Lögberg - 11.10.1928, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÖBER 1928.
Bls. 3
Framúrskarand
|uHörunds-sérfræðingur,,
í tveggja þumlunga öskju.
Endurkosinn í háa stöðu
Á nýafstöðnum fundi, sem hald-
inn var í Detroit, Mich., af járn-
hrautamönnum þeim, sem á verk-
stæðum vinna og þeim, sem vinna
að viðgerð og umsjón járnbrauta,
var landi vor, hr. F. H. Fljozdal,
kosinn aðal yfirmaður (Grand
President) í félagskap þessara
verkamanna. Sátu á fundi þessum
fulltrúar þeirra frá öllum jarn
brautum í Canada og Bandaríkj-
unum. Félagskapur þessara verka-
manna er hinn öflugasti og telur
yfir hálfa miljón meðlima. Þetta
var í þriðja sinn, sem Mr. Fljoz-
dal náði kosningu í þessa há-
verðugu stöðu, og í þetta sinn án
nokkurrar mótkepni. Hefir kosn-
ing hans orðið afar vinsæl meðal
verkamanna og þess víða rninst í
blöðum þeirra. Finst mér nú vel
við eiga að þessa merka manns sé
að einhverju minst á meðal vor,
því Fljozdal er íslendingur góður.
Því miður er mér ekki svo kunnugt
um ýms atriði, að eg geti sagt
sögu hans svo að í nokkru lagi sé,
en skal þó minnast á nokkur at-
riði, sem mér eru kunn og sem
mér virðast hafa haft nokkra þýð-
ingu á framfarabraut þessa agæta
manns.
Mr. Fljozdal kom ungur að heim-
an, og kyntist eg honum fyrst, er
hann var verkstjóri hjá C. N. fé-
laginu, iþá búsettur í Warroad,
Minn., fyrir meir en 30 árum.
Kjör verkamanna voru þá ekki
glæsileg. Engin samtök þeirra á
meðal, alt í höndum félaganna,
sem skömtuðu þeim úr hnefa og
þrengdu að kosti þeirra á ýmsan
hátt.
Mr. Fljozdal mun hafa verið
með þeim allra fyrstu af verka-
mönnum C. N. R. félagsins, sem
tókst það á hendur, að mynda fé-
lagsskap meðal þeirra manna. Var
spáð heldur illa fyrir þessu fyrir-
tæki hans, því þeir, sem slíkt höfðu
tekið fyrir á öðrum járnbrautum,
höfðu oft litlu áorkað, en oft mist
atvinnu fyrir bragðið. Ekki lét
landi vor iþetta aftra sér, enda
naut hann nú þess, að hann hafði
getið sér góðan orðstír, sem dug-
andi verkstjóri, og varð því miklu
meira ágengt í viðskiftum sínum
við yfirmenn járnbrautanna.
Vann hann nú að því af mesta
kappi, að hefja menn til samtaka,
ferðaðist víða á meðal þeirra al-
gjörlega á eigin kostnað, og varð
svo mikið ágengt, að meðfram öll-
um brautum iC. N. R. félagsins
bundust menn samtökum og fengu
þeir félagsskap sinn viðurkendan
af C.N.R. félaginu. Mun það hafa
verið árið 1902.
iHér með var stór sigur unninn.
Hafa kjör verkamanna batnað svo
mjög síðan, að nú eru þau vel
viðunanleg. —• Var Mr. Fljozdal
að sjálfsögðu kosinn forseti þeirra
og með allgóðum launum. Gat
hann nú gefið sig allan við mál-
um þeirra, og vann nú með dugn-
aði að því í mörg ár. Á þeim ár-
um mun hann hafa kynt sér mjög
ítarlega málefni verkamanna yfir
höfuð, og aflað sér víðtækrar
þekkingar.
Fór nú enn meira að bera á
dugnaði hans, einnig út í frá, og
var hans ráða oft leitað af verka-
mönnum annara járnbrauta.
Á fundi verkamanna í Detroit,
árið 1919, gerðist það, sem miklu
réði um framtíð þessa manns. Sat
hann á þeim fundi sem fulltrúi
C.N.R. verkamanna. Þá skipaði
æðsta sess maður sá, sem Allan
Barker hét; mikilhæfur maður og
glæsilegur í framgöngu. En því
miður virtist stjórnin í hans
höndum ekki ætla að hepnast vel.
Var jafnvel farið að kvisast eitt-
hvað um óráðvendni í fjármálum.
Á þessum fundi varð landi vor sá
eini, sem hafði einurð á að kveða
upp úr með þetta. Lét hann því
fylgja skoðun sína, hvernig helzt
mætti nú bjarga málefnum félags-
manna, sem hann sýndi fram á,
að væru komin í óreiðu. Tók ó-
spart á yfdrsjónum foringjanna og
heimtaði, að þeir væru reknir úr
stöðu sinni. Blöskraði mönnum
ofdirfska þessa manns, fanst sem
hér væri kominn einn hinn svæsn-
asti æsingamaður. Afleiðing
þessa í bráðina varð ekki sýnilega
önnur en sú, að hann var sviftur
stöðu sinni og úthrópaður af fé-
lagsmönnum. Stóð hann nú uppi
einn síns liðs, sviftur atvinnu og
yfirgefinn af þeim mönnum, sem
hann hafði helgað starf sitt öll
þessi ár.
Kom það sér nú vel, sem fyr, að
hann hafði áður fyr gengið vel
fram í þjónustu járnbrautarfé-
lagsins, enda buðu þeir honum
strax atvinnu. Var hann nú skip
aður “Roadmaster” og settist að
í Dauphin og vann við það í 3 á.r
Á þessum þremur árum lét hann
ekki sjónar missa á því, sem jafn
an hefir verið aðal hlutverk hans,
að bæta kjör verkamanna. Fylgd-
ist hann nú sem fyr með málum
þeirra og leitaðist við að leiðbeina
þeim eftir sm áður.. Fór það nú
smám saman að koma í ljós, sem
hann hafði haldið fram á fundin
um í Detroit. Alt var að fara á
ringulreið. Allan Barker hafði
velzt úr sessi, en þeir, sem við
tóku eftir hann, voru því ekki
vaxnir, að ráða bót á því sem af-
laga var farið.
Fóru nú verkamanna leiðtogar
víðsvegar að líta til Mr. Fljozdals
sem hins líklegasta manns að ráða
fram úr vandræðum þeirra. Bár-
ust honum nú áskoranir úr öllum
áttum að sækja um foresta kosn-
ingu á fundi þeirra, sem halda
átti 1922. Lofuðu honum eindreg-
ið fylgi sínu, og lét hann því til-
leiðast að gefa sig fram við þær
kosningar.
En þegar á fund kom, varð það
brátt ljóst, að all-stór flokkur
hafði annan mann í huga og
hafði unnið all kappsamlega að
því, að koma þeim manni að. En
nú var afstaða. Mr. Fljozdals alt
önnur, en á hinum fyrra fundi
Nú sáu menn, að hér var maður,
sem hafði verið beittur ranglæti
fyrir að hafa haft nóga einurð á
því að kveða upp úr með sann-
leikann. Enda varð það augljóst
eftir því sem elngra leið á fund
þenna, að honum var að aukast
fylgi. Tók þá mótstöðumaður
hans upp á því, sem oft vill verða
í kosninga sennum, að beita þeim
vopnum, sem miður þykja drengi-
leg. Fór nú að reyna að gera
landa vorn tortryggilegan í aug-
um félagsmanna. Hélt því fram,
að þessi maður tilheyrði ekki
þessu félagi, væri svo að kalla ný-
kominn úr herbúðum óvinanna,
væri einn af yfirmönnum C. N.
járnbrautarfélagsins, og væri ekk-
ert vit í því að fá slíkum manm í
hendur æðstu völd í hópi verka-
manna. Þetta var vízt hæzta
trompið á hendi þessa manns.
Hristi hann það fram úr ermi
sinni og otaði því nú fram rétt
áður en gengið var til atkvæða.
En Iandi vor hafði þá annað spil
á móti, sem tók slaginn og vann
spilið. Með mestu hógværð tók
hann spjald upp úr vasa sínum.
Var það viðurkenning fyrir árs-
tillagi í félagi verkamanna, og
sýndi að hann var góður og gildur
meðlimur í félagi þeirra og hafði
altaf verið, alvegeins eftir að þeir
höfðu svo að segja kveðið hann
niður og kastað honum frá sér.
Get eg þess nú hér, þó um smáat-
riði sé að ræða, 'bæði af því það
varð landa vorum að liði og sann-
aði sem oftar, að það er framkoma
manns i hinum smærri atriðum,
sem svo miklu ræður, þegar til
stórmálanna kemur.
Á þesum fundi var Mr. Fljozdal
kosinn forseti (Grand President)
verkamanna, og nú kominn í þá
vandamestu og virðingarmestu
stöðu, sem þeir höfðu yfir að
ráða. Kominn úr lægstu tröpp-
unni upp í þá efstu.
Var hann nú vaxinn þessari
stöðu? Var hann fær um að ráða
fram úr vandræðunum, sem mál
félagsins voru komin í?
Þessu verður ekki með öðru bet-
ur svarað en því, að þegar hann
hafði haft þá stöðu á hendi í þrjú
ár, var hann endurkosinn með
miklum meiri hluta atkvæða, og
nú eftir sex ára starf, er hann kos-
inn í einu hljóði af öllum flokkum,
sem á þingi sátu.
Jafnan hefir mikið kapp verið
ýmsum leiðtogum verkamanna,
að komast í þessa stöðu. Þetta er
hálaunuð staða og, eins og áður
er sagt, hin virðulegasta. —
Hvaða yfirburði hefir þessi landi
vor yfir aðra menn, að honum
skuli hafa tekist að brjótast þann-
ig fram til æðstu valda, og hafa
svo haft vit og þrek til að fara svo
með stórmál verkamann, að hon-
um skuli veitast þessi óvanalega
traustsyfirlýsing, sem nú hefir
komið fram? Ætti eg að svara
þeirri spurningu, mundi eg hik-
laust segja: Mr. Fljozdal hefir
alla tíð verið trúr sinni köllun;
hefir alla tíð gengið hreint að
verki, verið vandaður maður.
Mr. Fljozdal er vel meðalmaður
á hæð, herðabreiður og þrekvax-
inn. Hann mun vera kominn alt
að sextugu, en ber aldur sinn vel,
er léttur á fæti og liðlegur í öllum
hreyfingum, lítur út sem maður á
bezta aldri. Mr. Fljozdal er gift-
ur konu af sænskum ættum. Eiga
þau 5 börn á lífi, öll uppkomin og
hin efnilegustu.
Um ætt hans er mér ekki kunn-
ugt annað en það, að faðir haní
heitir Árni Brynjólfsson, og hefir
átt heima í Winnipeg í mörg ár.
Einnig mun hann eiga tvo bræður
og eina systur hér í landi. Hann
mun lítið hafa dvalið hér hjá sínu
fólki, lítið starfað meðak. íslend-
inga, en kunnugt er mér um það,
að hann hefir fylgst vel með mál-
um þeirra. Ætlar til íslands 1930,
en með hvorri nefndinni veit eg
ekki. Hann hefir ekkert um það
skrifað í blöðunum.
Að afstöðnum þessum síðustu
kosningum, hafa honum borist
heillaóskir úr öllum áttum, ekki
einungis úr hópi verkamanna,
heldur frá yfirmönnum járnbrauta
félaganna. Hefir hinum fyrnefndu
þótt málum sínum vel borgið, en
hinir síðarnefndu hafa fagnað yf-
ir því, að hafa nú manni að mæta,
sem þeir þektu að því að vera góð-
ur drengur og ávalt gengur fram
í öllum málum.
Ástriður Jenssen
Fædd 15. sept. 1840
Dáin 2. júní 1928.
Á áttugasta afmæli hennar heiðr-
uðu hana nokkrir íslendingar hér
í Seattle með heimsókn -og færðu
henni lukuóskir ásamt silki-sólhlíf
með fílabeins handfangt, með á-
skornu nafni hennar og ártali,
minningarletri frá gef-
marg-
í Se-
Annan júní síðastliðinn andað-
ist í Seattle, Wash., ekkjufrú Ást- 'samfara
ríður Jensson, 87 ára og 9 mánaða endum.
að aldri. Banamein hennar var ! iyjeg frú Ástríði Jensson má full-
innvortis sjúkdómur, eftir tuttugu iyrða að sé fallin í valinn ein hin
og tveggja mánaða þjáningar. Hún mikilhæfasta íslenzka kona, sem
var jarðsungin af séra Kolbeini fluzt hefir til Vesturheims, því
Sæmundssyni, presti íslenzka safn- jafnframt þeirri listfengi, sem
prýddi alt sem hún lagði höndur
að, svo sem klæðasaum af öllu
tægi samfara útsaumi (brodering)
þá lagði hún stund á málverk á
yngri árum, og brá því jafnvel
íslandi 15. september 1840; faðir fyrir sig á elliárunum, því sjón
hennar var Jens Schram, timbur-jhennar og handastyrkur hélzt ó-
meistari, danskur að ætt, en móð- skaddað fram til hins siðasta.
ir hennar frú Steinunn Thórdar- j Frú Jensson var gjörfuleg kona
sen, ‘systir séra Helga Thórðarsen, að vallarsýn, meira en í meðallagi
sem þá var dómkirkjuprestur íjhávaxin, herðabreið og miðmjó,
Reykjavík, en sem varð seinna og samsvaraði sér því mjög vel;
biskup yfir íslandi, og sem þá bjó svipurinn var höfðinglegur og
í Laugarnesi við Reykjavík. — hreyfingar hinar tígulegustu, sem
aðarins hér, að viðstöddu
menni, af íslendingum hér
attle og grendinni.
Frú Ástríður Jensson var fædd
á Útskálum í Gullbringusýslu á
minti mann ósjálfrátt á fornkon-
ur vorar, svo sem Auði og Berg-
þóru konu Njáls, og var sann-
nefnd unun að horfa á hana og
Kornung var Ástríður tekin til
fósturs af séra Helga og frú hans
Ragnheiði Stefánsdóttur Thorar-
ensen, prests að Breiðabólsstað í
Fljótshlíð, og ólu þau góðu hjón Ihreyfingar hennar, er gestir voru
hana upp, sem væri hún þeirra komnir, sem ekki ósjaldan bar við,
eigið barn, og naut hún því í upp-jeinkum á fyrri árum hennar hér í
vexti allrar þeirrar umönnunar og Seattle, og var þá sem manni
mentunar til munns og handa, sem ífyndist nokkurskonar umsvifa-
á þeirri tíð var veitt stúlkubörn- jgustur stæði af hreyfingum henn-
um af mentamanna ættum, enda ar, ekki óáþekt því, er sagt var um
var hún sérstaklega vel að sér, Bergþóru.
bæði á höndur og tungu, og verð-, Nú eru þessar hreyfingar horfn-
ur vikið að því síðar. ar og hennar löngu æfidagar liðn-
Á þritugsaldri giftist hún hra. |ir, en minningin lifir í meðvitund
Einari Zoega, gestgjafa í Reykja- þeirra, sem þdttu hana bezt.
vík, bróður hins alkunna fram- " " ......
MARTIN & GO.
*
Attunda árs
UTSALA
af ágætum kvenfatnaði og
Fur kápum
Verðið er framúrskarandi lágt
Vér tökum hér fram fáein af vorum miklu
kjörkaupum sem vér höfum að hjóða á
þessari miklu útsölu og yður er velkomið
að fœra yður í nyt.
NIÐURB0RGUN
Winnipeg, 26. sept. 1928.
G. Eyford.
kvæmdahölds Geirs Zoega. Frú
Ástríður eignaðist fjögur börn,
vo pilta og tvær stúlkur. Pilt-
rnir voru Helgi Zoega, um langt
keið kaupmaður í Reykjavík, nú
dáinn fyrir rúmu ári, og Gunnar,
em nú er farandsali í norður-
hluta Canada, búsettur í Calgary
í Alberta-fylki; en dætur: frú
Ragnheiður Goodmann, búsett í
Seattle, og Ingigerður, sem dó
ung.
Reykjavíkurblöðin eru vinsam-
lega beðin að endurprenta þessa
æfiminning, sem rituð er fyrir til-
mæli dóttur hinnar látnu.
Seattle, Wash., í sept. 1928.
Jón Youkonfari.
GJAPlR
til Jóns Bjarnasonar skóla.
F. Thordarson, Wpg..........$6.00
W. T. Breckman, Lundar .... 2.50
Árið 1889 flutti frú Ástríður tilMiss J. Bildfell, Wpg .... 10.00
Vesturheims, með Gunnar son sinnP S. Bardal, Wpg ............. 5.00
stálpaðan og setist að í Winnipeg.Th. Thorsteinsson, JLeslie .... 20.00
Þar dvaldi hún til ársins 1908, enMrs. H. Johnson, Wpg........ 2.00
flutti þá til Ragnheiðar dótturEyj. Gunnarsson, Churchbr. 2.00
sinnar í Seattle, og hafði heimil-Halldór Johnson, Churchbr. 1.00
isfang hjá henni þar til hún lézt,Björn Johnson, Churchbr..... 1.00
eftir 20 ára veru hér í Seattle. TilJódís Sigurðsson, Wpg... 10.00
Islands fór hún 1901, og dvaldiMrs. Inga Furney, Wpg .... 5.00
þar hjá Helga syni sínum nálægtO. Björnsson, Wpg............. 3.00
tveim árum, eða til 1903, að hún Með alúðar þakklæti,
kom vestur aftur. S. W. Melsted, gjaldk.
Þeir fslendingar, er í hyggju hafa aö flytja búferlum til
Canada. hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun-
um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs.
FIRE
PREVENTI0N
E
LDURINN er annað hvort ómissandi vinur, eða skæður óvinur, alt eftir því
hvernig með hann er farið. Þó eldurinn hafi marga góða kosti, þegar varúð-
ar er gætt, þá er hann samt hættulegasti óvinur, sem maður á við að stríða.
Óvarfærni er orsökin að 70% af eldsvoðum vorum, og það er tilgangur vor,
að koma því inn í meðvitund almennings, að það verður að fara varlega með eld-
inn, og kom þannig í veg fyrir, að eldsvoði hljótist af óvarfærni eða kæruleysi.
Gætið þess því, að ekki verði eldsvoði í húsi yðar. Gætið allrar varúðar.
Eigið ekkert á hættu. Betra að fara varlega, en að verða fyrir tjóninu.
Temjið yður varfærni
sendum vér hvaða fat sem aug-
lýst er, upp að $50 virði (að
undanteknum Furkápum). Af-
gangurinn í litlum mánaðar af-
borgunum.
Eða fyrir
Skulum geyma hvaða
fat sem er, þar til
síðar.
Yfirhafnir
Ágætis úrval úr hinu allra bezta
efni. Fallega bryddar með loð-
skinni, er eykur mjög á prýði
þeirra.
" Allar stærðir og allir litir.
Afmælis söluverð
$19.75$ $29 50
$3950
$45.00 $55.00
Sérstaklega Kœgir borgunar-
skilmálar á Fur kápum
Meðan þessi sala stendur yfir, 10% út í hönd. Afgangurinn í
smáum mánaðar afíborgunum jafnframt og þær eru notaðar.
Fur kápum, sem hér eru keyptar, er haldið í lagi kostnaðarlaust
í heilt ár.
Seal, Muskrat og Persian Lamb
$H9.oo tíi $425 00
KJ0LAR
Nýjustu gerðir og litir úr Satin, Geor-
gettes, Flat Crepes, Failles, Crepes de
Chine, Cloth, og Velvet
$12-75 $15.75 |
$19-75 $24-75
Nýkomnir
Samkvæmis kjólar $15.75
Sérlega lágt verð
ELDSTJÓN i MANtTOBA
Total loss estirna ted Losses actually
by Dominion Per Capita Lives paid by
Year Fire Commissloner Loss Sacrificed Ins. Compa,nies
1922 $3,300,000.00 $5.26 30 $2,893,036.00
1923 3,722,670.00 5.84 9 2,952,998.00
1924 3,174,296.00 4.91 8 2,547,788.00
1925 2,657,430.00 4.02 14 2,097,790.00
1926 2,449,186.00 3.73 9 1,750,058.00
1927 1,783,496.00 2.75 7 1,269,456.00
Sjötíu og sjö mannslíf og meir en seytján miljón dala virði af
eignum, hefir eldurinn grandað á sex árunum síðustu
Butterfly Skirts
$5.05
Einlit og röndótt, Charmeen,
Covert og Kasha. EINUNG-
IS $2.00 út í hönd
FYRIR KARLMENN
Missið ekki af þessu tækifæri til að kaupa ágætis
karlmanna- fatnað með hægum borgunar skilmálum.
Yfirhafnir
Hjálpist allir að til að minka þetta hrœðilega mann-
tjón og eignatjén með því
að vera varfærnir!
BLÁAR CHINCHILLAS
úr þykku efni, tvíhneptar—
Felt eða óf. bak. Fóður úr
plush. Vanav. $45.(4;
Árssölu verð....
‘$34.50
ÖNNUR KJÖRKAUP
Barrymore, Montagnac, Mel-
ton, Crombie, Tweed, allir
litir, stærðir og gerðir.
S29.50 til $85.00
Birt í umboði
HON. W. R. CLUBB,
MinLster of Public Works and Fire Prevention,
Branch.
E. McGrath,
Provincial Fire
Commissioner,
Winnipeg.
Karlmanna fatnadur
Vænt Navy blátt Serge og fallegt Satin fóður, einhneptir
ogtvíhneptir. Vanaverðið er $39.50 fiíOA S á\
Árssölu verðið er .........vp/WOtðU
Tvíhnept vesti
Navy blár fatnaður, buxumar eru Pleated. Þetta er hið
nýjasta fyrir unga menn. CiO
Verðið er nú á árssölunni . v A Ö*UU
MARTIN & CO.
KASY PAYMENTS I,TI».
OPEN SATI HPAY TITAj 10 P.M. Ij. Hnrland, Managcp.
2nd FIOOR WPG. PIANO BLDG.,
PORTAGE AND HARGRAVE