Lögberg - 30.08.1928, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.08.1928, Blaðsíða 6
Bu. fc. LÖGHKRG, FIMTUDAGINN 30 ÁGÚST 1928 RAUÐKOLLUR EFTIR GENE STRATTON-PORTER. McLean ibeygði isig1 yfir hann, breiddi yfir sáran og bólginn hand.legginn, en með hinni hendinni strauk hann mjúklega um enni drengs- ins. Rauðkollur rumskaði ofurlítið við þetta og tautaði meir en hálf-sofandi: “Ef þú kemur hingað á morgun, þá skulum við reyna með okkur aftur, og þá skaltu fá fyrir ferðina. ’ ’ “Það er áreiðanlega veigur í honum, þessum dreng,’’ sagði McLean í hálfum hljóðum. “Guð blessi hann.’’ Svo fór hann, en bað Mrs. Duncan að gæta drengsins vandlega, en senda Duncan út í skóg- inn, strax þegar hann kæmi heim. Hann fór aftur þangað sem bardaginn hafði staðið og staðnæmdist í skógarrjóðrinu þar sem alt var svo prýðilega vel um gengið. Þar dvaldi hann all-lengi, og dáðist að því með sjálfum sér, hve öllu var smekklega og haganlega fyrir komið, og hann furðaði, hve miklu Rauðkollur hefði get- aðkomíð í verk til að prýða ])ennan stað og gera hann eins undur fagran, eins og hann var orð- inn. Hann sannfærðist um, að þessi piltur hefði ekki aðeins mikinn dugnað til að bera og vinnu- þrek, heldur væri hann líka gæddur mikilli skáldgáfu og næmurn listasmekk. Honum fanst það meir en vel við eigandi, að Rauðkollur hefði kallað þennai stað “dómkirkjuna”, því Hér var svo mikill helgihlær yfir öllu, að maður gat vel látið sér finnast, að maður væri staddur í dómkirkju. Ef til vill var þessi einkennilegi piltur verulega trúhneigður og vildi vera sann- ' ur lærisvoinri Krists og notaði þennan fagra stað til að biðjast fyrir, en ef til vill var það listsmekkurinn einn, sem því réði, að Rauðkoll- ur valdi þennan stað og skreytti hann svona undur smekklega. Hver getur fyllilega skilið þennan dreng? McLean liafði hingað til hugsað um hann sem framúrskarandi trúverðugan og ráðvandan pilt. Hann breytti ekki þeirri skoðun sinni á lionum, en hann skildi nú, að hann átti hjarta sem þráði fegurð, félagsskap og tilbeiðslu. órækar sannamr fyrir því lýstu sér álstaðar í þessu litla skógarrjóðri. Þegar Duncan kom, sagði McLean honum nákvæmlega frá bardaganum, og þeir hlógu báðir dátt. Svo lögðu þeir af stað, til að leita að trénu. “Nú er drengurinn í hættu staddur, og verð- ur það fyrst um ,sinn,” sagði Duncan. “Eg vona ekki,” svaraði McLean. “Þú hefir aldrei áður séð mann fá aðra eins ráðn- ingu eins og Wæsner fékk, og eg býst ekki við, að hann komi aftur til að fá meira af því tagi. Við finnuim tréð sjálfsagt, eða ef við finnum það ekki, þá getur Rauðkollur fundið það. Eg get svo sent nokkra menn hingað og við getum felt tréð og farið burtu með það. Það ætti að frvggja okkur frið um tíma, og eg vona, að það verði ekki nema svo sem. mánuður þangað til við getum flutt okkur hingað alveg. Þá er ekki langt til haustsins, og ef Rauðkollur vill fara, ætla eg að senda hann til móður minnar, til þess að menta hann. Hann er bæði svo gáfaður og líka svo djarfur og áræðinn, að það ætti áreið- anlega eitthvað að geta, orðið úr honum, ef hann fær góða mentun. Eg hefði viljað gefa hundr- að dali til þeas að þér hefðuð séð þegar þeir áttust við, Rauðkollur og Wessner.” “Það var nú gott, að eg sá það ekki,” sagði Duncan, ‘því eg liefði líklega drepið mann- skrattann. Eg vona yður hepnist fyrirætlanir vðar með Rauðkoll, þó eg vildi reyndar eins vel missa mitt eigið barn af heimilinu eins og hann. Við elskum drenginn, Sarah mín og eg.” Þeim gekk greiðlega að finna tréð, því það var svo auðþekt, og morguninn eftir, þegar verkamennirnir fóru fram hjá húsinu á leið til skógarins, vaknaði Rauðkollur og stökk á fætur og fór á eftir þeim. Hann var svo stirður, að hann tók afar nærri sér að ganga, en liðkaðist þó fljótlega. McLean sneypti hann fvrir að vera ekki^ kyr í rúminu, en í hjarta sínu þótti honum þó vænt um drenginn, og ’áhugann, sem hann sýndi. Tréð var afar .stór hlynur, og svo ágætur Viður, að þeir nærri grófu það upp með rótum. Þegar þeir voru búnir að fella það og saga það í sundur, og hlaða bútunum á vagna, þá var einn vagninn tómur, sem þeir þurftu ekki á að halda. Duncan sagði því, þegar þeir voru rétt tilbúnir að leggja af stað: Hérna skamt frá er holt tré, sem eg hefi lengi haift hug á að fá, því eg gæti notað það tii að vatna í því gripunum; það sem eg hefi, er of lítið. Portland félagið feldi það í fyrra og það hefir legið hér síðan. Þar sem piltarnir eru nú hér og einn vagninn tómur, þá væri gott að taka nú tækifærið og koma því heim að fjós- inu. ’ ’ * McLean sagði, að þetta væri velkomið, og sagði Duncan að hann gæti tekið með sér menn og hesta sem hann þyrfti á að halda til að koma trjábolnum heim. Hann hafði sagt Rauðkoll að sitja á einum vagninum heim, en nú vildi hann endilega fá að fara með Duncan. “Eg veit ékki hvað þú ætlar eiginlega að gera með að fara með honum. Eg ætti ekki að líða þér að vera úti í dag, að minsta kosti.” “Það eru hænsnin mín, sem eg er að hugsa um, ” sagði Rauðkollur. “Eg var í gær að leita að hreiðrinu og eg fór eftir því, «em eg las í einni ibókinni minni. Þessir stóru fuglar verpa í holum trjám, og það eru ekki mörg hol tré í skóginum. Mér datt í hug, að það gæti nú skeð, að hreiðrið væri einmitt í þessu tré.” “Fyrst svona er, þá er bezt þú farir,” sagði McLean. “Ef hreiðrið skyldi vera þarna, þá skaltu segja Duncan, að hann skuli láta tréð vera, þangað til fuglarnir þurfa ekki lengur á því að halda.” McLean hélt svo sína leið og þeir menn, sem með honum voru, en Rauðkollur fór á eftir Duncan og þeim, sem honum voru. Hann fór töluvert á eftir þeim, en sá þó til þeirra. Hann náði þeim þó, áður en þeir komust alla leið. Þeir fundu tréð, sem þeir voru að leita að, en þar var töluvert erfitt aðgöngu >og fór Duncan á undan hinum mönnunum til að athuga, hvern- ig ihægt væri að komast að því og hvar væri > hentugast að taika það í sundur. En meðan á þessu stóð, flaug stór dökkleitur fugl út úr trénu ©g sveimaði yfir höfðum mannanna, sem 'biðu eftir Duncan. Rauðkollur réði varla víð sig af fögnuði. “Þetta eru svörtu fuglarnir mínir, þetta eru stóru, svörtu fuglarnir mínir!” hrópaði hann. ”Nú höfum við fundið hreiðrið þeirra. Dunc- an! blessaður komdu fljótt, nú veit eg hvar hreiðrið er,” og Rauðkollur var komiim að hreiðrinu á undan Duncan, þó hann ætti lengra að fara, þvi hugurinn bar hann hálfa leið.” “Það er ungað út,## hrópaði hann, “og svo er eitt egg í hreiðrinu En hvað þetta er fall- egur ungi, komdu bara og sjáðu, Duncan.” Duncan gat vel séð hreiðrið inni í bolu trénu og hinir mennirnir sáu það líka. Rauðkollur seildist eftir unganum og tók, hann í lófa sinn og sýndi hinum mönnunum hve afar fallegur hann var og dáðist mikið að honum. Duncan tók saman áhöldin, sem ibúið var að taka út úr vagninum og sagði, að þeir hefðu ekki meira þar að gera. “Það er bezt fyrir okkur að fara,” sagði liann. “Þú ættir að láta ungann í hreiðr- ið aftur, Rauðkollur, hann er víst rétt nýskrið- inn úr egg'inu. Þeir verða kannske tveir á morgun.” Rauðkollur lét ungann aftur í hreiðrið rétt Hjá egginu og fór ósköp varlega með hann. “Eg hefði átt að taka út eggið líika, og lofa ykkur að sjá það, en eg þorði ekki að snerta á jtví. Það er svo fjarskalega fallegt og stórt, svart og brúnleitir flekkir á því rétt eins og segir í bók- inni minni. Þetta er merkilega stórt og fallegt hreiður.” “Heyrðu, Rauðkollur, sagði einn af mönn- unum. “Hefir þú nokkurn tíma heyrt getið um síúlku, sem altaf er kölluð “Fuglamær”? Þessi kona fer um allar átt.ir og tekur mvndir af fuglum, og eggjum og hreiðrum. Hún tók mylidir í fvrrasumar hjá Jim bróður mínum. Hann hjálpaði henni alt sem hann gat, til að finna hreiðrin og taka myndirnar, og svo gaf hún lionum margar myndir og honum þykir svo f jarska mikið til þeirra koma og hann geymir þær í biblíunni og sýnir þær hverjum manni, sem kemur á heimilið og hælir sér af því, að hann hafi hjálpað mikið til að taka þessar myndir. Ef þú getur komið boðum til henn- ar, þá er eg viss. um, að hún kemur, og það væri gaman fyrir þig að eiga myndir af þessum fuglum og skoða þær, þegar fuglarnir eru sjálf- ir farnir. Eg veit ekki, hvaða fugl þetta er; hefi állrei séð fugla líka þeim áður. Þeir hljóta að vera sjaldgæfir hér um slóðir, eða hefir nokkur ykkar séð þessa fugla hér áður?” Nei, enginn þeirra hafði séð þá. “ I yrst við hættum við að taka þenna staur, þá ætla eg að skreppa til bœjarins, og þá fer eg rétt fram hjá, þar sem hún heldur til, og er til með að fara og segja henni frá þessu. Ef henni er sagt yel til vegar, þá hlýtur hún að finna tréð sjálf, þó Rauðkollur sé ekki viðstaddur, til að sýna henni það. Jim bróðir minn segir, að hún sé ifeínu ríki til sóma, og að það sé mesti dóna- skapun að hjálpa henni ekki alt sem hægt sé. Faðir minn var vanur að segja, að trúarbrögðin væru eiginlega öll í því innifalin, að breyta þannig við aðra, eins og maður vildi að aðrir breyttu við sig. Og ef eg hefði ofan af fyrir mér með því að taka fuglamyndir, þá held eg að mér þætti vænt um, ef mér væri vísað á svona sjaldgæfa fugla. Eg ætla að fara, og segja henni frá þessum fuglum, og kannske hún gefi mér mynd af litla unganum fyrir ómakið. ” Rauðkollur greip í handlegginn á honum og sagði: “Heldurðu að hún verði harðleikin við litla fuglinn?” “Nei, það er nú öðru nær,” sagði maður- ii^n, “hún sem ekki vill láta skjóta nokkurn fugl og verður bálreið, ef einhver rænir hreiður. Hún er alt af á ferðinni, hvernig sem veðrið er, til að 'kenna fólkinu að láta sér þykja vænt um fuglana og vera gott við ])á. Hún er svo hugs- unarsöm um þá, að tengdasystir mín segir að Jim standi stundum eins og fífl og haldi regn- hlífum yfir ungunum meðan hún er að bíða eft- ir þessu, sem kallað er “focus” — hver skoll- inn sem það kann að vera. Jim segir, að það líti út fyrir, að öllum fuglum þyki beinlínis vænt um hana, eftir að hún hefir verið hjá þeim nokkra daga, og myndirnar, sem hún tekur, eru svo góðar, að engin, sem ekki hefir séð það, getur trúað því, að þær séu í raun og veru tekn- ar með myndavél.” “Ætlarðu áreiðanlega að biðja hana að koma?”/spurði Rauðkollur. Duncan svaf heima hjá sér nóttina eftir; hann heyrði Rauðkoll fara snemma á fætur um morguninn, en hann var of syfjaður til að gefa l_m' nokkurn gaum, þangað tíl hann fór sjálfur á fætur og fór að gegna morgunverkunum. Þótti honum }>á undarlegt, að gripirnir vildu ekki drekka, eins og þeir voru vanir, 0g tók þá eftir því, að þeim hafði þegar veriþ vatnað. S-kildi hann þá, að Rauðkollur var að reyna að jafna það við hann, með því að vatna fyrir hann grip- unum, að hann hefði orðið að missa af þessu hola tré, sem hann hafði haft svo mikla ágirnd á. ^ “Blessaður drengurinn,” sagði Duncan, “og hann svona stirður og sár og á svo bágt með að hreyfa sig. Það er ekki undarlegt, þó okkur þyki öllum vænt um hann. ” En Rauðkollur hélt ekki kyrru fyrir, þó hann væri enn töluvert stirður eftir viðureign- ina við Wessner. Hann gekk hratt og hafði þó nákvæmar gætur á öllu. Hann gerði sér dálítinn 'krók, til að sjá hreiðrið, sem hann fann daginn áður. Kvenfuglinn var í hreiðrinu og Rauð- kollur varaðist að gera nokkurt ónæði, því hann hélt að unginn mundi kannske vera rétt að skríða úr eggin. Hann var með fyrra móti þennan morguninn og kom snemma í skógar- rjóðrið, þar sem hann geymdi skápinn sinn og allar sínar eigur. Hann hafði með sér nestið sitt, og hann þurfti ekki að fara á stað aftur, fyr en svo sem um nónbil. Hann hafði þvf langan tíma til að vinna við blómabeðin og ann- að, sem honum hugkvæmdist til að prýða rjóðrið og. sro til að lesa í bókunum. Með mestu ánægju varði hann tímanum til að prýða enn þennan fagra stað og halda honum í sem beztu lagi. Hann háfði valið sér þennan hvíldarstað með sérstöku tilliti til þess, að þar var sjaldan mjög heitt, því golan náði sér þar vanalega. En þenna daginn var þó hitinn töluvert óþægi- legur. “Það er gott, að þurfa ekki að fara inn i skóginn, rétt sem stendur, því hitinn er svo ótta- lega mikill, ” sagði hann við sjálfan sig. “Þar er svo heitt og loftlaust, að maður mundi alveg hráðna. En sú hepni, að við skyldum finna hreiðrið, áður en hitinn varð svona óskaplegur. Eg hefði kannske aldrei fundið það annars — og ]>að hefði verið reglulega slæmt. Hvað ég hlakka til að sjá litla angann, þegar hann fer að koma út úr hreiðrinu! Skvldi hann verða 'eins myndarlegur eins og foreldrar hans?” Það varð enn heitara. Rauðkollur horðaði matinn sinn uum hádegisbilið og liann hafði enn tvo eða þrjá klukkutíma til að lesa. V. KAPITULI. Hvort það var eittlivert hljóð, sem vakti eftirtekt hans, eða það var eitthvað annað, það gat Rauðkollur aldrei gert sér grein fvrir, en hltt var víst, að liann leit upp og sá engils and- 1-t, sem blasti við honum milli trjálaufanna. Að vísu hafði hann oft áður, þegar hann hafði setið þarna, í liuga. sínum séð engla og gyðjur og jafnvel álfameyjar. En hann hafði aldrei séð neitt af því tagi svona greinilega fvr en nú, og allar slíkar myndir höfðu fljótlega horfið aftur. Skyldi þessi undur fagra mynd hverfa líka? Hann lagði frá sér bókina, stóð upp og gekk ofurlítið nær, og starði á þessa undur- fögru mynd. Þetta var áreiðanlega mann- eskja, þó hún væri öllum öðrum fegurri, og hún var sjálfsagt ein af bömum Limberlost skóg- arins, þó hann hefði aldrei séð hana fvr. Ungu furutrén, sem hún stóð hjá, voru ekki beinni en hún. Hárið, sem var bæði mikið og þykt, sýnd- ist í sólskinmu vera eins og gullkóróna. Augun voru eins blá eins og nokkur írsk augu geta ver- ið. Varirnar rauðar og kinnarnar ávalar og rjóðar. Hún brosti til Rauðkolls og það var eins og hún fengi strax óbifcmlegt traust á hon- um. “Dæmalaust þykir mér vænt um, að eg hefi fundið þig,” sagði hún. Hjartað barðist svo í brjóstinu á Rauðkoll, að honum fanst að ekki gæti hjá ]wí farið, að stúlkan heyrði það, en hann reyndi að láta sem minst á því bera og sagði eins stillilega eins og hann gat: “ Varstu að leita að mér? ” “Eg var að vona, að eg mundi finna þig, kannske,” sagði stúlkan. “Eg skal segja þér eins og er, eg gerði ekki eins og mér var sagt, og ])ess vegna viltist eg. Fuglamærin sagði mér að vera í kerrunni, þangað til hún kæmi aftur. En hún hefir verið burtu klukkutímum saman og hitinn er alveg óþolandi þarna inni og flug- urnar eru nærri búnar að rífa mig í sig. Þegar eg hafði ekkert við])ol þarna, þá flaug fiðrildi rétt hjá mér og það var svo stórt og fallegt, að eg hefi aldrei séð annað eins. Eg vissi,’ að henni mundi þykja fjarska vænt um,-ef eg næði þvi, svo eg hljóp á stað og það flaug svo lágt og hægt, að mér fanst eg alt af vera rétt að því komin að ná í það, og þetta gekk nokkuð lengi, þangað til ]>að livarf og eg sá })að ekki aftur. En eg var orðin rammvilt og vissi ekki einu sinni í hvaða átt eg átti að leita að hestin- um og kerrunni. En eg held eg sé búin að ganga í heilan klukkutíma eða lengur og eg er orðin blaut og forug upp í hné og svo hafa kvistirnir rekist inn í handleggina á mér, svo }>að blæðir úr þeim, og mig svíður í þá^, og svo er eg orðin óttalega þreytt og mér er svo skelfing heitt.” Rauðkollur tók nú eftir }>ví, að fötin henn- ar voru rifin og hún var illa útleikin. Treyjan hennar var rifin frá öxl og fram á.olnboga, og v handleggurlnn var blóðstorkinn, og það ’var eins og mýflugurnar hefðu beinlínis 'sezt þar að. Hún var í Jrannum sokkum, og hafði lága skó, svo fótabúnaðurinn var ekki nærri hentug- ur fyrir þetta ferðalag. Rauðkoll ofbauð alveg að sjá þetta, og sagði: “Komdu strax hérna inn í skógarrjóðrið, og flýttu þér nú fyrir alla muni.” “Því á eg að gera það?” <spurði hún og brosti. “Hver var svo vitlaus, að hleypa þér inn í Limiberlost sjpginn, en segja þér ekki frá slöng- unum, sem hér eru?” “ Við mættum Mr. McLean, og eg held hann hafi kannske eitthvað minst á slöngur, sem gætu verið hættulegar og Fuglamærin lét á sig einhverjar verjur, held eg hafi verið. Hún á víst ekki sjö dagana sæla! Eg hefi aldrei kom- ist í annað eins á æfi minni. ” “Komdu nú strax þarna út úr skóginum,” sagði Rauðkollur og var óiþolinmóður. Hún bara hló og vissi ekki hvað þefcta átti að þýða. “Þú kannske gegndir mér til að koma, ef ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ Og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Þeir íslendingar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. 2iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*= | Samlagssölu aðferðin. Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- E afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega 5 lœgri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin E Kljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni = ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru = fyrgreind þrjú meginatriði trygð. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. § 846 Sherbrooke St. - ; Winaipeg.Maaitoba .?iiiiiiiimimimiimmmimmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmiii»ii>-' REYNIÐ EKKI AÐ KOMAST AF ÁN ELDSÁBYRGÐAR Eldurinn tckur ekki vilja mannsins til grcina og hann bíður ekki eftir Jjví að þér séuð við honum búnir. Látið oss annast eldsábyrgð yðar. Peningar til láns gegrn fasteignaveði í borginni eða útjaðra borgum með lægstu fáanlegum rentum. HOME SECURITIES LIMITED 468 MAIN STREBT Phone: 23 377 :: WINNIPEG. LEO. JOHNSON, Secretary. i HEITU DAGARNIR eru dagar til að eyða í lystigörðunum Úti í Winnipeg lystigörðum eru margir forsælu- staðir, sem bjóða yður hvíld og hressingu. Notið þessa friðsælu hvíldarstaði. Þeir eru nálægir, jafnnærri og næstu strætisvagnspor. Sporvagninn tekur yður þangað fljótt, ódýrt og hættulaust. Notið Sporvagnana! WINNIPEG ELECTRIC Company “Your Guarantee of Good Service" eg segði þér, að einmitt þar sem þú stendur hefi eg drepið slöngu, sem var eins löng eins og eg er, og eins gild eins og handleggurinn á mér,” sagði Rauðkollur og það var auðheyrt, að hann ætlaðist til að hún gegndi sér “Það er aðheyrt á mæli þínu, að þú ert reglu- legur Iri. Faðir minn er líka írskur, svo eg er liáif-írsk, og ætti því að mega kalla ])ig landa minn. ’T “Ef ])ú hara gætir skilið, hyaða hættu þú ert stödd í!” sagði Rauðkollur. Stúlkan var hin rólegasta, og sagðist ekki halda, að hættan væri sérlega mikil. “Þú drapst eina slöngu hér, og þær hafa líklega ekki verið fleiri. Þar að auki segir Fuglamærin, að slöng- urnar séu svo kurteisar, að þær geri æfinlega vart við sig, áður en þær komi, en eg heyri ekk- ert til þeirra núna, eða heyrir þú til þeirra?” “Mundir þú þekkja hijóðið, þó þú heyrðir það?” spurði RauðkðJlur óþolinmóðiega. Stúlkan skellihló. “Hvort eg nú þekki það”, sagði hún. “Eg scm hefi séð sæg af þeim í Michigan. Hér eru engar slöngur í samanburði við það.” Rauðkollur vissi varla hvað hann átti að segja. Hún vissi þá alt um þetta, og samt var hún' ekki hrædd. Hún bjóst við, að slangan mundi ekki bregðast þeim skyldum sínum, að láta til isín heyra, áður en hún kæmi. Það er eitt, sem Irinn dáist ai\ öllu öðru fremur, hvort sem það kemur fram lijá karli eða konu, og ]>að er hugrekki. Rauðkoll þótti nú enn meira til stúlkunnar koma og hann fór að tala við hana á annan' há/tt. “Eg hefði nú lieldur viljað taka á móti þér við framdyrnar, en fyrst þú hefir nú komið að bakdyrunum, þá bara býð eg þér að koma inn og fá þér sæti.” Hann benti með hendinni á bekkinn. Hún kom rakleiðis inn í rjóðrið. * ‘ En hvað hér er fallegt og þægilegt að vera ’ ’ sagði hún. Rauðkollur varð að beita öllu viljaþreki vsínu til að verjast því, að falla á kné og tilbiðja þenna engil, sem til hans var kominn. “Hefir þú sjálfur komið öllu þessu svona vel fyrir?” spurði hún. “Já,” svaraði Rauðkollur /blátt áfram. riiiiiiiiiiiiiiiiimiiii»»mmmmi»»m»M»»»»miimi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.