Lögberg - 06.12.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.12.1928, Blaðsíða 1
iU) b cr i. 41. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 6. DESEMBER 1928 NÚMER 46 Canada. Uppskeruárið 1927-28 seldi Can- ada hveitisamlagið 215,489,563 mæla hveitis, og 18,319,009 mæla af öðrum korntegundum. Öli upp- hæðin, sem fyrir þetta fékst, var $323,847,282.41. — Langmest af hveitinu hefir komið frá Saskat- chewan, þar næst frá Alberta og minst frá Manitoba. Þessi mikla uppskera fer víða, eins og geta má nærri. Mikið af henni fer til meg- inlands Evrópu, Bretlands, Mexi- co, Suður-Afríku, Japan og Kína. Það ár, sem hér er um að ræða, höndlaði Hveitisamlagið 58.57 per cent af allri uppskerunni, en árið þar áður ekki nema 51.26 per cent. * * * Verkföll og verkbönn urðu 14 í Canada í október, að meðtöldnm sex, sem einnig voru í september. í þessum verkföllum og verkbönn- um hafa tekið þátt 2,623 manns og .yinnudagarnir, sem tapast hafa, eru 38,931. Flest hafa þessi verkföll verið í Ontario, en þar næst í British Columbia. Eitt í Alberta. * * * BrandonJbúar eru ekki alt af að skifta um borgarstjóra, eins og títt er í flestum öðrum borgum og bæjum, þar á meðal í Winnipeg, þar sem sami borgarstjóri er sjaldan lengur en tvö ár í einu. Við ibæjarstjórnarkosningarnar í Brandon, sem, fram fóru hinn 27. f. m., var Harry iCater endurkos- inn borgarstjóri, og er þetta í tólfta sinn, sem hann nær kosn- ingu. Gagnsækjandi hans í þetta sinn, heitir Fred Young, en hann fékk, þrátt fyrir harða sókn, ein- um sex hundruðum atkvæða færra en Cater. * * *• Mánuðurfnn síðasti hefir verið einn af allra mildustu og beztu nóvembermánuðum í Manitoba. Mestur hiti var 55 gr. fyrir ofan zeró, minstur 8 fyrir ofan, meðal- hiti 30.4 stig. í mánuðinum voru 92 sólksins klukkustundir, en þær eru taldar að vera að meðaltali 83.6 í nóvembermánuði hér um slóðir. Árið 1904 var sólríkasti •nóvembermánuður í Winnipeg, eða 118 sólskins klukkustundir, en 1915 var dimmast í lofti og sól- skins stundirnar ekki nema 43. — Mestur hiti í nóvembermánuði var 1923 og komst hann þá einu sinni upp í 64 stig. Mestur kuldi 1919 og komst frostið þá ofan í 19 stig. í þessum síðasta nóvembermán- uði rigndi mjög lítið, og að eins tvisvar sinnum, og snjóaði svo sem ekkert, og enn er, 1. des., al- veg auð jörð og fjöldi manna að leika golf eins og á sumardegi. Maður nokkur í Flint, Mich., Channie Tripp að nafni, hífir verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir brot á vínbannslögunum. Hefir hann verið fundinn sekur um samskonar brot fjórum sinn- um, en lögin kveða svo á, að f jórða brot varði lífstíðar fangelsi. * * * Af 9,294 föngum , í fangelsum þeim, sem stjórnin í Washington hefir yfir að ráða, eru 2,530 þar fyriri brot á vínbannslögunum. * * * Árið 1927 dóu 25,533 mannpskj- ur af bílslysum í Bandaríkjunum. Ilvaðanœfa. Frétt frá Rómaborg segir, að síðan 20. október síðastliðinn, hafi 110 karlar og konur verið dæmd til fangelsisvistar, fyrir einhvers- konar mótspyrnu gegn Mussolini og hans stjórnmálaflokk. Flest af þessu fólki er kært fyrir að hafa tekið einhvern þátt í kommúnista- hreyfingunni, en sumt þó að eins fyrir að vera andstætt Mussolini. Það er einhvers konar herréttur, sem dæmir í þessum málum og vörnin, sem hægt er að koma fyrir sig, er víst heldur lítilfjör- leg. Það er, eins og allir vita, ekkert nýtt, að fólk sé dæmt í út: legð og fangelsi fyrir sínar stjórn- málaskoðanir, en ávalt hefir það illa gefist, þegar til lengdar hefir lát:ð. ¥r * * Maður að nafni Friederich Fuchs, í Berlín á Þýzkalandi, gaf fyrir skömmu nokkuð af blóði sínu til þess að frelsa lífþrettán ára gamals drengs, sem læknarnir álitu, að ekki gæti lifað nema að hann fengi blóð úr öðrum manni. i Maður þessi hafði verið atvinnu- laus síðan í ágústmánuði og fékk einhvern ofurl'ítinn atvinnuleysis- styrk til að lifa af. Fyrir þessa blóðtöku fékk Fuchs innan við tíu dali og spítalinn lét hann borga fyrir fæði sitt meðan hann var þar, og styrkurinn var tekinn af honum vegna þess, að þarna hafði hann fengið eitthvað af pening- um meðan hann var atvinnulaus. Vesalings maðurinn hefir því tap- að þeim litlu tekjum, sem hann hafði og ekkert haft í aðra hönd annað en það, að hafa orðið til þess að frelsa líf drengsins. Bandaríkin. Fréttir frá Californíu segja, að þar liggi nú mikill fjöldi fólks í inflúenzu, sem hafi verið mjög að útbreiðast síðustu dagana, einkum í Los Angeles. Ekki mun veikin hafa reynst mjög mannskæð, enn sem komið er, en þó hefir hún orð- ið nokkrum að bana. * * * Hinn nýkjörni forseti, Herbert Hoover, hefir sínar'hugmyndir um það, hvernig bæta megi íir hinni miklu plágu, sem stundum geng- ur yfir Bandaríkin e£>s og önnur lönd, atvinnuleysinu. Hans hug- mynd er sú, að alríkisstjórnin fyrst og fremst og ríkisstjórnirn- ar og sömuleiðis sveitartjórnir og borgarstjórnir, setji sér það, að leggja fyrir peninga á góðu árun- um, þegar atvinna er nóg, og á sá sjóður að skifta biljónum. Með- an vel lætur í ári, vill hann að heldur lítið sé unnið af opinber- um verkum, þau látin dragast það sem hægt er. En svo.þegar hörðu árin koma, atvinnuleysið, mögru kýrnar, þá vill hann að tekið sé til óspiltra málanna, hvað opinber verk snertir og á þann hátt bætt úr atvinnuleysinu, meðan þess er mest þörf. Sagt er, að mörgum lítist vel á þetta ráð. Ný uppfynding. Mr. Paul Johnson, rafmagns- fræðingur, hefir fundið upp, og fengið einkaleyfi til að búa til, á- hald, sem til þess er ætlað að halda vélinni í bílnum hlýrri, svo hægt sé að koma henni í hreyfingu fyrirhafnarlítið, þó bíllinn standi lengi í köldu húsi. Þetta er járn- hylki, svo sem tveir þumlungar á breidd og 18 þuml. á lengd. Er það lagt með fram vélinni og svo tengt við rafmagnsþráð. Hitn- ar þá áhald þetta hæfilega og nægilega mikið til þess að vélin helzt nægilega, hlý og liðug, hvað kalt sem er. Áhöld, sem ætluð eru til hins sama, hafa áður verið þekt, og notuð, en það er sagt að þessi nýja uppfynding Mr. John- sons taki hinum eldri áhöldum mikið fram og sé bæði þægilegri og fullkomnari, en þó ódýrari en önnur áhöld, sem ætluð eru til hins sama, og kostar ekki nema $6.00. Þessi nýi “Auto Engine Heater” er til sýnis hjá Johnson Mfg. Co., að 651 Sargent Ave., Winnipeg, og væri hyggilegast fyrir þá, sem á því þurfa að halda, að skoða þetta nýja áhald. Fallegar jólagjafir. Á skrifstofu Stjörnunnar höf- um vér nú gott úrval af íslenzkum fræðibókum, sem mundu vera velkomnar jólagjafir á flestum ís- lenzkum heimilum bæði hér vest- an liafs, og austán. Heimilislaaknirinn og Heimilis- vörðurinn, bók samin af mörgum sérfræðingum, sem hvert einasta heimili getur grætt á að hafa í eigu sinni. Þessi bók, á fimta hundrað blaðsíður með mörgum íitmyndum og öðrum myndum, geymir uppfræðslu, sem getur sparað manni margan dollar og marga áhyggju. Bókin kostar í fögru og sterku bandi að eins $5. Deilan Mikla, sem er viðurkend fyrir að vera hin fullkomnasta siðbótasaga, er nokkurn tíma hef- ir komið út á íslenzku, kostar í bandi með leður á kjöl og horn- um $4.5o Og í skrautbandi $3.50. Prófsteinn Aldanna er saga hins mikla minnisvarða, sem Drottinn sjálfur reisti í Eden. í kápu 30c. Tákn Tímanna, sem ekki ein- ungis sýnir oss útlit mannfélags- ins á yfirstandandi tíma, heldur sýnir hún oss greinilega hvert stefnir. í fögru léreftsbandi $1.00; í kápu 50c. Sérstakt tilboð: Tákn Tímanna, Vegurinn til Krists og Prófsteinn Aldanna, allar í kápu fyrir dollar. Er það svo að segja gefins Fyrir sanngjarnt verð geta menn nú fengið alla tíu árganga Stjörn- unnar. Munið eftir, að Stjarnan er æfinlega kærkomin jólagjöf. Kostar nú $1.50. Hver nýr kaup- andi fær einhvern liðinn árgang í kaupbætir. Vér sendum þessar bækur hvert sem er í heimi fyrir ofannefnt verð. Sendið inn pöntun í dag. Skýr utanáskrift og andvirði verða að fylgja pöntuninni. Virðingarfylts, Davíð Guðbrandsson. 306 Sherbrooke St., Winnipeg. Veiðimenn villast í eyðimörk. 'Svo bar við, snemma í október, að þrír menn fóru í bifreið frá Cairo í Egyptalandi og ætluðu til veiða út í eyðimörkina. — Þeir höfðu vistir til eins dags, en þeg- ar þeir komu ekki heim að kveldi, var hafin leit að þeim, bæði í bifreiðum og flugvélum, og gekk svo í sex daga, að þeir fundust ekki. Á sjöunda, degi var brezk flugvél að leita þeirra og flaug mjög lágt yfir eyðimörkinni, þeg- ar flugmennirnir komu auga á mann, sem var að veifa til þeirra. Hann var á skyrtunni, og hafði bundið vasaklút um byssu sína, er hann veifaði í ákafa. Þegah flugmennirnir lentu, sáu þeir að maðurinn var orðinn vitstola. — Eftir litla leit fundu þeir félaga hans. Voru þeir í hielli skamt frá og voru báðir naktir og börðust með byssunum. Flugmönnunum tókst að sefa þá með lyfjum og fluttu þá til mannabygða, en svo voru þeir að fram komnir að þeir gátu enga grein gert fyrir því, sem fyrir þá hefði borið, og bif- reið þeirra sást hvergi. KONUNGUR LIGGUR ENN VEIKUR. Hann hefir legið þungt haldinn, síðan blað vort kom út síðast, og eftir síðustu frétum að dæma, á miðvikudagsmorgun, er hann enn ekki í neinum afturbata. Er auð- skilið að læknarnir telja sjúkleika hans hættulegan. Prinsinn hef- ir verið kallaður heim frá Afríku, en þótt hann hraði ferð sinni sem mest má vera, kemst hann ekki til London, fyr en í fyrsta lagi hinn 13. þ.m. Konur í kolanámum. Austur á Indlandi tíðkast enn, að konur vinni í kolanámum, en nú er unnið að því, að leysa þær frá því striti. Tillaga hefir komið fram um að láta þær smátt og smátt hætta námavinnu næstu sjö ár, þangað til engin er eftir. Eig- endur hinna minni náma eru þessu mjög andvígir, en hinir sætta sig við það. Talið er, að nú vinni nær þrjátíu og fjórar þúsundir kvenna í námunum, og þó að sum- ir telji, að þær vinni að pins létta vinnu, þá telja aðrir, að hún sé erfið og óholl.—Vísir. sókn. — Mjög myndarlegar veit- ingar voru fram bornar. Og má hér sem annars staðar þakka blessuðum kohunum mest og bezt fyrir þær, bæði með kossi og handabandi. — Unga fólkið, sem tiltölulega var margt viðstatt á þessu gleðimóti, skemi ágætlega með söng og organslætti. En ■gömlu kórsöngsbarkarnir okkar gátu því miður ekki verið þarna viðstaddir, voru flestir íarnir út í fiskiveiði. — Þetta samsæti stoð til miðnætur og þótti stundin stutt, en skemtileg.— Til skýring- ar get eg þess, að brúðguminn er sonur Jóns Einarssonar bónda hér í Winnipagosis, ættaður úr Þistil- firði, og konu hans Sigríðar Jóns- dóttur frá Hábæ í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu. En brúðurin er dóttir Þorvaldar Kristjánssonar bónda að Bay End við Manitoba- vatn, ættuð úr Vopnafirði í Norð- urmúlasýslu. Ungu hjónin eru mjög myndar- legar persónur og líkleg til að njóta vinsælda samtíðar sinnar. — Alúðlegar lukkuóskir frá okkur, nágrönnum þeirra, fylgja þeim út á nýbyrjaða hjónabandsbraut. F. H. Nýtízku húsagerð. Austan frá Japan hafa borist fregnir um það, að þar sé verið að byrja smíði húss nokkurs, sem ekki muni eiga sinn líka í heimin- um. Það hreykir sér ekki hátt, því að það er að eins ein hæð yfir jörðu, en í því verða 35 kjallarar, hver niður af öðrum. Árið 1923 urðu landskjálftar miklir í Japan og hrundi þá með- al annars miðbærinn í höfuðborg landsins, Tokio. iSíðan hafa japanskir byggingameistarar unn- ið ötullega að því að finna leiðir til að smíða hús, sem standast mikla landskjálfta. En þeir eru tíðir í Japan. f landskjálftunum 1923 veittu menn því athygli, að nær öll göng fyrir neðanjarðar- járnbrautir og annað voru ó- sködduð. Leiddi það til þess, að bygð voru mörg “jarðhýsi” til til- rauna, 4—5 hæðir undir yfirborði jarðar. Fyiúr skömmu komu svo all-snarpir landskjálftar í ná- munda við Tokio, og skektust öll hús, þar sem þeir fóru um, nema eitt af tilraunahúsunum, sem þar var. Þetta dró til þess, að eitt helzta byggingarfélag í Japan ákvað að byggja neðanjarðar í miðri Tokio- borg stórhýsi fyrir skrifstofur. Voru uppdrættir boðnir út, og varð það niðurstaðan, að byggja hús það, sem um getur í upphafi greinarinnar. Verður húsið bygt úr steinsfeypu á stálgrind. Gegn- um mitt húsið, upp úr og niður úr. verða heljar mikil göng, eða gjá, 25 metrar að þvermáli. Út að þessum göngum (vita öll herbergi hússins, og þaðan á þeim að ber- ast loft og birta. Stórkostlfegar loftdælur hjálpa til við loftræst- inguna, og speglar eiga að kasta dagsljósinu niður í “undirdjúpin” og inn í herbergin. Auk þess verð- ur sérstakur rafljósa útbúnaður. sem á að gefa birtu mjög svipaða dagsbirtu. Ekki er því að leyna, að ýmsirj Frú Torstína Jackson heimsótti hafa sitthvað út á þessa byggingu okkur hér í Leslie, á fyrirlestra- Kosningarnar í Bifröst. Úrslit kosninga þeirra, sem fram fóru í Bifröst-sveit síðastliðinn föstudag, urðu þau, að kosinn var til oddvita Mr. Sveinn Thorvalds- son kaupmaður í Riverton, með 75 atkvæða meiri hluta, umfram gagnsækjanda sinn, Mr. Björn I. Sigvaldason, er gegnt hefir odd- vita sýslan þar í sveitinni, síðast- liðiii tvö ár. Til sveitarráðs full- trúa fyrir 1. kjördeild, var kosinn Mr. Valdi Sigvaldason, að Geysir. Frú Þórstína Jackson í Leslie. að setja. Einkum óttast margir læknar, að heilsu manna geti stafað hætta af að vinna niðri í jörðinni, en þeir, sem að bygging- unni standa, fullyrða hitt, að ekki geti verið hollara, að hýrast í bakherbergjum ým- issa stórhýsa í Evrópu og Ame- ríku, s^m hafa að eins einn lítinn glugga út að þröngum húsagarði. Utan Japans er fylgst af áhuga með þessari merkilegu nýjung, einkum í Bandaríkjunum. Getur betta skift miklu, þar sem hætt er við landskjálfum og fellibylj- um. — Vísir Gifting Messur 9. .des.: Mozart kl. 11 f.h., Wynyard kl. 3 e. h., Kanada- har (á ensku) kl. 7.30. — Allir boðnir og velkomnir. Vinsamleg- asf C. J. O. arsamsceti í Winnipegosis, Man., 17. nóv. 1928. í tilefni af því, að einn íslenzki pilturinn hér í Winnipegosis, Ein- ar Malvin Einarsson, hafði rent sér á bifreið til Dauphin með unn- ustu sína, Sigurborgu Þorvalds- dóttur Kristjánsson þ. 9. þessa mánaðar, og gift sig þar, höfðu nokkrir nágrannar þeirra komið sér saman um það, svona samt í hálfgerðu pukri, að heimsækja þau að kveldi þess 17.. Um þrjátíu manns, flest íslendingar, hófu þessa kveldgöngu að heimili þeirra og gengu þar inn, án þess að kveðja dyra eða guða á glugga Oddviti þessa fótgönguliðs, Finn- bogi Hjálmarsson, lýsti yfir því. við húsráðendur, að hann og þeir, sem komnir voru, leituðu 'þess vinsamlegast, að þeim væru léð húsnæði og húsáhöld um stundar- sakir, því .hann og fylgdarlið sitt hefði ákvarðað að sitja með brúð- hjónunum og foreldrum brúðgum- ans þessa kveldstund í von um að allir, sem viðstaddir voru, gætu bróður og systurlega notið yls og ánægju af samfundunum og dvölinni. Að svo mæltu var sungið hið margþekta erindi “Hvað er svo glatt.” Næst var ungu hjónunum afhent dálítil gjöf frá aðkomendum, sem var borðbún- aður, og þökkuðu þau ínniiega fyrir gjöfina og vinaþelið, sem þeim væri sýnt með þessari heim- nmigar i. Heill er oss vís, ef í brjóstinu berum brennandi löngun og framsóknar þrá, að hátt settu marki, og ákveðnir erum og ötulir, glöggir að hyggja og sjá. En tíðum þarf meira en vaskleik og vitlja, og vitsmuni einstaklings, markinu að ná, því vályndar öldur og ibrotsjóir bylja á bátnum og hrekja’ ’ann, ef orkan er smá. Því er oss nauðsyn vor takmörk oð treysta og tengja í einingu lífsbotin smá, og glæða svo dáðir og drengskapar neista, þær dýrustu perlur, sem mannssálin á. Vitið það, drengir, að voröild mun rísa, er vitorku sambandið rutt hefir braut. Þá dýrðaröfl mannsandans leiðirnar lýsa til laðandi samstarfs, og hnekkjandi þraut. \ II. ferð sinni, í umboði Cunard línu- félagsins og sjálfboðanefndarinn- ar, á föstudaginn þ. 30„nóv. Allmargt manna sótti samkom- una, sumir nokkuð að, og þóttist vel hafa vegið að sjá ágætar mynd ir íslenzkar og öðruvísi, og heyra þær vel útskýrðar, og ferðast í anda um kunn og ókunn lönd og sjá þar undrasýnir af ýmsum teg- undum, alt frítt. Þá þótti mönnum mikið til koma að sjá Cunard skipin, sem eru fríð og vegleg, og íslendingum er það eðlilegt, að hafa sérstaka ánægju af að sjá skip, því meira sem eru tignarlegri, og þau sem hér um ræðir, eru það með afbrigðum.. Allar myndirnar voru sérlega skýrar. “Nú veit eg hvernig þil- far er,” sagði lítil stúlka, sem horfði á. “Eg vissi það ekki áð- ur, þó eg hafi lesið mikið um skip,” sagði hún. Frú Thorstína flytur mál sitt vel og skipulega og án hnjóðs í nokkurs garð. Hún er gáfuð, skemtileg, mekkvís og praktisk og dugleg með afbrigðum. OBókleg þekking hennar, ferða- lög og ærukærni, eru ómetanlegir ir kostir fyrir starfann, sem hún hef-ir nú á hendi. Hvar sem hún kemur, mun hún verða Islending- um til sóma. Eg skal játa, eð eg er sjálf ekki mikið gefin fyrir að rekast í því, hvert fólk fer, né hvaðan það er, en úr því slíkir hlutir gerast nauð- synlegir, er eg sannfærð um, að erfitt mundi að fá mann eður konu til þessa umboðsstarfa, er jafnist á við frú Thorstínu að öllu samanlögðu. Við konurnar, sem orð liggur á að séum svo oft í minni hluta, ætt- um ekki að láta þessa systur okk- ar fara um garð án þess að veita henni eftirtekt, því hún er að sanna okkur í vil atriði, sem,,oft er deilt um, það, að konum fallist hendur, ef sterfa skuli utan heim- ilisveggja. Frú Thorstína sann- ar með lífsstarfi sínu, að svo er ekki, séu skilyrðin réttmæt; rýrir slíkt ekki nauðsyn heimilisins, né ágæti þeirrar, er inni vinnur. Það er vel til fallið, að kona, í höfga eg greiðar skil dagrúna drauma. Draumgyðju blíðheim í anda eg leit og sá þar í hyllingum 'hafmóðu strauma háborgir rísa við blómgaðan reit. 'Haglegir bæir úr rústunum rísa, reifaðir myndum frá listrænni hönd, og málmrúnum skreyttir frá miðöldum vísa mótuðum, tengdum við sagnanna lönd. Vellir o-g engi í víðfeðma teigum vin'hlý og angandi brosa oss mót. Þar lyppast í glitofnum svigboða sveigum svásúðug elfur með frjóanga bót. Svanfagrar meyjar um grundirnar ganga, glaðar og kvikar, sem blæsnortið ljós, brosandi, frjálsar, með blómstrandi vanga. Baðast í vorsólar geislunum rós. Þar ráðsnjallir, vitrir og dáðríkir drengir djúpan í útsjónar veldisins brunn kafa, svo ráðgátur raumelfan tengir með rökvísi, skýrðri við Kvásis unn. Voraldar útverðir öflunum stjórna. Alhygð er vakin, svo húmboði’ ei lýr. Á bálköstum mannvits, þeir boðunum fórna. Bjargsvipir léttast við dagmálin skýr. Starfandi er höndin og stórhuga öndin, stillirinn þaninn að almættis þrá. Véla.rnar strita um staðbundin löndin, stórvirkar, æðandi reyninum hjá. III. I Dapr^st mér sýn. Úr dróma nú leysum dagroðans blysvoga, lífsvona mál. Vakandi störfum og vorhallir reisum með víðtengdri orku og þroskaðri sál. Davíð Bjömsson. sem hefir barist fyrir tilveru sinni og þroska, með svo mikilli elju, sem frú Thorstína, standi og starfi sjálfstæðis megin í málinu, sem um ræðir, enda andar hrein- um og„hressandi anda frá máli hennar öllu. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. að í samkvæmi þessu skorti hvorki gleði né góðan fagnað. Þau Mr. og Mrs. Ottenson, þökkuðu hvort í sínu lagi heim- sóknina, og velvild þá, er hún bæri vott um. Mannfagnaður. Síðastliðið laugardagskveld, gerðu nokkrir vinir þeirra hjóna, Mr. og Mrs. N. Ottenson, þeim ó- vænta heimsókn, í tilefni af því, að þau voru þá nýflutt í hið veg- lega hús sitt, er þau hafa látið reisa, að 151 Kingston Row, St. Vital, gagnvart River Park. Eitt- hvað milli þrjátíu og fjörutíu manns tók þáft í samkvæminu, er var í alla staði hið ánægjulegasta. Mr. Sigfús Anderson hafði orð fyrir gestum, og skýrði tilgang heimsóknarinnar. Bað hann því næst hljóðs Mr. W. J. Lindal, lög- manni, er mintist þeirra hjóna með skemtilegri tölu, um leið og hann afhenti Mr. Ottenson skraut-1 búinn lindarpenna til minja um heimsóknina. En að því búnu af- henti Mrs. Peter Anderson, Mrs. Ottenson fagran blómvönd. Auk þeirra, sem nú hafa nefndir ver- ið, ávarpaði ritstjóri þessa blaðs, heiðursgesti kveldsins, ásamt Mr. H. Hillman, er þakkaði þeim Ott- ensons hjónum langa og gþða við- kynning. Magnús skáld Markússon flutti heiðursgestunum lipurt kvæði, er síðar mun birt verða hér í blað- inu. Þess skal getið, að á milli ræðanna, skemti fólk sér við söng íslenzkra, uppáhaldslaga. Rausn- arlegar veitingar voru um hönd hafðar, sem venja er til meðal Is- lendinga, og mátti yfirleitt segja, Dr bœnum. Minningarhátíð um Capt. Roald Amundsen, hinn fræga heim- skautafara, verður haldin í Grace kirkjunni, föstudagskveldið þ. 14. þ.m. kl. 8. Aðgangur ókeypis. Athöfn þessi hefst með fáum inngangsorðum, er ræðismaður Norðmanna hér í borginni, Mr. Kummen, flytur. Verður Iþá leik- ið “O, Canada!” og “Ja vi elsker dette Landet”, og sunginn sálm- urinn “Hærra, minn guð, til þínn.” Þá les biskup Acre biblíukafla, en séra Björn B. Jónsson, D.D., flyt- ur bæn. Næst sýngur Mr. Ford einsöng, en Dr. McKay flytur stutta tölu. Að henni lokinni, verður sunginn sálmurinn, “Sjá þann hinn mikla flokk,” undir lagi Griegs. Næst syngur einsöng Mrs. Brynjolfson, og syngur svo karla- kór sálminn “Abide with me.” Vonast er eftir miklu fjölmenni við þessa hátíðlegu minningar- athöfn. Rose leikhúsið. Kvikmyndin, sem Rose leikhús- ið hefir að sýna seinni part þesa- arar viku, er bæði falleg og skemtileg og vekur mikla gleði hjá öllum, sem sjá hana. Ágætir leik- arar, svo sem Robert Armtrong, Dorothy Dwan, Johnny M. Brown og Dorothy Appleby. Einnig síð- asti þátturinn af “The Masked Menace.” — Fyrstu þrjá daga af næstu viku sýnir leikhúsið kvik- myndina ‘The Chinese Bungalow’, þar sem Matheson Lang leikur að- al hlutverkið. Þar er margt að sjá, einkennilegt og dularfult.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.