Lögberg - 27.12.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.12.1928, Blaðsíða 1
41. ARGANGUR |; WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 27. DESEMBER 1928 Helztu heims-fréttir Canada Stjórnin hefir samið við félag eitt í Southampton á Englandi um að byggjá tvö ný herskip, og eiga þau að kosta $3,500,000. Skip þessi verða 320 feta lðng og tekur hvort um sig 150 menn. * * * Hon. John Bracken, forsætisráð- herra, er enn á heilsuhælinu í Battle Creek, og verður þar fram yfir jólin og kannske fram yfir nýár. Er sagt, að heilsa hans sé að verða góð. ' Hinir ráðherrarnir eru að undirbúa fyrir þingið, sem búist er við að komi saman 17. eða 24. janúar. * * * Þess var getið hér í blaðinuf yr- ir skömmu, að maður nOkkur í Winnipeg, Albert V. Westgate að nafni, hefði verið fundinn sekur um að myrða konu, Mrs. Lottie Adams, og dæmdur til dauða, og átti aftakan að fara fram 23. janú- ar 1028. Nú hefir lögmaður hans, Sir Charles Tupper, fengið því til vegar komið, að þessi dómur hef- ir verið ónýttur af yfirrétti, og verður málið nú tekið fyrir og rannsakað að nýju, en þó ekki fyr en seint í vetur eða vor. Hafði lögmaðurinn ýmsar ástæður fram að færa fyrir því, að mál þetta ætti að vera rannsakað að nýju, en sú var aðal ástæðan, og sú, sem úrslitunum réði, að einn af kvið- dómendum, sem í þessu máli dæmdu, er ekki talinn að vera með fullu viti. Hann heitir Edward W. Pickett og er bóndi í grend við East Selkirk. Hefir maður þessi verið bilaður á geðsmunum all- lengi og virðist undarlegt, að hann skyldi vera skipaður sem kvið- dómari. * * • * Fiskimenn hafa orðið fyrir mikl- um sköðum í vetur, bæði við Mani- tbavatn og Winnipegvatn. Vegna þess hve frostvægt hefir verið, hefir ísinn botnað upp hvað eftir annað og tekið með sér net fiski- mannanna og hafa iþeir sjálfir oft verið hætt komnir, því þeir hafa stundum verið úti á *ísnum, þegar Tiann hefir brotnað, og stundum hrakist langar leiðir á ísspöngun- um, en þó hafa engir farist, svo heyrst hafi. 1 vikunni sem leið mistu margir net sín í vatnið í grend við Amaranth, Man., og víða annarsstaðar við sunnanvert Ma- nitobavatn, og er talið að skaði fiskimanna á því svæði hafi numið um $10,000 á einum sólarhring. * * * Nú er þegar byrjað á að virkja Slave fossana af hálfu Winnipeg- borgar. Eru nú um hundrað menn að vinna við þe<tta, þar á meðal verkfræðingar og ýmsir að- stoðarmenn. Eitt með því fyrsta, sem gera þarf, er að leggja járn- braut til fossanna, svo hægt sé að koma þangað miklu efni, sem á þarf að halda. Mun þessu verki tiú verða haldið áfram viðstöðu- laust úr þessu. * * * Dr. Daniel Mclntyre, sem í 43 ár hefir verið aðal umsjónarmað- ur alþýðuskólanna í Winnipeg, hvað fræðslumálin snertir, hefir nú sagt því embætti af sér frá þessum áramótum að telja. Hefir hann vitanlega haft mikil áhrif á fræðslumálin öll þessi mörgu ár og hefir hann jafnan þótt standa vel og heiðarlega í inni stöðu. En þó hann leggi nú niður embætti sitt, þá heldur hann samt áfram að vera í þjónustu skólaráðsins og fær laun sín áfram, sem eru $5,000 á ári. Eftirmaður hans er D. M. Duncan, sem verið hefir að- stoðar skólaumsjónarmaður að undanförnu. Bandaríkin. Þau mál, sem mesta eftirtekt og umtal vekja, þeirra sem nú liggja fyrir efri málstofu þingsins í Washington, eru Kellogg friðar- sáttmálinn og hin afar mikla fjár- veiting til að auka flotann. Virð- ast mörgum þau æði sundurleit og all-skrítið að þau skuli bæði vera fyrir þinginu í einu og jafnhliða. Hefir báðum þessum málum verið frestað þangað til 3. jan., en þau verða látin ganga fyrir öllum öðr- um málum. Talið er víst, að ekki verði allir á eitt sáttir um þessi mál og hvorugt verði samþykt í einu hljóði, en væntanlega ná þau bæði samþykki Iþingsins, enda er Coolidge forseta áhugamál að frá þeim sé gengið áður en hann leggur niður völdin. * * * Borgarstjórinn í Philadelphia hefir á tveimur árum, sem hann hefir gegnt því embætti, sótt 640 matarveizlur, og eru þó ekki þar með taldar nema þær, sem eru svona heldur meiri háttar. Telst svo til, að hann hafi eytt að minsta kosti tveimur klukkutímum á dag í átveizlum, á hverjum einasta degi síðan hann varð borgðarstjóri. Nú hefir hann séð, að þetta má ekki svo til ganga, svo hann hefir alveg hætt að sækja allar slíkar veizlur. * * * Sagt er að Hoover forsetaefni hafi verið búið banatilræði, þegar hann kom til Buenos Aires, í Ar- genftina, í vikunni sem leið. Sprengi-tundur kvað* hafa fundist sem haldið er að ætlað hafi verið til að granda lífi hans. Stjórnin setti þegar afal- sterkan vörð til að gæta hans og verður hér eftir það sama gert í öðrum ríkjum, meðan hann er á ferð í Suður- Ameríku. * * * Henry Ford heldur að það sé ekki með öllu rétt, sem svo oft er brýnt fyrir ungum drengjum, að til þess að komast áfram í heimin- um, þurfi þeir ekki aðeins að vinna mikið og leggja hart á sig, heldur líka varast að eyða peningum sín- um. “Engir drengir, sem komast áfram í heiminum, safna pening- um4’, sagði hann nýlega. ‘‘Þeir verja öllu, sem þeir eignast, til að læra eitthvað og fullkomna sjálfa sig í einhverju.” Þessu til sönnunar benti hann á vin sinn Thomas A. Edison: “Aldrei átti hann neina peninga, þangað til' tekjur hans voru svo miklar, að hann gat ekki komist yfir að eyða þeim. Það sem hver drengur þarf að skilja, er það, að hann kemst aldrei neitt, nema með því að vinna og leggja hart á sig, og hann verð- ur að gera sér að góðu, þó hann mæti miklum örðugleikum við sinn lærdóm. Þegar eg var unglingur, þá var eg rekinn út úr eins mörg- um verkstæðum, eins og þau voru, þar sem mér var vel tekið.” Sagðist hann hafa haft þann sið, þegar hann var ungur, að vera öllum stundum þar sem eitthvað var verið að vinna við vélar, því það hafi alt af verið svo ríkt í huga sínum, að læra og skilja alt sem að vélum laut, og hefði þeim sem voru við vélarnar, oft þótt hann vera fyrir og óþarflega spurull. “Enginn kemst neitt, nema hann geti sjálfur verið kennari,” segir Ford. “Geti sagt öðrum fyrir, hvernig á að gera þetta eð hitt.” Það segir hann að bæði Edison og hann sjálfur hafi orðið að gera, og af því þeir hafi vitað hvað þeir þurftu fyrir hvað eina, og getað látið aðra búa það til, þá hafi þeir komið miklu í verk og “komist á- fram í heiminum”, eins og kallað er. Bretland. Gassprengingar hafa orðið í London, þannig að neðanjarðar gaspípur hafa sprungið og hefir þetta gert mikinn usla og valdið miklu tjóni í vesturhluta borgar- innar. Varð hristingurinn svo mikill, að mörg hús skemdust mikið og sum hrundu jafnvel al- veg. Fjöldi af gluggum brotnuðu og var þetta líkast miklum jarð- skjálfta. Einar seytján mann- eskjur urðu fyrir meiri og minni meiðslum af þessum orsökum, svo kunnugt sé. * * * Fyrverandi forsætisráðherra, David Lloyd George, hefir verið veikur undanfarna daga, þó ekki hættulega, að álitið er. * * * Brezkur þingmaður, Joseph Ken- worthy, tilheyrandi verkamanna- flokknum, fór fyrir skömmu fram á, að mega leggja fyrir þingið lagafrumvarp þess efnis, að af- nema dauðahegningu. Voru at- kvæði um það greidd, hvort þing- ið skyldi taka frumvarpið til yf- irvegunar eða ekki, og urðu 119 með því, en 118 á móti. Var þar með samþykt, með eins atkvæðis mun, að brezka þingið taki þetta mál til athugunar og umræðu. ilvaðanœfa. Samkvæmt fyrirskipan frá Mussolini hefir, nú um jólin, pen- ingum, sem jafngilda $800,000, verið útbýtt meðal þeirra fjöl- skyldna á ítalíu, þar sem börnin eru flest. Hver fjölskylda fékk átta til tuttugu og fimm dali. Galdratrumba Lappa. Fram á 17. og 18. öld voru Lapp- ar heiðnir og trúarbrögð þeirra hötfðu dregið nokkurn dám af hinni fornu Ásatrú á Norður- lönduirt. Á galdratrumbur Lappa — eða seiðtrumbur — eru málaðar ýms- myndir, sem tákna goðin. Þar er Þór með hamarinn Mjölni, en hann heitir að vísu Horagalles. Honum voru færðar fórnir til þesí'að hreindýrin biðu ekki tjón af ofveðrum. Þá var ársældar- goðið (Freyr), sem Lappar nefndu Veraldenolmai; á hann var gott að heita til þess að hreindýrin eignuðust mörg og hraust af- kvæmi; en hjá hinum norsku Löppum var hann líka akuryrkju- goð. — Þeir færðu honum fórnir til þess að uppskera yrði góð hjá bændum, svo að verð yrði lágt á korni. Eins og í fornnorænni trú eru þrjár nornir hjá Löppum. Sarakka heitir hin bezta þeirra og á hana var sérstaklega heitið til að hjálpa konum í barnsnauð. En hlutskifti hennar var erfitt, því að hún tók sjálf þátt í kvölum jóðsjúkra kvenna og hreindýra (simla). Og jafnan kostaði hún kapps um það, að afkvæmi væri kvenkyns. Þá var hin önnur, Juksakka, öðruvísi. Hún sat um að breyta afkvæmum í karlkyn, þegar í móð- urlíifi. Hún var venjulega mynd- uð með boga og ör í hönd. Þriðja nornin, Maderakka, gef- ur fóstri líf og sér um vöxt þess og viðgang upp frá því. Það var trú, að ef Lappar hefði breytt gegn viija goðanna í lif- anda m, ekki ifært þeim fórnir, eða gert sér þá smán að stela, þá kæmist þeir ekki í sælustaðinn, sem nefndist Radienaimo og var á himni, heldur lentu þeir mörg- um röstum fyrir jörð neðan í Ru- taimo. Þar liðu menn ótal kval- ir, en Lappar kærðu sig ekki mik- ið um það. Hitt var meira um vert að forðast sjálfan höfuð- paurann þar, sem nefndlst Ruto, því að hann olli öllum farsóttum. Þeir gátu helzt varast hann með því að breyta rétt, dýrka guðina og sólina, sem þeir nefna Beive, o. s. frv. Þegar sólin sást eftir skammdegisnóttina, var það sið- ur að drepa smjöri á tjöldin, svo að sólin gæti brætt það, eða breiða út lín og hey til þess að heiðskírt veður skyldi haldast. Stormguðinn, Bieggagalles, sem menn ætla að sé hinn sami og Óðinn, var mjög tignaður meðal Lappa í Noregi — sjálfsagt vegna þess, að á þeim mæddu íshafs- stormarnir mest. Honum var fórn- að hreindýrum — og þó ekki á hveiju ári, því að það þótti óþarfi vegna þess, að ekki eru allir vetr- ar jafn harðir! Myndir allra þessara guða, og margra fleiri, voru á seiðtrumb- unum. Og seiðtrumban hafði yf- irnáttúrlegan kraft, því að þeg- ar trumbarinn sló hana komst hann í dvala og ferðaðist þá í dauðraríkið og komst þar í hinar mestu hættur og æfintýri. En aulc þess gaf trumban nokkurs konar véfrétt. Á miðju hennar var mörkuð mynd af sólinni, og þar á var lagður ' eirhringur lítill. Síðan var slegið á trumb- una hringinn í kring og fluttist hringurnn þá tl. Menn gáfu því nánar gætur hvernig hringurinn færðist á mllli myndanna og hvar hann staðnæmdist og vildi ekki hreyfast framar. Á þennan hátt var hægt að spyrja guðina um það, hvort menn fengi nú veiði, hvort sjúkling mundi batna, en þó fengu menn fyrst og fremst upplýsingar um hverjum guði ætti að færa fórnir, til þess að eitt hvað gengi að óskum í einhverja átt. Hver fjölskyldufaðir átti sér seiðtrumbu, er hann flutti með sér á öllum ferðum sínum, en gæta varð þess vandlega, að kvenfólk næði ekki í hana, því að þá misti trumban kraft sinn.—Morgml. Fáein orð um Ingólfsmálið. (Aðsent). Herra ritstjóri! Viljið þér gjöra svo vel og leyfa þessum línum rúm í blaði yðar? Af því að svo margt er nú upp á síðkastið rætt í blöðunum um Ingólfsmálið, og mér virðist a. m. k. tveir af þeim, sem að því unnu, ekki síður en aðrir, að fá Ingólf þennan náðaðan, séu nú komnir á aðra skoðun í því efni, nefnil. nú- verandi ritstjóri Heimskringlu og kona ein, sem einnig ritaði stutta en gagnorða grein í Heimskringlu | fyrir nokkrum vikum síðan, þar að ! lútandi, og þessi skoðanaskifti þeirra bitna tilfinnanlega á lög- manninum H. A. Bergman, sem fenginn var til að verja Ingólf fyrir þv í að dómnum yrði fram- fylgt, þá langaði mig til að segja fáein orð í þessu sambandi. Eg var ein af þeim mðrgu, sem að því studdu að fá Ingólf náðað- an, bæði með því að leggja lítil- lega í sjóðinn, og svo með undir- skrift minni undir náðunar bæn- arskrána, og eg vil að allir viti, að eg hefi e k k i breytt um skoð- un í þessu efni, og að eg álít að við öll höfum gert rétt í því máli. Fyrsta og fremsta ástæðan, sem er þar til, er sú, að maðurinn var dæmdur eftir líkum, en ekki sönn- unum, og eg álít rangt að taka nokkurn mann af lífi án þess j hann sé sannur að sök; og eins og I okkur fanst það rangt þá, eins er j það rangt nú; það hafa e^gin ný j sannanagögn komið gegn manni j þessum síðan, og það er leiðin- legt til þess að vita, að málsmet- andi fólk, eins og ritstj. Heims- kringlu og áðurnefnd kona eru, skuli geta fengið sig til að ganga | undan merkjum sannleikans, að | óbreyttum málavöxtum, eins og hér eru. Það er “ekki heiglum hent”, að j heimta dauðadæmdan mann úr j höndum réttvísinnar; það sanna , ljóslega undanfarin samskon- ar tilfelli öllum þéim, sem hér í landi hafa búið nbkkuð til lengd- ar, og hafa haft augun opin, en ekki aftur. Það má tilfæra fleiri en eitt dæmi, að hérlendir menn í í hópatali, bæði mentamenn og al- þýðumenn, hafi alt gert til að fá einhvern sakborning náðaðan — og orðið frá að hverfa við svo bú- íð, — stundum að minsta kosti. Getur jafnvel svo farið, að ekki fáist áheyrn við svoleiðis bón, hvað þá heldur meira. Þegar þetta er hugleitt og svo ástandið, eins og það var, útaf Ingólfs-málinu á þeim dögum, að svo að segja heilt þjóðarbrot næst- um stóð á öndinni af skelfingu yfir þessum dauðadómi, sem ekki var óeðlilegt, og þá þótti okkur öllum gott að hafa hr. Bergman, — og það mátti líka—, og horfðum ekki í gjaldið, því hann bar gæfu til að fá því framgegnt, sem allir þráðu, að maður þessi yrði náð- aður; og eg held að honum hafi sízt verið ofborgað, með öllu því sem hann hefir orðið á sig að leggja í því sambandi. Og hvað það atriði snertir, komu þar fleiri til en hann, og þeir einstaklingar, sem stóðu fyrir fjársöfnuninni, voru svo skynsamir og mentaðir menn, að eg veit, af því eg þekki suma þeirra lítillega, að þeir hafa goldið honum það eitt, er réttmætt var, og þeir fundu að hann átti skilið. Því það var engin minkunn fyrir oss íslendinga sem heild, eins fámennir eins og við erum hér, að verða þess megnugir að fá svona löguðum dómi breytt, —: fyrir því hafa áður verið færð j rök, bæði af mér og öðrum. Ingólfs-málið var það mál, sem eg held að íslendingr í heild sinni hafi látið sig meira varða, en nokkurt annað mál—orðið bet- ur samtaka þar, en í öðrum mál- efnum. Samlandar, lengst suður í ríkjum, vestur á Kyrrahafs- strönd og víðar, létu til sín taka allir í einum tilgangi; og það þótti derngilega gert þá, og var það líka, bæði hvað þjóðræknistilfinn- ingu, samheldni og allan tilgang snerti, og fáir hefðu Iþá haldið, að nokkrir af þeim, sem þar tóku þátt í, færu að taka sig aftur úr á því, skifta um skoðanir því við- víkjandi. Slíkt kviklyndi sæmir ekki fólki, sem er af norrænu bergi brotið. En úr því svo fór, að þetta mál var aftur gert að blaðamáli, og jafnvel deilumáli, þá virðist ó- rétt, að allur sá mannfjöldi, sem tók þar þátt í, sitji þegjandi hjá, og enginn láti skoðun sína í ljós á þessu nýja viðhorfi þess, og þess vegna rita eg þessar Iínur. Mrs. Stevens. i Heimsókn Vestur-Islendinga 1930. Nú í nærri heilt ár hafa miklar deilur verið í Vesturheimsblöðun- um íslenzku um heim'förina 1930. Er þetta sprottið af því, að heim- ferðarnefndin, sem Þjóðræknisfé- lagið kaus upphaflega, gekk inn á þá braut, að leita opinbers styrks hjá Canadastjórninni. íslendingum til handa til heimferðarinnar, til þess að sem flestir gætu komist heim á hátíðina. Ýmsir þjóðræknir íslendingar risu öndverðir gegn þessu, töldu fjárbetl þetta vansa fyrir landa vestan hafs, og sér- staklega börðust þeir gegn því fyrir þá sök, að óeðlilega mikill straumur heim á fé úr pyngju Canadaríkis væri eins og aug- lýsing til þess að hafa áhrif á útflutning héðan af landi vestur. Eftir all-mikið þjark um þetta þomu þeir, sem þannig litu á mál- ið, því til leiðar að önnur heim- ferðarnefnd settist á laggirnar, sem kölluð er “Sjálfboða-heim- ferðarnefnd Vestur-íslendinga”, en hin, styrkbónarnefndin, aftur á móti “Heimferðarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins”. Enn standa deilur um þetta og fundahöld ný- lega og engin von um samkomu- lag. Blöðin andvíg hvort öðru, “Heimskringla” fylgir gömlu nefndinni að málum, en “Lög- berg” veitir sjálfboða nefndinni brautargengi, enda ritstjóri þess í henni. Hafa nefndirnar hvor í sínu lagi samið við eimskipafélög um heimför íslendinga 1930. Heim- fararnefnd Þjóðræknisfélagsins j hefir samið við Canadian Pacific eimskipafélagið, og hefir það ráð- ið formann þeirrar nefndar, J. J. Bildfell, í sína þjónustu, til að gefa upplýsingar og afla farþega. J En sjálfboða heimfararnefndin I hefir his vegar, eins og sjá má á I öðrum stað hér í blaðinu, valið Cunard eimskipasambandið, og sýnist ekkert til sparað af þess j hálfu til þess að kynna land vort og þjóð, ^nda hefir það ekki val- ið af verra tagi til þeirra hluta, þar sem frú Thórstína er. Von- andi linnir erjunum milli landa vorra innan skamms um þetta, á hve mörgum skipum sem þeir ann- ars koma heim til gamla Fróns. Seyðisfirði, 24. nóv. Hænir.. NÚMER 52 Canada framtíðarlandið Konungurinn Eftir að hafa lýst að nokkru hinum ýmsu hlunnindum, sem Vestur-Canada hefir að bjóða ís- lenzkum innflytjendum, sem og annara þjóða fólki; viljum vér leitast við að lýsa Alberta fylki nokkuð nánar. Auðvitað á fylki þetta að ýmsu sammerkt með Manitoba og Sas- katchewan, en eins og gefur að skilja, þar sem fylki þessi taka yfir meira en þrjá fjórðu úr miljón mílna, þá liggdr í augum uppi, að um talsvert mismunandi staðhætti hljóti að vera að ræða. Á landabréfi Vestur - Canada, svipar Alberta fylki mjög til hinna fylkjanna. En við nánari athug- un, verða menn varir við hreint ekki svo lítinn mismun. Veðr- áttufarið er talsvert ólikt, enda er þetta vestlægasta fylkið af hin- um þrem svo kölluðu sléttufylkj- um. Hæðarmunurinn er allmik- ill, Manitoba um 800 fet, Sask- atchewan að meðaltali um 1,600 fet yfir sjávarmál, en Alberta víð- asthvar nokkru hærra, og grípur inn í Klettaf jöllin á syðri helmingi vesturlandamæranna. Yfirborðið er óreglulegra, meira um hæðir, hálsa og dældir, en í hinum fylkjunum tveim og veðr- átta sumstaðar likari því, sem viðgengst í British Columbia. Það er stærra en Þýzkaland, Frakkland, Austurríki og Ung- verjaland, og er að fáum hundr- uðum fermílna minna, en ríkin Montana, North Dakota og Min- nesota til samans, en tvisvar sinn- um stærra en Bretland og írland. Ekrufjöldi fylkisins 158,878,600. Af tölu þessari eru 1,510,400 ekrur ár og vötn, 157,368,260 ekr. lands. Með því móti að áætla 76,068,260 ekrur fyrir bert, gróðurlítið land og svæði, sem þurfa framræslu með, má segja að samt sé að finna í fylkinu 81,300,000 ekrur af landi, sem auðveldlega má gera hæft til jarðyrkju og annarar framleiðslu með tiltölulega litlum kostnaði. Af þessum ekrufjölda, eru 15 milj. ekrur opnar til heimilisrétt- ar, mestmegnis í norður- og mið- hluta fylkisins. Frá sjúkrabeði konungsins eru þær góðu fréttir að segja, að hon- um hefir síðustu vikuna liðið miklu betur en áður, og er álitið, að hér sé um verulega heilsubót að ræða, og líta læknarnir svo á, að hann sé nú ekki lengur í bráðri hættu, og gera sér góðar vonir um fullan bata, þó sjálfsagt megi bú- j ast við, að all-langur tími líði j áður en hann nær sér fyllilega J eftir þessa þungu legu. Allir syn- | ir konungsins eru nú komnir heim j og var öll konungs-f jölskyldan saman komin í Buckingham Palace j á jóladaginn. Skqgar eru miklir í Norður-Al- berta, einkum þó meðfram ánum. Líkist norðurhlutinn yfirleitt meira Mið-fylkinu en suðurhlut- anum.í í Mið- og Norður-Alberta, ligg- ur snjór að jafnaði lengur á jörðu, en í suðurhluta fylkisins. Er norðurhlutinn víðasthvar miklu ! hæðóttari, en hinir tveir fylkis- j hlutarnir hvor um sig. Tals- j verður mismunur er á veðráttu- I fari í hinum ýmsu fylkishlutum, einkum og sérílagi suður- og j norðurhlutanum, og er jarðar- gróði allur þar af leiðandi tals- vert mismunandi. Framræsla í fylkinu er víða mikil og hefir að henni verið unn- ið í sameiningu bæði af sambands og fylkisstjórninni. Er landið þurkað upp þar sem þess er þörf, en vatni veitt á hin svæðin, þau er meiri raka þarfnast. Peace og Athabaska-árnar teljast til hins mikla Mackenzie fljóts kerfis, og eru notaðar til áðurnefndra um- bóta í norðurhluta fylkisins. Á þeim svæðum eru tvö allstór vönt, svo sem Lesser Slave og Atha- baska. Bæðl Athabaska og Peace árnar eru skipgengar, hin síðar- nefnda alla leiðina milli Fort St. John í British Columbia og Fort Vermillion ú Alberta. Er sú vega- lengd fullar 600 mílur. Sigla má eftir Athabaska ánni frá Japan, með hafnstað skamt frá Fort Mc- Murray, til Athabaska vatns. Það þarf ekki annað en líta á landabréfið, til þess að sannfær- ast um, að fylkið er að byggjast jafnt og þétt norður á bóginn. Sýna það glöggast járnbrautirnar og hinir ýmsu bæir. Mismunur- inn á milli staðhátta í suður og vesturhluta fylkisins, er æði mik- ill. Venjulega er talað um fylkið í þrennu lagi, Suður- Miðþ og Norður-Alberta. Er talsverður munur á veðráttu og náttúruauð- æfum í hverjum fylkishlutanum um sig og þar ai; leiðandi einnig á starfrækslu hinna ýmsu fyrir- tækja. Suður - Alberta takinarkast að norðanverðu af Red Deer ánni, sem er hundrað mílur norður af Calgary. Þessi hluti landsins hefir verið nefndur nokkurs kon- ar paradís fyrir griparæktar- bændur. Landið þar er slétt að mestu, að undanteknum 60 mílna svæði að vestanverðu, er veit að Klettafjöllunum. Grasvöxtur er þar víðast bæði mikill og góður og þess vegna auðvitað, er gripa- rækt komin þar á það blómgunar- stið, sem nú er orðin raun á. Á stöku svæðum er talsvert um timburtekju. Nokkuð er þar af ám og lækjum, en stór vötn engin. Mið-Alberta nær yrir svæðið frá Red Deer, til hæðanna milli Athabaska og Peace Rivers. 1 þeim hlutanum er Edmonton mesta borgin. Gras er þar hærra og grófgerðara. Viða er þar mik- ið um runna og á vestur helmingi svæðisins er mikið um timbur. Með fram ánum, er ágætur skóg- ur, og er Jiann jöfnum höndum notaður til húsagerðar heima fyr- ir í fylkinu sjálfu og högginn og sendur til markaðs. Með fram Peace River er enn þá mikið af óbygðu, frjósömu landi, þótt talvert sé þar um ný bygðar- lög. Járnbrautir liggja um hin norðlægari héruð, norðaustur og norðvestur frá Edmonton og með- fram þeim er fólk jafnt og þétt að nema lönd. Framræslukerfi Saskatchewan- árinnar styðst einnig við Battle, Red Deer, Bow og Belly árnar. Nelson áin rennur úr Winnipeg- vatni út í Hudsons flóann. Sas- katchewan áin er skipgeng á löng- um köflum, en þó 'helzti straum- hörð. Flestar ár í Alberta eru djúpar, og eru tækifærin til vatnsorku í fylkinu yfirleitt afar- mikil. 1 suðurhluta fylkisins er á, sem Milk River nefnist, sem tengd er á meir en sextíu mílna svæði við Mississippi kerfið. 0r bœnum. Mr. J. K. Olafsson frá Gardar, N. Dakota, var staddur í borginni um helgina. Mr og Mrs John Stefánsson frá piney, Man., komu til borgarinnar fyrri part vikunnar, og lögðu af stað suður til Los Angeles, Cal., á fimtudaginn. Ráðgerðu þau að ferðast all-víða fram með Kyrra- h^fsströndinni í vetur. WONDERLAND. “Waterfront”, leikurinn, sem Wonderland leikhúsið hefir nú að sýna, er afbragðs skemtilegur, sér- staklega dansleikúr sjómannanna í San Francisco. Dorothy Mac- kaill og Jack Mulhall leika aðal- hlutverkin. WALKER. Á gamlárskveld sýnir Capt. Plunkett leikinn “Why Worry?” á Walker leikhúsinu og svo á hverju kveldi það sem eftir er vikunnar. Sýna þar margir ágætir enskir leikarar list sína og þar syngur líka ágætis söngfólk. Capt. Plun- kett er nú orðinn vel þektur í Can- ada og leikflokkur hans, og allir vita, að þessi leikflokkur hefir á- valt eitthvað gott að bjóða.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.