Lögberg - 20.09.1928, Side 1

Lögberg - 20.09.1928, Side 1
PHONE: 86 311 Seven Lines 1 K«"'íoí l iRw For Service and Satisfaction PHONE: 86 311 Seven Lines 41. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 20. SEPTEMBER 1928 NÚMER 38 Helztu heims-fréttir Fœr verðlauna-pening úr silfri. Canada. Vínbannsmenn frá öllum hlut- um Canada, ætla að halda þing í Ottawa 18. og 19. október. Sam- band bannmanna í 'Canada, sem hefir aðalstöðvar sínar í Toronto, stofnar til þessa þings. * * * T. C. Norris, fyrverandi forsæt- isráðh. í Manitoba, hefir nú sagt af sér þingmensku fyrir Lands- down kjördæmið. Fer því fram aukakosning í því kjördæmi og er haldið, að það verði í næsta mán- uði, líklega seint í mánuðinum. Hverjir þar kunnað að verða í kjöri, er enn með öllu óvíst. Þess hefir verið getið til, að það verði bara einn frambjóðandi af hálfu liberala og Bracken flokksins, og sá maður verði Donald Mackenzie, fyrverandi skrifari United Farm- ers of Manitoba. En þetta eru til- gátur einar, enn sem komið er, og það er ekki langt síðan, að Mac- kenzie bar á móti þessu. Að sjálf- sögðu hafa conservatívar þar líka sinn mann í kjöri, hver sem hann kann að verða. * * * Rt. Hon. Ramsay MacDonal<J og dætur hans sigldu heimleiðis frá Quebec á fimtudaginn í vikunni sem leið. Þegar hann fór, sagðist hann helzt vilja, að hann hefði tapað af skipinu, svo hann hefði tækifæri til að sjá meira af Can- ada, því hann hefði tekið svo miklu ástfóstri við þetta land, að hann vildi helzt koma aftur í næsta mánuði, og hann kæmi sjálfsagt á næsta ári, eða hann vonaði Iþað fastlega. Hann sagð- ist taka heim með sér mikinn fjölda af ánægjulegum endur- minningum um veru sína í þessu, ágæta landi, sem hann mundi ekki glata, heldur halda óspárt á lofti þegar hann' kæmi heim. * * * Flogið hefir nú verið alla leið frá Qttawa til Vancouver og póst- ur fluttur alla þá leið í loftinu. Lagt var af stað frá Ottawa á mið- vikudaginn í síðustu viku og kom- ust flugmennirnir til Vancouver á laugardagskveld. Leiðin, sem þeir flugu, er hér um bil 3,300 mílur og tíminn, éem þeir voru uppi í loftinu var 32 klukkustund- ir, svo þeir hafa að jafnaði flogið rúmar 100 mílur á klukkustund, þegah þeir voru á ferðinni. 'Segja þeir, að hægt sé að fljúga alla þessa leið á tveimur dögum, frá sólarupprás til dagseturs, ef veð- ur sé sæmilega hagstætt. * * * Á laugardaginn í vikunni, sem leið andaðist að heimili sinu í To- ronto, Rev. John Hall Edmison, D. D. merkis prestur og atkvæða- maður í sameinuðu kirkjunni í Canada. * * * Árið 1923 voru skuldir Canada $2,453,000,000. Siðan hefir fjár- hagur landsins stöðugt farið batn- andi og hafa skattarnir verið lækk- aðir til stórra muna á þeim árum, sem síðan eru liðin og jafnframt hefir verið grynt á ríkisskuldinni um meir en tvö hundruð miljónir dala. Líklegt þykir að á þessu fjárhagsári verði afgangurinn enn meiri en á undanförnum árum, har sem nú lætur yfirleitt vel í ári, og uppskera er með allra mesta móti. * * * Bracken stjórnarformaSur er ný- kominn frá Calgary. Eerðaðist hann í flugvél háðar leiðir og kom við í Regina, Saskatoon og rýmsum fleiri stöðum. Hann segir að upp- skeran verði nú meiri heldur en hún hefir nokkurn tima áður verið í Vestur-Canada, en samt hafi frost gert meiri skáða í Saskatchewan heldur en af hafi verið látið, þvi það hafi skemt hveitið all-víða, en hvergi eyðilagt það. * * * Akuryrkjudeild fylkisstjórnar- innar í Saskatchewan hefir gefið út skýrslu um uppskeruna i fvlkinu árið sem leið. Telur skýrslan að bændur hafi fengið fyrir uppskeru sína 1927 rúmar þrjú hundruð og :níu miljónir dala og þar af fyrir hveiti aðeins $206,474,000. Hveiti- uppskeran var alls í fylkinu 212,- 860,000 mælar af 12,979,279 ekr- um, eða til jafnaðar af hverri ekru 16.4 mælar. Skýrsla þessi telur að bændur i Saskatchewan hafi fengið nálega hálfa fjóröu miljón dala fyrir kartöflur árið 1927. * * * Oldfield, Kirkley and Gardner, fasteignasalar ætla að láta byggja stóra ibyggingu á Portage Avenu, Winnipeg, gagnvart Hudson Bay búðinni. Á 'bygging þessi að verða gerð fyrir íbúðir og skrifstofur og' er gert ráð fyrir að hún kosti hálfa miljón dali. Byrjað er á verkinu nú í haust. * * * Sagt er að Boyd Block, Portage Avenue, Winnipeg, hafi rétt ný- lega verið 'seld fyrir $800,000. * * • Canada og Portúgal hafa gert með sér viðskiftasamning, sem gengur í gildi 1. október. ■ Er sá samningur talinn Canada mjög hag- kvæmur. * * * Hon. R. B. Bennett, leiðtogi conservativa flokksins, í Canada, ætlar að koma til Winnipeg á mánu- daginn í næstu viku og fara ekki aftur fyr en á laugardaginn. Mun hann ætla sér að verja þeirri viku til að koma Winnipeg-búum í skiln- ing um ágæti íhaldsstefnunnar, og halda hér nokkrar ræður um þau efni. * * * Breskur stjórnmálamaður, Lord Lovaþ hefir að undanförnu verið að ferðast um Canada til að kynna sér hversu álitlegt það sé, fyrir fólk frá' Bretlandi aö flytja jíil þessa lands, og setjast bér að, sérstaklega sem bændur. Hefir hann nýlega verið í Peace River héraðinu og lætur hann mikið yfir 'því, hvað honum hafi litist þar vel á sig. Segist hann hafa fundið þar fjölda af breskum landnemum, sem svo að segja undantekningarlaust komist vel af og séu ánægðir méð að vera þangað komnir, og geri sér hinar beztu vonir um framtíðina. Hið sama megi segja um annara þjóða fólk, sem sest hafi að í þessu mikla búsældar héraði. * * * Prinsinn af Wales og bróðir hans prins Henry fóru hinn 5. þ. m. af stað til Suður-Afríku og ætla að vera i því ferðalagi eina fimm mán- uði. * * * Sir Oliver Lodge flutti nýlega ræðu í Wjellington kirkjunni í Glas- gow og sagði þar meðal annars að mannkynið væri enn á bernsku skeiðj, en hann tryði örugglega á guð og annað líf. t MISS JUNO MAGNUSSON Miss Juno Magnússon frá Oak View er fædd 1906. Eru foreldrar hennar Jóhannes Magnússon, skag firzkur að ætt, og Helga Jónas- dóttir, eyfirzk að ætt, nú Mrs. G. Goodman, að Narrows, Man. Jó- hannes dó .1910. Eftir að hún misti föður sinn, ólst Miss Magn- ússon að miklu leyti upp hjá Mr. og Mrs. S. Sigfússon við Oak View og náði þar barnaskólament- un. iFiór síðan á verzlunarskóla. Vann svo við það sem gafst til 1925, að hún innritaðist við Mc- Kellar General Hospital í Fort William, Ont., og útskrifaðist það- an með góðum vitnisburði, og var sæmd verðlaunapening úr silfri fyrir nám sitt. Var hún strax ráðin fyrir yfirhjúkrunarkonu við eina stærstu deild sjúkrahússins. / Bandaríkin. Frank ÍB. Kellogg, utanríkisráð- herra, kom til New York úr Ev- rópu-för sinni hinn 10. þ.m. Frétt frá New York segir, að hann hafi litið ágætlega út og verið hinn glaðasti og mjög ánægður með viðtökurnar fyrir handan hafið, en sérstaklega yfir því, hve vel Evrópuþjóðirnar hefðu tekið frið- arsáttmálanum, sem við hann er kendur. Kellogg var spurður, hvort nokkuð mundi satt í því, að Englendingar og Frakkar hefðu gert með sér samning, flotamál- ununm viðvíkjandi, sem að ein- hverju leyti færi í bága við frið- arsáttmálann. Ekki hélt Kellogg að svo mundi vera. “Eg held ekki, að þeir samningar hafi nokkuð að gera við sáttmálann,” sagði hann. “Mér skilst, að það sé ekkert leyni- legt við þennan samning. Stjórn- ir beggja landaanna hafa neitað því.” * * * Dómnefnd, sem verið hefir að rannsaka ólöglega vínsölu og annað fleira af svipuðu tæki í Philadelphia íætur mjög illa af því hvernig þar sé ástatt í þeim efnum, og telur yfirmann leynilögreglunnar, Charles Beckman, með öllu óhæfan fyrir stiiðu sina og hefir borgarstjórinn nú vikið honum frá stöðu sinni. * * * Eigendur kolanáma í Illinois og verkamenn þeirra hafa undirskrif- að vinnusamninga, sem gilda i fjögur ár, þar sem kaup verka- manna er lækkað um 16 til 19 p>er .cent. * * * Gene Tunney, slagsmálamaðlfur- inn frægi hefir í sumar verið að ferðast á Englandi og hefir verið þar afar vel tekið og hafa margir orðið til að sýna honum virðingar- merki og er þar á meðal prinsinn af Wales. * * *■ Nýlega afstaðnar kosningar í Maine rikinu gengu republican flokknum mjög í vil, og hlaut hann meir en áttatíu þúsund meirihluta atkvæða. Ríkisstjóri var kosinn William T. Gardiner og Erederick Hale endurkosinn senator. * * * Ofsaveður gekk yfir nokkurn hluta South Dakota og Nebraska ríkjanna i vikunni, sem leið og varð all-mörgu fólki að bana og olli ákaf- legu eignatjóni. * * * Fellibylur hefir enn valdið miklu tjóni á Florida-skaganum, nú um síðastliðna helgi. Fréttir, sem enn eru að vísu óljósar, segja að márgir hafi meiðst og eignatjón sé stórkost- legt. * * * Bandaríkjablöð og tímarit hafa nú altaf mikið að segj^ um forseta- kosningarnar, sem nú eru fyrir dyr- um, en af þeim fréttum verður naumast . nokkuð ráðið, hvorum þeirra Smith eða Hoover muni veita betur þegar að kosningunum kemur. Það þykir mjög miklu varða fyrir Hoover að Coolidge veiti honum fylgi sitt, en hann hef- ir enn sem komið er ekki látið til sín taka. Bretland. hefir leitað sér mjög víðtækra upplýsinga unf ýms stór og um- fangsmikil hátíðahöld. En á þeim upplýsingum er ekki mikið að græða vegna þess, að alstaðar eru kringumstæður allar margfalt auðveldari en hér. Nefndin hefir og haft allmikil viðskifti við heimferðarnefnd Vestur-íslendinga. En nú liggur næst fyrir hendi, að reka smiðshöggið á ákvarðan- irnar um það, hvernig hátíðin eigi að fara fram. —Hvernig hafið þið hugsað ykkur hátíðahöldin í aðalatrið- um —Að svo stöddu vil eg ekki skýra nákæmlega frá frumvörp- um þeim, sem gerð hafa verið að efnisskrám. Búist er við, að há- tíðahöldin á Þingvöllum standi yfir 2 til 3 daga. Eg geri ráð fyrir að sjálfsögðu að þing verði þar sett. Annars verða þar ýmsar ræður, söngur, iþróttir og þvíuml. — En eru eigi ráðgerðar nein- ar sögulegar sýningar? — Ekkert hefir verið ákveðið um slíkt enn þá. — En hvað um tillögu Fáks um veðreiðar? — Fákur vill efna til veðreiða í Bolabás við Ármannsfelh Til þess það geti orðið þarf að Íeggja þangað bílveg. Ef ráðist verður í að gera Kaldadalsveginn bílfær- an, þá er þessi leið að Ármanns- felli partur af þeim-vegi, og yrði þá vandað til þessa kafla. En ef ekkert verður hugsað um Kalda- dalsveginn í heild sinni, þá tel eg vafasamt, að ráðist verði í að leggja veg að Ármannsfelli. Ann- ars er Bolabás fagur og ágætur staður, slétt malarflöt og skógi- yaxnar hæðir kring. — Og hvað um byggingar á Þingvöllum? — Við ætlumst ekki til þess, að þar verði neinar byggingar reist- ar, allir hafi ■ sína bækistöð í tjöldum. — En byggingarnar, sem fyrir eru? — Þær verða ekki rifnar, en e. t. v. fluttar. Skýli þarf að reisa fyrir hljómsveitir og þvíuml., en ekki er ákveðið hvar, vegna þess að við höfum ekki ákveðið til fullnustu hvernig hátíðahöldunum skuli haga—hvar aðalhátíðasvæð- ið á að vera. Um þrjá staði getur verið að ræða. 1. Á vellinum norðan við Val- höll, sem nú er sléttaður. Þar er víðast og mest olnbogarúm. Flöt- urinn er um 30 dagsláttur hygg eg. 2. Almannagjá ofan við öxar- árfoss; fagur staður og skjól gott. 3. Almannagjá og brekkan hjá Lögbergi. En þar er vegurinn svo ákaflega mikið til trafala. Sennilega verður að nota alla þessa átaði. En þá verður að hugsa vel fyrir því hvernig á að koma öll- um mannfjöldanum greiðlega frá einum stað til annars. — Hvað búist þér við að marg- ir sæki hátíðina? — Ekki er gott að gizka á það. Frn nríntn við höfum látið ukkur detta 1 hug ritt Sioriuin w að þarna yrðu um 20 þús. manns. ALÞINGISHÁTÍÐARNEFND- Mikla ut9j°n Þarf fil nð ARINNAR sjá öllum (þeim fjölda fynr tjald- stæðujn. Bezti tjaldstaðurinn Um það segist Morgunblaðinu [verður á Þingvallatúninu. En þar svo frá 29. ágúst 's.l.: • 1 verður ekki rúm fyrir tjöld nema Nefndin hefir haldið 50 fundi : handa 6—7000 manns. Við höf- til að ráða ráðum sínum. Ætlun-! um litið eftir bollunum í hraun- in er sú á næstunni að gera endi- inu fyrir tjöld, en Iþeir taka aldrei legar ákvarðanir um ýms mikil-1 nema 1—2,000 manns. ugt er, skipað sérstakan söng- málastjóra, boðið út hátíðaljóð, lög og kantötu; ennfr. komið til leiðar, að nokkur félög hér í bæ undirbúa sýningar o. s. frv. Eru lesendur Mgbl. því nokkru nær um störf og fyrirætlanir nefndarinnar, þó hér sé eigi drepið nema lauslega á nokkur atriði. En úr þessu ætti nú að greiðast sem fyrst, svo almenn- ingur gæti fengið nokkurn veginn yfirlit yfir það, hvernig forráða- mennirnir þugsa sér að hagað verði og stjórnað þessari afmælis- hátíð íslenzku þjóðarinnar.—Mbl. hverjum sitt. Það væri að vísu satt að á Bretlandi væri 1.250.CXX) af vinnulaúsu fó!k!/ en ’-að kqjmi ekki til af þvi, að iðnaðurinn væri að ganga saman, heldur af hinu að þeim hefði ekki hepnast að auka atvinnuveginn tiltölulega við fólks- fjölgunina. Þessvegna væri út- flutningur fólks frá Bretlandi nauðsynlegur. Ekki þótti honum undarlegt þó Canada væri vönd að innflytjend- um. Þeir, sem illa reyndust í sínu eigin landi væru líklegir til að revn- ast eips þó þeir flyttu í annað land. Það Væri rétt sem Horace hefði forðum sagt: “Þeir, sem fara yfir höfin skifta um loftslag en ekki hugarfar.” Hinsvegar hélt hann því sterk- lega fram, að það væri mikill hag- ur fyrir Canada, að fá innfytjend- ur frá Bretlandi og helzt sem flesta, því hvergi væri betra og duglegra fóítc að finna, heldur en einmitt þar. Nýtt Islendingafélag. Blaðið Oregon Journal, sem gef- ið er út í Portland, lætur þess get- ið, að nýlega sé stofnað þar borginni íslendingafélag, er telji á annað hundrað meðlimi. Fram- kvæmdarnefnd félagsins er þann- ig skipuð: Barði G. Skúlason lög- fræðingur, forseti, en meðstjórn- endur: Mrs. J. Walter Lindal, Mrs. O. P. Lambourne, Lúðvík Laxdal og Tom Frazer. Til heiðursfélaga voru kjörnar þær Mrs. Skúlason og Mrs. Laxdal. Á stofnfundin- um fór fram all-tfjölbreytt skemti- skrá. Mintist Mr. Skúlason fag- urlegá íslands og íslenzkrar þjóð- menningar, er 'hann kvað vera á látlausum þroskavegi. Á fundi þessum voru einnig stödd Mr. og Mrs. Jón Friðfinnsson frá Winni- peg, og stjórnaði Mr. Friðfinns- son söngnum. Voru þar meðal annars sungin lögin “ó Guð vors lands”, “Hvað er svo glatt”, ásamt þjóðsöng Bandaríkj anna og ýmsu fleira. Hátíð þessi hafði verið hin veglegasta, og öllum þeim, er að henni stóðu, til sæmdar. Lögberg árnar þessum allra- yngsta vestur-íslenzka J'jóðrækn- isfélagsskap, allra heilla. Hon Hugh P. MacMillon, mikils- virtur lögmaður frá Skotlandi, sem nú er að ferðast um Canada, hélt ræðu í Winnipeg á laugardaginn i' síðustu viku, þar sem han\ mintist |nema hann sé sérstaklega til þess meðal annars á fjárhagsástand kvaddur. væg atriði hátíðahladanna, að því er einn néfndarmanna skýrir blaðinu frá. Fram að þessu hefir verið hljótt um störf Alþingishátíðar nefnd- arinnar, svo hljótt, að sumir hafa efast um, að hún starfaði mikið. Hafa víða heyrst raddir um það, að viðbúið væri, að alt myndi lenda í eindaga, ef sá tími sem eftir er til stefnu, væri ekki not- aður sem allra bezt. f nefndinni eiga þessir sæti nú: Jóhannes Jóhannesson bæjarfó- geti (formaður), Ásgeir Ásgeirs- so fræðslumálastjóri (rit.), Magn- ús Jónsson, Sig. Eggerz, Jónas Jónsson frá Hriflu og Pétur G. Guðmundsson. Auk þess á for- sætisráðherra sæti í nefndinni, en tekur ekki þátt í störfum hennar annars a bresku þjóðarinnar. Hann var ekki á því, að það væri neitt líkt þvi eins slæmt eins og af væri látið. Hér mundi því oft haldið á lofti að alt væri að fara á höfuðið í “gamla landinu,” en þegar menn heyrðu slíkt væri gott að temja sér að kom- ast eftir því, í hvaða tilgangi því væri á lofti haldið. Hann sagði að lánstraust Breta hefði aldrei verið Um síðustu helgi fór nefndin til Þingvalla, og með henni var Handa því sem umfram er, verð- ur að tjalda á bökkum öxarár fyr- ir vestan Almannagjá. Þar er ó- talkmarkað svæði jfyrir tjöúd. Lagður verður bílvegur þangað. Þá þarf að sjá um, að greiður gangur verði af hærri járbarm- inum og niður í gjána. Hægt er Fimtíy ara hjónabandsminnirg þeirra Mr. og Mrs. F. FINNBOGASONAR. á Finnbogastöðum í Nýja íslandi. (Frá fréttaritara Lögb.) Bærinn Finnbogastaðir er rétt á bygðamótum hinnar svonefndu Breiðuvíkur og Árnessbygðar í Nýja íslandi. Þar hafa búið við sæmileg efni í fjöldamörg ár þau hjón, Finnbogi Finnbogason, frá Crtibleiksstöðum í Húnavatnssýslu og Agnes Jónatansdóttir kona hans, heiðurshjón mestu. í ágúst s. 1. voru þau hjón búin að vera í hjónabandi í fimtíu ár, og höfðu vinir þeirra, í hinum tveim, áður- nefndu bygðum, ákveðið að minn- ast þessa merkisatburðar í æfi- sögu þeirra. Sökum langvarandi veikinda hinnar góðu konu, Agn- esar, virtist þó ekki tiltækilegt að hafa gullbrúðkaupsveizlu, með venjulegu fyrirkomulagi, svo vin- irnir tóku það ráð, að heimsækja þau með fámenni, í staðinn fyrir margmenni, er annars hefði ver- ið, eða með öðrum orðum: fela nokkurs konar sendinefnd heim- sóknina, er svo afhenti heiðurs- gjafirnar, sem getið er um í þakk- lætisávarpi þeirra hjóna, er mér Agnesar, hafa þau hjón nú alveg nýlega flutzt til Árborgar, til dótt- ur sinnar Þorbjargar og manns hennar, Marteins M. Jónassonar, sem nú er bæði skrifari og féhirð- ir sveitarinnar og auk þess póstaf greiðslumaður þar í bænum. Hér með fylgir þá ávarpið og svo þakk- lætisorð þeirra Finnbogasons- hjóna.— ÁVARPIÐ. Til Finnboga og Agnesar Finn- bogason. Frá vinum í Breiðuvík. Kæru vinir! í ágúst siðastliðnum voru fim- tíu ár liðin frá því að þið bund- ust hjúskapar, trygða og kær- leiksbandi. Þið hafið þannig ferðast saman langa leið og lang- an tíma. Tiltölulega fáum auðn- ast að njóta svo langrar sambúð- ar. Það er því ei nema eðlileg til- finning samferðamannanna, að staðnæmast litla stund og minnast ykkar á þessum tímamótum. Minn- ast góðrar samfylgdar og sam- vinnu. Samferðamennirnir hafa ykkur margt að þakka. Vér skuld- um ykkur fyrir mikið og óeigin- gjarnt starf í bygðinni um öll þessi ár, sem þið hafið hér verið. Þið tilheyrið landnemaflokknum íslenzka sem skapað hefir nýja sögu í nýju landi, nýjar bygðir í nýrri heimsálfu, ný heimili undir nýjum ókunnum kringumstæðum og ókönnuðu umhverfi, rutt veg fyrir komandi kynslóðir að íara. Ykkar skerfur í því starfi hefir verið stór. Steinarnir, er þið haf- ið lagt, til í þessa nýju mannfélags byggingu, hafa verið margir og á- byggilegir. Ekkert það málefni var uppi í bygðinni, sem stefndi til velferðar, framfara og framtíðar- gæfu fólks og bygðar, að þið væruð þar ekki með af lífi og sál ] í orði og verki. Fyrir alt þetta er skyldugt að þakka. Lengi verða oss mörgum í minni hinar ljúfumannlegu viðtökur ætíð á heimili ykkar, sem var eitt af hinum ágætustu bygðarinnar. Hlýleiki sá, frá arni jafnt sem anda, sem mætti hinum aðkom- andi gesti Og gagntók með likum áhrifum og vorblærin gróandi túnin á ættjörðunni. Fann ósjálf- rátt til þess, að maður væri heima hjá sér. Þetta var uppbygging á sinn hátt. Fyrir alt þetta mikla og góða starf ykkar fyrir bygðina, fyrir hinn langa og blessunarrika sam- veru- og samvinnutíma þökkum vér einlæglega og hjartanlega. Guð blessi ykkur aíla ófarna æfi- daga. Sólgeislar Guðs náðar og kærleika ljómi hana upp. ÞAKKARORÐ. Sunnudaginn þ. 2. sept. síðastl. var okkur undirrituðum gerð heimsókn af Mrs. Valgerði Sig urðsson, Mrs. M. Magnússon, Mrs. G. G. Martin, Miss Guðnýju Mark- ússon, og Mr. (Finni Markússon, fyrir hönd Breiðuvjkur-búa og ná- granna okkar úr Árnesbygð og víðar að, í tilefni af 50 ára sam- búð okkar hjóna. Þetta fólk færði okkur $50 í gulli, fagran blóm- vönd í glerstandi, brúðarköku og “Golden Wedding Card” á ensku. Einnig frá Okkar einu næsta ná grannahúsi gott bréf með hugljúf- um þakklætis og heillaóskum, þar sem fagurlega var minst liðinnar tíðar. Fyrir þetta altsaman finnum við hjón okkur skylt að senda hjart- ans þakklæti, fyrir gjafirnar og vinarhuginn, éem innifelst með hefir borist og sem eg læt hér mcð fneðfylgjandi kvæði, ort af dr. Sig. fylgja. Því miður hefi eg ekki við hendiná kvæði dr. S. J. Jóhannes- sonar, sem hann orti og á er minst, það hefir ekki komist í mínar hendur. Mun eg þó síðar, væntanlega, geta náð í kvæðið, að setja gangstíg niður í gjána, svo það geti komið út í Lögbergi. sem lítil óprýði yrði að rétt sunn- an við fossinn. Brú verður sett þar á ána. Og tröppum er hægt að koma fyrir í sprungu í eystri gjárbarminum þar skamt frá. Er þá fenginn greiður gangur milli hátíðasvæðisins-og tjaldanna upp með öxjará, rétt /hjá Þingvalla- túninu. — En hveriær hugsar nefndin sér að verklegur undirbúningur byrji? Sjálfboðalið Ungmennafél. hefir unnið nokkuð að sléttun Vallanna, útbúið tjaldstæði, lag- að farvegi öxarár, en auk þess Ávarpið til þeirra Mr. og Mrs. Finnbogason, frá vinum í Breiðu- vík, er samið af Mr. Bjarna Mar- teinssyni, bróður séra Rúnólfs, velþektum hæfileikamanni og bcnda 1 Breiðuvík. Voru þeir, Finnbogi og hann fyrir eina tíð samverkamenn í sveitarráði, þeg- ar Pjnnbogi var fulltrúi Breiðvík- inga í sveitarstjórn, en Bjarni skrifari og féhirðir sveitarinnar. í mörg ár undanfarin hafa þeir og verið starfandi saman í stjórn Breiðuvíkur safnaðar, ásamt öðr- um góðum mönnum þar í bygð. Talar höfundur ávarpsins því af betra en nú, enda hefðu þeir ávalt staðið við sína’samninga og borgað j sem hér koma til greina hin þingkjörna Þingvallanefnd og hefir mií:ið af sléttun verið unn- j náinni þekkingu og með þeiinskýr- nokkrir aðrir, sem sérstakelga eru nefndinni eru til aðstoðar. í gær hitti Mgbl. Magnús Jóns- son alþm. og spurði hann um nefndarstörfin alment og Þing- vallaförina síðustu. —Nefndin hefir a(lls haft 50 fundi, segir M. J., og mun hún hafa rætt öll þau helztu málefni, Hún ið i ákvæðisvinnu. Ileik, sem honum er laginn. Get eg Annars líður sennilega að því, | þess til, sökum langrar og ágætr- að nefndin útnefni framkvæmda- j ar kynningu sjálfs mín við þau stjóra hátiðahaldanna, er á að i Finnbogasdns hjón, að þeim taka að sér alla yfirstjórn þess- j Breiðvíkingum muni hvergi þykja ara mála. Sá maður ætti helzt ofmælt, svo hlýtt og gott sem á- ekki að hafa annað með höndum frá því hann tekur við því starfi og uns alt er um garð gengið. Þá hefir nefndin, eins og kunn- varpið er. Þau Mr. og Mrs. Finn- bogason eru ágætishjón og alls góðs makleg. — Sökum erfiðleika í sambandi við sjúkdómsstríð Júl. Jóhannessyni, er prentist með þessum línum. Við vissum fyrir, að vinirnir ætluðu að gera okkur gleðidag, sem öðrum, er Breiðvíkingar hafa sýnt mörgum undanfarandi; en kringumstæður okkar bönnuðu það, þar kona mín hefir legið veik síðan 10. marz s. 1. og ekki með- tækileg fyrir glaðværð og fjöl- menni. En þó þessi heimsókn væri fámenn, gladdi hún okkur engu síður en fjölmennið, því við fund- um sama hlýhugann til okkar nú Og fyr. — Þá er einnig að þakka samleiðina, samferðina, nú orðin með sumum 45 ár, og þenna dag bar upp á sama mánudag þá við stigum fæti á land í Nýja íslandi, 2. sept. 1883. Við þökkum greiða og velvildarhug af mönnum fjær sem nær í Nýja íslandi og einnig mönnum utan þessa héraðs. Sam- búðin hefir þó verið alt af við Hnausabygð þar til nú, að við er- um flutt til Árborgar. Svo óskum við öllum vinum og kunningjum allra heilla og Guðs- blessunar á lífsleiðinni, fjær og nær, ungum sem gömlum, hvort leið þeirra verður löng eða stutt. Árborg, 6. sept. 1928. Finnbogi Finnbogason. Agnes Finnbogason. \

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.