Lögberg - 13.12.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.12.1928, Blaðsíða 1
iiftef a. SÓ 41. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 13. DESEMBER 1928 NÚMER 48 Canada. Aukakosningar til s'ambands- þingsins fóru fram í Victoria, B. C., á fimtudaginn í vikunni sem leið. Var þar autt þingsæti vegna þess, að Dr. Tolmie, sem nú er for- sætisráðherra í British Colmbia, sagði af sér þingmensku, sem sambandsþingmaður, þegar hann gerðist leiðtogi íhaldsmanna í British Columbia. Þingmanns- efni íhaldsmanna, D. B. Plunkett, hlaut kosningu með 83 atkvæðum fram yfir gagnsækjanda sinn, Dr. J. D. Mc'Lean frambjóðanda frjáls lynda flokksins. Við síðustu al- mennar kosningar hafði Dr. Tol- mie 2,781 atkvæði fram yfir E. C. C. Martin, sem þá var gagnsækj- andi hans. * * * Sameinuðu bændurnir í Mani- toba, (U. F. M.) hafa farið fram á það við stjórnina, að lækka gjaldið, sem 'bílaeigendur verða árlega að borga stjórninni, ofan í $5.00 fyrir hvern bíl. Svarið sem þeir fengu, var það. að þetta væri því að eins hægt að gera, að toll- urinn á gasolíu væri hækkaður um það, sem þessari niðurfærslu nemur, eða svona um það bil tvð- faldaður. Tekjurnar, sem stjórn- in hefir haft að þessum bíla- keyrslu leyfum á þessu ári, eru komnar yfir eina miljón dala, en bílarnir í fylkinu eru um 70,000. Þessi lækkun á keyrsluleyfi, sem farið er fram á, mundi lækka tekj- ur stjórnarinnar um $650,000 að minsta kosti, og er það svipuð upphæð, eins og þær tekjur, sem stjórnin hefir nú af olíuskattin- um. Eins og stjórnir vanalega gera, lofaði hún að athuga málið. Það voru ekki aðeins bændurnir, heldur líka bændakonurnar, sem fóru fram á þessa lækkun. * * * Sumir námamennirnir brezku, sem til Canada komu til að vinna við uppskeruna, láta heldur bág- lega af veru sinni hér, þegar þeir koma heim, og yfir ástandinu hér yfirleitt. Segja, að hér sé ekki annað að hafa en atvinnuleysi, sult og seyru. Einir sjö af þess- um mönnum höfðu stolist heim með skipi, sem fór frá Montreal til Englands. Fyrir þetta voru þeir sektaðir og dæmdir í fang- elsisvist. Þar gafst þeim tæki- færi til að segja frá sinni reynslu í Canada, og hún var nú eitthvað annað en ánægjuleg. Einn þeirra, Turner að nafni, sagðist að vísu hafa efngið vinnu hjá bónda. en sér hefði verið sagt, að hann væri ónýtur og kynni ekki vinnuna og hefði svo verið rekinn eftir rúma viku. Sagðist hann þá hafa farið að vinna hjá öðrum bónda í grend við Edmonton, en hann hefði ekki borgað sér nema 25 cent á dag. Annar náungi, Daly að nafni, sagðist hafa fengið vinnu hjá svenskum bónda, en hann hefði rekið sig eftir fáa daga, bæði vegna þess, að hann var óvanur vinnunni og kunni ekki svensku, en tók aftur svenskan mann. Hinir höðu svipaðar sögur að segja. Þeir hefðu orðið að vinna 14 klukkustundir á dag og allir verið látnir hætta eftir fáa daga, og þá hefði ekkert tekið við nema sulturinn og allsleysið. Þeir bættu því við, að þetta og því um líkt væri það, sem þúsundir innflytj- enda til Canada ættu við að búa. Við þessum og þvílíkum sögum, taka sum verkamanna blöðin á Englandi, og útbreiða þær sem bezt þau geta. * * * Það er nú talað um, þó óráðið muni það vera enn, að byggja nýj- an iSpítala fyrir berklaveikt fólk 1 Manitoba. Verður hann vænt- anlega, ef til kemur, bygður ein- hvers staðar í grend við Winni- peg. Þykir það nokkurn veginn sjálfsagt, þar sem fólksfjöldinn er hér langmestur. 'Stjórnin hefir látið nefnd manna kynna sér hve margt er af berklaveiku fólki í Manitoba og telst það að vera um þrettán hundruð. Þó er það ekki alveg víst, að alt þetta fólk sé berklaveikt. Hefir ekki verið skoðað svo nákvæmlega. En það er talið áreiðanlegt, að þörf sé á spítala, sem tekur eina 250 sjúk- linga fram yfir það, sem nú er rúm fyrir. * * # Á mánudaginn var byrjað að flytja póst með loftförum milli helztu borganna í Sléttufylkjun- um, Winnipeg, Regina, Saska- toon, Edmonton og Calgary. Frá Winnipeg fór loftfarið kl. 9.10 á mánudagsmorgun, og hafði með- ferðis um 16,000 bréf. Til Regina kom það kl. 11.25, eða 15 mínútum seinna en til var ætlast, en til Winnipeg kom það aftur á réttum tíma kl. 4.30 sama dag. í Re- gina voru önnur tvö loftför til staðar, sem komið höfðu frá Cal- gary of Edmonton um morguninn, og tóku þau við póstinum frá Win- nipeg og fluttu hann áleiðis, en Winnipeg loftskipið tók við þeim þeim pósti, sem þau komu með að vestan og austur átti að fara. Með þessu lagi komast bréf á einum degi milli Winnipeg og Calgary og Edmonton. Hepnaðist þetta alt ágætlega og er sagt, að loftförin hafi þenna dag borið um fimtíu þúsund bréf. Þessum til- raunum með póstflutninga í loft- inu, verður haldið áfram í 19 daga, en hvort þeir þá halda á- fram fer eftir því, hvernig þær hepnast, sérstaklega fjárhags- lega. marz, apríl, maí, júní, júli og ág.; sú seinni yfir september, október, nóvember, desember, janúar og febrúar. Verð árgangsins eru tveir dalir í Canada og Bandaríkj- unum, en átta krónur á íslandi. Ætlast er til, að árgangurinn sé ei 'seinna borgaður en í desember ár hveyt, þegar seinni bókin er komin í hendur áskrifendum. Saga, 732 McGeet IStreet, Winnipeg, Canada. Bandaríkin. í boðkap sínum til neðri mál- stofunnar í Washington leggur Coolidge forseti sérstaka áherzlu á að þingið gæti hófs í öllum fjármálum nú í velgengninni. skipi sérstaka nefnd til að hlynna að bændastéttinni og búnaðar- málunum yfirleitt; samþykki fjár- veitingar til að byggja fimtán ný herskip (fast Crusiers) og sam- þykki Kellogg friðar sáttmálann. * # * John Coolidge, sonur forsetans, er trúlofaður Miss Florence Trum- bull, dóttur John H. Trumbull ríkisstjóra í Connecticut. í samsæti hjá Mr. og Mrs. Ottenson. Á þessum stað er ljút að hressa lund og lesa sögu okkar kæru vina, sem hafa fylgt oss farna, langa stund og fágað gleðiljósum sambúðina. Það er svo gott þá geysa élin köld, að geta fundið yl og samúð þýða, og því er okkur koman hqr í kvðld svo kær og hlý við endurminning blíða. Að geyma andans eld frá bernsku- tíð, er æðsta markið vorra hröðu daga, þá verður létt og ljúft vort æfi- stríð og ljóssins rúnum fáguð okkar saga. Þó líði tíð og lánið sýnist valt, má létta stríðið bróður-hug og vilja. Á haustsins vegum verður aldrei kalt hjá vinum þeim, er takmark lífs- ins skilja. Þið hjón, sem með oss mættuð sæld og þraut og merktuð daginn rausn og kær- leiks vilja, vér óskum gæfan geisli ykkar braut, unz gengur sól til hafs og leiðir skilja. M. Markússon. Valdimar J. Magnússon dáinn. Hann andaðist á heimili sínu, 1121 Ingersoll Str., Winnipeg, að morgni dags, hinn 11. þ.m. Síð- ustu mánuðina var heilsa hans biluð, en rúmfastur lá hann ekki nema fáa síðustu dagana. Waldmar J. Magnússon var 62 ára að aldri, fæddur og uppalinn á Akureyri, en hér í landi mun hann hafa verið rúm 40 ár, lengst af í Winnipeg, og öll þau ár, sem hann var hér í borginni, vann hann hjá Lögbergi og var einn af prenturum blaðsins. Átti hann því meiri þátt í útíiti blaðsins og ýmsum ytra frágengi, heldur en flestir lesendur þess munu hafa hokkurn grun um. Eftir hann lifir ekkja hans og fjögur börn þeirar, tvær stúlkur og tveir piltar, öll uppkomin og hin mannvænlegustu. Með Waldimar J. Magnússyni, er í val hniginn mætur maður og góður drengur, einn af þeim góðu íslendingum, sem í engu vildi vamm sitt vita. Er hans því ein- læglega saknað, ekki aðeins af hans nánustu, heldur einnig af öllum, sem hann Konungurinn Af heilsu hans er það að segja, dð hann liggur enn hættulega veikur og er þungt haldinn, og enn í engum afturbata. Eru nú fullar þrjár vikur síðan hann veiktist, og eru kraftar hans, að því er séð verður af daglegum fréttum, smátt og smátt að þverra. Prinsinn af Wales kom heim til London á þriðjudags- kveldið og gekk þegar á fund föð- ur síns. Hafði hann hraðað ferð sinni alt sem mögulegt var og ferðast 6,000 mílur á níu og hálf- um degi. annað séð, en að framtíð safnað- arins sé vel borgið. Athygli þarf að vekja á því, að varast verður að of-mikið bil verði á milli kynslóðanna eldri og yngri. Hið eldra fólk, einkum miðaldra fólk, á að fylgja unga fólkinu, sérstaklega á guðsþjón- ustur þess. Foreldrar, kennarar, djáknar og fulltrúar, geta ekki þarfara verk unnið en það, að samrýma sig sem bezt yngri kyn- slóðinni og leiðbeina henni með samúðarfullri njerveru sinni á guðsþjónustu stundum þess. Það þektu, og þá'er lífsins heilbrigðasta framþró' ekki sízt af Lögbergi og öllum starfsmönnum þess. Því miður er ekki í þetta sinn, tækifæri til að minnast hans frek- ar. En vér, sem kynst höfum hon- um í mörg ár, söknum hér góðs vinar og ágæts samverkamanns. Saga Tímaritið Saga er nýkomið út, og er þetta seinni bókin af fjórða árganginum. Efni hennar er sem hér segir, talið eftir stafrófsröð: Afturhvarfið: J. ,P. Pálsson; Á Þingvelli 1930: Þ. Þ. Þ.; Draum- ur prestsins: Bogi Bjarnason. — Dýrasögur: Trygð smalahundsins: Björn Pétursson frá Sléttu; Pete: E. S. Guðmundsson; iSandy: E. S. G.; Villikötturinn (þýtt); Hygg- inn hundur (þýtt); Hrafninn og valurinn: Stefán Eiríksson; Söng- elski selurinn (þýtt). — Enginn skyldi höggorm við hjarta ala: J. V. J. (þýtt); Eugene Debs (e. M. S. L.) : Jakobina Johnson þýddi; Er Njála eldri en Þorsteins saga Síðuhallssonar?: Steinn Dofri; Franz Schubert (Aldarfinning): Gísli Jónsson; Gátur; Geita- sveinninn, eða öfgar aldanna: J. Magnús Bjarnason; Gimli: Hjálm- ur Þorsteinsson; Glettur málar- ans: Anatole France; Hugrúnar: Þ.Þ.Þ. íslenzkar Þjóðsagnir— Svipsjónir: Björgv. Guðmundsson; “í skugganum einn eg lúri”: B. G.; Stóru sporin: Halldór Daníelsson; Fjarsýni Bjargar í Reykjahlíð: Sigurj. Bergvinsson; Sá gegnum heilt: M. Ingimarsson; Hulduærn- ar: Jón örn, Jónsson; Frá Birni lóru: J. ö. — Kirkjuferð á jóla- dag: Sig. Júl. Jóhannesson; Krydd (þýtt og frumsamið); Ljóðabréf til Sögu: Baldvin Halldórsson; Perlur: Abraham Raisin (þýtt); Ráðningar á gátum; Sannleiks- segjandinn: Mrs. Southworth; Siðferðislögmál og eigingirni: Ambrose Bierce; Snorri Sturluson og Njála: Steinn H. iDofri; St. Pétur í sálarleit: C. E. S. Wood, S. H. f. H. þýddi; Það sem á vant- aði: Þ. Þ. Þ.; Þrjú kvæði: 'Rich- ard Beck: Lands míns tigna tunga, Nær koma skipin? Lífsmynd. Saga kemur út vor og haust. Fyrri bókin nær yfir mánuðina: Betel. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg, hefir á hverju ári, síð- an gamalmenna heimilið var stofnað, varið töluverðu fé til að gleðja gamla fólkið um jólin. Þeim góða sið ætlar félagið enn að halda uppi, að svo miklu leyti sem efni þess leyfa, en sem stend- ur hefir það litla peninga fyrir höndum. Kemur það meðal ann- ars til af því, að kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar varði miklu fé til að kaupa fyrir húsgögnin í viðbót þá, sem bygð var við heimilið á þessu ári. Þau öll lagði þetta félag til og gaf þau til minningar um frú Láru Bjarnason. Til þess að afla nokkurs fjár, til að gleðja gamla fólkið á Betel um jólin, eins og að undanfðrnu, hefir félagið ákveðið að halda samkomu í samkomusal kirkjunn- ar á þriðjudagskveldið, hinn 18. þ. m., þar sem tekið verður móti því, sem fólk vill góðfúslega láta af hendi rakna í þessu skyni, og er hver og einn sjálfráður að því, hversu mikið hann lætur það vera, því inngangur verður ekki seldur. Kvenfélagið efar ekki að þetta muni hepnast vel. Undanfarandi reynsla hefir ótvíræðlega sýnt, að fólkið í Winnipeg, eins og annars staðar, er ávalt reiðubúið að rétta Betel hjálparhönd og til að gleðja gamla fólkið, en þó sérstaklega um jólin. Samkoman byrjar kl. 8.30 á þriðjudagskveldið. Verður þar til fagnaðar söngur, hljóðfæfaslátt- ur, upplestur og veitingar. Ágætt tækifæri til að njóta góðrar gleði- stundar, auk þess, sem er aðal- atriðið, að gleðj'a gamla fólkið á Betel um jólin. Ársfundur. Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg. Eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu, var hann haldinn hinn 27. nóvember. Einnig hefir þegar skýrt frá kosningu em- i bættismanna. Swlan hafa f«11- trúar safnaðarins skift með sér verkum þannig, að Mr. A. C. John- son er forseti, Mr. T. E. Thor- steinson skrifari, og Mr. Jónas Jó- hannesson féhirðir. Yfirskoðaðir reikningar, sem lagðir voru fram á fundinum, sý^a, að hagur safnaðarins stend- ur ágætlega. Fjárhagsárið náði aðeins yfir tíu mánuði í þetta sinn og höfðu tekjurnar á því tímabili orðið $9,818.99, en útgjöldin $9,618.96, og var því tekjuaf- gangur, sem nemur $300.05. — Fylgir hér með skýrsla sú, er prestur safnaðarins, Dr. Björn B. Jónsson, lagði fram á fundinum: iSIkýrsla um guðsþjónustur og prestsverk í Fyrsta lút. söfnuði í Winnipeg, 1. jan 1928 til 31. okt. 1928 (tíu mánuðir): Guðsþjón- ustur 83, altarisgöngur 487, skírn- ir 27, fermingar 33, hjónavigslur 35 greftranir 22. Innritast í söfn- uðinn 67. Skýrslu þessari um embættis- verk mín mættu, ef til vill, fylgja örfá orð um hag safnaðarins á þessu fagnaðarári, sem nú er senn runnið í aldanna skaut. Árið hefir að mörgu leyti verið TIL HELGU, ekkju Stephans G— Þótt falli að glugga fanna lín, er frost og skugga með sér bera- óðs eg brugga öl til þín, ef í því huggun kynni að vera Svipult gengi flýr oss frá, að fölu mengi hníga meiðir; sá kann engan sigur fá, sem ei gengur brattar leiðir. \ lEnn þér hlýnar aftan blær og yngir þína rós á vanga, sorgir dvína, sárið grær, sól þér skíni’ um daga langa. Þú ei hefir hnotið, aldrei áð, þín æfi er krotuð meðal fanna — einnig notið, unnað, þráð, og alla hlotið virðing manna. un, þá fólkið, sem lifir daginn 1 dag, lætur sér mest um það hug- að, að undirbúa morgundaginn. Sé það ávalt markmið fólks í þess- um, söfnuði. Að sjálfsögðu hafa mætt oss erfiðleikar á þessu ári, sem öðr- um árum. Það tafði mjög fyrir safnaðarstarfi í byrjun haustver- tíðarinnar, að hér í borginni gekk illkynjuð landfarssótt, svo loka varð sunnudagsskólum sem öðr- um skólum og takmarka funda- höld og samkomur. Sunnudags- skóladagar urðu því færri þetta ár og ungmennafélögin urðu síð- búin. En furðu fljótt komst þó starf það aftur í gott horf. Á ári hverju heggur dauðinn skörð í bræðrafylking vora. Af þeim, sem fallið hafa frá á tíu mánuðunum síðustu, þeirra er gamlir og alkunnir safnaðarlimir eru, má nefna ólaf Freeman, Guð laugu Fredrickson, Halldór K. Halldórsson, Stefaníu Johnson og Ásmund Jóhannesson. Það minn- ir oss, sem eftir stöndum, á þessi orð frelsarans: “Verið þar fyrir vakandi, því þér vitið eigi daginn né stundina.” Nú eigum vér mikið verk fyrir höndum hér í söfnuðinum — meira verk, en nokkuru sinni fyr. Vinn- um verkið a 11 i r, — allir eitt í anda, allir með það eitt fyrir aug- um, að “Guð í öllum greinum veg- samist fyrir Jesúm Krist.” B. B. J. Ferðalög THÓRSTÍNU JACKSON. 'Eftir að hafa farið um flestar bygðir íslendinga í Canada, sambandi við íslansdförina 1936, af hálfu Cunard eimskipafélags- ins, flutti Thórstína Jackson er- indi í Goodtemplarahúsinu hér í söfnuðinum sannarlegt fagnaðar- borginni, við svo mikla aðsókn, að ár. Afmælishátíðin færði söfnuðin um mikla blessun. Hin ágæta sam- vinna fólks að öllum undirbúningi og hátíðarhöldin sjálf, dagana 4. nóv. til 8. nóv. sameinaði hinn mikla mannfjölda, er heyrir til söfnuðinum eða fylgir honum, í fagnaðaríka einingu, og jók hjá oss áhuga og trú, Þrátt fyrir feikilegan tilkostn- að við aðgjörð og prýði á kirkjunni og við hátíðarhöldin er fjárhagur safnaðarins í bezta lagi, eins og hinar mörgu f járhagsskýrslur, sem lagðar eru fyrir fundinn bera með sér. Ánægju-auki er það oss öllum, að margt fólk hefir innritast í söfnuðinn á næstliðnum tíu mán- uðum. Mesta framför í lífi safnaðar- ins tel eg aukinn áhuga hins yngra fólks. Hin mörgu félög unglinga og yngra fólks eru með miklu fjöri og fer þar vaxandi verulegur áhugi fyrir kirkjumál- um og kristindómi. Með þeim horfum, sem nú eru, verður ekki eigi komust fleiri að. Sýndi hún auk þess fjölda af fögrum mynd- um, víðsvegar frá. Dr. B. J. Brandson, setti mót þetta með skörulegum inngangs- orðum, eins og honum er lagið, og stýrði því. Það má óhætt segja um mót þetta, að það tækist í alla staði vel. Var erindi Thórstínu sér- lega fróðlegt og skipulega flutt. Auk þess skemtu með hrífandi söng, þau Mrs. B. H. Olson og Mr. Paul Bardal. Thórstína lagði af stað á mið- vikudaginn suður til Chicago, en hygst að verða komin til heimilis síns í New York, um jólin. Fyrirlestraför Thórstínu um nýbygðir vorar, hefir verið rétt- nefnd sigurför. KENNARA vantar fyrir Vestri skóla, No. 1669; kenslutímab. byrj- ar 1. febrúar og endar 30. júní. Umsækjandi tiltaki kaup, og mentastig, einnig meðmæli. Til- boð /að vera komin fyrir 10. jan. S. iS. Johnson, sec.-treas. Box 9, Árborg, Man. Stúdentablaðið. Þess var á síðastliðnu sumri getið í ísl. blöðunum hér í Win- nipeg, að rit það er Stúdentaráð háskóla íslands gefur út, og nefn- ist “Stúdentablað”, væri nú orðið að mánaðarriti; en það hafði áð- ur verið ársrit.. Innihalds tveggja fyrstu mánaðarblaðanna (frá apr. og maí) var all-ítarlega getið í Lögbergi og sagt frá því, að eg, undirritaður, tæki á nmti pöntun- um fyrir blaðinu hér vestra fyrst um sinn að minsta kosti, og að á- skriftargjaldið væri $1.50. — Nú vildi eg vekja á ný athygli menta- lýðs meðal |Vestur-ís(lendinga á blaði þessu, því mér þykir sjálf- sagt, að einhverjir meðal þeirra muni vilja eignast tímarit, er stéttarbræður þeirra á íslandi gefa út, líkt og skólalýðurinn hér í landi gerir, við hinar ýmsu mentastofnanir. í bréfi til mín nlætur ritstjóri Stúdbl. hr. Lárus Sigurbjörnsson, cand. phil., í ljós þá ætlan sína, að sennilega muni ísl. mentalýður hér vestra, þeir af honum að minsta kosti, sem enn leggi eyra við hjartaslög þjóðar sinnar og móðurmáls, líklegir til' að vilja kynnast áhugamálum og anda- stefnu ísl. stúdenta, eins og slikt opinberi sig í þeirra eigin mál- gagni. ‘‘Forspjall’’ ritstjórans í fyrsta mánaðarblaðinu, er á þessa leið: “Svo sem kunnugt er, hefir Stú- dentaráð Háskólans gefið út ‘IStúdentablaðið” í fjögur undan- farin ár. Hefir blaðið komið út í eitt skifti á ári 1. desember, og verið hátíðarrit stúdenta á degi þessum. — Eins og fyrsta blaðið, sem út kom af Stúd.bl. (1. des. 1924) ber með sér, var það tilætl- unin, að blaðið kæmi nokkuru oft- ar út en í þetta eina skifti á ár- inu, til þess, eins og komist er að orði, “að gefa þeim, sem um slíkt hirða, sem fjölbreyttasta heildar- mynd af andelgu lífi háskólastú- denta.” Þessu markmiði varð auðvitað ekki náð með einu riti á ári, riti, sem auk þess bar á sér flest einkenni hátíðarrits; en vin- sældir blaðsns og eftrtekt sú, sem það vakt á stúdentum og málum þeirra, virðist benda ótvírætt í þá átt, að þjóðin muni leggja hlustir við máli stúdenta, eins og það myndi flutt í mánaðarblaði, sem kæmi út reglulega, a. m. k. há skólaárið.” — Um stefnu blaðsins segir ritstj. enn fremur þetta: “Rétt er að taka það fram, að í hðfuðatriðum mun blaðið í hinni nýju mynd sinni fylgja þeirri reglu, að vinna ekki fyrir neinar ákveðnar stefnur í þjóðfélags- eða mentamálum, sem uppi eru með þjóð vorri nú, heldur kosta kapps um að gera öllum stefnum jafnt undir höfði. Dóma um menn og málefni munum vér þó eigi leiða hjá oss, en þó haga þeim svo, að sem flestar skoðanir fái að njóta sín, má enda segja, að vér byggj- um blaðið á þeirri staðreynd, að meðal stúdenta eru menn nákomn- ir öllum stéttum landsins og úr öllum héruðum landsins, svo eng- inn hörgull ætti að vera á mál- svörum fyrir allar stefnur.” Blöðin frá okt. og nóv. eru ný- komin hingað vestur, og flytja þau ýmislegt læsilegt efni í bundnu og óbundnu máli. — Fyrsta greinin í okt.-blaðinu er eftir ritstjórann, og er á þessa leið: “Stúdent. » Ár eftir ár. Og aftur í ár stendur stúdent í hópi félaga sinna á skólaþrepun- um og syngur: A, a, a, valete studia. Valete studia. Hann kveður gamla skólann beinlínis með virktum — með söng — til þess í sömu andránni að depla augunum frammi fyrir ásjónu lífsins, hins máttuga, hins dularfulla. Það beið hans þó, þrátt fyrir alt. Valete studia. Gamall stúdent horfir á eftir bifreiðunum, sem þjóta upp úr bænum með hina glöðu Þingvalla- fara. Hann svarar kveðjunum, veifar, brosir og veifar aftur. Því einnig hann stóð einu sinni á skólaþrepunum og söng: Valete studia. En hvers vegna leggur honum nú sting fyrir brjóst? Honum, sem ekki vildi gera kaup, þótt boðin væri öll veröldin fyrir að hafa farið á mis^jvið þau fáu augna- blik, er hann stóð á skólaþrepun- um, grænn í gegn, og drap titlinga framan í lífið. Bros þú, bros. Því einnig þetta er lífið, hið dularfulla.” Fyrirsagnir annara ritgerða í okt.-blaðinu, eru þessar: Sumar- ið, Frá Stúdentamótinu í Stokk- hólmi, Nestor guðfræðisdeildar- innar (með mynd), Stúdentagarð- urinn (með myndum), Bækur, Setning Hóskólans, Guðfræðis- kandidatar vorið 1928 (m. mynd), Frá stúdentum. Þá eru þar og tvö smákvæði: “Að skilnaði” eft- ir Sigurjón Guðjónsson frá Vatns- dal, stud. theol., og “Það kveldar”, eftir Kristján tíuðlaugsson, stud. jur. — Það hljóðar svona: , Það kvöldar. Reikar um rauðgul blöð roði frá aftansól, gullofin sýnast sund, sveitin í nýjum kjól. Blágresið hátt í hlíð hýrnar1 við sólaryl, glitra hin gulu strá, gleðinnar finna til. Úða frá lífsins lind leggur um hreysi’ og bæ, hingað ber unaðsóð utan frá lygnum sæ. Skuggar á legi og laut lengjast, þá andar frið utan frá auðri nótt inn yfir lífsins svið. Sólin, er gleði gaf, gengin er braut á ný, lengst út á blámans beð blóðlituð hvíla ský. Daggperlur bera blóm, biðja um meira skin, gleðin er breytt í grát, — grát yfir horfnum vin. Hylur sem helgilín húmblæja dal og fjörð, alt það, sem líf er léð, lýtur í bænagjörð. Sorg þagnar, svefninn vær sveimar um auðan geim, draumanna brenna blys, birta upp nýjan heim. 1 nóvember blaðinu er innihald- ið þetta: Samband ísl. stúdenta- félaga, Leifur Guðmupdssop, minning (með mynd), Stúdenta- búgarður, Vinna við Stúdenta- garðinn, Stúd.ráðskosning, Ljóð, (mikið og nýstárlegt), eftir Tómas Guðmundsson, Leikhus, Nýr vis- indamaður, Kveðja frá norræna mótinu, Bækur, 1. desember og Frá stúdentum. Blaðjð fyrir desember verður stórt og efnismikið; að því stend- ur, auk ritstjórans, nefnd er til þess var kjörin af Stúd.ráðinu. Stúdentablaðið er í svipuðu broti og ‘‘Óðinn”, 16 blaðsíður, prentað á góðan pappír, með skýru letri og góðum myndum. Þeir, sem eignast vilja blaðið, geta sent pantanir til mín. Gja’d- dagi blaðsins er í október. Af þessum árgangi eru komin hingað fjögur blöð, fyrir apr., maí, *>kt. og nóv., og von á desember blað- inu um miðjan þenna mánuð. Pöntunum sinni eg tafarlaust, og sendi enda ein tvö eintök til sýnis, ef æskt er. S. Sigurjónsson, 724 Beverley St., Winnipeg. TIL ISLENZKRA BARNA OG FORELDRA. Á laugardagskvöldið kemur, þ. 15. þ.m., verða sýndar íslenzkar myndir í Jóns Bjarnasonar skóla á Home St., nálægt Sargent, að til- hlutan deildarinnar “Frón”. Ar- inbjörn Bardal hefir góðfúslega lofast til að sýna myndirnar, og óskar deildin Frón að sem flest börn og foreldri komi og sjái myndirnar. Þar sem ekki var hægt að byrja laugardagsskólar kenslu fyrir hátíðar, þá kom stjórnarnefnd Fróns sér saman um að hafa þessa kvöldskemtun áður en laugardagsskólinn byrjar. Komið öll kl. 8 á laugardags- kvöldið. Nefndin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.