okkur öll af þeim vanda, að þakka tilhlýðilega fyrir okkar hönd. Og fórst honum það þakk- læti fyrir okkar hönd til þeirra Brandsons ihjónanna, eins og hann er sjálfur, ljúflega og lipurlega. — Svo talaði Mr. Lárus Árnason um talsímastólpa, sem að 'halda uppi vírunum, er gjöra svo mik- íð gaign um heim allan, hvar sem þeir væru. Og tók tilefni af gagni því, sem Dr. Brandson vinnur svo víða og mörgum til gagns. — Svo talaði Mr. Halldór Danielsson nokkur hlýleg orð fyrir hönd fólks- ins á Betel. J* Briem.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.