Lögberg - 06.12.1928, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.12.1928, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER 1928 JÓNSMESSUNÓTT. Valcandi marins drauniur fœrður í letur. Það var Jónsmessunótt. Stormurinn hafði tekið sér hvíld. Sumarsólin var húin að blíðka skapið hans, og nú var logn yfir láð og lög; um- liðinn dag hafði verið sólskin og hiti, og nætur- döggin svalaði sérhverju strái. Alt var hljótt, allur hávaði horfinn — næturkyrð. Þó var eitt sem eyrað heyrði, það var vængjaþytur fugl- anna, sem annars voru vanir að halda kyrru fyrir um nætur. Þöglir flugu þeir, helgidóma næturkyrðarinnar vildu þeir ekki skerða, enda voru þeir þakklátir þögulleik hennar og einmitt þess vegna höfðu þeir ásett sér að halda fund, til íhugunar allra mestu áhugamálum sínum. Málið þeirra virðist oft þungskilið, en nái það þó að bergmála í tilfinningum mannlegs anda, verður það skiljanlegt, og því treystu þeir því, að ef einhver vakandi mannleg vera fengi að hlusta á þá í næturkyrðinni, mundi mál þeirra, óskir og eftirlanganir skiljast. Þeir höfðu valið sér iðgræna vailendissléttu fyrir fundarstað, og komu nú fljúgandi úr öll- um áttum, stórir og smáir, sterkir og veikir, að undanskildum ránfuglinum, sem blóðþorsti dagsstarfsins hafði knúið til hvíldar. Þegar nú allur hinn þögli fuglaskari hafði sett sig niður og lagt vængina saman, hóf einn þeirra lítið eitt vængina aftur og settist upp á skotspón, sem stóð eins og einbúi á flötinni; hafði hann staðið þar frá því um sumarmál, er menn höfðu þar fagnaðarmót, og æfðu skotfimi sína. Þegar fuglinn hafði náð jafnvægi á spónend- anum og vængir han^.voru komnir í kærð, hóf hann mál sitt á þessa leið: Eins og yður er kunugt, kæru félagar, er 'þessi fundur vor ákveðinn í þeim tilgangi, að oss, á honum, mætti auðnast eftir nákvæma yf- irvegun, að afla óss þeirra laga, sem að minsta kosti vernduðu oss fyrir limlestingu, og lang- varandi harmkvælum, og jafnvel að við fengj- um, að lifa óáreittir að öllu levti; annars er ekki hlutverk mitt á þessu augnabliki að telja langar tölur um þetta, heldur aðeins gefa til kvnna, að þetta verður aðalumræðuefnið og í því skyni leyfi eg mér að setja fundinn; gefst nú hverjum sem er af oss, kostur á að taka til máls, en eg vil aðvara fundinn að hafa mjög hátt um sig, því slíkt gæti varðað líf einhvers af oss. , Allur fuglahópurinn hreyfði sig, og af því spóinn hafði langt nef, stakk hann því jafnframt ofan í völlinn og kom með ánumaðk í nefinu um leið og hann rétti sig upp. Fuglinn á skotspæninum mælti því næst við flokkinn: Til 'þess að halda góðu skipulagi á samkomu þessari, verður að kjósa fundarstjóra. Sólskríkjan bað sér hljóðs og mælti: Engan fugl sé eg betur valinn fundarstjóra, en hinn hvíta svan, sem stendur hjá litla lvngrunnanum hérna. Þá svaraði máríuerlan: Ekki efast eg um, að hinn virðulegi svanur fái atkvæði vor allra, en — nú situr í forsetasæti skógarþröst- urinn, hann er léttur og lítill fugl, en skotspónn- inn er nokkuð veikur, legg eg því til, að hinn virðulegi svanur reyni spóninn, hvort hann muni þola þunga hans, því bili spónninn, höfum vér hér ekki lengur hentugan stjórnarsess, en nauðsvn ber þó til að fundarstjóri sjái vfir flokkinn. Skógarþrösturinn mælti: Með því þessi tillaga virðist hyggileg, skal eg leyfa mér að biðja um atkvæði yðar og óska, að þeir sem samþvkkja hana Ivfti upp hægri væng sínum. Fuglahópurinn allur greiddi atkvæði méð til- lögunni, og var sem sverðum brugðið af her- æfðum hóp, þá er vængirnir lyftust. Skógarþrösturinn hoppaði þá niður af skotspæninum, en svanurinn vaggaði þangað, hóf upp vængina, tók sig upp á spónendann’ trygði fætur sína svo vel sem hann gat og setti sig í stellingar. Að vísu skalf spónninn undan þunganum, en þó varð það að álitum meðal flokksins, að spónninn mvndi þola, og var því svanurinn samþyktur íundarstjori, með snörpu væn£rjataki. Svanurinn hringaði hálsinn og mælti: Efni fundarins hefir skógarþrösturinn lýst, og þarf ekki að tvítaka það. Er ekki ein- hver af öllum hópnum tilbúinn að taka til máls? Þa. mælti kjoinn: “Mer finst það ekki svo mjög aríðandi, nema ef vera skyldi gagnvart eggjun- um okkarJ’ “ Eg er á sama máli,»» sagði krían; þá fór rjúpan að bresta, en æðurinn stundi þungan; máfurinn yfði stelið, og fjölda mörg- um varð þungt um hjartað. Litla'stund varð alveg hljótt, unz æðurinn rauf þögnina og mælti • “Þér þekkið víst allir eitthvað æðarfugla-lögin sem svo eru nefnd; þér vitið víst hve oft þau eru brotm oig yður er kunnugt um hið ógeðslega auknefni okkar æðarfuglanna, þar sem menn- imir nefna okkur pokaendur, sem er af því runnið, að hinir drápsgjörnu lögbrotsmenn, er þeir hafa rænt okkur lífinu, bera okkur þá í P.°ka, til þess að verða ekki uppvísir, og þegar við, sem eigum umrædd verndarlög, megum bú- íst við að mæta slíkri meðferð, má nærri geta hvort fundaralyktun vor verði ekki vandsam- in.” Þá bað ein rjúpan sér hljóðs, en vinstri vængur hennar var brotinn; hún mælti: “Eg þarf ekki að vera langorð; þú glevmdir því, góði æður, sem eg hefi hér til svnis, það er brotinn vængur minn, sem eg verð að beras vo til dauða- dags, fvrir óvandað skotmál; hefi eg þó lengi verið, og við rjúpumar, heldur spakar og því þarflaust að beita okkur óvandvirkni. (jT hve vænt mér þótti um vængi mína, meðan eg gat neytt þeirra; hér hefði eg ekki verið, ef þessi , staður hefði ekki verið valinn til fundarins, því eg b>ýhér skamt frá. Nú get eg ekki lyft mér upp lengur í dúnmjúkan blæinn upp í loftinu tæra, en gleð mig þó yfir því, að veslings ungarnir mínir, sem eru nú ársgamlir, hafa enn ekki erft þetta óhagræði; bein arftaka gat þsð ekki orðið, þetta eru mannaverk; hún lyfti þá aðeins vængjunum og sá þá á leggbrot, er stóð út úr fiðrinu. — Svanurinn mælti þá frá for- setastólnum: Slík hryðjuverk sem þessi, þurfa að afleggjast, en mér er spurn: Nægja nokkrar lagaskipanir; eru ekki lögin fótum troðin. þó þau séu til, og margur sá, sem laganna .. á að gæta, eftirlitslítill og aðgerðaalus. Mér hefir dottið í hug: Eigum vér ekki að biðja mennina nm meira drenglyndi, eða þótt þeir sitji um líf vort, að þeir deyði oss hreinlega, en skilji oss ekki eftir vængbrotna og varnarlausa, — og fótbrjóti oss ekki, kvað ein heiðlóa við, sem hoppaði á öðrum fætinum, — og skilji þó alt af eitt af eggjum vorum eftir, þegar þeir vilja ná þeim frá oss, sagði kjóinn og krían.. Svanurinn spurði því næst, hvort ekki vildu fleiri af fuglunum taka til máls; þá mælti stokk- öndin: Fyrir fundinum liggjá nú þrjár tilögur, og eru þær allar góð undirstaða, til þess að bvggja á fundarályktanirnar. — Eg vil nú'leyfa mér að stinga up á 5 fugla nefnd, til þess að semja fundarályktun; á þetta félst fundurinn, en óskaði um leið, að fundarstjóri benti á fugla í nefndina. Svanurinn rétti úr hálsinum og leit yfir hópinn, en við það fór skotspónninn að skjálfa, en þegar forsetastóllinn var kominn { kyrð, mælti svanurinn: Eg leyfi mér þá að tiltaka í nefndina æðarkolluna þarna, þar er nóg fyrir af móðurást; rjúpuna vængbrótnu og heiðlóuna fótbrotnu; þær eru báðar gæddar allmikilli lífs- reynslu; sólskríkjan verður einnig með, og kjó- ann, sem þykir svo vænt um eggin sín, að hann missir máttinn við að sjá af þeim, verð eg líka að benda á, og er þá fullskipað í nefndina; skal eg biðja þá, sem samþykkja hana, að rétta upp hægri vænginn; allir vængir komu þá á loft í vetfangi. Þá mælti kjóinn: Það er nauðsyn- legt, að nefndin hafi næði til starfa og mun bezt að við fljúgum upp í fjallhvamminn ]>arna; þá mælti rjúpan. Mér er þá bægt frá nefndar- starfinu, því að eg er vængbrotin. Yiðskulum þá vappa hérna upp í ásendann, sagði kjóinn. Þá verð eg að ganga úr nefndinni, kvað heiðlóan við, því eg er fótbrotin. Þetta gengur ekki, mælti svanurinn. Meðan nefndin starfar hlýt eg að' gefa fundarhlé og leyfi mér að lýsa því nú þegar yfir. Svanurinn hoppaði þá ofan af skotspænin- um og mælti: Upp í áseridann er nefndinni bezt að halda; komdu, vesalings fótbrotna heiðlóa, á bak mér, eg skal bera þig; mér veitir ekki af að liðka mig eftir setuna á hinum iðandi for- setastól. Öeiðlóan bar sig að brölta upp á bak- ið á svaninum, er vaggaði af stað; gat þannig nefndin öll fylgst að upp í ásendann; þegar þar var komið,mælti svanurinn: Yinnið nú hyggi- lega, en hraðið yður um leið. Eg fer nú aftur niður á flötina, til þess að sjá um, að flokurinn haldi kyrru fyrir á meðan; verið þið sæl. — Kærar þakkir, mælti heiðlóan. Nefndin hneigði sig, þegar svanurinn lyfti vængjunum til flugs niður á flötina. Fuglanefndarfundurinn. Þá erum við hér saman komin, sagði sól- skríkjan. Til þess að nefndarstarf vort fari í lagi, útheimtist að nefndarforseti sé kosinn. Eg leyfi mér að benda á æðarfuglinn. Mjá, sagði kjóinn, korr-irr sagði rjúpan, lóan dirrindí. og þar með var forsetinn kosinn. Forseti mælti þá: Fyrst er að koma sér nið- ur á skiftingu frumvarpsgreinanna, er eg hefi bugsað mér þaning: Fyrst yrði þá nafn frum- varpsins. 1. greinin ætti að hljóða um eggja- rán. Æ', væri ekki betra að byrja á vetrarhörk- unum og biðja um moðsalla og brauðmylsnu, sagði sólskríkjan. Það má vera, mælti æðurinn. Eftir all-langar íhugunir lauk fuglanefndin frumvarpi sínu, er varð þannig hljóðandi: Frumvarp til bænarskrár um umbætur á um- gengnl mannanna við fuglana. 1. gr. Þeim af oss, sem erum vetursetufugl- ar, gerið svo vel, þegar jörð er freðin, og snjór yfir alt, að kasta til vor moðsalla og ónýtri brauðmylsnu. 2. gr. Fagnið oss, farfuglunum, þegar vé>- komum syngjandi frá hinum suðrænu löndum. 3. gr. Takið ekki frá oss öll eggin, því þau era frumgróði æskulífsins meðal vor. 4. gr. Ef þér sitjið um líf vort, takið f>að þá af oss hreinlega; limlestið oss eigi. — Yandið ^morðtól yðar og sendið oss eigi dauðaskeytin í kæruleysi. Vér biðjum yður um staðfesting laga þess- ara, með ávexti verka yðar gagnvarl; oss. Gert í Asenda á Jónsmessunótt árið .... Fuglanefndin. Þegar nefndin, er ásátt var sín á milli, hafði, lokið starfi, léku ánægjugeislar um hana; nú glevmdi sólskríkjan þagnarskyldunni og söng hátt; varð slíkt að alvarlegufti afleiðingum, því skotmaður hafði verið á rölti utan í ásnum, og heyrði til sólskríkjunnar og dró upp gikkin á byssu sinni; en er nefndin í sama bili varð á skynja um þetta, tók hún til flugs—nema rjúp- an, hún varð að kúra kyr, því að vængur henn- ar var brotinn. En í sama bili sem hinir fleygu fuglar tóku sig upp, og báru við loftið í nætur- kyrðinni, dundu skotin frá fuglamorðingjanum og féllu nokkrir fuglar til jarðar, dauðir og hálf dauðir. Rjúpan, sem varð þessa áskynja, rölti nú harmþrungin og niðurlút eftir hverri laut, sem hún fann, en yfir hæðirnar milli lautanna hljóp hún sem mest hún mátti, titrandi af ótta. Loks komst hún niður á flötina, en þá var þingheim- urinn horfinn — flúinn — sakir ótta og skelf- ingar, frá þingstörfum sínum, en fuglanfendar- frumvarpið geymdist hjá limlestu rjúpunni og gengur að erfðum til allra þeirra fugla, er lim- elstir kunna að verða. Þar er hverjum þeim manni, er ekki hefir alsvæfða samvizku, ætlað að lesa fuglanefndar frumvarpið, og þar sem ekki er til of mikils mælst í því efni, veita því samþykki sitt, og fá aðra til að gera hið sama. Yerið miskunnsamir, þá niunuð þér miskunn hljóta, og þá mun hinn tvístraði næturfundur veslings sakleysingjanna sameinast aftur í frið- sælum, þakklátum fuglasöng. X. — Dýraverndarinn. GAMLI. STÍLL. Svo nefnist hið forna, óendurbætta tímabil sem kent er við Júlíus Cæsar hinn nafnkunna , rómverska hershöfðingja. Stjarnfræðingur sá, er það tímabil setti. taldi vera 365 daga og f jórðung dags í hverju ári. — En með því verð- ur hvert ár rúmum tug mínútna of langt. ■ Þessi skekkja var leiðrétt að tilhlutun róm- versku kirkjunnar á 16. öld (1083) með því að skipa svo fyrir, að fella skuli úr einn sólarhring við hver aldamót, þegar aldatölunni sé skift með 4, t. d. 1600, 2000 o. s. frv. Þetta endurbætta tímabil var nefnt liinn nýi stíll. Ekki var það tekið í löndum mótmælenda fyr en síðar, en eigi allstaðar jafn-snemiha. A Englandi var nýi stíll tekinn upp 1752, í Danmörku og á Islandi um 1700. Márgir Englendingar urðu fokvondir, er þessi nýbreytni var fyrirskipuð þar. Þeim þótti líf sitt vera stytt með þessu að þarflausu, og margir dagar hafðir af sér, þar sem þeir legð- ust til hvíldar að kvöldi hinn 2. september, en vöknuðu aftur að morgni 14. í stað þess að vakna að morgni liins 3. Voni margir fundir haldnir út um landið, til að mótmæla þessu liáttalagi, því að Englendingar eru fastheldnir á venjum sínum. En ekki leið þó á löngu, að al- þýða manna sætti sig við nýja tímabilið. Rússar, eða grísk-kaþólska kirkjan, héldu trygð við gamla stílinn og eru orðnir 12 dögum á eftir. Margir Rússar hafa þó viljað taka upp nýja stílinn, til þess að geta orðið í því efni samferða öðrum þjóðum hér í álfu. En þeir eru hræddir við að það muni vekja gremju hjá ram- fastri alþýðu, ef úr væru feldir 12 dagar í ein- um svip. Hafa því sumir lagt það til, að úr væri feldur hlaupársdagurinn á 48 árum, því að þá yrði almenningur lítið var við breytinguna. En alt mun þó enn sitja í gömlu skorðunum hjá þeiln, þótt annað hafi umhverfst í því landi. — Heimilisbl. Kvöldblik. Roðna hnjúkar hárra fjalla, á hauður geislar skírir falla. Ljóma ský og liljur fríðar, ljóma engi, grund og hlíðar. Sólin kveðju sendir drótt. Segir: friður, góða nótt! Blund í væran blóm hvert hnígur á beðinn gullna, er Eygló stígur. Þúsund radda þagna ómar, er þessi dýrðarkveðja hljómar. í lotning hneigi eg höfuð mitt, ó, herra, og mikla veldið þitt. —Hmbl. M. K. Einar Sigfinnsson. .... Apinn og refurinn. Api, sem erft' hafði mikla peninga eftir móðurbróður sinn, tók að berast mikið á og lét gera sér flauelsföt. Nú mætir hann tóu svona upp-dubbaður og spyr hana, livort henni finn- ist ekki mikið til um nýju stássfötin, sem hann var í. “Nei, það veit hamingjan að mér finst ekki,” sagði tóa, “því þú ert ekki fyrsti flau- els-apinn, sem eg hefi séð um dagana. ” —Stgr. Th. þýddi. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN <aL logfræðLngar. Staifstofa: Room 811 McArthwr Building, Portage Avo. P.O. Box 1656 Phonea: 26 849 og 26 84* DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tfmar: 2—3 Heimili: 764 Vietor St„ Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL Medlcal Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Sími: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tatinlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kenhedy Ht«. Phone: 21 834 HelmlUs Tais.: 38 686 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknlr •14 Somerset Blook Cor. Portage Ave. og Donald St. Talsírrí: 28 889 DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street OÞriðja húa norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 26 268 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block Yorkton, - Sask. 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS * ■■ - — DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 546. Winnipeg FQWIERQptical LINDAL, BUHR & STEFÁNSON íslenzkir lögfræðingar. 356 Miain St. Tals.: 24 (68 peir hafa etnnig ekrifatofur aC Lundar, Riverton, Gimli og P1im« og eru þar aö hltta & eítirfylgj- andi tímum: Lundar: Fyrsta miCvikudag, Riverton: Fyrsta. fimtudag, Gimli: Fyrsta miðvikudag, Pineiy: priBja föstudag 1 hverjuim mánuCl J. Ragnar Johnson, BA, LL.B., LL.M. (Harv.) Islenzkur lögmaCur. 704 Mining Exchange Bldg, 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21033. Heima 71753 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. PHONB: 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lðgfræðingur 709 Electric Chambera Talsími: 87 371 Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslehzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg A. C. JOHNSON U07 Oonfederatlon Llfe Blð*. WINNIPKG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundis. Skrifstofuslmi: 24 263 Heimasími: 33 328 J. J. SWANSON & CO. limited R e □ t a 1 b Insurance RealEatate Mortgagíi 600 PARIS BLDG.. WINNIPEG. Phiones: 26 349—26 84« Emil Johnson 8EKVIOU ELECrTRIO Rafmagns Contracting — Allskyns rafmagnsáhöld seld og við pau gert _ Eg sel Moffat og McClary elda- vélar og hefi þœr til sýnis d verk- stœði mlnu. 524 8ARGENT AVB. (gamla Johnaon’s bygglngin vl6 Toung Street, Wlnnipeg) Verkst.: 31 507 Heima: 27 286 A. S. BARDAL 848 Sherbrooko 8t- Selur llkkistur og annaat um út- farir. Allur útbúnaður sá beott. Ennfremur selur hann ajlriwaf minnlsvaröla, og legsteina. Skrifstofu tals. 86 607 IlelmlUa Tals.: MMI Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 506 Boyd Building Phone 24 171 WINNIPEG. áÍMPSON TRANSFER Verzla me6 egg-á-dag hwnanafóCur. Annast elénlg um allar tegundlr flutninga. 681 Arlington St., Winnipeg CORONA HOTEL 189 Notre Dame East Verð herbergja frá $1.50 og hækkandi. Símar: 22 935 — 25 237 A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 572 Toronto St. Phone 71 462

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.