Lögberg - 06.12.1928, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.12.1928, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER 1928 RAUÐKOLLUR EFTIR GENE STRATTON-PORTER. “Það var einmitt hans vegna, sem eg var svona seinn,” sagði Engilráð. “Eg var að flýta mér svo mikið, að eg gleymi alveg að færa hon- um eitthvað að éta. Hann hlýtur að hafa verið ósköp svangrjr, því þegar eg fór fram hjá trénu, kom hann á eftir mér. En hann var eitthvað svo seinn og þunglamalegpir að komast af einu trénu á annað, að eg varð hreint og beint að bíða eftir honum, og eg gat ekki fengið hann til að snúa aftur.” “Það var ekki von, þú gætir það,” sagði Rauðkollur. “Unginn minn er of skynsamur til þess, að snúa aftur, þegar hann hafði tæki- færi til að fylgjast með þér,” og það var eins og hann væri ekkert um það að hugsa, að þessi töf var nú máske að kosta hann lífið. “Svo það var aumingja unganum mínu mað kenna, að þú komst of seint!” „ “Já/ sagði Engilráð. Það var auðséð á útliti Rauðkolls, að hann leið miklar kvalir, þó hann reyndi að hylja það sem bezt hann gat. “1 alt sumar hefi eg verið að þakka guði fyrir það, þegar svarta fjöðrin stóra féll niður til mín, og alla þá ánægju, sem því fylgdi,” sagði Rauðkollur í hálfum hljóð- um. “En þetta lítur út eins og — ” Hann þagnaði alt í einu og leit spyrjandi augum á McLean. “Eg get ekki að því gert, þó eg sé írskur, en eg þarf ekki að vera hjátrúarfullur, ” sagði hann. “Eg þarf hvorki að kenna guði al- máttugum um þetta og heldur ekki fuglinum.” “Nei, nei, góði drengurinn minn,” sagði McLean og strauk um hárið á honum. “Þú fórst eftir þínum eigin vilja. Þú hefðir getað staðið hreyfingarlaus, eins og við hinir. Það var ást þín og hugrekki, sem kom þér til að hætta lífi þínu.” “Segið þér ekki þetta,” sagði Rauðkollur, “það er öðru nær en eg hafi sýnt nokkurt hug- rekki. Ef eg gæti gefið mitt líf hundrað sinn- um til að frelsa hennar líf, þá skyldi eg gera það með mestu ánægju, hvað miklar kvalir, sem eg þyrfti að líða.” Hann leit til Engilráðar mjög blíðlega. Hún var náföl, og það var engu líkara, en hún gæti ekki hugsað, eða skildi ekki, hvað var að gerast, en samt reyndi hún að brosa og vera glaðleg. “Er ennið á mér ósköp óhreintþ” spurði hann. Hún sagði, að það væri ekki. “Manstu hvað þú gerðir einu sinni!” Hún beygði sig niður að honum og kysti hann á ennið, svo sinn kossinn á hvora kinn og svo langan koss á munninn. “Rauðkollur, ” sagði McLean og átti erfitt með að tala. “Þú getur aldrei vitað, hvað vænt mér þykir um þig. *Þú mátt ekki fara, án þess að kveðja mig. ” Nú var eins og Engilráð rankaði við sér. Það var engu líkara, en hún vaknaði af svefni.” “Kveðja!” sagði hún hátt og skýrt og horfði beint framan í McLean og roðinn færð- Lst alt í einu í hennar náfölu kinnar. “Kveðja! Hvað eigið þér við! Hver er að kveðja! Hvert ætti Rauðkollur svo sem að fara, þegar hann er svona meiddur, nema í spítalann! Við þurfum svo sem ekki að kveðja hann þess vegna, því við förum náttúrlega með honum. Kallið þér á mennina. Það er bezt fyrir okur að fara strax. ” “Þetta er ekki til neins, Engilráð,” sagði Rauðkollur. ”Eg held að hvert bein í brjóst- inu á mér sé brotið. Það er langbezt, að lofa mér að fara.” “Nei, það kemur ekki til nokkurra mála,” sagði Engilráð í ákveðnum róm. “Það er ekki til neins að vera að eyða tímanum til að tala um þetta. Þú ert lifandi. Þú andar, og hvað mik- ið sem þú kant að vera brotinn, þá verður lækn- irinn að gera við það og gera þig heilbrigðan aftur. Þú verður að lofa mér því, að vera eins harður eins og þú getur, þó við meiðum þig, og gefast ekki upp; og nú verðum við að fara eins fljótt eins og við mögulega getum. Eg veit ekki, hvað hefir gengið að mér; við erum búin að eyða alt of miklum tíma. ” “Góða Engilráð,” sagði Rauðkollur með veikum rómi, “eg get það ekki. Þú veizt ekki, hvað eg er mikið meiddur. Eg er viss um að eg dey, ef þið reynið að lyfta mér upp.” ‘ ‘ Það er við að búast, að þú gerir það, ef þú telur þér trú um, að það megi til að vera,” sagði Engilráð. “En þú deyrð ekki, ef þú tekur k öllu þínu viljaþreki og dregur andann eins djúpt eins og þú getur og gerir eins og eg segi þér, þá er eg viss um ,að eg get komið þér á spitalann. Þú verður að gera þetta fvrir mig og nú skal eg gera það sem eg get fvrir þig. Þú sérð það sjálfur, að þú verður að lofa mér að gera alt, sem hægt er til að bjarga þér, og þá er eg viss um, að það hepnast.” Hún beygði sig yfir hann og rejmdi að brosa til hans eins glaðlega eins og hún gat, þó henni væri alt annað en gleði í huga. “Góða Engilráð mín,” sagði hann og tók um hendina á henni. “Þú skilur þetta ekki og þó eg ætti lífið að leysa, þá get eg ekki sagt þér það, en það er áreiðanlega bezt, að lofa mér að fara. Þetta er mitt bezta ta>kifæri til að losna héðan. Ijofaðu mér nú að kveðja þig og fara svo sem allra fyrst.” Hann sneri sér að McLean. “Góði Mr. McLean, þér skiljið þetta og þér getið sagt henni það fyrir mig, að það er miklu erfiðara fyrir mig að lifa heldur en að deyja. Segið þér henni fyrir mig, að þér vitið að það sé miklu erfiðara ^yrir mig að lifa, en að deyja, og að þetta sé það bezta, sem fyrir mig geti komið.” “Guð minn góður!” hrópaði Engilráð upp yfir sig. “Eg get ekki þolað þessa bið.” Hún tók hendina á Rauðkoll og lagði hana á brjóstið á sér og horfði á hánn blíðlega. “Engilráð! Eg lofa þér því hátíðlega, að eg skal halda áfram að draga andann,” sagði hún hátíðlega. ‘ ‘ Þetta er það sem þú átt að lofa mér, vinur minn. Viltu gera það!” Rauðkollur hikaði. “Rauðkollur!” sagði Engilráð og hækkaði dálítið röddina. “Viltu lofa mér þessu!” “ Já,” isagði Rauðkollur með veikum rómi. Engilráð spratt á fætur og virtist nú aftur hafa náð dugnaði sínum og áhuga. “Þú bara heldur áfram að draga andann, en eg skal gera alt hitt.” Piltarnir stóðu þarna alt í kring um þau, til þess búnir að gera alt, sem fyrir þá væri lagt. “Það verður erfitt að koma honum burtu,” sagði hún, ‘ ‘ en við verðum að gera það, og nú ríður á því að þið tákið vel eftir því, sem eg segi ykkur og farið nákvæmlega eftir því. Þið megið ekki þvælast liver fyrir öðrum í ráða- leysi, helcíur gera alveg eins og eg segi. Farið })ið nú strax og sækið eitt af hengirúmunum, tvær ábreiður og kodda og verið þið nú eins fljótir eins og þið mögulega getið. Ef þið finn- ið einhverja fleiri af ykkar félögnm, þá\ segið þeim að koma, því við verðum að bera hann. Hristingurinn yrði of mikill, ef við létum hann í vagn. Sumir ykkar geta á meðan hreinsað brautina út á aðalveginn, svo liún verði sem greiðfærust. Þér, Mr. McLean, takið Nellie og ríðið til bæjarins. Segið þér föður mínum hvernig komið er, og segið þér honum, að eg ætli að taka Kauðkoll til Ohicago, með lestinni sem fer kl. 12. Ef við verðum ekki kömin, þá verður hann annað hvort að fá lestina til að bíða, eða ef liann getur það ekki, þá að fá sér- staka lest, svo við getum komist sem allra fyrst til Cliicago. Yður er óhætt að yfirgefa okkur. Fuglamærin kemur bráðum. Við hvílum okkur nú dálitla stund.” Hún setist aftur niður hjá Rauðkoll og strauk mjúklega um hár hans og vanga. Henni duldust ekki þær miklu þjáningar, sem hann varð að líða, og hún sýndi honum hina mestn viðkvæmni og hluttekningu. Þegar piltarnir komu aftur ’og voru tilbúnir að lvfta honum og bera hann, beygði hún sig niður að honum og sagði mjög blíðlega: “Kæri Limberlost skógarvörður! nú ætlum við að taka þig upp. Eg býst við að þú kennir svo mikið til, að það líði yfir þig, en við skulum fara eins vel með þig, eins og við mö^ulega get- um, og þú mátt ekki með1 nokkru móti gleyma því, sem þú hefir lofað mér.” Það var eins og ofurlítið bros færðist um vairr hans. “Getur maður munað það, sem hann hefir lofað, þegar hann er meðviutndar- laus?” spurði hann. “Þú getur það,” sagði Engilráð, “vegna þess að loforð þýðir miklu meira fyrir þig, held- ur en flesta aðra menn.” Það var eins og þetta gæfi honum nýjan kjark. “Eg er tilbúinn,” sagði hann. Þegar þeir lyftu honum upp, heyrðist ekk- ert nema ein löng stuna; svo lokaði hann aug- unum og virtist alveg meðvitundarlaus. Eng- ilráð leit á Duncan, og það var auðséð, að hún átti afar erfitt með að halda jafnvæginu. En, með því að beita hörðu við sjálfa sig, náði hún sér þó fljótt aftur. “Eg býst við, að þetta sé það bezta,” sagði hún. “Hann finur kannske ekki hvað mikið við meiðum hann. Fyrir alla muni, farið þið nú gætilega með hann, piltar. ” Hún baðaði andlit hans í köldu vatni, og svo tók hún um hendina á honum og sagði pilt- unum að leggja af stað. Hún sagði þeim að koina öllum , og ef þeir mættu einhverjum hraustum mönnum á leiðinni, þá skyldu þeir biðja þá að koma líka, svo hægt væri að skifta sem oftast um burðarmenn, svo engin töf þvrfti að verða og þau gætu komist sem fyrst til bæj- arins. Fuglamærin vildi, að Engilráð keyrði með sér í kerrunni, en það vildi hún með engu móti, en stakk upp á því, að Fuglamærin keyrði á undan þeim, tæki til föt handa sjálfri sér og henni, og kæmi svo á járnbrautarstöðina og færi með sér til Chicago. Engilráð gekk alla leið og hélt í hendina á Rauðkoll og hélt viðar- grein yfir höfðinu á honum, svo sólin skini ekki framan í hann. t hvert sinn, sem skift var um burðarmenn, baðaði hún andlit hans óg vætti varir hans og við hvert tækifæri hlustaði hún nákvæmlega eftir andardrættinum. Hún veitti því litla eða enga eftirtekt, þegar faðir hennar kom á móti þeim og tók utan um hana og næst- um bar hana áfram það sem eftir var. Þegar þau komu inn í bæinn, stóð fólkið í hópum og starði forvitnum augum á þetta sundurleita ferðafólk, en hún gaf því ekki meiri gaum, lield- ur en trjánum í Limberlost skóginum. Þegar járnbrautarlestin kom inn á stöðvarnar og þeir komu Rauðkoll fyrir þar sem hann átti að vera, þá var Duncan nógu hugsunarsamur til að út- vega Engilráð sæti við hliðina á honum. - Nú byrjaði fjögra klukutsunda ferð til Clii- cago. 1 ferðinni voru, auk Engilráðar, bezti læknirinn, sem hægt var að ná í, Fuglamærin og McLean. Engilráð veik ekki frá Rauðkoll. Hún gerði alt fvrir hann, sem henni gat dottið í hug, en engan annan vildi hún láta skifta sér af hon- um. Fuglamærin og McLean dáðust að því, hve úthaldsgóð hún var. Þrek hennar og' úthald sýndist ekki eiga sér nein takmörk. Hún mælti ekki orð frá munni, nema hvað hún spurði Mc- Lean einu sinni, hvort alt yrði nú áreiðanlega tilbúið, þegar þau kæmu til Ohicago, og sagði hann að öllu hefði verið ráðstafað. Klukkan fimm um daginn var Rauðkollur á uppkurðarborðinu í Lake View spítalnaum, og í kring um hann voru þrír af hinum allra fræg- ustu læknum í Chicago. Samkvæmt skipun þeirra, tók McLean Engilráð og fór með hana út til hjúkrunarkvennanna, og áttu þær að baða hana og binda um smáskeinur, sem hún hafði fengið og koma henni svo í rúmið. Hjúkrunarkonur eru ýmsu vanar og falla ekki í stafi, þó þær sjái ýmislegt, sem öðrum mundi þykja nóg um. En þeim ofbauð, livernig Engilráð var útleikin, víða blá og marin, fötin hennar rifin og svo óhrein, að það leyndi sér ekki, að hún hafði hreint og beint legið niðri í forinni. Jafnvel áður en þær voru búnar, var hún fallin í fastan svefn, og meðan læknarnir börðust við sjálfan dauðann um líf Rauðkolls, vissi hún ekkert af sér. Eftir eina þrjá daga var hún orðin söm og áður, nema hún var stöðugt að hugsa um Rauð- koll. Áhyggjur og ábvrgðartilfinning út af þv{ hvernig ástatt var með liann, höfðu vakið til- finningar í brjósti hennar, sem hún hafði áður ekki orðið vör við. Hún var snemma á fótum þennan morguninn og var á stjái utan við her- bergisdvr Rauðkolls.. Hún hafði fengið leyfi til að vera hjá honum svo að.segja stöðugt, því ibæði hjúkrunarkonurnar og læknamir höfðu tekið eftir því, að nærvera hennar var það eina, sem gerði þeiinan þjáða sjúkling stiltan og ró- legan og fékk hann til að hlýða þeim reglum, sem fyrir hann voru lagðar. Þrátt fyrir svefn- leysi og þreytu, sem næstum varð henni ofur- efli, vék hún samt ekki frá rúmi hans, fyr en henni var sagt það hreint og beint, að hún hlyti að veikjast og leggjast í rúmið.; Svo sögðu þær Rauðkoll, að Engilráð væri sofandi og fengu hann með því til að vera stiltan, stund og stund. Læknarnir, sem stunduðu Rauðkoll, voru inni hjá honum. Engilráð hafði verið sagt, að nú mundi læknirmn hafa eitthvað meira að segja um líðan Rauðkolls, svo hún var all-óþol- inmóð. Hún tók sér þó sæti í ganginum utan við dyrnar og beið þess, að læknirinn kæmi út. Þegar dyrnar voru opnaðar, kom McLean þar að og fór hratt.og vék sér strax að læknin- um; en þegar hann leit framan í hann, varð hon- um sjáanlega hverft við og hann hörfaði lítið eitt aftur á bak og Engilráð, sem hafði staðið upp, hneig aftur niður í sætið, og henni fanst hún ekki hafa mátt í sér til að fara til þeirra. Þessir tveir menn horfðu hvor á annan, en Eng- ilráð hlustaði eftir því, sem þeir kynnu að segja. “Eg hélt, að honum liði bærilega,’ sagði McLean hálf hikandi. “Hann þoldi uppskurðinn vel,” sagði lækn- irinn, “og sárin eru ekki þess kyns, að þau þyrftu endilega að ríða honum að fullu. Eg sagði yður þetta í gær, en eg sagði yður ekki, að það er eitthvað annað, sem mundi líklegast vinna á honum, og það gerir það. Hann ætti ekki að þurfa að deyja af þessu slysi, en hann lifir samt ekki þennan daginn út.” “Ep hvernig stendur á þessu, hvað er eig- inlega að? Við elskum öll drenginn. Við höf- um ógrynni fjár til umráða og við erum viljug að borga hvað sem vera vill, ef það getur orðið honum til hjálpar. Við megum ómögulega láta liann deyja, ef meiðslin eru ekki þess eðlis, að svo hljóti að vera, eða hvað segið þér við því?” “Það er einmitt það, sem eg er að gefa yður tækifæri til að segja mér,” svaraði læknirinn. “Hann þyrfti ekki að deyja af þessu slysi, en hann er að deyja engu að síður, og væri dáinn, ef hann væri ekki eins dæmalaiist vel bygður eins og hann er, og það er vegna þess, að hann vill ekki lifa. Ef Iiann hefði sjálfur bjartar von ir og nóga lífslöngun, þá væri mitt verk bara auðvelt. Fyrst ykkur þykir öllum svona mik- ið vænt um hann, eins og þér segið, og eg efast ekki um, að það sé rétt, og þið liafið nógan auð til að veita honum alt, sem hann þarf, hvernig stendur þá á því, að liann vill ekki lifa?” “Er hann að deyja?” spurði McLean. “Já,” sagði læknirinn, “liann lifir ekki til kvelds, nema því að eins, að eitthvað sérstakt komi fyrir. Hann er mjög langt leiddur, og ef hann á að geta lifað, þá verður hannnneð ein- hverju móti að eignast meira af lífslöngun held- ur en hann hefir nú. Nú óskar hann ekki neins, nema að mega deyja og þess verður heldur ekki langt að bíða. ” “Það er þá víst enginp vegur að bjarga hon- um,” sagði McLean, og var auðséð, að hann tok þessar fréttir afar nærri sér. “Eigið þér við, að þér vitið hvers hann þarfn- ast, en annað hvort getið ekki eða viljið ekki bæta úr þeim þörfum?” “Það þýðir það,” sagði McLean óþolinmóð- lega, “að eg veit hvað hann þráir, en eg get ekki frekar bætt úr því, heldur en eg gæti gefið honum eina af stjörnum himinsins. Það sem hann þráir, getur hann aldrei fengið.” “Þá megið þér búast við dauða hans innan fárra klukustunda,” sagði læknirinn og ætlaði að ganga burtu. McLean greip í handlegginn á honum og sagði: ‘ ‘ Þér haldið, að eg gæti gert eitthvað í þessu efni, ef eg vildi? Eg má segja yður, að mér þýkir vænna um þennan dreng heldur en eg get lýst fyrir vður. Eg vildi alt fyrir hann gera — eyða stórfé honum til bjargar. Þér haf- ið tekið eftir stúlkunni, sem alt af er hjá hon- um. Það er þessi unga stúlka, sem hann þráir. Hún er honum alt, og þar sem hann veit, að hana getur hann aldrei fengið, þá kýs hann hcldur að devja en að lifa.” “Að undanteknu því, að hann hefir ekki nema aðra hendina, þá er hann alveg prýðis efnilegur piltur,” sagði læknirinn, “og það lít- ur út fyrir, að henni falli hann æði vel í geð. Elzta Eimskipa-samband Canada. 1840*—1928 Cunard eimskipafélagið býður fyrirtaks fðlks- flutninga sambönd við Noreg, Danmörk, Finnland og Island bæði til og frá canadísk- um höfnum, (Quebec 1 sumar). Cunard eimskipafélagið hefir stofnsett ný- lendu- og innflutningsmála skrifstofu í Win- nipeg og getur nú útvegað bændum skandí- navískt vinnufðlk, bæði konur og karla. Skrifið á yðar eigin tungumáli til undirritaðs félags, er veita mun allar upplýsingar 6- keypis. pað er sérstaklega hentugt fyrir fðlk, sem heimsækja vill skapdinavlsku löndin, að ferð- ast með Cunard skipunum. Skrifið tíl: THE CUNARD LINE 270 MAIN STREET, WINNIPEG, MAN. Eitt meðal hinna mörgu hlunninda, er Cun- ard félagið býður, er það að veita gestum tækifæri á að svipast um í London, heimsins stærstu borg. eöa til 10,05,3 Jasper Ave. EDMONTON eöa 209 Eight Ave. CALGARY eöa 100 Pinder Biock KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Offlce: 6th Floor, Bank of Hamllton Chambers. Sendið korn yðar ni UNITED 6RAIN GROWERS ^ Bank of Hamilton Chambers Lougheed Building WINNIPEG CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. Því getur liann þá ekki fengiö hana” “Ja, því getur hann það ekki?” sagði Mc- Lean. “Til þess eru margar ástæður. Eg sagði yður, að hann væri sonur minn. Þér vitið ef til vill, að svo er ekki í raun og vern. Fyrir rúmu ári síðan hafði eg aldrei séð hann. Hann kom hara einhvers staðar að til okkar, þar sem við vorum við skógarhögg. Hann hafði verið skilinn eftir munaðarlaus á einu barnaheimil- inu ykkar hér í Oliicago. Þegar hann var orð- / inn um það bil fullorðinn, þá var hann sendur til bónda, sem fór illa með liann. Hann strauk burtu frá lionum og þá var það, að hann kom til mín. Enginn veit hverjir eru foreldrar hans, og hann á ekki einu sinni neitt nafn, eins og aðr- ir menn. Engilráð þar á móti — ja, við höfum talað um hana áður. Þér sjáið sjálfur hvernig liún er. Eram úr skarandi vel gefin til sálar og líkama. Þar að auki er hún af ágætum, gömlum og göfugum ættum. Hún er eftirlætisbarn og einbirni og faðir liennar er storauðugur mað- nr. Hún nýtur alls þess bezta, sem heimurinn hefir að bjóða, hann ekki neins. Þetta sér hana og skilur betur en nokkur annar. Ef því um það er að ræða að hún verði að frelsa líf hans, þá er um ekkert að tala fyrir hann annað en dauð- hann.” Alt í einu var Engilráð komin á milli þeirra. “Þetta tekur engu taii,” sagði hún með á- kafa og vék sér að McLean. “Ef Rauðkollur vill fá mig, þá þarf hann ekkert annað en bara að segja það, og þá getur hann fengið mig.” Þeir stöi'ðu á hana alveg forviða. “Það er nokkuð, sem hann segir aldrei,” sagði McLean loksins. “Þér skiljið þetta ekki, Engilráð. Eg vissi ekki, að þér voruð hér. Ef eg hefði1 vitað það, mundi eg aldrei hafa sagt það sem eg sagði. Mér þykir ósköp slmt, að eg skyldi segja það, svo þér lieyrðuð. En fyrst svona er nú komið, þá verður ekki lijá því kom ist, að segja yður eins og er, að það er ekki bara góðvild yðar og kunningsskapur, sem Rauðkoll- ur sækist eftir; það er ást ýðar.” Hún leit beint framan í læknirinn og svo á McLean og sagði svo blátt áfram: “Eg elska hann.” “Það var eins og McLean vissi ekki livað hann átti að huga né segja. “Þér skiljið þetta enn ekki,” sagði hann stillilega.' “Rauðkoll er það ekki nóg, að þér séijð vinstúlka hans eða systir hans. Hann vill að þér elskið sig eins og unnustan ann unnusta sínum og konan manni sínum. Ef yður nú finst að þér ættuð jafnvel að leggja sjálfa yður í söl- urnar til að frelsa líf hans, af því hann hefir lagt sitt líf í sölurnar fyrir yður, og það nú þeg- ar faðir yðar ef ekki viðstaddur, þá er það hrein og bein skylda mih, að koma í veg fyrir það, því liann hefir trúað mér fyrir yður. Það er deginum ljósara, af öllu sem þér segið og haf- ist að, að þér eruð enn bara barn og vitið ekki hvað ást í raun og veru er.” Það var eins og Engilráð yrði alt í einu stærri og þroskaðri, og alvarlegri og einbeitt- ari heldur en hún hafði nokkurn tíma áður verið. Þeir störðu á hana næstum forviða. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.