Lögberg - 06.12.1928, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.12.1928, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMIBER 1928 GefiÖ út hvern Fimtudag af TKe Col- umbia Pre$s Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Taldimart N-6327 o£ N-0328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift til blaðsin*: THE COLUMBIH PRE8S, Ltd., Box 3171, #lwilpeg. IMn* Utanáekrift ritatjórana: EDiTOR LOCBERC, Box 3171 Winnipeg, Man. Ver8 $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press. Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Iskyggileg afstaða. Öldurótið á stjórnmálahafi frönsku þjóðar- innar, virðist vera a.ð færast í aukana með hverjum deginum sem líður. Andspyrnan gegn ráðuneyti því, er Poincaré veitir forvstu, magn- ast jafnt og þétt, og það svo mjög, að lítt er nú amiað sjáanlegt, en íið til stjórnarskifta geti komið þá og þegar. Hvað þá muni taka við, er að sjálfsögðu enn á huldu, því svo eru and- stöðu flokkarnir á þingi ósamstæðir^og sjálf um sér sundurþvkkir, að næsta vafasamt mun mega tel.ia, hvort þeim jÉneti liepnast aÖ mvnda stjórn, í því falli, að núverandi ráðunevti yrði tii þess nevtt, að leggja niður völd. Yrði þá vafalaust ekki annað fvrir hendi, en þingrof og nýjar kosningar, hvernig svo sem málunum þá kvnni að :skipast til. Ófærur þær, sem núverandi stjórn Frakka, ér komin í, stafar öllu öðru fremur, af afstöðu hennar til hervarnanna, og hinum fevkilegu útgjöldum í því sambandi. Þykir mörgum, og það ekki að ástæðulausu, sem her- varnabrask stjórnarinnar séí ósamrýmanlegt með öllu við anda og tilgang Þjóðbandalagsins, og þá ekki síður megin-ákvæði Kellogg sátt- málans. er tekið sé tillit til þess, hve örskamt sé fráliðið undirskrift Kellogg-sáttmálans, og með þeim atburði hafi einmitt Poincaré og ráðuneyti hans, talið liafa verið stigið eitt ailra þýðing- armesta sporið í áttina til varanlegs friðar. -—‘Ósamræmið er svo augljóst, að ekki verður um vilst. Um þessar mundir er það deginum ljósara, að þjóðin franska, hefir til taks lang styrkastan herafla Norðurálfuþjóðanna allra. Á ári því, sem nú er að líða, eru áætluð út- gjöld til hins franska hers, drjúgnm hærri en nokkru sinni hefir áður verið, frá því er heimsstyrjöldinni miklu lauk, og 750,000,000 franka hærri en í fyrra.. Þetta hefir hermála- ráðgjafinn vitanlega orðið að viðurkenna, hvort sem honum líkar hetur eða ver. Alls nema á- ætluð útgjöld Frakka til hervarnanna um þetta leyti, 7,323,135,420 frönkum. 1 þessari gífur- legu upphæð, er þó ekki falinn einn einasti franki af þeim 800 miljónum, sem áætlað er að varið skuli til sérstakra varnarvirkja, næstu átta árin. . Hvort gjaldþol frönsku þjóðarinnar sé slíkt, að hún fái risið nndir þeirri ægilegu útgjalda- byrði til hermálanna, sem nú hefir nefnd verið, skal ósagt látið. Enda er það í raun og veru ekki aðalatriðið. Hitt er alvarlegra íhugnnar- efni, hvort núverandi stjórn Frakka, sé ekki í raun og veni að brjóta í bág við helga sátt- mála, er hún sjálf var viljugur 'aðilji að, svo sem Kellogg sáttmálann, með þessu ískyggilega hervarnabraski sínu? Framtíð landbúnaðarins. Einn þeirra mörgu atgerfismanna í landi hér, er um þessar mundir voga sér að hugsa hátt og drevma djarft, í sambandi við framtíð landbúnaðarins, er Mr. H. H. Dean, prófessor við búnaðarháskóla Ontario fylkis. Plutti hann fyrir skömmu ræðu1 í Toronto, á þingi hinna sameinuðu, canadisku smjörgerðarfé- laga, er vakið hefir feikna athvgli um land alt. Og þótt ýmsum hafi fundist sem svo, að ræðan minni helzti mikið á skýjaborgir, þá verður því samt eigi neitað, að Mr. Dean verðskuldar djúpa þökk fyrir það, hve bjartsýnn hann er á framtíðina, því ávalt er nóg af þeim náttuglum, er tala vilja vír almenningi kjarkinn. Maður sá, úr hópi stjómarandstæðinga á þingi, er einna stórhöggastur þykir um þessar mundir, er Montigni, leiðtogi vinstri manna. Telur Iiann afstöðu stjórnarinnar til hermál- anna slíka, að Norðurálfu friðnum geti stafað stórhætta af. Það liggi í augum uppi, að friðarhjal stjórnarinnar, sé ekki annað en háskalegasta hlekking, meðan hún liafi það fvrst og seinast á stefrtuskrá sinni, að auka her og flata^ Slíkt leiði ávalt til ófriðar, fyr eða síðar, og verði þá seinni villan argari hinni fvrri. Telur hann auk þess fjárhag þjóðarinn- ar ])a.nnig farið, að það gangi glæpi næst, að auka á útgjöld til hervarna, og láta ]>ar af leið- andi hin nauðsvnlegustu umbótamál, sitja á hakanum. Fjármálaráðgjafinn, Paul Painleve, heldur því á hinn bóginn fram, að öryggi þjóðarinnar gagnvart hugsanlegum yfirgangi annara þjóða, verði að ganga á undan öllu öðru, því enn sé engan veginn loku fyrir það skotið, að Þjóð- verjar kunni að hyggja á hefndir, auk þess sem sterkari herafli hljóti að skoðast óumflýjanleg- ur, nýlendum Frakka til verndunar. Hvað her- mála ráðgjafanum kann að verða ágengt í því, að hamra hyllivonir sínar um vopnaða friðinn inn í franska kjósendur, skal látið ó-sagt. En um hitt verður ekki deilt, að í þinginu stendur hann höllum fæti, hvað auknum herbúnaði við- víkur, og er það vel. Yið umræður þær, sem þegar hafa fram far- ið í sambandi við fjárlaga frumvarp stjórnar- innar, og þá éinkum og sérílagi þau ákvæði þess, er að hermálunum lúta, hefir það komið ómót- mælanlega skýrt í ljós, að fjárhagur þjóðarinn- ar má ekki við því undir nokkrum kringumstíeð- um, að aukið sé á útgjöldin til hers og flota frá því, sem nú er, og jafnvel ekki heldur að núver- andi áætlun um útgjöld, sé látin haldast óbreytt. Stjórnin getur því tæpast átt annars úrkosta, en að slaka að einhverju leyti til, því að öðrum kosti á hún það á hættunni, að falla þá og þegar. Eins og nú standa sakir, getur Montigni, á- samt þingliði því, er honnm fylgir að málum, sett stjórninni í flestum tilfellum stólinn fvrir dyrnar, að því er framgang hinna ýmsu ákvæða fjárlagtafrumvarpsins láhrtErir. Hann hefir lýst yfir því hvað ofan í annað, vafalaust með réttu, að afstaða stjórnarinnar til hervarnanna, sé í raun og veru skýlaust brot á tilgangi Þjóð- bandalagsins og anda í^ellogg - sáttmálans. Hann hefir enn fremur sýnt fram á það með óyggjandi rökum, að auknar hervarnir á Frakk- landi, geti auðveldlega til þess leitt, að ýmsar aðrar Norðurálfnþjóðir, grípi til hins * sama óyndis úrræðis, og að þá vofi yfir mannkyninu sama hættan, er hleypti öllu í bál og brand. árið 1914. Hann hefir fullyrt það í þingræðum hvað ofan í annað, að franska þjóðin geti auð- \ eldlega att það á hættunni, að fvrirgera láns- trausti sínu ut a við, svo fremi, að eigi verði lækkuð útgjöld til hers og flota, í stað þess að auka þau, með því að auknar hervarnir fái að- eins kveikt nýja tortrj-gni meðal þjóða þeirra, er einhver mök hafi við Frakkland. Einna hörðusfum orðum, fer Montigni þó um hið nýja herskvldufrumvarp stjórnarinnar, er fram á ]>að fer, að sérhver fransknr karlmaður, er náð hefir átján ára aldri, skuli skyldur til eins árs herþjónustu. Telur hann slíka ráðstöfun beint brot á almennu velsæmi, ekki hvað sízt, Mr. Dean fer ekki dult með þær- skoðanir sínar, að breytingar þær, er í náinni framtíð hljóti að eiga sér stað á sviði landbúnnðarins, verði vafalaust margfalt róttækari, en almenn- ingur yfirleitt geri sér í hugarlund. Telur hann þess eigi langt að bíða, að landbúpaðinum skili svo áfram, að enginn bóndi geri sife- ánægð- an með minna en $5,000 í hreinan ársarð af húi sínu. Aður en til slíks komi, hljóti ])ó að sjálf- sögðu að fara fram márgháttaðar breytingar, eða jafnvel byltingar, eigi aðeins hvað land- búnaðinn sjálfan áhrærir, heldur og alt at- vinnu og iðnlíf þjóðarinnar í heild. 1 athugunum sínum í sambandi við umbætur á sviði mjólkurframleiðslu og smjörgerðar, heldur Mr. Dean sér nokkru nær jörðinni. Full- yrðir hann, að árið 1950, muni ekki finnast á neinu canadisku býli annað en úrvals hrein- kvnjaðir nautgripir. Þá verði fjós öll, loftgóð, hrein og hlý, sem fullkomnustu manna bústað- ir. Hvert einasta fjós, verði sópað með rafá- höldum og raf-tannhurstar um hönd hafðir. til að halda hreinu sérhverju kýrgini. Eftirgreirid, prentuð meginregla, segir Mr. Dean, að verðí þá fest upp yfir hverjum fjósdyrnm: “Inn um þessar dvr má engin kýr ganga, nema því að- eins, að telja megi víst, að hún gefi af sér 20,000 mjólkurpund á ári.” Það segist Mr. Dean geta fullyrt, að árið 1950, eða jafnvel fyr, verði hin alvarlega aðstreymis-plága æskulýðsins til bæja og borga úr sveitum landsins, upprætt með öllu, eða or- sakirnar til hennar, numdar á hrott. 1 því sam- bandi farast Mr. Dean þannig orð: “Þótt vafalaust megi sitthvað að finna, þá verður ]>ví samt ekki neitað, að á megin-þorra canadiskra bændabýla, sé að finna efnalega sjálfstætt, hamingjusamt fólk. Verkin sýna merkin. Þeim býlum fjölgar nú óðum, er njóta góðs af vatnsveitu og raflýsing, auk þess sem fjöldi hænda getur nú fyrir víðvarpsundrið, Idustað á margt það fegursta í ræðum og hljóm- list, er eigi aðeins heimaþjóðin sjálf, heldur og aðrar menningarþjóðir, hafa tií brunns að bera. “Hver skyldi í fljótu bragði, geta gert sér ]»að í hugarlund, hversu margir menn, mörg börn og margar konnr, hlusta nú á þetta erindi mitt? “Það var eigi aðeins óþarft, heldur og órétt- látt, að áfellast væskulýð sveitanna, þótt hann heillaðist af því, er borgir og bæir höfðu upp á að bjóða. Sveitalífið var fyr meir, mjög víða til- breytingalítið og einmanalegt. Nú er þetta all að brevtast til hins betra. Rafljósadýrð borg- arinnar hefir nú ekki sama seiðmagnið á sálar- líf unglingsins, og viðgekst fyrir fáum árum, því nú er sveitin orðin, eða er í þann veginn, að verða raflýst líka. Og svona er það með ó- tal margt fleira. “Jafnskjótt og sveitalífið verður fjölbreytt- ara, og aðgangurinn greiðari að hollri fræðslu og hollum skemtunum nútíðarlífsins, hættir út- strevmi unga fólksins úr sveitunum, en með því er framtíð landbúnaðarins að fullu trygð.” Það er ekki á voru valdi, að spá neinu um það, hvað mikið af draumsjónum Mr. Deans, kann að verða orðið að staðreynd árið 1950, eií hressandi og vekjandi, finst oss þær vera, eigi að síður. Töðugjöldin. “Hann var af skóla, skapi og viti, Skapaður til að stjórna riti — Gat fyrir smáa, en greidda, borgun Gærdag sínum kyngt á morgun.” —St. G. St. 0 Þá eru spurningarnar loksins afgreiddar, og á þann hátt, sem eg bjóst við, nfl., að ritstjórinn hefir kyngt þeim öllum niður ósvöruðum. Vonandi trufl- ar þetta ekki meltingu mannsins, svo alt geti haft sinn vana gang. Textann við þessa hátíðlegu athöfn tekur rit- stjórinn frá einhverjum Jónasi Jónassyni frá Eikar- Mjólkurbúi. Hvort þessi Jónas er einn af fyrritíðar spá- mönnum, eða það er Jónas Jónasson frá Húki, veit eg ekki, — má vera að eg skrifi þetta ekki rétt, og fyrsti stafurinn í þæjarnafninu eigi að vera “K.” — Um þetta ragast eg alls ekkert. E« lofaðist til að athuga “Hringinn”,þegar spurningarnar væru afgreiddar, og geri eg það þá hér með. Þessi grein ritstjóra Heimskr., sem eg verð nú að elta ólar við, heitir “Einn hring enn”, og er skrifuð af alveg óvanalegri hógværð og stillingu. Varla arðar á persónulegu aðkasti. Aðeins lítils- háttar gefið í skyn, að eg gæti verið morðingi, æru- laus og kvikendi, o. s. frv. Þetta má þó heita prúðmenska úr þeirri átt, og lýsir mjög glögglega hinu háa mentastigi mannsins, að ekki skyldi dýpra difið í árinni. Enda hefir mað- urinn, eins og flestir aðrir hámentaðir menn, staka óbeit á persónulegum hnyppingum, eins og hann segir sjálfur i Heimskr. 31. des. 1924 til embættis- bróður síns, ritstj. Lögbergs, sem er á þessa leið: “En óhæfilegt verður iþað, þegar þér hvað eftir ann- að, sökum ónógs andlegs þroska, ráðist persónulega á menn, sem eru á annari skoðun en þér, þó þeir hafi ekkert á hluta yðar gert.” Ekki veit eg til, að eg hafi gert neitt á hluta rit- stjórans, annað en að vera ekki á sömu skoðun um eignarrétt Ingólfs-sjóðsins. Þó brigslar hann mér um öll höfuð-atriði varmenskunnar. Sjálfsagt gerir hann þetta “sökum ónógs andlegs þroska”. Maður- inn er nfl. í stökustu vandræðum og grípur því í of- boði sínu til rógsins, sem alt af er reiðubúinn eins og holdið. Engin furða, þó “andlegi þroskinn” gleymist við og við í þessu ráðaleyis-fáti. Það er annars dálítið spaugilegt, að heyra þessa fúkyrða- fabrikku okkar Winnipef-búa, verið að setja ofan í við menn fyrir að vera persónulegir í rithætti. Hvað skyldi koma næst? Komi til þess, að eg verði hengdur, eins og ritstj. svo ofur-kurteislega er að gefa í skyn, þá er þó gott að eiga hann að með að skrifa greinarkorn í blað sitt, um að morðbletturinn verði þveginn af mann- orði vors íslenzka þjóðflokks. Þó það væri ekki meint, væri það eins gott fyrir því.En hvað sem um endalok mín kann að verða, vona eg fastlega að ritstjóra Heimskringlu megi veitast sá heiður, að verða sjáifdauður. Enda ótrúlegt að mönnunum með “góða málstaðinn og hreinu hendurnar”, sem öllum vilja gott gera, og hvergi vamm sinn vita, gæti orðið fótaskortur. Slíkum hátindum hiæinleik- ans og réttlætisins, glóandi gimsteinum visdóms og Iþekkingar, og iðandi skrautblómum siðferðisins og mannkærleikans, sem með hrærðum hjörtum og tár- votum augum, rétta upp hægri hönd sína lánleys- ingjanum til hjálpar, um leið og þeir plokka af hon- um síðasta centið með hinni vinstri. Engin undur, þó þessir “hvítu“ menn iberi sig drýgindalega, og brigsli mönnum um æruleysi, og ódrengskap og yfir höfuð allar vammir og skammir. “Margur héldur mig sig,” segir málshátturinn. Áður en eg byrja á aðalmálinu, langar mig til að óska ritstjóranum til hamingju með hinn mikla kjark, sem hann sýnir á “undanhaldinu” og flóttan- um. Það útheimtir meira en smáræðis þrek, að segja, að mótstöðumaðurinn sé að biðja um “grið” og sé kominn í “öngþveiti”, þegar ritstjórinn hefir tapað hverju einasta smá-vígi, og alstaðar orðið að hröklast til baka, tvöfaldur og margfaldur, og stend- ur nú kengboginn í “Hringnum”, sem er hans síð- asta “vörn og von”. En þangað er eg ekki kominn enn þá. Eg er að síga í áttina. En eftir á að hyggja. Einhver sagði mér, að hr. Hjálmar Bergman lögfræðingur, hefði komið við á “Hringnum” alveg nýlega, og brotið þar alt og bramlað, svo ekki stæði |þar steinn yfir steini. Einn- ig var sa#t, að ritstjórinn hefði þotið eins og örskot út úr rústunum, allur flaxandi og í hinni mestu ó- reiðu, og hefði skelfingin skinið úr augum hans. Eg ætla þá að labba upp að “Hringnum” og sjá hvernig þar er umhorffe. Þrjár ástæður færir rit- stjórinn fyrir því, í “Hring”-grein sinni, að Ingólfur eigi ekki peningaa, sem íslenzkur almenningur var beðinn að gefa honum til styrktar: 1. Fundargjörning, sem í myrkrinu hefir verið hulinn, þar til nú hann skýtur upp höfði. 2. Að Jónas Pálsson hafi ekkert í Ingólfs-sjóðinn gefið. 3. Að dómsmála-ráðherrann í Ottawa láti svara bréfum, sem honum eru send. Þessir þríburar ritstjórans eiga nú að ríða mér að fullu. Fyrsta ástæðan er svo barnaleg, að manni verð- ur á að halda, að ritsQórinp, hafi skrifað hana “sök- um ónógs andlegs þroska”. Fundurinn 19. des. 1924 var borgarafundur, en alls ekki Þjóðræknisfélags- fundur. Það gat því ekki komið til nokkurra máia, að utanfélagsfólk gæti slengt fjármálalegri ábyrgð á Þjóðræknisfélagið, eða nokkurt annað félag; slíkt hefir sjálfsagt aldrei heyrst í sögu mannkynsins, að utanfélagsfólk hafi slík réttindi í nokkru félagi. Eg skal Iíka benda ritstjóranum á mann, sem hann, án efa, álítur að hafi nægan andlegan þroska, til að geta farið rétt með. Maðurinn heitir Sigfús Halldórs, eg er frá Höfnum, og var skrifari borgarafundarins 19. des. 1924. Þannig farast honum orð, og það í umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins: “Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins hefir ekki heimild til þess að gnipa til félags-sjóðs, til þess að borga með kostnaðinn, enda mundi sá sjóður bók- staflega ekkert hrökkva, til þess að hrinda málinu á- fram, þó hann væri allur tekinn. En nefndin, sem þarna var kosin af öllum íslend- ingum, án tillits til þess, hvort ( þeir væru í Þjóðræknisfélaginu ( eða ekki”. o. s. frv. — Heimskr. í 24. des. 1924. i Annað hvort verður ritstjóri í Heimskr. að kannast við, að hafa í farið með ósannindi viðvíkjandi 1 “ábyrgðinni”. eða Sigfús Halldórs 1 frá Höfnum hefir sagt ósatt í 1 fundargjörningnum 19. des. 1924. Stjórnarnefndinni var að eins i falið að gangast fyrir samskotun- I um og annað ekki, hvað sem rit- i stjóri Heimskr. segir, og hversu : miklum andlegum þroska, sem j hann beitir við það starf. Enda j segir hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum þetta í umboði stjórnar- nefndar Þjóðræknisfélagsins 31. ,i des. 1924 í Heimskr.: “IStjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins, sem kosin var á almenn- um iborgarafundi, til þess að standa fyrir samskotum, til styrkt- ar hinum sakfelda Ingólfi Ingólfs- syni.” o. s. frv. Eg trúi miklu betur því, sem hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum seg- ir í Heimskr. 1924, heldur en því, sem ritstjóri Heimskr. segir í sama blaði 1928. Herra Sigfús Halldórs frá Höfnum virðist hafa verið gæddur miklu meiri andlegum þroska, heldur en núverandi rit- stjópi Heimskringlu. Eg skal svo ekki fjölyrða meira um fyrstu ástæðuna. Enda vildi eg ógjarna istytta líf hr. Jónasar Jónassonar frá Eikar-Mjólkurbúi, sem að líkindum er meðlimur Þjóðræknisfélagsins, og vill því eins og síður, að mikið sé talað um Ingólfs-sjóðs meðferðina. — Ekki lái eg manninum það. Eg vildi samt mega leyfa mér að benda lesendunum á grein í síðasta Lög- bregi, eftir hr. Hjálmar A. Berg- man lögfræðing, um Ingólfs- málið. Ekki mundi mig undra, þó fólk setji upp stór augu, sem þá grein les. Grein þessi verð- skuldar að vera lesin, að minsta kosti Iþrisvar sinnum í viku um næstkomandi tíu ár. Þar getur almenningur séð, á hve miklum rökum ábyrgðarhjal ritstjóra Heimskr. er bygt, m. a. Vel getur það komið fyrir, að einverjum fari nú að finnast, að eg hafi ekki alveg að ófyrirsynju skrifað um þetta mál, eða mér til gamans, eins og forseti Þjóðrækn- isfélagsins er að glósa með. Einnig gæti átt sér stað, að rit- sjóri Heimskr. fari nú að hægja á sér með brigslyrðin í minn garð, viðvíkjandi Ingólfs-málinu; ekki sízt, þegar hann,hugsar út í það, að rógi er aðeins beitt, þegar rök bresta, og einnig samkvæmt hans eigin orðum aðeins viðhöfð “sök- um ónógs andlegs þroska.” Mig langar að biðja ritstjóra Heimskr. Auðvitað hefði eg getað látið ofurlítið meira af mörkum, hefði eg verið svo hagsýnn að hugsa út í það, að seinna meir gæti eg tek- ið gjafirnar til baka aftur, og má- ske með ofurlitlum hagnaði. Og svo náttúrlega fengið nafn mitt í blöðin fyrir ekkert. Það gæti oft komið sér vel, að hafa nægan and- legan þroska. Heldur fer að þrengjast um okk- ur Vestur-íslendinga, ef að þessir tveir háyfirdómarar vorir: rit- stjóri Heimskr. og forseti Þjóð- ræknisfélagsins, ætla að fara að að varna okkur máls, nema með- gjöf fylgi orði hverju. Skyldu þeir sjálfir fylgja þeirri reglu út í æsar? Eg held þeir borgi ekki einu sinni fyrir að rjúka upp á menn með ruddaleg- ustu skömmum og fúkyrðum, hvað þá ef þeir væru að rétta hluta einhvers, eða reyna það. Eg er sannfærður um, að ritstjóri Heimskr. hefir ekki borgað hr. J. J. Bildfell fimm eyring fyrir skamm- argreinarnar, sem hann sendi honum í Heimskr. 10. og 31. des. 1924, og eru án efa þær strák- legustu og dónalegustu, sem ísl. blað hefir leyft sér að prenta. Nokkur dæmi skal eg tilfæra úr þessum greinum, næst þegar' eg verð knúður að svara ritstjóran- um, og leggja það undir dóm al- mennings, hvort eg hefi hér nokk- uð ofsagt. Tilgangur þeirra greina er auðsær. Ekkert hefir ritstjórinn borgað mér, fyrir að sletta sér fram í málið, sem eg' var að skrifa um, nema það að gera sjálfan sig að viðundri frammi fyrir lesendunum. Er það kannske næg borgun. Eg er sann- færður um, að ritstj. Heimskr. hefir ekkert borgað prófessor Halldóri Hermanssyni fyrir það, þegar hann rauk að honum fyrir nokkrum vikum síðan, anna,ð en að sýna almenningi, að ritstjórinn hefði betur heima setið. Ekki veit eg til, að forseti Þjóðræknisfélagsins borgaði neitt til “sjálfboðanefndarinnar”, áður en hann hóf orustuna gegn henni, með hverri greininni á fætur ann- ari, og sagði meðal annars, að hún hefði verið að rægja æru og mann- orð af Heimfararnefnd Þjóðr.- félagsins. En þrátt fyrir hinar háfleygu “ekki gefið” röksemdir, álít eg að þeir hafi haft fullan rétt til að láta skoðun sína í ljós, og jafnvel þó hún reyndis ekki “á marga fiska.” Það er enn ekki fyllilega Ijóst, hver okkar þriggja: forseti Þjóð- rækniisfélagsins, ritstjóri Heims- kringlu, eða eg, hefir gefið mest til Ingólfs Ingólfssonar. “Við bíðum og sjáum hvað setur.” Þá er þriðja, og síðasta ástæð- an. Bréfið mikla. “iStoða-ban- að lesa grein hr. Bergmans vand- Iega, tvisvar eða þrisvar sinnum, og skoða svo hendur sínar grand- gæfilega, og ganga úr skugga um hvort hann heldur að þær séu eins hreinan og hann áleit þær fyrir tveimur vikum síðan. Þá kem eg að annari ástæðu rit- stjórans fyrir því, að Ingólfur eigi ekki peningana, nfl. þeirri, að eg hafi ekki gefið í sjóðinn. — Þetta hefir ritstjórinn sagt svo oft, að það er tæpast frumlegt lengur, og ekki sízt þar sem eg tók það sjálfur fram í byrjun deilunn- ar um þetta mál. Hreinskilnislega sagt gaf eg ekki í sjóðinn, sökum þess, að eg gekk út frá því sem á- reiðanlegu, að maðurinn væri sek- ur, og yrði því að sjálfsögðu að borga slíka sekt, á sama hátt og aðrir íbúar landsins, hvað seni þjóðerninu liði. Ekki fæ eg séð, að eg hafi framið neina stórsynd, með slíkri tiltrú til réttvísinnar. En þar eð eg gaf ekkert í sjóðinn, hefi eg líka ekkert til að taka aftur. Ritstjórinn minnist þess. Með leyfi Iesendanna langar mig til að þakka ritstj. Heimskr. fyrir hið mikla erfiði, sem hann hefir á sig lagt, við að koma því inn hjá lesendum sínum, að eg hafi staðið á baki annara að “víkja þeim”, sem þrengra er í búi hjá, en mér sjálfum. Við þetta starf hefir ritstj. kúgast svo, að næst- um hefir grænt gorið “gengið upp úr honum.” Líklega hefir hinn mikli andlegi þroski knúð manninn áfram. En hvernig ritstj. getur vitað um þessa hluti, er mér dálítil ráðgáta. Aðallega sökum þess, að eg hefi verið frekar ó- framfærinn, að koma því litla í blöðin, sem frá mér hefir hrotið til þeirra, sem ver hafa verið staddir en eg, og einnig ekki' haft efni á, að senda blysför með hverju “centi”. ínn. Bréfið, sem hér ræðir um, var skrifað af nefnd þeirri, er borg- arafundurinn fól umsjá Ingólfs- málsins og var sent til dómsmála- ráðherrans í Ottawa. Tilgangur minn með að hirta téð bréf, var aðeins sá, að hnekkja þeirri gleiðletruðu staðhæfingu ritstj. Heimskr., að aldrei hefði verið lofast til að ala öll fyrir fangan- um, hvorki í fengelsi né utan þess. Bréfið frá netfndjnni sýnir ský- laust, að ritstjórinn fór með ó- sannindi í þessu efni. Nefndin tekur það skýrt fram í bréfinu til dómsmála ráðherrans, að hún ætli sér að annast um fangann, ef honum verði líf gefið. Þessu bréfi nefndarinnar lætur svo dómsmála ráðherrann svara, og biður nefndina að skýra, að hverju leyti hún ætli að annast um fangann. — Þetta, að ráð- herrann beiðist skýringar á því, frá nefndinni, “að hverju leyti hún ætli að annast um fangann”, hlýtur jútstjórinn að álíta að þýði: “Að nefndin hafi aldrei lof- ast til að annast um fangann.” Því ekkert annað en það, að nefnd- in hefði aldrei lofast til að annast um fangann, gat á nokkurn hátt haggað stoðum mínum. Eg skal því ekki hræra meira upp í þess- um grautar-aski ritstjórans. Annað hvort hlýtur hann að hafa ruglast svona herfilega, “sök- um ónógs andlegs þroska”, eða eða þetta eru bara dauðateygjur feigs manns. Annað, sem ritstjórinn staðhæf- ir í samhandi við þetta bréf, er að hr. Bergman hafi skrifað það Um þetta vissi eg ekkert, þar til eg sá grein hr. Bergmans í síð- asta Lögbergi, enda skifti það engu máli, hver skrifaði bréfið, heldur einungis um inníhald bréfsins. En nú sannar hr. Berg- man, að þetta sé einnig rangt hjá 1 i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.