Lögberg - 15.11.1928, Síða 1

Lögberg - 15.11.1928, Síða 1
41. ARGANGUR WINNIPEG, MAN„ FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER 1928 NÚMER 44 Canada. Aukako3ning. til fylkisþingsins í Saskatchewan fór fram í Arm jRiver kjðrdæminu á föstudaginn í síðustu viku. Fóru þær þannig, að þingmannsefni liberala, Dr. Thomas Waugh, var kosinn með 65 atkvæðum, eftir því sem síð- ustu fréttir segja, fram yfir gagnsækjanda sinn, Stewart Ad- rain, conservativ. Það lítur út fyrir, að kosningarnar hafi verið sóttar af töluverðu kappi og meir en 90 af hundraði af kjósendum greiddu atkvæði. Sagt er að Mr. Adrain ætli að biðja um endur- talningu atkvæða. * * * Á þeim sjö mánuðum, sem liðn- ir voru af fjárhagsárinu, nú um mánaðamótin síðustu, hafa skuld- ir Canada lækkað um $48,923,297. Á sömu sjö mánuðum árið sem leið, lækkuðu þær um $78,516,605. Tekjurnar hafa á þessum sjö mán- uðum verið meir en tuttugu milj- ónum meiri heldur en á sama tíma í fyrra og eru það aðallega toll- tekjurnar, sem hafa vaxið, en út- gjöldin hafa líka vaxið um meir en ellefu miljónir. Á þessum tíma hefir tekjuskatturinn orðið nálega hálfri fimtu miljón meiri, en á sama tíma í fyrra. • * * Á sex mánuðum af Iþessu ári hafa komið til Canada 123,713 inn- flytjendur og þar af hafa komið til Manitoba 49,975, og eru það 6- vanalega margir innflytjendur fyrir þetta fylki á ekki lengri tima. Á þessu tímabili hafa kom- ið innflytendur til allra fylkjanna, en flestir til Manitoba. Af þeim innflytjendum, sem til landsins komu á þessum sex mánuðum, voru 44,876 frá Bretlandi, en hinir svo að segja úr öllum áttum. Frá Þýzkalandi komu 9,202 og frá Danmörku 2,482. * * * Hér í Vestur-Canada, var á ferð í vikunni sem leið, nokkurs konar töframaður, Dr. A. Maximilian Langsner að nafni, og er hann frá Vínarborg. Hann leggur það fyr- jr sig, )á einhvern dularfullan hátt, að komast eftir því sem leynt á að fara, eins og t. d. glæpum og öðru slíku. Meðan hann var í Winnipeg, tók hann að sér að komast fyrir hvað orðið hefði af Juliu Johnson, sem hvarf frá heimili sínu í vor, og enginn hefir orðið var við síðan. Dr. Langs- sá móður litlu stúlkunnar. haldsmenn eru þar á öðru máli, eins og gengur. * * * Útnefning til borgarstjórnar- kosningar í Winnipeg fóru fram á föstudaginn í vikunni sem leið. Borgarstjórinn, Dan. McLean, var kosinn í einu hljóði, enginn annar var útnefndur til að sækja um borgarstjóra embættið. Níu bæj- arráðsmenn ber að kjósa, þrjá í hverri deild, og eru alls fimtán í kjðri, og eru nöfn þeirra sem hér segir: í fyrstu deild: E. T. Leech, K. C.; W. B. Lowe, I.L.P.; A. H. Pulford, David Forester og E. D. Honeymoon. Fyrir aðra deild: V. B. Anderson, I.L.P.; Thomas Boyd, J. A. McKercher og James 'Simp- kin, I.L.P. Fyrir þriðju deild: J. Cherniack, I.L.P.; D. M. Hunkie- wich, I.L.P.; W. N. Kolisnyk, kom- múnisti; sam. Lewis, J. Fred. Palmer og W. B. Simpson, I.L.P. Af þessum umsækjendum er einn íslendingur, V. B. Andrson. Á- hugi fyrir þessum bæjarstjórnar- kosningum virðist enn sem kom- ið er vera afar Mtill. Flestir skilja þó sjálfsagt, að það stend- ur ekki á litlu, hverjir stjórna málum þessarar iborgar. Bandaríkin. n|r sem hvarf, og sagði henni að Julia litla væri lifandi og hann skyldi finna hana, en hann mætti ekki vera að því rétt núna, því hann þyrfti að fara til Montreal fyrst, en hann kæmi bráðum aftur, og þá skyldi hann gera gangskör að þessu. * * * Fimtíu manneskjur sýktust af /bóluveikinni í vikunni sem leið, og á alt það fólk heima á tveimur heimilum í grend við Morris, Man., skamt fyrir sunnan Winni- peg. Er haldið, að veikin hafi borist með manni, sem kom vestan frá Saskatchewan um miðjan síð- as+ liðinn mánuð og reyndist að hafa þessa veiki. Fólk í því ná- grenni hefir nú verið bólusett og gera læknarnir sér góðar vonir um, að hægt sé að koma í veg fyrir að veikin útbreiðist mikið meira en orðið er. * * * Úrslit aukakosninganna tjl fylk- isþingsins, i Lansdowne kjördæm- inu, sem fram fór á laugardaginn, urðu þau, að Hon. D. G. Mc-Ken- zié, sem nú er einn af ráðherrum Bracken stjórnarinnar, var kosinn með 268 atkv. fram yfir þing- mannsefni íhaldsflokksins, Dr. H. E. Hicks. Enginn efi er á því, að kosningar þessar voru sóttar af æði miklu kappi á báðar hliðar. Þykir nú stjórninni þessi kosn- '“ingasigur góð sönnun þess, að kjósendurnir fallist á sína stefnu í Sjö-systra fosa málinu, en í- Coolidge forseti hélt ræðu á Btríðslokadaginn, 111. nóvember, sem vakið hefir mikla eftirtekt út um allan heim, að heita má. Hélt hann því þar fram, að Bandarikj- unum bæri nauðsyn til að auka að stórum mun herflota sinn. Þykir þetta all-merkilegt nú, þegar svo mikið er talað um afvopnun og friðarmál. Þykjast menn nú skilja', að það sé full alvara Bandarikjastjórnarinnar, að gera flota sinn að minsta kosti eins stóran og öflugan eins og nokkurr- ar annarar þjóðar. Er gert ráð fyrir að verja nú innan skamms tvö hundruð sjðtíu og fjórum mil- jónum dala til að byggja fyrir herskip. * * * Hiéraðsdómamarnir þrír, sem sóttu um endurkosningu í Second Judicial District 1 North Dakota, náðu allir kosningu. Þeir eru: W. J. Kneeshaw, C. W. Butts og G. Grimsson. í þessu kjördæmi eru íslendingar fjölmennir. Þrír af fimm hæstaréttar dómurum ríkis- ins sóttu um endurkosningu, og voru allir kosnir. 'Eru þeir: W. L. Nuessle, L. E. Birdsell og A. G. Burr. Bretastjórn hefir alt af áhyggj- ur miklar út af því, hve margt fólk er atvinnulaust og ekkert er hægt að fá handa því að gera. Eina úrræðið virðist vera, að koma fólkinu burtu úr landinu, en verkafólk í öðrum brezkum lönd- um, er alt annað en vel við, að fjölda af fólki frá Bretlandi eða öðrum löndum sé hrúgað inn þangað til að keppa um þá at- vinnu, sem fyrir hendi er í borg- um og bæjum, og sem verkafólk- inu þykir vanalega ekki of lífvæn- leg. Hafa hömlur verið á það lagðar, að slíkt fólk gæti komið hópum saman til Canada. Nú er brezka stjórnin að reyna að kom- ast að samningum við stjórnina í Canada um að mega flytja svo sem 3,000 verkamenn til Canada á næstu sex mánuðum, án þess þeir kunni nokkuð til 'bændavinnu, og svo sjálfsagt miklu fleiri seinna. Má búast við, að þetta mæti mik- illi mótspyrnu hér í Canada. Brezka þingið var sett á þriðju- daginn í vikunni sem leið. Er þetta síðasta þingið fyrir almennar þingkosningar, sem fram fara einhvern tíma á næsta ári. Kon- ungurinn setti þingið og las há- sætisræðuna. Er þar vikið að ýmsum helztu málum, svo sem friðarsáttmála þeim, sem við Kel- logg er kendur. Lætur konungur- inn í ljós gleði sína yfir honum. Þá er í hásætisræðunni minst á ýms innanríkismál, svo sem lækk- un á sköttum. Þá var minst á hið mikla atvinnuleysi, sem átt hefir sér stað í Englandi á undanförn- um árum og á sér stað enn. Er það ásetningur stjórnarinnar, að bæta úr iþví á þann hátt, að láta kenna svo sem 20 þúsund náma- mönnum bændavinnu á éri og út- vega þeim svo vinnu í brezkum lendum annars staðar í heimin- um. Hófust þegar umræður um hásætisræðuna, og reið Ramsay MacDonald þar á vaðið og hafði margt að athuga við gerðir stjórn- arinnar. Vestur-lslendinga vísur. (Blaine, Wash., 2. ág. 1928) Lag eftir Jón Friðfinnsson. Kom, hrynjandi, norrænt hetjulag, Óg bríf hverja sál í dag, Með örfandi, íslenzkum brag. Kom, víðfleyga sðnglist, með vængjað lag— Með vekjandi hetju-lag. Því allir hér einhuga finnast, Síns ættlands í fjarlægð að minnast. Og samúðin eflir allra hag — Því elskum vér þennan dag. Svo eflist hér alt, sem tengir, Og ómi hér þróttmiklir strengir. í vestrinu eflist það alt, sem oss tengir. » Oss tengir svo fjölmargt fornt og nýtt — Sem farmenn vér höfum strítt, 'Og fiósturland numið oss nýtt Því verður oss ætíð um hjarta hlýtt, Er þópast vort ný-lið frítt. Vér felum því ált, er unmum, lOg ávöxtinn þess, er vér kunnum Frá eyjunni fjarst við úthaf vítt — Þar eigum vér draumland blítt. Hið umliðna’ í anda sjáum, Og alt, sem var göfugt, vér dáum, Því framtíðin byggist á hugsjónum háum. Jakobína Johnson. Fyrsti lúterski söfnuður í Winnipeg minnist hálfrar aldar afmælis síns. (Framh.) inn batnað mikið og alt færst í betra horf, hvað sem nú tekur við. * * * Rússar hafa lengi þótt seinlátir og afturhaldssamir. Nú er öldfn önnur, að minsta kosti þegar um hjónaband og bjónaskilnað er að ræða. Það var fyrir skömmu, að piltur og stúlka giftu sig í Lenin- grad á löglegan hátt, og til þess þurfti ekki nema fimm mínútur'. og svo skildu þau, líka á löglegan hátt og til þess fóru aðrar fimm mínútur. Það voru því ekki nema 25 mínútur, sem í þetta fóru alt. Fimtíu ára afmælishátíð Fyrsta lút. safnaðar-var ekki lokið með því, sem fram fór á sunnudaginn, og sem stuttlega var sagt frá í síðasta blaði. Forstöðunefndin hafði ákveðið, að halda öllum söfnuðinum samsæti í samkomu- sal kirkjunnar, svo að miklu leyti sem mögulegt var að koma því við. En húsrúmið leyfir með engu móti, að allur söfnuðurinn sitji þar til borðs í einu, og varð því að hafa samsætin þrjú, hvert kveldið eftir anrvað. Fyrsta kveldið fyr- ir eldra fólkið, annað kveldið fyr- ir yngra fólkið og þriðja kveldið fyrir börnin, innan fjórtán ára. Eitthvað töluvert á fimta hundrað manns mun geta setið til borðs í einu í samkomusalnum, en hann var þétt skipaður fyrsta og annað kveldið, og miðkveldið urðu all- margir frá að hverfa, og bíða næsta kvelds. Var þá nokkru færra en áður. margt í salnum, eins og frekast gat komist fyrir. Máltíðin var samskonar og fyrra kveldið, en nú voru það konurnar, sem gengu um beina og all-margir rosknir menn hjálpuðu til og gekk það alt á- gætlega. Eins og fyrra kveldið, stjórnaði Dr. Jónsson samsætinu, en aðal efnið á skemtiskránni var ræða, sem Mr. Hjálmar A. Berg- man, K.C., flutti. Var hún með afbrigðum vel hugsuð, vel samin of vel flutt, og munu þeir er heyrðu, seint gleyma þeirri gull- fallegu ræðu. Söngur var þar bæði mikill og góður og stjórnaði Miss Guðrún Rildfell honum fjðr- lega og skemtilega og skemti unga fólkið sér ákætlega. í þessu samsæti var enskan not- uð eingöngu; enda eru nú í allri safnaðarstarfsemi bæði málin not- uð jöfnum höndum, eins og flest- ir munu nú viðurkenna að sé nauð- synlegt og sjálfsagt. Matthew IPatterson, þingmaður í Pennsylvania, og fimm aðnir menn hafa verið fundnir sekir um fjárdrátt, eða játað hann á sig 1 sambandi við ólöglega vínsölu, og hafa iþeir allir verið dæmdir í sektir og fangelsi af James G. Gordon, dómara í Philadelphia. Bretland. á Aukakosningar fóru fram mánudaginn í Ashton kjördæm- inu á Englandi og fóru þær þann- ig, að þingmannsefni verkamanna- flokksins vann kosningarnar, en sætið hafði áður skipað íhalds- maður, svo þetta er beinn sigur fyrir verkamannatflokkinn. At- kvæðagreiðslan féll þannig, að Albert Bellamy, verkamaður, hlaut 9,561 atkvæði; Gordon Touche, conservatív, 7,161', og W. Gilbert Greenwood, liberal 6,874. Er mik- il gleði i herbúðum verkamanna yfir þessu og Ramsay MacDonald segir, að þetta sýni ljóslega, hvernig fara muni við almennu kosningarnar árið sem kemur. Verkamanna flokkurinn í brezka þinginu bar fram vantrausts yf- irlýsingu á stjórnina út af því, að henni hefði ekki tekist að bæta úr atvinnuelysinu, sem á sér stað meðal verkalýðsins. Var van- trausts yfirlýsing sú feld á mánu- daginn var með 321 atkvæði gegn 151 atkv. Hyaðanœfa. Eldfjallið Etna á Síkiley befir undanfarna daga gosið ákaflega og segja frétirnar, að það gamla eldfjall hafi (aldtei gosið eins stórkostelga síðan árið 1669. Hef- ir eldgos þetta valdið ákaflegu eignatjóni, en manntjóni ekki að ráði, svo heyrst hafi. # * * Mesta stórhátíð, sem nokkurn tíma á sér stað í Japan, er þegar keisari er krýndur eða leiddur til hásætis. Er það einn af hinum æfagömlu siðum, sem helzt ó- breyttur, þrátt fyrir allar breyt- ingarnar og framfarirnar, sem átt hafa sér stað :hjá þjóðinni á síðari árum. Á laugardaginn í vikunni sem leið, var Hirohito keisari krýndur með vanalegri viðhöfn og öllum hinum gömlu krýningarsið- um. Hann er 124. keisari í Japan. Sagt er, að krýningin kosti þjóð- ina og keisara fjölskylduna um tólf miljónir dollara í hvert sinn, sem hún fer fram. Frá Islandi. Hvammst. 3. okt. Mikill síldarafli í lagnet síðustu daga, og góður fiskafli. 1 gær fengu menn 5—6 strokka í net, en siíldarafli mestur í gær. Slátrun stendur yfir. Hefir ver- ið slátrað um 5—600 fjár á dag, síðan sláturtíðin hófst þ. 24. sept. Nú er verið að skipa út frystu kjöti með Brúarfossi. Rafmagn hefir verið leitt í lækn isbústaðinn og sjúkraskýlið sumar. Er það framleitt með vatnsafli. Útgerð er miklu meiri hér ' í sumar en i fyrra. Sigurður Pálma- son kaupmaður sendi 100 tonn fiskjar með skipi, sem héðan fór 24. sept. Fiskbirgðir á staðnum um 40 tonn. Bátar hafa verið hér í sumar frá Reykjavík og ísafirði og lagt upp fisk hér. Mótorbáta- bryggjum og fiskiskúrum lét Sig- urður Pálmason koma upp hér í sumar. Hinn 6. þ. m. sagði Poincaré- stjórnin á Frakklandi af sér. Ekki var það vegná vantrausts yfirlýs- ingar þingsins, eins og vanalega er orsökin', þegar stjórnir segja af sér, heldur vegna þess, að stjórnin á Frakklandi hefir verið samsteypustjórn stjórnmálaflokk- anna og voru í henni fjórir menn tilheyrandi radical flokknum. Sá flokkur hafði nýlega haldið flokks- þing og krafist einhverra breyt- inga, sem Poincaré sá sér ekki fært að ganga að. Sögðu þá þess- ir fjórir ráðherrar af sér, þegar þeir fengu því ekki framgengt, sem flokkur þeirra krafðist, og síðan ált ráðuneytið. Hefir þessi stjórn setið að völdum síðan 1926, en þar áður urðu stjórnarskifti hvað eftir annað og leit þá út fyr ir, að fjárhagur ríkisins væri al- veg að komast í kalda kol og frank- inn féll alt af í verði. En þessi tvö ár, sem Pöincaré hefir verið stjórnarformaður, hðfir fjárhagur- ísafirði, 3. okt. Mikil smásíldarveiði undanfar- ið í Seýðisfirði. Hefir fengist um 900 tn. í eina vörpu. Síldin er söltuð til útflutnings og er í góðu verði. Afarmikið hefir einnig veiðst af smokkfiski í Djúpinu í septem- bermánuði. iSumir bátar fengu mörg þúsund yfir nóttina. Ishús- in hér á ísafirði eru full af smokfiski, svo að ekki er hægt að taka á móti meiru. Þorskveiði er lítið stunduð hér sem stendur, enda rýr afli. Botn- vörpungarnir Hávarður ísfirðing- ur og Hafsteinn leggja út á salt- fiskveiðar þessa daga. Reykjavík, 8. okt. Stefán B. Jónsson kaupmaður andaðist á heimili sínu, Undra- landi, hér við bæinn, síðastliðinn laugardag, 6. okt. Stefán var ættaður frá Dunk- árbakka í Dölum. Hann fór ung- ur vestur um haf og var þar nokk- ur ái\ en hvanf síðan heim, og átti lengst um heima hér 4 bænum eft- ir það og rak hér verzlun um langt skeið. Hann var áhugamaður mik- ill um ðll framfaramál og lét all- mikið til sín taka um þau. Gaf hann út tímaritið Hlin um nokkur ár og síðar vikublað, en auk þess ritaði hann margar ritgerðir, sem birtust f öðrum 'blóðum. — Stefán var mikill maður vexti, karlmann- legur og svipmikill og sópaði mik- ið að honum, hvar sem hann fór. Hann var kvæntur Jóhönnu Sig- fúsdóttur og lifir hún mann sinni Dóttir þeirra er Þóra Marta, stú- dent. — Vísir. Reykjavúk, 16. okt. Hvert sæti var skipað í Nýja Bíó á sunnudaginn var, er Guð- mundur Kamban hélt fyrirlestur sinn um Ragnheiði og Daða. En fyrirlesturinn var alt í senn, snildarlega saminn, afbragðsvel fluttur og efnið hugleikið öllum almenningi. Hefir Kamban unn- ið að því mánuðum sama að draga saman efnið í fyrirlestur þenna, enda hefir honum tekist að draga fram í dagsljósið fjölmargar stað- reyndir úr Mfi Ragnheiðar og Daða, og Brynjólfs biskups, er áð- ur voru ókunnar. Kamban hefir tekist að hreinsa Ragnheiði fullkomlega af áburði um meinsæri. Hann sýnir fram á, hve heim- ildir þær, sem farið hefir verið mest eftir, eru á^ýmsan hátt vill- andi og mun mega svo að orði komast, að eftir rannsóknum hans standi þau Ragnheiður og Daði í alt öðru ljósi en áður. — Mbl. Þegar allir, sem komu, voru seztir til borðs á mánudagskveld- ið, kl. rúmlega sjö, var fyrst sung- ið versið “Gef oss í dag vort dag- Iegt brauð,” og því næst flutt bæn af presti safnaðarins. Þá vaf á- gæt máltið fram borin. Það gerðu ungu stúlkurnar og piltarn- ir líka, og þeim fórst það eitthvað svo fimlega og myndarlega, að jafnvel það fólk, sem hefir þá at- vinnu, að bera á borð fyrir f jölda fólks í beztu gistihúsum, ferst það ekki lifandi vitund betur. — Meðan á máltíðinni stóð, og eins hin kveldin, spilaði hljóðfærasvei^ Mr. Stefáns Sölvasonar. Þegar máltiðinni var lokið, tók Dr. Björn B. Jónsson við stjórn- inni og stýrðí samsætinu sköru- lega og skemtilega, eins og von var að. Hann las sögu safnað- arins, sem hann hafði sjálfur samið, ekki all-langa, en samt ná- kvæma og afar vandaða. Þá las hann kveðjur og hamingjuóskir, sem borist höfðu frá Gardar söfn- uði, Mr. Sigtryggi Jónassyni og Mr. og Mrs. Árni Friðriksson í Vancouver. Ræða var að eins ein flutt í þessu samkvæmi. Það gerði Mr. W. H. Paulson, þingmaður. Hann var um langt skeið einn með öt- ulustu og starfsömustu meðlim- um Fyrsta lúterska safnaðar, og ávalt einn af hans beztu vinum, þó hann hafi nú í mörg ár verið honum fjarlægur, átt heima vest ur í Saskatchewan. Mr. Paulson var því eins og heima hjá sér, þeg- ar ann var kominn til Fyrsta lút- Þriðja kvöldið komu börnin, inn- an fjórtán ára, og nokkrir fleiri, sem ekki komust inn annað kveldið vegna þrengsla. Miss Jennie Johnson, keslukona', talaði til barnanna og sagði iþeim í stuttu máli sögu safnaðarins og gerði hún það bæði auðveldlega og skemtilega. Þess er vert að minnast, að prest- ur safnaðarins, prestarnir tveir, sem prédikuðu ó sunnudaginn og þau, sem samkvæmisræðurnar fluttu næstu daga, mintust stofn- anda safnaðarins og prests um þrjátíu ára skeið, dr. Jóns Bjarna- sonar, með stakri virðingu og þakklátsemi, og sömuleiðis^ konu hans, frú Láru Bjarnason. En það gera ekki aðeims fóeinir snjallir ræðumenn, heldur líka allur Fyrsti lúterski söfnuður í Winni- peg, og heldur ekki hann aðelns, heldur væntanlega allir Vestur- fslendingar, sem nokkuð þekkja til þess mikal ágætismanns. Flest- ir eða allir munu nú viðurkenna, að Dr. Jón Bjarnason hafi unnið íslenzka þjóðarbrotinu vestan hafs ómetanlegt gagn, þegar mest reið á, og því ann það .honum og virð- ir hann fram yfir aðra menn, og “því Iætur það börnin sín blessa þann mann og bera sér nafn hans í munni.” Það hyggjum vér einnig, að segja megi um Fyrsta lút. söfnuð, að þótt honum hafi ekki auðnast að vinna sér vinsældir allra Vest- ur-íslendinga, þá beri þeir þó all- ir virðingu fyrir starfsemi hans í hálfa öld, og að þeim dyljist ekki hve mikið menningarafl hann hef- erska safnaðar í Winnipeg. Það' ir verið Vestur-íslendingum og leyndi sér heldur ekki, að safnað- þeim sérstaklega, er í Winnipeg Hnífsdalsmálið var þingfest í fyrradag. Verjandi er skipaður Páll Jónsson lögfræðingur fyrir Eggert Hálfdánarson og Hannes Hálfdánarson, en Lárus Jóhannes- son hæstaréttarmálafl.m. fyrir Hálfdán Hálfdánarson. Verjend- ur tóku tveggja mánaða frest. Látin er fyrir mánuði frú Björg Jónsdóttir, kona Valdimars Þor- varðssonar kaupm. í Hnífsdal, 67 ára að aldri. Nýtízku frystihús með vélum er nýreist í Bolungarvík.—Vísir. Reykjavík, 13. okt. Samkvæmt Verzlunartíðindum hefir verð á ull verið sem hér seg- ir: hvít vorull frá Norður- og Austurlandi danskar kr. 2.90, úr Húnavatnssýslu d. kr. 2.80; frá Vesturlandi d. kr. 2.75; og sunn- lenzk ull d. kr. 2.66. Mislit ull: d. kr. 1.90 og hvít þvegin haustull d. kr. 2.50. Selskinn hafa hækkað pg hafa verið seld á d. kr. 18.00. Búist við, að kjötverðið verði ekki undir 100 kr. danskar cif. og gæru- verð ekki undir undir 2.25. Korn- vörur fara lækkandi. arfólkið hafði ekki gleymt Mr. Paulsoil, því það er áreiðanlega sjaldgæft meðal íslendinga, að ræðumanni sé eins vel fagnað, þegar hann kemur fram á ræðu- pallinn, eins og honum var í þetta sinn. Ræðan var ein með hinum allra snjöllustu og skemtilegustu, sem vér höfum heyrt Mr. Paulson flytja, og. er þá mikið sagt.. Aðal- efni hennar var háalvarlegt, en hann gerði ræðuna svo skemtilega g áheyrilegur, að fáir, sem til heyrðu, og ekki veittu timanum nákvæma eftirtekt, mundu trúa, að hann kefði talað í nálega hil- an klukkutima. Svo mikla á- nægju hafði fólkið af að hulsta á hann. Þá skemti fólkið sér við söng og ljóðfæraslátt lengi fram eftir' kveldinu. Þótti sérstaklega skemtilegt að hlusta á dálítinn söngflokk, sem Mr. Haíldór Thor- olfsson stjórnaði og sem söng mörg íslenzk þjóðlög og var þeim gömlu kunningjum tekið með mesta fögnuði. hafa búið, síðastliðin fimtíu ár. Sæsíminn slitnaði á þriðjudag- inn skamt frá iSeyðisfirði og óvíst hvenær hann kemst í lag aftur, Þangað til verða skeyti til útlanda send loftleiðina. Alt sem fram fór þetta kveld, fór fram á íslenzku, og að því leyti til, var samsætið svo íslenzkt sem mest gat verið og hefði sómt sér vel á Þingvöllum eða 1 Reykjavík. Unga fólkið kom svo margt á þriðjudagskveldið, að það var eins Á fimtudagskvöldið hélt söng- flokkur safnaðarins samsöng í kirkjunni undir stjórn Mr. Paul Bardals. Var þá enn svo margt fólk saman komið, að föstu sætin í kiirkjunni reyndust ekki nærri nógu mörg. Hér skal ekkert út í það farið, að dæma um söng- rnn, En það er óhætt að segja, að hann hafi hepnast ágætlega, verið hinum mikla mannfjölda, sem þar var saman kominn, til hinnar mestu ununar, og öllum þeim, er að stóðu, til sæmdar. Forseti safnaðarins, Dr. B. J. Brandson, flutti þar stutta, en skörulega ræðu', og þakkaði öllum sem einhvern hlut áttu í því, að þessi hátíðahöld h^fðu hepnast svo ágætlega, eins og raun varð á. Fyrst og fremst presti safnaðar- ins, sem með sínum ágætu leið- togahæfileikum, og óþreytandi starfsemi hefði mest að því unn- ,ið, að þetta mætti alt verða sem ónægjulegast. Þá öllum öðrum, sem lagt höfðu fram vinnu og fé til þessa fyrirtækis, og loks öllum söfnuðinum, sem nú eins og ávalt, hefði svo vel kunnað að vera sam- taka, þegar um er að ræða heiður oð sóma og gagn Fyrsta lút. safn- aðar í Winnipeg. í

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.