Lögberg - 11.10.1928, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.10.1928, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER 1928. Bls. 7 RY’S hefir einkar þægi- legt bragð, sem öllum mönnum líkar vel. Hitt er þó enn betra, að í því eru ágæt- ustu næringarefni, sem upp- byggja vöðvana og taugarnar. Tilbúið þar sem efnisgæði og herinlæti situr í fyrirúmi, af félagi, með 200 ára reynslu. 1728-1928 Elzta Cocoa- og Chocolate verk- smiðja í heimi. Skrifið eftir ó- keypis leiðarvísir J. S. Fry & Sons, (Canada) Ltd. Montreal. Stúlkan í bjálkakofanum (Niðurl.) íslendingar láta svo stundum, sem þeim þyki vænt um þá fyr- nefndu, það er þá, sem vinna sér “frægð og frama”, sýna það, rétt- ara sagt, að þeir séu vænir og nýt- ir menn og konur. Eg tel Thór- stínu Jackson hiklaust í þeirra hópi, því hún hefir sótt í heims- ins fang svo margt af þeim gæð- um, sem mennirnir meta til gróða: góða mentun og viðurkenning fyr- ir því, að hún hafi orðið kynstofni sínum til sóma á ýmsan hátt. — Ágætis kona hefir sagt mér sögu af Thórstínu, er sýnir framúr- skarandi ræktarsemi við foreldra hennar og traust annarar þjóðar sæmdarmanna á henni. Það hefi eg fyrir satt, að þá er ungfrú Jackson fór úr þessari bygð, ung að aldri, hafi hún verið fátæk að fé, enda var faðir henn- ar víst ávalt fátækur maður á þá þá vísu. Það segir sig sjálft, að foreldr- ar hennar hafi lagt henni það lið, er þau gátu, en gullið eitt gild- ir í verzlunarviðskiftum við heiminn, og þar sem þau voru fá- tæk að því, hefir Þórstíðna orðið að byggja á þeim kröftum, sem í henni bjuggu. Eftir að hafa lit- ið yfir aðal vegferð hennar, dylst manni ekki, að vel hefir spunnist úr toganum þeim. Fyrst þegar eg heyrði Thorstínu Jackson nefnda, var hún kennari við Jóns Bjarnasonar skóla í Win- nipeg. Síðar var hún starfsmað- ur í Travellers Aid Society í New York (Aðstoðarfél. ferðamanna). Þá fréttist, að hún hefði farið ut- an, með K. F. U. K. ,til viðreisn- arstarfa á Frakklandi eftir stríð- ið; var hún þá í París á Frakk- landi. Á meðan Ihún var í þeirri Evr- ópuferð, minnist maður margra skemtilegra og fræðandi ferða- pistla eftir hana í Lögbergi, sum- ir þeirra, sérstaklega góðir, ritað- ir frá Þýzkalandi. — Síðan hefir hún, sem kunnugt er, ferðast til íslands, kynt sér Iand og lifnaðar háttu þar og flutt fyrirlestra með þeim árangri, að hún hefir verið á ýmsan hátt viðurkend og heiðr- uð af hinum hæfustu mönnum landsins og sæmd fyrir starfið. Ungfrú Jackson hefir flutt fyrirlestra á ótal mörgum stöðum á þessu mikla meginlapdi, á há- skólum: Columbia, Minnesota, Norbh Dakota; stórum kennara- skólum, svo sem í Duluth, Bell- ingham í Washington; kvenna- klúbbum, sumum þeirra auðugustu í landinu, þar á meðal kvenna- klúbnum í Garden City, N. Y., bókmentaklúbbi kvenna í St. Lou- is, kvennaklúbb í Richmond, Indi- ana, og mörgum fleirum. Hún hefiir líka flutt fyrirlestra sína í listasöfnum í Brookljrn, St. Louis og víðar. Hún hefir tálað í tvö af hinum stóru víðvörpum New York borgar, og er á lista fyrir fleiri ræður þar. Henni hefir verið sagt að rödd hennar berist sérstaklega vel. — Hún hefir myndað sambönd góðrar viðkynn- ingar og nauðsynlegrar milli ís- lands og Ameríku. Auk alls þessa hefir ungfrú Jackson flutt marga fyrirlestra meðal íslendinga í Ameríku. Sú er þetta ritar sá hana og heyrði, við einn þann fyrirlestur, og það var með óblandinni ánægju að eg heyrði ungfrú Jackson tala og sýna myndir af fósturjörðinni og fólki þar. Hún talar skýrt og skilmerkilega, hefir gott vald yfir sér og alt hennar mál flytur með sér samúð á milli þjóðarbrotanna austan hafs og vestan. — í þetta skifti, sem eg heyrði hana, vissi eg til, að fólk var mjög ánægt með hana yfirleitt og hennar mál, og mæltust auk heldur til þess, fleiri en ein kona, að eg skrifaði línu í blöðin um það, sem hún væri að gera. Það drógst lengur en skyldi, en glöð er eg að þakka ungfrú Jackson nú, og mér mun æfinlega verða ánægja að því að heyra hana tala um þessi mál. Eins og kunnugt er, tók Thor- stína Jackson upp starf föður síns, að rita landnámssögu Da- kota-íslendinga. Hefir hún lokið því stóra starfi, svo sem kraftar leyfðu, og bókin komin á markað- inn. Merkur maður, séra Kristinn K. Olafson, hefir ritdæmt bókina og fundið þar marga galla: skekkjur í mannanöfnum, felt úr að geta um merkis viðburði í frumbyggja- lífinu, svo sem byggingar kirkna, skóla o. fl. Slíkir gallar eru óneitanlega slæmir; en hins ber að gæta, að verkið er feikna mikið umfangs, og engin bók er svo rituð, að ekki megi að henni finna, og mun svo verða um flest verk. Á hinn bóg- inn hlýtur það mikið að vera af réttum frásögnum í bókinni, að hún hafi mikið gildi. Verður hún gildasti stofninn þeim, er sögu vildu rita aftur og aflað hefðu sér þeirrar þekkingar, sem fór fram hjá ungfrú Jackson, og það eitt fyrir sig er feikna starf, sem hún hefir þá unnið, því mestu hefir hún komið í verk af þessu og þau feðginin, og hún kom því þar að auki fyrir almennings sjónir, þar sem þeir gátu dæmt um, er betur vissu og lagt þannig sameiginleg- an grundvöll fyrir stærra og betra sögustarfi. En þefar á alt er lit- ið, þá þurfum við ekki að leggja mest á okkur til þess að vinna verk, sem við kynnum svo að all- ur heimur dáist að, heldur að vinna hitt, sem fram er lagt í brot- og molum einlægs vilja og Mgbl. hefir haft tal af Matthí- asi Þórðarsyni um jarðhús þessi eða hellana, og hefir hann sagt um þá m. a. eftirfarandi: Þó ekkert verði að svo stöddu fullyrt um aldur jarðhúsanna, þá er óhætt að fullyrða, að þau eru elztu mannvirki íslands, sem enn eru í notkun. Allvíða, bæði í Ár- ness- og Rangárvallasýslum eru þau notuð sem fjárhfls og hlöður enn í dag. Og sum,1 þeirra hafa í tíð núlifandi manna verið notuð sem mannabústaðir. Eg hefi skoðað þau allflest. Man eg ekki í svip tölu þeirra, en gizka á að kunnugt sé um ein 100 jarðhús. Flest eru þau á einum bæ, að Ægissíðu, ein 12—13 og mörg stór. Víða standa þau óhögguð og hafa staðið frá ómunatíð. En sum- staðar hafa þau hálffylst, hrunið fyrir op þeirra, og nafa þau þá týnzt. Á öldinni sem leið fundust aftur allmörg jarðhús þau sem íú eru í notkun. í jarðhúsunum eru víða mjög haglega gerðar hvelfingar er all- ar bera að ýmsu leyti sama svip. Þar sem jarðhúsin eru gerð þann- ig^ að grafið er niður í hóla, er bygður forskáli fyrir opið eða dyrnar. Eru forskálar þessir all- ir með líkri gerð, og er líklegt, að tilhögun þeirra sé jafngömul og jarðhúsin. Þar sem grafið er langt inn í hólana, eru gerðir strompar upp úr hvelfingunni til þess að fá birtu niður í húsið. Eru stromp- ar þessir hlaðnir upp í gegn um jarðveginn, og rétt upp fyrir gras- svörð. Er op þeirra lítið efst, en þeir víkka eftir því sem neðar kemur. Sumstaðar Ihefir mold hrunið niður um strompa þessa, svo húsin hafa hálf-fylzt um það bil, og hefir það m. a. orðið til — Er hvergi getið um jarðhús þessi eða hella í sögunum? .— Mér er ekki kunnugt um það nema á einum stað í Biskupasög- unum. Þar er á einum stað talað um Nautahelli í Odda. En bæjar- nöfn eru víða dregin af hellun- um, svo sem Miklaholtshellir í Flóa, Hellnatún, Hellar á Landi o. fl. Eg gæti ímyndað mér, að fyrir- mynda fyrir þessum hellum okkar eða jarðhúsum, væri helzt að leita á írlandi. Þar voru jarðhús á lancfnámstíð, og er eðlilegt að halda, að írskir þrælar hafi verið hér að verki. En hvernig sem þessu er varið, þá er eitt víst, að hér er eitt hið merkasta rannsóknarefni sem fyr- ir finst fyrir þá, er rannsaka vilja söguminjar vorar.—Mgbl. um þeirrar fórnfýsi, sem viljug er að verða að almennum skotspæni, á meðan verið er að skapa full- nægjandi heild. Nú er ungfrú Jackson í þjón ustu Cunard línunnar í New York og fer um í haust að halda fyrir- lestra um heimferðina 1930. Hún hefir ferðast mikið meira, en hér er um getið, lært og starfað margfalt meira. Hún hlýtur að vera ábyggielga vel fær um að af- kasta starfi sínu í félagsins og íslendinga þjónustu, því hún hef- ir ráðvendni og þekkingu þá, er til þess þárf að gefa nauðsynleg- an gaum að og segja rétt frá og orku til framkvæmda. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Jón Eiríksson 1728. — 31. ágúst. — 1928. í dag er tveggja alda afmæli Jóns Eiríksonar konferenzráðs. Hann var fæddur að Skálafelli Austur-Skaftafellssýslu 31. ágúst 1728, var ungúr settur til náms í Skálholti og komst þaðan á vegum Harbóes biskups, fyrst til Noregs og siðar til Danmerkur, og í Kaup- mannahöfn lauk æfi hans 29. dag marsmánaðar 1787, með þeim dap- urlega hætti, að hann réð sér bana, svo sem kunnugt er. Jón var einhver lærðasti maður sinnar tíðar, ákafur iðjumaður, svo að hann vann oft nótt með degi og sleit sér fyrir örlög fram Var hann mjög þrotinn að heilsu á efri árum. ( Allan síðara hluta æfinnar hafði þess, að notkun þeirra hefir hættjhann mikil afskifti af málefnum og þau týnst. | íslands, og var mikill stuðnings- Jarðhúsin á Suðurlandi Elztu mannvirki á Islandi, sem notuð eru. Jarðhúsin á Suðurlandi eru á- reiðanlega meðal merkustu forn- minja vorra. Um það hefir tals- vert verið ritað, og þau rannsök uð, enda þótt engin vissa sé enn fyrir þvi; hve gömul þau eru. — Þeir Einar Benediktsson skáld og Brynjólfurs Jónsson frá Minna- Núpi rituðu um /hellana fyrir mörgum árum. Nokkru seinna tók Matthías Þórðarson sér fyrir hendur, að athuga alla þá hella, sem hann hafði spurnir af. En hann hefir lítið um þær athugan- ir ritað vegna þess, að hann hef- ir ekki 'átt kost á að skoða hella eða jarðhús annara þjóða. En með samanburði á þeim og jarðhúsun um hér er thelzt von um að fá vintneskju um hvenær þau eru gerð, og til hvers. í daglegu tali eru jarðhúsin nefndir hellar. Hefir þetta vilt fyrir þeim, sem ókunnugir eru, og hafa dregið það af nafninu að hellar þessir, sem notaðir hafa verið frá ómunatíð, sem penings- hús, hlöður og jafnvel manna- bústaðir, væru að mestu leyti gerðir af náttúrunnar hendi, en lagaðir svo til notkunar. Sumstaðar er það svo. En fjöld- inn allur af hellunum í Rangár- valla- og Árnessýslu eru jarð- hús, sem að öllu Jeyti eru gerð af manna höndum, og auséð á ðllu, að notað hefir verið líkt eða hið sama vinnulag við gröft jarð- húsanna. Fagnið jólum heima á f / ■ ••• Ap* • tosturjoroinm Þér getið farið heim um jólin á skömmum tíma með Canadian Pacific skipunum og notið full- komnustp fararþæginda. Hafa skip vor sam- bönd við eimskipaferðir um Norðursjóinn. Farþegar; er bíða þurfa skips, fá ókeypis fæði og húsnæði á ágætum gistihúsum. Farangur fluttur ókeypis. —Oct. 19—S.S. Duchess of Atholl .to Glasjrow, Belfast, Liverpool —Oct. 24—S.S. Montrose ..........to Cherbourg;, Southampton, Antwerp —Oct. 26—S.S. Montealm ..........to Glasgrow, Liverpool —Oct. 31—S.S. Empress of Scotland to Cherbourg;, Southampton —Nov. 2—S.8. Duchess of Bedford .to Glasgow, Belfast, Idverpool ~Nov. 9—S.S. Montclare ........to GIasg;ow, Liverpool —Nov. 10—S.S. Melita ..........to Cherbourg;, Southampton, Ilamburg —Nov. 16—S.S. Dnchess of Atholl .to GIasg;ow, Belfast, Liverpool —Nov. 21—S.S. Montrose ........to Cherbourg-, Southampton Antwerp —Nov. 23—S.S. Montcalm ........to GIasg;ow, Liverpool —Nov. 28—S.S. Minnedosa .......to Glasgow, Belfast, Liverpool 7—S.S. Metagama .......to Cherbourg, Southampton, Antwerp 7—S.S. Montclare ......to Glasgow, Belfast, Liverpool 4—S.S. Melita .......to St. Helier, Channel Islands Cherbourg, Southampton, Antwerp 15—S.S. Duchess of Atholl .to Glasgow, Liverpool Montreal Montreal Montreal Montreal Quebec Saint John—Dec. Saint John—Dec. Suint John—Dec. 14—S.i Saint John—Dec. Sérstakir járnbrauta lestir cg sérstakir vs;rsrs)7s Uic til skipsrrr ApdIV TiOra.1 Agents. or wrltc for full informatlon to R. W. GREENE, C.P.R. Bhlg., Calgary. G. R. SWALWELL, C.P.R. Bldg., Saskatoon or W. C. CASEY, General Agent, C.P.R. Bldg., Main and Portage, Wlnnipeg. CANADIAN PACIFIC WOBLD'S GRFATFST TBAVEL SYSTFM HEIMSŒKIÐ GAMLA LANDID um jólin og nýjáríð SÉRSTAKÁR LESTIR frá Winnipeg kl. 10 að morgni ná í Lág Fargjöld í Desember frá hafi til hafs Gilda í fimm mánuði. S.S. MINNEDOSA From Quebec, Nov. 28 Glasgow, Belfast, Liverpool S.S. METAGAMA From Saint John, Dee. 7 Cherbourg, Southampton, Antwerp S.S. MONTCLiARE From Saint John, Dec. 7 Glasgow, Belfast, Liverpool S.S. MELITA From Saint John, Dec. 14 St. Helier (Channel Islands) Cherbourg, Southampton, Antwerp S.S. DUCHESS OF ATHOLL From Saint Jolin, Dec. 15 Glasgow, Liverpool S.S. MONTROYAL From Saint John, Dee. 21 Glasgow, Liverpool Svefnvagnar frá Hinum ýmsu Stöðum Vestanlands tengdir við sérstakar lestir í Winnipeg Til að tryggja yður bezta pláss, þarf að fastsetja það nú þegar Upplýsingar hjá öllum farbréfasölum C ANADIAN PACIFIC Always carry Canailian Pacific Travclers’ CbcqucB—Gooil the worlil over maður Skúla fógeta Magnússonar, í baráttu hans fyrir hag og heill þessa lands. Þess er enginn kostur í stuttri blaðagrein, að lýsa starfi þessa merka landa vors, sem var einn hinn ágætasti íslendingur, sem sögur fara af, en hér skulu til- greind nokkur ummæli úr æfisögu hans, eftir Svein Pálsson. Þar segir svo: “Hveru heitt konferenzráð Ei- ríkson hafi eslskað sína fóstur- jörð ísland og látið sér ant um uppreisn á hennar sóma, lærdómi oig búskaparásigkomulagi, það verður ekki í stuttu máli skýrt. Hver sá, er athugar hinar dönsku stjórnar og ýmissa útlendu mann- vina margföldu tilraunir, uppá- kostnað og gjafir til viðreistar öllu því er þenkst gat landinu nyt- samt alt frá 1770 til nálægra tíma, víst fram undir aldamótin, og þar (hjá veit, að flest iþað hefir annað hvort gengið gegnum Eiríkssons hendur eður er afleiðing af hans dugnaði, þeimmun ekki virðast of- hermt þótt sagt væri: Að konfer- enzráð Eiríksson með verkum sín- um og eftirdæmi hafi meira af- kastað landi þessu til sóma og uppkomu, en flestir landar hans á fornum öldum og nýjum, þó sá al- vísi, sem ávöxtinn gefur, hafi lið- ið, að margar góðar ráðstafanir, landinu til Iheilla, ei hafi samsvar- að þeim góða tilgangi. Því mun varla nokkur neita, að hann hafi stundað landsins heiður og lær- dóm öllum fremur, á þeirri tíð hann lifði.”------- “Viðvíkjandi búskaparefnum landsins, þá ætla menn ísland háfi engum sona sinna jafnmikið að þakka og Eiriksson. Þau lágu honum öllu fremur á hjarta.------ Ahyggja fyrir þessu ag öðru sem íslandi við kom, varð honum tíð- um svo þung, að hann — kalla mátti .— neytti hvorki svefns né matar, og hafði nær því enga ró, einkum væri þá nokkur vandi á ferðum þessu viðvíkjandi, hvers endalykt honum, á einhvern hátt, leizt efasöm. Féllu honum þá eitthvert sinn við kunningja sinn jess háttar orð: Enginn veit né trúir, hvíiíkt angur, ónæði og hug- arkvöl, þau Islands efni olla mér fremur öðru, sem á mér liggur. Það veit guð, að eg ekkert vil á- forma né gjöra annað en það, sem konunginum og landinu er til gagn semdar. Þó liggja landar mínir mér á hálsi, þegar ekki er alt sem 3eim líkar.-----Hér má auðvelt tortryggja gjörðir mínar, því að hér þekkja svo fáir landsins lög, ásigkomulag og nauðsynjar, eða hafa þara á rétta ráðdeild. Mörgu sinni hefi eg verið á fremsta hlunni að beiðast af konungi mín- um lausnar frá afskiftum íslands og öllum þess umráðum, en get ekki fengið það af mér. Eg elska ísland fölskvalaust þó að eg gangi vakandi að því, að sú elska styttir mínar lífsstundir.” — Vísir. Við Meltingarleysi, Brjóst- sviða og Lystarleysi. Nuga-Tone hefir verið til mik- illar blessunar fyrir miljónir manna í síðastliðin 35 ár. Það veldur því, að blóðið verður mik- ið verður mikið og heilbrigt og styrkir hjartað, taugarnar og vöðvana, og sömuleiðis nýrun, lifrina og þvagfærin. Þetta kem- ur í veg fyrir lystarleysi, melt- ingarleysi, brjóstsviða, gas í mag- anum, höfuðverk, svima, and- remmu, nýrnaveiki og lifrarveiki, sem alt veldur því, að manni finst maður alt af vera þreyttur, kjarklaus og ófær til allra fram- kvæmda. Fáðu þér • flösku af Nuga-Tone strax í dag og reyndu ágæti þess á sjálfum þér. Ef þú ert ekki fyllilega ánægður með verkanir þess, þá skilar lyfsalinn þér aftur peningunum umyrðalaust. Vertu viss um að fá ekta Nuga-Tone, því eftirlíkingar duga ekki. ROSEDALE KOL Lump $12.00 Stove $11.00 FORD COKE $15.50 ton SCRANTON HARDKOL POCA LUMP Og CANMORE BRICQUETS Thomas Jackson & Sons 370 COLONY ST. PHONE: 37 021 CANADIAN NATIONAL RAILWAYS JARNBRAUTA- OG GUFUSKIPA-FARSEDLAR TIL ALLRA PARTA VERALDARINNAR % Sjerstakar Siglingar i Gamla Landsins Ef þér ætlið til gamla landsins í vetur, þá látið ekki bregðast að spyrjast fyrir hjá umboðsmanni Canadian National jámbrautanna. Það borgar sig. Canadian National umboðsmennirnir taka yður vel og leiðbeina yður á allan hátt. Það verða margar sérstakar siglingar til gamla landsins í haust og vetur. Canadian National járnbrautin selur farseðla með öllum eimskipalínum, sem skjp hafa á Atlantshafinu og semur um alt, sem að slíkum ferðum lýtur. LÁGT FARGJALD TIL HAFNARSTAÐANNA I DESEMBER. Eigið þér vini í Gam'a Landinu, sem fýsir að koma til Canada Ferðist með CANADIAN NATIONAL RAILWAYS SÉ SVOi, og langi yður til þess að hjálpa þeim til að komast til þessa lands, þá komið að finna oss. Vér önnumst allar nauðsynlegar framkvæmdir. ALLOWAY & CHAMPION, Rail Agents UMBOÐSMENN ALLRA FARSKIPAFÉLAGA 667 Main Street, Winnipeg. Sími 26 861 TEKIÐ Á MÓTI FARÞEGUM VIÐ LANDGÖNGU OG A LEIÐ TIL AFANGASTAÐAR HAFIÐ ÞJER VINI í GAMLA LANDINU SEM VILJA KOMA TIL CANADA? FARBRÉF TIL Og FRÁ TIL ALLRA STAÐA 1 HEIMI Ef svo er, og þér viljið hjálpa þeim til að komast til þessa lands, þá finnið oss. Vér gerum allar nauðsyn- legar ráðstafanir. ALLOWAY & CHAMPION, Rail Agents UMBOÐSMENN FYRIR ALLAR EIMSKIPALÍNUR 667 Main Street, Winnipeg. Sími 26 861 eða hver annar Canadian National Railway umboðsm. FARÞEGJUM MŒTT VIÐ HAFNARSTÍÐINN OG LEIÐBEINT TIL ÁFANGASTAÐAR CANADIAN NATIDNAL RAILWAYS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.