Lögberg - 15.11.1928, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.11.1928, Blaðsíða 4
Bb. 4 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 15. NOVEMBER 1928. Xdgbcrg Gefið út hvern Fimtudag af Tfce Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tftlaiman N-632? otf N-0328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáakrift til blaðsina: THt SOLUIRBIJ\ PRE8S, Ltd., Box 31 Tt, Wlnnlpeg, *an. Utanáakrift ritatjórana: íOiTOR LOCBERC, Box 317* Wlnnipog, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Ttao "LíóKborv" *o prtntoó and publlahod br Tho Oolumbla Prooo, Lámitoi, ln tho Coiuœbla OuildLna, «86 Snraent Ato , Wlnnlpoa, Manttobo. Urslit Bandaríkjakosninganna. Svo mátti heita, að síðasta blað vort væri albúið til prentunar, er úrslit kosninganna syðra voru í J>ann veginn að verða heyrin- kunn, og þar af leiðandi veittist oss eigi kostur á, að skýra frá þeim, að öðru leyti en því,A að víst mætti telja, að frambjóðandi Republicana- flokks’ns, Mr. Herbert Hoover, hefði gengið sigrandi /if hólmi. Nú eru fyrir nokkru fulln- aðarfregnir við hendina, og leiða þær ótvírætt í ljós, að Republicana flokkurinn, undir forystu Mr. Hoovers, ,vann meiri og frægri sigur, en davmi eru áður til í sögu hinnar amerísku þjóð- ar. Hlaut Mr. Hoover 444 kjörmannaatkvæði til kjörmanna samkundunnar, Electoral Col- lege, af 531 er hana skipa. Vann hann fjögur Suður-ríkin, þar sem Demokratar hafa ávalt ráðið lögum og lofum, og auk þess New York- ríkið, er líklegt þótti, að hallast myndi á sveif Mr. Smiths, er gegnt hefir þar ríkisstjóraem- hætti í fjögur kjörtímabil, við hinn bezta orð- stír. Fékk hann að eins 87 kjörmanna atkýæði, eða þá lang-lægstu tölu, er nokkurt forsetaefni Domokrataflokksins hefir fengið í háa\ herr- ans tíð. Tekið skal það jafnframt fram, að p^rsónufylgi Mr. Smith’s, var afar-mikið, eða um 12 miljón atkvæða í alt. En fylgi hans var feykilega skift, og það reið baggamuninn. Vér liöfum áður hér í blaðinu, gert all ítar- lega grein fyrir afstöðu vorri til téðra Trosn- inga, og höfum þar af leiðandi á þessu stigi málsins, litlu við að bæta. Vér gerðum grein fyrir því þá, af hvaða ástæðu vér teldum ]>að a^skilegt, að Mr. Hoover vrði kosinn, og gleðj- umst yfir úrslitunum nú að loknum kosning- um. Oss skildist þá, og skilst enn, að stefnu- skrá Mr. Hoovers væri bygð á traustara grunni, en stefnuskrá Mr. Smiths, og þann veg hefir stórkostlegur meiri hluti amerískra kjósenda litið á málið. limhoð Mr. Hoovers, er því margfalt víðtækara af hálfu kjósenda, en nokkru forsetaefni, hefir nokkru sinni áður hlotnast. Mun. þess og örugglega mega vænta, að hann reynist tignarstöðu sinni, og ábyrgðinni, sem henni fylgir, fvllilega vaxinn. Hefir hans fyrri reynsla ótvírætt sýnt og sannað, að hann er hagsýnn ráðdeildarmaður, þéttur á velli og þéttur í lund. Tvent er það einkum, er kosningar þessar hata leitt í ljós. Hið fyrra, að Bandaríkja- þjóðin vill ógjarna fá kaþólskum manni Hvíta húsið til umráða, en hið síðara, og það, sem að vorri hyggju er meira um vert, er það, að hún vill undir engum kringumstæðum láta hrófla við vínbanns löggjöfinni, jafnvel þótt vafalaust megi eitthvað að henni finna, sem öðrum mann- anna verkum. Vinir Mr. Smiths töldu honum Suðurríkin VÍS, og svo mun hann einhig hafa gert sjálfur. íin jafnvel þar, varð reyndin alt önnur á. Hafa sérskoðanir hans á s\riði tnímálanna, sem og afstaðan til bannlaganna, orðið honum þar svðra, engu síður en víða annars staðar, að falli. Um persónulega hæfileika Mr. Smith’s, hefir enginn efast. Það var því stefnuskrá hans eingöngu, er kom honum á kné. Um hag bænda, og ráðstafanir landbúnað- inum til viðreisnar, var allmikið ritað og rætt í nýafstaðinni kosningahríð. Var Mr. Hoover tiltölulega fáorður um þau mál, en kvað hið nýkjörna þing að sjálfsögðu hljóta að taka þau til alvarlegrar íhugunar. Mr. Smith var marg- falt ósparari á loforð, í sambandi við viðreisn landbúnaðarins. Þó varð niðurstaðan sú, að jafnvel í Mið-Vesturríkjunum, þar sem mest er um akuryrkju og kvikfjárrækt, og mest hafði kvartað verið yfir þröngkosti bænda og búa- lýðs, treystu kjósendur Mr. Hoover betur til heillavænlegra athafna, og veittu honum stór- kostlegt fylgi. Fyrir kosningar þær, sem hér um ræðir, var atkvæðamagn flokkanna á þinginu í Washing ton, næsta svipað. Áttu Republicanar þar ekki vfir að ráða nema tveggja atkvæða meiri hluta í efri málstofunni, og eitthvað fimm eða sex í þeirri neðri. En nú hafa þeir á að skipa að leikslokum, ákveðnum meiri hluta í báðum mál- stofum, auk þess sem fleiri menn úr þeirra flokki, náðu náðu kosningu í ríkísstjóra em- bætti, en nokkru sinni fyr. Stærsta sigur sinn unnu Deokratar í New York, þar sem kjörinn var til ríkisstjóra Mr. Franklin Roosevelt, sem eftirmaður Mr. Smiths, með feykilega miklu afli atkvæða. Til ríkisstjóra í North Dakota, var kjörinn Mr. Shafer, óháður Republican, en í Minnesotaríkinu náði Mr. Ohristianson endur- kosningu með afar miklu atkvæðamagni, um- fram keppinaut sinn. Sú er vor innileg ósk, að sigur Mr.Hoovers megi eigi aðeins verða þjóðinni hans, hinni glæsilegu Bandaríkjaþjóð til varanlegs vel- farnaðar, heldur og mannfélagsmálunum í heild. Eins og við hefir gengist í liðinni tíð, komu Islendingar hreint ekki svo lítið við sögu í kosn- ingunum syðra, einkum og sér í lagi í North Dakota ríkinu. Náðu þar eftirgreindir landar kosningu, með miklu afli atkvæða, að því er vér höfum frétt: Mr. J. K. Olafson, endurkosinn til ríkis- þings, fyrir Pembina hérað; Mr. J. E. Westford ríkisþingmaður fyrir McHenry hérað; Mr. J. M. Snowfield, ríkislögmaður fyrir Cavalier umdæmi; Miss Sylvia Johnson, endurkosin, sem umsjónarkona með alþýðuskólum ríkisins; Mr. Guðmundur Grímsson, endurkosinn til héraðs- dómara; Mr. Freeman Hall, kjörinn sem Oounty Commissioner, og Mr. Ásmundur Benson, end1- urkosinn sem ríkislögmaður fyrir Bottineau hérað. Lögberg óskar löndum þeim öllum, er nú hafa nefndir verið , innilega til hamingju og fagnar yfir sigri þeirra. Bæjarstjórnarkosningarnar, Föstudaginn þann 23. yfirstandandi mán- aðar, fara fram kosningar til bæjarráðs Winni- pegborgar, 'og er undirbúningur að þeim nú fyrir nokkru hafinn. Sérhver sá, er í raun og sannleika >ber fyrir brjósti vöxt og viðgang þessa bæjarfélags, og þeir eru vonandi flestir, getur ekki látið sér í léttu rúmi liggja, hvernig bæjarstjórnin sé skipuð, eða hver tegund manna það er, er fara skal með málin fyrir almennings hönd. Áð þessu sinni mun tæpast þurfa að gera ráð fyrir “heitum kosningum”, eins og stund- um er komist að orði. Ber það einkum til, að núverandi borgarstjóri, Mr. Dan. McLean, hef- ir verið kjörinn gagnsóknarlaust. Brevtti verkamannaflokkurinn, að vorri hyggju, þar viturlega, að setja engan til höfuðs honum, því sýnt er fyrir löngu, að enginn borgarstjóri, hversu hæfur sem liann annars kann að vera, getur beitt sér til fullnustu, eða hrundið áhuga- málum sínum í framkvæsmd, á aðeins einu ári, þar sem mikið af þeim tíma hlýtur að sjálf- sögðu að ganga til þess, að kvnirast hinum nauðsvnlegu starfræksli^aðferðum, auk ýmsra opinbérra anna, er borgarstjóraembættinu eru samfara, og krefjast mikils tíma. 1 kjördeild þeirri, sem Islendingar eni fjöl- mennastir, það er að segja 2. kjördeildinni, fer að þessu fram engin kosning til skólaráðs, með því að fulltrúarnir báðir, er úr áttu að ganga, hafa kosnir verið gagnsókarlaust. 1 þessari kjördeild verður rimman því einungis háð um bæjarráðsmanna sýslanirnar. Eru fjórir frambjóðendur í kjöri, en sæti bæjar- ráðsmanna úr téðri kjördeild, aðeins þrjú. Fulltrúar 2. kjördeildar, þeir er sæti hafa átt í bæjarstjórninni undanfarið ár, og reyndar til fleiri ára, leita allir endurkosningar, eða þeir McKerchar, Boyd og Simkin. Afstaða þeirra, . hvers og eins, til hinna mörgu og mikilvægu mála, er fyrir bæjarstjórn hafa legið til úr- skurðar, er kjósendum að sjálfsögðu kunn, og eftir henni skal dæmt, þegar á kjörstaðinn kemur. Tekið skal þó fram, að einn þessara þriggja bæjarráðsmanna, hefir öðrum fremnr getið sér góðan orðstír sera þjónn almenningÉ í bæjarráðinu. Er hér átt við Mr. McKercher, er um langt skeið hefir gegnt formannsstarfi í fjármálanefnd bæjarstjórnarinnar. Hefir hann í þeirri vandastöðu, aflað sér slíks trausts, að ganga má út frá því sem gefnu, að hann nái endurkosningu, með feykilegu atkvæðamagni. Auk þeirra þriggja frambjóðenda í 2. kjör- deild, sem nú hafa nefndir verið, býður sig fram Islendingurinn, Mr. Victor B. Anderson, prentari. Hefir hann verið í kjöri áður, þótt eigi hafi kosniiigu náð. Er hann maður vel viti borinn, og að margra hvggju engu síður hæf- ur til opinberra afskifta af meðferð almenn- ingsmála hér í borg, en margir hinna, er setið hafa í bœjarráði um langt ára skeið, nema bet- ur sé. Lagt verður, undir úrskurð kjósenda í kosningum þeim, er nú fara í hönd, mál eitt, er miklu varðar framtíð borgarinnar. Er hér átt við aukalögin um virkjun Þrælafossanna. Það mun almenningi vafalaust enn í fersku minni, er bæjarráð Winnipegborgar, eða meiri hluti þess, lýsti vfir því, að það sæi sér ekki fært kostnaðarins vegna, að mæla með virkjun Sjö- svstra fossanna, fvrir borgarinnar hönd. Jafnframt því var það fekið fram, að svo fremi, að raforkukerfi borgarinnar, Winnipeg Hydro, ætti að geta fullnægt vaxandi kröfum um afnot orku, hæri til þess brýn írauðsyn, að Þrælafoss- ar yrðu tafarlaust teknir til virkjpnar, og byrj- að á að reisa þar nauðsvnlegar orkustöðvar. Með þetta fyrir augtim, lét bæjarstj. hinn lögfræði- lega ráðunaut sinn, í samráði við verkfræðinga sína, semja frumvarp það til aukalaga, er hér um ræðir, ásamt nákvæmri kostnaðaráætlun um virkjun fyrgreindra fossa. Telst sérfræðing- um svo til, að virkja megi við Þrælafossa, í við- bót við orku þá, sem raforknkerfið þegar hefir til afnota, að minsta kosti 90,000 hestöfl. Allur kostnaður í sambandi við hinar fyrir- huguðu orkustöðvar, er metinn á hálfa elleftu miljón dala. A þessu stigi málsins, er þó að- eins fram á það farið, að kjósendur veiti borg- arstjórninni, eða öllu heldur borginni, lánsheim- ild, að upphæð hálfa sjönndu miljón, svo unt verði að hef jast handa með fyrirtækið sem allra fyrst, og fá því lokið í tæka tíð. Sú hefir alla jafna verið reynslan hér í borg, að er aukalög, er haft hafa í för með sér aukin útgjöld, hafa verið lögð fyrir kjósendur, þá hefir þeim oftast verið um og ó, óttast hærri skatta, og þar framj eftir götunum. Ekki skal það lagt þeim til ámælis, heldur jafnvel hið gagnstæða. Þegar út í eitthvað mikið er iagt, er ekki gott að hrapað sé að neinu. En í þessu tilfelli, er engu því til að dreifa, er líklegt sé til að auka á útgjöld almennings. Saga raforknkerfis Winnipegborgar, er slík, að hvergi annarsstaðar á bygðu bóli getur aðra, er þar jafnst við. Hér er orka til iðn- reksturs og heimilisafnota, ódýrari, en í nokk- urri annari borg, og þó hefir kerfið meira en borið sig. Það er því ekki verið að tefla á tvær hættur, þótt Winnipeg Hydro, sem er óáðskilj- anlegnr hluti Winnipegborgar, ráðist í virkjun Þrælafossanna, því markaður mnn nægur verða fyrir orkuviðbótina, nær sem vera skal, og þá er heldur ekkert að óttast. Að öllu athuguðu, teljum vér það eigi að- eins æskilegt, heldur >og beinlínis lífsnauðsyn fyrir framtíð þessarar borgar, að frumvarpið um virkjun Þrælafossa, ásamt þar að lútandi lánsheimild, nái samþykki við kosningar hær, er nú fara í hönd, og treystum því jafnframt, að íslenzkir kjósendur líti sömu augum á málið. Æíintýramaður. Undanfarna nokkra mánuði, hefir danskur blaðamaður, ungur, Robert Uhrskog Petersen að nafni, verið á ferðalagi hér um land, með öðrum hætti, en venja er um aðra mentamenn. Hefir tilgangur hans verið sá, að kynnast landi og þjóð, eins rækilega og framast var kostur á, einkum og sérílagi þó verkamönnum og kjörum jieirra. Mun nú mega segja, að Mr. Petersen hafi ferðast frá strönd til sfrandar. Dvaldi lianp um hríð í Monteral, en hélt síðan vestur á bóginn og komst svo alla leið til Vancouver. Ekki fór Mr. Petersen þó hratt yfir, sem og skiljanlegt verður, er tekið er tillit til þess, að hann varð að vinna fyrir sér með eigin hand- afla. Stundaði hann hvarvetna sérhverja þá vinnu, er til féll, vann að vegabótum, kornslætti, þrckingn, húsabyggingum, námavinnu og fiski- veiðum. Á þessu einkennilega ferðalagi sínu, reit Mr. Peterson hverja greinina á fætur annari í dönsk blöð, og hafa þær allar vakið feikna athygli. Ber hann Canada yfirleitt hinn bezta vitnisburð, en finnur jafnframt sann- gjarnlega að því, sem að er. 1 samtali við blaðamann einn í Sléttufylkjunum, farast Mr. Peterson þannig orð: “Ekki dvlst mér það, að vel megi hér hafa sig áfram, fyrir þann, sem áhuga hefir og vilj- ugur er að gefa sig í hvað sem er. En misráðið tel eg það, að eggja hingað innflytjendur, sem með öllu eru peningalausir, og þá ekki hvað sízt undir veturinn. Að vorlaginu til, er nokkuð öðru máli að gegna, Jiví þá eru atvinnuskilyrð- in fleiri. Að smala innflytjendum til borg- anna, tel eg rangt, því þar er, sem stendur, nægur vinnukraftur fyrir, og þó nokkur hætta á atvinnuleysi að vetrinum til. En þegar um sveitir þessa lands er að ræða, er nokkuð öðru máli að gegna. Hér er enn um stór, óræktuð landflæmi að ræða, er bjóða ágæt skilyrði til góðrar afkomu. Að því er bezt verður séð, er Canada eitt hið ákjósanlegasta land, sem hugs- ast getur, til landbúnaðar, bæði k(#nyrkju og kvikfjárræktar. Þess vegna tel ég það engum minsta vafa bundið, að innflytjendur, hvort heldur þeir koma frá Norðurlöndum, eða annars staðar að, er eitthvað svolítið liafa handa á milli, geti átt hér glæsilega framtíð framund- an, fyrir sig og afkomendur sína.” Vel lætur Mr. Peterson af canadisku þjóð- inni yfirleitt, telur hana harðgerða, hugdjarfa og líklega til stórvirkja í framtíðinni. Friður í iðnmálum. Samkvæmt síðustu fregnum frá Lundúnum, hefir ]>ing hinna sameinuðu verkamannafélaga, brezku, sem lraldið var nýlega að Swansea, fall- ist á það með yfirgnæfandi atkvæðamagni, að á engu ríði 'brezku þjóðinni meira um þessar mundir, en friði og samvinnu á sviði iðnmál- anna. Var tillaga í þá átt, samþvkt með 3,075,000 atkvæðum, gegn 566,000. Var það einkum Mr. Arthur Henderson, er djarflega barðist fyrir framgangi tillögunnar, ásamt Mr. Clvnes. Áttu þeir báðir sæti í verka manna- ráðuneyti því, er Mr. Ram.say MacDonald veitti forystu. Mr. Henderson lét ])ess getið, að eins og sakir staiðu, væri engum annara um frið á sviði iðnmálanna, en verkamönnum sjálfnm. Að þeir æsktu eftir verkföllum, væri ekki rétt. Þeir gripu eigi til slíks óyndis úrræðis, fyr en öll önnur meðöl hefðu brugðist, og eigi væri annars úrkosta. Canada framtíðarlandið Peace River héraðið hefir á- valt verið skoðað sem einskon- ar æfintýraland. Útsýni er þar bteði margbreytt og tilkomu- mikið og veðráttufarið hið á- kjósanlegasta og bezta. Svæði þetta liggur í norðurhlutum Alberta fylkis og British Col- umbia fylkis. Það nær frá 54. breiddarstigi til þess 59. norð- ur á bóginn, en frá 112. lengd- arstigi til 125. í vestur. Bezti partur spildu þessarar liggur innan vébanda Alberta- fylkis. Er jarðvegurinn þar einkar frjósamur og vel fall- inn til akureyrkju, jafnt sem búpeningsræktar. British Col- umbia megin liggur spilda af þessu Peace River héraði, um háifa fjórðu miljón ekra að stærð. Eru þar allgóð tæki- færi til jarðyrkju, en yfirleitt er þó landið fjöUótt. Timhur- tekja er þar allgóð og mikið af námum. Veðráttufarið í Peace River héraðinu, er ótrúlega milt, þeg ar tekið er tillit til þess, hve norðarlega þaðl liggur. Sum- urin eru heit og sólbjört, en á vetrum hressandi svalt. AÍ1: kalt getur stundum orðið að vetrinum til, en þá fvglir oft- ast nær dúnalogn. Hinir mildu Chinook vindar eiga mikinn ])átt í því, hve veðráttufarið er gott. Snemma vorar í liéraði þessu, leysir þá snjó allan á fáum dögum. Sáning hefst venjulegast snemma í apríl, stundum jafn- vel í marz. 1 kringum Fort Vermillion byrjar sáning að jafnaði fyrstu dagana í maí. Rigninga kaflinn er mestur í júní og júlí. Meðal regnfall á ári, nemur frá tólf til þrettán ])umlungum. Að sumrinu til eru langir dagar, en skammar nætur. Þrjá mánuði af árinu má helzt svo að orði kveðta, að ljóst sé all- an sólarhriiiginn á enda. Næt- urnar eru því nær undantekn- ingarlaust svalar og hress- andi. Sumarfrost og hagl ger- ir sjaldan vart við sig á stöðv- um þessum. Hin -svölu kvöld, kvöld eru flýrmæt, eftir sól- heitan sumardag. — Kornsláttui* liefst alla jafna um miðjan ágústmánuð. Sept- ember er að ýmsu leyti allra skemtilegasti mánuður ársins. Veður hæfilega hlýtt, en.næt- urnar gerast svalar og reka á flótta flugur og annan ófögn- uð, er fylgir hita tímabilinu. Oftast má gera sér von vetrar fyrri partinn í nóvember, þótt iðulega haldist tiltölulega milt fram undir jól. Engum þarf að standa stuggg- ur af vetrarkuldanum. Hann lierðir fólkið og veitir því meiri lífsþrótt. Sæmilega búið fólk, finnur ekki mikið til kuldans, og víðast eru húsakynni það góð nú, að hann kemst ekki inn fyrir þröskuldinn. Jarðvegurinn á svæðum þess- um, er einkar vel fallinn til á- vaxta og heyræktar, enda er þar mikið um hvorttveggja. 1 dölum eða dalverpum, er mikið um hveitirækt. Svo má að orði kveða, að yfirleitt sé landið frjósamt. Nóg er þar um fljót og ár, er veita jarðveginum raka. Blómgróður er mikill í Peace River héraðinu. Enda má svo að segja í hvaða átt, sem litið er, sjá spildur stórar og smá- ar, þrungnar allskonar skraut- gróðri. Margt hefir þegar verið sagt og skrifað um kosti Peáce Riv= er héraðsins, þótt enn liafi því hvergi nærri verið lýst sem veras kyldi. Timburtekja liér- aðsins má íeljast því nær ó- tæmandi. Við Wapiti eru stórir timburflákar, sem engin mannshönd enn liefir snert, meðfram Nortli og South Pine ánum, 'Smoky, Whitemud og Notiklivini (Bathle) ánum, liggja hinar auðugustu skóg- lendur. Við Fort Vermilion eru þrjár sögunarmylnur og mikið flutt þaðan af timbri. Mikið er af óbygðum lönd- um á svæðum þessum, sem híða þess eins, að hönd sé lögð á plóginn. MÝKJANDI MEÐAL við HALS OG BRJÓSTKVILLUM Jól. Bernskuminningar. I. Nú er jólanótt. Eg ligg vak- andi í rekkju minni. Fólk alt L baðstofunni er sofnað. Við höfðabrík rekkju minnar stendur grænn kistill og ofan á honum rauður snældustóll með- hillu. Á hillunni brennur stórt kongakerti í bláum ljósastjaka rendum. — Auk þess brennur á olíulðmpum tveim í baðstofunni. Ofan á sæng minni liggur Mjall- hvít — æfintýrið. — Eg hefi tví- lesið hana alla síðan eg háttaði. —Dásamari sögu hefi eg aldrei lesið né heyrt. Mjallhvít var gef- in mér í jólagjöf. Auk hennar gáfust mér: ein spil og þrjú kerti. Eg strýk sængina slétta og legg mannspilin í raðir ofan á sæng- ina. — Hvílíkí skraut! — að nokkur maður skyldi geta tilbúið annað eins. — Kynlegt, að pabbf skyldi ekki vita, hvað maður sá hét. — Eg skygnist fram fyrir rekkju- stokkinn. En hvað gamla strengja klukkan gengur hratt og glaðlega. Á klukkuskífuna — yfir róm- versku tölunni tólf — er máluð mynd af bóndabæ og gðmlum hjónum.. Þau standa fyrir dyr- um úti. — Eg hefi aldrei séð þau jafn ung og ánægjuleg á svip — það er af því, að nú er jólanótt.; — Hvert, sem «g lít — alstaðar eru jól. Alt er fágað og hreint og yndislega fallegt — gólfið, hirslurnar, og kvistirnir í fjal- borðinu á skarsúðinni yfir mér. — Nú sé eg, að kvistirnir eru dá- litlir dvergar — alveg eins og dvergarnir 1 Mjallhvít minni. — Sumir virðast grúfa sig' niður og gráta — en það er ekki! — Þeir hnipra sig niður aumingjarnir litlu — og sofa. Aðrir brosa — þeir eru vel vakandi — en bráð- um syfjar þá líka.------ Úti er glóandi tunglskin. Álfabörnin renna á sleða í sindr- andi tunglskinsmóðu. Rjúkandí mjallgarðar rísa hátt undan meið-- unum. Fram af brún Hádegis- fjallsins geisa þau niður fannir með fram Líkárgljúfrum. Þau bera rauð skarlatsklæði og silfur- belti um sig og gullsylgjur á. — Þau halda hátt á lofti margmál- uðum Ijósastjaka úr rauðagulli og er logandi kongakerti á stjaka- álmu hverri og viðrar til fjalls- bláa kertaloga, því hratt er runn- ið, en ekki slokknar á kertunum. — Nú er jólanótt og þau mega leika sér, unz Ijómar af degi. — Á morgun fá þau að fara til kirkju fram í Skörð. Þangað fer huldu- fólkið alt úr Líkárgljúfrum. — — í nótt fæddist Jesús Kristur. — Á morgun fæ eg að fara til kirkju að Felli. — Eg signi mig og byrja að lesa bænir mínar: — Faðir vor — þú, sem ert á himnum-------- II. Nú er jóladagsmorgunn. — Eg var að vakna. Það fyrsta, sem eg þreifa eftir, er Mjallhvít og spil- in mín og hvorttveggja liggur fyr- ir ofan mig í rekkjunni. — Enn þá brennur á lömpunum tveim. — Á snældustólnum við rekkju- brík mína stendur kertastjakinn auður. 'Drifhvítir tólgarstraum- ar hvíslast niður um hann allan, og stór tólgarskjöldur hefir storknað á stéttinni. Kertið hefir brunnið út á með- an eg svaf. — Nú kemur mamma inn að rekkju minni. — Guð gefi þér góðan dag og gleðileg jól, segir hún og kyssir mig. — Nú sæki eg kaffið þitt. Hún hraðar sér fram baðstofu- gólfið.. t Eg aleinn í baðstofunni. Pabbi og piltarnir eru úti, að ljúka við morgunverkin. Á jólum, þegar fara átti til kirkju, var fénu gef- in hálf dagsgjöfin að morgnin- um — seinni hluti gjafar var gef- inn að kveldinu, þegar frá kirkju var komið. Stúlkurnar eru fram í eldhúsi, að sjóða jólagrautinn — hnaus- þykkan hrísgrjónagraut með rús- ínum í.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.