Lögberg - 22.11.1928, Blaðsíða 6
Bls. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NóVEMiBER 1928.
RAUÐKOLLUR
EFTIB
GENE STRATTON-PORTER.
um breytingum, eftir Jvví sem skapið var í það
og það sinnið. Rauðkollur var nú viss í því,
að sjá það á augnalitnum, hveruig á henni
iá.
Hún tók lieim með sér heilan hóp af þessum
ungum og gætti þeirra vel og hafði mikið gam-
an af þeim. Hún lærði sína náttúrusögu ekki
af bókum aðeins, heldur af náttúrunni sjálfri.
Hún hafði mest gaman af þessum ungum, en
Fuglamairin hugsaði mest 'af öllu um fuglana,
en þar næst um fiðrildin, og það var einmitt á
þessum tíma árs, sem meira var af stórum og
fallegum fiðrildum, heldur en nokkum tíma
endrarnær.
Á þessum tíma árs, var skógurinn örlátan,
heldur en nokkurn tíma endrarnær alt árið. og
allir fuglarnir, hvað margir sem þeir voru,
fengu meir en nóg að éta,- því skógurinn var
fullur af berjum og allskonar fræi og öllu, sem
fuglarnir þurftu til lífs viðurhalds, enda var
engu líkara en skógurinn væri allur iðandi af
lífi. Fuglarnir þurftu nú ekkert fyrir því að
hafa, að afla sér fæðu. Stóru fuglarnir svörtu,
þurftu nú ekki lengur að færa unganum sínum
fæðu. Hann hafði nóg af henni, en honum þótti
vænt um, þegar þau komu niður til hans og
neyttu hennar með honum. Hann var orðinn
stór og sterkur, og það svndist ekkert vanta á,
að hann gæti farið allra sinna ferða, annað en
það, að vængirnir voru enn ekki nógu stórir til
að lyfta honum. Hann fór út úr hreiðrinu og
gekk aftur og fram eftlr trénu og hoppaði og
stökk upp í loftið og lét ýmsum skrítnum lát-
um, og þau Engilráð og Rauðkollur höfðu hið
mesta gaman af að fela sig þar í kring og horfa
á hann. Stundum teygði hann úr sér og leit alt
í kringum sig, og j>að var eins og hann bókstaf-
lega brosti og væri svo framúr skarandi ánægð-
ur með1 sjálfan sig. Þetta var svo einstaklega
skrítin sjón, að þau Engilráð i\g Rauðkollur
hlógu dátt að honum og sögðu Fuglamærinni
nákvæmlega af háttum hans. Hún lét þau hafa
mvndavélina og sagði þeim, að ef það væri í
raun og veru satt, að hann brosti, þá skyldi sér
þykja sérstaklega vænt umr ef þau gætu náð
mynd af honum, þegar hann væri í svo góðu
skapi, og hijn sagði þeim nákvæmlega fyrir,
hvernig þau ættu að fara að þessu.
Þau settu vélina í stellingamar og biðu þol-
inmóð, en þau urðu að bíða lengi. Hann hafði
víst fengið sér miðdagsblund og þau biðu þarna
í meira en klukkutíma án þess að verða þess
vör, að hann hreyfði sig nokkuð.
Þau urðu mjög leið að bíða, og voru orðin
hrædd um, að hann kæmi aldrei út úr hreiðrinu
allan daginn, og Engilráð sagði, að þessi ungi
væri ljóta svefnpurkan. Loksins heyrðu þau
þó til hans, og eftir litla stund kom hann pt og
leit nú út fyrir að vera syfjaður og dauflegur.
En það fór fljótlega af honum, og hann sýndist
bráðlega komast í bezta skap, en mikla ^iolin-
mæði urðu þau Engilráð og Rauðkollur að sýna,
áður en þau loksins fengu færi á að ná mynd af ‘
unganum. En þeim fanst báðum, að myndin
hlyti að verða ágæt, því unginn hafði einmitt
verið í þeim stellingum, sem þau ætluðust til,
og hann hafði aldrei verið glaðlegri og skrítn-
ari, heldur en einmitt nú.
‘‘Hvenær heldurðu að við getum fengið að
sjá myndina?” sagði Rauðkollur.
Engilráð hafði haft allan hugann við það,
sem hún var að gera og ekki litið á Rauðkoll
fyr en nú. Hann var þarna á hnjánum og hall-
aði sér fram á tréð og svitinn rann í smá-
lækjum niður andlitið á honum, sem var afar-
útitekið og bitið af flugum. Hann hafði tekið
af sér hattinn og það var eins og vindurinn
væri að leika sér að rauða hárinu hans. Það
var auðséð á honum, að honum þótti mikið und-
ir því kqmið, að þeim hefði vel tekist.
“Heldurðu, að þetta hafi hepnast?” spurði
hann eftir nokkra stund.
Engilráð hélt það, og það var eins og fargi
væri af honum létt við að hevra það.
“Þetta er hreint það versta verk, sem eg
hefi nokkurn tíma gert á æfi minni,” sagði
hann. “Það er svo sem ekki undarlegt, þó að
Fuglamærin sé þreytuleg, þegar hún er búin
að stríða við að taka þessar myndir, og líti þá
út eins og hún hafi gengið í gegn um allar hætt-
ur og hörmungar, sem skógarnir eiga til f eigu
sinni. Og þetta leggur hún á sig dag eftir dag!
En ef þú heldur, að við höfum náð góðri mynd,
þá er ekkert um að tala, og vel þess virði að
leggja eitthvað á sig fyrir það.”
Þau tóku mvndavélina, og annað, sem þau
höfðu meðferðis og létu hvað eina á sinn stað,
svo Fuglamærin fvndi það alt í röð og reglu, og
báru það svo alt saman út að brautinni.
Nú gati Rauðkollur naumast ráðið við gleði
sína. Hann hoppaði og dansaði af gleði og
veifaði hattinum sínum. “Yið skulum segja
Fuglamærinni frá þessu,” sagði hann. “Við
náðum ágætri mvnd af unganum, það er eg al-
veg viss um.”
Þau leiddust í áttina, þar sem þau vissu af
Fuglamærinni og þau fóru alls ekki hljóðlega,
heldur sungu og trölluðu, eins og aðrir ungling-
ar, sem ekki gæta sín vegna gleðinnar, og þau
voru ekkert um það að hugsa, í svipinn, hverj-
ar afleiðingarnar kymnu að verða, þangað til
þau alt í einu sáu stóran blá-gráan fugl, með
langan háls og langa fætur fljúga upp og fara
sína leið.
Engilráð varð náföl í andliti og greip báðum
höndum í Rauðkoll, og b.onum fanst líka, að
eitthvert óttalegt slys hefði komið fyrir.
Að fæla burtu fuglinn, sem hún var að taka
mynd af, og það af tómu kæruleysi, það var
synd, sem Fuglamærin átti erfiðara með að
fyrirgefa heldur en nokkuð annað, sem henni
var gert á móti. Þau voru komin rétt til henn-
ar, og hún reis á fætur og rétti út báðar hend-
urmrr í áttina til þeirra, sólbrunnar og sárar,
og sagði: “Komíð þið belssuð og sæl, börnin
góð,” og það var ekki annað að heyra, en að
hún væri í bezta skapi.
Rauðkollur varð fyrri til máls :
“Þetta er alt mér að kenna. Mér fanst, að
við hefðum náð reglulega góðri mynd af ung-
anum og eg varð eins og drukkinn maður út
af þessu og gætti ekkert að, hvað eg var að gera
og hagaði mér eins og flón. Eg flýtti mér eins
og eg gat til að segja þér frá þessu og eg næst-
um því dró Engilráð með mér. ”
‘ ‘ Rauðkollur, ’’ hrópaði Engilráð. ‘ ‘ Ertu al-
veg genginn af göflunum? Auðvitað var þetta
alt mér að kenna, en ekki þér. Eg hefi verið
með henni hundrað sinnum og eg vissi fullvel,
að.það á eg framar öllu öðru að forðast, að fæla
fuglana, þegar hún er að taka myndir af þeim.
Eg var heimsk að gleyma þessu. Þetta er alt
mér að kenna, og nú fyrirgefur hún mér aldrei,
að eg hegðaði mér svona vitleysislega. ”
“Jú, auðvitað fyrirgefur hún þér,” sagð’
Rauðkollur, ‘'því þetta var ekki þér að kenna.
Þú sagðir mér, þegar þið komuð hér fyrst, að
þetta mætti maður með engu móti gera'og að
það gerði Fuglamærina svo.reiða, að hún gæti
barið mann, ef maður gerði það. Þetta var alt
minni heimsku að kenna, og eg skal aldrei fyr-
irgefa sjálfum mér þetta. ”
“Ef þig viljið, börnin góð, lofa mér að leggja
orð í belg, þá ætla eg að segja vkkur, að eg var
búin iað taka þrjár myndir af þessum fugli,
þegar hann flaug upp, svo hann mátti gjarnan
fara sína leið.”
Bæði Engilráð og Rauðkolli þótti vænna um
þetta, heldur en þau gátu látið í ljós.
“Það liggur ekki nærri,” sagði Fuglamær-
in, “ að eg sé reið við ykkur. Bg hefi aldrei
verið í betra skapi.’
Þáu hlógu öll dátt að þessu og voru hjartan-
lega glöð yfir því, hve vel hafði til tekist.
Svo komú þau öllu, sem þau höfðu meðferð-
is, fyrir í kerrunni, og þær Fuglamærin og Eng-
ilráð héldu heimleiðis. Þau voru öll orðin
þreytt, en þau voru glöð og ánægð. Rauðkoll-
ur var svo glaður í huga, að honum fanst lífið
aldrei hafa leikið við siig eins og í dag. Þegar
Fuglamærin var að fara af stað, stók hann um
tuamana, leit framan í hana og sagði:
“Heldurðu ekki, að við höfum náð góðri
mynd af unganum?” Hann sagði þetta þannig,
að á málrómi hans mátti vel heyra, að
honum fanst ríða ósköpin öll á því hvernig hún
svaraði, og henni hefði þótt dæmalaust vænt
um, að hún hefði getað fullvissað hann um, að
myndin hefði tekist ágætlega, en það gat hún
auðvitað ekki.
“Heyrðu, góði minn!’ sagði hún, “eg veit
ekki hvernig hún hefir tekist. Mér er ómögu-
legt að segja um það enn þá, en mér þykir lang-
líklegast, að hún hafi tekist ágætlega. En eg
get auðvitað ekki sagt það með vissu, fyr en eg
er búin að gera myndina, en og skal gera það
strax í kveld, og svo skal eg færa þér prufu í
fyrramálið. Eg þarf að vera hér á hverjum
degi þangað til McLean kemur með menn sína,
og það verður nú eftir fáeina daga, og þá verð-
ur enginn friður til að gera hér neitt meira.
McLean þarf þá líka sjálfsagt á þér að halda,
en mér finst eg ekki mega án þín vera við þetta
verk. ’ ’
Það var eitthvað, sem hún réði ekki vel við,
en sem hún sá þó aldrei eftir, sem kom henni til
að kyssa Rauðkoll á ennið og þakka honum inri-
lega fyrir hvað hann hefði verið sér vænn og
hjálpsamur við þetta verk, sem hún sjálf hafði
svo mikinn áhuga á. Rauðkollur gat ekki að
því gert, að horfa á eftir þeim, jafnvel löngu
eftir að þær voru komnar í hvarf.
XVI. KAPITLI.
Rauðkollur sá til þeirra, löngu áður en þær
komust alla leið út í skóginn. Engilráð stóð
uppi í kerrunni og veifaði) hattinum sínum.
Hann tók hjólhestinn sinn qig fór á móti þeim.
Fuglamærin stöðvaði hestinn og Engilráð rétti
honum blað. Rauðkollur reisti hjólhestinn upp
við tré og skoðaði blaðið með mestu nákvæmni.
Hann hafði aldrei séð mynd af “hænuungan-
um” sem hann kallaði, og hann starði lengi á
þessa mynd, og þegar hann loksins leit upp, þá
var gleðibros um alt andlitið.
“Blessaður litli unginn minn!” kallaði hann
upp yfir sig. “Fyrir þessa mynd vildi eg gefa
alla peningana, sem eg hefi á bankanum. ”
Þá mundi hann eftir oturskinninu og hatt-
inum, sem hann ætlaði að kaupa handa Mrs.
Duncan, svo hann bætti við, “eða að minsta
kosti alt nema það, sem eg þarf endilega til
annars. Yiljið þið annars ekki koma allra
snöggvast heim að húsinu, og lofa Mrs. Duncan
að sjá þessa mynd” sagði hann.
“ Fáðu mér vasabókina þína,” sagði Fugla-
mærin.
Hún tók líka við myndinni og braut ofur-
lítið upp á raðirnar, svo blaðið yrði mátulega
stórt fyrir bókina , og sagði svo Rauðkoll, að
þarna geymdist myndin vel og hann gæti átt
þessa mynd eins lengi eins og hann vildi. Svo
toru þau öll heim til Mrs. Duncan og svndu
henni myndina og sögðu henni, að þau Engilráð
og Rauðkollur hefðu tekið hana, þegar Fugla-
mærin var ekki viðstödd.
Engilráð og Rauðkollur hjálpuðu Fuglamær-
inm að koma sér fyrir þar sem hún ætlaði að
vera þann daginn. Svo sendi hún þau burtu og
beið þess, hve heppin hún yrði.
“Hvað eigum við nú að gera” sagði Engil-
ráð og var f jörug og áhugasöm, eins og hún var
vön.
“Viltu að við förum inn í rjóðrið?” sagði
Rauðkollur.
“Eg vil heldur ekki fara þangað, nema þú
viljir það endilega,” sagði Engilráð. “Hvernig
væri að við færum til Mrs. Duncan og hjálpuð-
um henni að búa til mátinn? Mig langar til að
leika við litla barnið. Mér þykir ósköp gaman
að hreinum og fallegum litlum börnum.”
Rauðkollur sá ekkert því til fyrirstöðu, og
þau fóru strax á stað. Þau flýttu sér ekkert og
voru alt af við og við að skoða ýmislegt, sem
þau sáu, og töala um það sem fyrir augun bar.
Engilráð sá fljótt alt, sem eitthvað var ein-
kennilegt, en Rauðkollur var þó enn fljótari,
því alt af síðan hann varð skógarvörður, hafði
hann haft stöðuga æfingu í því að gæta vand-
lega að öllu, sem fyrir augu bar. Nú komu þau
samtímrs auga á nokkuð, sem vakti eftrtekt
þeirra.
“Það lítur út fvrir, að hér hafi einliver ver-
ið að ná í flaggstöng,” sagði Engilráð og steig
á legginn, sem eftir var af afar grönnu tré, sem
sjáanlega hafði verið höggvið þá um sumarið.
“Hvemig stendur á því, að nokkur maður er
að höggva svona ósköp grant tré?”
“Eg veit ekki,” sagði Rauðkollur.
“En eg vil vita þetta,” sagði Engilráð.
“Enginn hefir farið hingað og höggvið þetta
litla tré bara að gamni sínu. Þeir hafa farið
burtu með það. Við skulum vita, hvort við get-
um ekki fundið það einhvers staðar hér í
kring?”
Hún fór að svipast eftir trénu og Rauðkoll-
ur líka.
“Hérna er það,” sagði hann. “Það stend-
ur upp við stóra tréð þarna.”
“Já, þarna er það,” sagði Engilrað. “Og
það hefir skemt börkinn á stóra trénu. Sjáðu
hvernig hann er orðinn upplitaður.”
Rauðkollur horfði fast á þetta.
“Engilráð!” kallaði hann upp yfir sig. “Eg
er viss um, að’ þetta tré er eitt af þeim, sem
mörkuð eru.”
“Auðvitað,” sagði Engilráð. “Enginn
hefði farið að höggva þetta tré og láta það
þarna, rétt að gamni sínu, það kemur ekki til
nokkurra mála. Eg er alveg viss um, að þetta
er eitt af trjánum, sem Jack hefir markað.
Hann hefir tekið börkinn af því þarna uppi og
höggvið svo dálítið inn í það, til að vera viss
og svo hefir hann lagt börkinn yfir sárið og
reist svo þetta litla tré upp, svo hann félli ekki
niður. Getur þú klifrað þarna upp og séð,
hvort þetta er ekki rétt?”
“Já, eg get það, ef eg tek af mér stígvélin,”
sagði Rauðkollur.
“Taktu þau þá af þér,” sagði Engilráð, “og
vertu nú fljótur. Mig langat svo fjarska mikið
til að vita, hvort þetta er ekki eitt af trjánum,
sem Jack hefir ætlað að ná í.”
Þau færðu litla tréð frá, og datt þá niður
all-stór flís af berkinum.
Rauðkollur klifraði upp tréð þangað sem
börkurinn var af því, en kom strax niður aftur
og var auðséð á honum, að honum var mikið
niðri fyrir.
“Börkurinn hefir verið skorinn af með hníf
og svo hefir auði bletturinn verið vel skafinn,
og svo töluvert stórt stykki tekið úr trénu. Þú
ættir bara að sjá það, það er eins og það sé alt
eintóm augu, eins ’þétt eins og fiðrið á fugl-
unum. ’ ’
Engilráð var einstaklega glöð yfir þessu.
“Dæmalaust þykir mér vænt um, að þú
skyldir finna það,” sagði hún.
“En það var ekki eg, sem fann það,” sagði
Rauðkollur. “Þú fanst það, en ekki eg. Eg
var hættur að hugsa um það„ en þú vildir ekki
gefast upp og þú snerir aftur til að leita að því,
og varst alt af að tala um það. Nei, það var á-
reiðanlega þú, en ekki eg, sem fanst það”.
“Þú verður að gæta þess, að hætta ekki að
vera sannorður, eins og þú hefir alt af verið,”
sagði Engilráð. “Þú veizt, að þú sást tréð
fyrst.”
“Já,” sagði Rauðkollur. “En það var ekki
fyr en þú komst mér til að fara að gæta að því.
Eg ætlaði ekki að gera það.”
Alt í einu heyrðu þau einhvern hávaða rétt
skamt í burtu.
“Það eru okkar menn,” sagði Rauðkollur;
“nú eru þeir komnir og eru að hreinsa til, þar
sem þeir ætla að setjast að. Við skulum fara.
og hjálpa þeim.”
“Væri ekki betra fvrir okkur, að marka tréð
aftur einhvem veginn, áður en við föram, ”
sagði Engilráð. “Það er hér rétt inni í þykk-
um skógnum og hér eru*svo mörg tré, sém öll
sýnast vera eins. Það væri óttalega kjánalegt,
ef við gætum ekki gætum fundið það aftur.”
“Rauðkollur tók litla tréð og ætlaði að reisa
'það upp eins og það var, en Engilráð varnaði
því.
“Náðu öxinni þinni,” sagði hún. “Eg býst
við, að þetta tré sé meira virði, heldur en nokk-
urt annað tré í öllum skóginum. Þú fanst það.
En nú ætla eg að hugsa mér, að þú sért minn
riddari, og nú átt þú að marka tréð með mínum
lit.”
Hún tók bláan silkiborða úr hárinu á sér,
lagði hann tvöfaldan og lagði hann upp við tréð.
Rauðkollur sneri sér frá henni, og honum hepn-
aðist að negla borðann á tréð án þess hún sæi
framan í hann, en ekki gat hann að því gert,
að hann var töluvert skjálfhentur. Engilráð
hafði kallað hann riddarann sinn! Hamingjan
góða, en hvað hann elskaði hana! Hún mátti
ekki sjá framan í hann, því þá mundi hún fljótt
sjá það, sem hann var að revna að hylja. Hann
langaði til að kyssa borðann, en hann þorði
ekki að gera það þá, en hann skyldi koma aftur
um kveldið og gera það, er enginn væri við-
Elzta Eimskipa-sambandCanada.
1840—1928
Cunard eimskipafélaglS býCur fyrirtaka fólks-
flutninga sambönd við Noreg, Danmörk,
Finnland og ísland bæði til og frá canadlsk-
um höfnum, (Quebec I sumarO.
Cunard eimskipafélagið hefir stofnsett ný-
lendu- og innflutningsmála skrifstofu í Win-
nipeg, og getur nú útvegað bændum skandi-
navískt vinnufólk, bæði konur og karla.
Skrifið á yðar eigin tungumáli til undirritaðs
félags, er veita mun allar upplýsingar 6-
keypis.
pað er sérstaklega heritugt fyrir félk, sem
heimsækja vill skandinavísku löndin, að ferð-
ast með Cunard skipunum.
SkrifiO til:
THE CUNARD LINE
2f0 MAIN STRteET,
WINNIPEG, MAN.
Eitt meðal hinna mörgu hlunninda, er Cun-
ard félagið býður, er það að veita gestum
tækifæri á að svipast um I London, heimsins
stærstu borg.
eða til
10,053 Jasper
Ave.
EDMONTON
eða
209 Eíght Ave.
CALGARY
eða
100 Pinder
Block
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD
Yard: HENRY AVE. EAST. ■ - WINNIPEG, VI H
Offlce: 6th Floor, Bank of Hamilton Chamben .
Sendið korn yðar
tii
uhitedgraingrowersI?
Bank of Hamilton Chambers Lougheed Building
WINNIPEG CALGARY
Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er.
staddur. Þgar þau voru komin skamt frá
trénu, liitu þau bæði við og sáu bláa borðann
blákta í morgungolunni ogþeim fanst hann vera
að senda þeim kveðju sína.
Nú gengu þau hratt og héldu vel áfram.
“Osköp þykir mér leiðinlegt, að nú verða
aumingja fuglarnir fældir héðan burt, en auð-
vitað er nú bráðum kominn tími fyrir þá að fara
burtu hvort sem er, svona flesta af þeim. Mér
þykir reglulega fyrir því, að sjá þennan tignar-
lega skóg eyðilagðan. En dæmalaust er samt
mikill munur á því, hvernig það er gert. Það
er alt af ánægjulegt, að sjá menn vinna nytsam-
leg verk, sjálfum sér og öðrum til gagns, og
gera það á fyllilega heiðarlegan hátt. Ekkert
•er ógeðslegra en það, sem menn þurfa að ganga
að með leynd, og sem ekki þolir dagsljósið,”
sagði Engilráð.
“Eg skal segja þér, Engilráð, að eg er nú
glaðari heldur en þú getur ímyndað þér,” sagði
Rauðkollur. “Enginn veit, hvað eg hefi orðið
að ganga í gegn um til að revnast húshónda
mínum trúr og halda þetta út þangað til nú.
Nú got eg skilað honum skóginum, eins og eg
tók við honum, nema hvað þeim Jaok og Wess-
ner hepnaðist að fella þetta eina tré, en sem
þeir komust þó ekki hurt með. Kannske Mr.
McLcan gleymi því, þegar eg get sagt honum
frá þessu dýrmæta tré, sem við fundnm í dag.
Heldurðu það ekki, Engilráð?”
“Hann getur ekki gleymt því,” sagði Engil-
ráð, “af þeirri einföldu ástæðu, að hann hefir
engu að gleyma. Hann hafði enga ástæðu til
að vera, og var víst aldrei neitt óánægður út af
því. Hann hefði ekki getað gert betur sjálfur,
heldur en þú gerðir. Það segir páhbi minn, að #
þú hafir gert eeins vel og nokkur maður gat
gert.”
Skamt frá skógarrjóðri Rauðkolls, þar sem
forsælan var mest, voru piltarair að hreinsa
stóran blett til að reisa þar tjald lianda þeim
til að sofa í. Sumir voru að byggja skála, þar
sem þeir átttu að borða, og annað skýli þar rétt
við, sem nota átti fyrir eldhús. Enn aðrir voru
að taka allskonar flutning úr vögnunum og all-
ir voru eitthvað að gera til að koma sér fyrir á
þessum nýju stöðvum í Limberlost.
Engilráð setist niður og tók af sér legghlíf-
arnar og þurkaði af sér svitann, og aldrei hafði
hún verið glaðari og ánægðari, heldur en ein-
mitt nú.
McLean hafði látið þá af mönnum sínum
fara, sem hann treysti miður vel, og hann var
sannfærður um að þeir, sem nú voru eftir, væru
aliir trúverðugir menn og var ekki hræddur
um, að neinn þeirra mundi reynast sér ótrúr.
Allir höfðu þeir heyrt um það mikla hug-
rekki og dugnað, sem Engilráð hafði sýnt, þeg-
ar hún kom og lét McLean vita, að Rauðkollur
væri í hættu staddur, og margir þeirra höfðu
verið með í förinni til að frelsa líf hans og
handsama þjófana, sem voru að stela trjánum,
Þeir, sem komið höfðu síðan, höfðu oft heyrt
söguna sagða af þessu hreystiverki hennar, og
kannske dálítið orðum aukna. Næstum allir
þeirra þektu Engilráð í sjón og höfðu fyr eða
síðar séð hana með Fuglamærinni. Allir, vissu
þeir skil á föður hennar, og vissu um stöðu
hans og auðlegð, og þeir vissu, hyað heimili
hans var afar-stórt og skrautlegt. Það var al-
kunnugt, að hún var öllum góð og vildi alla
gleðja og gjafmildi hennar takmarkaðist af
því einu, hve mikið eða lítið hún hafði til að
gefa.