Lögberg - 27.12.1928, Blaðsíða 3

Lögberg - 27.12.1928, Blaðsíða 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN 27. DESEMBER 1928. Bls. 3. I SOLSKIN Fyrir börn og unglinga JÓLIN. Jólin eru heimilishátíð í fylsta skilningi. Yið fiimum, að Giuð er faðir vor, sonur hans bróðir vor, englarnir vinir vorir og mennirnir hver annars bræður. Á vetrum, í skammdeginu, draga menn sig saman. Þeir, sem eru á ferðalagi, hraða ferð- inni. til þess að geta haldið jólin heima hjá sér. Heima á að halda jólin. Sé einhver fjarri sín- um þá, þá grípur hann heimþrá, þó að hann svo' finni aldrei til hennar endranær. Það er gömul sögn, að klukkur þær, er í sæ hafa sokkið, taki að hringja af sjálfu sér um jólin.— Margt er geymt og g'leymt í djúpi hjarta þíns. Á jólunum óma djúpir klukknahljómar úr djúpi lijarta þíns, samfara endurminning- unni um hið bjartasta og 'bezta, sem þú hefir fengið að njóta í lífinu, um trú þína og kær- leika í föðurhúsunum. Á jóladaginn er himininn opinn fyrir Drotni, sem er að koma af himni niður til okkar. Á annan í jólum, Stefánsdegi. er himininn opinn fvrir lærisveinum, sem eru að koma heim. — —Heimilisbl. SJAIÐ MANNINN! Aldrei eru jólaminningarnar jafn dýrlegar, eins og þegar þær eru skoðaðar í ljósi langa- frjádags og páska. Sjáið manninn! Sjáið hann, sem barn í jötunni. Sjáið hann klæddan t'ötrum. Sjáið berfætta drenginn við heimilisverkin og í vinnuklefa timburmannsins. Sjáið liann, þegar hann þvær fætur læri- sveinanna, og þegar æstur lvðurinn ætlar að grýta hann. Sjáið’ hann, yfirgefinn af öllum, í óvinahöndum, með þyrnikórónu á höfði. Heyrið. hann biður um svaladrykk, hangandi á krossi, milli tveggja ræningja. — Sjáið Guðs lamtoið, sem ber syndabyrði mannanna;! En sýnin breytist. Hann, sem fæddist í jötu og hvergi átti höfði sínu að að halla, hann gmæfir yfir allar kynslóðir. Hlustið á hann, hvernig hann spáir um eyðingu Jerúsalems- borgar, og hvernig hann segir fyrir sigurvinn- inga fagnaðarerindisins. Sjáið, hvernig hann — með gegnum stungnar hendur — breiðir út faðmiim, og býður hvíld öllum þreyttum og þjáðum; og heyrið huggunarorðin hans, sem bergmála í höll og hreysi. Sjáið hann, — sem Gyðingar útskúfuðu, — miðdepil menningar- innar, og í duftinu við fætur hans krjúpa hinir mestu og göfugustu af mannanna sonum. Sjáið, hvernig þyrnikórónan, sem lionum var fengin í háðungar skyni, gerir hann að konungi allra konunga, — hvernig hann ber blómsvéig ódauðleikans á 'blóðugu enni! Sjáið, livernig menningin fvlgir merki lians, og hvernig þeim þjóðum lirakar, sem brjóta ölturu hans. Þó að efahvggjunni tækist að afmá alt hið yfirnáttúrlega, sem Biblían greinir, þá mundi þó dásamlegasta kraftaverkið standa eftir: Opinberun Krists, staðfest af veraldarsögunni og reynslu einstaklingsins. Þafí er hið mikla fagnaðarefni Jólanna. Heimbl. J. Jóh. KRISTNIBOÐI. Sagan gerðist á skipi, sem var á leið til Wladivostock. Á skipinu voru margir Kínverj- ar! Voru þeir á leið til útlanda til að útvega sér atvinnu. Margir livítir menn (frá Norðurálfu) voru líka á skipinu. Einn þeirra var Komwaíl kristniboði, sendur af öldungakirkjunni ensku. Erindi hans var að finna kristna, kínverska menn, sem bjuggu á austurströndum Síberíu, og koma því í kring, að þeir gætu fengið inn- lendan prest. Kornwall tók sér eigi vist í farrúmi, eins og liinir hvítu mennirnir, heldur á miðþiljun, um, af því hann vildi fá færi á að tala þar við Kínverjana, sem voru með skipinu. Um nóttina skall á niðdimm þoka og skipið rakst á grunn. Björgunarbáturinn fyftist óð- ar af hvítu mönnunum og foringjum' skipsins og hásetum. Kornwall bað skipstjóra sem innilegast að bjarga Kínverjunum líka, en skipstjóri lét sem hann 'heyrði það ekki, og ásetti sér að láta þennan kínverska fénað , eins og hann kallaði ’þá, verða eftir á skipinu. Þeir urðu því einir eftir að verða og farast með skipinu. Kornwall einsetti sér þá, að verða eftir með “fénaðin- um.” Til allrar hamingju var lítill sjávargang- ur. En samt biðu þeir morguns með mikilli ó- þreyju, eins og vænta má. Loks rofaði til, og þeir sáu til strandar gegnum þokuna. Korn- wall fann þá mjóan streng, sem festur var við hliðina á skipinu, og lagði nú til lands með strenginn á sundi. Leiðin var löng, og erfitt varð honum um sundið. En loks kendi hann grunns undir fótum sér; óð hann þá með streng- inn í land og festi hann þar. Hanif sneri nú út að skipinu fram með strengnum, til að sýna Kínverjunum, hvernig þeir ættu að nota hann. Enginn þeirra var syndur, en samt komust þeir allir á land. Upp frá þeirri stund var nafn Kornwalls á hvers manns vörum. Og er hann var dáinn, þá reistu heiðingjarnir, ásamt kristnum mönn- um, fagurt minnismerki á leiði hans. Þarna boðaði kristinn maður kristindóminn í verki, og sannfærði með því margan heiðingj ann. Líf kristins manns, lifað í kærleika Krists, er órækasta sönnunin fyrir því, hvað kristindómurinn er. “ Verkin, sem eg geri í nafni föður míns, þau vitna um mig,” sagði Jesús. Hmbl. A. JUDSON. Ungur stúdent í Ameríku var á lieimleið frá háskólanum. A leiðinni gekk hann inn í gisti- hús. Gestgjafinn sagði við hann: “Mér þykir leitt, að eg hefi ekki nema eitt herbergi af- gangs. Það er næsta lierbergi við sjúkrastofu. 1 þeirri stofu liggur ungur maður fyrir dauð anum. Það er ekki nema þunt þil á milli. Eg veit ekki, hvort þér viljið taka það.” “Og það gerir mér ekkert til,” svaraði stú- dentinn. Hann lagðist nú fyrir. En liann fékk engan frið til að sofa. Hann heyrði svo glögt kvein og stunur sjúklingsins og fótatak hjúkrunar- konunnar. Hann gat ekki sofið. Honum varð eitthvað svo órólegt innanbrjósts. Hann skamm- aðist sín fyrir þetta kæruelysi. Hann kallaði sig annars fríhyggjumann og bakaði foreldrum sínum sára sorg með því. Faðir hans var prest- ur, og hlakkaði mjög til að sonur hans vrði það líka. Hann mundi enn eftir því, hve faðir lians hafði orðið sárhryggur, er liann var síðast heima í skólafríinu, og svo bænum móður sinn- ar, þegar liann játaði fyrir þeim, að hann gæti ekki trúað því, að annað líf væri til. Hann blvgðaðist sín fvrir órósemina, sem nú vaknaði í sálu lians. En frið gat hann ekki fundið, hann gat ekki losnað við þessa hugsun: Þarna inni liggur ungur maður fyrir dauðan- um. En ef það væri nú til eittlivað eftir dauð- ann! Hvað mundi Ellison segja, ef hann kæmi nú og sæi hann fullan angistar. Ellison var einn af skólabræðrum hans. Og það var sérstak- lega hann, sem hafði gert hann að fríhyggju- manni. \ Stunur hins sjúka manns urðu alt af veikari og veikari. Loks varð alt kyrt og hljótt. En ungi stúdentinn gat samt ekki sofnað. Loks kom þó morgunn. Þegar stúdentinn kom ofan, þá spurði hann gestgjafann, hvernig sjúklingnum liði. “Hann er dáinn,” svaraði veitingamaður- inn. “Læknirinn sagði líka, að hann mundi ekki lifa til morguns.” “Vitið þér hver það var?” ‘ ‘ Og það var stúdent. af háskólanum; hann veiktist á leiðinni,” svaraði gestgjafinn. — Þá vrarð stúdentinum heldur bilt við. Hann var frá sama háskóla. — “Frá háskólanum í Provi- dence ?’ ’ “Hvað hét hann þá?” “Ellison!” — Ungi stúdentinn varð sem þrumu lostinn. Sá, sem dáið hafði liinu megin við þilið, var þó enginn annar en vinur hans, sá sem hafði leitt hann út í afneitunina. Það liðu margar stundir, áður en hann gæti haldið áfram ferðinni. Alla leiðina var sem hljómaði í eyrum honum: “Dáinn, en hvernig? Glataður, glataður!” Hann varð eins og reyr af vindi skekinn vjð þessa hugsun. Hann kom heim eins og allur annar maður, eins og sundurkraminn, fullur angistar, allur kiknaður undir syndabyrði sinni. \ Föður hans, gamla manninum, var það Ijúft starf næstu dagana, að benda syni sínum á fyr- irheiti Guðs, þangað til hann fann frið í trúnni á Jesúm Krist. Þessi ungi maður varð síðar einn af hinum miklu kristniboðum 19. aldarinnar. Hann fór til Austur-Indlands og varð “postuli Birma. ” Hann hét Adoniram Judson.. Hmbl. DANARMINNING. Vér sjáum oft lifandi loftförin smá sér lyfta til liimins — og kvaka, af frelsisins yndi og unaðarþrá vér oft verðum stórlega hrrfin að sjá hve verklega vængbiögð þau taka. En oft er að óþörfu frelsið þeim frá og fagnaðarsöngurinn tekinn, eg ætla að segja’ ykkur söguna þá, um saklausa fuglinn, er máttvana lá, og í hvaða raun hann varð rekinn. Hann lyfti sér glaður í lofthafið blátt og lék sér í dúnmjúkum blænum; hve frjálst var og hressandi að fljúga svo hátt, að fjalllendið stórvaxna sýndist jafnsmátt og grösin í haganum grænum. Hann elskaði blómin og undi sér þar, sem einhver var sjáandi gróður, því hvíldi’ hann oft vængina’ og liugfanginn var í hvammi ’ eða á bala, sem laufgróður bar, og vai>paði ’ að fá sér þar fóður. Hann óttaðist ránfugla, og annað ei neitt, og af því hann sá þá ei nærri, hann nefinu litla í næði gat beitt, og náttúran hafði svo matborð hans skreytt, að konungsborð finnast slík færri. En maður, sem hafði sinn unað þar í, að ónáða fuglana smáu, hans óttaleg kveðja var eldur og blý, en auminginn saklausi vissi’ ekki af því, hvað dyldist hjá levtinu lágu. V Svo vappaði fuglinn — unz vegandinn sá, að var hann í skotmálið svariim; hann skjótlega patrónu ’ í byssuna brá, það blosisaði’—og auminginn vængbrotinn lá og fóturinn annar var farinn. Hann ætlaði í loftið að lvfta sér þá, en lokið var flugvængjatakið, þá vildi hann flýja burt fótunum á, en fóturinn — annar — á jörðinni lá, liann lagðist þá lémagna ’ á bakið. Er maðurinn hljóp sínu herfangi’ að ná, hann hitti’ ekki lautina smáu, þars málvana auminginn lamaði lá; hve lengi hann kvaþlist, unz féll hann í dá, það -heyrðu menn hvorki né sáu. En átta ’ ára stúlkubarn átti þar leið, og er hún þar gekk fram á náinn, hún 'hikaði ’ — og viknaði ’ að horfa ’ á hans neyð hún lireyfði til fuglinn — og lítið eitt beið að vita — livort væri liann — dáinn. Hún sá það, að auminginn andaður lá og aðhlvnning þurfti’ ekki neina, þá bar liún heim fuglinn og bauð mér að sjá, hún bað mig að skýra hans afdrifum frá, er þungar varð raunir að reyna. Ef fuglunum leiðist, hvert flýja þeir þá? þeir fljúga’ upp mót sólunni að iðja, því einkenni líkja við mann lífið má, ef mönnunum leiðist — en hugsvölun þrá, livert leith þeir líknar að biðja? Og þegar að dagsvöku þreytan oss lýr, oss þæg verður smáfjaðra sængin, svo maður oft verður að morgni sem nýr, hvort munu þess verðug hin flughæfu dýr að mæðast við molaðan vænginn? Ó, minnumst þess, fuglarnir eiga þann að, sem ætíð af miskunn er ríkur, og vill — að sem hugfastast höfum vér það, að hugsjón þess reikar á öfugan stað, af miskunnarvegi er víkur. • —Ileimilisbl. X. VILLIGÆSIRNAR. Það var einhvern haustdag, að villigæsir nokkrar flugu hátt í lofti yfir fjöll og dali. Þær ætluðu langnr leiðir og var ekki annað, sem knúði þær áfram, en ferðalöngun sú, er skapar- inn hafði innrætt eðli þeirra í öndverðu. Þá liittist svo á, að ein spikfeit heimagæs stóð ét- I andi við úrsigtis kirnu í húsagarði á bóndabæ og bar sig drjúgum eftir björginni. Hún lieýr- ir nú ferðaþysinn og fjaðraþytinn til villigæs- anna uppi yfir sér, tevgir upp álkuna og kallar til þeirra með undrun: “Hvaða læti eru í ykk- ur þarna uppi, systur mínar! 'hvert eruð þið að halda?” — “Langar leiðir,” svöruðu villi- gæsirnar, “langar leiðir til fjarlæga landsins, þar sem okkur er ætlað að vera.’ ’— “Nú, hafið þið nokkurn tíma séð fjarlæga landið?” — “Nei, ekki höfum við séð það, svöruðu liinar, “ en léttu þér nú upp í loftið til okkar og slástu með í förina.“ — “Já, eg er nú helzt á því,” sagði heimagæsin; “því ætti eg að vera að því? komið þið heldur ofan til mín, því hérna getur maður fitnað og átt góða daga, og livers getur maður frekar óskað sér?” — “Það gerum við aldrei,” svöruðu villigæsirnar, “við viljum fvrir 'hvern mun fara til fjarlæga landsins og eru ekki í rónni fyr en við erum þangað komn- ar.” — “Nú, því þá?” segir heimagæsin. — “Það er í okkur einhver óstöðvandi löngun,” mæltu hinar, “einhver eirðarlaus þrá, sem knýr okkur áfram, og vel segir okkur hugur um það, að við munum eiga góðs von í fjarlæga land- inu. ” — “ Þetta er sá liégómi, sem engu tali tek- ur,” sagði heimagæsin, “eg er þó líklega eins góð og hver af ykkur og hefi eg samt aldrei fundið til neinnar þesskonar löngunar.” — “Verði þér að góðu,” sögðu villigæsirnar, “og kúrðu kyr þar sem þú ert, en við verðum að halda þangað, sem löngunin dregur okkur. ” — Þannig mæltu þær og flugu áleiðis, en lieima- gæsin ,sagðí með þjósti: “Ekki get eg að mér gert að hlæja að heimskunni. Ekki nema það, að láta gabba sig með öðrum eins hégiljum frá blessuðum matnum og ana út í óvissuna í stað- inn fyrir að halda sér við það vissa! Nei, nei, eg er vitrari en svo”. — Með þessum orðum tók hún til óspiltra málanna og stakk nefinu nið- ur í troðfulla fóðurkirnuna. 'En þrátt fyrir alla þessa speki, var hún samt bráðfeig og daginn eftir var henni stútað. Stgr. Th, þýddi. Hrafninn sjúki. Hrafn nokkur ungur varð háskalega veikur. Móðir hans var óhuggandi og linti ekki á gráti. Sagði hann því við liana: “Hættu að gráta, móðir mín! og biddu guðina að gefa mér aftur heilsuna.” — “Æ, sagði hiín og grét því meira, “eg er lirædd um, að engin guðleg vera misk- unni sig yfir þig, því þú hefir aldrei sýnt öðrum skepnum minstu meðaumkvun.” — Stgr. Th. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimlli: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. HeimlU: 373 River Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL Medlcal \rt« Bldg. Stundar sOrstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Slmi: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Taimla'kulr 210-220 Medlou Arts Bldg Cor Graham og Kennedy 8ta Phone: 21 824 HelmlUs Tais.: 38 <28 DR. G. J. SNÆDAL Tannhcknlr 014 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald St. Talslmi: 38 888 DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street Þriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 8—5 «s. h. Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block Yorkton, Sask. Fowler Qptical pr°n 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St Phone 26 545. Winnipeg THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN IaL lögfracfilngar. Skrifstofa: Roora 811 McArtbur Bulldlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phonea: 26 849 og 28 840 LINDAL, BUHR & STEFÁNSON Islenzkir lögfræðingar. 356 Main St. Tals.: 24 888 Peir hafa etnnig skrifstofur að Lundar, Riverton, Gimli og Plney og eru þar að hltta & eftlrfylgj- andi tlrnum: Lundar: Fyrata miðvikudag, Riverton: Fyrsta flmtudag, Glmli: Fyrsta miðvlkudag, Piney: priðja föstudag I hverjum má.nu8i J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21033. Heima 71753 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. PHONE: 22 768 G. S. THORV ALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Residence Phone 24 206 Office Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg A. C. JOIINSON 807 Confederatiou l.lfe BI4*. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sór að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundls. Skrifstofusími: 24 263 Heimasiml: 33 328 J. J. SWANSON & CO LLMITED R e n t a 1 s Insurance R e a 1 Estate Mortgigea 600 PARIS BLDG.. WINNIPEG. Phiones: 26 349—2« 348 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke 8t. Selur llkklstur og annast um ttt- farlr. Allur útbúnaður Ennfremur selur h&nn minnisvarðla og legsteina. Skrifstofu tals. 86 607 Ilelmills Tals.: 88 Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 505 Boyd Bullding Phone 24 1T1 WINNIPEG. SIMPSON TRANSFER Verzla með egg-á-dag hænsnafðður. Annast einnlg um allar tegundlr flutninga. 681 Arlington St., Winnipeg CORONA HOTEL 189 Notre Dame East Verð herbergja frá $1.60 og hækkandi. Símar: 22 935 — 25 237 A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 572 Toronto St. Phone 71 462 KCENO Eins og auglýst er í dagblöðun- um, fæst það í Winnipeg hjá The Sargent Pharmacy Ltd. 709 Sargent Ave. Winnipeg Sími 23 455 Verð: ein flaska $1.25, þrjár flsk. $3. Póstgj. 15c og S5c.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.