Lögberg - 27.12.1928, Side 2
Bls. 2.
LÖGBERG FIMTUDAGINN
27. DESEMBER 1928.
Heilög nótt.
Um víðan sæ eg hraktist ótal ár
með útlaganna söknuð, þrjózku tár.
Á ættarlandi mínu vann ef víg, —
eg varð að hverfa brott með logheit sár.
En ýmsa vegu bar mig heiftug hrönn; ;
mitt hjarta kvaldi volksins friðlaus önn; ;
og margar álfur leit eg hafs og lands, ;
sá logans grund og yztu jökla fönn. ;
En nú er kvöldið hlýtt sem hljómur brags, . ;
og hjarta mitt er bljúgt og gljúpt sem vax. ;
Að vitum mínum ber hinn aldna ilm 1
sem endurminning! liðins sólskinsdags. !
Mín heimajörð úr hafi lyftist rótt '
við himinbjarmans mjúku litagnótt. !
Á eyland vorsins hljóður hægt eg stíg, — •
minn hugur er á þínum griðum, nótt, —
Hið sama land mér Ijómar enn á ný
við loftsins björtu, hvítu’ og gullnu ský,
sem fyr í bernsku’ eg batt við trygð og ást, —
með böl mitt alt og sorg eg þangað flý.
Þótt renni blóð úr rauðri hjartans und,
eg reyni’ að verða aftur barn um stund
og gleyma því eitt yndis-augnablik, ;
hve illa’ eg fór með þegið náðar-pund. ;
Að verða aftur barn, með barnsins trú ;
á birtu’ og yl, er harmaléttir nú, ;
að sjá í gegnum vetrar þraut og völd
til vorsins landa gullna himinbrú, —
fá innsýn barns í Drottins hjartadjúp, !
sjá dögun rísa yfir fjærsta gnúp ;
með fyrirheit um alt, sem lífið á, !
ef aðeins sálin reynist trygg og gljúp. !
Sjá, við mér brosir hvammur, leiti’ og laut, !
hið ljúfa, hlýja jarðar móðurskaut. !
Hér andar til mín auðmýkt, friði’ og sátt !
við alt, og rór eg horfi’ á lífsins braut. !
Eg finn, að þó að margt sé meitt og skert
og margt ,eg hafi ilt og fánýtt gert
og hjarta mitt sé harðri þakið skel,
eg hefi geymt það, sem er mest um vert.
Því eg get aftur orðið lítið barn, ;
þótt á mér sjáist vegar ryk og skarn ;
og það, er saman festir fyr og nú, ;
sé ferill blóðs um lífsins eyðihjarn. ;
Eg finn, að bak við heimsins trega’ og tál
er traust og fegurð, — ástrik, guðleg sál, — ;
er sól, sem vermir bæði eitt og alt !
við ástar sinnar skæra fórnarbál. !
í lýsu nætur ljómar sérhvert blóm, !
sem logi kerti’ í jarðar helgidóm, !
og fuglasöngur ómar yfir fold !
með undur-ljúfum, skærum fiðluhljóm.
En bráðum þagnar söngsins sæta rödd !
og sofnar rótt, af lágnættinu kvödd, !
og alt er hljótt, — ei andar nokkur blær,
af ilmi’ úr jörð er sál mín nærð og glödd.
Að upprunanum leita’ eg, þeirri lind,
sem laugað hefir»andans fyrstu mynd
og á sín upptök handan hafs og fjalls, ;l
já, andan við alt jarðneskt böl og synd. ;i
Og eg vil kafa dýpra’ en dauðlegt-mál, ;
enn dýpra’ en yfirborðsins sorg og prjál; !
eg vil á bak við Verðandinnar hjól ;
og verða eitt með hinni miklu sál. !
Senn líður þessi hljóða, helga nótt,
sem huga mínum gerði fritt og rótt;
sem aðrar stundir svima-sælu‘ hún er, —
of seint þær jafnan koma’, en fara of skjótt.
Brátt kallar dagur sínum háa hljóm,
og hjartans ynging þola skal sinn dóm,
hvort bjargföst hún og veruleiki var,
sem veitir þrek, — eða’ aðeins blekking tóm.
Eg kveð þig, nótt, sem gefur von og værð
og vegamóður hug þann boðskap færð,
að allir vegir liggi’ að lokum heim, —
við loforð þín er sál mín endurnærð.
Með von og trú eg lít í loftin há,
er ljóma nú semkærleiks-augu blá, —
og hugrór snýr eg burt á votan veg:
Nú varpar dagur ljósi’ á heimsins brá.
—Iðunn. Jakob Jóh. Smári.
tKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKKBKHKHKHKBKHKBKHKHKJ
1 FISHERMENS SUPPLIES LTD. 1
401 Confederation Life Bldg., Winnipeg.
| TAN'GLEFIN NETTING “Veiða meiri fisk”
g Efnisgæðin fyrst, nafnið á eftir.
$ Tilbúin af National Net and Twine Co. j?
g Vér höfum vanalegar stærðir fyrirliggjandi og sendum pant- §
X anir yðar með næsta pósti. §
§ Verðlista, sem gefur allar upplýsingar um þær vörur, sem X
o vér höfum fyrirliggjandi, verður sendur yður ókeypis, ef þér ff
5 óskið þess.
FISHERMEN’S 3UPPLIES, LTD. |
401 Confederation Life Bldg., Winnipeg. Sími 28 071 $
OtHKHKHÍOtHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHÍOÍHKHSOO-
Hugsun.
Hugsun er afl. Af hugsun ertu
maður.
hafirðu vonir, ertu frjáls og
glaður.
Vilja og huga verða ei takmörk
sett.
Vizka og þekking breyta ávalt
rétt.
Hugsun byrjar með lífinu og
endar í gröfinni. Barnið í vögg-
unni bítur í tána á sér, verður
hissa á sársaukanum og fer að
hugsa. öldungurinn horfir nið-
ur í opna gröfina, óttast dauðann,
gizkar á hvað muni taka við hinu-
megin grafarinnar — hugsar.
Maðurinn gekk í myrkrinu, undi
því illa, og fór að hugsa. Afleið-
ingin: ljós á hans vegum. Hann
drap og át, og bar heim á bakinu
afganginn af því, sem hann gat
ekki etið í það skiftið. Það tók
hann þúsund ára hugsun að upp-
götva, að hann gat látið ú'fald-
ann, sem konan hans hafði tam-
ið, þegar hann var un^ur, bera
byrðar sínar, og löngu, löngu sið-
ar hugkvæmdist honum að her.gja
tvíhjólaðan vagn aftan í þjón-
ustudýrið, og sá, að það gat dreg-
ið fimm s'nnum meira, en það gat
borið. — Þótt undarlegt megi
virðast, voru vagnar af dýrum
dregnir einustu farartæki á landi,
sem langafar okkar þektu, — ým-
ist sátu menn á dýri eða létu
það draga sig.
Fornaldarmaðurinn beizlaði sem
sagt dýrin og lét þau vinna fyrir
sig, og það gafst vel. Nútíma-
maðurinn, sem lært hafði af
reynslu undanfarandi kynslóða,
sá kaffiketilinn hristast og lokið
á honum lyftast af gufunni. Þarna
er afl, sem má kannske beizla og
brúka í stað dýranna, hugsaði
hann. Afleiðingin: eimreiðin og
gufuskipið. Maðurinn var ekki
ánægður og hélt áfram að hugsa.
Hann fór að athuga, hvort ekki
væri til betra afl en gufuaflið til
að vinna í þarfir hans. Hann
vissi að gas og gasolín springur
með miklum krafti, þegar í því er
kveikt. Hann hugsaði, hvort ekki
væri hægt að loka gas inni í járn-
hylki, og sprengja það með neista.
Afleiðing þeirrar hugsunar: bíll-
inn og vélbáturinn.
Maðurinn sigldi á sjónum, og
sá fiskana í djúpinu. Hann vissi,
að hann gat ekki lifað í sjó án
andrúmslofts,—hugsaði, og komst
að þeirri niðurstöðu, að hægt væri
að safna súrefni úr loftinu og
höndla það eftir þörfum: hann
bjó til skip, sem kö'fuðu í djúpinu
með því að hafa vatn í kjölfestu,
sem hægt væri að dæla út, þegar
hann vildi fara á yfirborð hafsins.
Maðurinn hafði þannig hugsað
upp kafbátinn, hina hættulegustu
drápsvél í sjóorustum.
Maðurnn leit til fuglanna í loft-
inu og sá, að hann gat ekki flogið
sem einn af þeim. En hann tók
eftir því, að þegar spjaldi er kast-
að úr hendi, heldur það áfram í
loftinu eins lengi og aflið, sem
kastaði entist til að knýja það á-
fram. Hann hugsaði, að ef hægt
væri að festa aflvél við spjald,
ið, myndi það sigla í loftinu eins
lengi og vélin ynni. Aflieðing
þeirrar hugsunar er loftfarið, sem
nú 'þegar hefir flogið yfir Atlants-
hafið, og allar líkur eru til, að
muni breyta ferðalögum í náinni
framtíð, svo að herramaður geti
innan skamms drukkið morgun-
kaffið í Refkjavík og haft steikt-
an frosk til miðdegisverðar í Par-
is sama daginn, þótt hann geti,
enn sem komið er, ekki unnið sér
það til lífs. að “nóna” á kútmög-
um undir Jðkli sama daginn og
hann drekkur morgunkaffið í
Reykjavík.
Það eru um sextán hundruð
miljónir manna á jörðinni. Ekki
tíu af hundraði hugsa nokkuð
verulega fyrir utan troðnu braut-
ina. Við flest tökum því, sem að
höndum ber hugsunarlítið og lif-
um á tíðaranda og venjum. Þeir
sem hugsa sjálfstætt, verða oft að
athlægi fjöldans. Frakkinn Jules
Verne skrifaði bók, “Tuttugu þús-
und mílur undir sjónum” til að
skemt krökkum. Veruleikinn get-
ur þurkað út herflota heimsins.
Margur mun segja: Eg veit, að
þetta er satt, og að margar fleiri
umbætur, sem hér eru ekki nefnd-
ar, eru afleiðingar af hugsun. En
hvað kemur það mér við? Eg er
enginn Edison, og ekkert af mín-
um hugsunum hefir hingað til
breytt heiminum né þeim hlutum,
sem í honum eru. Ætli það, sem
er, fari ekki sínu fram, hvað sem
minni hugsun líður?
Slíkt svar, er bending um að það
er engin hugsun heima. Maður-
inn væri enn þá að rogast með
byrðina á bakinu, hefði honum
ekki dottið í hug að flytja hana
yfir á úlfaldann. Hugsunin ein
getur létt byrði manna, af hverju
tagi sem hún er, og ekkert annað
getur létt hana. Heilinn þjálfast
við æfingu og ástundun, en sjálf-
stæðar hugsanir koma ekki nema
með æfðum heila. Maður getur
ekki orðið fullnuma í knattleik
fyrstu vikuna, og nytamar hugs-
anir eru erfiðar viðfangs, út-
heimta meiri einbeitni og æfingu,
en nokkur knattleikur.
Maður hugsar bezt einn og á-
lútur. Margir blása frá sér vind-
lingareyk og» horfa á hann hring-
ast upp í loftið, meðan þeir eru
að hugsa, en hugsunin verður
venjulega létt eins og reykurinn.
Halldór Halldórsson.
Nýja kirkjan
í Reykjavík.
—Undirtektir undir fjársöfnun
mjög eindregnar. — Séra Friðrik
Hallgrímsson segir frá í Morgun-
blaðinu 29. nóv.
Á safnaðarfundi þeim, sem hald-
inn var hér á mánudaginn var,
voru fundarmenn mjög einhuga
um, að hefjast þegar handa til
þess að undirbúa byggingu nýrr-
ar kirkju hér í bænum. Jafnframt
er áformað, að söfnuðurinn bjóð-
ist til að taka að sér fjármál dóm-
kirkjunnar. Fjárreiður kirkju og
kirkjugarðs verði aðskildar. Enn-
fremur, að farið verði þess á leit
við ríkisstjórnina og Alþingi, að
leggja 250,0C0 krónur fram til
byggingar nýrrar kirkju.
Mál þetta hefir lengi vakað fyr-
ir mönnum hér í þjóðkirkjusöfn-
uðinum, þó lítið hafi verið að-
hafst. Nú er áhugaaldan risin svo
sterk, að svo má heita að full vissa
sé fyrir því í upphafi, að eigi verði
lagðar árar í bát fyrri en vegleg
kirkja er risin á Skólavörðuhæð.
Á safnaðarfundinum á mánu-
daginn var séra Friðrik Hall-
grímsson frummælandi. Hefir því
Morgunblaðið snúið sér til hans
og beðið hann að segja álit sitt
um hvernig mál þetta horfir við
frá hans sjónarmiði.
Óþarfi er að ifjölyrða um það,
segir séra Friðrik Hallgrímsson,
að dómkirkjan er gersamlega ó-
fullnægjandi fyrir þjóðkirkjusöfn-
uðinn.
Safnaðarfólk í Iþjóðkirkjusöfn-
uðinum, er nú yifir 16,000. En í
kirkjunni eru 850 sæti. Við tvær
messur komast þannig 1,700 manns
í sæti.
Ný kirkja, sem reist yrði, mætti
eigi hafa færri en 1200, og helzt
1500 sæti. Ef hún hefði aðeins
1200 sæti, kæmust rúmlega 4,000
manns í kirkjusæti á hverjum
sunnudegi með tveim messum í
hvorri kirkju, eða einn fjórði af
safnaðanfólki eins og nú er.
AIls munu komast 1300 manns
í dómkirkjuna, ef hún er troðfull
af standandi fólki; þyrfti að kom-
ast alls rúm 2000 í nýju kirkjuna,
svo um tveir-fimtu af núverandi
sóknarfólki komist að við fjórar
messur, (tværi í hvorri kirkju).
Að vakið er máls á þessu nú,
segir séra Friðrik Hallgrímsson,
kemur til af því, að við viljum sjá
um, að safnaðarstjórn og ríkis-
stjórn verði komnar að fastri nið-
urstöðu sín á milli hvernig þær
vilja að samningar verði milli
ríkisins og safnaðarins, og þann-
ig viti um vilja þessara aðila, er
þing kemur saman í vetur.
Þegar komnar eru upp tvær
kirkjur, segir séra Friðrik enn
ifremur, er gert ráð fyrir því, að
kirkjugjöldin tvöfaldist. Nú er
kirkjugjaldið kr. 2.50 á mann, og
fer af því helmingur til organista
og söngfólks. En vænta má þess,
að sá siður takist upp hér sem
víða annars staðar, að hinir efna-
meiri safnaðarmenn leggi af frjáls-
um vilja fé til safnaðarþarfa, um-
fram lögboðin gjöld, svo að þau
þurfi ekki að hækka að sama
skapi á hinum efnaminni. Ákveð-
ið er, að leggja til, að kirkjan
skuli standa á Skólavörðuhæðinni.
Þar fæst ókeypis lóð undir kirkj-
una. Er eðlilegt, að hún verði
bygð þarna, vegna þess hve bær-
inn hefir vaxið undanfarin ár
austur á bóginn.
Eg hefi hugsað mér, segir séra
F. H. enn fremur, að kirkjubygg-
ingunni skuli hagað á þá leið, að
auk aðalkirkjuhnar verði þarna
kirkjusalur handa 1,000 börnum
með misháum sætum. Auk þess
sem salur þessi yrði notaður fyr-
ir barnaguðsþjónustur, mætti nota
hann til barnaspurninga. En nú
vantar tilfinnanlega húsrúm fyrir
þær. Enn fremur ætti þarna að
vera kapella, sem notuð yrði við
skírnir, fámennar giftingar og
jarðarfarir. Yrði kapella þessr
jafnframt notuð sem bænahús, og
yrði hún altaf höfð opin fyrir al-
menning.
Fyrst er nú til. að taka, að út-
vega upþdrætti að kirkjubygg-
ingu þessari. Verða menn að
vera vandlátir mjög í þeim efnum
og hætta eigi leitinni að góðri úr-
lausn þeirra mála, fyrri en vel er
frá öllu gengið.
Þá er fjársöfnunin. Hefir ver-
ið valin sú leið, að fá sjálfboða-
nefnd til þess að gangast fyrir
söfnuninni. Egtir þeim undir-
tektum, sem málið hefir þegar
fengið, er auðsætt, að nefnd sú
verður fjölmenn. Verður henni
skift í deildir eftir bæjarhverfum,
og á hver deild að sjá um fjár-
söfnun í sínu hverfi. Er ætlast
t:l þess, að menn lofi vissri fjár-
hæð á mánuði, ársfjórðungi eða
ári, þangað til kirkjan er fullgerð.
Einn aðal féhirðir verður að ann-
ast varðveizlu og ávöxtun sam-
skotafjárins.
En kirkjugripi alla til skrauts
og afnota við kirkjulegar athafn-
ir, ættu félög og efnamenn bæjar-
ins að gefa sérstaklega.
Annar safnaðarfundur verður
haldinn bráðlega, til þess að taka
endanlega ákvörðun um hvaða til-
boð eigi að gera eða tillögur til
samninga við rkisstjórnina í
þessu máli.
í kvöld heldur sjálfboða fjár-
söfnunarenfndin fyrsta fund sinn
í dómkirkjunni. — Nál. 40 manns
hefir þegar gefið sig fram í fjár-
söfnunarliðið. Má vænta þess, að
fleiri bætist við á fundinum í
kvöld.—Mbl.
Fáein orð um
fiskisamlagið.
Lundar, 18. des 1928.
Löngum heyrir maður íslend-
inga ræða um það, hvað það væri
skemtilegt og nauðsynlegt að
bindast böndum bræðralags og
standa sem einn maður á móti
hinum svokölluðu auðfélögum og
samböndum, sem virðast reyna
að halda verði á hlutum eða vör-
um frá fyrstu hendi í sem lægstu
verði, til þess að geta grætt sem
mest sjálf. Þetta virðist fallega
hugsað, og mætti að gagni verða
ef í framkvæmd kæmist. Og svo
kemst slíkt í framkvæmd stundum.
Eitt sýnishorn slíkrar viðleitni,
er hið nýmyndaða Fiskisamlag í
Manitobafylki, og eru íslendingar
all-fjölmennir í félagsskapnum.
En hvað' skeður?
Samlagið er ekki fyr myndað,
en ýmsir í slendingar hefjast
handa um að gera samlaginu alt
til ógagns, sem þeir eru færir
um.
Ýmsir, sem þykjast eiga mikið
undir sér, taka svo að sér að kaupa
vöruna, fiskinn, og þegar þeir eru
spurðir að, hvað þeir vilji gefa
fyrir pundið af hverjum fiski,
eða fyrir hverja fisktegund. svara
þeir: “Það getum við ekki sagt
um, fyr en fiskisamlagið sæla
kveður upp prísinn; en það gengur
heldur seinlega; þetta fiskisamr
lag er auðvitað aðeins að hugsa
um að fita fáeina menn.”
Sjáanlega er það því fiskisamlag-
ið, sem heldur uppi fiskverðinu,
en ekki fiskimenn, sem virðast of
góðir til þess að vera með, þar
sem um heill og velmegun almenn-
ings er að ræða — nokkurs konar
æðri verur víst, sem álíta sig
saurgast af því, að vera með sauð-
svörtum almúganum — almenn-
ing, sem í raun og veru er mest
um vert; því á velmegun almenn-
ings byggjast allar framfarir og
viðhald og velmegun allra stétta.
Eg færi ekki að segja neitt við
jessar ‘‘æðri” verur, sem eru að
reyna að berja niður hið nýmynd-
aða fiskisamlag — sérstaklega
vegna þess, að eg veit að þeir á-
líta mig og fleiri af almúgakyni,
frempr lítilsiglda, og ekki svara
verða. Þeir um það. En eg leyfi
mér að spyrja þá, sem hafa fisk
til sölu, hvers vegna þeir selji
ekki samlaginu fisk sinn, úr því
þeir eru allareiðu sannfærðir um,
að samlagið eitt geti ákveðið
verðið? Hinar æðri verur hafa
neyðst til þess að viðurkenna það.
Það er rétt. Þrátt fyrir alla mót-
spyrnu fjölgar meðlimum sam-
lagsinst óðum, svo að þeir verða
um eitt þúsund eftir áramót hin
næstu. Mér þykir vænt um að
vita til þess; því eg ann almenn-
VEITIR HVÍLD OG
VÆRAN SVEFN.
Fólk, sem á örðugt með svefn, og
finnur jafnan til þreytu, ætti að
nota Nuga-Tone. Það er þvínær
ótrúlegt, hve öruggur aflgjafi að
meðal þetta hefir reynst þeim, er
taugaveiklaðir voru og lasburða.
Meðal þetta skerpir meltinguna,
og veitir þar af leiðandi betri mat-
arlyst, auk þess sem það er ágætt
fyrir nýrun.
Mrs. T. B. Rodd, að Hatfield,
Ark., skýrir frá hve Nuga-Tone
hafi komið sér að góðu haldi: —
“Nuga-Tone er bezta meðalið, sem
eg hefi nokkru sinni þekt. Eg var
mjög veil á heilsu, og átti bágt
með svefn. Voru taugar mínar
svo veiklaðar, að eg hrökk upp við
hvað lítinn ys, sem var. Það tók
ekki Nuga-Tone lengi, að hressa
upp á heilsu mína.” —
Sé heilsa þín ekki góð, ættirðu
tafarlaust að fá þéf flösku af
Nuga-Tone. Það meðal hefir
læknað miljónir, og mun gera eins
við yður. — Nuga-Tone fæst 1
lyfjabúðum, eða í heildsölu lyfja-
verzlunum.
ingi allra heilla og veit, að ef fé-
lagsmenn standa einhuga saman
og hafa velviljaða, ráðvanda menn
sem framkvæmdarmenn, fer alt
vel, og með tímanum geta þeir
sjálfir ákveðið verð vöru sinnar,
en þurfa ekki að sæta afarkostum
settum af “auðmönnum öfuglynd-
um, er einsýnir ætíð litu heiftar-
augum hina minni, sem fáa sýndu
dali á fólksþingi.”
Eftir því, sem meira kemur af
fiski í hendúr meðlima samlags-
ins, eftir því verður vegurinn
greiðfærari með ýmsu móti; eft-
ir því verður vonin sterkari um
gott verð á vörunni; eftir því hafa
þeir meira um verðið að segja, sem
auðfélögin sjá, að um meiri vöru
er að ræða, þegar til frambjóð-
enda kemur.
Það hefir talsvert mikið verið
talað um kaup það, sem þeir menn
hafa, sem mestu ráða um fram-
kvæmdir í félagsskapnum. Sumir
ganga félagsskapinn fyrir bý að-
eins vegna þess. Það er ýmislegt
við það að athuga. Að eins á
tvent ætla eg að minnast.
Fyrst er það, að kaup það er
þessir menn hafa, er minna en
það, sem aðrir menn hafa við sama
verk í samkyns starfi, á öðrum
stöðum, og ættu menn því ekki að
sjá ofsjónum éftir kaupinu, þar
sem líka að slíkt tarf ekki að eins
hlýtur' að hafa tilfinnanleg áhrif
á söluverðið, ef nægilega mikill
fiskur er höndlaður. Samlags-
menn eru svo skynsamir, að þeir
sjá sig ekki afar mikið eftir J4-
centi eða máske að eins %-centi
eða minnu, ef þeir fá 12 til 13 c.
fyrir pundið, og svo að endingu
“prósentur” af gróða samlagsins,
ef vel gengur.
Það er um að gera, að sem
flestir gangi í félagsskapinn, sem
djarfir og einhuga menn, eða að
minsta kosti að allir sem þurfa
að selja fisk sem verzlunarvöru,
selja samlaginu fisk sinn; því það
er nú þegar orðið opinbert leynd-
armál, að samlagið getur, og þesa
vegna gerir það, gefið meira fyr-
ir hvaða fisk sem er, en hinar
“æðri verur”, sem vilja samlagið
niður.
Eg vildi óska, að það væri sem
minst um að^vera með hrókaræð-
ur um jafnaðarmensku á meðal
þeirra manna, sem þykjast, þegar
til kemur, vera of góðir til þess að
vera með, þegar um almenn sam-
tök er að ræða, sem til almennra
heilla horfa.
Eg vildi óska og eg mælist til
þess, að allir, sem fiska, selji
samlaginu fiskinn, þótt þeir ekki
vilji verða félagsmenn einhverra
hluta vegna, — bezt þó, því sam-
lagið borgar mest og bezt, það
mega menn vera vissir um.
Eg óska samlaginu allra heilla,
því eg veit, að það starfar að því
að halda uppi verði á vöru, sem
margir menn eru að reyna að
framleiða og selja sér til viður-
væris; það er ekki lítið varið í
það. Eg er líka sannfærður um,
að maður sá, sem hefir á hendi
framkvæmdir við söluna, er ráð-
vandur, velviljaður og góður
drengur; það er ráðsmaðurinn,
sem svo margir þekkja. Menn
þurfa aldrei að sjá sig eftir kaupi
hans, ef um hendur hans fer
nægilega mikið af vörunni.
Jóhannes Eiríksson.
FISKUR
nýveiddur:
Frosinn Pækur, 100 pd... $4.50
Birtingur, 100 pd. ......... 5.00
Nálfiskur, 100 pd............ 8.00
í pokum, ef í kössum, þá 55c meira.
Peningar fylgi pöntun.
John Thordarson,
Langruth, Man.
Guðmunda Eyjólfsdóttir
Johnson.
Merkiskona þessi andaðist í
Spanish Fork, Utha, 29. júlí, 1928.
Hún var fædd 6. nóv. 1859 á F.yr-
arbakka í Húnavatnssýslu.
Faðír hennar var hinn nafnkunni
Eyjólfur Guðmundsson, Ketilsson-
ar. Var Eyjólfur því bróðurson-
ur Natans Ketilssonar. Eyjólfur
bjó lengi á Eyjarbakka a Vatns-
nesi og gerði þann garð frægan,
einkum fyrir æðarvarp er hann
stundaði og þekti manna best á
sinni tið. Var Eyjólfur velgefinn
og nytsamur maður. Talinn var
hann manna toezt söngvinn, með-
hjálpari í Tjarnarkirkju á Vatns-
nesi um háan aldur og hjúkrunar-
maður hinn bezti og happadrýgsti.
Urn æðarvarp reit hann þarfa hug-
vekju og varð á þann hátt þjóð-
kunnur maður.
Kona Eyjólfs var Vaigerður
Björnsdóttir, bónda að Litluborg i
Víðidal. Áttu þau 12 'börn er kom-
ust á legg. Eitt þeirra var Guð-
munda sál.
Vestur um haf fluttist Eyjólfur
1883. Var í fylgd með honunt a<t
húsfélag hans, nema dóttir ein, er
gefin var Guðmanni á Krossanesi,
stórmerkum bónda. — Þótti það
sveitartjón er Eyjólfur hvarf af
landi burt með skuldalið sitt.
Vestra staðnæmdist hann fyrst
árlangt i Pembina, N.D. En þar
misti hann 12 ára gamlan son,
Björn að nafni, i Rauðarána, 1884.
Festi hann þar ekki yndi, en flutti
til Helena, Mont. Dvaldi hann þar
skamma stund og hvarf þaðan til
Utah og bjó þar til dauðadags, 19.
okt. 1913, þá 84 ára.
En Guðmunda dóttir hans varð
eftir í Helena. Dvaldi hún þar til
1892. Þá fluttist hún til stöðva
foreldra sinna í Utah.
Haustið 1893, 13. okt., gekk
Guðmunda að eiga Bjarna Jónsson,
Johnson. málara, í Spanish Fork.
Er hann kynjaður úr Mýrdalnum i
Vestur-Skaftafellssýslu. Bjarni
Er þungur harmur að honum kveð-
er dyggur maður og guðhræddur.
inn við missi hinnar góðu konu,
þótt hann beri harm sinn sent
dreng sæmir.
Af hjónabandi þeirra Bjarna og
Guðmundu sál. lifa 4 harla ntann-
vænleg börn, þrjár dætur og einn
sonur. Er Súsanna Salgerður gift
gullsmið af enskum ættum. Búa
þau i Spanish Fork. Vigdís Doro-
thy er gift skozkunt manni í San
Jose, Calif.—Hafa þau hjón bæði
lokið námi við háskólann í Berke-
ley, Galif.
Ingiriður Jónína er ógift. Kenn-
ir hún við skóla í Salt Lake City.
Og allar hafa þær systur verið
skólakennarar, og sýnir það fjöl-
hæfni þeirra og mentun. Sonur-
inn, Bjarni, hefir einnig notið góðr-
ar og fjölbreyttrar mentunar.
Gekk hann ein tvö ár í skóla, er til-
heyrir Presbýtera kirkjunni. Hann
er búsettur í Salt Lake City, gift-
ur ameriskri konu og stundar versl-
unarstörf. ,
Guðmunda sál. var mannkosta
kona. Mun hún hafa erft kosti
föður síns í rikum mæli Því var
að þeim vikið hér að framan. öll
störf fóru henni vel úr hendi, ekk-
ert mátti hún aumt sjá og var meðal
annars dýravinur mikill. Hjóna-
bandið var ástríkt, barna uppeldið
óvenjulega gott og öll umsjá henn-
ar á heimilinu frábær. Að dæmi
hinna beztu íslendinga var þeim
hjónum æðri mentun barna sinna
hjartfólgið áhugamál. En ef til
vill var þeim þó enn annara um,
að þau héldu heilum sinum kristin-
dómi. Þeirn gleymdist sízt hið
fornkveðna:
“Vér eigum fyrir sál að sjá,
Sá er hluturinn meiri;—”
Útför Guðmundu sál. fór fram
frá islenzku lútersku kirkjunni i
Spanish Fork, 1. ágúst, 1928.
Prófessor Loftur Bjarnason stjórn-
aði atnöfninni. En þrátt fyrir
vanheilsu og háan aldur flutti séra
Runólfur Runólfsson, mágur hinn-
ar látnu, líkræðuna. íslenzkur
söngflokkur söng, undir stjórn
Guðmundar byggingameistara, bróð
ur Guðmundtt sál. — Frændkona
hinnar látnu söng sólós, og önnur
frændsystir lék á hljóðfærið.
Fór athöfnin prýðilega fram og
að mestu samkvæmt fyrirmælum
hinnar látnu.
Fylgdi henni fjöldi manna til
grafar.—
Þess þarf naumast að geta að
ekkjumaðurinn og hin góðu börn
harma mjög missir Guðmundu sál.
Sem fornkunningi allra hlutað-
eigenda, enda eg þessi eftirmæli,
þótt margir kostir þessarar konu sé
ótaldir, með þessu erindi:
“Vildi hún ávalt
að af sér stæði
heill og hamingja
hverjum manni;
bónda hún unni
og börnum sínum
ástriki þvi,
sem öllu megnar.”
Fyrir hönd hlutaðeigenda er vin-
samlega til þess mælst, að blöð á
tslandi geti um þessa dánarfregn.
Þorbjörn Magnússon.