Lögberg - 13.12.1928, Síða 2

Lögberg - 13.12.1928, Síða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER 1928 T.SKIN i'JSSSSSSSSs HVAD VIRDIST YDUR UM KRIST? (Matt. 22, 42.) Það enn er, Jesús, eins og fyr, að ýmsir deila’ um þig. En mig, sem vinur vin, þú spyr: Hvað virðist þér um mig? Hvað virðist mér ? Ef sekt og synd mig særir lífs á slóð, Þá er þitt nafn mér líknarlind og lausnargjald þitt blóð. Hvað virðistj^iér? Ef veikan mig til verka kveður þú, mér hjálpar eitt: að hrópa’ á þig af hjartans ást og trú. Hvað virðist mér? 1 þungri þraut ef þróttur dvínar mér, mig leiðir þú um líknarbraut í ljós og frið hjá þér. • / Hvað virðist mér? Eg veit það eitt, hvað varst og ertu mér: að hvíld og gleði hjartað þrevtt fær hvergi, nema’ í þér. .—Heimilsbl. B. J• ÚLEDIRR^GUR YFIR BANABEDI. segir svo frá í, bók sinni: helgidóma Heilagrar Ritn- Gustav Nielsen “A gönguför um ingar:” Eg sat eiim sinni við banabeð á sjúkrahúsi einu í Savanger. Hét sá Marteinn, er þar lá. Hann var með hitasótt, aðfram komimá Ferju- bátur dauðans var að leggja að lífsströnd hans, til að flytja hann yfir móðuna og heim til Drottins. Við vorum að tala um lífið eftir dauðann. Það var lfkt á komið með Marteini, eins og Páli forðum: hann langaði til að fara héðan og væra með Kristi. Einasta þráin hans var Drottinn Jesús. Hugsun hans um lífið eftir ^dauðann snerist eingöngu um blessaða per- sónu Hans, sem nú beið hans þar. Yfir þessari strönd dauðans sá eg ofurlít- inn hlett af heiðum himni guðsríkis — þeim himni, sem á að verða heimkynni útvaldra. — Heimsóknartíminn var á enda. Við urðum að kveðjast, og okkur var það ljóst, að þetta mundi vera .síðasti samfundur okkar hérna megin. En svo vaknaði hjá mér löngun til að biðja hann bónar, áður en við skildum, og sagði: “Viltu gera eitt fyrir mig, Marteinn, áður en við skiljum?” “Hvað er það-f” “Viltu lofa mér því, að flytja Drotni Jesvi kveðju mína og biðja hann að gæta mín, er eg held áfram ferð minni um þennan dimma dal?”------ Það leið góð stund. Hann svaraði engu. Eg hélt, að hann hefði ekki skilið mig, þess vegna endurtók eg beiðni mína. Og þá kom svarið — hljótt og rólega: j> “Eg get ekki lofað því, Gustav.” “Geturðu ekki? Hvers vegna?” “Af því að eg held, að þegar eg fæ að sjá Drottinn Jesúm, þá mwni eg gleyma bæði þér og öðrum.”-------% Þig furðar það víst ekki, að augun fyltust fagnaðartárum. Mér skildist það þá — eða eg hefi eins og hugboð um það, hvernig það mun verða, þeg- ar sú stund kemur, er við fáum að sjá blessað- an Frelsarann okkar eins og hann er. Það verður þá Hann — og Hann “sem sjálfur Yyllir alt í öllu.” Þar lofa eg hann, sem lausn mér vann, með ljóssins englaskara —Heimilsbl. ' A. Jóh. eirm, garð Hún hann lá í ÖXIN I GARÐINUM. Grímsi skauzt fyrir húshornið og út i með lítinn stokk undir hendinni og reku. Sigga litla systir haps mátti ekki sjá jarða veslings litla hænuungann, sem stokknum, allur þakinn blómum. Sigga átti hænu-ungann og hann var uppá- haldið hennar. Hún hafði búið um hann inni í húsi, og hann elti hana allstaðar. Hann var reyndar fyrir öllum; en af því hann var uppá- haldið hennar Siggu litlu, amaðist enginn við honum—nema kisi. _ Kisi sá enga ástæðu til þess að hafa þennan heimska unga í svo miklum hávegum, og eirifl dag, þegar lá illa á honum, stökk hann á ungann og drap hann. Þá varð mikill harmur hjá Siggu litlu. Hún grét lengi yfir honum; ogsvo fór hún að hugsa- um að sjá honum fyrir heiðarlegi útför. Hún fann lítinn stokk, og í honum bjó hún um ung- ann og þakti hann allan fallegustu blómunum, sem hún gat fundið. Grímsi náði svo í stokk- inn án þess að Sigga vissi, og ætlaði að flýta sér að grafa hann áður en hún kæmi, til þess að hlífa henni við þeirri geðshræringu, að fylgja honum til grafar. En það mLstókst. Sigga kom að honum með- an hann var að taka gröfina. “Mér þykir vænt um, að þú hefir valið svona fallegan legstað,” sagði hún. “Hann var oft óþægilega fyrir okkur, það er satt. Og bráðum hefði hann orðið stór, og þá hefðum við ekki getað haft hann inni. En eg skal samt aldrei vera góð við kisu aftur — nei, aldrei!” “ Vertu nú ekki svona ósanngjörn, Sigga mín,” svaraði Grímsi með mestu hægð; “kisi hafði ekki vit á því, hvað liann var að gjöra; hann er ekki nema köttur og hann vissi ekki, að þér þótti vænt um ungann. Og unginn verður ekki lifandi.aftur, þó að þú sért vond við kisa. Þið ættuð að grafa handöxina og vera vinir.” “Til hversætti að grafa handöxina?” spurði Sigga; slíkt hafði hún aldrei heyrt áður. Grímsi gat ekki varist hlátri, þó hann væri við jarðarför. “Það þýðir að hætta að rífast,” svaraði hann; “að hætta að vera reiður. Þeg- ar Indíánar eiga í ófriði og vilja semja frið aftur, þá grafa þeir handöxina. Það táknar, að þeir ætli að hætta að berjast. ” “Hætta menn þá altaf að rífast, þegar búið er að grafa öxina?” spurði Sigga. “Auðvitað,” svaraði Grímsi. “Til þess er það gjört.” Þegar þau voru búin að ganga frá leiðinu litla, urðu þau samferða heim að húsinu, og Sigga var mjög hugsi.------- Seinna um daginn kom Halldór, bróðir Gríms og tveim árum eldri en hann, að húsdyr- unum, og kallaði byrstur: “Grímsi, hvar hef- ir þú látið öxina?” “Eg hefi ekki verið með liana,” svaraði Grímsi. “Þú hefir víst verið með hana,” kallaði Halldór aftur. ‘Þú hefir þann ósið að hand- leika alla skapaða hluti og manst svo ekkert, hvar þú skilur þá eftir. Komdu undir eins og leitaðu að öxinni.” Nú fór Grímsa að renna í skap. “Þú getur leitað að henni sjálfur, ef þig vantar hana,” kallaði hann út aftur, “því eg liefi ekki snert hana og veit ekkert um hana.” “Látið þið ykkur ekki koma svona illa saman, drengir,” sagði móðir þeirra. En hún komst ekki að með meira, því Sigga litla kall- að i upp yfir sig með gráthljóði: ‘ ‘ Það dugði ekki! Eg reyndi það, og þaB var ekki satt. Grímsi sagði, að ef öxi væri grafin niður, þá hættu menn að rífast. Eg gat efcki fundið litlu öxina, svo eg druslaði eldivið- aröxinni út í garðinn og gróf hana hjá ungan- um. Og ykkur drengjunum hefir aldrei kom- ið ver saman en nú.” “Allir fóru að hlæja. “Hvar lét hún hana?” spurði Halldór með mestu stillingu. “Komdu með mér,” sag'ði Grímsi eins blíð- lega og hann gat; “eg skal sýna þér það.” Þeir voru ekki lengi að ná öxinni upp, því Sigga hafði ekki grafið hana djúpt. “Eg er hræddur um, að hún hafi ekki graf- ið hana nógu djúpt, til þess að varanlegur frið- ur verði,” sagði Halldór brosandi við bróður sinn. “En okkur væri samt alveg óhætt, að láta okkur koma dálítið betur saman. Eg skal reyna það fyrir mitt leyti, ef þú vilt reyna það líka.” “Samþykkur,” svaraði Grímsi. Og síðan má alt af eiga það víst, að ef ónota- orð heyrast á því heimili, tþá verður einhver til að segja: “Ætli það sé ekki bezt, að við för- um með öxina út í garðinn?” — Sam. 1914. DROPINN. Maður, sem átti heima í stórri borg, var van- ur að ganga á kveldin þangað, sem flækingar héldu til, og taka einhvern einn þeirra með sér og útvega honum næturgistingu og morgunmat. \'inur hans einn átti tal við hann um þetta og benti honum á, að hann mætti eins vel hætta við þetta, því það munaði ekkert um það, — það væri ekki nema eins og dropi í sjóinn. “Það getur vel verið,” svaraði hinn, “en það er dropinn, sem eg á að hugsa um. ” Ef að hver og einnhu gsaði um “dropann sinn”, þá væri minna af eymd og sársauka í mannlífinu. Og enginn er svo aumur, að hann geti ekki gjört einliverjum eitthvað gott, ef að viljinn ér góður. BLAD AF IIIMNUM OFAN. r Hátt uppi í heiðríkjunni flaug engill með blóm úr urtagarði himnaríkis og í því hann þrýsti kossi á blómið, þá fór af því agnarlítið blað og féll niður á leðjuga jörðina mitt í skóg- inum, og óðara kom það undir sig rótum og skaut sér upp á meðal hinna jurtanna. “Það er skringilegur nýgræðingur að tarna,” sögðu þær, og enginn vildi við hann kannast, hvorki þistillinn né brenninetlan. “Það er víst einhvers konar garðvöxtur ”, sögðu þær og hlógu, og svo var plantan -til athlægis fyrir það. að hún var garðvöxtur, en hún óx og óx fram úr öllum öðrum og skaut frá sér löngum tein- ungum vítt um kring. “Hvert ætlarðu?” sögðu þistlarnir háu, sem höfðu þorn á hverju blaði, “þú ert nokkuð sveimmikil, þykir okkur. Þetta tekur þó engu lifandi tali, ekki getum við staðið hérna til þess að bera þig og halda þér uppi.” Veturinn kom og snjórinn lá á plöntunni, en af henni fékk snjóbreiðan Ijóma líkt sem sólar- ljós streymdi gegnum hana að neðan. Um vor- ið stóð þar svo vöxtuleg blómjurt, að engin var slík í öllum skóginum. Svo kom prófessorinn í grasafræði, sem hafði það svart á hvítu, að hann væri það sem hann var; hann skoðaði plöntuna, liann beit í hana, en hún stóð ekki nefnd í grasafræðinni hans; hann gat með engu móti fundið til hvaða flokks liún heyrði; hún var ekki tekin upp í “systemið.” “Ekki tekin upp í systemið,” sögðu þistl- ar og netlur. Stóru trén umliverfis sáu livað um var að vera og1 heyrðu hvað sagt var, en lögðu ekki til málanna, hvorki gott né ilt, og það er líka ætíð það vissasta, þegar maður er heimskur. Þá átti þar leið um skóginn fátæk stúlka, saklaus; hjarta hennar var hreint, dómgreind- in mikil fyrir trúna; alt erfðafé hennar hér í lieimi Var gömul biblía, en frá blöðum hennt.r talaði guðs rödd til hennar og sagði: “Ef mennirnir eru þér illviljaðir, þá minstu þessara orða Jósefs: “Þér ætluðuð að gera mér ilt, en guð sneri því til góðs.” Ef þú þolir órétt, ef þú ert misskilinn og s\úvirtur og tortryg'ður, þá minstu hans, liins hreinasta og bezta, sem þeir spottuðu og negldu á krossins tré, þar sem liann bað þessa bæn: “Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera.” Hún staðnæmdist frammi fyrir hinni und- ursamlegu himinjurt, sem angaði svro sætt og endurlífgandi með grænu blöðunum sínum og skartaði .svo dýrðlega með blómum sínum í glaða sólskininu að heita mátti flugeldadrífa hinna skrautlegustu lita. Og frá hverju blómi ómaði svo ríkt sem geymdi það í sér þann hinn djúpa brunn sönglaganna, sem aldrei tæmist, þó árþúsundir líði. Hún horfði með fróms hugar fjálgleik á alla þessa guðs dásemd, hún sveigði niður eina af greinunum til þess að geta vandlega skoðað blómið og andað að sér ilm þess; og' það gerði bjart í huga hennar svo und- ur vel; hún hefði gjarnan viljað fá sér blóm, eu hún gat ekki fengið af sér að brjóta það af, hún þóttist vita, að hjá sér myndi það fölna? hún tók því aðeins eitt af grænu blöðunum, fór með það heim og lét í biblíuna sína, og þar lá það alt af glænýtt, sígrænt, óvisnandi. Það lá geymt milli blaðanna í biblíunni og ásamt biblíunni var það látið undir höfuð ungu stúlkunnar, er hún fáum vikum síðar hvíldi í líkkistu sinni með dauðans helgu alvöru á á- sjónu sinni, eins og duftið jarðneska bæri það utan á sér skýrt afmótað, að nú stæði hin lgtna frammi fyrir guði síflum. En úti í skóginum blómgaðist himinjurtin dásamlega, hún var nú undir það til að líta eins og tré og allir farfuglar komu og lutu henni, einkum svölumar og storkarnir. “Þetta eru útlend annkringislæti, ” sagði þistill og loðgresi, “svona gætum við hér heima aldrei hagað okkur.” Og skógsniglarnir skirptu á blómtréð.. Og samtímis kom svínahirðirinn, bann rykti upp þistlum og mnnum, er brenna skyldi til ösku, og undratrénu kipti hann líka upp með rótum eins og þa* var sig til og fékk það með í bindinið. “Það er bezt, að það vinni sitt gagn líka,” sagði hann og svo var það gert. En nú hafði konungurinn þar í landi ár og dag þjáðst af megnasta jiunglyndi; hann var iðinn og starfsamur, það stoðaði ekkert; menn lásu fyrir honum djúpsæ rit og menn lásu fyr- ir honum þau allra léttustu, sem fengist gátu. Það stoðaði ekki heldur. — Þá kom boð frá ein- um af heimsins mestu spekingum, menn höfðu sem sé leitað til lians, og hann lét þá vita, að til væri óbrigðult meðal, sem veitt gæti hinum þjáða konungi fróun og fullan bata. “I kon- ungsins eigin ríki vex úti í skóginum planta ein af himni kynjuð og upprunnin, hún er svo og svo útlítandi, ómögulegt um að villast,” — og svo fylgdi með uppdráttur — hún var svo sem auðþekt. “Hún er græn vetur og sumar; tak af henni glænýtt blað á hverju kveldi og legg við enni konungsins, þá mun birta yfir hugsun- um hans, og um nóttina mun hann drevma inn- dælan draum, sem styrkir hann undir næsta dag. ’ ’ Þetta var fullgreinilegt og allir doktorarnir og grasafræCisprófessorinn fóru út í skóginn. — Já, en hvar var plantan? “Hún hefir víst slæðst. í bindinið hjá mér”, sagði svínahirðirinn. “Hún er orðin að ösku fyrir langa löngu, mér varð það svona í grand- leysi, því eg vissi ekki betur.” “Vissir ekki 'betur,” sögðu þeir allir, “hví- lík skelfileg fáfræði,” og þau orð mátti svína- hirðirinn taka til sín, því hann var það, sem þeir áttu við, og enginn annar. Ekki nokkurt blað var eftir, það eina, sem til var, lá í kistu hinnar framliðnu, og um það vissi enginn. Og konungurinn kom hnugginn út í skóginn þangað sem plantan hafði vaxið. “Hérna hef- ir plantan staðið,” sagði hann, “það er helgur staður”. Og gróðrarstaður plöntunnar var umgirtur með gullnum grindum og skipað svo fyrir, að hjá þeim skyldi standa vörður og það bæði dag og nótt. MlV Grasafræðisprófessorinn samdi ritgjörð um himinjurtina og fyrir það rit var hann gyltur sjálfum sér til mikillar ánægju og sú gylling skartaði mætavel á honum og hans nánustu. og það var nú það sem gleðilegast var í sögu, því plantan var á burtu og konungurinn dapur og hnugg'inn, — “en það var hann líka áður,” sagði grindavörðurinn. — Stgr. Thorst. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg Professioi |i íal Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 HeimiU 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN fsl. lögfiM'ÍUiigar. SkJifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Poi-tage Avo. P.O. Box 1656 Phonea: 26 849 og 26 840 DR 0. RJORNSON 216-220'Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tfmar: 2—3 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNSON • íslenzklr lögfræðingar. 356 Maln St. Tals.: 24 »63 peir hafa etnnig ekrifstofur að Lundar, Riverton, Glmli og Plnoy og eru þmr að hitta á eftlrfylgj- andl tímuim: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrstn fimtudag, Gimli: Fyrsta miðvikudag. Piney: Priðja föstudag í hverjum m&nuði DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manjtoba. Símar: Skrifst. 21033. Heima 71753 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. HeimiU: 373 River Ave. Tals.: 42 691 * JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. PHONE: 22 768 DR. A. BLONDAL Medical Art« Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Sfmi: 28 180 l G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfríéðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg DR. J. OLSON Tatinlu'knlr 216-220 Medloat Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 824 HelmlUs Tais.: 88 62« A. C. JOHNSON »07 Confederation Liíe BM* WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundls. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasími: 33 328 DR. G. J. SNÆDAL Tannhrknlr 314 Sonierset Block Cor. Portage Ave. og Donald St. Talslmí: 28 88» J. J. SWANSON & CO LI.MITED R e n t a 1 s Insurance RealEstate Mortgagei 600 PARIS BLDO.. WINNIPEG. Phiones: 26 349—2S 340 DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke 8t. Selur llkkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnaður sá bestd. Ennfremur selur hann allakonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu tals. 86 607 HeimlUs Tals.: 58 >01 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street Þriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 8—6 e. h. Dr. C. H. VR0MAN Tannlœknir 605 Boyd Building Phone 34 171 WINNIPEG. Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. SIMPS0N TRANSFER Verzla með egg-á-dag hænsnaíóður. Annast einnig um allar tegundlr flutninga. 681 Arlington St., Winnipeg Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block Yorkton, > * Sask. CORONA HOTEL 189 Notre Dame East Verð herbergja frá $1.50 og hækkandi. Símar: 22 935 — 25 237 FowlerQptical^ QSLE E /r E R J 294 CARLTON ST. A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 572 Toronto St. Phone 71 462 KEENO Eins og auglýst er í dagblöðun- um, fæst það í Winnipeg hjá The Sargent Pharmacy Ltd. 709 Sargent Ave. Winnipeg Sími 23 455 Verð: ein flaska $1.25, þrjár flsk. $3. Póstgj. 15c og 35c.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.