Lögberg - 11.10.1928, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER 1928.
Bls. 5
1 meir en þriðjung aldar haftt
Ðodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bak-
verk, gigt, þvagteppu og mörgum
fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll-
um lyfsölum, fyrir 50c. askjan
eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beinl
frá The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, ef borgun fylgir.
Þá er það gefið í skyn, að Dr.
Brandson og samstarfsmenn.hans
séu fjandmenn Þjóðræknisfélags-
ins, en að ritstjóri Heimskringlu
ásamt heimfararnefndinni standi
á verði því til varnar. Sann-
leikurinn er sá, að eins margir
meðlimir Þjóðræknisfélagsins
heyra til sjálfboðanefndinni, eins
og hinni; hér er iþví um aðra
blekkingu að ræða. Slík vopn
verða aldrei sigursæl, þegar til
lengdar lætur.
Sig. Júl. Jóhonnesson.
hættu snertir og ströngum fyrir-
mælum fylgt í sambandi við beit
og grisjun. Þessi eru aðal svæð-
in, er stjórnin hefir eftirlit með:
Crow's Nest, Bow River, Clear-
water, Brazeau, Cooking Lake,
Athabaska og Lesser Slave.
Réttindi til timburtekju á stöðv-
um þessum, eru seld við opinberu
uppboði á skrifstofu umboðs-
manns Sambandsstjórnarinnar í
umdæmi því, sem um er að ræða.
Opna bréfið
í Heimskringlu
Einkennileg grein birtist í síð-
ustu Heimskringlu með fyrirsögn-
inni “Opið bréf til próf. Halldórs
Hermannssonar.”
Varnar fyrír hans hönd ej*
hvorki þörf frá mér né neinum
öðrum; hann er fullkomlega fær
til varnar sjálfur — ef varnar
væri þörf.
En sökum þess að “bréfið” er
Frá íslandi.
Síðastliðið ár voru haldnar á
landinu 4,326 guðsþjónustur. —
Prestar framkvæmdu 590 hjóna-
vígslur, skírðu 2,600 börn, fermdu
1,943 og jarðsungu 5,858.
Síldaraflinn á öllu landinu var
1. sept. s. ].: Saltsíld 90,852 tunn-
ur, kryddsíld 26,648 tn. og bræðlu-
síld 442,567 ektolitrar.
Skeyti barst hingað fyrir nokkr-
um dögum austan úr Rangár-
vallasýslu þess efnis, að skepnu
eina ferlega hafi rekið á fjöru í
Landeyjum nálægt Þverá. Fylgdi
það sögunni, að vöxtur skepnunn-
ar og útlit alt væri með fádæm-
um. Giskuðu ýmsir á, að hér
væri komin “Þverárskatan” nafn-
togaða, sem munnmæli segja, að
hafist við í ánni. En að athug-
uðu máli reyndist þetta “túnfisk-
ur” svonefndur, sem aðallega á
heima í Miðjarðarhafi, en flækist
þó stundum norður á bóginn og
hefir a. m. k. einu sinni veiðst í
botnvörpu hér við land.—Tíminn.
nóvember 1871, sonur ólafs Jóns-
sonar frá Helgavatni og fyrri konu
hans Valgerðar Narfadóttur.
Seytján ára gamall fór hann til
Kaupmannahafnar og lærði þar
skósmíði, en mun þó aldrei síðan
hafa stundað þá iðn. Árið 1892
hvarf hann aftur til íslands og
istundaði verzlun alla æfi síðan.
Var fyrst á Austurlandi, en árið
1902 flutti hann til Akureyrar og
átti þar heima jafnan síðan.
Ragnar Ólafsson var atorku og
dugnaðarmaður með afbrigðum,
enda græddist honum mikið fé og
var hann talinn stórefnamaður.
Hann lét mikið til sín taka í ýms-
um opinberum málum, einkum
þeim, e;r snertu Akureyrarbæ.
Hann var maður örlátur og stór-
tækur og sópaði að honum hvar
jsem hann kom.
Kona hans var Guðrún John-
sen, sýslumanns á Eskifirði. Eign-
jUðust þau 11 börn, og eru 10
jþeirra á lífi, og munu þau flest
enn vera heima hjá móður sinni.
Með Ragnari Ólafssyni hefir
; Akureyrarbær og Norðurland,mist
einn sinn allra djarfasta og at-
lorkumesta dugnaðarmann.
Þjórsá, 12. sept.
Sláttur langt kominn, og sumir
hættir að Slá. Helzt í efri bygðun-
um, að enn er haldið áfram. í
Flóanum munu allir hættir. Held-
ur óþurkasamt undanfarið. Hey-
fengur afar misjafn. 1 lágsveit-
unum hefir heyjast vel og einstöku
maður í uppsveitunum hefir heyj-
ið sæmilega, en flestir illa.—Kvef-
samt, annars sæmilegt heilsufar.
Reykjavík, 7. sept. 1928.
Mann tók út af togaranum “Im-
perialist” 4. þ.m. Skipið var á
heimleið vestan af Hala. Reið þá
yfir það brotsjór og hreif með sér
þrjá af skipverjum. Tveir þeirra
náðu þó handfestu áður en þeir
losnuðu við skipið. Sá þriðji féll
Tyrir borð og varð eigi bjargað.
Hann hét Sigurður Sigurjónsson,
ættaður frá Kringlu í Grímsnesi.
Þolhlaup gerði maður þann 5.
þ m., Magnús Guðbjörsson, er
hljóp frá Kambabrún til Rvíkur á
2 klst. 53.6 mín. Vegalengdin er
40 km. 200 m.
Það varð að ráð' á síðasta þingi,
iað verklegt nám í bændaskólanum
á Hólum skyldi aukið til muna, en
jafnframt stofnuð sérstök deild
með kenlsu í almennum fræðum,
jVænta flestir góðs af þeim breyt-
ingum, því að verklega námið
Jværi of lítið. Skólastjóri á Hól-
um er nú Steingrímur Steinþórs-
son frá Litlu Strönd við Mývatn.
auðsjáanlega í því skyni skrifað
að “ná í mig”, bið eg Lögberg fyr-
ir þessar línur.
Eg hefi hvorki eytt miklu rúmi
né þreytt lesendur blaðanna á
löngum greinum um heimferðar-
rnálið. Eg skrifaði einungis sögu
þess í byrjun, sanna og rétta, og
sökum þess að allir vissu það og
vita, að þar var rétt skýrt frá, hef-
ir enginn mótmælt þar einu ein-
asta atriði.
'Opna bréfið í Heimskringlu ber
það með sér, að ritstjórinn þekkir
ekki próf. Halldór Hermannsson;
hann vonast auðsjáanlega til þess,
að Halldór álíti bréfið svo ægi-
legt og hótanirnar í því svo hættu-
legar og- honum fallist hugur, að
hann skifti um skoðun og sjái sér
þann kostinn vænstan, að biðja
nefndina fyrirgefningar. Gefið
er í skyn í bréfinu að hann megi
vara sig og vænta bæði vináttu-
og mannorðsmissis, ef hann haldi
skoðunum sínum á lofti opinber
lega; þrisvar eða fjóruih sinnum
er því staglast á því hversu Ijótt
það sé að opinbera þær.
Hvernig skyldi annars standa á
því, að ritstjóra Heimskringlu tek
ur svona sárt til nefndarinnar í
sambandi við það sem próf. Hall-
dór Hei-mannsson segir, en þegir
við ritum próf. Sveinbjarnar John-
son, sem er þó enn þá ákveðnari
og tekur enn þá dýpra í árinni um
betl nefndarinnar?
Eitt atriði er einkennilegt í bréf-
inu meðal annars Þar er sagt, að
menn muni finnast heima, sem það
eitt viti um nefndarmennina eða
afstöðu þeirra gagnvart vestur-
flutningum, að þei r hafi barist
á móti þeim. Vægast sagt vita
þeir ekki allan sannleikann, sem
það eitt vita. Staðreyndir og sögu-
legar sannanir bera hér eindregið
vitni á móti ritstjóranum.
Flestum mun það kunnugt, bæði
hér og heima, að sá nefndarmað-
urinn, sem styrkinn útvegaði í
‘Saskatchewan, er' gamall vestur-
flutninga agent, og að formaður
nefndarinnar er einnig gamall
vesturflutninga agent, báðir laun-
aðir af canadisku stjórninni í því
skyni, að fá fslendinga heima til,
þess að flytja til Vesturheims;
með öðrum orðum, 20% af heim-
fararnefndinni eru skipuð göml-
um vesturflutninga agentum. Þetta
er ekki sagt mönnunum til hnjóðs,
þvii þeir hafa báðir lagt margt
gott til íslenzkra mála; en þetta
atriði er óhjákvæmilegt að benda
á til þeSs að sýna, hversu lítils
sannleikurinn er stundum virtur,
þegar í deilur kemur. Um þriðja
manninn í nefndinni, féhirði
hennar, stendur yfir nokkurs kon-
ar rannsókn í sambandi við af-
stöðu hans til vesturflutninga;
um hann skal því ekkert sagt í því
efni að þessu sinni.
Miklar sögur ganga um sveitir
hér um ófreskju eina, sem kvað
hafa rekið fyrir nokkru á Álfhól-
arreka í Landeyjum. Verður hér
ekkert um sagt, hvað hæft er í sög-
unum, nema að sannorðir menn
segja, að ekki muni þetta tómur
tilbúningur. Segja sögurnar, að
ófreskja þessi sé hálf spendýr og
hálf fiskur, spendýr að framan,
en fiskur að aftan. Sagt er, að ó-
freskjan hafi bæði tálkn og lungu,
skinn og roð, en tómur skeljung-
ui undir skinninu; ýmsar stærð-
ir hafa verið tilteknar, en láta
mun nærri, að stærðin hafi verið
9 fet á lengd og jafnvel 14 fet um-
máls, samkvæmt frásögn þeirra,
sem trúanlegastir eru teknir.
Borgarnesi 12. sept.
Tíðarfar óþurkasamt. Heyskap-
ur langt kominn; sumir hættir.
heyfengur með minna móti hjá
flestum, en nýting í bezta lagi.
Búnaðarsamband Borgarfjarðar
hefir látið vinna í sumar að jarða-
bótum með dráttarvél. — Vegna
þurkanna hefir herfing ekki geng-
ið fljótara en plæging og herfing
á samskonar jörð. Vélin gengur
ekki' yfir krapt stórþýfi. Kostnað-
urinn við vinsluna'ekki ákveðinn
enn, verður honum jafnað niður
síðar. Eftirspurn mikil eftir
vinunni og nóg verkefni, meðan
hægt verður að vinna í haust.
Haldið verður áfram í Hvítársíðu
og Stafholtstungum
Hér er slátrað tvisvar í viku,
þetta á fjórða hundrað vikulega.
Kjötið selt til Reykjavíkur. Aðal-
sláturtíðin byrjar 18. þ.m. Búist
er við, að dilkar verði vænir i
haust.
Nú er verið að ljúka við brýrn-
ar á Stykkishólmsveginum, yfir
þrjár smáar ár, Fáskrúð, Laxá og
Kleifá; verður sennilega lokið við
brýr þessar í næstu viku. — Enn
er unnið að veginum frá Forna-
hvammi norður. Bifreiðir ganga
enn vestur og norður, þrátt fyrir
úrkomurnar. — Heilsufar gott. —
Vísir.
Akureyri, 11. sept.
Vegamálastjóri kom hingað ’ í
bifreið frá Borgarnesi. Ferðin
gekk ágætlega. Er nú búið að laga
veginn víða á leiðinni, svo heita
imá, að' leiðin sé öll vel fær fyrir
bifreiðir. Segir vegamálastjóri,
að næsta sumar verði hiklaust
farið í bifreiðum á milli Akureyr-
ar og Borgarness. Fer hann aft-
ur sömu leið á fimtudagsmorgun-
inn.
Um tvöleytið í fyrrinótt var
stolið 485 krónum í peningum úr
söluturni Guðbjarnar Björnsson-
ar. Réttarhöld í gær. Grunur leik-
ur á, að stúlka nokkur sé völd að
þjófanðinum.
Hænsnahús nýsmíðað, við Krist-
neshæli, brann í nótt. Talsvert
af smíðaáhöldum brann inni. Leik-
ur grunur á, að kviknað hafi í af
manna völdum. — Réttarhald í
gr. — Vísir.
Ragnar ólafsson kaupmaður á
Akureyri, andaðist á ríkisspítalan-
um í Kaupmannahöfn, hinn 14.
sept. síðastliðinn, eftir langa og
afar þunga legu. Hann var fædd-
ur í Viðvík á Skagaströnd 25.
Séra Þorsteinn Jóhannesson á
Stað er löglega kosinn prestur í
jVatnsfirði. Hlaut hann 128 atkv.,
en Sigurður Haukdhl cand. theol.
130. atkvæði.
1 Þúfnabaninn á Eyrarbakka hef-
1 ir í sumar brotið til nýræktar um
80 dagsláttur lands í Árnessýslu.
Af því eru 36 dagls. á 9 bæjum í
Grímsnesi, 26 á tveim bæjum i
ölfusi og 18 á tveim jörðum í Bisk-
upstungum. Mun vélin taka að
nýju til starfa eftir helgina og
vinna fram eftir haustinu. Brýt-
ur hún tvær dagsláttur lands á 10
klst., er jörð er lágþýfð, og fer
þrjár umferðir áður fulltætt sé
og valtað.—Fyrir nokkru var þess
getið hér í blaðinu, að vélin væri
eign jarðræktarfélags á Eyrar-
bakka. Var það á misögnum bygt.
Vélin er eign mannsins, sem með
hana l'er, Sveins Jónssonar i
Halakoti.
| Blaðamönnum var í síðastlið-
nni viku boðið að skoða umbætur
þær, er Thor Jensen útgerðármað-
ur heíir látið framkvæma á jörð-
I im sínum Korpúlfsstöðum og
Lágafelli í Mosfellssveit. Þar var
byrjað að brjóta land með þúfna-
bana árið 1922. Nú er 150 hekt-
ara tún á Korpúlfsstöðum og 25
ha. á Lágafelli. Töðufengur hjá
;Thor Jensen á þessu sumri mun
vera um 7,500 hestar alls. Mýr-
arnar eru ræstar fram að haust-
J nu, en tættar sundur með þúfna-
bananum næsta vor og sáð í þær
höfrum jafnskjótt og landbrotinu
er lokið. — Thor Jensen hefir nú
á jörðum sínum nokkuð á þriðja
jhundrað kúa mjólkandi. Á Korp-
lúlfsstöðum hefir hann í smíðum
bæ einn allreisulegan, sem á að
vera alt í senn: íbúð starfsfólks,
fjós, hlaða og haughús.—Tím.
Reykjavík, 15. sept. 1928.
| Kirkja er nýbygð í Hrísey á Eyja-
firði. Er hún hr steini. séra Stef-
án Kristinsson á Völltim vígði
Jkirkjuna 25. ágúst, að viðstöddu
fjölmenni.
Fyrir hálfum mánuði síðan
^druknaði maður, Einar Þórðarson
að nafni, í Fnjóská, skamt frá
Laufási. Var hann að sækja hesta
'og mun afa ætlað yfir ána á vaði,
Jen lent út í hana nokkru neðar.
Hestur Einars bjargaðist úr ánni,
en líkið fanst eigi fyr en nokkru
Jseinna. Einar heitinn var ungur
,maður, sonur Þórðar bónda á
Fossi í Vopnafirði.
Dráttarvél (tractor) keypti Bún-
aðarsamband Borgarfjarðar í
sumar. Var byrjað að vinna með
henni 4. júlí, og hefir síðan verið
unnið hvern virkan dag, oft 14—
til 18 stundir á sólarhring. Með
Jvélina hafa farið til skiftis Magn-
ús búfræðingur Símonarson frá
Brjánslæk og norskur maður, sem
dvalið hefir á Hvanneyri. Fyrir
há'lfi annari viku síðan var búið
að vinna ca. 60 dagsláttur. Rúm-
llega helmingurinn er bæði plægð-
| ír og herfaður, hitt aðeins plægt.
Hafði þá verið unnið á 15 bæjum
jalls: 12 í Reykholtsdal, 2 í Anda-
kílshreppi og 1 Skorradal. Mest
^var unnið á tveim bæjum, Skáney
og Varmalæk. Þar sem bezt hef-
ir gengið að þessu voru plægðar
og herfaðar 4 dagsl. á 36 tímum.
En vinnan er óvenju erfið í sum-
ar vegna þurka. Olíueyðsla vél-
arinnar er 5 lítrar á klst. að með-
altali. Kostnaði er enn eigi jafn-
að niður. Haldið verður áfram
vinnu fram eftir haustinu.
100 manna blandaður kór, karla
og kvenna, á að syngja á Alþing-
ishátíðinni 1930. Sigurði Birkis,
Jóni Halldórssyni og Sig. Þórðar-
syni er falið að mynda kórinn.
Nýlega er látin hér á Landa-
kotsspítala Halldóra Torfadóttir
húsfreyja frá Lambavatni á
Rauðasandi. Var hún gift Ólafi
Sveinssyni bónda á Lambavatni
og áttu þau þrjú börn, sem öll eru
ung. Halldóra var merk kona, vel
gefin og vinsæl. Wfun öllum þar
vestra, er hana þektu, þykja að
henni mikil eftirsjá. Lík hennar
var flutt vestur með Esju síðast.
um þessa grimma dýrs. Þorði fólk
ekki að senda börn á skóla, þar
sem langt var að fara, og síður að
vera úti langt frá heimili, er nótt
var komin. Sást hann nú daglega
og var hvergi hræddur. Virtist
alveg vita, er fólk var varnar-
laust eða ekki með byssu. Mætti
getið, var á ferð, eg held að svip-
a^t eftir gripunum Fann hann
ginpina á landi bróður síns, Sig-
urðar Bjarnasonar, og var þá úlf-
urinn að líta sér eftir nýrri bráð.
Brá þá Magnús við skjótt og fór
yfir til Björns Jónssonar; hann
vissi, að Jón hafði góða byssu og
Saga frá Þingvalla
Thingvalla bygð var stofnsett
1886. Það ár fluttust inn þessir
viljasterku menn og konur, sem
buguðust aldrei, en hörðnuðu við
hvers árs erfiðleika, svo alt var
mögulegt en ekkert ómöguleg4.
Þannig brutust þeir áfram til
efnalegs sjálfstæðis og komu upp
myndarlegum börnum.
Og þessi merkilegi atburður
sem eg nú ætla að segja, er viður-
eign eins af þessum fyrstu af-
komendum brautryðjendanna við
við úlf
Maðurinn var fæddur á íslandi,
en fluttist eins árs gamall til þessa
lands með foreldrum sínum,. Hann
heitir Jón og er sonur Björns
Jónssonar og ólafíu Stofánsdótt-
ur. Hann er sex fet á hæð, herða-
breiður, fagurlega limaður á unga
aldri , ofurlítið lotinn eða laut
höfði; var því ágætur efniviður í
góðan íþróttamann; fullur af æf-
intýraþrá, karlmenni að burðum,
liðugur sem köttur, en er þó hæg-
ur í hvers dags Iífi og hvers
manns hugljúfi. Þannig er hon-
um rétt lýst á fáum orðum.
Landið, sem nefnt er Thing-
vallasveit eða nýlenda, er öldu-
myndað mjög og myndast þannig
hryggir og hólar, sem eru oftast
skógi vaxnir, en lægðir og sléttur
á milli, sem er stundum vatn á og
nafnast . ensku máli “Soughs”
eða stöðuvötn og er oft gott hey-
land út frá.
Það var árið 1906 í júlímánuði,
að einn af þessum myndarlegu
ungu mönnum, Jóhannes að nafni
Thorlaksson, sem þá var að alast
upp hjá foreldrum sínum, eða
móður og stjúpföður, Jóhönnu og
Guðna Brynjólfsson, (en faðir
hans hét Stefán Thorláksson, og
var dáinn fyrir nokkurm árum),
var að slá hey með sláttufél,
skamt frá heimili foreldra sinna.
Honum verður litið við, og sýnist
sem hann sjái skugga af einhverju
fyr aftan hann er að honum sýn-
ist risavaxinn úlfur, svo stór,
um þessi merkilega sjón: að þarna
fyrir aftnan hann er að honum
sýnist risavarinn úlfur, svo stór,
að ’hann var á stærð við meðal
veturgamlan grip, eða vel það.
Verður honum svo bylt við, að
hann færir sig úr stað, og var
hann þó enginn hugleysingi, sem
sýndi sig, er hann fór í stríðið,
gerðist “bomb-thrower”, og féll á
Frakklandi árið 1916.
Var hann hinn fyrsti sjónar-
vottur að þessu stóra og grimma
dýri. Ekki leið á löngu, að fólk
yrði vart við komu bangsa í bygð-
ina Ekki man eg á hvaða heimili
hann gerði fyrst vart við sig.
Geta má þess, að er þessi at-
burður átti sér stað, voru bændur
orðnir vel efnum búnir, áttu
fjölda af gripum, hrossum og öðr-
um skepnum. Ekki þarf eg að
orðlengja það, að þessi merkilegi
gestur bygðarbúa gerði sér gott af
því, sem kjafti var næst, lagðist
hann þegar á gripi og kindur
bænda, drap það niður sem bezt
hann gat, hvað sem fyrir varð,
jafnt þrevetra uxa sem kálfa og
lömb. Bót var þó 1 máli, að hann
fór ekki víða um bygðina. Hann
sást og drap hjá Jónasi Thorvarð-
arsyni, og sást líka, og eg man
ekki hvart hann drap austast í
bygðinni hjá Sigurði Jónssyni og
drengjum hans; en hélt aðallega
til á átta heimilum og lagðist á
þeirra skepnur. Var það hjá þeim
Konráði Eyjólfssyni, sem er nyrzt-
ur í röðinni, Guðjóni Finnssyni,
Sveinbirni Loftssyni, Árna Árna-
syni, Eiríki Bjarnasyni og Guðna
Bryjólfsyni, Thorkeli Laxdal og
Birni Jónssyni. Hann sást víðar
en hjá þessum sem eg hefi nefnt.
Það var talið kring um 17 skepn-
ur, sem hann drap alls.
Gerðist fólk nú mjög óttaslegið,
er fór að fréttast af hryðjuverk-
telja upp mörg atvik því til sönn- ] var góð skytta. Hafði Björn
unar, er hann þóttist þurfa að
drepa, þá tók hann einhverja
skepnu á einelti úr hópnum og hélt
í hala hennar þar til hún gafst
upp að draga hann á eftir sér, þá
tók hann til að rífa hana í sig að
aftan lifandi. Þannig skildi hann
við þrevetran uxa hjá Árna Árna-
syni, skömmu áður en hann vár
drepinn; var uxinn étinn að mestu
að aftan, og var þó lifandi, og varð
^ð taka af honum lífið. Úlfurinn
tók stóra, fullorðna og feita kind
inni í girðingu, fimm feta hárri,
og stökk með í kjaftinum út úr
kvínni; þetta var hjá Eiríki
’Bjarnasyni. Það sýndi hve sterk-
keypt þá um sumarið hest, sem
var frá Indíánum, með hnakk og
beizli, af Guðmundi ólafssyni, er
þá var staddur í Churchbridge.
Var hestur þessi frámuna góður
til reiðar, fljótur og þolinn svo
undrum sætti, sem síðar má sjá.
Þetta vissi Magnús. Hitti hann
svo á, að Jón var ekki heima, en
ekki langt frá við skógarhögg.
Hesturinn var heima við og brá
Þórunn dóttir Björns sér þegar á
bak og var fljótt komin til .Tons.
Hann kom til baka á hestinum. og
fóru þeir, hann og Magnús, norð-
ur til gripanna. Þegar úlfurinn j
sá til ferða þeirra brá hann vic
HAGlC
baking
POWDER
ur hann var. Margt mætti upp ^ið skjótasta, en fór þó hvergi, er
telja af hryðjuverkum hans, en það
yrði of langt mál
Eina nótt vaknaði fólk upp hjá
Birni Jónssyni við hávaða í grip-
um, sem voru þar í girðingu skamt
frá húsinu Vildi svo vel til að
hestur var við hendina, og stökk
Jón sá, er áður var getið, og elti
hópinn, sem komist hafði út tir
girðingunni út um alt land í allar
áttir, og var úlfurinn að elta einn
gripinn og lét hann draga sig á
halanum; var hann búinn að slíta
hallann af nema eins og sex þuml-
unga sem eftir voru. Var skepn-
an komin að niðurfalli af mæði,
j þegar Jón kom að. Þá slepti úlf-
urinn og flúði, en gripurinn náði
sér aftur og varð bezta kýr, sem
Björh átti í mörg ár, og alt af er
ókunnugir komu og sáu gripinn,
þá spurðu þeir hvernig stæði á
því, að þessa skepnu vantaði hal-
ann. En svo varð kýr þessi
mannelsk við atburð þenna, að
ekki varð mögulegt að fæla hana
á nokkurn hátt, og var það þó
reynt til gamans, en hún baulaði
alt af í sífellu og stökk til manns-
ins, sem var að fæla hana.
Oft og mörgum sinnum var
reynt að ráða úlfinn af dögum, en
alt af mishepnaðist það; komu
góðar skyttur langt að og reyndu
við hann, en þá varði hann sig svo
að þeir urðu frá að hverfa eins og
þeir komu, og voru stundum marg-
ir til samans, en alt kom fyrir
ekki; annað hvort sást úlfurinn
þá ekki, eða hann virtist vita um
erindagjörðir þeirra og var var
um sig Leið þannig sumarið fram
að hausti, er frosið var upp, og
fór fólk að örvænta um að takast
mundi að drepa þennan grimma
úlf Fóru margir að bjóða til höf-
uðs honum, eins og til dæmis Kon-
ráð Eyjólfsson, er bauð fallegan
kálf, er gekk undir kúnni, hverjum
sem gæti feltt hann húðinni, og
margir buðu peninga.
En svo rann upp sá dagur bjart-
ur og heiðríkur, og vildi það þann-
ig til, að Magnús Bjarnason, son-
ur Eiríks Bjarnasonar, sem fyr er
Magnús kom í fyrra skiftið, og
sýnir það að hann vissi nú hvað
tii stóð. Lét Jón svo lítið á sér
bera, sem mögulegt var, og hélt
byssunni niður með hlið hestsins
þeim megin, sem frá úlfinum
sneri. En alt kom fyrir ekki, úlf-
urinn stökk alt hvað af tók, beint
yfir stöðuvötn (þvi alt var frosið)
og girðingar, og tafði það mjög
fyrir Jóni, er hann varð að taka
niður girðingar og fara kringum
ísinn. En samt gat hann haldið
nokkurn veginn í við úlfinn, svo
að lítið dró sundur. Má því nærri
geta hvað ferðin hefir verið á
berri jörð, og vita þeir sem kunn-
ugir .eru, hvað það er að elta
smáa úlfa í djúpum snjó, þegar
þeir ná ekki jörðu á vetrum, og
reynist full erfitt að ná þeim; en
hvað er það í samanburði við
slíkan eltingaleik, sem þann er
hér segir frá
Eltir Jón nú úlfinn þrjár mílur
með þessum hraða, og var þá ekki
lengra milli þeirra en fjórðungur
úr mílu. Vírgirðing var
frá og skógur talsverður.
Magic bökunarduft,
er ávalt það Lezta í
kökurog anraÖ kaífi-
brauð. það inniheldur
ekkert alum, né nokk-
ur önnur efni, sem
valdið gætu sken.d.
á hann aftur, og fór skotið eftir
honum endilöngum; veltist hann
þá um og féll til jarðar. En er eg
kom að honum, virtist hann ekki
alveg dauður, svo eg skaut hann
í gegn um hausinn, og steig af
baki til þess að skoða þenna mikla
skrokk, sem svo mjög hafði skot-
ið skelk í bringu allra bygðarbúa.
Var þetta á landi EKzabetar Sig-
urðsson, sem næst var við land
Konráðs Brynjólfssonar, og er hún
systir hans. Þangað fór eg, til
að segja hvað skeð hafði, og var
mér varla trúað í fyrstu af mörg-
um. En allir urðu mjög glaðir
að frétta dauða þessa voða-dýrs,
sem hafði gert svo mikið tjón í
bygðinni og hafði valdið svo miklu
skamt I hugarangri — Svo fékk eg úfl-
Tók | inn fluttan heim og kom við á bæj-
hann því tækifærið er gafst, þeg- ] unum, sem voru á leiðinni, því
ar úlfurinn fór upp á hæð eina öllum var svo hugleikið að sjá úlf-
og sneri sér lítið eitt við til að sjá
hvort Jón væri enn á eftir sér.
Þá skaut Jón fyrsta skotinu. Seg-
ir hann svo frá þessu: “Eg þurfti
aldrei að stöðva hestinn; hann var
jafn ákafur og eg að ná í úlfinn,
og lét eg taumana falla niður á
inn. Fletti eg af honum feldinum
um kvöldið og komu margir langt
að til að sjá hann.
Ekki get eg gefið nákvæma lýs-
inku af stærð úlfsins, en þeir
sögðu, sem sáu, að hann væri
mikið stærri en timbur-úlfur. —
makka hestinum, er eg reisti byss-j Seldii Jón séra Pétri Hjálmssyni
skinnið og hefi eg heyrt, að hann
hafi látið gera það upp.
Margir entu loforð sín og gáfu
beit í nárann eða hlið sér, því þar jJóni peninga. Víst var um það,
hitti kúlan hann, stökk hann svojað Konráð Brynjólfsson gleymdi
una upp að öxl mér og skaut, á
þessum hraða sem hesturinn bezt
komst. Eg sá glögt, að úlfurinn
niður í skógarrunna skamt frá.
En er eg kom upp á hæðina, sá
eg hann hvergi, en hélt áfram all-
langt. En þá varð eg þess var, er
hesturinn sperti upp eyrun, að úlf-
urinn var að læðast aftan að mér
eða á eftir mér. En er eg reisti
upp byssuna, þá sneri hann við og
stökk burt svo fljótt sem auðið
var, en eg sá að blóðið spýttist
frá báðum hliðum hans. Skaut eg
ekki kálfinum; hann gaf Jóni hann
og var það lang-stærsta gjöfin. —1
Og svo er þessari sögu lokið.
B. Jónssyni, 4. okt. 1928, eftir 22
Skrifuð eftir minni, af Halldóri
ár frá iþví er hún skeði.
Nú vil eg geta þess, að Jón ligg-
ur í sjúkrahúsi í Yorkton, eftir
hættulegan uppskurð, en líður þó
eftir vonum.
Halldór B. Jónsson.
Skógar
Winnipeg Hydro, sem framsýni og at-
orka bæjarbúa kom í framkvæmd, hefir
sannað þá staðhæfingu meðhaldsmanna
sinna, að þessi stofnun legði til raf-
orku fyrir sannvirði. Til þessa tíma
hefir hún sparað íbúunum miljónir
dollara með lágu gjaldi fyrir raforku.
Til að viðhalda þessu lága verði og til
að hafa nóga raforku til að mæta vax-
andi þörfum, verður að byggja nýjar
raforkustöðvar.
Manitoba er vanalega talið Sléttu-
fylki, en samt er meira en þrír-
fjórðu hlutar þess skógi vaxið land,
eða meira en 137,000 fermílur.
Viður sá í fyiki voru, sem hæfur er til
papírs gerðar, er afar mikils virði, en
með því móti þó, að raforka sé nægileg
til að vinna pappír úr honum.
En um skóglendurnar renna ár, sem
leggja til hin verðmætustu auðæfi
Manitoba fylkis — ódýra raforku.
~WuuiípeöHi{dro,
55-59
PRINCESSST.
.> ^
CHEAP HYDRO POWER-HAMITOBAS GREATEST ASSET
SLAVE FALLS — 90.000 H.P. .1 -