Lögberg - 13.12.1928, Page 5

Lögberg - 13.12.1928, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMlBER 1928 Bls. 5 1 meir en þriðjung aldar haf» Ðodd’a Kidney Pills verið viður kendar rétta meðalið við bak verk, gigt, þvagteppu og mörguir fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beinl frá The Dodds Medieine Co., Ltd. Toronto, ef borgun fylgir. ar þreytu sinni, eftir hita dags- ins, í kvöldsins undursamlegu kyrð og hvíld. Maðurinn lætur þreyttar höndur síga, sem hvíld- inni fagna. Hann situr hljóður og undrast alla þá guðdómlegu fegurð, er hann sér . Hann er gjörsamlega hrifinn í anda og gagntekinn af þessari samblönd- un fegurðar, friðar og himnesks unaðar. Alt lofar lífið og skap- arann, býður góða nótt og^tekur á sig náðir. Eilíf föðurleg elgka vakir og syngur vögguljóð: — "Firður, — friður sé með yður.” “Friður á jörðu.” “Minn frið gef eg yður.” En í skugga jarðneskr- ar fullsælu felur óvinur friðarins sig, — eyðileggjarinn, og hefur áhlaup sitt að öllum óvörum. Alt er vægðarlaust rifið upp af fasta sefni. Himininn er biksvartur, eldingar æða, regnið bylur á hús- þökunum, stormviðrið hamast í heiftarmóði, húsin skjálfa og nötra, stórviðurinn í skógnum fellur sem brotinn reyr til jarð- ar. Myrkur og rok, regn, þrumur og eldingar gera ófriðarnótt eyði- leggingarinnar ægilega og mann- skæða. Bústaðir manna fjúka og líf týnast; en eftir ofviðrið kem- ur hið undursæla logn og blíða — friður, friður. Hjúkrandi hendi almættisins bindur um sárin eft- ir storminn. Sjómaðurinn hefir einnig sína sögu að segja um lognið blíða eft- ir storminn. Hann hefir séð hvít- faldaðar öldur rísa himinháar og beljandi b'rotsjóa velta sér yfir öldusjóinn hans. Hann hefir séð hinar rammefldu dætur Ránar brjóta fullmönnuð hafskip í spón og sökkva þeim í sjávarins djúp. Hann hefir séð sér dauðann bú- inn, sitt eigið skip illa leikið, afl- viði brotna, bönd slitna og starfs- bræður sína skolast yfir borð; en alt í einu hefir runnið af kára bersejrksgangurinn, ^flvana öld- urnar stlettst til og frá og hjaðna, og lognið blessað komið eftir storminn. Allar núlifandi, fulltíða mann- eskjur kannast við sæluboðun friðflytjandans eftir ófrilðairbál- ið mikla. iStríðsfregnin smaug inn að hjartarótum þjóðanna líkt og stálköld eiturmögnuð ör, og henni fylgdu skelfingar einar og dauði, en á eftir storminum kom græðarinn, engill friðarins og boðaði frið, frið, og hvílík ólýsan- leg og ógleymanleg fagnaðarlæti vakti þetta litla orð um allan heim. Allar1 þjóðir fögnuðu logninu eft- ir storminn. Aldrei hefir meira verið rætt um frið, en á þessum árum, sem eru að líða. Góður og göfugur vilji sannra mannvina stendur vafalaust á bak við alt það mikla friðartal og starf, og það er ekki lengur ineinum va!fa 'bundið, að friðurinn kemur, allsherjar frið- ur. Allar mentaðar og kristnar manneskjur eru stöðugt að sann- færast betur um þann sannleika, að tíminn er í nánd, þá verða mun “ein hjörð og einn hirðir.” Aðeins eru menn ekki á eitt sáttir um það, hvernig friðurinn muni koma, á hvern veg guðsríkið muni að lokum birtast til fulls á jörðinni. Vér verðum að gefa hverjum ein- um fullan rétt á skoðunum sínum í þeim sökum, og leitast við að virða þær, en vér verðum umfram alt að kosta kapps um að vera Guðs börn, sönn friðarins börn, fullkomin, eins og faðir vor í himnunum er fullkominn. Enn á ný rennur sá tími ársins upp yfir hverja kristna þjóð, sem rifjar upp friðarboðskapinn mikla í hjörtum allra velhugsandi manna, og af heilum hug og hjarta ættum vér íslendingar að. syngja: “Er vetrar geisar storm- ur;,stríður, þá stendur hjá oss friðarengill blíður.” Með þessum gullfallegu orðum sálmaskáldsins ættum vér að reka ófriðarengilinn á dyr, sem enn þá gengur of mik- ið manna á milli, í voru fámenna þjóðfélagi. Það er sárt að sjá og heyra, að jafnvel þeir, sem falleg- ast tala um friðinn, og sjálfsagt þrá friðinn, verða stundum af mannlegum veikleika svo ofurliði bornir, að þeir blása í ófriðareld- inn. Þeir, sem friðinn þrá, ættu að festa sér í minni, að af rótum stærilætis og eigingirni er allur ófriður, í hvaða mynd sem er, sprottinn. Á þessum undirdjúps eiginleikum verður einstaklingur- inn og mannfélagið að sigrast, áð- ur en sannur friður fæst. Þetta er nú orðið öllum lýðum ljóst. Það er því ekki nema einn vegur fyrir friðelskendur og friðflytj- endur, og það er að feta í fótspor friðarhöfðingjans mikla. Um hann er sá sannleikur sagður, að hann “lítillækkaði sig” og “tók á sig þjónsmynd”, og hann reyndist “hógvær og af hjarta lítillátur.” Lítillæti og þjónustuvilji er und- irstaða réttlætisins og réttlætið er undirstaða kærleikans og frið- arins. Það kananst sjálfsagt margir við reynslu hans Jóns í Koti. Hann Jón í Koti gifti sig með- an hann enn var ungur og sterk- ur, en fátækur. Hann eignaðist góða konu. Honum þótti ósköp vænt um konuna sína, eins og flestum nýgiftum mönnun jafnan þykir. Hann var lipur við hana, lítilátur og þjónustufús, og eng- ill friðarins dvaldi já þeim um langa stund. En hann Jón í Koti komst smám saman í betri efni, og mikill vill jafnan meira. Hann fékk mörgu að sinna og mikið að vinna, en minni tíma til þess að rétta konunni hjálparhönd. Hann gierðist nú einnig kröfuharðari við hana. Kærleikurinn kólnaði, og að lokum fraus það fagra dygðanna blóm. Engill ófriðar- ins settist að á heimilinu. Hann Jón reyndi að tala um fyrir kon- unni, því alt var auðvitað henni að kenna. Hann bauð jafnvel prest- inum heim, en alt kom fyrir ekki neitt, ófriðurinn hélzt. Jón í Koti var sáróánægður með ástandið. Honum leið illa. Hann var jafn- vel að hugsa um að skilja við konuna sína; en svo var það dag nokkurn, að hann fór að hugsa alvarlega um, hvernig í ósköpunum gfeti staðið á þessu. Hún Guðrún var þó samt sem áður allra vænsta kona. Ef til vill væri þetta hon- um sjálfum að kenna. Hann mint- ist þess, hve alt hafði farið vel fyrstu árin. Hann ákvað nú að reyna að breyta nákvæmlega við konuna eins og hann hafði gert fyrstu árin, sem þau voru gift. Hann var viljasterkur maður enn þá. Hann sagði ekki neitt og fór hægt fyrst í stað. Honum gafst oft færi á að rétta konunni hjálp- arhönd. Þetta gerði hann þann- ig, að sem minst bæri á, en ljós fær aldrei dulist. Konan sá “góð- verk” mannsins síns. Forn hlý- hugur gerði brátt vart við sig á ný, og það leið ekki á löngu, þar til engill friðarins hafði borið ó- friðarengilinn út. Maðurinn hafði lítillætt sig og gerst þjónustufús og friðurinn varð mikill og var- anlegur á heimilinu hans Jóns í Koti. Oft er góður fengur dýrt keypt- ur. Þeir sem friðinn þrá, verða einnig að festa sér i minni, að sannur friður er áðeins “með þeim mönnum, sem Guð hefir vel- þöknun á.” Guð getur ekki haft velþóknun á stærilæti og eigin- girni, í hvað fallegan jólabúning sem þeir draugar klæða sig. Guð friðarins gefi öllum lýð op- in eyru og hjörtu fyrir englaboð- skapnum sæla. “Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða.” i Pétur Sigurðsson. Ólafur G. Nordal. andaðist að heimili sínu í Selkirk, Man., að kveldi þ. 7. okt., 1928. Ólafur var fæddur í Tungunesi, í Húnavatnssýslu, 20. okt. 1840. Skorti hann því tæpar tvær vikur í 88 ára aldur. Foreldri ólafs hétu Guðmund- ur ólafsson og Margrét Jónsdótt- ir. Var Margrét systir Gísla, föð- ur séra Odds Vigfúsar. Fyrir rúmum 60 árum gekk ólaf- ur í hjúskap við Margréti Ólafs- •ZUilliam, TœcT ROSE THEATRE Fimtud , Föstud., Laugard., þessa viku. dóttur, Helgasonar, frá Kringlu á Ásum. Var Helgi bróðir Björns Olsen, eldra, á Þingeyrum. Kipp- ir henni mjög í það kyn. Lifir hún mann sinn í hárri elli, og er hin ágætasta fcona. Um fimtán ára skeið bjuggu þau hjón í grend við æskustöðvar sín- ar á íslandi. Vestur um haf flutt- ust þau 1883. Dvöldu fyrsta árið í Winnipeg og Nýja Islandi, en færðu þá 'bólstað sinn til Selkirk, Man., og bjuggu þar ávalt síðan, í 44 ár. Börnin voru þrjú: Guðmundur, dáinn; Margrét, gift canadiskum manni, búsett í Regina, Sask., og Björg Kristjánsson, ekkja, búsett í Selkirk. Við andlát ólafs voru átján afkomendur hans á lífi. Eru í þeim hóp, sem alkunnugt er í hans nágrenni, gáfað fólk með ágætri mentun, þótt eigi verði hér nefnd, nema 0. T. Anderson, yfir- kennari við Wesley College, í Win- nipeg, sem er dóttursonur Ólafs. Oftar en einu sinni tóku Nor- dals-hjónin að sér snauð börn til forsjár. Og framan af árum ís- lendinga í Selkirk er ekki ofmælt, að hús Nordals-hjónanna hafi reynst mörgum foreldrahús. Hjá þeim var ávalt opið hús öllum vegfarendum. Tveir bræður Ólafs eru enn á lífi: Jóhannesð, í Reykjavík, og Sigvaldi í Selkirk. Ein systir mun einnig á lífi, búsett vestur á Kyrrahafsströnd. Fast landnám íslendinga í Sel- kirk hefst með búestu ólafs G. Nordals og kpnu hans í þeim bæ. Er þar margt sagt um veglyndi þeirra og félagsstðrf. Reyndist hann þar Gibraltar í baráttu krist- indómsmálanna og bar lengi þyngri enda þeirra byrða, er fé- lagsskap þjóðbræðra hans fylgdu á þeim stöðvum. Ólafur var iðjumaður og góð- fús. Var þar einatt til hans flú- ið. Hann var hégómalaus og há- íslenzkur í hugsun og háttum. Reglumaður var hann og einlæg- ur trúmaður. ólafur var fríður sýnum og vel á sig kominn í hvívetna. Hann bar aldur sinn vel til efstu ára. Þó var hann blindur 11 eða 12 síðustu ár æfinnar. En ágæt kona og góð dóttir voru honum augu og ylur í hinni löngu rökkursetu ell- innar. Og margir munu þeir, er minn- ast ólafs G. Nordal nú þegar hann er genginn, fjölskyldu hans og heimilis með hjartfólgnu þakk- læti og kærleika. Hann var jarðsunginn 10. okt., af séra Jónasi A. iSigurðssyni, að viðstöddu fjölmenni. En Vestur-lslendingar eru á- reiðanlega einum góðum dreng færri. J. A. S. Frá Islandi. Reykjavík, 16. nóv. Gunnar Lejström, sænskur mál- fræðingur, hefir dvalið á Hvítár- bakka undanfarnar vikur og kent sænsku og flutt erindi um sænskt þjóðlíf og bókmentir. Rúmlega 20 tóku þátt í náminu og halda því áfram. Engir nýir nemendur byrjuðu á dönsku, kusu allir sænsku. Er búist við því að danska hverfi úr skólanum með næsta vetri, en sænska komi í staðinn. Skólastjórinn og Ól. Þ. Kristjánsson taka við sænsku- kenslunni, þegar Lejström fer. Innflúensa hefir geysað í skól- anum. iSuma dagana hafa um 20 nemendur legið rúmfastir. Flestir eru nú komnir á fætur aftur og farnir að ná sæmilegri heilsu. Á Hvítárbakka eru nú sjötíu og fimm manns — nemendur, kenn- arar og annað heimafólk. Þrjá- tíu og sjö af þeim hafa aldrei fengið mislinga. 1 samráði við lækni skólans hefir skólastjóri fyrirskipað sóttvarnir.—Mgbl. Dýr kynbótahestur. Hr o s s ar ækt a rfé'l a g Gnúpverja- hrepps hefir nýlega keypt 10 vetra kyribótahest fyrir 1200 krónur. Hestinn átti Matthías Jónsson bóndi á Skarði. Hesturinn er sót- rauður að lit með litla stjörnu í enni og litla hvíta slettu á nös, og hefir því verið nefndur Nasi. Að kaupverð hestsins er svo hátt, stafar af því, að á sýningu, sem haldin var í fyrra vor á afkvæm- um hans, kom það í ljós, að þau voru svo óvanalega jöfn að gæð- um, að Nasi hlaut 1. verðlaun fyrir þau, og er það í fyrsta skifti hér, sem hestur hefir hlot- ið 1. verðlaun fyrir afkvæmi. — Tryppin undan Nasa, er komu á sýninguna, voru flest 1—4 vetra, því 5 og 6 vetra tryppin eru fá, og búið að selja sum þeirra. Það, sem nú er búið að temja undan Nasa reynist flest prýðisvel, og hækkaði það verð hans að mikl- um mun. — Nasi er með álitleg- ustu hestum, gæðingur mikill og framúrskarandli þrekhestur, en dýrmæasti eiginleiki hans er, hve mikil gæði afkvæmi hans erfa. — Mgbl. Bréf frá íslendingi, sem er á skipinu i “Dana”, er á þessa leið: Haf- og fiskir&nnsóknaskipið iDana” er nú í tveggja ára vís- indaleiðangri umhverfis jörðina. Einn íslendingur er á skipinu, Friðrik G. Jóhannsson, og hefir hann skrifað Morgunblaðinu frá Tahiti og er bréfið dagsett 10. okt. — Þá erum við nú komnir til Tahiti eftir 32 daga ferð frá Panama. Við höfum fengið gott veður næstum alla leiðina, og kom- við á Marquesas eyju, sem er skamt frá Tahrð. Eg skyldi skrifa yður eitthvað um rannsóknir “Dana”, ef eg mætti; en eg má ekki setja neitt í blöðin um það. Það er heitt hér á Tahiti, 31 stág á Celcius, sérstaklega heitt fyrir íslending, sem er vanur kulda um þetta leyti árs. Eg vildi að eg væri kominn heim núna, en það verður ekki fyr en 1930, er við höfum lokið fðr okkar í kring um hnöttinn. — Mgbl. Eldur kom upp í Hverisgötu 18 í gær í lækningastofu Sigurbjarg- ar Jónsdóttur og Helgu Heiðar. Var afarmikil reykur í húisnu, er slökkviliðið kom og ætlaði því að ganga illa að finna eldinn, enda var það von, því að hann var und- ir ofni, sem hafður er til að hita vatn í böð. Hafði verið gengið illa frá múrnum undir ofninum og hafði eldurinn etið sig þar í gegn um gólið. Var hann þegar slöktur og urðu skemdir á húsinu litlar, en eitthvað mun hafa skemst af vatni í kjallara. —Mbl. ‘‘Ólafur” strandar, en næst út aftur. í ofveðrinu, sem geisað hefir undanfarna daga, hafa tog- ararnir legið inni a Vestfjörðum, margir á önundarfirði. í gær- morgun barst H. P. Duus skeyti frá skipstjóranum á “Ólafi” og var það svo hljóðandi: “Ólafur tók niðri á mölinni á Flateyri í fyrrinótt i blindbyl, og stóð í 6 klukkutíma. Hannes ráðherra dró okkur út. Eg álít skipið mjög lít- ið skemt, lítilsháttar leli með stefnisrörinu.” — útgerðarstjóri bjóst við því, að skipið mundi halda áfarm veiðiför sinni., því að lekann mætti stöðva innanfrá með þéttingum.—Mbl. ' Mountain og Eyford kirkjum, en séra H. Sigmar á hinum stöðun- um. Allir velkomnir. Messuboð 16. Des. Elfros kl. 11, Foam Lake kl. 2, Elfros kl. 7.30 (Stand Time). Vinsamlegast, C. J. O. Or bœnum. Séra Jóhann Bjarnason kom vestan frá Argylebygð á mánu- dagskveldið. “Tengdapabbi”, leikur í fjórum þáttum, eftir Gustaf Geyerstam, var leikinn a leikfél. Sambands- safnaðar í Winnipeg, í samkomu- sal kirkjunnar á mánudagskveld- ið. Þessi leikur hefir verið leik- inn nokkrum sinnum áður hér í Winnipeg og víðar, og er því hér ekki um neina nýjung að ræða. Leikurinn var allvel sóttur, þótt töluvert fleiri hefðu að vísu get- að fengið sæti, og áhorfendurnir skemtu sér vel, enda er leikurinn fjörugur og skemtilegur og víða töluvert fyndinn. Yfirleitt má segja, að leikendurnir leysi hlut- gætlega. Hafa þeir sem leikinn verk sín vel af hendi og sumir á- sóttu góða ástæðu til að þakka leikfélaginu fyrir góða skemtun. Messur. Sunnudaginn 16. desember flyt- ur séra H. Sigmar Guðsþjónusaur Vídalínskirkju kl. 11 f. h. og í Gardar kirkju kl. 2 e. h. Þannig er ráðstafað jólamessum í prestakalli séra H. Sigmars: — 23. des.: í Fjallakirkju kl. 1 e. h. 24. des.: messa og jólasamkoma í Hallson, kl. 3 e. h. Messa og jólatré í Gardar kirkju kl. 8 e. h. — Messa og jólatré í Mountain kirkju kl. 7.30 e. h. 25. des. Jóladag: Messa í Vída- línskirkju kl. 11, í Péturskirkju kl. 2 e. h. og í Eyford kl. 2 e.h. Séra N. S. Thorlaksson messar í 'Magic bökunarduft, er ávalt það Le>ta í kökurog annað kaffi- brauð. það inniheldur ekkert alum, né nokk- ur önnur efni, sem valdið gætu skcn d. Bezta Jólagjöfin Landnámsaga íslendinga í North Dakota, eftir Thórstínu Jackson. Bókin kostar aðeins $3.50. Fæt hjá S. K. Hall, Ste. 15 Aquith Apartments, I Winnipeg. Sendið pantanir yðar tafarlaust. Rosepale Kol Lump $12.00 Stove $11.00 FORD COKE $15.50 ton SCRANTON HARDKOL POCA LUMP og CANMORE BRICQUETS Thomas Jackson & Sons 370 COLONY ST. PHONE: 37 021 MACDONALftS RneCut Bezta Tóbakið Fyrir Þá, Sem Búa til Sína Eigin Vindlinga. Með Hverjum Pakka ZIG-ZAG Vindlinga Pappír ókeypis. TILKYNNING ALLAR VINSÖLUBtJDIR VERDA LOK- ADAR Á MANUDAGINN OG ÞRIDJU- DAGIN 24. og 25. DESEMBER 1928. W. W. AMOS, Chairman, Liquor Board. Á LAUGARDAGINN stór JÓLA-ÚTSALA Fur skreyttar yfirhafnir Framúrskarandi verðlækkun Mikill hagnaður $22.50 $32.50 $59.00 Vanav. $29.50 •Vanav. $39.50 Vanav. $69.00 KJÖLAR Silkikjólar v.nav $15.95 $8.95 Kjólar úr öðru efni. Vanav. $19.75 $12.95 Nýjar vörur koma daglega SÉRSTAKLEGA! HÆGIR BORGUNARSKILMALAR meðan jóla-útsalan stendur yfir KARLMEKíKí! ALFATNAÐIR úr bláu Serges eða rönd- óttu efni. Einhneft eðatví- hneft. $29.50 til $45.00 YFIRHAFNIR Scotch Tweeds. Vanaverð $35.00 fyrir $19.75. Blátt Chinchillas $19.75 til $45.00 KING’S LTD. Búðin sem lánar 394 PORTAGE AVE. (Nœst við Boyd Bldg.) Stofnað 1882 Löggilt 1914 D D. Wood & Sons, Ltd. KOLAKAUPMENN Vér þorum að hætta mannorði voru og velgengni á viðskiftin. SOURIS — DRUMHELLER FOOTHILLS — SAUNDERS CREEK POCAHONTAS — STEINKOL Koppers, Solway eða Ford Kók Allar tegundir eldiviðar. Not - Gæði - Spamaður Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss. SIMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington St. Vér færum yður kolin hvenær sem þér viljið.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.