Lögberg - 11.10.1928, Blaðsíða 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER 1928.
Jögberg
Gefið út Kvern Fimtudag af The Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Tnlstmari N-632? oÉ N-6328
Einar P. Jónsson, Editor
í Otanáskrift til blaðsins:
TffE COLUMBI^ PRESS, Ltd., Box 3171, Winnlpsg, M»n-
í; Utanáskrift ritstjórans:
EOiTOR LOCBERC, Box 3171 Winnípeg, IRa*.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram
Ths "Lögber*" ts prtntad and puóllshed br
The Oolumbla Preas, Lámlted, Ln the CoJumbla
Butldlng, 896 S&rgent Ave-, Wlnnlpeg, Manitoba.
Óverjandi afstaða
Háværar raddir hafa komið fram um það,
á þingi Þjóðbandalagsins, því, er staðið hefir
yfír nndanfarandi vikur í Geneva, að eigi að-
eins væri það réttlætanlegt, heldur og frá sið-
ferðislegu sjónarmiði beinlínis sjálfsagt, að
setulið Breta, Frakka og Belgíumanna í Rínar-
héruðunum, yrði kvatt tafarlaust heim. En
þótt undarlegt megi virðast, þá sættu kröfur
þessar slfkri mótspyrnu, að heita má að alt
standi við það sama, sem verið hefir. Slík af-
staða virðist með öllu óverjandi, ekki sízt er
tillit er tekið til þess, að nú hafa Þjóðverjar
gengið í Þjóðbandalagið, auk þess sem þeir
hafa mótþróþlaust, nákvæmlega framfylgt
skuldbindingum þeim öllum, er Versala-samn-
ingarnir lögðu þeim á herðar. Því þá að ala á
óvildinni lengur, eftir að þjóðir þær allar, er í
styrjöldinni miklu tóku þátt, hafa nú gengið í
eina og sömu bræðralagsheild?
Ekki væri það úr vegi, við hugleiðing þessa
máLs, að íliuga vitund hvað á dagana hefir drif-
ið, frá því er Versalasamningarnir voru nndir-
skrifaðir. Má í því sambandi einkum og sérí-
lagi benda á tvo merkis-atburði, er hreytt hafa
mjög til um hugarafstöðu hinna ýmsu þjóða,
gagnvart. þeim samningum. Er hér átt við
niðurstöðu Locarno stefnunnar og Kellogg-
sáttmálann. Ganga nýmæli þessi hvort um sig,
drjúgum lengra í friðaráttina, en Versalasamn-
ingarnir nokkru sinni gerðu, og ná að sjálf-
sögðu engu síður til Þjóðverja, en annara
þjóða.
Það stendur öldungis á sama, hvernig teygja
má hina lagalegu hlið Versalasamninganna.
Frekari dvöl erlends setuliðsri Rínarhéruðun-
um, verður aldrei réttlætt með því. Um hitt
verður ekki deilt, að upp frá þeim degi, er Þjóð-
verjar innrituðnst í Þjóðbandalagið, og nú síð-
ar gerðust aðiljar að Kellogg-sáttmálanum, þá
eiga þeir að öllu leyti tilkall til sömu réttinda og
allar þær^þjóðir aðrar, er í Þjóðbandalaginu
standa, og fallist hafa jafnframt á Kellogg-
sáttmálann, orð hans og anda. Frekari dvöl
hins erlenda setuliðs í héruðunnm við Rín, gæti
haft all alvarlegar afleiðingar í för með sér, því
í raun réttri felur hún ekki annað í sér, en á-
stæðulausa tortrygni við nýtt lýðveldi, sem
önnum kafið er við það göfuga hlutverk, að
gróðursetja hjá sér hugsjónir hins sanna lýð-
ræðis.
Eftir því, sem blaðinu Manchester Guardian
segist frá, einu merkasta blaðinu, sem gefið er
út innan vébanda hins brezka veldis, hefir það
verið síður en svo, að framkoma setuliðs handa-
manna í Rínarhéruðunum. geti skoðast eftir-
breytnisverð. Farast blaðinu þannig orð:
“ Setnlið það, er hér um ræðir, heldur sýknt
og heilagt heræfingar á þýzkri grund. Er þar
daglega látið sem verið sé að verjast einhverj-
um ógnar árásum af hálfu Þjóðverja, sem nú
eru vitanlega óhugsanlegar með öllu, og því í
rauninni ekkert annað, en afkáralegur skrípa-
ledkur. Eggjað er til atlögn gagnvart ein-
hverjum þeim óvini, sem ekki er til. Eólk er
tekið fast og sett í varðhald að ástæðulausu.
Lagt er hald á brýr, stórhýsi og járnbrauta-
stöðvar. Húsekla er mikil með þýzku þjóðinni
um þessar mundir. Ekkert tillit er þó tekið til
þess, heldur em hús þau flest í Rínarhéruðun-
um, er friðsamir, þýzkir borgarar gátu illa-án
verið, fengin yfirmönnum setnliðsins fyrir hinn
brezka, franska og belgiska her. Alt er þetta
gert með það fyrir augum, að knýja þýzku
þjóðina til þess að bjóða fram einhverja nýja
góðkosti, áður en til þess komi að hún fái ó-
hindruð umráð vfir landinu, sem henni einni
ber. Drengilegra hefði það verið, að loka land-
inu fyrir innflutningi vista, leggja hald á
, skipastól þjóðarinnar, og kúga hana þar með
til fylstu undirgefni skilmálalaust, í stað þess
að hanga í yafasömum bókstaf Versalasamn-
inganna og halda setuliðinu við Rín, eins lengi
og þrengsti bókstafsskilningnr téðra samninga
framast leyfir. En nú mun í raun og sann-
leika lagahfið málsins vera slík, að tvísýnt
þvkir jafnvel, hvort samkvæmt henni, sé rétt-
lætanlegt að halda setuliði þessu á fvrgreind-
nm stöðvum deginum lengur.
Gert er ráð fyrir því, samkvæmt 429. grein
Versalasamninganna, að setulið bandaþjóðanna
í Rínarhéruðunum skuli kvatt heim í þrennu
lagi, eða á þrem tímabilum á fimtán árum. —
Fyrsta sveitin var kvödd heim árið 1925, sú
næsta á að fara 1930, en hin síðasta 1935. í
sambandi við tvö síðamefndu tímabilin skal
þess getið, að því jið eins má kveðja hlutaðeig-
andi herdeildir heim, að Þjóðverjar hafi á eng-
an hátt bragðist fyrirmælum friðarsamning-
anna. En nú kemur annað atriði til greina,
sem ekki er unt að ganga þegjandi fram hjá.
1 431. grein friðarsamninganna er það skýrt og
ótvírætt tekið fram, að hið erlendá setulið í
Rínarhéraðunum, skuli tafarlaust kallað lieim,
nær sem vera vill, áður en fimán ára hernáms-
tímabilið sé á enda, svo fremi, að Þjóðverjar
hafi trúlega fullnægt öllum þeim kvöðum, er af
.friðarsamningumim leiddi.
Fram að þessum tíma hafa Þjóðverjar full-
nægt út í æsaf hverju einasta ákvæði friðar-
samninganna, og það' svo greinilega, að ekki
verður um vilzt, sem glegst má ráða af síðustn
skýrslum í sambandi við greiðslu skaðabót-
anna. Þýzka þjóðin er sér þess fyllilega með-
vitandi að svo er, og þess vegna krefst hún
þess, að fyrirmælum 431. greinarinnar sé taf-
arlaust hrundið í framkvæmd. Að þessu hafa
Frakkar og Bretar ekki viljað ganga, hveraig
svo sem því er varið, því sjálfum hlýtur þeim
að vera ljóst, sem aðiljum friðarsamninganna,
að ákvæði því, er hér um ræðir, var ekki skotið
þar inn út í hött. Ákvæði þetta verður ekki
réttilega skilið nema á einn veg. Því þá að
vera að fálma í kring um kjaraann, eins og kött-
ur í kring um heitt soð? Fram hjá þessari
staðreynd verður heldur ekki gengið, þó reynt
vrði að haldai því fram, að tilfinnanlegt ósam-
ræmi ætti sér stað, milli þesskra tveggja fyr-
nefndu greina friðarsamninganna. En samt
er það nú engu að síður á hártogun í þessa átt,
sem reynt er að verja áframhald setuliðsins í
Rínarhéruðunum. ’ ’
Það stendur öldungis á sama, frá hvaða
sjónarmiði að mál þetta er skoðað, — vegurinn
út úr ógöngunum er ekki nema einn, samkvæmt
orðalagi og anda 431. greinar friðarsamning-
anna. Alt annað brýtur í bága við tilgang
Locarno stefnunnar og Kellogg sáttmálann, og
er miklu fremur líklegt til þess, að kveikja tor-
trygni og úlfúð, í stað þess að efla samlyndi og
bræðralag þjóða á meðal.
Garnet hveiti
Einn af nafnkunnustu sérfræðingum landbún-
aðarráðuneytisins í Ottawa, Mr. L. H. New-
man, ferðaðist víða um Vesturfylkin, meðan á
kornslætti stóð, til-þess sérstaklega að kvnna
sér þroska Reward og Garaet hveititegund-
anna. Lét hann hið bezta af árangri fararinn-
ar, er heim kom, og sagði, að báðar þessar
hveititegundir, mvndu eiga fyrir sér glæsilega
framtíð í Sléttufylkjunum. Vora þær, hvor um
sig, reyndar um all-langt skeið í tilraunastöðv-
um sambandsstjórnarinnar, áður en bændur
fóru alment að nota þær. Ræktun Reward hveit-
isins, er tiltölulega ný, enda reyndu hana ekki
í ár í Vesturlandinu, nema 467 bændur. Ekki
telur Mr. Neivman það enn fullsannað, hve vel
hveititegund þessi þoli drep, eða ryð, sem sumir
kalla, því sú plága gerði tæpast vart við sig
svo nokkru næmi á síðasta uppskerutímabili. Þó
þykir honum flest benda til þess, að um þolna
og þrautseiga hveititegund sé að ræða, þar sem
Reward hveitið er.
Tilraunir bænda með notkun Garnet-hveitis,
era margfalt víðtækari, og þarafleiðandi drjúg-
nm meira á þeim að byggja'. Fyrstu tilraunir
með þá hveititegund, voru gerðar á Central fyr-
irmyndarbúinn, í grend við Ottawa, sumarið
1914. Fimm árum síðar, voru gerðar tilraunir
með ræktnn Garnet hveitis í tilraunastöðvum
Vesturfylkjanna. Árið 1925 var því sáð í 320
ekrar, er gáfu af sér til samans 9,700 mæla. —
Arið 1926, voru boðnir fram til útsæðis, 6,954
mælar af Garnet hveiti, og skyldi enginn einn
bóndi meira fá en f jóra mæla. Af tilboði þessu
gerðu sér gott 2,826 bændur, er fengu frá tvo
til fjóra mæla hver. Reyndist uppskeran hin
ákjósanlegasta, og vakti með bændum alment
traust á þessari nýju hveititegund.
Nú í ár mátti sjá akra með Garnet hveiti hér
og þar um öll Sléttufylkin, sem og í Peace River
dalnum, þar sem fram að árinu 1903, engin lif-
andi sála virtist láta sér detta í hugarlund, að
hveitirækt gæti komið til greina. Garaet-
hveitið er hráðþroskaðra, en flestar aðrar
hveititegundir, og þess vegna slapp það að
heita mátti alveg við frost það, er mestan usla
gerði í Vesturlandinu þann 22. ágúst síðastlið-
inn, en þó einknm og 'sérílagi FSaskatchewan.
Það var forgöngu og framsýni landbúnað-
arráðuneytisins að þakka, að hveititegundir
þessar, sem nú hafa nefndar verið, Garnet og
Reward, voru fyrst innleiddar, og er hið sama
að segja um Marquis hveitið. Engan veginn er
það óhugsandi, að á næstunni knnni einhver
enn þá miklu þolnari hveititegund að ryðja'sér
til rúms, bændum og búalýð til ómetanlegra
hagsmnna.
Litið undir löfin
Frá því fyrsta að deilur hófust út af f járbetli heim-
fararnefndarinnar, hafa ýmsir skotið örvum sínum,
bæði í lausu máli og ljóðahnoði til Mr. Hjálmars Berg-
manns á kostnað ógæfumannsins Ingólfs Ingólfssonar
Ekki er það meining min með þessum línum, að bera
blak af Mr. Bergman, þess gerist engin þörf. Við
það munu þeir fúsast kannast, sem skifst hafa höggum
við hann i þessari deilu. Hins vegar finst mér að-
ferðin svo lúaleg, að eg get tæpast hugsað mér nokk-
urn Islending svo hjartalausan, að hann geti níðst á
varnarlausum aumingja manni, sem orðið hefir fyrir
því hryllilega áfalli að vera dæmdur til æfilangrar
svartholsvistar, eða með öðrum orðum, að hjara dauð-
ur.
Halda virkilega þessir “ritgosar,” sem með slíku
athæfi, sem þessu, eru að leika sér að óförum annara, að
sár þessa brjóstumkennanlega mæðumanns, og einnig
skyldfólks og aðstandenda séu ekki nógu djúp og svíð-
andi, þó ekki séu þau höfð að skopi af óvönduðum
mönnum i opinberu 'blaði? Tæplega vilja þessir menn
láta telja sig í hópi þeirra, sem grípa til rógs þegar rök
bresta. Þeir menn, sem ekki þora að ganga á móti
mótstöðumönnum sinum á heiðarlegri hátt en það, að
þurfa að bera fyrir sig sem skjöld, varnarlausan og
fyrir fram helsærðán einstæðing, ættu að fyrirverðá
sig, að láta til sín heyra, jafnvel hvað sterka löngun,
• sem þeir hafa að flaðra upp að f járbetlinu, eða hversu
styrk-soltnir sem þeir kunna að vera.
Best eru þessir menn komnir í sínu eigin eldhús-
horni, þar sem þeim gefst svigrúm að “tútna” út af
tuddaskapnum, sjálfum sér og húskörlum sínum til
dægrastyttingar. Hér mætti skjóta inn í því, sem
Stephan G. réttir að slettirekunni: Þú fer eins og áin
okkar: ónýtt gagn í vatnsfult hafið.
Einkennilegt er, að mennirnir, sem leikið hafa
þennan ódrengskap, skuli vera meðlimir Þjóðræknis-
félagsins. Félagsins, sem tók að sér forystu i því að
frelsa Ingólf frá dauðadómnum. Hvernig getur smo
þetta sama félag látið slika ósvinnu sem þessa fram
hjá sér fara mótmælalaust, að stiklað sé á sorgarat-
burði lánleysingjans og honum þar méð haldið'á lofti1—
að eins til að geta hefnt sín á öðrum?
Hvað skyldu þeir hugsa, sem af meðaumkunarsemi
og góðvilja lögðu fram féð til hjálpar þessum einstæð-
ing? Skyldu þeir hinir sömu vera því meðmæltir lað
seilst sé yfir axlir sakborningsins með spjótalög til
lögfræðingsins, sem ráðinn var honum til varnar, og
eftir því sem séð verður, fyrir þá sök eina, að hafa
unnið málið, sem honum var trúað fyrir? Tæplega
getur maður trúað þvi, að þeir, sem umráð höfðu með
sjóðnum, hafi ekki talið líf mannsins þess virði, sem
fyrir það var horgað. í sjöunda árgangi Þjóðræknis-
félags tímaritsins, bls. 130, farast forseta félagsins
séra Allbert E. Kristjánsson þannig orð um starfsemi
Mr. Bergmanns í sambandi við Ingólfsmálið: “Lög-
maðurinn, sem ráðinn var i málið, hr. Hjálmar A.
Bergmann, hefir sýnt frábæran dugnað og skarp-
skygni í allri meðferð málsins, og á hann heiður skilið
fyrir starf sitt í þvi sambandi.”
Þannig lítur þá forseti Þjóðræknisfélagsins á mál-
ið. Um hvað eru þá allar dylgjurnar og glósurnar í
þessu sambandi. Eða er það augna meðalið gamla—
rykið—sem sífelt er þyrlað í augu fólksins, svo síður
geti það veitt eftirtekt hvert stefnir í styrkmálinu.
Heldur fer að veröa lítið úr góðverki Þjóðræknis-
félagsins gagnvart Ingólfi, þegar það líður sínum eigin
meðlimum að halda raunum hans á lofti, o^telja eftir
féð, sem aðrir borguðu, lífi hans til lausnar. Vænta
mætti að Þjóðræknisfélagið liti þá eftir því, að Ingólf-
ur yrði ekki fyrir frekari halla, en við lífgjöfina. En
hvað skeður ? Þjóðræknisfélagið gerir sér hægt uin
hönd og 'slær eign sinni yfir hvert eitt einasta cent, sem
eftir er af sjóðnum, sem nam $882.67 þegar húið var
að draga frá allan kostnað. Taka mætti hér fram, að
þetta var gert í algjörðu leyfisleysi þeirra, er féð lögðu
fram, og einnig án þess að hafa nokkurn siðferðislegan
rétt til slíks athæfis. Réttur lítilmagnans var þarna fót-
um troðinn og það af sjálfri þjóðrækninni. Þetta fá-
heyrða gjörræði mætti svo hamrammri mótspyrnu, að
þeir, sem atkvæði greiddu gegn uppástungunni heimt-
uðu nöfn sín bókuð, og var það drengilega gert. Eitt-
hvað hefir þessum mönnum þótt stórkostlega varhuga-
vert, um það er ekki að villast.
Þessi upphæð, sem er hátt á níunda hundrað dala,
og er aleiga Ingólfs, á að notast sem byrjun að bygg-
ingarsjóði til samkomuhúss fyrir Þjóðræknisfélagið.
Dáindis fögur byrjun!! Óneitanlega finst mér það
alt annað en fagurt, að hugsa til þess, að maður, sem
dæmdur er til æfilangrar fangelsisvistar skuli eiga að
byggja skemtisal yfir okkur, sem frjálsir erum og svo
lánsamir að geta notið þeirra gæða, sem lífið hefir að
bjóða. Vonandi sjá nú þessir menn sig um hönd og
láta féð af hendi, áður en um það spinst annar deilu-
eldur. Ingólfur á féð, og engin annar. Honum var
það gefið.
Það þarf naumast að taka það fram, að á ýmsan
hátt mætti létta raunir hans á ári hverju með vöxtun-
um af sjóðnum. Höfuðstóllinn gæti komið honum vel,
ef hann lifir það að fá frelsi. Ekkert er líklegra en
hann standi þá uppi ráðþrota og vinalaus, stór-lamaður
á sál og líkama. Heppilegast væri að tekin yrði til
greina hin drengilega 'bending hr. Árna G. Eggerts-
sonar lögfræðings frá Wynyard, “að afgangur varnar-
sjóðsins sé geymdur í Provincial Savings Bank, í sér-
stökum ‘trust account.’ ” ■
Ekki er nema sjálfsagt að birta nöfn þeirra manna,
sem svo drengilega börðust gegn því, að Ingólfur væri
sviftur eigum sinum. Bæði er það réttmætt gagnvart
mönnunum sjálfum og einnig svo almenningi gefist
kostur á að vita hverjir þeir menn voru, sem bentu
þarna Þjóðræknisfélaginu i þá áttina, sem til heilla
horfði.
Tillagan, sem var breytingartillaga við breytingar-
tillögu var samþykt með 41 atkv. gegn 10 atkv/, en þeir
sem atkv. greiddu gegn till. voru þessir: Ásmundur P.
Jóhannsson, Grettir Leó Jóhannsson, Jón J. Bíldfell,
Einar Páll Jónsson, ívar Hjartarson, séra Guðmundur
Árnason, séra Friðrik A. Friðriksson J. S, Gillies,
Sigurbjörn Sigurjónsson, Björn Pétursson.
Nöfn þessara manna eru íslendingtim vel kunn og
ekki virðist hægt að segja að hér séu smæstu týrurnar,
sem “til vegs visa.”
Þegar kápunni verður svift af Ingólfssjóðs með-
ferðinni, gefst almenningi án efa kostur á að kynnast
réttmæti aðdróttananna í þvi sambandi, sert; notaðar
hafa verið sem vopn i styrkdeilunni. Eg hefi aðeins
litið undir löfin.
Jónas Pátsson.
Elzta Eimskipa-samband Canada.
1840—1928
Skrifið til:
THE GUNARD IJNE
270 MAIN STREET,
WINNIPEG, MAN.
Cunard eimskipafélagið býður fyrirtaks fðlks-
flutninga sambönd við Noreg, Danmörk,
Finnland og ísland bæði til og frá canadisk-
um höfnum, (Quebec I sumar).
Cunard eimskipafélagið hefir stofnsett ný-
lendu- og innflutningsmála skrifstofu I Win-
nipeg og getur nú útvegað bændum skandi-
navískt vinnufólk, bæði konur og karla.
Skrifið á yðar eigin tungumáli til undirritaðs
félags, er veita mun allar upplýsingar 6-
keypis.
pað er sérstaklega hentugt fyrir fölk, sem
heimsækja vill skandinavisku löndin, að ferð-
ast með Cunard skipunum.
Eitt meðal hinna mörgu hlunninda, er Cun-
ard félagið býður, er það að veita gestum
tækifæri á að svipast um í London, heimsins
stærstu borg.
eða til
10,053 Jasper
Ave.
EDMONTON
OíSÍ
eða
209 Eight Ave.
CALGARY
eða
100 Pinder
Block
Canada framtíðarlandið
Sambandsstjórnin hefir í Al-
berta útmælt svæði til skemti-
garða (Parks), er nema 4,357,660
ekrum. Eru þau kölluð: Jasper,
Rocky Mountain, Waterton Lakes,
Buffalo, Elks Island og Antelope.
Jasper svæðið er um 2,816,000 ekr-
ur, en Antelope skemtisvæðið um
5,020. Skemtigarðar hafa stór-
mikla þýðingu fyrir þjóðfélagið.
Eru þeir fyrst og fremst til hvíld-
ar og eins eykur blómskrúð þeirra
mjög á fegurðartilfinningu fólks
og ást þess á dýrð náttúrunnar.
Draga svæði þessi að sér árlega
mikinn straum ferðafólks, einkum
þó frá nágrannaþjóðinni, Bar.da-
ríkjunum. Allmikið af ferðafólki
heimsækir Canada að sumrinu til,
bæði frá Norðurálfunni og austan
úr löndum.
Jasper Park liggur með fram
aðalbraut þjóðeignakerfisins —
Canadian National Railways, um
260 mílur vestur af Edmonton-
borg. Getur þar að líta fljót og
stöðuvötn, skóga og hið fegursta
fjall-lendi. iStreymir þangað fjöldi
fólks að sumrinu til, og skemtir
sér við fjallgöngu og veiðar.
Rocky Mountain Park, þar sem
Banff liggur, er einn af þeim
stöðum, sem hafa dregið að sér
mesta athyglina. Er hann um 80
mílur fyrir vestan Calgary. Be”
þar fleira hrífandi fyrir augu, en
í nokkrum öðrum skemtigarði á
þessu meginlandi. Náttúrufegurð
er þar óviðjafnanleg. Stór og hag-
kvæm gistihús er þar að finna,
með öllum þeim nútíðarþægind-
um, er hugur ferðamannsins frex-
ast fær ákosið. Eru þar heitar
laugar, sem mjög eru notaðar til
heilsubóta. Þyrpist fólk þangað
úr öllum áttum, einkum það er af
gigtveiki þjáist.
Buffalo Park, sem liggur við
Wainwright, tekur yfir meira en
hundrað þúsund ekrur Er þar
mikið af allskonar dýrum Eru
þar nú um fjórar þúsundir af
Buffaloes, og auk þess mikið af
Elks.
Waterton Park, sem er 270,720'
ekrur að ummáli, liggur í suðvest-
urhluta fylkisins. Er landslag og
útsýni þar hið allra fegursta.
Sábkir þangað mjög margt fólk
frá Lethbridge, Macleod, iPincher
Creek, Carston og fleiri bæjum og
bygðarlögum. Er þar mikið af ám
og vötnum, og skemtir fólk sér
þar við siglingar, róðra og veiði-
farir.
Elk Island Park er fullar tíu
þúsund ekrur að ummáli. Er þar
mikið um elkdýr, músdýr og Cari-
bou, en lítið um buffalos. Svæð-
ið liggur í grend við Lamont.
Antelope Park liggur í suðvest-
ur hluta fyikisins. Er þar tals-
vert af antilopu-hjörðum.
Samgöngur í Alberta-fylki, eru
upp á það allra bezta. Meginbraut
C. P. R. félagsins, liggur um þvert
fylkið gegnum Calgary. Aukalína
frá Moose Jaw, liggur norður og
suður til Lacombe. Og önnur
braut, er liggur um Saskatoon.
tengir Edmonton við Winnipeg.
Einnig hefir C. P. R. félagið
Iínu, er tengir fylkið við Great
Falls og Montana, og innan
skamms verður fullgerð önnur
járnbrautarlína, er tengir saman
Lethbridge og Weyburn.
Línur Þjóðeignakerfisins —
Canadian Natii^nai Railway, er
áður nefndist Canadian Northern
og Grand Trunk Pacific, liggja
gegn um Edmonton og einnig þvert
um fylkið. Aukalína tengir sam-
an Saskatoon og Calgary og önn-
ur er nær til Fort Murray við
Lower Athabaska frá Edmonton.
Báðar meginlínur þjóðeignabraut-
anna liggja um Edmonton og Cal-
gary. Einnig hefir félagið marg-
ar hliðar álmur, er liggja inn í
flest akuryrkju- og námahéruðin.
Edmonton, Dunvegan og Brit-
ish Columbia járnbrautin gengur
frá Edmonton til Spirit River, til
afnota fólki því, er býr sunnan
megin Peace-árinnar. Frá Mc-
Lennan bænum liggur járnbraut-
arlína norður til Peace River og
yfir um ána, til mikilla hagsmuna
fyrir fólk, er að norðan og vestan
býr og þá, sem þangað kunna að
flytjast í framtíðinni
Fylkis stjórnin hefir allajafna
látið sér næsta umhugað um, að
bæta samgöngurnar, svo bændur
hefðu sem allra greiðastan gang
að markaði fyrir vörur sínar.
Héraðsvegi er stöðugt verið að
leggja og er búist við, að notkun
tjörusands úr Athabaska hérað-
inu til ofaníburðar, muni hafa
mikil og góð áhrif á vegalagning-
ar og viðhald vega.
í Viðbót við það, sem fylkis-
stjórnin og stjórnir hinna ýmsu
sveitarfélaga leggja til veagbóta,
leggur sambandsstjórnin fram all-
mikið fé til lagningar þjóðvega og
viðhalds þeirra. Fjórir þessara
aðalvega liggja frá austri til vest-
urs. Einn liggur um Medicine
Hat og fylgir aðallínu C.P.R. fé-
lagsins um Calgary og Banff, til
British Calumbia; annar frá
Crows Nest Pass; hinir ná lengst
inn í fylkið um Lacombe, Wetas-
kiwin og Edmonton. í norður og
suður liggja þjóðvegir frá Atha-
baska, um Edmonton, Calgary og
Iæthbridge, alla leið til Coutts.
Símakerfið er eign stjórnarinn-
ar, eða fylkisbúa. Firðlínur
liggja frá Coutts til Athabaska og
frá borgum austurfylkisins til
Banff og Entwistle. Veita línur
þessar not fólki á 1,500 fermílna
svæði, þar sem íbúatalan er um
600.000.
Firðlínurnar eru til samans um
25,000 mílur á lengd. Alls eru
719 bæir í fylkinu, sem not hafa
af símasamböndum þessum. Yfir
45,000 símaáhöld eru í notkurr
einstakra manna, þar af eru 14,000
á bændaheimilum.
Bæði járnbrautarfélögin, Car1-
adian Pacific félagið og Canadi-
an Natiönal Railways, hafa sín
eigin símakerfi.
Víðáttumikil flæmi í Alberta.
einkum suður og suðaustur hlut-
anum, eru því nær skóglaus, eða
skógurinn þá svo smáger, að 1 ítt
hæfur getur talist til húsagerðar.
Talsvert er þó um allhátt kjarr,
sumstaðar, er veitir búpeningi
sæmilegt skjól. Með fram ánum,
er aftur á mófci víða talsverður
skógur, einkum greni. í hinum
norðlægari héruðum fylkisins er
timburtekja mikil og góð Skóg-
lendi það, er mesta hefir timbur-
tekjuna, er um 5,416,000 ekrur að
ummáli, og er gizkað á, að timbr-
ið á þeirri spildu muni nema ná-
lægt 21,000,000,000 feta Aðal-
timburtegundirnar, er framleidd-
ar eru sem verzlunarvara, eru
greni, birki, fura, tamarac og wil-
low (víðir). Mest er um timbur-
tekju í Crow’s Nest héruðunum,
með fram Old Man ánni, í Porku-
pine hæðunum, einnig við High
River, Sheep Creek, Bow River,
Red Deer, Athabaska, Saskatche-
wan, Brazeau, Pembina og Mc-
Leod. Ganga má út frá því sem
gefnu, að í hinum norðlægari hér-
uðum muni timburtekjan aukast
mjög, er fram líða stundir og
fleira fólk tekur sér þar bólfestu.
Sú deild sambandsstjórnarinn-
ar, er annast um eftirlit með skóg-
unum, hefir í vörzlu sinni víð-
áttumikil skógflæmi. Er þar gætt
sérstakrar varúðar, að því er elds-