Lögberg - 27.12.1928, Page 4

Lögberg - 27.12.1928, Page 4
BIj. 4. LÖGBERG FIMTUDAGINN 27. DESEMBER 1928. I Högíjerg j ;j: Gefið út hvern fimtudag af The Col- ;: umbia. Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. ;í og Toronto St., Winnipeg, Man. ;; :|i Talsímar: 86S27og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins; The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. -Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg’’ is printed and published by The Columbia Press, Limited, ín the Calumbia Euilding, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. 3m:nmm Gott árterði. Af nýjuistu skýrslum frá Ottawa, má það ljóslega ráða, að mjög er nú farið að birta yfir iðnaðar og atvinnumálum í landi hér, og hve hagur þjóðarinnar er þarafleiðandi jafnt og þétt að batna. Xú er það meðal annars komið á daginn, að liveiti uppskeran frá í liaust, reyndist yfirleitt langt um notadrýgri , en í fyrstu va_r ætlað, að því er mölunar verksmiðjunum segist frá, og hefir árður framleiðahdans aukist að sama skapi. Að vísu urðu einstök héruð nokkuð út- undan, sem venja er til, og örðugt er að útiloka í jafn víðáttu miklu veldi, sem Canada er. Þó varð uppskerumagnið með því allra mesta móti, sem enn hefir þekst í sögu hinnar canadsku þjóðar. Er því yfirleitt til þess gild ástæða, að líta björtum augum á framtíðina; því svo hefir öllu miðað vel áfram í áttina til aukinnar velmegunar. Einn af megin atvinnuvegum fólks þess, er British Columbia fvlki byggir, er eplaræktin. Varð sú framleiðslugrein í ár drjúgum meiri og arðvænlegri, en venja hefir verið til. Sömu söguna hafa Strandfvlkin að segja, að því er jarðeplaræktina áhrærir. Framleiðsla járns og stáls, hefir orðið í ár, þrjátíu af hundraði umfram það, er viðgekst í fyrra. Pappírs framleiðslan hefir aukist um fimtán af hundraði. Þessu til áréttingar má benda á, að framleiðöla raforku, hefir á árinu aukist um freklega tuttugu af hundraði, og von um margfalt meiri rafvirkjun næsta ár. Einna mest áberandi, hefir þó útfærsla námuiðnaðarins orðið. Nemur framleiðsían á því sviði, fullum sjö hundruð miljónum dala umfram það, er átti sér stað í fyrra. Þá er vert að geta þesis, að hér í Vesturfylkjunum, hefir fundist olía, sem líkleg er til að gefa af sér mik- inn arð og aukna atvinnu, er stundir líða. Það stendur því á sama, í hvaða átt að litið er, allstaðar er meira um að vera, og viðhorfið bjartara, en áður var. Og svo á það líka að vera. Fjármálaráðgjafi núverandi sambands- stjórnar í Ottawa, Hon. James Robb, hefir ný- lega lýst yfir því, að svo hafi fjárhagur þjóðar- innar batnað upp á síðkastið, að nú séu greidd- ar hvern einasta dag áttatíu og fimm þúsundir dala af þjóðskuldinni, og megi þess þó fyllilega vænta, að komandi ár, verði jafnvel enn stórtæk- ara í þéssu tilliti. Viðskifti canadisku þjóðarinnar út á við, eru stöðugt að færa út kvíarnar. Hefir nýlega ver- *ið hrundið í framkvæmd viðskiftasamningum við Japan, sem líklegt þykir að margt gott muni leiða af, auk þess sem viðskiftin við Bretland hið mikla fara jafnt og þétt í vöxt. Er þetta alt fyrirboði bjartari og betri daga, því nú eru framfarir í landi hér, margháttaðri og stórstíg- ari en nokkru sinni áður. Þarft laganýmœli Fylkisþingið í Saskatohewan, situr á rök- stólum um þessar mundir, og hefir til meðferð- ar mörg þjóðnýt mál, sem venja er til, því stjórn þess fylkis hefir alla jafna átt ágætum mönnum á að skipa, og hefir svo enn. Meðal laga nýmæla þeirra, er stjórnin hefir tilkynt, að borin verði fram í þinginu, er frum- varp, sem fram á það fer, að héðan í frá skuli engum leyft að verzla með eða selja verðbréf í fyrirtækjum, án þess að hafa fulla tryggingu (bond) frá hlutaðeigandi stjórnarvöldum. Mun þetta að sjálfsögðu mælast vel fvrir, því vafa- laust hafa íbúar Saskatchewan fylkis, engu síð- ur en meðbræður þeirra í hinum fvlkjunum, oft og einatt verið sárt leiknir af völdum samvizku- lausra prangara, er svikið hafa inn á þá með smjaðurvrðum hluti, í einskisnýtum fyrirtækj- um. Til þess að útiloka slíkan ósóma, er frum- varp þetta borið fram, og má þess fvllilega vænta, að það komist í gegn um þingið slindru- lauist. Verðskuldar Gardiner stjórnin almennar þakkir, fvrir afskifti sín af máli jþessu. Ingólfsmálið. Samkvæmt loforði þvi, sem eg gaf í grein minni um IngólfsmáliS i Lögbergi 13. desember 1928, birti eg nú í íslenzkri þýÖing skjal þaö í heild, er eg lagÖi fyrir dómsmálaráÖgjafa Cánada 21. janúar 1925 í sambandi viS umsókn mína fyrir hönd Vestur-íslend- inga um að fá líflátsdómi Ingólfs Ingólfssonar breytt af ástæðum þeim, sem þar eru tilgreindar. 'Eg vil taka það fram i þessu samibandi, að undir eins og eg kom heim úr Ottawa-ferS minni, mætti eg á fundi, sem nefnd sú hélt, er kosin var á hinum almenna borg- arafundi í Winnipeg 19. desember 1924. Þar skýrði eg nefndinni greinilega frá starfi mínu í Ottawa og las fyrir hana skjal þetta frá byrjun til enda. AS loknum lestri varS einum nefndarmanna þetta aS orSi: “Eg fer aS halda, aS maSurinn sé saklaus.” Afrit af þessu skjali ásamt öllum réttargögnum, er eg hafSi komist yfir, afhenti eg nefndinni 19. febrúar 1925 og ritaði henni um leiS bréf þaS, er eg birti kafla úr í grein minni um þetta mál í Lögbergi 29. nóvember 1928, þar sem eg bendi nefndinni, meSal annars, á þaS, aS eftir minum skilningi sé ekki hægt aS verja peningum þeim, sem gefnir hafi veriS í Ingólfs- sjóSinn, til neins annars, en í þarfir Ingólfs, og einnig, aS eg álíti, aS læknisskoðun á Ingólfi sé sjálfsögS, til aS ákveSa þaS, hvort hann sé vitskertur eSa ekki. Eg vona, aS Vestur-Islendingar alment hafi þolin- mæSi til þess aS lesa þetta skjal rækilega og meS eftir- tekt. Eg vona einnig, aS viö lestur þess skýrist þetta mál nægilega til þess, aS menn geti myndaS sér sjálf- stæSa skoSun um þaS. Mér þykir ekki ótrúlegt, aS í lestrarlok muni einhver taka undir meS nefnd- armanninum og segja: “Eg fer aS halda, aS maSurinn sé saklaus.” Eg vildi mælast til þess, aS þeir, sem skjal þetta lesa, spyrji sjálfa sig aS afloknum lestrinum aS því, hvort ekki sé sanngjarnt að halda þessu fram: (1) aS í réttargögnunum sé ekki nokkra verulega eSa ábyggi- lega sönnun fyrir sekt Ingólfs aS finna, heldur aSeins líkur, sem eru svo veigalitlar og haldlitlar, aS þær naumast geta talist líkur; (2) aS hefSi Ingólfur notiS viSudanlegrar lögmannshjálpar, þegar mál hans var fyrir rétti, hefSi hann verið sýknaSur, og, aS þaS er fyrir eintóma hándvömm, aS mál hans fór eins og þaS fór, og (3) aS það hefSi aS sjálfsögSu átt aS taka til greina bending þá, sem kom frá mér og einnig frá þing- nefnd ÞjóSræknisfélagsins á þinginu 1925 um, aS læknisskoSun á Ingólfi færi fram til þess aS ganga úr skugga um vitsmunalega heilbrigSi hans um þaS leyti, sem glæpurinn var framinn. Hjálmar A. Bergman. Skjal þaS, sem hér er um aS ræða, er á þessa leiS: 19. janúar 1925. Hon. E. Lapointe, dómsmálaráSgjafi, Ottawa, Ont. Kæri herra:— Viðvíkjandi líflátsdómi Ingólfs Ingólfssonar, öðru nafni Hans Johnson. Samanbcr skjöl yðar C.C. 226. Regluleg beiSni hefir þegar veriS borin upp fyrir yður um þaS, aS dauSadómi Ingólfs Ingólfssonar, óSru nafni Hans Johnsonar (sem hér eftir verSur nefndur Hans Johnson) verSi breytt. í sambandi viS þá beiSni vil eg leyfa mér aS benda ýSur á íhugunar- eíni, sem eg allra virSingarfylst tel nægilega gild til þess að sérréttindum krúnunnar um náöun, sé beitt, og hinn sakfeldi náSaSur. Ef til vill gæti þaS orSiS aS nokkru liði aS bæta viS þessa bendingu stuttri skýrslu um veru- leg atriSi málsins. í þessari skýrslu um atriði máls- ins verSur ekki einungis vitnaS í afrit vitnaleiSslunnar, sem fram*fór, þegar máliS var rannsakaS, heldur einn- ig í afrit af þeim framburSi, sem gefinn var viS inn- gangs yfirheyrslu (Preliminary Hearing). Þessi afrit eru bæSi í höndum embættismanna í ySar stjórnar- deild. Nema öSruvísi sé frá skýrt, er vitnaS einungis í framiburð þann, er átti sér staS, þegar réttarhaldiS fór fram. Kæran £egn hinum sakfelda manni var sú “aS hann, nefndur Ingólfur Ingólfsson, ööru nafni Hans John- son, í eSa nálægt Eort Saskatchewan í Alberta-fylki hefSi myrt mann nokkurn, er Hugh McDermott hét, 2. ágúst 1924, eSa um þaS leyti” (bls. 1). MáliS var rannsakaS dagana 3. og 4. nóvember 1924 af Ives dómara ásamt kviSdómi, og varS niður- staðan sú aS hinn kærði væri “sekur.” AS því búnu var kveðinn upp dauðadómur og ákveðiS aS honum skyldi fullnægt viS fangahús fylkisins í Fort Saskat- chewan 4. febrúar 1925. Leyfi til áfrýjunar var sy»j- aS af hæsta rétti fylkisins. Johnson og McDermott höfðu þekst í 20 ár; höfðu þeir fyrst mæzt fyrir tuttugu árum í Fort Saskatche- wan (sjá framburS Adamsons við inngangs yfirheyrslu, bls. 4 og viS málsóknina bls. 8). Johnson kom til Fort Saskatchewan um sumariS 1924; um nákvæman tíma er ekki ljóst, en þaS virS- ist hafa veriS í júní-mánuði. Eftir aS hann hafði ver- iS þar aS minsta kosti þrjá eða fjóra daga (bls. 28) mættust þeir McDermott og hann, og McDermott bauS Johnson aS koma meS sér og vera hjá sér. Johnson þáði boðiS og var hjá McDermott í mánuS. Svo lítur út sem ekkert hafi verið minst á kaup, en það er ljóst aS Johnson hefir haldið aS lög væru til í Alberta, sem ákvæSu bonum kaup fyrir þaS, sem hann hefði unniS, jafnvel þótt um -engan samning væri aS ræSa fbls. 4). Hann gekk því eftir kaupi í lok mán- aSarins, og McDermott neitaði að borga honum nokk- urt kaup. johnson fór því 1. ágúst á fund lögreglu- dómarans ýAdamsonJ og vildi hefja málsókn gegn Dermott til þess aS ná kaupi sínu. Þetta var um morguninn. Lögregludómarinn lét senda eftir Mc- Dermott, og þeir Johnson og McDermott mættust á skrifstofu lögregludómarans klukkan eitt þann sama dag,< Eftir aS lögregludómarinn hafði hlýtt á mál beggja aðilja, þá neitaöi hann ekki einungis aS leyfa Johnson málshöfSun gegn McDermott, heldur blátt áfram skipaði honum aS fara-burt úr bænum tafarlaust og veitti honum frest þangaS til “járnbrautarlestin færi klukkan hálf fjögur eftir hádegi þann sama dag” óbls/ 4). Alt það. sem frá er skýrt hér aS ofan, má finna í vitnisburSi Adamsons, bls. 2-8. VitniS Fred Wheeler bar það fram aS hann hefSi séS Johnson fara til járnbrautarstöSvarinnar rétt um þaS leyti, sem járnbrautarlestin kom (bls. 23) síðari hluta sama dags. ViS inngangs yfirheyrsluna bætti Wheeler viS því, sem hér segir: “Hann sagSist ætla aS fara meS þessari járnbrautarlest; hann sagSist ætla aS fara í burtu ” (bls. 13J. VitniS Brennan bar þaS, sem hér segir við inngangs yfirheyrsluna: “Halnn sagðist ætla aS fara í burtu og vinna fyrir kaupi ” (bls. 11). Réttargögnin sýna, svo aS ekki verSur um vilst, aS Johnson í raun og veru fór burtu frá Fort Saskatchewan á járnbrautarlestinni síðari hluta dags 1. ágúst (vöru- og fólksflutningalest). Og réttar- gögnin sýna þaS tvimælalaust, að enginn maður varð var við Johnson í Fort Saskatchewan eftir 1. ágúst, eftir aS járnbrautarlestin fór til Edmonton, hér um bil kl. 3.40 e. h. þann dag. McDermott sást lifandi nálægt kl. 10 um kveldiS 2. ágúst, eSa meira en þrjátíu klukkustundum eftir að Johnson fór úr bænum. Þetta vitnaði Rodis (bls. 11, 12, 14) og Mrs. Doye (inngangs yfirheyrsla bls. 9). Vitnið Brennan sá einnig McDermott 2. ágúst (bls. . 18), og vitniS Rogers bar það fram viS inngangs yfir- heyrsluna aS McDermott hefSi fengið hjá sér peninga út á $10.00 ávísun 2. ágúst (inngangs yfir- heyrsla bls. 39J. Nákvæmlega vita menn ekki hvenær dauða McDer- motts hefir borið aS. Um þaS farast rannsóknar dóm- aranum í ávarpi sínu til kviðdómsins orS á þessa leiS: “Um dauðastund McDermotts er þaö eitt aS segja, aS hún hlýtur aS hafa veriS einhverntíma frá því um kveld- iS á laugardaginn 2. ágúst, þegar menn sáu hann, þangaS til næsta miðvikudag 5. ágúst, þegar Rodis og tveir nágrannar hans fóru þangaS sem McDermott átti heima, fundu hann ekki, fundu aS kofinn var lokaSur og hundurinn og kötturinn lokuS inni'” þbls. 117). Þetta ætti auðvitað aS vera 6. ágúst (sem var miS- vikudagur), því eftir vitnisburSi Rodis er þaS augljóst aS þaS var 6. ágúst en ekki 5., sem hann fór heim aS kofanum (bls. 11). Sannleikurinn er sá, að lík Mc- Dermotts fanst ekki og var ekki tekiS upp úr brunnin- um fyr en kl. 10.30 á laugardagskveldiS 9. ágúst (bls. 33)- Um sambúS þeirra McDermott og Johnsons, farast dómaranum þanniS orS í ávarpi sínu til kviSdómsins: “Aíennirnir höfðu veriS saman hér um bil mánaðar tíma á heimili McDermotts. Ekkert bendir til þess að þeim hafi borið neitt alvarlegt á milli, og eina ágrein- ingsefniS reis upp skömmu fyrir 1. ágúst þegar þeir voru aS hnatt-tafli (pool), og Johnson gat ekki borgaS fyrir leikinn, sem hann virðist hafa tapaS; áttu þeir þá lítiS orSakast og fer Johnson fram á þaS, að Mc- Dermott borgi, og gerði hann þaS aS lokum. Næsta sundrungarefniS milli þeirra er þaS aS Johnson þykist eiga heimtingu á kaupi fyrir vinnu sína; McDermott er önugur út af því. Ekki virðist svo sem nokkurt veru- legt missætti hafi átt sér stað milli þeirra út af þessu, ekkert það iem leitt gœti til neinnar óvináttu, heldur aðeins gremju’ (bls. 116). VitniS Rodis, sem þekti vel til þeirra Johnsons og McDermott, bar það fram, aS nálega fram aS 1. ágúst hefðu þeir veriS vanir aS leika hnatt-tafl í hnattleika- stofu sinni “svo að segja á hverjum degi” (bls. 13-14) og aS eftir því sem hann vissi frekast, hefði þeir veriS góSir vinir fram aS 1. ágúst (bls. 15). FramburSur vitnisins Brennan er á sömu leiS (bls. 18), og hann segir ennfremur aS hann viti ekki af nokkurri ástæðu til þess að Johnson hefSi átt a.S bera morðhug til Mc- Dermotts (bls. 19). VitniS Hanson ber það aS þeir hafi alt af veriS góðir vinir meðan þeir áttu heima saman, og aS þeir hafi veriS saman, þangaS til John- son gekk eftir kaupi fyrir vinnu sína jbls. 25). Fram- burSur vitnisins Barley, er aS efni til alveg sá sami, en hann gengur lengra og sýnir þaS að Johnson var þaS áhugamál aS komast hjá deilum viS McDermott og hafði alls enga tilhneiging til aS taka lögin í sínar eigin hendur. ViSvíkjandi Johnson, farast honum orð á þessa leiS: “Hann sagði mér aS sér væri þaö alveg ómögulegt aS komast af við hann lengur og kvaðst hann vera að fara burt; hann sagðist ómögulega geta 1 komist af viS hann ” (bls. 28). Þetta samtal hefir auðsjáanlega átt sér stað 1. ágúst, því hann bætir þess- um orSum við: “ÞaS var eftir aS hann hafSi fariS frá McDermott, og eftir aS hann hafði höfSaS mál- sókn gegn honum ” (bls. 29). Hann segir ennfremur aS eftir því sem hann viti bezt, hafi þeir alt af veriS góSir vinir og að Johnson hafi alls ekki haft neinar hótanir í frammi viS sig um þaS aS drepa McDermott. (bls. 29). Jafnvel vitniS Long, sem sannarlega er ekki vinveittur Johnson, verSur aS viðurkenna aS hann hafi aldrei heyrt um nokkurn kala á milli þeirra og að: ' þaS sé engin ástæða né getgáta,” sem gæti leitt sig til þess að álíta aS Johnson hefSi tilhneiging til aS drepa McDermott (bls. 83). Krúnan gerSi enga tilraun til þess aS sýna hvar Johnson hefSi veriS eftir að hann fór frá Fort Sas- katchewan 1. ágúst. FramburSur vitnisins Quong sannar þaS greinilega, aS Johnson var í North Battle- ford 5. ágúst, sem gestur á Metropole hótelinu (bls. 55). FramburSur vitnisins Smith gefur þaS þó sterk- lega í skyn, að Johnson hafi ef til vill komiS til North Battleford ekki seinna en 2. ágúst. Hann segist hafa mætt Johnson þar: “í fyrstu vikunni af ágúst” á öðru hóteli, þaS er að segja Saskatchewan hótelinu (bls. 56). Hann endurtekur að: “þaS hafi veriS fyrstu vikuna í ágúst.” (bls. 57), og þaS er augljóst aS það var aS minsta kosti tveimur dögum fyrir 6. ágúst, þegar hann á aS hafa veSsett úr hjá Samchinsky (bls. 59-60). Smith áætlar aS Johnson hafi eytt nálægt $100.00 á tveimur dögum til þess aS kaupa fyrir ö! handa sjálfum sér og þeim þyrstu náungum, er í kringum hann höfSu safnast, aS sjálfum honum (Smith) meðtöldum (bls. 59). Johnson hefir sjáanlega veriS stöðugt kyr í North Battleford frá því hann fyrst kom þangað og þangaS til hann var tekinn fastur þar 23. ágúst (bls. 84). Þó hann væri þá aöeins rúmlega 200 mílur frá Fort Saskatchewan, gerði hann enga tilraun til þess að leyna því, liver hann vœri og notaði sama nafn og áS- ur, og sagði lögreglunni hiklaust að nafn sitt væri Hans Johnson, þegar hann var spurÖur aS heiti (bls. 84). Þegar hann var tekinn fastur og leitaÖ var á hon- um, hafði hann enga peninga (bls. 88). Hann var hafður kyr í klefanum, sem hann var upphaflega lát- inn i, “hér um bil eina klukkustund” (bls. 86) áÖur en hann var fluttur þaÖan fyrir fult og alt. Daginn eftir að hann var færSur, var leitað í klefanum og lykla- hringur meS lyklakippu á, fanst þar (bls. 86); seinna sannaðist aS þetta heyrÖi til McDermott. ÁSur en Johnson var tekinn fastur, veðsetti hann úr hjá vitninu Samchinsky 6. ágúst (bls. 60), og lét Samchinsky alls út á það , $3.00. Krúnan kom meS vitnisburð til þess að sýna aS þetta úr hefði heyrt til McDermott. Sumt af þeim vitnisburSi er greinilega óhæfilegt, eins og, t. d., vitnisburSur Warnhams (bls. 65-67)» sem er leyft aS koma meS og leggja fram sem málsskjal, blaS úr viðskiftabók, Sem á aS sýna aS úr með sama númeri hafi veriS í viSgerS nálægt 1. nóvem- ber 1922 í verkstæðinu, þar sem hann vann í Edmon- ton, þrátt fyrir þaS að vitnisburSur hans sýnir það ekki að hann hafi teki'S viS úrinu til viSgerSar, eSa lát- iS framkvæma verkiS eða skrifaS þetta inn í viSskifta- bókina. Gangandi samt út frá því, að það sé talið sannað, aS þetta sérstaka úr hafi einhvern tíma verið eign McDermotts, þá sýna gögn málsins þaS, aS þaS var aðeins ódýrt úr í fyrstu; hulsturslaust Ingersoll Reliance úr (bls. 66-68). Kline gerSi viS það 7. júní 1922 og setti $2.35 fyrir verkiS (bls. 68). Warnham gerSi viS þaS aftur nálægt 1. nóvember 1922 (bls. 66) og Iffland 8. marz 1923 (bls. óg). Þetta sýnir aS úrið gel<Jc ekki svo vel aS viSunanlegt væri. ÞaS væri þess vegna ekki aS drótta neinni óhóflegri gjafmildi aS Mc- Dermott þótt þess væri getiS til, að hann kynni aS hafa gefið Johnson þetta úr ásamt nisti, sem því fylgdi. Á hinn bóginn sýnist það mjög ósanngjarnt og alls kostar óskynsamlegt, aS geta þess til að löngun til þess aS eiga hlut, sem svo lítils var virSi fyrir Johnson að verðmæti eSa tilfinninga gildi, hefðí getaS skapaS nokkra ástæðu til þess aS drepa McDer- mott. Johnson veðsetti nistiS fyrir $2.00 (bls. 73) r sem vitniÖ Long bar að hann hefSi gefið McDermott nálægt 1908 eða 1909 (bls. 81). Um þetta má segja þaS sama, sem sagt var um úriS. Tilraun krúnunnar, að sýna aS Johnson hefði einn- ig selt yfirstakk (mackinaw), er McDermott hefði átt, fyrir $4.00, mistókst (bls. 61). Hann var auðkendur, sem sýnishorn “B” til skoðunar (bls, 49), en krúnunni mishepnaSist gersamlega aS sanna, að McDermott hefði nokkru sinni átþ fatið, og þess vegna var þaÖ aldrei heimilaS sem m’álsgagn. Athygli kvið- dómendanna var ekki beint aS þessu og þeir voru ekki varaðir viS aS þeir yrðu að útiloka það, þegar til máls- gagnanna kæmi; er enginn efi á þvi, að þetta hefir átt mikinn þátt í að snúa hugum þeirra á móti Johnson. Krúnunni var einnig leyft aS' koma fram meÖ heilmikið af vitnisburÖum viðvikjandi sérstöku hárir þbls. 96-108) ; voru þeir vitnisburSir í því skyni dregn- ir fram aS bendla Johnson viS morS McDermotts. í ávarpi sinu til kviðdómsins tók rannsóknar- dómarinn þaS mjög réttilega fram, aS kviÖdómendurnir ættu aS útiloka þann vitnisburð^ (bls. 119) ; en eg vil virÖingarfylzt leiða athygli aS því,' aS ill áhrif höfðu þegar átt sér stað, og að þessi óviðeigandi vitnisburS- ur haföi haft áhrif á kviðdómendurna. ÞaS er and- stætt mannlegu eðli og mannlegri reynslu, að hugsa sér aS kviðdómsmenn, sem allir eru alþýðumenn, geti algerlega útrýmt úr huga sér vitnisburði af þessu tagi, sem rannsóknardómarinn kallar “sérstaklega mikils- verSan vitnisburð, ef hann hefSi orðiS á vísindalegan hátt settur í samband viS máliS” (bls. 119), eftir að á- hrifin höfðu skotið rótum í hugum þeirra, þrátt fyrir allar aðvaranir rannsóknardómarans i ávarpi sínu. I málinu Allen v. The King 18. Can. Cr. Cas ir skipaSi hæsti réttur Canada nýja rannsókn eftir aS hinn kærði var fundinn sekur um morð, vegna þess aS framburður hafSi verið leyfður, sem ekki hefði átt aS komast að; og leyfi eg mér aÖ halda þvi fram, aS sá vitnisburður hafi ekki veriS nálega eins veigamikill né líklegur til þess að hafa áhrif á kviðdóminn, eins og vitnisburÖurinn viSvíkjandi yfirstakknum og vitnis- burðurinn um hárið í þessu máli. Sú nýja rannsókn var skipuS þrátt fyrir þaS þótt annar vitnisburður benti miklu greinilegar á sekt hins kærSa í því máli, en hér er um aS ræða. Þar segir Anglin dómari, bls. 29-30: “MeS því að annar vitnisburÖur er fyrir hendi, nógu greinilegur til þess að byggja á sakfellingar- dóm, þá er þaS augsýnilega ómögulegt aS segja, aS kviSdómsmennirnir hljóti að hafa fariS eftir eSa veriS í raun réttri undir áhrifum af því atriði, sem áfrýjandi nú hefir á móti. Á hinn bóginn er þaS jafn ómögulegt að segja aS hugir kviðdóm- endanna gcti ekki hafa verið, eða hafi í raun réttri ekki verið undir áhrifum, sem snúiS hafi þeim á móti áfrýjanda af atriSi, sem svo mikiÖ snerti aSálatriðiS, er þeir höföu til yfirvegunar—í raun og veru alveg ó- mögulegt aS segja meS vissu, aS þaS geti ekki einmitt hafa veriS þetta atriði, sem í huga einhvers kviSdóm- enda reið baggamuninn á móti verjanda.” Þegar vitnaleiSslan er hæfilega gagnrýnd, þá sézt þaS þess vegna, aS málstaður krúnunnar hvílir í raun réttri á sönnuninni fyrir því, að Johnson hafi haft i höndum þessa muni McDermotts: 1. lyklana. 2. úriS og 3. nistiS. AS því er alla þessa þrjá muni snertir, langar mig til aS benda á, að ekki eru til nokkrar snefjar af sönnun fyrir því, eða nokkuð í réttargógnunum, sem jafnvel gcfi grun um það, að nokkur þeirra hafi nokkurn tíma Vfrið í vörslum McDermotts eftir að Johnson fór frá Fort Saskatchcivan 1. ágúst. Að því er nistið snertir, er þaS borið fram af vitn- inu Long, sem segist hafa gefiS McDermott þaS, aS hann hafi heimsótt McDermott í júni-mánuSi síSast- liSnum og að hann hafi þá ekki séð nistiS (bls. 81); þetta sýnir ljóslega aS hann bar það ekki venjulega, ef hann þá hefir haft það. AS því er lyklana snertir, játaði Nalder lögreglu- maSur að þaS væri aS öllu eSlilegt aS Johnson hefði lykla aS húsinu (bls. 39). Framburður Woonton aS- stoSar póstmeistara sýnir þaS greinilega aS engin til- raun var gerS af Johnson til þess að nota pósthússlykl- ana nokkru sinni í því skyni aS ná í póst, eða nokk- uS annaÖ úr pósthólfi McDermotts (bls. 91). Sömu- leiðis sýnir vitnisburður Mr. Rogers, bankastj órans það, að Johnson gerSi enga tilraun til þess aS nota lyklana aS öryggiskassa McDermotts í bankanum (bls. 93). McDermott hafði sjálfur annan lykil aS kofan- um og fanst hann á hyllu í svefnherberginu hans eftir aS hann var dáinn (ibls. 35). ASrir samskonar lyklar aS öryggiskassanum í bankanum fundust einnig i kof- anum (bls. 48). Á þaÖ skal bent, aS réttasta og skyn- samlegasta ályktan, sem dregin verSi af réttargögnun- um sé sú, að Johnson hafi réftilega og ráðvandlega haft i höndum lyklana fyrir 1. ágúst, og í flýtinum aS kom- ast burt úr bænum þann dag, hafi hann gleymt a-S skila þeim. Þeir voru honum gersamlega einskisvirSí og þaS að hann losaÖi sig ekki viS þá tafarlaUst, er miklu fremur í þá áttina aS sýna sakleysi hans en hiS gagnstæða. Ef hann virkilega hefði myrt McDermott þá hefSi hann vitað þaS aS lyklar hins dána í fórum hans gætu valdiS því, að grunur félli á hann og hefði hann þess vegna ekki tekiÖ þá í fyrstunni, eða í öSru

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.