Lögberg - 11.10.1928, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.10.1928, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER 1928. RAUÐKOLLUR EFTIR GENE STRATTON-PORTER. henni. I>að fyrsta, sem hún sagði af ráði var það, að hún bað RauðkolL að fara fram í eld- húsið og gæta að krukkunni, scm stæði þar á borðinu, hvort gerið væri ekki farið að renna út úr henni. Það liðu nokkrir dagar, þajigað til hún gat sagt Duncan og Rauðkoll hvað fyrir sig hefði komið, og þegar hún reyndi að gera það, þá grét hún eins og barn. Rauðkollur var ósköp evðilagður út af þessu og hann hjúkraði henni eins vel og nokkur kvenmaður hefði getað gert. I>uncan gerði líka alt sem hann gat fyrir hana og hann reyndi sem bezt hann gat að hlynna svo að húsinu, að engin hætta gæti vrerið á því, að slöngurnar kæmust þar inn. Ógnir þær, sem henni höfðu mætt þarna í skógunum, stóðu henni alt af fyrir hugskotssjónum og hún var ekki í rónni, fyr en hún náði í McLean og bað hann fyrir alla muni, að látaRauðkoll ekki vera lengur á þessum óttalega stað, eða ekki ein- .samlan, að minsta kosti. McLean fór að sjá Rauðkoll og var fyllilega ráðinn í því, að verða við þessari bón hennar. Rauðkollur gerði ekki annað en hlæja, þegar McLean sagði honum frá þessu. “Ekki farið þér að láta hjartveika konu koma yður til að hafa áhyggjur út af mér,” ságði hann. “Eg get vel skilið, hvernig henni hafi liðið, því eg hefi sjálfur revnt það sama, en það er nú alt löngu búið. Það hefir alt af verið löngun mín, að gæta skógarins emsamall og hjálparlaust, °g verjast því, sem þar er, eða kann að koma ]>angað, og skila yður honum, þegar þar að kemur, með öllu tilhejrrandi, eins og eg hefi lofað v ður ög sjalfum mer að gera. Eg mundi taka afar nærri mér, ef þetta verk væri tekið frá mer nú, þegar svona er langt komið og tíminn er nærri útrunninn. Nú eru ekki eftir nema svo sem tvær eða þrjár vikur, og eg er búinn að gera þetta í næstum heilt ár. Eg vona þér gerið^ það ekki. Þér mcgið ekki láta konuna ráða þessu, enda hefi eg altaf heyrt, að það væri ekki gott, að láta tilfinmngar kvenna ráða fyrir sér. ” McLean brosti. “Hvemig er það með tréð, sem þeir ætluðu að stela um daginn?” spurði hann. Rauðkollur bara liristi sig. “Engilráð og Fuglamærin teljast ekki með konum, eins og þær gerast vanalega,” sagði hann feimnislaust. ' McLean hallaði sér aftur á bak í hnakknum og skellihló. X KAPITULL Það sýndist nærri íagi hjá. Rauðkoll, að þær Fuglamærin og Engilráð voru ekki eins og fólk er flest, því ]>ær komu alveg á réttum tíma, eins og þær höfðu sagt, og þær hittu MeLean þar úti í skóginum, þar sem hann var að tala við Rauðkoll. Hann hafði nýlesið ritgerð eftir Fuglamærina, sem honum þótti mikið til koma og var hann að segja Rauðkoll frá henni. Hann bað Fuglamærina. um leyfi að fara með henni út í skóginn og sjá hvernig hún færi að því, að taka mvndirnar. IMglamærin sagði honum, að það væri vel- komið. Lnginn, sem hún væri nú að taka mynd at, \ æri enn of lítill til að hafa vit á að hræðast hana, en ekki nógu, stór til að vera verulega erfiður viðureignar, og sér þætti vænt um, ef McLean vildi koma með sér. Þau fóru svo út í skóginn, en Rauðkollur átti að sjá um Engilráð á meðan, svo henni væri oliætt. Hun hafði komið með fiðluna sína og nokkur sönglög, því nú ætlaði hún endilega að heyra Rauðkoll syngja. Fuglamærin sagði þeim, að það væri bezt fyrir þau að fara út í skógarrjóðrið og æfa sig þar, þangað til Mc- Lean og hún væru búin að taka mvndina af unganum, og svo skyldu þau koma og hlusta á sönginn. Það liðu næstum þrjár klukkustundir, áður en þau, Fuglamærin og McLean voru búin að taka myndina af unganum og komu inn í skóg- arrjóðrið. McLean gekk á undan og hafði sterk- ar gætur á öllu, til að vera viss um, að Fugla- maæinni væri áhætt, og hann sveigði skógar- greinarnar til hliðar svo hún ræki sig ekki í þær. Hann greip trjábörk, sem lá þar á götuslóðinni, og fleygði honum úr veginum, en stöðvaði jafn- framt gönguna og leit niður fyrir sig. Fuglamærin gerði hið sama, og þarna .sáu þau mjög greinilega spor Engilráðar í leirnum. Þau Ii'tu hvort á annað, en sögðu ekkert, en hafa sjálfaagt hugsað það sama. McLean sótti aft- ur börkinn og lagði hann ósköp varlega yfir sporið og fuglamærin steig varlega yfir hann. Þegar þau voru komin rétt að skógarrjóðrinu, stönzuðu þau við, því þau heyrðu að Éngilráð var eitthvað að segja, og það var auðhevrt, að hennj var töluvert mikið niðri fyrir. “Rauðkollur James Ross McLean!” sagði hún. “Þetta líkar mér ekki. Þú svngur nú eins og röddin sé svo veik, að þú getir varla komið upp hljóði, og það sé viðbúið, að þú verðir að hætta þegar minst varir. Því syngur þú ekki eins og þú söngst í vikunni sem leið? Viltu segja mér það?M Rauðkollur svaraði engu, en brosti til henn- ar ósköp sakleysislega, þar sem hún sat gagn- vart honum og fór svo að horfa á fiðluna “Þetta er afleitt,” sagði hún hálf óþolin- móðlega. “Fyrir viku söngstu þannig, að eg trúði því fastlega, að þú værir efni í ágætis söngmann, en nú syngurðu — ja, veiztu sjálfur, hve illa þú syngur?” “Já,” sagði Rnuðkollur blátt áfram. “Eg held eg sé í of góðu skapi til að geta sungið vel í dag. Eg get ekki sungið vel, nema þegar mér leiðist og líður ekki sem bezt. Nú finst mér alt svo bjart og Ijóst, þegar eg er hjá þér og Mc- Lean og Fuglamærinni, og eg er í svo góðu skapi, að eg get ekki fest mig við sönginn. En mér þykir ósköp leiðinlegt,, ef þú verður fyrir vonbrigðum. Viltu geras vo vel og leika lagið aftur og þá skal eg reyna að gera eins vel og eg mögulega get. ” “Jæja,” sagði Engilráð og var sýnilega ekki vel ánægð. “Mér finst, að ef eg hefði eins margt til að vera stolt af, eins og þú hefir, þá mundi eg lyfta höfðinu hátt og syngja mikið.” “Hvað er það eiginlega, sem eg hefi til að vera stoltur af?” spurði Rauðkollur sakleysis- lega. “Það er nú bæði margt og mikið,” sagði Engilráð. “Þú hefir til dæmis leyst þitt verk af hendi prýðilega, svo þjófarnir hafa engum trjám náð síðan þú komst hingað,' og faðir þinn ber ótakmarkað traust til þín. Þú hefir aldrei brugðist trausti hans og hann er svo dæmalaust ánægður með þig. Þú mátt vera ánægður með það, að allir tala vel um þig og segja, að þú sért bæði hugaður og góður og allir treysta þér til alls hins beztá. Eg heyrði mann segja hér um daginn, að skógurinn væri fullur af allskonar hættum og það væri mjög óhollur staður, og frá því að fyrstu frumbyggjarnir hefðu komið hér, hefði liann alt af verið griðastaður þjófa og strokumanna og annars óþjóðalýðs. Þessi skógur er nefndur eftir manni, sem viltist hér einu sinni í gamla daga og varð hér hungur- morða. Maðurinn, sem eg talaði við, sagðist ekki vilja taka þína stöðu, þó hann fengi þús- und dali á mánuði, eða með öðrum orðum, að hann vUdi ekki gera þetta fyrir nokkra peninga. En þetta liefir þú gert í heilt ár, og aldrei hefir fallið úr hjá þér dagur, og þú hefir ekki mist eitt einasta tjró. Það vantar svo sem- ekki, að þú liefir nóg til að vera stoltur af. “Þá er ekki að gleyma því, að þú ert reglu- legur Irlendingur. Faðir minn er líka írskur, og ef þig langar til að gera hann reglulega reið- an svo um muni, þá .skaltu reyna að gera lítið úr tranum svo hann heyri. Hann segir, að ef trar hefðu gott land til að búa í, þá væru þeir öndvegisþjóð heimsins. Hann segir, að ef ír- land væri eins stórt og gott land, eins og sum ríkin í Bandaríkjunum, þá mundu Englending- ar aldrei hafa borið efri hluta í viðskiftum sín- um við þá; England væri þá bara eins og svo- lítill viðauki við trland! Þar eru me.stu mælsku- garpar og vitrustu stjórnmálamenn, sem til eru í Evrópu, nú sem stendur, og þegar Englend- ingar fara í stríð, hverjir eru þá beztu her- mennirnir, sem þeir hafa á að skipa? Auðvitað trlendingarnir. Hvergi í heiminum er eins fallegt, eins og þar, og hvergi eins skemtilegt að vera. Þar eru framúrskarandi leikarar og skáld, og líka söngmennn, sem skara fram úr öðrum. Þú ættir bar að heyra, hverig faðir öðrum. Þú ættir bara að heyra, hvemig faðir fór með nokkrar vísur og reyndi að gera það eins og hún hafði heyrt föður sinn gera. “Þetta er það, sem þú átt að hugsa urn,” sagði liún, “en ekki það sem er dapurt og leið- inlegt og sorglegt. Þú átt að hugsa um ljósið og frelisð og sönginn. Það er svo margt, sem írinn hefir til að vera stoltur af, að eg get ekki sagt þér það alt í einu, en það tilheyrir þér alt- saman, því þú ert einn af þeim. Mér falla eng- ir sorgarsöngvar, en eg veit þú getur sungið með fjöri og gleði, og þú getur sungið vel. Stattu nú þarna og syngdu eins og þú getur sungið bezt. Irland á stjórnmáalmenn, her- menn, leikara og skáld. Þú átt að leggja til sönginn. Þú stendur þarna spölkora frá mér og syngur. Eg kem svo til þín og spila á hljóð- færið og þegar eg er komin rétt til þín, stanza eg. Syngdunú!” Engilráð var óvanalega rjóð í andliti, og það var auðséð, að hún lmfði mikinn áhuga á því, sem hún var að segja. Hún fór ofurlítið frá, bak við trén, svo hún sást ekki. Rauðkoll- ur rétti úr sér og stóð beinn eins og kerti. Hann var tilbúinn að reyna sig og útlit hans minti á veðreiðahestana, þegar þeir eru rétt að því komnir að hlaupa af stað. Hann stóð þarna al- veg í sömu sporum og beið þess, að Engilráð kæmi aftur í ljós, en blóðið sauð í æÖum hans. Skraut náttúrunnar var þaraa afar ríkt og lit- brigðin framúrskarandi margvísleg, en ekki var Rauðkollur í nokkrum efa um það, að Eng- ilráð bæri langt af öllu öðru, sem þar var að sjá, eins og hún bar af öllu, sem hann hafði nokkurn tíma séð, eða gert sér í hugarlund, og aldrei hafði hún verið eins falleg ein.s og ein- mitt nú. Þegar hún kom all-nærri honum, byrjaði hún að spila á hljóðfærið og hann bvrj- aði að syngja írskan ættjarðarsöng, nokkurs- konar ástaljóð til trlands. Hann gleymdi öllu öðru en því, að þóknast henni ok láta hana finna að hann vildi syngja vel, hennar vegna, og að hann gæti gert það. Þegar hann hafði sungið alt lagið, þá var eins og Engilráð vissi ekki hvað hún ætti að hugsa eða vildi segja. Hún opnaði munninn, en sagði ekkert. Hún varð enn rjóðari í kinnum. Hún hafði ætlað að hvetja hann til að taka á því bezta, sem hann ætti til. Henni hafði á- reiðanlega tekist það. Hún var of ung til að vita, að það hefir oft komið fyrir, að ung stúlka, sem hafði þann einn ásetning, að hvetja ungan svein til meiri dáða, kveikti þann eld, sem hún gat ekki slökkt eða ráðið við. Henni fanst, að svona hefði hún aldrei fyr heyrt sung- ið. 0g þessi söngur var sunginn að eins fyrir hana. Hún hafði ætlað sér, að leiða hann og styrkja í söngnum, en í þess stað hreif hann hana með sér á öldum tónanna inn á einhver ókunn undralönd, sem hún liafði aldrei fyr haft hugmvnd um. Þegar hann hafði lokið við að syngja lagið, horfði liann beint framan í Engilráð. Hann hafði lagt fram það allra bezta, sem hann átti til. Hann féll á kné og krosslagði hendurnar á brjóstinu. Það var eins og segulmagn drægi hana að honum. Hún gekk til hans og straúk með hendinni um úfið hárið á lionum og sveigði höfuð lians aftur á bak og kysti hann á ennið. Svo gekk hún nokkur fet aftur á bak, horfði á hann og sagði: “Nú líkar mér vig þig. Þú varst reglulega góður drengur. Eg vissi, að þú gazt sungið. Ef ])ú getur sungið svona frammi fyrir miklum mannf jölda, þó ekki sé nema einu sinni, ])á verður þú strax frægur maður, og þú færð alt, sem þú óskar þér. ” “Alt, sem eg vil!” sagði Rauðkollur. “Já, alt sem þú vilt,” sagði Engilráð. Ráuðkollur stóð upp, og honum fanst hann vera eitthvað óstyrkur á fótunum. Hann tók vatnsfötuna og fór með hana, sjálfsagt með þeim ásetningi, að sækja kalt vatn. Engilráð settist og hún Leit út fyrir að vera að hugsa um eitthvað mjög alvarlega. Þau McLean og Fuglamærin biðu enn úti í skóginum og sáu alt og heyrðu hvað gerðist. Hún leit til hans spyrjandi augum. “Hamingjan góða!” tautaði hann fyrir munni sér.. Loksins tók Fuglamærin til máls: ■ ,‘Haldið þér að Engilráð viti hvað hún hefir gert ? * ’ ‘Nei,” sagði McLean. “Eg held ekki, en veslings drengurinn veit það. Hamingjan hjálpi honum.” Fuglamærin starði út í loftið og sagði: “Eg get ekki kastað þungum steini á stúlkuna. Eg hefði gert þaS sama í hennar sporum. ” “Haldið þér áfram,” sagði McLean. “Þér verðið að vera sanngjamar í garð drengsins.” “Hann er reglulegt prúðmenni. Hann gekk ek'ki feti lengra, en rétt var. Hann snerti ekki einu sinni á henni. Hvað sem þessi koss kann nú í raun og veru að þýða fyrir hann, þá held eg liann skilji, að þetta var barnaskapur, fljót- færni, sem kom til af því, að henni þótti svo undur vænt um, hvað hann söng vel. Hún gerði þetta í einhvers konar hrifningu. Honum fórst eins prúðmannlega eins og mest mátti verða.” MoLean tók ofan. “Þakka yður fyrir,” sagði hann blátt áfram. Svo greiddi hann trjá- greinarnar frá, svo hún gæti komist inn í skóg- arrjóðrið. Þetta var í fyrsta sinn, sem hún hafði komið þarna, og það leyndi sqr ekki, að henni þótti afar mikið til koma fegurðarinnar og smekk- vísinnar, sem þar blasti alstaðar við manni. Hún leit hvað eftir annað á Rauðkoll, eins og hún væri að gera sér grein fyrir því, hvort það gæti skeð, að hann hefði gert þetta alt saman. Fuglamærin hafði komið með nesti með sér og Rauðkollur líka, og nú settust þau öll að snæðingi og töluðu saman um alla heima og geima. Engiráð tók hljóðfærið og sönglögin og lét ]>að í umbúðirnar og enginn mintist með einu orði á það, sem fram liafði farið þar í skógarrjóðrinu rétt áður. Fuglamærin eftirlét ]>að Engilráð og Mc- Lean, að haka saman matarílátin, en sjálf tók hún Rauðkoll með sér og fór að skoðai skógar- rjóðrið. Hún sagði honum nöfn á flestöllum blómunum, sem þaraa voru, og trjátegundun- um líka, og hún sagði honu mótal margt, sem hann vissi ekki áður, en hafði alt sumarið lang- að til að vita. Sum afbrigði, sem hann hafði safnað, voru svo sjaldgæf, að henni fanst mik- ið til um og hún þurfti jafnvel að nota bækur Rauðklls til að gera sér fulla grein fyrir sum- um þeirra, og hún gaf honum margar ágætar leiðbeinginfar. Þegar Rauðkollur kom heim um kvöldið, gekk hann beint að þvottaskálinni í eldhúsinu, en áður en hann byrjaði að ]>vo sér, vék hann sér að Mrs. Duncan og spurði hana, ógn sak- leysislega, hvort kossar þvæðust af, þó maður þvægi sér um andlitið. Henni kom ]>essi spurning eitthvað ókunn- uglega fyrir, og hún svaraði: “Nei, það gera þeir ekki, Rauðkollur, að minsta kosti okki þeir, sem eiga skilð að heita ástarkossar. Þeir finna sína leið til hjartans og haldast við meðan lífið endist, að minsta kosti, og kannske lika eftir dauðann. Nei, þú getur verið viss um það, drengur minn, að ásta- kossar þvost ekki af manni.” “Eg þarf þá ekki að vera hræddur við að þvo mér,”: tautaði Rauðkollur fvrir munni sér og stakk höfðinu ofan í þvottaskálina. XI. KAPITULI. “Það vildi eg, ” sagði Rauðkollur einn morg- uinn, þegar hann var að borða morgunmatinn, “að eg gæti einhvem veginn komið orðum til Fuglamærinnar. Það er nokkuð þarna titi í skógunum, sem eg held hún hefði gaman af að athuga. ” “Hvað er nú um að vera, Rauðkollur minn?” spurði Mrs. Duncan. “Mauramir eru farair að haga sér eitthvað svo skrítilega, að þeir minna mig á drukna menn, sem eg sá einstaka sinnum í Chlcago. Eg held þeir séu naumast með réttu ráði. Nú er líka kominn þarna dæmalaus sægur af fiðrild- um, og sum af þeim eru svo stór og falleg, að eg hefi aldrei séð annað eins. Þau eru með öll- um regnbogans litum. Eg býst ekki við, að Fuglamærin hafi nokkurn tíma tekið myndir af þeim.” “Nei, það hefir hún fráleitt gert,” sagði Mrs. Duncan. “Við verðum að koma boðum til hennar einhvern veginn, jafnvel þó eg þurfi sjálf að ganga til bæjarins til að segja heimi KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPíRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Office: bth Floor, Bank of Hamilton Chamber* Hafið þér eldsábyrgð? Þótt hér hefðuð enpra árið sem jeið, þá þýðir það ekki, að þér þurfið ekki eldsábyrgð framvegis. Látið oss annast eldsábyrgð yðar. Penlngar til 14ns gegn fasteignaveSi I borginni etSa útjaðra borgum með lægstu íáanlegum rentum. HOME SECURITIES LIMITED 468 MAIN STREET Phone: 23 377 :: , WINNIPEQ. LEO. JOHNSON, Secretary. DBEWRYS STANDARD LAGER ■s Va FIMTÍU ARA STÖÐUG FRAMSÓKN HEFIR GERT ÞENNA DRYKK FULLKOMINN. Biðjið um hann með nafni. The Drewrys Ltd. Winnipeg Phone 57 221 s § % & n é p \ f h AC2 frá þessu. En ef.þú getur beðið þangað til í kvöld, þá er eg hér um hil viss um, að þú getur farið sjálfur, því Duncan kemur þá lieim og eg er viss um, að hann gerir fyrir þig það »sem þú þarft að gera. Ef hann skyldi ekki koma, og enginn annar fer liér um, sem eg get beðið fyr- ir orð til hennar, þá skal eg fara sjálf snemma í fvrramálið. En eg fer aldrei aftur einsömul út í skóginn.” Rauðkollur tók nestið sitt og fór á stað. Hann hafði nánar gætnr á öllu. Hann gat eng- in vogsummerki séð, en þó gat hann ekki varist þeim grun, að eitthvað væri óvanalegt og óþæg’- legt um að vera. Hann leit. nákvæmlega eftir vírgirðingunni og hann gætti vandlega að spor- um í grasinu, en hann sá ])ess engin meúki, að þar hefði nokkur maður verið á ferð. Hann bretti niður hattbarðið og leit upp og þar'sá bann báða stóru, svörtu fuglana, sem sveimuðu í loftinu með mestu liægð. “Ef eg sæi eins vel og þið, og gæti verið ])arna uppi, þar sem þið eruð, og séð yfir allan skóginn, þá hefði eg ekki eins miklar áhvggjur einsog eg hefi nú.” Þegar hann kom að skógarrjóðrinu, fór liann mjög varlega. Hann sveigði greinarnar frá með hægri bandleggnum, en greip um skamm- byssúna með vinstri hendinni. Hann var alveg viss um, að þar hefði einhver komið, síðan hann var þar daginn áður, og þó gat hann ekki fund- ið neitt, sem sannaði þá ímyndun hans, en gac þó ekki hrundið þessum grun ór huga sínum. Hvemig hann vissi, að þarna hefði einhver komið, ga.t hann ekki gert sér grein fyrir eða skýrt, en hann vissi það engn að síður, að ein- hver hafði setið þarna á bekknum og gengið þarna um. Hann var ekki í neinum efa um, að svo hafði verið. Hann skoðaði sig um enn ná- kvæmar, og loks fann hann spor rétt hjá trénu, sem skápurinn var festur við. Sporið var langt og mjótt og hann sannfærðist strax um, að það var ekki ieftir Wessner. Hann gat okki varist því, að bann fékk dálítinn hjartslátt. Nú vissi hann fyrir víst, að það var einhver, sem hafði gætur á honum. Vel gat verið, að hann væri þar rétt hjá, og vildi Ranðkollur ekki a.ð hann tæki eftir því, að hann yrði hans á nokkurn hátt var. Hann reyndi því að láta ekki á neinu hera og fór og sótti vatn og vökvaði blómunum, eins og hann var vanur, en var þó alt af tilbúinn að grípa skammbyssuna, ef á þyrfti að halda. Hann leit enn einu sinni alt í kringum sig, en varð ekki neins var. Svo opnaði hann skápinn og tók út úr lionum reiðhjól sitt og notaði það það sem eftir var1 dagsins, og bann hafði enn sterkari gætur á öllu, heldur en nokkru sinni fyr. Hann skildi hjólhestinn eftir hvað eftir annað og tróð sér milli grein^nna til að gæta að, hvort einhver hefði ekki falið sig þar sem skógurinn var þéttastur. Hvað eftir annað var hann rétt að því kominn, iað fara til McLeans og segja honum frá þessum grun sínum, en

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.